Nýtt frá Senu

:

Heimabíó

Kingsman: The Secret Service

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Allt

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000247

Myndin er byggð á samnefndri teiknimyndasögu sem hefur hotið mikið lof og er leikstýrt af Matthiew Vaughn (Kick-Ass, X-Men: First Class). Kingsman: The Secret Service fjallar um háleynileg njósnasamtök sem ráða til sín óslípaðan en efnilegan götustrák og leyniþjónustumaður sem kominn er á eftirlaun tekur nýliðann unga undir sinn verndarvæng. 

Í myndinni eru úrvalsleikarar í hverju hlutverki, nefna má Samuel L. Jackson, Mark Hamill, Colin Firth, Michael Caine og Mark Strong. 

Kingsman hefur hlotið afbragðsdóma gagnrýnenda og þykir sérstaklega vel heppnuð blanda af hasar, gríni og skopstælingu. 

"Njósnir hafa aldrei verið jafnskemmtilegar!"

- Tim Evans, Sky Movies

"Brjálæðislega skemmtileg!"

- Brian Viner, Daily Mail

"Firth er frábær hasarhetja!"

Jeremy Aspinall, Radio Times

"Stanslaus hasar!"

- Independent 

"Ótrúlega heillandi!"

- IGN Movies

16

:

Heimabíó

Unfinished Business

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

Viðskiptafélagar ferðast til Evrópu til að ljúka veigamesta samningi sögunnar. En í ferðinni fer allt sem hægt er úrskeiðis.

:

Bíó

TED 2

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000349

Ted og Tami-Lynn eru nýgift og langar til að eignast barn. En til þess að mega verða foreldri þarf Ted að sanna að hann sé lifandi persóna fyrir dómstólum. Seth MacFarlane leikstýrir þessari bráðfyndnu og kolsvörtu gamanmynd og meðal þeirra sem eru í aðalhlutverkum eru Liam Neeson, Mark Wahlberg og Amanda Seyfried. 

12


:

Tónlist

Bang Gang

Óhætt er að fullyrða að nýrrar plötu frá Bang Gang hefur verið beðið með eftirvæntingu, en sjö ár eru síðan síðasta platan, Ghost from the Past, kom út og ellefu ár síðan Something´s Wrong kom út, en hún naut mikilla vinsælda út um allan heim. 

Í millitíðinni hefur Barði unnið að öðrum verkefnum á borð við Lady and Bird (ásamt frönsku söngkonunni Keren Ann), Starwalker (í samstarfi við Jean-Benoît Dunkel úr hljómsveitinni Air) og samið tónlist í fjölmargar kvikmyndir og heimildarmyndir. 

The Wolves are Whispering hefur að geyma einhverjar af bestu tónsmíðum Barða til þessa og endurspeglar allan tilfinningaskala mannskepnunnar, en á plötunni má hlýða á myrkustu texta höfundarins en jafnframt þá hjartnæmustu.

Lögin "Out of Horizon", "Silent Bite" og "My Special One" af plötunni er nú þegar komin í spilun og hafa fengið góðar viðtökur gagnrýnenda og annarra hlustenda. 


"Bang Gang hefur fundið hina fullkomnu uppskrift að electro-popp lagi!"

Spin 

""Silent Bite" er gotnesk smíði og miðlar kraftmikilli orku að handan sem fær hárin til að rísa!" 

- The Line of Best Fit

 "...það er full ástæða til að bíða nýrrar plötu [frá Bang Gang] með mikilli eftirvæntingu."

Stereogum


:

Tónlist

Á bleikum náttkjólum (á vínyl)

Við endurútgefum nú Á bleikum náttkjólum á vínil. 

Platan kom fyrst út á vínil árið 1977 og hefur lengi verið ófáanleg. 

Tilurð plötunnar má að miklu leyti rekja ofan í kjallara á Bergstaðastrætinu sem Egill Ólafsson fékk lánaðan hjá tengdaföður sínum, en þar vörðu Spilverkið og Megas heilu sumri í æfingar. Platan var svo tekin upp í Hljóðrita í Hafnarfirði, en það vakti nokkra forvitni og jafnvel furðu að jafnólíkir tónlistarmenn skyldu vinna saman að plötu. Því varð oft æði gestkvæmt í stúdíóinu seint á kvöldin þegar tökur fóru fram, því fólk vildi sannreyna orðróminn; gat það verið að Megas og Spilverkið hefðu tekið höndum saman? 

Úr varð platan, sem er fyrir löngu orðin sígild og einn af hornsteinum í sögu íslenskrar dægurtónlistar. 

Á bleikum náttkjólum er plata fyrir alvöru safnara! 

