Nýtt frá Senu

:

Viðburðir

Gunni Þórðar

ÖRFÁIR MIÐAR EFTIR Á AUKATÓNLIEKANA!

Tónskáldið, gítarleikarinn og þjóðargersemin Gunnar Þórðarson er nýorðinn sjötugur. Af því tilefni verður slegið upp heljarinnar afmælistónleikum í Eldborgarsal Hörpu þann 29. mars. 

Á tónleikunum verða þekktustu lög Gunnars flutt af landsliði íslenskra hljóðfæraleikara og söngvara ásamt gospelkór, barnakór og strengjasveit. Síðast en ekki síst ber að nefna að sjálft afmælisbarnið stígur á svið og flytur nokkur vel valin lög. 

Söngvarar:
Björgvin Halldórsson
Egill Ólafsson
Eyþór Ingi
Páll Óskar
Sigríður Thorlacius
Stefán Jakobsson
Una Stef
Helga Möller
Jóhann Helgason
Bergþór Pálsson
Elmar Gilbertsson
Þóra Einarsdóttir

Reykjavik Session Orchestra undir stjórn Roland Hartwell
Gospelkór Óskars Einarssonar
Gradualekór Langholtskirkju undir stjórn Jóns Stefánssonar

Kynnir: Jónas R Jónsson   
Hljómsveitarstjóri: Þórir Úlfarsson
Leikstjóri:   Egill Eðvarðsson
Heiðursgestur: Gunnar Þórðarson

Miðasala á aukatónleikana er í fullum gangi á Miði.is, Harpa.is, í miðasölu Hörpu og í síma 528-5050. 

:

Bíó

Fúsi

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000341

Fúsi segir frá titilpersónunni Fúsa, sem er liðlega fertugur og býr einn með móður sinni. Líf hans er í afar föstum skorðum og lítið sem kemur á óvart. Hann minnir á unga sem hefur komið sér þægilega fyrir í hreiðrinu og hefur enn ekki haft kjark til að hefja sig til flugs. Þegar ung stúlka og kona á hans reki koma óvænt inn í líf hans, fer allt úr skorðum og hann þarf að takast á við ýmislegt í fyrsta sinn. 

Dagur Kári leikstýrir og skrifar handritið að Fúsa, sem er framleidd af þeim Baltasar Kormáki og Agnesi Johansen fyrir framleiðslufyrirtækið Sögn.

Myndin vakti lukku á kvikmyndhátíðinni í Berlín og hefur verið bókuð nú þegar á margar af helstu hátíðum heims, þar á meðal Tribeca í New York.

"Hlý, skemmtileg og falleg."
- Hollywood Reporter

:

Bíó

Home

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000344

When Oh, a loveable misfit from another planet, lands on Earth and finds himself on the run from his own people, he forms an unlikely friendship with an adventurous girl named Tip who is on a quest of her own. Through a series of comic adventures with Tip, Oh comes to understand that being different and making mistakes is all part of being human. And while he changes her planet and she changes his world, they discover the true meaning of the word HOME.

Myndin er sýnd með ensku tali og ótextuð.

L

:

Bíó

Loksins heim

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000328

Þegar seinheppna geimveran Ó kemur til jarðar og þarf að flýja undan sínum eigin félögum hittir hann á flóttanum hina ráðagóðu Tátilju sem sjálf leitar móður sinnar sem rænt var af geimverum.

Loksins heim er nýjasta teiknimyndin frá Dreamworks-kvikmyndarisanum og er gerð af sama fólki og gerði hinar vinsælu myndir Að temja drekann sinn 1 og 2 og myndina um Croods-fjölskylduna. Myndin er byggð á vinsælli barnabók eftir Adam Rex um geimveruna Ó sem er svo mikill klaufi og einstaklega óheppinn að hann fellur í ónáð félaga sinna sem komnir eru til Jarðar til að yfirtaka hana og breyta öllu skipulagi hennar sér í hag. Ó neyðist til að leggja á flótta en hittir þá Tátilju og köttinn hennar sem er einstaklega geðgóður og líkar strax vel við hann.

Í framhaldinu lenda þau þrjú síðan í ótrúlega skemmtilegum og spennandi ævintýrum og hjálpast að við að ná markmiðum sínum, þ.e. að Tátilja finni aftur móður sína og að Ó geti snúið aftur heim ...

