Nýtt frá Senu

:

Bíó

Amy

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000400

Heimildarmynd eftir Bafta verðlaunahafann Asif Kapadia um söngkonuna Amy Winhouse sem lést árið 2011. Í myndinni verður sýnt áður óbirt myndefni og leitast við að segja harmræna sögu hinnar hæfileikaríku söngkonu með hennar eigin orðum. 

Amy Winehouse lést af völdum  áfengiseitrunar í júlí 2011, aðeins 27 ára gömul. Þetta er einstaklega nútímaleg, tilfinningarík mynd sem á erindi við samtímann því hún bæði fangar hann og varpar ljósi á heiminn sem við búum í á frumlegan máta. Amy var einstaklega hæfileikaríkur listamaður sem náði eyrum og augum heimsbyggðarinnar. Hún skrifaði og söng frá hjartanu og allir urðu umsvifalaust gagnteknir. Það var því ákaflega sorglegt þegar hún brotnaði smám saman undir oki fjölmiðlaáreitis, sambandsvandamála, risavaxinni velgengni og vafasams lífsstíls. 

Erlendir dómar:

Chicago Sun-Times 100%

RogerEbert.com 100%

The Guardian 100%

IndieWIRE 100%

Tampa Bay Times 100%

San Francisco Chronicle 100%

Philadelphia Inquirer 100% 

Rotten Tomatoes 97%12

:

Bíó

Mission Impossible: Rogue Nation

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Allt

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000363

Ethan Hunt (Tom Cruise) snýr aftur í enn eitt háleynilegt verkefni sem að þessu sinni snýst um að uppræta alþjóðleg samtök sem hafa það að markmiði að koma njósnasamtökum Hunts, IMF, fyrir kattarnef. 

:

Heimabíó

Cut Bank

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

Dwayne McLaren hefur verið að leita leiða til að komast burt úr smábænum Cut Bank Mt, allt frá því hann útskrifaðist úr framhaldsskóla fyrir nokkrum árum síðan. Skyndilega er hann er staddur á röngum stað á réttum tíma og stekkur á tækifæri til að eltast við betra líf í stórborginni með kærustunni sinni Cassöndru. En heppni er jafnan víðsfjarri í Cut Bank og flóðgáttir slæms karma opnast fljótlega í kjölfar þess sem Dwane taldi sérstaka gæfu. 

Leikstjóri:
Matt Shakman


Aðalhlutverk:
Liam Hemsworth
John Malkovich


:

Heimabíó

The Second Best Exotic Marigold Hotel

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000345

Það er bara eitt herbergi eftir laust á The Best Exotic Marigold Hotel og því ákveður hótelstjórinn, Sonny Kapoor, að opna annað hótel.

Við tökum hér upp þráðinn þar sem frá var horfið í fyrri mynd. Allt er orðið fullt á Marigold-hótelinu og bara eitt herbergi eftir. Það er hins vegar von á tveimur gestum í viðbót og því ákveður hinn yfirmáta bjartsýni hótelstjóri Sonny Kapoor að opna bara nýtt hótel af sömu framkvæmdargleðinni og fékk hann til að opna það sem fyrir er þótt húsið væri langt frá því að vera tilbúið. Vel studdur af hinni álíka bjartsýnu Muriel (Maggie Smith) heldur Sonny ótrauður á vaðið til að afla þess fjár sem hann þarf. Þegar nýr gestur bætist við, hinn fjallmyndarlegi Guy (Richard Gere), fer samt óvænt atburðarás

í gang og sem fyrr liggur rómantíkin í loftinu ...

The Second Best Exotic Marigold Hotel fór beint á toppinn í kvikmyndahúsum í Bretlandi, Ástralíu og Nýja-Sjálandi þegar hún var frumsýnd þar í febrúar og hefur notið mikilla vinsælda alls staðar

annars staðar þar sem hún hefur verið sýnd. Breska kvikmyndatímaritið Empire gaf henni fjórar stjörnur og sagði gagnrýnandinn myndina vera heillandi framhald, ákaflega vel leikna eins og við var að búast, en að Maggie Smith steli þó senunni með alveg frábærum leik.


:

Heimabíó

Austur

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000346

Myndin er innblásin af raunverulegum atburðum úr íslenskum undirheimum. Ungur maður á einnar nætur gaman með fyrrum unnustu og barnsmóður ofbeldisfulls glæpamanns sem er í mikilli neyslu. Hann er tekinn í gíslingu af gengi glæpamannsins með það fyrir augum að kúga út úr honum fé. Þegar þau áform verða að engu fer af stað atburðarás þar sem líf unga mannsins er í stórhættu.

Ungi maðurinn er orðin gísl gengisins sem bregður á það ráð að fara austur fyrir fjall í þeim erindagjörðum að losa sig við hann. Þegar þangað er komið banka þeir upp á hjá gömlum félaga glæpamannsins sem er að reyna að snúa við blaðinu og ná lífi sínu á réttan kjöl.

