Ricky Gervais í Hörpu - Humanity

Ricky Gervais í Hörpu - Humanity

Michael McIntyre - Uppistand

Michael McIntyre - Uppistand

Kansas á Íslandi

Kansas á Íslandi

Manchester by the Sea

Manchester by the Sea

T2 Trainspotting

T2 Trainspotting

The Dollop - Live Podcast

The Dollop - Live Podcast

Capturing Pablo - Umræður

Capturing Pablo - Umræður

Red Hot Chili Peppers

Red Hot Chili Peppers

Making a Murderer umræður

Making a Murderer umræður


Nýtt frá Senu

17.02.2017 :

Bíó

Trainspotting 2

Framhaldsmynd Trainspotting sem kom út árið 1996 í leikstjórn Danny Boyle. Sú saga segir frá Renton (Ewan McGregor) sem reynir að koma sér út úr fíkniefnasenu Edinborgar og ná sér á strik aftur. Tuttugu ár eru liðin síðan Renton kom á heimaslóðirnar og hitti þá Sick Boy, Begbie og Spud. Og þótt margt í lífi þeirra hafi breyst er annað sem enn situr í sama farinu. Um leið og þeir endurnýja kynnin, ásamt fleiri gömlum félögum eins og Gail og Diane, skjóta ýmis fortíðarmál upp kollinum – flest óuppgerð ...Æðislega hressandi kvikmynd sem gaman er að, hún er trú upprunalegu myndinni.  
- Independent (5 af 5 stjörnum) 


Ekki hafa áhyggjur, 21 ár er liðið en T2 Trainspotting er eins frábær og þú varst að vona. 
- The Sun 

Fullkomin blanda af nostalgíu og frumleika. 
- The Culture Trip (5 af 5 stjörnum)


27.01.2017 :

Bíó

Resident Evil: The Final Chapter

Resident Evil: The Final Chapter tekur upp þráðinn þar sem fyrri myndinni lauk, Resident Evil: Retribution. Mannkynið er á ysti nöf og og urmull af uppvakningum reika um götur Washington D.C. Alice þarf að snúa aftur til Racoon City, þar sem martröðin hófst og fyrirtækið Umbrella er að undirbúa sína hinstu árás gegn þeim fáu sem hafa lifað af til þessa. Alice þarf að etja kappi við tímann og taka höndum saman bæði við gamla vini og ólíklegustu bandamenn til að lifa af þessa síðustu árás Umbrella fyrirtækisins.


Leikstjórn: Paul W.S. Anderson

Leikarar: Milla Jovovich, Ali Larter, Ruby Rose


21.01.2017 :

Viðburðir

Laddi 70 ára

UPPSELT ER Á TÓNLEIKANA KL 20.
ÖRFÁIR MIÐA EFTIR Á AUKATÓNLEIKANA KL. 16

- Tónleikarnir eru 2,5 tímar með hléi.
- Hleypt er inn í salinn um hálftíma áður en tónleikar hefjast.
- Nýútkomin ævisaga Ladda verður til sölu á staðnum á sérstöku tónleikatilboði.
- Laddi áritar bókina eftir báða tónleika.


Goðsögnin, grínarinn, gleðigjafinn og gullbarkinn Laddi verður 70 ára 20. janúar 2017. Af því tilefni verður blásið til stórglæsilegra ferilstónleika þann 21. janúar í Eldborg, Hörpu. Þess má geta að þá verða nákvæmlega upp á dag 10 ár liðin frá því sýningin Laddi-6-tugur hóf göngu sína í Borgarleikhúsinu. Upphaflega áttu sýninganar að vera fjórar en raunin var sú að sýningin gekk fyrir fullu húsi í tvö ár samfleytt! 

Af þessu tilefni verður sett saman mögnuð hljómsveit úr landsliði hljóðfæraleikara sem stígur á svið með Ladda í Eldborg á afmælisdaginn svo ljóst er að um sannkallaða stórtónleika verður að ræða! 

Þessi frábæri tónlistarmaður, okkar eini sanni Laddi, hefur í gegnum tíðina samið fjölmörg gríðarlega vinsæl lög og mörg þeirra eru orðin hluti af þjóðarsálinni: lög sem allir landsmenn þekkja og geta raulað með! Það má því teljast til tíðinda að þetta verður í FYRSTA SINN sem Laddi heldur hreinræktaða tónleika.

Útsetningar og hljómsveitarstjórn verður í höndum Jóns Ólafssonar
Björn G. Björnsson sér um sviðssetningu og handrit. 

Eftirtaldir söngvarar koma fram ásamt Ladda:
Eyþór Ingi
Eyjólfur Kristjánsson
Bjartmar Guðlaugsson
Sigga Beinteins
Sigríður Thorlacius 

Sérstakir gestir:
Björgvin Halldórsson
Haraldur Sigurðsson (Halli)
Hjörtur Howser 

Hljómsveitina skipa:
Jón Ólafs - Hljómborð, tónlistar-og hljómsveitarstjórn
Andri Ólafsson - Bassi, raddir
Bassi Ólafsson  - Trommur, slagverk
Haraldur V. Sveinbjörnsson - Hljómborð, gítar, raddir
Kjartan Hákonarson - Trompet, slagverk, raddir
Matthías Stefánsson - Gítar, mandólín, banjó, fiðla
Samúel Jón Samúelsson - Básúna, slagverk, raddir
Vilhjálmur Guðjónsson - Gítar, mandólín, saxófónn, raddir

Í tilefni af stórafmælinu og tónleikunum hefur Laddi sent frá sér tvö ný lög:  Lúxuslíf og Hér er ég

01.01.2017 :

Viðburðir

Nýárspartí

Verið velkomin í nýárspartý Senu Live sem haldið verður í Hörpu 1. janúar! Partíið byrjar kl. 22:30 og verður í Hörpuhorninu þar sem hinn glæsilegi glerveggur fær að njóta sín og lýsir upp gesti og gangandi!  

Fram koma:
Emmsjé Gauti
DJ Egill Spegill 
Páll Óskar
Sturla Atlas
Sunna Ben & Þura Stína

Miðaverð er aðeins 2.500 kr. og takmarkað magn miða í boði.  Ráðgert er að partíinu ljúki um kl. 02. 20 ára aldurstakmark. Miðasala fer fram á Harpa.is .