:

Bíó

Albatross

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000347

Tómas er ungur og ástfanginn maður sem ákveður að leggja framtíðarplönin á hilluna til að elta kærustu sína vestur á firði þar sem hann ræður sig í sumarvinnu hjá Golfklúbbi Bolungarvíkur. Ekki beint það sem hann hafði hugsað sér eftir háskólanám en ástin spyr hvorki um stað né stund. Þar kynnist hann ansi skrautlegum samstarfsmönnum og virkilega metnaðarfullum yfirmanni sem þráir ekkert heitar en að fá stórmót á golfvöllinn í Bolungarvík og líst Tómasi ekki beint á blikuna. Allt gerir hann þetta þó fyrir hina einu sönnu en svo dynja áföllin yfir.

Þannig er söguþráður gamanmyndarinnar Albatross sem gerð er af upprennandi kvikmyndagerðarfólki sem lagði af stað í afar metnaðarfullt verkefni sem er á lokametrunum.Farið var í vel heppnaða söfnun á Karolina Fund til að klára eftirvinnslu myndarinnar og er Albatrossfyrsta leikna kvikmyndin sem fjármögnuð er í gegnum síðuna.

Hlutverk Tómasar er í höndum Ævars Arnar Jóhannssonar en með önnur helstu hlutverk myndarinnar fara Finnbogi Dagur Sigurðsson, Gunnar Kristinsson, og Birna Hjaltalín Pálmadóttir. Faðir hennar, Pálmi Gestsson, fer með hlutverk Kjartans, yfirmanns Tómasar sem hatar ekkert meira en Ísfirðinga og þá sérstaklega formann Golfklúbbs Ísafjarðar, Þránd, sem leikinn er af Guðmundi Magnúsi Kristjánssyni (Papamug).

:

Heimabíó

Black Sea

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

Til að koma sér í mjúkinn hjá fyrrum vinnuveitendum sínum tekur kafbátaskipstjóri (Jude Law) að sér að leita að gulli í Svartahafi. Hörkuspennandi ævintýramynd í leikstjórn Óskarsverðlaunahafans Kevins Macdonald. Græðgi og örvænting taka fljótlega völdin í aðþrengdu rýminu og þegar óvissan fer sívaxandi taka mennirnir um borð að snúast gegn hverjum öðrum í því skyni að lifa af. 


:

Tónlist

Megas (á vínyl)

Við endurútgefum nú Megas á vínil. 

Megas er fyrsta plata meistarans og var tekin upp Noregi árið 1972. Það er ekki hægt að segja annað en að hún hafi vakið athygli, ekki síst vegna þess þess að á plötunni var í fyrsta sinn ráðist á menningararfinn í dægurtónlist með íróníuna að vopni, sem gekk misvel ofan í landann. Platan fékk tvo dóma, báða neikvæða að sögn Megasar og jafnvel fór svo að hún var bönnuð í útvarpi um tíma. Engu að síður fór það svo að platan markaði þáttaskil í íslenskri tónlistarsögu og Megas stimplaði sig rækilega inn sem eitt höfuðskálda samtímans. Auk fjölda laga og lagatexta teljast til höfundaverka hans leikverk, smásögur, þýðingar og staðfærslur, upplestrar og fleira.

Platan Megas hefur verið ófáanleg á vínyl um áratugaskeið, en lögin á henni eru fyrir löngu orðin sígild. Meðal hinna fimmtán laga á plötunni eru Þóttú gleymir guði, Gamli sorrí Gráni og Spáðu í mig. 


Megas er plata fyrir alvöru safnara!

:

Heimabíó

Óli Prik

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000324

Óli Prik er persónuleg heimildarmynd um handboltamanninn Ólaf Stefánsson og tímamót á ferli hans þegar hann snýr heim eftir 17 ár í atvinnumennsku erlendis og hefur þjálfun meistaraflokks Vals.

Ólafur Stefánsson er lifandi goðsögn í handboltaheiminum og það mikil eftirvænting í loftinu þegar hann snýr aftur til gamla uppeldisfélagsins. En Óli er ýmislegt fleira en bara handboltamaður og ferðalagið tekur óvænta stefnu. Óli Prik er þroskasaga þjóðhetju.

Árni Sveinsson leikstýrir, en meðal fyrri mynda hans eru Í skóm drekans, Með hangandi hendi og Backyard.

Grímar Jónsson framleiðir fyrir hönd Netop Films. Hann hefur nýlokið tökum á kvikmyndinni Hrútum í leikstjórn Gríms Hákonarsonar, en hann hefur áður framleitt m.a. myndirnar Rafmögnuð Reykjavík, Smáfuglar og Brim.

Tónlist í myndinni er í höndum strákanna í Mono Town sem slógu rækilega í gegn með sinni fyrstu breiðskífu In the eye of the storm á síðasta ári.

Hægt er að fylgjast með aðdraganda frumsýningar Óla Prik á Facebook síðu myndarinnar www.facebook.com/oliprikfilm

:

Heimabíó

Veiðimennirnir

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000318

Myndin er gerð eftir geysivinsælli bók Jussi Adler-Olsen, Fasandræberne, sem er önnur bókin í flokknum sem fjallar um lögregludeildina Q. Myndin er framhald af Konunni í búrinu, sem sló í gegn þegar hún var sýnd hérlendis árið 2013. 