Með helstu hlutverk í myndinni fara Arnar Dan Kristjánsson, Björn Stefánsson, Hjörtur Jóhann Jónsson, Ólafur Darri Ólafsson og Vigfús Þormar Gunnarsson.

16


:

Bíó

Paper Towns

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000399

Myndin er byggð á metsölubók Johns Green, sem er einn allra vinsælasti höfundur samtímans og skrifaði meðal annars bókina The Fault in Our Stars. er þroskasaga sem hverfist um Quentin og ráðgátuna Margo, nágranna hans, sem elskar glæpasögur svo mikið að hún verður viðfang einnar slíkrar. 

Margo hverfur nefnilega sporlaust og skyndilega eftir hafa farið með Quentin í næturlangt ævintýri um heimabæ þeirra. Hún skilur eftir sig torræðar vísbendingar fyrir Quentin til að leysa, og leitin leiðir hann af stað í hörkuspennandi ævintýraför sem er hvort tveggja í senn bráðfyndin og hjartnæm. 

Í aðalhlutverkum eru þau Nat Wolff og Cara Delevingne, en þess má geta að sú síðarnefnda er ein þekktasta og eftirsóttasta fyrirsæta heims um þessar mundir. 

6

:

Bíó

Pixels

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000353

Geimverur mistúlka myndbandsupptökur af sígildum tölvuleikjum úr spilakössum og líta á þær sem stríðsyfirlýsingu. Þær ráðast á jörðina og nota leikina sem fyrirmyndir fjölbreyttra árása. Will Cooper forseti hringir í æskuvin sinn, Jules Brenner sem var tölvuleikjahetja á níunda áratugnum og starfar nú við að setja upp heimabíó. Brenner fær það verðuga verkefni að leiða hóp gamalla tölvuleikjakempa til að sigra geimverurnar og bjarga plánetunni. 

Kvikmyndin ætti að kalla fram nostalgíu hjá öllum þeim sem lifðu spilakassamenningu níunda áratugarins og kynnir jafnframt tölvuleikjapersónur sem löngu eru orðnar ódauðlegar fyrir yngri kynslóðum. Það eru engir aukvisar sem fara með aðalhlutverkin, því auk Pac-Man, Donkey Kong og Centipede má sjá Adam Sandler, Kevin James, Josh Gad, Michelle Monaghan, Peter Dinklage og marga fleiri valinkunna leikara í myndinni. 

Aðeins sýnd í 2D í Háskólabíói. 


:

Viðburður

André Rieu á tónleikum í Maastricht 2015

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

Sena og Cinema Live kynna einstakan bíóviðburði í Háskólabíói; stórbrotna tónleika André Rieu sem haldnir verða í Maastricht, Hollandi. Tónleikarnir verða fluttir frammi fyrir þúsundum aðdáenda í gullfallegu miðaldaumhverfi. Sem fyrr nýtur André stuðnings Johann Strauss Orchestra. Að auki koma við sögu frægir tenórar og aðrir sérstakir gestir. Hér fá aðdáendur um allan heim tækifæri til að njóta þessara undursamlegu tónleika á hvíta tjaldinu í einstökum gæðum.

:

Heimabíó

The Little Death

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000330

The Little Death er svo sannarlega frumleg gamanmynd um kynlíf, ást, sambönd og öll hugsanleg tabú því tengd. Í myndinni fá áhorfendur að gægjast á bak við luktar dyr fólks sem bý í sömu götu í úthverfi nokkru og virðist allir vera tiltölulega eðlilegir við fyrstu sýn. Annað kemur þó á daginn; ein kvennanna á sér til að mynda hættulega fantasíu sem kærastinn henna leggur sig í líma via að uppfylla. Maður nokkur á í eldheitu ástarsambandi við eiginkonu sína - án þess að hún hafi nokkra hugmynd um það. Par reynir að halda sambandinu gangandi eftir að tilraunamennska í kynlífinu fer úr böndunum. Ein kvennanna finnur einungis kynferðislega örvun þegar eiginmaðurinn grætur og önnur lendir sem þriðji aðili í undarlegu símtali sem felur í sér heyrnarlausan mann og símavændi. Þá er ótalinn truflandi en heillandi nágranni sem tengir þau öll saman.

Í myndinni eru langanir fólks í forgrunni og af hvaða rótum þær spretta. Hversu langt seilumst við til þess að fá það sem við girnumst? Hverjar eru afleiðingar þess að láta undan freistingunum?

:

Bíó

Webcam

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000351

Framhaldsskólastelpan Rósalind lifir afar frjálslegu lífi sem snýst að mestu um djamm, stráka og að hanga með bestu vinkonu sinni Agú. Allt það breytist þó þegar Rósalind finnur köllun sína í því að fækka fötum á netinu. Smátt og smátt fer líf hennar að snúast um nýja starfið og hefur það áhrif á sambönd hennar, vináttu og fjölskyldulíf.

Þetta er fyrsta mynd Sigurðar Antons Friðþjófssonar í fullri lengd, en hann bæði leikstýrir myndinni og skrifar handritið. 