Myndin verður sýnd bæði með íslenskri talsetningu og enskri. Með aðalhlutverkin í íslensku útgáfunni fara þau Ævar Þór Benediktsson, Salka Sól Hjálmarsdóttir, Þórhallur Sigurðsson, Þórunn Lárusdóttir og Jóhannes Haukur Jóhannesson, en í þeirri ensku eru það Jim Parsons, Rihanna, Steve Martin, Jennifer Lopez og Matt Jones sem tala fyrir helstu persónurnar undir leikstjórn Tims Johnson.

L


:

Tölvuleikir

Bloodborne

Nýjasti leikurinn frá FromSoftware, en þeir eru meðal annars þekktir fyrir Dark Souls leikina.  Það ríkir bölvun yfir borginni Yharnam, en illvígur sjúkdómur dreifist hratt yfir borgina.  Leikmenn þurfa að horfast í augu við sinn mesta ótta þegar þeir þurfa að fara til borgarinnar og leita svara.  Hættur, dauðinn og geðveiki eru á hverju strái í þessari dimmu og hryllilegu veröld.  Það er svo í þínum höndum að finna hvað er í gangi.

 

Leikurinn inniheldur

Nýjan heim, fullan af hrylling og ótta.

Fullkomið bardagakerfi þar sem leikmenn þurfa að blanda saman hasar og taktík.

Nýja kynslóð af hasar- og hlutverkaleik þar sem kraftur PlayStation 4 tölvunnar skín í gegn.


:

Viðburðir

Jimmy Carr

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

ATH: HVER SÝNING ER 90 MÍNÚTUR OG EKKERT HLÉ.

Jimmy Carr er breskur uppistandari, sjónvarpsmaður og leikari sem er þekktastur fyrir óviðjafnanlegan hlátur, hárfínan, kolsvartan húmor og vafasama brandara. Carr geystist inn á grínvöllinn árið 2000 og hefur notið mikilla vinsælda síðan. Jimmy hefur selt yfir milljón DVD diska og verið gestgjafi í ótal sjónvarpsþáttum en uppistand fyrir framan áhorfendur er tvímælalaust hans sérgrein og nokkuð sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.   


Sýningin hans, Gagging Order, er stútfull af óviðjafnanlegum húmor; greindarlegum, ruddalegum og jafnvel algerlega óásættanlegum bröndurum. Gagging Order hefur fengið frábærar viðtökur og óhætt að lofa útkeyrðum hláturtaugum að henni lokinni. 

*Athugið að gestir eru vinsamlegast beðnir um að skilja eftir samviskuna, sómakenndina og almenna kurteisi eftir heima. 

:

Tölvuleikir

Battelfield

 Í Battlefield Hardline geta leikmenn látið alla „löggu og bófa“ drauma sína rætast.  Þessi grjótharði skotleikur sameinar netspilunina sem Battlefield leikirnir eru þekktir fyrir við spennandi söguþráð fullan af tilfinningum, hasar og átökum.

Leikmenn fara í hlutverk Nick Mendoza sem er ungur lögreglumaður í hefndarhug.  Söguþráður leiksins snýst um Nick og félaga og sækir hann innblástur sinn í þá lögregluþætti sem við þekkjum úr sjónvarpinu.  Í netspilun leiksins geta leikmenn elt glæpamenn, rænt bankahvelfingar og bjargað gíslum svo fátt eitt sé nefnt.

Leikurinn inniheldur:

Löggur og glæpamenn mætast í heimi sem er fullur af glæpum.

Hraða spilun, en Battlefield Hardline er hraðasti Battlefield leikurinn hingað til.

Fullt af græjum sem krefjast nýrrar hugsunar í spilun.  Þar á meðal eru gripkrókar, rafbyssur og fleira.

Helling af farartækjum, en leikmenn geta vaðið um á allskyns bílum, þyrlum og stærri farartækjum.