Í myndinni kemur gamalt morðmál upp á yfirborðið, tvíburar á unglingsaldri voru myrtir fyrir nokkrum árum og í málið bendlast stúdentar af auðugum ættum, sem nú eru orðnir valdamenn í dönsku samfélagi. 


Sem fyrr Nikolaj Lie Kaas í aðalhlutverki og leikur hinn geðstirða rannsóknalögreglumann Carl Mørck og í hlutverki aðstoðarmannsins trygga, Assads er Fares Fares. Aðrir frábærir leikarar eru í stórum hlutverkum í myndinni, til dæmis Pilou Asbæk og Dancia Curic. 

:

Bíó

She's Funny That Way

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Allt

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000376

Isabella (Imogen Poots) er gleðikona með þann heita draum að gerast Broadway-leikkona. Kvöld eitt - á miðri vakt - kynnist hún sviðsleikstjóranum Arnold (Owen Wilson) sem ákveður að hjálpa henni í þeim málum og býður henni stórfé fyrir að hætta í vinnunni sinni. Arnold er annars vegar giftur maður og ekki lengi að falla fyrir Isabellu. 

Hún hreppir aðalhlutverkið í nýjustu sýningu hans en setur það allt um koll, sérstaklega í ljósi þess að eiginkona Arnolds, Delta (Kathryn Hahn) leikur einnig í sýningunni ásamt fyrrum elskhuga sínum, Seth (Rhys Ifans). Tilvera Arnolds skánar heldur ekki mikið þegar Joshua (Will Forte), rithöfundur leiksýningarinnar, bætist við hóp þeirra sem sér ekki sólina fyrir Isabellu, þrátt fyrir að hann sé sjálfur í ástarsambandi við bitra sálfræðinginn hennar, Jane (Jennifer Aniston).

6

:

Bíó

Inside Out

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Allt

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000374

Dagný er nýflutt ásamt foreldrum sínum á nýjan stað og byrjuð í nýjum skóla. Hún saknar vitaskuld gömlu heimaslóðanna og vinanna. Áhorfendur fá að kynnast Dagnýju, foreldrum hennar og fjölskylduaðstæðum en um leið fá þeir einnig að hitta þær tilfinningar bærast innra með þeim. Í líkama Dagnýjar ráða nefnilega ríkjum þau Gleði, Sorg, Óbeit, Reiði og Ótti. 
Sýnd með íslensku tali í 2D og 3D.

L

:

Tónlist

Sumar á Sýrlandi (á vínyl)

Við endurútgefum nú Sumar á Sýrlandi á vínil. 

Platan hefur verið ófáanleg á vínil til margra ára og má því teljast til tíðinda að þessi fyrsta plata Stuðmanna í fullri lengd sé nú endurútgefin í sinni upprunalegu mynd á fjörutíu ára útgáfuafmælinu. 

Platan, sem fyrst kom út árið 1975, sló rækilega í gegn. Hún er nokkurs konar konseptplata sem dregur sundur og saman í háði skemmtanamenningu Íslendinga og lýsir þróuninni úr brennivínsmenningu yfir í hippamenningu. 

Þegar platan kemur út skipa hljómsveitina Jakob Frímann Magnússon, Valgeir Guðjónsson, Gylfi Kristinsson, Ragnar Danielsen, Egill Ólafsson og Sigurður Bjóla. 

Meðal gestasöngvara á plötunni eru Long John Baldry, Steinka Bjarna og Björgvin Halldórsson, sem einnig spilar á munnhörpu í laginu Strax í dag. 

Á plötunni komu út slagarar sem löngu eru orðnir sígildir, til að mynda Tætum og tryllum, Sumar á Sýrlandi, Strax í dag og í bláum skugga. 

Sumar á Sýrlandi er plata fyrir alvöru safnara!

:

Bíó

Jurassic World

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000348

Tuttugu og tveimur árum eftir að atburðirnir skelfilegu áttu sér stað í Júragarðinum (1993) er á ný kominn upp risaeðlugarður á Isla Nublar eftirmynd hugarsmíðar Johns Hammond, sem kallast Jurassic World. Garðurinn hefur verið starfræktur í tíu ár og gestafjöldinn minnkar með hverjum mánuðinum. Til þess að laða gesti að er ný skepna sköpuð, en tilraunin fer vægast sagt úr böndunum. 

12

:

Bíó

Ópera: La Bohéme

Sena kynnir meistaraverk Puccinis í beinni útsendingu frá The Royal Opera House miðvikudaginn 10. júní 2015 kl 18:15. 