Þeir sem vilja gera einstaklega vel við sig á nýja árinu geta pantað borð með fordykk og fjögurra rétta veislu á undan partíinu, þar sem helstu skemmtikraftar landsins koma fram ásamt Tape Face sem fór langt í America's Got Talent. Nánar hér

Fögnum saman og tökum vel á móti nýja árinu!

30.12.2016 :

Bíó

Assassin's Creed

Callum Lynch (Michael Fassbender) grípur inn í sögulega atburði á tímum spænska rannsóknarréttarins. Hann er afkomandi hins vígfima Aguilar sem ásamt félögum sínum barðist gegn óréttlæti og vörðu hugmyndafræði sína um frjálsan vilja. Með sérstakri tækni í nútímanum getur Callum ferðast aftur í tímann og tekið sér bólfestu í líkama Aguilar og haldið verkum hans áfram.

Assassin's Creed er kvikmynd byggð á tölvuleikjaseríu sem notið hefur gríðarlegra vinsælda allt frá því að fyrsti leikurinn kom út árið 2007. Þeir eru nú orðnir níu talsins og hafa selst í tæplega 100 milljónum eintaka og því engin furða að margir bíði spenntir eftir að þessi mynd komi í bíó. 

Leikstjórn: Justin Kurzel

Leikarar: Michael Fassbender, Jeremy Irons, Marion Cotillard

28.12.2016 :

Bíó

Hjartasteinn

Hjartasteinn gerist yfir sumar í litlu sjávarþorpi á Íslandi. Þetta er örlagarík þroskasaga sem fjallar um sterka vináttu tveggja drengja sem eru að taka sín fyrstu skref inn í unglingsárin og uppgötva ástina.

Hjartasteinn er fyrsta kvikmynd Guðmundar Arnars Guðmundssonar í fullri lengd. Guðmundur hefur getið sér góðs orðs sem leikstjóri og handritshöfundur á undanförnum árum fyrir margverðlaunaðar stuttmyndir sínar. Þar hefur Hvalfjörður reynst vera sérlega sigursæl, enda unnið til um 50 verðlauna á kvikmyndahátíðum víðs vegar um heiminn, þar á meðal sérstök dómnefndarverðlaun í aðalkeppni kvikmyndahátíðarinnar í Cannes árið 2013.

Hjartasteinn hlaut þann heiður, fyrst íslenskra mynda, að vera heimsfrumsýnd í keppni á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum september 2016. Næstu fjóra mánuði þar á eftir tók myndin þátt í samtals 16 kvikmyndahátíðum víðsvegar um heiminn og hlaut í heildina 17 verðlaun og er því orðin ein af verðlaunamestu íslensku myndum síðari ára.


Leikstjóri: Guðmundur Arnar Guðmundsson
Leikarar: Baldur Einarsson, Blær Hinriksson, Diljá Valsdóttir, Katla Njálsdóttir, Jónína Þórdís Karlsdóttir, Rán Ragnarsdóttir, Nína Dögg Filippusdóttir, Sveinn Ólafur Gunnarsson, Nanna Kristín Magnúsdóttir, Soren Malling, Gunnar Jónsson, Daniel Hans Erlendsson, Theodór Pálsson og Sveinn Sigurbjörnsson.

26.12.2016 :

Bíó

Passengers

Aurora og Jim eru farþegar um borð í geimskipi sem er að flytja þau til annarrar plánetu þar sem þau munu hefja nýtt líf. Skyndilega vakna þau í svefnhylkjunum, 90 árum á undan áætlun. Á sama tíma og Jim og Aurora reyna að komast að því hvers vegna þessi bilun átti byrja þau óneitanlega að hrífast hvort að öðru ... en ástum þeirra er ógnað af yfirvofandi bilun í skipinu og sannleikanum á bak við ótímabæra vakningu þeirra. 

Með aðalhlutverk fara Jennifer Lawrence, Chris Pratt, Michael Sheen og Laurence Fishburne.


Stjörnuleikarinn Chris Pratt lýsir því best: „Þetta er ævintýri, þetta er rómantík, þetta er spenna, þetta er ógnvekjandi en þetta eru líka hvellar tilfinningar.“ Amen. Með skilning á forsendunum og góðum leik og tæknibrellum er þetta frábær leið til að eyða tveimur tímum. - Tolucan Times (9/10 stjörnur)

Lawrence er, enn og aftur, einstaklega frábær í myndinni, svo ljómandi og heillandi að horfa á, sérkennilegt andlit hennar dregur að sér alla athyglina og íþróttamennska hennar er yfirburðameiri en Pratts: Hún er driffjöður kvikmyndarinnar. - London Evening Standard (3/5 stjörnur)


Pratt og Lawrence eru frábært tvíeyki. Þau geta látið 90 ár líða sem augnablik væri.
- Newsday (3/4 stjörnur)


26.12.2016 :

Bíó

Sing

Kóalabjörn einn hefur verið að reyna sig við í skemmtanabransanum með mismiklum árangri. Dag einn ákveður hann, ásamt hárprúðum jarmandi félaga sínum, að taka við rekstri á eldgömlu leikhússrými. Hann gerir sér vonir um að fá fleiri áhorfendur til að mæta og ákveður þess vegna að halda söngvakeppni!

Leikstjóri: Garth Jennings
Handritshöfundur: Garth Jennings
Helstu leikarar: Scarlett Johansson, Matthew McConaughey, Reese Witherspoon, Seth MacFarlane, John C. Reilly

26.12.2016 :

Bíó

Why Him?

Nú er hátíð í bæ og Ned (Bryan Cranston), faðir sem bæði elskar og ofverndar, fer ásamt fjölskyldu sinni að heimsækja dóttur sína í Stanford. Þar kynnist hann sinni mestu martröð; nýja kærasta dóttur sinnar, Laird (James Franco), sem er velviljaður nýríkur bjáni frá ríkramannahverfinu Silicon Valley. Laird deilir öllu með öllum og hefur enga tilfinningu fyrir því hvenær hann ætti að þegja og Ned finnst hann engan veginn henta dóttur sinni. Ned leggur allar árar út þegar hann kemst að því að Laird hefur hug á því að biðja dóttur sinnar.