:

Heimabíó

Exodus

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Allt

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000255

Christian Bale fer með aðalhlutverkið í stórmyndinni Exodus úr smiðju Ridleys Scott. Leikarar myndarinnar eru ekki af verri endanum því auk Bale fara þau Sigourney Weaver, Ben Kingsley, Joel Edgerton o.fl. Myndin er byggð á gamla testamentinu, nánar tiltekið frásögninni af því þegar Móses frelsaði 600 þúsund Ísraelsmenn undan 400 ára þrældómi Egypta og leiddi þá til fyrirheitna landsins, Ísraels. Um leið storkar hann egypska faraónum og æskuvini sínum Ramses auk þess sem hann og hans fólk þarf að glíma við ýmsar plágur sem gengu yfir landið á þessum tíma og felldu marga.

Handrit myndarinnar er að mestu eftir Steve Zaillian sem hlaut Óskarsverðlaunin fyrir handrit sitt að Schindler's List og var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir MoneyballGangs of New York og Awakenings. Þess má líka geta að Exodus: Gods and Kings er þriðja myndin sem þeir Zaillian og Ridley Scott vinna saman að, en það gerðu þeir einnig í myndunum Hannibal og American Gangster

:

Tónlist

Himinn og jörð

Tónskáldið, gítarleikarinn og þjóðargersemin Gunnar Þórðarson varð sjötugur þann 4. janúar. Af því tilefni kemur út vegleg safnplata sem hefur að geyma öll bestu lögin á einum stað.

Jafnframt verður slegið upp heljarinnar afmælistónleikum í Eldborgarsal Hörpu þann 29. mars. Þar verða hans þekktustu lög flutt af landsliði íslenskra hljóðfæraleikara og söngvara, auk þess sem sjálft afmælisbarnið stígur á svið. 

Gunnar hóf ferilinn með Hljómum, eins og kunnt er og einn þeirra sem stofnuðu svo ofurgrúppuna Trúbrot. Hann hefur samið og útsett fjöldann allan af þekktustu lögum þjóðarinnar, en útgáfusaga Gunnars spannar um fimm hundruð lög á tugum platna í gegn um tíðina í flutningi fremstu söngvara landsins. Það er því ljóst að af nógu verður af að taka á afmælistónleikunum í Hörpu í mars.  

:

Heimabíó

Max Steele

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

Ævintýri unglingsins Max McGrath og vinar hans Steel sem er geimvera. Í aðalhlutverkum eru Mario Bello og Andy Garcia. 

:

Bíó

The Gunman

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000300

Spennutryllir sem fjallar um Martin Terrier, sem Sean Penn leikur. Terrier er leigumorðingi sem vill hætta í bransanum og lifa lífinu með kærustunni, sem leikin er af Jasmine Trinca. Áætlun hans fer úrskeiðis þegar fyrirtækið sem hann vinnur fyrir reynist svikult. Fljótlega, þá hefst blóðugt ferðalag um Evrópu með tilheyrandi dauðsföllum.

16

:

Heimabíó

Kill the Messenger

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

Fréttamaður verður fórnarlamb viðbjóðslegs rógburðar sem rekur hann á ystu nöf. Rógburðurinn var settur af stað þegar hann flettir ofan af þætti CIA í vopnabraski og fíkniefnainnflutningi. Myndin er byggð á sannri sögu blaðamannsins  Gary Webb. 


:

Tónlist

The Chopin Project

Ólafur Arnalds og píanóleikarinn Alice Sara Ott taka hér höndum saman og flytja tónlist Chopin á einstakan hátt. Tónlist pólska tónskáldsins Chopin eins og þú hefur aldrei heyrt áður. Platan er að fá frábæra dóma, þar á meðal fimm stjörnur í The Independent Today

:

Heimabíó

Gone Girl

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Allt

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000215

Kvikmyndin byggir á samnefndri metsölubók Gillian Flynn, sem seldist eins og heitar lummur og vermdi efstu sæti bóksölulista á vesturlöndum mánuðum saman. 

Kvikmyndinni er leikstýrt af hinum margfræga David Fincher (The Girl with the Dragon Tattoo, Fight Club) og ætla má að kvikmyndin standi bókinni síst að sporði. Gone Girl fjallar um Amy Dunne sem hverfur með dularfullum hætti á fimm ára brúðkaupsafmæli sínu. Við rannsókn málsins finnst dagbók þar sem flett er ofan af svikulum eiginmanni, Nick Dunne, en þar með er sagan ekki öll. 