Óperan sló í gegn um leið og hún var frumsýnd í Torino á Ítalíu árið 1896 og fór eins og eldur í sinu um allan heim í kjölfarið. Vinsældir óperunnar hafa síst dvínað þessi tæpu hundrað og tuttugu ár síðan hún var frumsýnd, því hún skipar enn fjórða sætið á lista yfir þær óperur sem eru oftast settar á svið. Ástarsagan, sem á sér stað í hópi bóhema í París á þeim tíma sem óperan er samin, hefur unnið hugi og hjörtu ótal óperuunnenda um allan heim. 

Íslenskum áhorfendum gefst nú tækifæri til að lifa sig inn í ástir og örlög þeirra Rodolfos og Mimiar í beinni útsendingu í Háskólabíói. 

Með aðalhlutverk fara Anna Netrebko og Joseph Calleja


:

Tónlist

Drones

Ný plata með Muse.

Væntanlegt frá Senu

:

Bíó

Terminator Genisys

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

Arnold Schwarzenegger svo sannarlega kominn aftur í því sem kalla má upprisu Tortímandans. Myndir James Cameron um vélmennið manngerða eru fyrir löngu orðnar sígildar og aðdáendur ættu ekki að vera sviknir af endurkomu Tortímandans. 

16

:

Tónlist

....Lifun (á vínyl)

Meistaraverkið ....Lifun var frumflutt á tónleikum í Háskólabíói þann 13. mars 1971. Í kjölfarið héldu meðlimir ofurgrúppunnar Trúbrots til London í upptökur, en þá taldi hljómsveitin þau Gunnar Þórðarson, Rúnar Júlíusson, Shady Owens, Karl Sighvatsson og Gunnar Jökul Hákonarson. Platan var tekin upp í Morgan Studios og Sound Techniques í London undir stjórn upptökumeistarans Jerrys Boys, sem vann meðal annars með Bítlunum, Rolling Stones og Pink Floyd. Platan kom svo út á Íslandi í júní 1971 og þar með var blað brotið í tónlistarsögu þjóðarinnar. 

Á plötunni eru gersemar sem hafa markað íslenska dægurtónlist allar götur síðan hún kom út; nefna má To be Grateful, Am I Really Livin', Tangerine Girl og Old Man. 

....Lifun er plata fyrir alvöru safnara! 

:

Bíó

The Minions

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

Hinir elskulegu og stórfrægu skósveinar úr Aulanum ég eru mættir í eigin bíómynd. Hér er rakin sagan af litlu, gulu bananaóðu sérvitringunum frá upphafi tímans. Í gegnum tíðina hafa skósveinarnir gengt mikilvægu hlutverki að þjóna metnaðarfyllstu skúrkum allra tíma, þar á meðal Genghis Khan, Drakúla, Napóleon og fleirum. Dag einn eru skósveinarnir allir með tölu orðnir þreyttir á nýja stjóra sínum og ákveður einn að nafni Kevin að kominn sé tími á tilbreytingu. Við tekur litrík og kostuleg atburðarás og á vegi þeirra skósveina verða meðal annars nokkrir unglingar og þorpari sem ákveður í eitt skipti fyrir öll að losa heiminn við alla skósveina.

L

:

Bíó

The Shamer's Daughter

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

Dina hefur fengið yfirskilvitlega hæfileika móður sinnar í vöggugjöf. Hún getur séð beint inn í innstu sálarkima annarra, sem lætur þá finna til skammar. Þegar erfingi krúnunnar er ranglega sakaður um hryllileg morð er móðir Dinu lokkuð til Dunark undir fölsku yfirskini, en hún á að fá hann til að játa glæðinn. Þegar hún neitar að nota hæfileika sína til ills er hún fangelsuð. Það er undir Dinu komið að komast að sannleikanum varðandi morðin, en fljótlega er hún flækt í hringiðu hættulegrar valdabaráttu og í bráðri lífshættu. 

Kvikmyndin er fantasía sem gerist á miðöldum um Dinu og fjölskyldu hennar sem lenda í stórhættulegu ævintýri þar sem það er undir þeim komið að hjálpa erfingja krúnunnar að sölsa undir sig hásætið, sem réttilega er hans. 

16


:

Tölvuleikir

Rory Mcilroy

Rory Mcilroy.

:

Bíó

Webcam

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

Framhaldsskólastelpan Rósalind lifir afar frjálslegu lífi sem snýst að mestu um djamm, stráka og að hanga með bestu vinkonu sinni Agú. Allt það breytist þó þegar Rósalind finnur köllun sína í því að fækka fötum á netinu. Smátt og smátt fer líf hennar að snúast um nýja starfið og hefur það áhrif á sambönd hennar, vináttu og fjölskyldulíf.

Þetta er fyrsta mynd Sigurðar Antons Friðþjófssonar í fullri lengd, en hann bæði leikstýrir myndinni og skrifar handritið. 