Leikstjóri: John Hamburg
Handritshöfundar: Jonah Hill, John Hamburg, Ian Helfer
Helstu leikarar: Zoey Deutch, James Franco, Bryan Cranston 11.12.2016 :

Viðburðir

Jól með Sissel

Sissel Kyrkjebø er ein skærasta söngstjarna Norðurlandanna og hefur  selt upp á hverja tónleikana á fætur öðrum, árum saman. Það er okkur mikil ánægja að tilkynna um komu Sissel til Íslands, en hún verður með glæsilega jólatónleika í Eldborg, Hörpu, sunnudaginn 11. desember og mánudaginn 12. desember.

Sissel hefur fyrir löngu síðan sungið sig inn í hugi og hjörtu landsmanna, en hún hefur í þrígang komið fram á tónleikum hér á landi og færri komist að en vildu í öll skiptin.

Að þessu sinni slást tónlistarmenn á heimsmælikvarða með í för, sem hafa margir hverjir unnið með mörgum af helstu stjörnum heims, þeirra á meðal eru  Wayne Hernandez (Tina Turner, Tori Amos, Madonna, Yusuf Islam)  Sam White (Duran Duran, David Gray, Annie Lennox) og  Phebe Edwards (Rod Stewart, Westlife, Adele, Donna Summer, James Brown, Jessie J.).

Þegar Sissel kom fram á sínum fyrstu tónleikum á Íslandi árið 2012 fékk hún ungan dreng til að taka með sér lagið  Pie Jesu. Þessi ungi drengjasópran heitir Ari Ólafsson. Í dag er hann 18 ára og ætlar að stíga á svið með Sissel í annað sinn. Rödd Ara hefur fullorðnast síðan þá og er hann nú orðinn himneskur tenór. Hann verður gestasöngvari á tónleikum Sissel og mun taka með henni dúettinn  The Prayer.

Það má því búast við einstaklega vönduðum og skemmtilegum tónleikunum, en að þessu sinni verða flutt kraftmikil og sálarskotin dægurlög ásamt gömlu, góðu og klassísku jólalögunum sem lokka fram jólastemninguna ár eftir ár.

10.12.2016 :

Viðburðir

Jólagestir Björgvins 2016

Dagtónleikarnir
15:00 - Húsið opnar
16:00 - Tónleikar hefjast
18:30 - Tónleikum lýkur* 

Kvöldtónleikar

20:00 - Húsið opnar
21:00 - Tónleikar hefjast
23:30 - Tónleikum lýkur*

*Birt með fyrirvara um breytingar 

GAGNLEGAR UPPLÝSINGAR
- 20 mínútna hlé er á báðum tónleikum 
- Miðasala og afgreiðsla hefst kl. 14 í Höllinni á tónleikadag 
- Sérstakt svæði er fyrir hjólastjóla; gæsla vísar þeim veginn við mætingu 
- Fatahengi verður í boði á 1. hæð anddyris 
- Veitingasala verður á báðum hæðum anddyris.


Björgvin Halldórsson
Ágústa Eva
Eyþór Ingi Gunnlaugsson
Friðrik Dór
Gissur Páll Gissurarson
Jóhanna Guðrún
Ragga Gísla
Svala Björgvins
Jólastjarnan 2016: Guðrún Lilja Dagbjartsdóttir
Sérstakur gestur: Thorsteinn Einarsson

Ennfremur stíga á svið: Stórsveit Jólagesta skipuð landsliði hljóðfæraleikara undir stjórn Þóris Baldurssonar, strengjasveit undir stjórn Gretu Salóme, Gospelkór Reykjavíkur undir stjórn Óskars Einarssonar og Barnakór Kársnesskóla undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur.

Leikstjóri er Gunnar Helgason og Björn G. Björnsson sér um handritið.

Góða skemmtun á laugardaginn!

08.12.2016 :

Bíó

Hnotubrjóturinn (Wright - ballett)

Þessi dýrlega uppsetning Konunlega ballettsins á Hnotubrjótinum, sem fyrst var sett upp af Peter Wright árið 1984, þykir eitt frábærasta sviðsverk sem skapað hefur verið fyrir ballett. Í ár er Peter Wright 90 ára og vildi Konunglegi ballettinn heiðra hann með því að setja upp einn af hans ástsælustu ballettum við hið magnaða tónverk Tsjaíkovskíjs.


Jólanótt er gengin í garð og galdramaður að nafni Drosselmeyer tekur hina ungu Clöru í ævintýralegt ferðalag þar sem tíminn stendur kyrr og stofan verður að stórum orrustuvelli. Á ferð þeirra fara þau gegnum snjólendi alla leið til konungsríkis sem kennir sig við sætindi. Stórfengleg tónlist Tsjaíkovskíjs í bland við heillandi túlkun Konunglega ballettsins á ævintýrinu tendrar hreina og tæra jólagleði í hjörtum áhorfenda. 


Verkið er um það bil 2 tímar og 15 mínútur með hléi.


Sýningin þann 8. desember verður í beinni útsendingu frá Konunglega óperuhúsinu í London. 

Ballettinn er endursýndur fimmtudaginn 15. desember. 

Danshöfundur: Peter Wright eftir Lev Ivanov

06.12.2016 :

Viðburðir

Eddie Izzard í Hörpu

Eddie Izzard snýr aftur til Íslands 6. desember með sýninguna FORCE MAJEURE: RELOADED! Hann kom með viku fyrirvara til Íslands í mars í fyrra og þá seldist upp á örskotstundu og miklu færri komust að en vildu.

Eddie Izzard hefur ferðast um allan heiminn og átt ótrúlegu fylgi að fagna! FORCE MAJEURE er umfangsmesti uppistandstúr sem um getur en Eddie hefur flutt efni sitt á þremur tungumálum og komið fram í fleiri en 28 löndum!

Eddie er maðurinn sem gerði bull og vitleysu að listformi. Hann var fyrstur allra til að flytja uppistand einn síns liðs á hinum sögufræga stað í Los Angeles; Hollywood Bowl. Hann er þekktur úr hinum ýmsu kvikmyndum og þáttaröðum og auk þess hefur hann komið fram á Madison Square Garden, West End í London og fjölda annarra frábærra staða - og nú heimsækir hann Hörpu í annað sinn! 