Í aðalhlutverkum eru þau Rosamund Pike og Ben Afflck, einnig koma við sögu úrvalsleikarar á borð við Neil Patrick Harris, Scoot McNairy og Sela Ward. 

Gagnrýnendur keppast við að lofa myndina, sem hefur slegið í gegn vestanhafs. 

***** "dásamlega myrk og fullkomlega grípandi"

- Andy Lea, Daily Star 


***** 

"Þvílík flétta!"

- Joe Neumeier, New York Daily News


**** "

Töff, myrk og ögrandi!"

- Ian Freer,Empire


"Nánast fullkominn, fullkomlega óhugnanlegur tryllir!"
- Stephen Whitty, Newark Star-Ledger

*****

"Grípandi, snjöll og snilldarlega ofin. Ein af bestu myndum leikstjórans frá upphafi. Ein af albestu myndum ársins."

-T.V., biovefurinn

 

*****

„Hin óumflýjanlega niðurstaða er að ekki sé eitt einasta feilspor tekið og að Gone Girl er enn ein rósin í yfirfullt hnappagat Finchers“

-V.J.V, Svarthofdi.is16


Kaupa Miða

:

Bíó

The Little Death

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000330

The Little Death er svo sannarlega frumleg gamanmynd um kynlíf, ást, sambönd og öll hugsanleg tabú því tengd. Í myndinni fá áhorfendur að gægjast á bak við luktar dyr fólks sem bý í sömu götu í úthverfi nokkru og virðist allir vera tiltölulega eðlilegir við fyrstu sýn. Annað kemur þó á daginn; ein kvennanna á sér til að mynda hættulega fantasíu sem kærastinn henna leggur sig í líma via að uppfylla. Maður nokkur á í eldheitu ástarsambandi við eiginkonu sína - án þess að hún hafi nokkra hugmynd um það. Par reynir að halda sambandinu gangandi eftir að tilraunamennska í kynlífinu fer úr böndunum. Ein kvennanna finnur einungis kynferðislega örvun þegar eiginmaðurinn grætur og önnur lendir sem þriðji aðili í undarlegu símtali sem felur í sér heyrnarlausan mann og símavændi. Þá er ótalinn truflandi en heillandi nágranni sem tengir þau öll saman.

Í myndinni eru langanir fólks í forgrunni og af hvaða rótum þær spretta. Hversu langt seilumst við til þess að fá það sem við girnumst? Hverjar eru afleiðingar þess að láta undan freistingunum?

:

Bíó

Chappie

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000297

Í nálægri framtíð fer vélvæddur lögregluher með eftirlit með glæpamönnum. Í myndinni er fólk komið með nóg af vélmennalöggum og farið að mótmæla. Þegar vélmennalöggunni Chappie er rænt og hann endurforritaður verður hann fyrsta vélmennið sem er fært um að hugsa og finna til. Í kjölfarið þykjast eyðileggjandi öfl sjá í Chappie ógn gegn mannkyninu; lögum og reglu og eira eingum til að halda ástandinu óbreyttu. Fleiri þenkjandi vélmenni á borð við Chappie skulu ekki fá að líta dagsins ljós. 

Chappie er nýjasta mynd Neils Bloomkamp og í aðalhlutverkum eru Hugh Jackman og Sigourney Weaver. 

12


Væntanlegt frá Senu

:

Bíó

Fast and Furious 7

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000332

Furious 7 er nýjasta myndin í þessari sívinsælu og hraðskreiðu seríu og tekur hún upp þráðinn þar sem frá var horfið seinast. Eftir að hafa sigrast á glæpamanninum Owen Shaw hafa þeir Dom Toretto (Vin Diesel) og Brian O‘Connor (Paul Walker) ákveðið að láta gott heita og lifa rólega lífinu sem þeir þrá. 

Málin flækjast þegar eldri bróðir Owens, Ian Shaw (Jason Statham) ákveður að elta upp Toretto og hans teymi í hefndarskyni. Þá er ekki eftir neinu að bíða en að kalla liðið aftur saman og finna þennan Ian Shaw áður en hann hefur uppi á öllum á fyrra bragði. 

:

Viðburðir

Ópera: Rise and Fall of the City of Mahagonny

Stórkostlegt samstarf leikskáldsins Bertholts Brecht og tónskáldsins Kurt Weill í beinni útsendingu frá The Royal Opera House í Háskólabíói. 