16


:

Heimabíó

Paul Blart: Mall Cop 2

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000339

Paul Blart (Kevin James) er einstæður faðir sem fer að vinna sem öryggisvörður í verslunarmiðstöð til að sjá fyrir sér og dóttur sinni í myndinni Mall Cop sem naut mikilla vinsælda. Nú hefur öryggisvörðurinn knái, sem jafnan þeytist um á Segway tryllitæki eytt sex árum í að vernda verslunarmiðstöðvar borgarinnar og ætlar að taka sér verðskuldað frí. Hann heldur til Vegas með dóttur sinni sem er á táningsaldri til að eyða með henni tíma áður en hún fer í háskóla. En Blart kann ekki að taka sér frí og þegar allt fer í hart tekur Blart málin í sínar hendur. 

Kevin James fer ekki einungis með aðalhlutverkið í Paul Blart: Mall Cop 2 því hann er einnig einn af handritshöfundum myndarinnar ásamt Nick Bakay, sem skrifaði einnig handrit að nokkrum þáttum í King of Queens þáttaröðinni sem skaut Kevin James upp á stjörnuhimininn. 


:

Heimabíó

The Little Death

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000330

The Little Death er svo sannarlega frumleg gamanmynd um kynlíf, ást, sambönd og öll hugsanleg tabú því tengd. Í myndinni fá áhorfendur að gægjast á bak við luktar dyr fólks sem bý í sömu götu í úthverfi nokkru og virðist allir vera tiltölulega eðlilegir við fyrstu sýn. Annað kemur þó á daginn; ein kvennanna á sér til að mynda hættulega fantasíu sem kærastinn henna leggur sig í líma via að uppfylla. Maður nokkur á í eldheitu ástarsambandi við eiginkonu sína - án þess að hún hafi nokkra hugmynd um það. Par reynir að halda sambandinu gangandi eftir að tilraunamennska í kynlífinu fer úr böndunum. Ein kvennanna finnur einungis kynferðislega örvun þegar eiginmaðurinn grætur og önnur lendir sem þriðji aðili í undarlegu símtali sem felur í sér heyrnarlausan mann og símavændi. Þá er ótalinn truflandi en heillandi nágranni sem tengir þau öll saman.

Í myndinni eru langanir fólks í forgrunni og af hvaða rótum þær spretta. Hversu langt seilumst við til þess að fá það sem við girnumst? Hverjar eru afleiðingar þess að láta undan freistingunum?

:

Viðburður

André Rieu á tónleikum í Maastricht 2015

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

Sena og Cinema Live kynna einstakan bíóviðburði í Háskólabíói; stórbrotna tónleika André Rieu sem haldnir verða í Maastricht, Hollandi. Tónleikarnir verða fluttir frammi fyrir þúsundum aðdáenda í gullfallegu miðaldaumhverfi. Sem fyrr nýtur André stuðnings Johann Strauss Orchestra. Að auki koma við sögu frægir tenórar og aðrir sérstakir gestir. Hér fá aðdáendur um allan heim tækifæri til að njóta þessara undursamlegu tónleika á hvíta tjaldinu í einstökum gæðum.

:

Bíó

Paper Towns

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

Myndin er byggð á metsölubók Johns Green, sem er einn allra vinsælasti höfundur samtímans og skrifaði meðal annars bókina The Fault in Our Stars. er þroskasaga sem hverfist um Quentin og ráðgátuna Margo, nágranna hans, sem elskar glæpasögur svo mikið að hún verður viðfang einnar slíkrar. 

Margo hverfur nefnilega sporlaust og skyndilega eftir hafa farið með Quentin í næturlangt ævintýri um heimabæ þeirra. Hún skilur eftir sig torræðar vísbendingar fyrir Quentin til að leysa, og leitin leiðir hann af stað í hörkuspennandi ævintýraför sem er hvort tveggja í senn bráðfyndin og hjartnæm. 

6

:

Bíó

Pixels

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

Geimverur mistúlka myndbansupptökur af sígildum tölvuleikum úr spilakössum og líta á þær sem stríðsyfirlýsingu. Þær ráðast á Jörðina og nota leikina sem fyrirmyndir fjölbreyttra árása. Will Cooper forseti hringir í besta vin sinn síðan hann var lítill, Jules Brenner sem var tölvuleikjahetja 9. áratugarins og starfar nú við að setja upp heimabíó. Brenner fær það verðuga verkefni að leiða hóp gamalla tölvuleikjakempa til að sigra geimverurnar og bjarga plánetunni. 

9

:

Heimabíó

Austur

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000346

Myndin er innblásin af raunverulegum atburðum úr íslenskum undirheimum. Ungur maður á einnar nætur gaman með fyrrum unnustu og barnsmóður ofbeldisfulls glæpamanns sem er í mikilli neyslu. Hann er tekinn í gíslingu af gengi glæpamannsins með það fyrir augum að kúga út úr honum fé. Þegar þau áform verða að engu fer af stað atburðarás þar sem líf unga mannsins er í stórhættu.

Ungi maðurinn er orðin gísl gengisins sem bregður á það ráð að fara austur fyrir fjall í þeim erindagjörðum að losa sig við hann. Þegar þangað er komið banka þeir upp á hjá gömlum félaga glæpamannsins sem er að reyna að snúa við blaðinu og ná lífi sínu á réttan kjöl.