Ísland er eitt örfárra Evrópulanda sem hlotnast sá heiður að fá þennan bráðfyndna uppistandara til að flytja FORCE MAJEURE: RELOADED!

Sala er hafin á Harpa.is og í miðasölu Hörpu.

03.12.2016 :

Bíó

Jól með André Rieu 3. desember

Jól með André, hátíðarfögnuður sem inniheldur 80 mínútna jólatónleika þar sem heyra má lögin Hallelujah, Jingle Bells, White Christmas, Amazing Grace auk fjölda annarra!

André Rieu hóf fiðlunám sitt aðeins fimm ára að aldri og er nú orðinn heimsfrægur fyrir tónleika sína með Johann Strauss sinfóníusveitinni, sem hann setti fyrst á fót árið 1988. Hollenski fiðlusnillingurinn á miklu fylgi að fagna hér á landi og hafa tónleikar hans margoft verið sýndir fyrir fullu húsi! 

Aðdáendum Andrés er boðið í heimabæ hans að sjá vinalega tónleika í Maastricht sem sýndir verða í Háskólabíói. André mun leika öll bestu jólalögin og taka þátt í viðtali, stjórnað af Charlotte Hawkins, þar sem áhorfendur geta spurt úr fiðlumeistarann spjörunum úr!

Laugardaginn 3. desember 2016.

02.12.2016 :

Bíó

Magnus

Frábær heimildarmynd þar sem fylgst er með norska undarbarninu og skáksnillingnum Magnúsi Carlsen frá 13 ára aldri þar til hann verður heimsmeistari á Indlandi árið 2013 eftir hörkueinvígi við Indverjann Anand. Fyrir barn með snilligáfur er mikilvægt að hafa gott bakland og hefði Magnús ekki náð svona langt án stuðnings fjölskyldu sinnar, en faðir hans og móðir ásamt systrum hans eru öll mjög nátengd og fylgja honum á öll mót. Myndin inniheldur áður óséð efni og einnig fylgjumst við með þegar hann mætir til Íslands og teflir við sjálfan Gary Kasparov, sterkasta skákmann heims á þeim tíma og nær jafntefli en þá var Magnus aðeins 13 ára gamall og númer 786 í heiminum. Kasparov furðar sig á tapinu og skilur hvorki upp né niður: Hver er þessi ungi og óþekkti strákur sem teflir svona vel?  

Þess má geta að Magnus varði heimsmeistaratitilinn í skák í nýloknu einvígi við Rússann Karjakin í New York

02.12.2016 :

Bíó

Underworld: Blood Wars

Næsta kvikmyndin í stórmyndaseríunni nafnkunnu er Underworld: Blood Wars. Þar fylgjumst við með dauðaliðanum Selene (Kate Beckinsale) sem þarf að verjast ofsafengnum árásum bæði frá Lycan varúlfunum og vampírunum sem sviku hana. Hennar einu vinir eru David (Theo James) og faðir hans, Thomas (Charles Dance), en nú þarf hún að stöðva stríðið endalausa milli Lycan og vampíranna. Hún gæti þó þurft að færa sína hinstu fórn til þess að friður komist á.

Í kvikmyndinni eru fjórir leikarar sem við þekkjum best úr Game of Thrones heiminum. Þeir eru Charles Dance (Tywin Lannister), Tobias Mnzies (Edmure Tully), James Faulkner (Randyll Tarly) og Lara Pulver (Lady Elissa Forrestor úr Game of Thrones: A Telltale Games).

Upphaflega átti þetta að vera síðasta kvikmyndin þar sem Kate Beckinsale leikur persónu sína, Selene, en staðfest hefur verið að vinnuferlið fyrir sjöttu myndina í Underworld seríunni sé hafið þar sem leikkonan góða mun koma aftur fram.Væntanlegt frá Senu

24.02.2017 :

Bíó

Manchester by the Sea

Lee er skyldaður til að snúa heim og hugsa um ungan frænda sinn eftir fráfall bróður síns. Hann á erfitt með tilhugsunina um að setjast aftur að í borginni sem hann hafði áður yfirgefið og efast um sjálfan sig sem forráðamann drengsins. Gegnum myndina sjá áhorfendur endurlit úr fortíðinni og ástæðan fyrir því hvers vegna Lee ákvað að flytja burt frá Manchester verður sífellt skýrari. 

Kvikmyndin var valin af American Film Institute og National Board of Review sem ein af bestu kvikmyndum ársins 2016.

28.02.2017 :

Bíó

Þyrnirós (ballett)

Bíóklassík, Háskólabíó og The Royal Ballet kynna ballettinn  Þyrnirós með stolti sem fluttur er við tónlist Tsjaíkovskís.

 

Marius Petipa var fyrstur til að semja dansinn við tónlist Tsjaíkovskís árið 1890 og fjölmargir listamenn hafa tekið verkið upp á sína arma síðan. Notast verður við hönnun Olivers Messells, einum af færustu sviðsmyndahönnuðum 20. aldarinnar, í þessari uppfærslu og er endursköpun hennar í höndum Peters Farmers.  Í verkinu er farið með áhorfendur inn í töfrum gæddan heim prinsessa, álfadísa, töfra og álaga. Þyrnirós er talinn einn stórkostlegasti ballett allra tíma og inniheldur hann meðal annars senuna þegar Áróra prinsessa hittir biðla sína og að sjálfsögðu fagnaðardansinn þegar prinsinn og prinsessan ganga að eiga hvort annað.

 

Hið ástsæla klassíska verk Konunglega ballettsins, Þyrnirós, sameinar það besta úr klassískum ballett með allan sinn sjarma, frábæra tónlist, hugvit og hæfileikaríka dansara. Verkið er sýnt í beinni útsendingu frá Konunglega ballettinum í London.

03.03.2017 :

Bíó

Logan

Myndin gerist í náinni framtíð. Logan er að niðurlotum kominn en þarf að hugsa um hinn heilsulitla Prófessor X þar sem þeir fela sig nærri landamærum Mexíkó. Tilraun Logans til að flýja heiminn og arfleifð sína mistekst þegar ung stúlka með stökkbreytta hæfileika, sem elt er uppi af illum öflum, kemur inn í líf þeirra. 