Þrír glæpamenn á flótta finna borg - Mahagonny, borg gullsins. Útlagar úr öllum áttum fylkjast til Mahagonny, þeirra á meðal vændiskonan Jenny og skógarhöggsmaðurinn Jim Mahoney ásamt þemur vinum sínum 


Borgin bólgnar út í glæpum og vafasamri starfsemi. Jim og Jenny reyna að flýja, en komast hvergi. Jim er handtekinn og tekinn af lífi og borgin brennur. 


Óperan þykir eitt best heppnaða samstarf tuttugustu aldarinnar, en óperan var frumsýnd 9. mars 1930. 

:

Bíó

Ástríkur

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

Hinn sívinsæli Ástríkur heillar hverja kynslóðina á fætur annari ásamt samborgurum sínum í Gaulverjabæ. Að þessu sinni hyggst Sesar sölsa undir sig Gaulverjabæ og fella undir Rómarveldi. Til þess hefur hann látið byggja hús við hlið þorpsins þar sem hann ætlar að koma á fót rómverskri nýlendu.  

:

Bíó

Samba

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

Nýja myndin frá leikstjórum Intouchables, sem sló rækilega í gegn um allan heim, þar á meðal hér á landi. Íslendingar kolféllu fyrir myndinni og áður en yfir lauk höfðu um 60 þúsund manns séð hana, en það er svipað margir og fara a góða James Bond mynd eða Harry Potter.

Samba er stórskemmtileg og hugljúf gaman-drama mynd með hinum eina sanna Omar Sy úr Intouchables

Í öðrum aðalhlutverkum eru Charlotte Gainsbourg og Tamar Rahim úr A Prophet.

Myndin fjallar um Samba (Sy), sem flutti til Frakklands frá Senegal fyrir tíu árum. Allan tímann hefur hann dregið fram lífið með því að vinna við ýmis láglaunastörf, sem eru vægast sagt mjög misjöfn. Alice (Gainsbourg) er framkvæmdastjóri sem er orðin útbrunnin í starfi. Bæði strita þau við að breyta aðstæðum sínum; Samba við að fá vinnuleyfi og Alice við að koma lífi sínu á réttan kjöl á ný þar til dag einn að örlögin leiða þau saman. 

:

Bíó

The Second Best Exotic Marigold Hotel

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

The Second Best Exotic Marigold Hotel

:

Tónlist

Björgvin Halldórsson

Segja má að ferill Björgvin Halldórssonar sé einn sá glæsilegasti sem Íslendingur hefur átt í sögu dægurtónlistar hér á landi. Hann er sannkallaður fagmaður og hefur fyrir löngu skipað sér meðal fremstu manna íslenskrar tónlistarsögu. 

Nú er væntanleg frá kempunni ný gospelplata sem aðdáendur verða ekki sviknir af. Þetta er svo sannarlega ekki fyrsta gospelplata Björgvins, en árið 1993 gerði hann gospelplötuna Kom heim sem sló eftirminnilega í gegn með lögum á borð við Gullvagninn. Það er því óhætt að fullyrða að Björgvin hafi átt drjúgan þátt í að koma Gospeltónlistinni á kortið hérlendis. 

Platan kemur út í vor og hefur vaflaust að geyma smelli sem eiga eftir að hljóma úr viðtækjum landsmanna um ár og öld, líkt og aðrar perlur Björgvins. 

:

Bíó

Austur

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

Myndin er innblásin af sannsögulegum atburðum úr íslenskum undirheimum. Ungur maður á einnar nætur gaman með fyrrum unnustu og barnsmóður ofbeldisfulls glæpamanns sem er í mikilli neyslu. Hann er tekinn í gíslingu af gengi glæpamannsins með það fyrir augum að kúga út úr honum fé. Þegar þau áform verða að engu þá skapast atburðarás þar sem líf unga mannsins er í stórhættu.

Ungi maðurinn er orðin gísl gengisins sem bregður á það ráð að fara austur fyrir fjall í þeim erindagjörðum að losa sig við hann. Þegar þangað er komið banka þeir upp á hjá gömlum félaga glæpamannsins sem er að reyna að snúa við blaðinu og ná lífi sínu á réttan kjöl.

