Um Senu
blondud-mynd

Þín upplifun er okkar ástríða

Allan daginn, alla daga, allan ársins hring erum við að hlusta, horfa og spila. Við spilum leiki, horfum á kvikmyndir daginn út og inn og um leið tökum við eftir því hvað kveikir forvitnina hjá öðrum. Við vinnum með skilningarvitin, tjáninguna og frábærar móttökur fólksins í landinu.Hafðu samband

Hringdu í okkur

591 5100

Við svörum milli 09:00 og 17:00
alla virka daga.

Sendu fyrirspurn

Til að fyrirbyggja ruslpóst:
Fréttir og tilkynningar

Sænska dúóið Pale Honey hitar upp fyrir Iron & Wine

14. janúar í Eldborgarsal Hörpu

29.11.2017

Það tilkynnist hér með að sænska dúóið Pale Honey hitar upp fyrir Iron & Wine þann 14. janúar í Eldborgarsal Hörpu. Það eru æskuvinkonurnar Tuva Lodmark og Nelly Daltrey sem skipa bandið og hafa notið mikilla vinsælda í heimalandi sínu og víðar á skömmum tíma. Þær komu fram hérlendis á Airwaves fyrir nokkrum vikum og slógu í gegn.

Hluti af stefnu hljómsveitarinnar er eldmóður fyrir nýjungum og búið er að ausa hana lofi fyrir nýstárlegan kraft og rafmagnaða frammistöðu á tónleikum. Þær Tuva og Nelly eru ættaðar frá Gautaborg og hafa samið og spilað tónlist síðan á grunnskólaárum. Í för með tvíeykinu er framleiðandinn og tónlistarmaðurinn Anders Lagerfors sem stígur með þeim á svið.

Eftirspurnin fyrir Pale Honey hefur ekki stoppað frá útgáfu fyrstu plötunnar árið 2015 og hefur verið fjallað um hljómsveitina í DIY, Q, Clash, Sunday Times, Drowned in Sound og BBC 6 Music. 

Pale Honey hefur síðustu mánuði verið á fullu að kynna nýjustu plötuna sína, Devotion, og er tvíeykið spennt fyrir því að keyra stemninguna af stað í Eldborg þetta kvöld áður en Iron & Wine stígur á stokk.

NÁNAR