Leikstjórn: James Mangold

Leikarar: Hugh Jackman, Boyd Holbrook, Patrick Stewart


03.03.2017 :

Bíó

Stóra stökkið

Árið er 1879 og ung, munaðarlaus stúlka hefur þann einn draum að dansa. Hún leggur á ráðin ásamt vini sínum, Viktori, sem ætlar sér að verða uppfinningamaður, um að strjúka frá munaðarleysingjahælinu í Brittany og ferðast til borgar ljóssins, Parísar, þar sem Eiffelturninn er í smíðum. Félicie þarf að leggja sig alla fram til þess að láta drauma sína rætast og verða ballerína hjá Óperuhúsinu í París.

Með íslenska talsetningu fara Vaka Vigfúsdóttir, Álfrún Helga Örnólfsdóttir, Orri Huginn Ágústsson, Ólöf Kristín Þorsteinsdóttir, Ævar Þór Benediktsson, Þórhallur Sigurðsson (Laddi), Arnar Jónsson, Sigurður Þór Óskarsson, Sigríður Eyrún Friðriksdóttir, Viktor Már Bjarnason og Steinn Ármann Magnússon.

Myndin er kátlegur og fallegur glaðningur. Og endirinn snertir mann. Taktu börnin með, taktu sjálfa/n þig, taktu alla sem þú þekkir. – Financial Times (4/5 stjörnur)

[ Stóra stökkið] höfðar fullkomlega til þeirra sem elskuðu [ Frozen] þar sem hún skellir frönsku tutu-pilsi á hina alkunnugu Öskubuskusögu. – Sunday Independent (4/5 stjörnur)

10.03.2017 :

Bíó

Hidden Figures

Hópur svartra kvenna í Bandaríkjunum veita geimferðarmiðstöðinni NASA stærfræðileg gögn sem reynast nauðsynleg til að koma geimskutlum út fyrir lofthjúpinn.

10.03.2017 :

Bíó

Tulip Fever

Listamaður fellur fyrir ungri giftri konu þegar hann er ráðinn til að mála af henni málverk á tímum túlípanaæðisins á 17. öld í Amsterdam.

Myndin er byggð á samnefndri bók eftir  Deborah Moggach. Meðal leikara eru  Alicia VikanderDane DeHaan, Zach Galifianakis og  Judi Dench. Um leikstjórn sér  Justin Chadwick og tónskáld er  Danny Elfman.

17.03.2017 :

Bíó

A Cure for Wellness

Ungur stjórnandi í fyrirtæki er sendur til að sækja framkvæmdastjórann úr friðsælli, en þó dularfullri, heilsudvöl á afskekktum stað í svissnesku Ölpunum. Unga manninn fer brátt að gruna að ekki sé allt með felldu í heilsulindinni. Hann afhjúpar hryllileg leyndarmálin sem búa að baki kraftaverkalækninganna sem þar fara fram á sama tíma og hann sjálfur greinist með hin undarlegu veikindi sem heldur öllum gestunum áfram í heilsulindinni að bíða lækningarinnar. 

21.03.2017 :

Viðburðir

The Dollop - Live Podcast

MIÐASALA ER HAFIN Á   HARPA.IS  


Sagnfræðinördinn og leikarinn Dave Anthony hafði hugsað sér að stofna hlaðvarp (podcast) árið 2014. Ætlunin var sú að hann myndi segja nýjum grínista í hverri viku frá óþekktum en áhugaverðum sönnum atburðum. Hann vonaði að viðbrögð grínistans yrðu þrælfyndin þar sem hann hefði ekki heyrt söguna áður. Dave ákvað að prufa þetta og fyrsti gestur hans var Gareth Reynolds. Þeir smullu strax saman og aðdáendur grátbáðu Dave um að breyta aldrei um gest og Gareth varð þar með að meðstjórnanda þáttarins.

The Dollop skaust hratt upp vinsældarlistana. Bæði áhorfendur í uppistandsklúbbum og fólk úr fræðasamfélaginu drógust að þessu undarlega hlaðvarpi líkt og mý að mykjuskán vegna trylltra sagna Daves og spunahæfileikum Gareths. The Dollop er í dag reglulegur gestur ofarlega á vinsældarlistum hlaðvarpa enda hafa milljónir halað efni þeirra niður og hlustað. Þeir hafa grínast með sagnfræðina fyrir fullu húsi á ferðum sínum um Bandaríkin og Ástralíu og nú loks er komið að Íslandi! Um er að ræða uppistandssýningu sem tekin verður upp og birt sem þáttur í hlaðvarpi The Dollop og íslenskir áhorfendur fá þar með tækifæri til að verða hluti af þessum vinsæla þætti.

Um Dave og Gareth

Dave Anthony er grínari með meiru og hefur birst í fjölda grínþátta á borð við Veep, Arrested Development og The Office. Dave fór einnig á kostum sem furðulegt útgáfa af sjálfum sér í þáttunum Maron eftir Marc Maron. 

Hinn ungi og upprennandi Gareth Reynolds hefur leikið í kvikmyndum á borð við jólamynd Harolds & Kumars, Hail Mary, Money from Strangers og þáttunum Idiotsitter. Hann hefur einnig birst í hinum vinsælu þáttum Maron. 


The Dollop sýningin (og hlaðvarpsupptakan) fer fram í Norðurljósum Hörpu þann 21. mars. Aðeins 300 sæti eru í boði og er miðaverð litlar 4.990 kr. Norðurljósum verður stillt upp eins og góðum uppistandsklúbbi; ónúmeruð sæti og bar inni í salnum.

24.03.2017 :

Bíó

Life

Life er hrollvekjandi kvikmynd um vísindamenn um borð á Alþjóðageimferðamiðstöðinni sem hafa það markmið að rannsaka fyrstu merki um líf frá öðrum hnetti. Uppgötvunin breytist í martröð þegar lífveran þróast á ofsahraða og ógnar lífum áhafnarinnar. Lífveran olli gjöreyðingu á Mars og gæti lagt allt líf á jarðríki í hættu.

Leikstjóri: Daniel Espinosa (Safe House).

Aðalhlutverk: Jake Gyllenhaal, Rebecca Ferguson, Ryan Reynolds, Hiroyuki Sanada, Ariyon Bakare og Olga Dihovichnaya.