Með helstu hlutverk í myndinni fara Arnar Dan Kristjánsson, Björn Stefánsson, Hjörtur Jóhann Jónsson, Ólafur Darri Ólafsson og Vigfús Þormar Gunnarsson.

16


:

Heimabíó

Cut Bank

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

Dwayne McLaren hefur verið að leita leiða til að komast burt úr smábænum Cut Bank Mt, allt frá því hann útskrifaðist úr framhaldsskóla fyrir nokkrum árum síðan. Skyndilega er hann er staddur á röngum stað á réttum tíma og stekkur á tækifæri til að eltast við betra líf í stórborginni með kærustunni sinni Cassöndru. En heppni er jafnan víðsfjarri í Cut Bank og flóðgáttir slæms karma opnast fljótlega í kjölfar þess sem Dwane taldi sérstaka gæfu. 

Leikstjóri:
Matt Shakman


Aðalhlutverk:
Liam Hemsworth
John Malkovich


:

Heimabíó

The Second Best Exotic Marigold Hotel

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000345

Það er bara eitt herbergi eftir laust á The Best Exotic Marigold Hotel og því ákveður hótelstjórinn, Sonny Kapoor, að opna annað hótel.

Við tökum hér upp þráðinn þar sem frá var horfið í fyrri mynd. Allt er orðið fullt á Marigold-hótelinu og bara eitt herbergi eftir. Það er hins vegar von á tveimur gestum í viðbót og því ákveður hinn yfirmáta bjartsýni hótelstjóri Sonny Kapoor að opna bara nýtt hótel af sömu framkvæmdargleðinni og fékk hann til að opna það sem fyrir er þótt húsið væri langt frá því að vera tilbúið. Vel studdur af hinni álíka bjartsýnu Muriel (Maggie Smith) heldur Sonny ótrauður á vaðið til að afla þess fjár sem hann þarf. Þegar nýr gestur bætist við, hinn fjallmyndarlegi Guy (Richard Gere), fer samt óvænt atburðarás

í gang og sem fyrr liggur rómantíkin í loftinu ...

The Second Best Exotic Marigold Hotel fór beint á toppinn í kvikmyndahúsum í Bretlandi, Ástralíu og Nýja-Sjálandi þegar hún var frumsýnd þar í febrúar og hefur notið mikilla vinsælda alls staðar

annars staðar þar sem hún hefur verið sýnd. Breska kvikmyndatímaritið Empire gaf henni fjórar stjörnur og sagði gagnrýnandinn myndina vera heillandi framhald, ákaflega vel leikna eins og við var að búast, en að Maggie Smith steli þó senunni með alveg frábærum leik.


:

Bíó

Amy

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

Heimildarmynd eftir Bafta verðlaunahafann Asif Kapadia um söngkonuna Amy Winhouse sem lést árið 2011. Í myndinni verður sýnt áður óbirt myndefni og leitast við að segja harmræna sögu hinnar hæfileikaríku söngkonu með hennar eigin orðum. 

Amy Winehouse lést af völdum  áfengiseitrunar í júlí 2011, aðeins 27 ára gömul. Þetta er einstaklega nútímaleg, tilfinningarík mynd sem á erindi við samtímann því hún bæði fangar hann og varpar ljósi á heiminn sem við búum í á frumlegan máta. Amy var einstaklega hæfileikaríkur listamaður sem náði eyrum og augum heimsbyggðarinnar. Hún skrifaði og söng frá hjartanu og allir urðu umsvifalaust gagnteknir. Það var því ákaflega sorglegt þegar hún brotnaði smám saman undir oki fjölmiðlaáreitis, sambandsvandamála, risavaxinni velgengni og vafasams lífsstíls. 

12

:

Bíó

Mission Impossible: Rogue Nation

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

Ethan Hunt (Tom Cruise) snýr aftur í enn eitt háleynilegt verkefni sem að þessu sinni snýst um að uppræta alþjóðleg samtök sem hafa það að markmiði að koma njósnasamtökum Hunts, IMF, fyrir kattarnef. 

:

Bíó

Southpaw

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

Hún segir sögu hnefaleikahetjunnar Billys "The Great" Hope", sem virðist við fyrstu sýn hafa allt sem mann gæti nokkurn tíma dreymt um; tilkomumikinn feril, fallega og ástríka eiginkonu (Rachel McAdams), yndislega dóttur (Oona Laurence) auk þess að lifa í vellystingum. En þá knýja örlögin dyra og harmleikurinn hefst þegar umboðsmaður Billys og vinur  (Curtis "50 Cent" Jackson) yfirgefur hann. Hope sekkur alla leið á botninn. Þá hittir hann þjálfarann Tick Williams (Forest Whitaker) sem vinnur á líkamsræktarstöð í hverfinu. Með seglu og þrjósku reynir Hope, undir leiðsögn Ticks, að vinna líf sitt aftur og ekki síst traust þeirra sem hann missti. 