16


:

Tónlist

....Lifun (á vínyl)

Meistaraverkið ....Lifun var frumflutt á tónleikum í Háskólabíói þann 13. mars 1971. Í kjölfarið héldu meðlimir ofurgrúppunnar Trúbrots til London í upptökur, en þá taldi hljómsveitin þau Gunnar Þórðarson, Rúnar Júlíusson, Shady Owens, Karl Sighvatsson og Gunnar Jökul Hákonarson. Platan var tekin upp í Morgan Studios og Sound Techniques í London undir stjórn upptökumeistarans Jerrys Boys, sem vann meðal annars með Bítlunum, Rolling Stones og Pink Floyd. Platan kom svo út á Íslandi í júní 1971 og þar með var blað brotið í tónlistarsögu þjóðarinnar. 

Á plötunni eru gersemar sem hafa markað íslenska dægurtónlist allar götur síðan hún kom út; nefna má To be Grateful, Am I Really Livin', Tangerine Girl og Old Man. 

....Lifun er plata fyrir alvöru safnara! 

:

Tölvuleikir

Rory Mcilroy

Rory Mcilroy.

:

Bíó

Minions (Enska)

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Allt

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000402

Hinir elskulegu og stórfrægu skósveinar úr Aulanum ég eru mættir í eigin bíómynd. Hér er rakin sagan af litlu, gulu bananaóðu sérvitringunum frá upphafi tímans. Í gegnum tíðina hafa skósveinarnir gengt mikilvægu hlutverki að þjóna metnaðarfyllstu skúrkum allra tíma, þar á meðal Genghis Khan, Drakúla, Napóleon og fleirum. Dag einn eru skósveinarnir allir með tölu orðnir þreyttir á nýja stjóra sínum og ákveður einn að nafni Kevin að kominn sé tími á tilbreytingu. Við tekur litrík og kostuleg atburðarás og á vegi þeirra skósveina verða meðal annars nokkrir unglingar og þorpari sem ákveður í eitt skipti fyrir öll að losa heiminn við alla skósveina.
L

:

Bíó

Minions (Íslenska)

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000350

Hinir elskulegu og stórfrægu skósveinar úr Aulanum ég eru mættir í eigin bíómynd. Hér er rakin sagan af litlu, gulu bananaóðu sérvitringunum frá upphafi tímans. Í gegnum tíðina hafa skósveinarnir gengt mikilvægu hlutverki að þjóna metnaðarfyllstu skúrkum allra tíma, þar á meðal Genghis Khan, Drakúla, Napóleon og fleirum. Dag einn eru skósveinarnir allir með tölu orðnir þreyttir á nýja stjóra sínum og ákveður einn að nafni Kevin að kominn sé tími á tilbreytingu. Við tekur litrík og kostuleg atburðarás og á vegi þeirra skósveina verða meðal annars nokkrir unglingar og þorpari sem ákveður í eitt skipti fyrir öll að losa heiminn við alla skósveina.

L

:

Heimabíó

Kingsman: The Secret Service

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Allt

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000247

Myndin er byggð á samnefndri teiknimyndasögu sem hefur hotið mikið lof og er leikstýrt af Matthiew Vaughn (Kick-Ass, X-Men: First Class). Kingsman: The Secret Service fjallar um háleynileg njósnasamtök sem ráða til sín óslípaðan en efnilegan götustrák og leyniþjónustumaður sem kominn er á eftirlaun tekur nýliðann unga undir sinn verndarvæng. 

Í myndinni eru úrvalsleikarar í hverju hlutverki, nefna má Samuel L. Jackson, Mark Hamill, Colin Firth, Michael Caine og Mark Strong. 

Kingsman hefur hlotið afbragðsdóma gagnrýnenda og þykir sérstaklega vel heppnuð blanda af hasar, gríni og skopstælingu. 

"Njósnir hafa aldrei verið jafnskemmtilegar!"

- Tim Evans, Sky Movies

"Brjálæðislega skemmtileg!"

- Brian Viner, Daily Mail

"Firth er frábær hasarhetja!"

Jeremy Aspinall, Radio Times

"Stanslaus hasar!"

- Independent 

"Ótrúlega heillandi!"

- IGN Movies

16

:

Heimabíó

Unfinished Business

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

Viðskiptafélagar ferðast til Evrópu til að ljúka veigamesta samningi sögunnar. En í ferðinni fer allt sem hægt er úrskeiðis.

Væntanlegt frá Senu

:

Bíó

The Fantastic Four

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Allt

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000354

Nútímaútfærsla á myndasögunum um eitt vinsælasta ofurhetjuteymi Marvel. Myndin hverfist um fjögur ungmenni sem eru hvert á sinn hátt utangátta í samfélaginu. Þau eru send í annan heim sem er vægast sagt stórhættulegur og hefur ferðalagið hryllileg áhrif á líkama þeirra. Líf þeirra breytist óhjákvæmilega í kjölfarið og ungmennin neyðast til að færa sér í nyt hina nýju krafta sem breytt líkamsgerð hefur í för með sér og vinna saman að því að bjarga Jörðinni frá stórhættulegum óvini. 