26.03.2017 :

Viðburðir

Making a Murderer umræður

Lögfræðingarnir Dean Strang og Jerry Buting úr Netflix þáttunum Making a Murderer spjalla um þættina og málið við Berg Ebba og áhorfendur.

Umræðan sem skapaðist eftir að bandarísku heimildaþættirnir Making a Murderer duttu inn á Netflix fór ekki fram hjá neinum. Allir höfðu skoðun á málinu, hvernig málsmeðferðin var og hvort Steven Avery og frændi hans voru sekir um að hafa nauðgað og myrt ljósmyndarann Teresu Halbach eða ekki og enn frekar hvernig framleiðendur þáttanna fjölluðu um málið. 

Lögfræðingar Stevens, þeir Dean Strang og Jerry Buting, voru hetjur þáttanna og gagnrýndu harðlega hvernig lögregla, lögfræðingar og dómskerfið meðhöndlaði málið. Steven hafði áður setið inni í 18 ár fyrir nauðgun, þrátt fyrir að hafa fjarvistarsönnun, frá 1985 og þar til honum var sleppt árið 2003 þegar DNA sönnunargögn sýndu fram á að hann hafði verið ranglega sakfelldur. 

Þeir félagar, Dean og Jerry, urðu í kjölfar þáttanna óvænt að hálfgerðum stjörnum víða um heim og umræður á netinu um þá félaga fór um víðan völl, allt frá réttlætiskennd þeirra og  tilfinninganæmi yfir í fatasmekk og jú, eitthvað var rætt um kynþokka. En báðir voru sammála um að eiginkonum sínum fyndist það sprenghlægilegt! 

Þann 26. mars munu Dean Strang og Jerry Buting koma fram á Íslandi og ræða myndina og sakamálið frammi fyrir áhorfendum og með þeim.  Nú er tækifærið til að fá svör við öllum þeim spurningum sem brenna enn á vörum okkar um málið og þættina! 

Umræðurnar fara fram í Silfurbergi, Hörpu, og mun grínistinn og lögfræðingurinn Bergur Ebbi stjórna þeim.

30.03.2017 :

Bíó

Madama Butterfly (Puccini - ópera)

The Royal Opera

Puccini

MADAMA BUTTERFLY

Ermonela Jaho / Marcelo Puente / Scott Hendricks / Elizabeth Deshong

Tónlistarstjóri: Antonio Pappano / Leikstjóri: Moshe Leise and Patrice Caurier 

Lengd: 165 mínútur

31.03.2017 :

Bíó

Strumparnir: Gleymda þorpið

Þessi létta, strympaða teiknimynd sýnir okkur alveg nýja hlið á  Strumpunum. Strympa og félagar hennar, Gáfnastrumpur, Klaufastrumpur og Kraftastrumpur finna dularfullt landakort sem leiðir þau í spennandi kepphlaup gegnum drungalega skóginn. Á leiðarenda er stærsta leyndarmál Strumpasögunnar að finna!

07.04.2017 :

Bíó

Snjór og Salóme

Salóme er ung kona í Reykjavík sem býr með bestu vinkonu sinni og kærasta sínum, Hrafni. Haltu-mér-slepptu-mér samband þeirra Hrafns og Salóme breytist skyndilega þegar Hrafn gerir aðra konu ólétta og hún flytur inn með þeim.

11.04.2017 :

Bíó

Jewels (Balanchine - ballett)

The Royal Ballet

Balanchine

JEWELS

Danshöfundur: George Balanchine

Lengd: 150 mínútur

20.04.2017 :

Viðburðir

Ricky Gervais - Humanity World Tour

MIÐASALA HEFST FÖSTUDAGINN 24. FEBRÚAR KL. 10 Á HARPA.IS/RICKY
PÓSTLISTAFORSALA SENU LIVE HEFST DAGINN ÁÐUR KL. 15:00


Ricky Gervais er einn áhrifamesti breski grínisti síðan Charlie Chaplin var og hét. Hann er á leiðinni til Íslands með  Humanity, fyrstu uppistandssýningu sína í sjö ár, og kemur fram í Eldborg Hörpu, sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 20. apríl.

Ricky Gervais hefur leikið, sungið, framleitt og skrifað í mörg ár. Hann skapaði þrjá vinsæla þætti og merkilegt nokk þá lék hann aðalhlutverkin í þeim öllum. Við erum að tala um  The OfficeExtras og  Derek. Þessi fjölhæfi snillingur hefur unnið til fjölmargra verðlauna, þar af sjö BAFTA-verðlaun, fimm British Comedy Awards, þrjú Golden Globe verðlaun og tvö Emmy-verðlaun. 

Ricky hefur ekki setið auðum höndum á nýliðnu ári. Um daginn frumsýndi hann á Netflix kvikmyndina   David Brent: Life On The Road og gaf út plötuna  Life On The Road með "David Brent & Foregone Conclusion" ásamt söngvabókinni  David Brent Songbook. David Brent er persóna sem flestir þekkja úr  The Office þáttunum sem slógu hressilega í gegn um allan heim, enda eru þeir nú taldir vera farsælustu og áhrifamestu grínþættir í breskri sjónvarpssögu, en þeir voru þeir sýndir í yfir 90 löndum. 

Þá lék hann á árinu einnig í kvikmyndinni  Special Correspondence og var kynnir Golden Globe verðlaunanna í 4. skiptið.  Velgengni Ricky í bransanum hefur ekki gefið honum mikinn tíma fyrir uppistand síðustu ár, en árið í ár markar endurkomu hans í uppistandið og við Íslendingar erum svo heppnir að vera hluti af nýja heimstúrnum sem inniheldur 37 viðkomustaði. Þeirra á meðal eru Dublin, Stokkhólmur, Amsterdam, Kaupmannahöfn, Toronto, New York, LA og Chicago.

Nú er um að gera að hafa hraðar hendur því aðeins 1.500 miðar verða í boði hér á landi. Verðsvæðin eru fimm og kosta miðarnir frá 7.990 kr. – fyrstir koma, fyrstir fá!

UPPRUNALEGA TILKYNNINGIN


ATHUGIÐ:
- TAKMARKAÐ MAGN MIÐA ER Í BOÐI Í PÓSTLISTAFORSÖLUNNI.
- HÆGT VERÐUR AР
KAUPA AÐ HÁMARKI 6 MIÐA Í EINU, BÆÐI Í FORSÖLU OG ALMENNRI SÖLU.