Með helstu hlutverk í myndinni fara Arnar Dan Kristjánsson, Björn Stefánsson, Hjörtur Jóhann Jónsson, Ólafur Darri Ólafsson og Vigfús Þormar Gunnarsson.

:

Heimabíó

Aya frá borginni Yop

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

Teiknimynd eftir þau Marguerite Abouetog Clément Oubrerie, gerð eftir þeirra eigin bókum um hana Ayu sem býr ásamt stórfjölskyldu sinni í úthverfi borgarinnar Abidjan á Fílabeinsströndinni. Sagan, sem gerist á áttunda áratug síðustu aldar, er bæði spennandi og sérlega fróðleg um líf fólks á þessum slóðum á þessum tíma og er byggð á raunverulegum aðstæðum og fólki sem Marguerite Abouet kynntist


Myndin er sýnd með enskum texta. 

:

Heimabíó

Laurence hvernig sem er

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

Mjög góð, margföld verðlaunamynd eftir fransk-kanadíska leikstjórann Xavier Dolan. Við kynnumst hér honum Laurence sem ákveður að láta leiðrétta kyn sitt og breyta sér í konu eftir að hafa leynt tilfinningum sínum í áratugi, þ. á m. fyrir eiginkonu sinni sem Laurence vonar að muni standa með sér eftir sem áður. Það sem gerist kemur á óvart, ekki síst Laurence sjálfum, fjölskyldu hans og litríkum hópi vina og vinnufélaga. 

Myndin er sýnd með enskum texta. 

:

Heimabíó

Lulu nakin

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

Eftir misheppnað atvinnuviðtal ákveður Lulu að snúa ekki aftur heim og ákveður að skilja eiginmann sinn og þrjú börn eftir í í óvissunni. Þetta var ekkert sem hún var búin að ákveða fyrirfram; þetta bara gerðist. Hún stelur nokkrum dögum fyrir sjálfa sig og nýtur algers frelsis við ströndina án þess að hafa nokkra áætlun, aðra en þá að njóta augnabliksins til fulls, án nokkurs samviskubits. Á leiðinni mætir hún alls konar fólki sem er, líkt og hún sjálf, á hjara veraldar: skrýtnum náunga sem nýtur verndar bræðra sinna; gamalli konu sem dauðleiðist og konu sem verður fyrir áreiti af hendi yfirmanns síns. Nýju vinirnir hjálpa Lulu að endurnýja kynnin við konu sem hún hefur ekki hitt lengi: sjálfa sig.

Spurt og svarað sýning með Sólveigu Anspach, leikstjóra myndarinnar, verður föstudaginnn 23. janúar kl. 18:00. 

Myndin er sýnd með enskum texta. 

:

Heimabíó

Lyktin af okkur

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

Lyktin af okkur er glæný mynd eftir Larry Clark sem er tvímælalaust á meðal merkari kvikmyndagerðarmannasíðari tíma. Hann sló upphaflega í gegn með áhrifamiklum ljósmyndum sínum, m.a. í bókinni Tulsa árið 1971,en ljósmyndirnar í henni eru sagðar hafa gefið leikstjórum eins og Martin Scorsese, Francis Ford Coppola og Gus Van Sant innblásturinn að myndunum Taxi Driver, Rumble Fish og Drugstore Cowboy.

Clark leikstýrði síðan sinni fyrstu mynd, Kids, 51 árs að aldri árið 1995, en hún hlaut frábæra dóma einsog reyndar flestar myndir sem hann hefur gert síðan. Allar þessar myndir fjalla á einn eða annan hátt umunglinga, heim þeirra og viðhorf til hins daglega lífs og í öllum myndunum koma hjólabretti mikið við sögu.

Í Lyktin af okkur er Larry kominn til Parísar þar sem við hittum fyrir nokkra unglinga sem eru að reyna að áttasig á hvernig hlutirnir verka og er óhætt að segja að sumir þeirra séu ekki á réttri leið, a.m.k. ekki frá þeimsjónarhóli sem flestir myndu miða við. Þetta er hispurslaus mynd og áhrifamikil sem mun væntanlega sitjalengi eftir í huga þeirra sem sjá hana, enda dregur Larry Clark ekkert undan.

Myndin er sýnd með enskum texta. 