12


:

Bíó

Trainwreck

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

Amy hefur staðið í þeirri trú síðan hún var lítil stúlka að einkvæni væri ekki eðlilegt. Hún lifir eftir því á fullorðinsárum og nýtur þess sem hún telur vera óheft frelsi, laust við skuldbindingar, leiðinlega rómantík og stífni en í raun og veru hjakkar hún svolítið í sama farinu. Þegar hún svo fellur fyrir heillandi íþróttalækni sem hún vinnur að grein um veltir hún því fyrir sér hvort aðrir fullorðnir, þar með talinn maðurinn - sem virðist vera heillaður af henni, hafi kannski hitt naglann á höfuðið. 

12

:

Tónlist

60 ára

Diddú fagnar 60 ára afmæli með veglegri ferilsplötu, en söngkonan á að baki einstaklega fjölbreyttan og farsælan söngferil. Hún vann hugi og hjörtu þjóðarinnar með Spilverkinu, þá sem dægurlagasöngkona, fór í kjölfarið í sigilt söngnám í London og Ítalíu og hefur tekið þátt í margvíslegum uppfærslum og sýningum jafnt á sviði sem og í kvikmyndum, sem ber fjölbreyttum hæfileikum hennar vitni. 

Frumraun sína á óperusviði þreytti hún í hlutverki dúkkunar Olympiu í Ævintýrum Hoffmans í Þjóðleikhúsinu og síðan hefur hún staðið í sporum þekktustu kvenpersóna óperusögunnar; Súsönnu í Brúðkaupi Fígarós, Gildu í Rigoletto, Papagenu og Næturdrottningarinnar í Töfraflautunni, Víolettu í La Traviata, Adínu í Ástardrykknum og svo mætti lengi telja. 

Af þessu tilefni verður einnig blásið til afmælistónleika í Hörpu 13. september kl. 20.  Þar verður farið yfir farsælan feril söngkonunnar undanfarin 40 ár. Tónleikarnir verða tvískiptir, þar sem söngkonan mun leggja í ævintýralega söngferð með áheyrendum og koma víða við. 

:

Bíó

Frummaðurinn

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

Fyrir tveim milljónum ára, rétt eftir hádegi, féll ungur apamaður, að nafni Eðvarð, úr trénu sínu og braut aðra framlöppina. 

Til að lifa af þarf Eðvarð að standa uppréttur, þannig finnur hann uppá að ganga á tveimur fótum. En hann er aleinn og umkringdur hættum óbyggðanna. Til að sannfæra vin sinn um að hjálpa sér eykur Eðvarð hugvitssemi sína og uppgötvar eldinn, veiðar, nýja búsetu, ást og.... von.

:

Bíó

Southpaw

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

Hún segir sögu hnefaleikahetjunnar Billys (Jake Gyllenhaal) "The Great" Hope", sem virðist við fyrstu sýn hafa allt sem mann gæti nokkurn tíma dreymt um; tilkomumikinn feril, fallega og ástríka eiginkonu (Rachel McAdams), yndislega dóttur (Oona Laurence) auk þess að lifa í vellystingum. En þá knýja örlögin dyra og harmleikurinn hefst þegar umboðsmaður Billys og vinur  (Curtis "50 Cent" Jackson) yfirgefur hann. Hope sekkur alla leið á botninn. Þá hittir hann þjálfarann Tick Williams (Forest Whitaker) sem vinnur á líkamsræktarstöð í hverfinu. Með seglu og þrjósku reynir Hope, undir leiðsögn Ticks, að vinna líf sitt aftur og ekki síst traust þeirra sem hann missti. 

Myndin er eftir leikstjórann Antoine Fuqua (Training Day) og handritshöfundana Kurt Sutter (Sons of Anarchy) og Richard Wenk (The Mechanic).

12

:

Viðburðir

Kings of Leon

Hljómsveitin hefur undanfarið verið aðalnúmerið á stærstu tónleikahátíðum heims síðustu ár, meðal annars á Hróarskeldu, Coachella, Glastonbury, Rock Werchter og Lollapalooza. Auk þess hafa þeir haldið fjöldann allan af eigin risatónleikum víða um heim sem jafnan er pakkuppselt á, enda sveitin orðin þekkt fyrir kraftmikla sviðsframkomu og ógleymanlega tónleika.

Sveitin hefur unnið til fjölda verðlauna, þar á meðal Grammy og BRIT verðlaun. Lög á borð við Use Somebody, Sex on Fire, Closer, Supersoaker, Wait for Me og Radioactive hafa umsvifalaust orðið að samtímaklassík sem flestir þekkja og geta sungið með. Lagalistar síðustu tónleika Kings of Leon hafa haft að geyma vinsælustu lögin af öllum sex plötum hljómsveitarinnar. Nánar um söguna í tilkynningunni.

Miðasala er hafin á Tix.is og í sér tilkynningu um miðasöluna má finna allar upplýsingar um verðsvæðin osfrv.