21.04.2017 :

Bíó

Land of Mine

Þegar seinni heimsstyrjöldin líður undir lok þvingar danski herinn hóp þýskra stríðsfanga, sem vart eru komnir af barnsaldri, til að sinna lífshættulegu verkefni; að fjarlægja jarðsprengjur af strönd Danmerkur og gera þær óvirkar. Piltarnir, sem búa yfir ýmist lítilli eða engri þjálfun til verksins, komast brátt að því að stríðinu er hvergi nærri lokið. Under sandet byggir á sönnum atburðum og segir frá átakanlegu tímabili í sögu eftirstríðsáranna sem hingað til hefur legið í þagnargildi.

21.04.2017 :

Bíó

Stubbur stjóri

Sjö ára drengur verður afbrýðisamur út í ofvitann, litla bróður sinn, og ætlar að vinna ástúð foreldra sinna með klókindum. Bræðurnir þurfa þó að taka höndum saman til að vinna bug á illum framkvæmdastjóra Puppy Co.

04.05.2017 :

Viðburðir

Michael McIntyre - Uppistand

MIÐASALA HEFST 23. FEBRÚAR KL. 10:00 Á TIX.IS
PÓSTLISTAFORSALA SENU LIVE HEFST EINUM DEGI FYRR


Einn vinsælasti uppistandari Bretlands, Michael McIntyre, ætlar að hefja nýja heimstúrinn sinn, Big World Tour, hér á Íslandi í Laugardalshöllinni þann 4. maí!

Sýningin Showtime varð að langstærsta uppistandstúr 2012 þar sem hann náði m.a. að slá met Rihönnu fyrir fjölda miða selda í O2 leikvöllinn en hvorki meira né minna en 640.000 áhorfendur mættu.  Á næsta heimstúr grínarans,  Happy & Glorious, seldust yfir 400.000 miðar og var hann t.a.m. tilnefndur til Billboard Touring Awards þar sem samkeppnin lá milli hans og stórnúmeranna Amy Schumer og Kevin Hart.

McIntyre hefur rakað til sín tilnefningum og verðlaunum; hann hefur m.a. tvisvar verið tilnefndur til BAFTA verðlauna, hlotið tvenn British Comedy verðlaun, tvenn Chortle verðlaun og National Television verðlaun. 

Síðustu ár hafa verið ótrúleg fyrir Michael. Hefur hann ferðast um allan heim og selst upp á hverja sýningunni á fætur annarri hvar sem hann stígur niður fæti, svo sem í löndum á borð við Ástralíu, Noreg, Nýja Sjáland og Singapore. Sýning hans í Jóhennesarborg varð stærsta uppistandsýning Afríku fyrr og síðar og sýning hans í Dubai hlaut Time Out Best Night Out verðlaunin.

McIntyre hefur undanfarið látið ljós sitt skína í sjónvarpsþáttagerð. Hann heldur þessa dagana úti eigin spjallþætti, The Michal McIntyre's Chat Show, á BBC1 en áður hafði hann tekið við af Simon Cowell í Britain‘s Got Talent árið 2011. 

McIntyre hefur gefið út þrjá DVD diska og hafa þeir allir slegið öll sölumet; árið 2009 setti hann met í sölu á uppistandi á DVD í Bretlandi sem stendur enn óhaggað.

„Maðurinn er einfaldlega sprenghlægilegur frá toppi til táar.“ 
– The Telegraph (5 af 5 stjörnum)

Nú mætir hann til Íslands með glænýtt efni í tilefni af Big World Tour. Hér er eintakt tækifæri til að upplifa eitt besta uppistand dagsins í dag - enginn með hláturtaugar ætti að láta þetta fram hjá sér fara!


Aðeins 2.500 númeruð sæti eru í boði og eru verðsvæðin fjögur talsins. Miðaverð er frá 5.990 kr.   

05.05.2017 :

Bíó

Ég man þig

Kvikmynd upp úr bók Yrsu Sigurðardóttur. Ungt fólk sem er að gera upp hús á Hesteyri um miðjan vetur fer að gruna að þau séu ekki einu gestirnir í þessu eyðiþorpi. Á Ísafirði dregst nýi geðlæknirinn í bænum inn í rannsókn á sjálfsmorði eldri konu, en svo virðist hún hafi verið heltekin af syni hans sem hvarf fyrir nokkrum árum og fannst aldrei....

05.05.2017 :

Bíó

Unlocked

Manneskja sem yfirheyrir glæpamenn fyrir CIA dettur inn í óvænta atburðarás þar sem Lundúnaborg á í hættu á að verða fyrir veiruárás.

Um er að ræða bandaríska spennumynd í leikstjórn Michael Apted.

12.05.2017 :

Bíó

Ferðalag mörgæsanna 2

Þær búa í fjörutíu stiga frosti á einhverju einangraðasta landsvæði jarðarinnar. Fyrri myndin kom út árið 2005 og nú er leikstjórinn Luc Jacquet mættur aftur að sýna okkur meira af mörgæsunum.

12.05.2017 :

Bíó

Snatched

Emily er hress og bráðlát kona á fertugsaldri. Þegar kærastinn sparkar henni ákveður hún að fá varkára móður sína með sér í frí til Ecuadors. Það sem átti að vera spennandi ævintýri breytist skjótt í gríðarlegt klúður þegar þeim er rænt. Konurnar tvær eru sviptar frelsi á ferðalagi sínu og það reynir á styrk þeirra mæðgna til þess að koma sér úr klandrinu og flýja úr frumskóginum. 

13.05.2017 :

Viðburðir

Capturing Pablo - Umræður

MIÐASALA ER HAFIN Á HARPA.IS


Stígðu inn í heim "DEA" fulltrúanna Javier Pena og Steve Murphy, mannanna sem felldu einn afkastamesta og hættulegasta eiturlyfjabarón heims: Konung kókaínsins, sjálfan Pablo Escobar. Saga þeirra var innblásturinn að þáttunum NARCOS sem slógu rækilega í gegn á Netflix. Leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson stjórnar umræðunum.