Myndin er eftir leikstjórann Antoine Fuqua (Training Day) og handritshöfundana Kurt Sutter (Sons of Anarchy) og Richard Wenk (The Mechanic).

12

:

Bíó

Trainwreck

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

Trainwreck

12

:

Bíó

The Fantastic Four

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

Nútímaútfærsla á myndasögunum um eitt vinsælasta ofurhetjuteymi Marvel. Myndin hverfist um fjögur ungmenni sem eru hvert á sinn hátt utangátta í samfélaginu. Þau eru send í annan heim sem er vægast sagt stórhættulegur og hefur ferðalagið hryllileg áhrif á líkama þeirra. Líf þeirra breytist óhjákvæmilega í kjölfarið og ungmennin neyðast til að færa sér í nyt hina nýju krafta sem breytt líkamsgerð hefur í för með sér og vinna saman að því að bjarga Jörðinni frá stórhættulegum óvini. 

12


:

Tónlist

60 ára

Diddú fagnar 60 ára afmæli með veglegri ferilsplötu, en söngkonan á að baki einstaklega fjölbreyttan og farsælan söngferil. Hún vann hugi og hjörtu þjóðarinnar með Spilverkinu, þá sem dægurlagasöngkona, fór í kjölfarið í sigilt söngnám í London og Ítalíu og hefur tekið þátt í margvíslegum uppfærslum og sýningum jafnt á sviði sem og í kvikmyndum, sem ber fjölbreyttum hæfileikum hennar vitni. 

Frumraun sína á óperusviði þreytti hún í hlutverki dúkkunar Olympiu í Ævintýrum Hoffmans í Þjóðleikhúsinu og síðan hefur hún staðið í sporum þekktustu kvenpersóna óperusögunnar; Súsönnu í Brúðkaupi Fígarós, Gildu í Rigoletto, Papagenu og Næturdrottningarinnar í Töfraflautunni, Víolettu í La Traviata, Adínu í Ástardrykknum og svo mætti lengi telja. 

Af þessu tilefni verður einnig blásið til afmælistónleika í Hörpu 13. september kl. 20.  Þar verður farið yfir farsælan feril söngkonunnar undanfarin 40 ár. Tónleikarnir verða tvískiptir, þar sem söngkonan mun leggja í ævintýralega söngferð með áheyrendum og koma víða við. 

:

Bíó

Straight Outta Compton

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

Straight Outta Compton.

:

Viðburðir

Kings of Leon

Hljómsveitin hefur undanfarið verið aðalnúmerið á stærstu tónleikahátíðum heims síðustu ár, meðal annars á Hróarskeldu, Coachella, Glastonbury, Rock Werchter og Lollapalooza. Auk þess hafa þeir haldið fjöldann allan af eigin risatónleikum víða um heim sem jafnan er pakkuppselt á, enda sveitin orðin þekkt fyrir kraftmikla sviðsframkomu og ógleymanlega tónleika.

Sveitin hefur unnið til fjölda verðlauna, þar á meðal Grammy og BRIT verðlaun. Lög á borð við Use Somebody, Sex on Fire, Closer, Supersoaker, Wait for Me og Radioactive hafa umsvifalaust orðið að samtímaklassík sem flestir þekkja og geta sungið með. Lagalistar síðustu tónleika Kings of Leon hafa haft að geyma vinsælustu lögin af öllum sex plötum hljómsveitarinnar. Nánar um söguna í tilkynningunni.

Miðasala er hafin á Tix.is og í sér tilkynningu um miðasöluna má finna allar upplýsingar um verðsvæðin osfrv.

Staðfest er að íslenska sveitin sem hitar upp er: KALEO. Sveitin samdi nýlega við Atlantic Records og býr nú í Austin, Texas þar sem drengirnir úr Mosfellsbæ vinna að gerð nýrrar plötu og undirbúa stóra sigra. Íslendingar munu eflaust fanga því tækifæri að fá að sjá þá aftur og nú á rokktónleikum áratugarins. Nánar hér.

PRAKTÍSKAR UPPLÝSINGAR:
- Húsið opnar 18.30 og tónleikar hefjast kl. 20 með Kaleo.
- Ráðgert er að Kings of Leon stigi á svið kl 21.
- Þeir sem eru í hjólastól og kaupa í B svæði ásamt einum fylgdarmanni og hafa svo aðgengi að sérstökum hjólastólapalli á A svæði.
- Ekkert aldurstakmark er á tónleikana.
- Áfengi  verður eingöngu selt á afmörkuðu svæðum.

:

Tónlist

70 ára

Magnús Eiríksson fagnar 70 ára afmæli seinna á árinu og í tilefni að því kemur út vegleg ferilsplata með öllum hans bestu lögum. Magnús er eitt fremstu tónskálda landsins á sviði dægurtónlistar, en gegnum tíðina hafa lög hans og textar sem mótað menningu þjóðarinnar; Reyndu aftur, Drauma-prinsinn, Gleðibankinn, Ó þú, Kóngur einn dag og öll hin. 