Staðfest er að íslenska sveitin sem hitar upp er: KALEO. Sveitin samdi nýlega við Atlantic Records og býr nú í Austin, Texas þar sem drengirnir úr Mosfellsbæ vinna að gerð nýrrar plötu og undirbúa stóra sigra. Íslendingar munu eflaust fanga því tækifæri að fá að sjá þá aftur og nú á rokktónleikum áratugarins. Nánar hér.

PRAKTÍSKAR UPPLÝSINGAR:
- Húsið opnar 18.30 og tónleikar hefjast kl. 20 með Kaleo.
- Ráðgert er að Kings of Leon stigi á svið kl 21.
- Þeir sem eru í hjólastól og kaupa í B svæði ásamt einum fylgdarmanni og hafa svo aðgengi að sérstökum hjólastólapalli á A svæði.
- Ekkert aldurstakmark er á tónleikana.
- Áfengi  verður eingöngu selt á afmörkuðu svæðum.

:

Tónlist

70 ára

Magnús Eiríksson fagnar 70 ára afmæli seinna á árinu og í tilefni að því kemur út vegleg ferilsplata með öllum hans bestu lögum. Magnús er eitt fremstu tónskálda landsins á sviði dægurtónlistar, en gegnum tíðina hafa lög hans og textar sem mótað menningu þjóðarinnar; Reyndu aftur, Drauma-prinsinn, Gleðibankinn, Ó þú, Kóngur einn dag og öll hin. 

Af þessu tilefni verður einnig blásið til afmælistónleika í Hörpu 19. september þar sem valin lög úr koma til með að hljóma í flutningi valinkunnra tónlistarmanna. 

:

Heimabíó

Samba

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000326

Nýja myndin frá leikstjórum Intouchables, sem sló rækilega í gegn um allan heim, þar á meðal hér á landi. Íslendingar kolféllu fyrir myndinni og áður en yfir lauk höfðu um 60 þúsund manns séð hana, en það er svipað margir og fara a góða James Bond mynd eða Harry Potter.

Samba er stórskemmtileg og hugljúf gaman-drama mynd með hinum eina sanna Omar Sy úr Intouchables

Í öðrum aðalhlutverkum eru Charlotte Gainsbourg og Tamar Rahim úr A Prophet.

Myndin fjallar um Samba (Sy), sem flutti til Frakklands frá Senegal fyrir tíu árum. Allan tímann hefur hann dregið fram lífið með því að vinna við ýmis láglaunastörf, sem eru vægast sagt mjög misjöfn. Alice (Gainsbourg) er framkvæmdastjóri sem er orðin útbrunnin í starfi. Bæði strita þau við að breyta aðstæðum sínum; Samba við að fá vinnuleyfi og Alice við að koma lífi sínu á réttan kjöl á ný þar til dag einn að örlögin leiða þau saman. 

:

Bíó

Absolutely Anything

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

Hópur sérviturra geimvera veita manneskju krafta til að gera hvað sem henni sýnist í tilraunaskyni. Í aðalhlutverkum eru Simon Pegg, John Cleese, Kate Beckinsale, Terry Gilliam, Robin Williams og fleiri frábærir leikarar. 


:

Bíó

Hitman

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

Spennumynd sem byggir á tölvuleikjunum vinsælu. Myndin hverfist um leigumorðingjann sem var erfðafræðilega samsettur til að vera hin fullkomna drápsvél og þekkist einungis af síðustu tveimur tölustöfunum í strikamerkinu aftan á hálsinum á honum. Hann er afsprengi áratuga af rannsóknum og fjörtíu og sex fyrirrennara sinna - sem veitir honum óviðjafnanlegan styrk, hraða, úthald og greind. Nýjasta skotmark hans er stórfyrirtæki sem áforfmar að leysa úr læðingi fortíð Fulltrúa 47 til að skapa her drápsklóna með krafta sem jafnast á við hans eigin. 

16

:

Bíó

Masterminds

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

Það rennur upp fyrir David Ghantt hvað átt er við með ævintýrum, og uppgötvunin fer fram úr villtustu draumum hans. Hann er einfaldur maður og lifir einföldu lífi. Dagana langa keyrir hann vopnaða bifreið sem flytur milljónir dollara af annarra manna peningum á milli staða. Eina spennan sem er til staðar í lífi Davids er að hann er svolítið skotinn í samstarfsfélaga sínum, Kelly Campell, sem lokkar hann til að taka þátt í stórkostlegu ráðabruggi. 
Ásamt hópi misgáfaðra glæpamanna og með fáránlega þjófnaðaráætlun í höndum tekst David hið ómögulega og kemst í burtu með 17 milljónir dollara í reiðufé ... Eina vandamálið er að hann lætur alla peningana í hendur svikahrappanna sem hafa áformað að láta hann taka á sig sökina. 

:

Heimabíó

A Second Chance

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

A Second Chance (En Chance Til) er nýja myndin frá Susanne Bier, dönsku leikstýrunni sem á að baki meistaraverk á borð við Hævnen, Brödre og Efter Brylluppet.