Í þáttunum segir frá risi og falli Medellín fíkniefnahringsins þar sem Pablo Escobar var höfuðpaurinn og barðist fyrir því að viðhalda völdum sínum sem kóngur kókaínheimsins. 

Pena og Murphy munu ræða málið fyrir áhorfendum ásamt Jóhannesi Hauki og segja frá því hvernig þeim tókst að fella Pablo Escobar. Í umræðum kvöldsins munu þeir upplýsa okkur um ýmis atriði sem ekki komu fram í þáttunum og taka við spurningum úr sal. 

Um Pena og Murphy
Javier Pena ólst upp í Texasfylki í Bandaríkjunum. Árið 1984 gekk hann til liðs við bandarísku fíkniefnalögregluna þar sem hann tók að sér verkefni í Bogota, höfuðborg Kólumbíu. Það var þá sem hann og félagi hans, Steve Murphy, ákváðu að þeir skyldu leggja Pablo Escobar og Medellín fíkniefnahringinn að velli. Í dag er hann talinn vera einn helsti sérfræðingur heims í Medellín málinu. 

Steve Murphy hóf feril sinn árið 1975 sem lögreglumaður í Vestur-Virginíu, Bandaríkjunum. Sjö árum síðar gekk hann til liðs við fíkniefnalögregluna í Flórída þar sem kókaínbransinn fór ört vaxandi. Árið 1991 var hann sendur til Bogota þar sem hann hóf að vinna með Pena. Báðir hafa þeir verið heiðraðir fyrir framlag sitt í baráttunni og voru þeir lofaðir og verðlaunaðir af bæði fíkniefnalögreglunni og Kólumbíska ríkinu.

Umræðurnar fara fram í Silfurbergi Hörpu. Einungis um 600 númeruð sæti eru í boði. Skráning á póstlista Senu Live hér .

19.05.2017 :

Bíó

Alien: Covenant

Áhöfnin á Covenant geimskipinu uppgötvar áður óþekkta paradís. Fyrr en varir komast meðlimir hennar að því að hér er í raun og veru mjög dimm og drungaleg veröld þar sem hinn vélræni David hefur komið sér fyrir og er eini íbúi plánetunnar. David var sá eini sem komst af eftir hinn hvimleiða Prometheus leiðangur. 

Hafðu samband

Hringdu í okkur

591 5100

Við svörum milli 09:00 og 17:00
alla virka daga.

Sendu fyrirspurn

Til að fyrirbyggja ruslpóst:

Fréttir & tilkynningar


Fréttir og tilkynningar

Manchester by the Sea er frumsýnd á föstudag! - Fréttir og tilkynningar Kvikmyndir

Myndin er sannkallað snilldarverk og án nokkurs vafa ein af bestu myndum ársins 2016. Hún hefur verið tilnefnd til sex Óskarsverðlauna, meðal annars sem besta myndin. Kvikmyndin var valin af American Film Institute og National Board of Review sem ein af bestu kvikmyndum ársins 2016.

Meira

Ricky Gervais til Íslands! - Fréttir og tilkynningar Viðburðir

Ricky Gervais er á leiðinni til Íslands með  Humanity, fyrstu uppistandssýningu sína í sjö ár, og kemur fram í Eldborg sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 20. apríl. Miðasala hefst föstudaginn 24. febrúar kl. 10 á Harpa.is. Póstlistaforsala Senu Live fer fram daginn áður, fimmtudaginn 23. febrúar kl. 15.

Meira

T2 Trainspotting er frumsýnd á morgun! - Fréttir og tilkynningar Viðburðir

Tuttugu ár eru liðin síðan Renton kom á heimaslóðirnar og hitti þá Sick Boy, Begbie og Spud. Og þótt margt í lífi þeirra hafi breyst er annað sem enn situr í sama farinu. T2 Trainspotting verður frumsýnd á morgun í Smárabíói, Háskólabíói og Borgarbíói, Akureyri.

Meira

Kansas til Íslands - Fréttir og tilkynningar Viðburðir

Hin eina sanna Kansas stígur á stokk í Eldborg, Hörpu, sunnudaginn 4. júní. Sveitin á glæsilegan feril að baki sem spannar yfir fjóra áratugi og hefur hún fyrir löngu sannað sig sem ein helsta klassíska rokkhljómsveit Bandaríkjanna, með lögum á borð við "Carry on Wayward Son" og "Dust in the Wind".

Meira

Strumparnir ganga til liðs við Sameinuðu þjóðirnar - Fréttir og tilkynningar Kvikmyndir

Hinir sívinsælu strumpar hvetja börn, ungt fólk og fullorðna til að gera heiminn glaðlegri, friðsamlegri, sanngjarnari og heilbrigðari með átaksverkefni sem fer af stað í dag í samvinnu við Sameinuðu þjóðirnar, UNICEF, og sérstakan sjóð á vegum SÞ.

Meira

Michael McIntyre loksins til Íslands! - Fréttir og tilkynningar Viðburðir

Stærsti uppistandari Bretlands, Michael McIntyre, ætlar að starta nýja túrnum sínum, Big World Tour, hér á Íslandi í Laugardalshöllinni þann 4. maí! Hér er eintakt tækifæri til að upplifa eitt besta uppistand dagsins í dag - enginn með hláturtaugar ætti að láta þetta fram hjá sér fara!

Meira

The Dollop - Live Podcast - Fréttir og tilkynningar Viðburðir

The Dollop er hlaðvarp (podcast) með sagnfræðinördanum og leikaranum Dave Anthony og uppistandaranum Gareth Reynolds. Varpið skaust hratt upp vinsældarlistana eftir að það hóf göngu sína árið 2014 en í hverri viku segir Dave frá óþekktum atburðum úr sögu Bandaríkjanna og viðbrögð Gareths eru án undantekningar sprenghlægileg. 

Meira

Resident Evil: The Final Capter er frumsýnd á föstudag! - Fréttir og tilkynningar Kvikmyndir

Mannkynið er á ysti nöf. Alice þarf að snúa aftur til Racoon City, þar sem martröðin hófst og fyrirtækið Umbrella er að undirbúa sína hinstu árás gegn þeim fáu sem hafa lifað af til þessa. Alice þarf að taka höndum saman bæði við gamla vini til að lifa af þessa síðustu árás Umbrella fyrirtækisins.

Meira