Af þessu tilefni verður einnig blásið til afmælistónleika í Hörpu 19. september þar sem valin lög úr koma til með að hljóma í flutningi valinkunnra tónlistarmanna. 

:

Heimabíó

Samba

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000326

Nýja myndin frá leikstjórum Intouchables, sem sló rækilega í gegn um allan heim, þar á meðal hér á landi. Íslendingar kolféllu fyrir myndinni og áður en yfir lauk höfðu um 60 þúsund manns séð hana, en það er svipað margir og fara a góða James Bond mynd eða Harry Potter.

Samba er stórskemmtileg og hugljúf gaman-drama mynd með hinum eina sanna Omar Sy úr Intouchables

Í öðrum aðalhlutverkum eru Charlotte Gainsbourg og Tamar Rahim úr A Prophet.

Myndin fjallar um Samba (Sy), sem flutti til Frakklands frá Senegal fyrir tíu árum. Allan tímann hefur hann dregið fram lífið með því að vinna við ýmis láglaunastörf, sem eru vægast sagt mjög misjöfn. Alice (Gainsbourg) er framkvæmdastjóri sem er orðin útbrunnin í starfi. Bæði strita þau við að breyta aðstæðum sínum; Samba við að fá vinnuleyfi og Alice við að koma lífi sínu á réttan kjöl á ný þar til dag einn að örlögin leiða þau saman. 

Hafðu samband

Hringdu í okkur

591 5100

Við svörum milli 09:00 og 17:00
alla virka daga.

Sendu fyrirspurn

Til að fyrirbyggja ruslpóst:

Fréttir & tilkynningar

Allt

Ný plata væntanleg með John Grant - 23.6.2015 Tónlist

John Grant sendir frá sér sína þriðju plötu í haust og er áætlaður útgáfudagur 2. október. Platan var tekin upp í Dallas þar sem Grant gerði sína fyrstu plötu, Queen of Denmark, sem sló svo eftirminnilega í gegn út um allan heim.

Meira...

Lag í spilun: I Need U - 22.6.2015 Tónlist

I Need U er fyrsta lagið sem Aron Hannes sendir frá sér, en hann hefur verið í nánu samstarfi við tónlistarmanninn Loga Pedro síðustu misserin. Lagið er einmitt eftir þá Aron Hannes og Loga Pedro og textann semur Aron Hannes. 


Meira...

Lag í spilun: Engillinn blíði - 22.6.2015 Tónlist

Á dögunum kom út platan Ég trúi því frá Björgvini Halldórssyni. Um er að ræða safnplötu með helstu gospelperlum og kærleikssöngvum sem komið hafa frá söngvaranum í gegnum tíðina. Lagið "Engillinn blíði" af plötunni er áður óútgefið og er hér meðfylgjandi.

 

Meira...

Lag í spilun: Albatross - 22.6.2015 Tónlist

Hjartaknúsarinn Sverrir Bergmann hefur nú gefið út nýtt lag sem heitir Albatross. Lagið er samið af Halldóri Gunnari Pálssyni og er titillag úr samnefndri gamanmynd sem frumsýnd var þann 19. júní.

Meira...

Icelandic Rock Classics er komin út - 11.6.2015 Tónlist

Icelandic Rock Classics gefur góða mynd af íslenskri rokksenu frá því snemma á áttunda áratugnum til dagsins í dag með þverskurði af vinsælustu, svölustu og hörðustu rokkslögurum tímabilsins. Átján sígildir rokkslagarar á einum stað.

Meira...

KOL: Forsölur Pepsi Max, WOW air og Senu - 10.6.2015 Viðburðir

Pepsi Max, WOW air og Sena verða með sérstakar forsölur fyrir viðskiptavini sína, daginn áður en almenn sala á Kings of Leon hefst. Forsölurnar hefjast kl. 10 mánudaginn 15. júní.

Meira...

Lag í spilun: My Special One - 9.6.2015 Tónlist

Lagið My Special One er að finna á plötunniThe Wolves are Whispering sem kemur út frá Bang Gang 23. júní. Hún hefur að geyma einhverjar af bestu tónsmíðum Barða til þessa og endurspeglar allan tilfinningaskala mannskepnunnar, en á plötunni má hlýða á myrkustu texta höfundarins en jafnframt þá hjartnæmustu.

Meira...

Platan Ég trúi því er komin út - 9.6.2015 Tónlist

Nú er komin út frá kempunni ný gospelplata sem aðdáendur verða ekki sviknir af. Um er að ræða safnplötu þar sem helstu gospelperlur sem komið hafa frá Björgvini í gegnum tíðina er að finna. Björgvin gaf árið 1993 út gospelplötuna Kom heim sem sló eftirminnilega í gegn með lögum á borð við Gullvagninn. 


Meira...