Handritið er skrifað af Anders Thomas Jensen sem skrifað einnig allar ofangeindar kvikmyndir þannig að von er á góðu frá þessu magnaða teymi.

Í aðhlutverkum eru Nikolaj Coster-Waldau (Games of Thrones), Ulrich Thomsen (Banshee) og Nikolaj Lie Kaas (Konan í búrinu).

Myndin, sem er jafnt átakanleg, hjartnæm og hörkuspennandi, fjallar um raunverulegt fólk sem lendir í ótrúlegum aðstæðum. Lögreglumennirnir Andreas og Simon lifa vægast sagt ólíku lífi; Andreas er ráðsettur eiginmaður og faðir á meðan Simon er nýlega skilinn og eyðir mestum frítíma sínum á barnum og nektarbúllum. Líf þeirra tekur stakkaskiptum þegar þeir sinna útkalli heim til pars sem er djúpt sokkið í neyslu og finna sér til mikillar skelfingar nokkurra mánaða gamlan son þeirra hjóna grátandi inni í skáp. Upp hefst afdrifarík og óvænt atburðarás sem hefur í för með sér afleiðingar sem engan órar fyrir. 

Ath! Myndin er á dönsku en með íslenskum texta. 

:

Heimabíó

Spooks

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000361

Byggir á samnefndri vinsælli sjónvarpsþáttaröð um bresku leyniþjónustuna, M15. 

Íslandsvinurinn Kit Harington (Game of Thrones) fer með aðalhlutverkið í þessari hörkuspennandi njósnamynd sem byggir á samnefndum breskum sjónvarpsþáttum. 

Þegar alræmdur hryðjuverkamaður sleppur úr haldi við hefðbundna fangaflutninga gengur Will Crombie (Harington) til liðs við M15, bresku leyniþjónustuna, þar sem Harry Pearce (Peter Firth, sem einnig lék hlutverk Pearce í sjónvarpsþáttunum) ræður ríkjum. Saman reyna þeir að ná í skottið á hryðjuverkamanninum áður en yfirvofandi hryðjuverkaógn verður að veruleika í London. 

Í öðrum hlutverkum eru til dæmis þau Jennifer Ehle (Zero Dark Thirty) og Elyes Gable (Interstellar). 

Um er að ræða ekta njósnaspennumynd í anda Bond og Bourne myndanna. 

"... heillandi svik og prettir af gamla skólanum!"

Total Film

"... aðdáendur sjónvarpsþáttanna verða ekki fyrir vonbrigðum!"

Observer

"Stórskemmtilegur njósnatryllir!" 

Movie Talk

:

Bíó

Straight Outta Compton

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

Árið 1987 hlóðu fimm ungir menn vonbrigðum sínum, reiði og vonleysi gagnvart lífinu á hættulegustu slóðum Bandríkjanna inn í kraftmesta vopnið sem þeir bjuggu yfir: tónlistina. 

Straight Outta Compton segir söguna af því hvernig þessir uppreisnarmenn í menningunni stóðu uppi í hárinu á yfirvaldinu sem reyndi að halda þeim niðri með lýríkina, derringinn, taktinn og hreinskilnina að vopni og stofnuðu hættulegasta hóp sögunnar: N.W.A. 

Þeir sögðu sannleikann sem enginn hafði fyrr orðað; afhjúpuðu lífið í fátækrahverfinu og vöktu þar með samfélagslega byltingu sem lifir enn. 

:

Viðburður

Rae Sremmurd

Ein heitasta hljómsveit heims er væntanleg til Íslands 27. ágúst og heldur stórtónleika í Höllinni. Hljómsveitina skipa bræðurnir Swae Lee og Slim Jimmy sem eiga nokkuð langan feril að baki þrátt fyrir ungan aldur. 

Bræðurnir, sem eru rétt um tvítugt, ólust upp í Tupelo sem er eitt versta fátækrahverfið í Missisippi. Árum saman bjuggu þeir á götunni og neyddust til að leita skjóls í yfirgefnum húsum, en unnu hörðum höndum að tónlistinni þrátt fyrir kröpp kjör. 

Árið 2013 snerist gæfan þeim í vil þegar þeir hófu að gefa út tónlistina sína á Youtube. Lögin "No Type" og "No Flex Zone" slógu í gegn og þeir skutust upp á stjörnuhimininn á mettíma. Það fyrrnefnda er komið með tæplega 240 milljónir spilana á Youtube og tæplega 80 milljónir á Spotify.

Vinsældir hljómsveitarinnar eru á skömmum tíma orðnar slíkar að nýjasta lag þeirra "Thro Sum Mo", sem skartar stórstjörnunni Nicki Minaj þaut strax á topp 10 lista hér um bil allra útvarpsstöðva í Bandaríkjunum. 

Að auki verður sérstaklega glæsilegt úrval af íslenskum tónlistarmönnum fengnir til að koma fram á þessari  miklu tónlistarveislu. Sá fyrsti sem var staðfestur er enginn annar en hinn sjóðheiti GÍSLI PÁLMI. Næst voru kynnt til leiks RETRO STEFSON og HERMIGERVILL. Að lokum voru kynntir til leiks PELL, FRIÐRIK DÓR og HERRA HNETUSMJÖR.

Miðasala fer fram á Miði.is. Miðaverð er 7.990 kr í stæði og 12.990 kr í stúku (númeruð sæti.)

:

Tónlist

Dikta

Hljómsveitin Dikta var stofnuð árið 1999 og hefur notið mikilla vinsælda allar götur síðan og hefur til dæmis  tvisvar hlotið verðlaun sem vinsælasti flytjandinn á Íslensku tónlistarverðlaununum. Nú er væntanleg frá þeim fimmta breiðskífan. 


:

Bíó

No Escape

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

Bandarísk fjölskylda lendir í valdaráni þegar þau eru stödd á heimili sínu í útlöndum. Þau leita skelfingu lostin að öruggu skjóli í umhverfi þar sem útlendingar eru teknir af lífi umsvifalaust. 

:

Bíó

Ricki and the Flash

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

Þrefaldi Óskarsverðlaunahafinn Meryl Streep verður rafmögnuð og gengur inn í glænýtt hlutverk - rokksöngkona/gítarleikari - í kvikmynd Óskarsverðlaunaleikstjórans Jonathan Demme og -handritshöfundrins Diablo Cody í frísklegri gamnmynd. Sreep leikur gítarhetjuna Ricki, sem lagði allt í sölurnar fyrir drauminn um frægð og frama rokkpíunnar en er nú á heimleið til að sættast við fjölskylduna. Streep leikur á móti dóttur sinni, Mamie Gummer, sem leikur dóttur hennar í myndinni; Rick Springfield, sem leikur meðlim hljómsveitarinnar og er ástfanginn af Ricki; og Kevin Kline, sem er í hlutverki fyrrverandi eiginmanns sem hefur enn ekki jafnað sig á skilnaðnum. 

:

Bíó

The Transporter Legacy

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

Luc Besson er mættur aftur til leiks með nýja Transporter mynd. Frank Martin er besti sendillinn sem völ er á. Að þessu sinni er meira undir og tækninni hefur fleygt ört fram, en sömu þrjár reglurnar gilda enn: aldrei breyta samningnum, engin nöfn og aldrei opna pakkann. 

Þegar tálkvendið Anna og glæsilegar aðstoðarkonur hennar ráða Frank til starfa uppgötvar hann fljótlega að hann hefur verið gabbaður. Anna og skósveinkur hennar hafa rænt föður Franks (Ray Stevenson) til þess að ginna hann til að hjálpa þeim í átökum við óvæginn hóp Rússa sem fást við mansal. Knúinn af hefndarhvöt brýtur Frank allar reglurnar og svífst einskis til að bjarga föður sínum. 

:

Tónlist

Thorsteinn Einarsson

Thorsteinn Einarsson er tvítugur og er frá Íslandi og Austurríki. Hann hefur búið í Austurríki frá því hann var 14 ára og erfði tónlistarhæfileikana frá föður sínum, óperusöngvaranum Einari Th. Guðmundssyni. Á sínum yngri árum hér á Íslandi tók hann sín fyrstu skref í tónlistinni með hljómseitinni "Skvís" og er til skondið myndband frá Stöð 2 þar sem hann er 11 ára gamall spurður að því hvort hann ætli að verða rokkstjarna og hann svarar: nei, ég ætla að verða goðsögn.

Í fyrra skráði vinur hans hann til leiks  í raunveruleikaþættinum Die Grosse Chance, sem er mjög vinsæll þar ytra. Thorsteinn ákvað að láta salg standa og endaði með því að hafna í 4ja sæti og slá þar rækilega í gegn, með lagasmíðum sínum, frábærum söng og heillandi framkomu.

Eftir frábært gengi í þættinum gerði hann samning við Sony sem ætla sér stóra hluti með hann í framtíðinni.  Hans fyrsta stóra plata kemur út á heimsvísu 4. september.

Lagið „Leya“ hefur nú þegar fengið yfir 400.000 spilanir á YouTube. Lagið sat á topp 10 listanum í Austuríki í þrjár vikur og á austurísku tónlistarverðlaununum var Thorsteinn verðlaunaður sem lagahöfundur ársins fyrir lagið, ásamt meðhöfundum sínum, þeim Lukas Hillebrand, Noa Ben-Gur og Alex Pohn.


:

Tónlist

Starwalker

Barði Jóhannsson (Bang Gang, Lady & Bird) og Jean-Benoit Dunkel (Air, Tomorrow´s World) mynda tvíeykið Starwalker. Í tónsmíðum þeirra mætast ólíkar áherslur tónlistarmannanna og útkoman myrk, hljómmikil, margslungin og óvænt. 

Í tónlistinni gætir áhrifa frá íslenskri náttúru, sem er óvægin og óútreiknanleg og einnig má greina hreinan og sígildan stíl sem er einkennandi fyrir Frakkland. Í þessari einstöku blöndu er ímyndunaraflinu fengin braut út í alheiminn þar sem það fangar hugi hlustenda í gegnum myrka og dularfulla tónana.  

Plata frá þeim félögum er væntanleg í maí. 

:

Heimabíó

The Longest Ride

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

Glæný mynd sem byggir á metsölubók Nicholasar Sparks, sem hefur skrifað gersemar á borð við The Notebook og Dear John. The Longest Ride hverfist um elskendur sem er ekki skapað nema að skilja. Luke er fyrrum meistari í ótemjureið sem hyggst endurheimta fyrri fræð og Sophia er háskólanemi sem er í þann veginn að landa draumastarfinu í listasenu New York borgar. Stefna parsins liggur í ólíkar áttir og sen reynir mikið á sambandið.

Sophia og Luke kynnast svo óvænt Ira, sem reynist örlagaríkt því sögur hans af áraatugalöngu eldheitu ástarsambandi þeirra hjóna blása unga parinu anda í brjóst. 

Ástarsögur tveggja kynslóða fléttast saman í myndinni sem fjallar öðru fremur um eilífa ást.

:

Bíó

Maze Runner: The Scorch Trials

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

Maze Runner: The Scorch Trials.

:

Bíó

Triple Nine

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

Triple Nine.

Hafðu samband

Hringdu í okkur

591 5100

Við svörum milli 09:00 og 17:00
alla virka daga.

Sendu fyrirspurn

Til að fyrirbyggja ruslpóst:

Fréttir & tilkynningar

Allt

Lag í spilun: Move Me - 28.7.2015 Tónlist

Tvíeykið Halleluwah hefur sent frá sér sína aðra smáskífu af breiðskífu sinni sem kom út fyrr á árinu. Meðlimir rafsveitarinnar, sem er ný af nálinni, eru söngkonan Rakel Mjöll og fyrrum Quarashi stofnandi og takt/lagasmiður Sölvi Blöndal. Smáskífan, sem ber nafnið MOVE ME er í anda tónlistar sjöunda og áttunda áratugarins fylgir í kjölfar lagana Blue Velvet og DIOR sem einnig hafa heyrst að undaförnu.

Meira...

Paper Towns frumsýnd á miðvikudaginn - 20.7.2015 Kvikmyndir

Myndin er byggð á metsölubók Johns Green, sem er einn allra vinsælasti höfundur samtímans og skrifaði meðal annars bókina The Fault in Our Stars. Paper Towns er þroskasaga sem hverfist um Quentin og Margo nágranna hans, sem elskar glæpasögur svo mikið að hún verður viðfang einnar slíkrar. 

Meira...

Pixels frumsýnd á miðvikudaginn - 20.7.2015 Kvikmyndir

Geimverur mistúlka myndbandsupptökur af sígildum tölvuleikjum úr spilakössum og líta á þær sem stríðsyfirlýsingu. Þær ráðast á jörðina og nota leikina sem fyrirmyndir fjölbreyttra árása. Will Cooper forseti hringir í æskuvin sinn, Jules Brenner sem var tölvuleikjahetja á níunda áratugnum og starfar nú við að setja upp heimabíó. 

Meira...

Ný plata væntanleg með John Grant - 23.6.2015 Tónlist

John Grant sendir frá sér sína þriðju plötu í haust og er áætlaður útgáfudagur 2. október. Platan var tekin upp í Dallas þar sem Grant gerði sína fyrstu plötu, Queen of Denmark, sem sló svo eftirminnilega í gegn út um allan heim.

Meira...

Lag í spilun: I Need U - 22.6.2015 Tónlist

I Need U er fyrsta lagið sem Aron Hannes sendir frá sér, en hann hefur verið í nánu samstarfi við tónlistarmanninn Loga Pedro síðustu misserin. Lagið er einmitt eftir þá Aron Hannes og Loga Pedro og textann semur Aron Hannes. 


Meira...

Lag í spilun: Engillinn blíði - 22.6.2015 Tónlist

Á dögunum kom út platan Ég trúi því frá Björgvini Halldórssyni. Um er að ræða safnplötu með helstu gospelperlum og kærleikssöngvum sem komið hafa frá söngvaranum í gegnum tíðina. Lagið "Engillinn blíði" af plötunni er áður óútgefið og er hér meðfylgjandi.

 

Meira...

Lag í spilun: Albatross - 22.6.2015 Tónlist

Hjartaknúsarinn Sverrir Bergmann hefur nú gefið út nýtt lag sem heitir Albatross. Lagið er samið af Halldóri Gunnari Pálssyni og er titillag úr samnefndri gamanmynd sem frumsýnd var þann 19. júní.

Meira...

Icelandic Rock Classics er komin út - 11.6.2015 Tónlist

Icelandic Rock Classics gefur góða mynd af íslenskri rokksenu frá því snemma á áttunda áratugnum til dagsins í dag með þverskurði af vinsælustu, svölustu og hörðustu rokkslögurum tímabilsins. Átján sígildir rokkslagarar á einum stað.

Meira...