:

Bíó

Paul Blart: Mall Cop 2

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

Eftir að hafa eytt sex árum í að vernda verslunarmiðstöðvar borgarinnar hefur Paul Blart (Kevin James) unnið sér inn verðskuldað frí. Hann heldur til Vegas með dóttur sinni sem er á táningsaldri til að eyða með henni tíma áður en hún fer í háskóla. En öryggisvörðurinn kann ekki að taka sér frí og þegar skyldan kallar ansar Blart. 


:

Tónlist

Eurovison Song Contest 2015: Vienna

Öll lögin úr Eurovision keppninni í Vín.

:

Tónlist

Vilhjálmur Vilhjálmsson

Vilhjálmur Vilhjálmsson er sem gróinn inn í þjóðarsálina. Næstum því hver landsmaður þekkir helstu perlurnar sem hann flutti með flauelsmjúkri röddu og lög á borð við Bíddu pabbi, Söknuður, Þú átt mig ein og Vor í Vaglaskógi hafa hljómað við ótal tilefni áratugum saman. 

Nú er væntanleg ný safnplata sem hefur að geyma bestu lögin frá þessum gullaldarsöngvara sem löngu er orðinn að goðsögn. 

:

Bíó

Avengers: Age of Ultron

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Allt

Þegar Tony Stark reynir að endurvekja gamalt friðargæsluverkefni fara hlutirnir úrskeiðis og það er undir Hefnendunum komið að stöðva hinn illa Ultron í að framkvæma sínar hræðilegu áætlanir.


:

Heimabíó

Heimilislífið

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

Juliette býr í úthverfi Parísar og er alls ekki viss um að hún vilji búa þar. Hún er hins vegar alveg viss um að hún vill ekki dagauppi sem ein þeirra kvenna sem setjaallan sinn tíma í barnauppeldi, heimilis- og garðstörf og bið eftir að eiginmaðurinn láti sjá sig heima seint á kvöldin. Í dag á hún að mæta í mikilvægt starfsviðtal, en þarf líka að finna tíma til að sinna heimilinu og sækja krakkana í skólann. Hvað gerist?

Myndin er sýnd með enskum texta. 

:

Heimabíó

Jules og Jim

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

Jules og Jim eftir François Truffaut er eitt af meistaraverkum franskrar kvikmyndasögu. Hér segir frá Þjóðverjanum Jules og Frakkanum Jim sem verða báðir ástfangnir af sömu konunni, Catherine. Myndin hefst í París, rétt fyrir heimsstyrjöldina fyrri og áhorfendur fylgja þremenningunum eftir allt þar til þau hittast á ný í Þýskalandi eftir stríðið. Myndin er byggð á bók eftir Henri-Pierre Roché og stendur enn fyllilega fyrir sínu. 

Myndin er sýnd með enskum texta. 

:

Heimabíó

Konungurinn og hermikrákan

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

Teiknimyndin Konungurinn og hermikrákan eftir Paul Grimault var gerð árið 1980 og þykir sannkallað meistaraverk. Sagan í henni, sem að hluta til er byggð á einu af ævintýrum H. C. Andersen, Smalastúlkan og sótarinn, segir frá hrokafullum konungi sem tekið hefur sér einræðisvald og sú eina sem stendur uppi í hárinu á honum er kráka sem lætur hann óspart heyra það! Myndin hefur nýlega verið endurunnin.

Myndin er sýnd með enskum texta. 

:

Heimabíó

Mörgæsirnar frá Madagaskar

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Allt

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000251

Í Mörgæsunum frá Madagaskar uppgötva áhorfendur leyndardóma skemmtilegasta og dularfyllsta fuglsins í alþjóðlegu njósnaleikunum. Skipper, Kóvalskí, Ríkó og Hermann ganga til liðs við njósnasamtökin Norðanvindana sem Leyndarmál Fulltrúi leiðir til að stöðva áform óþokkans illræmda Oktavíusar Brim, sem hyggur á heimsyfirráð!

Frumsýnd 28. nóvember í 2-D og 3-D í Smárabíói, Háskólabíói, Laugrásbíói, Egilshöll, Álfabakka og Borgarbíói Akureyri.

Íslensk talsetning:

SKIPPER  - BJÖRN THORARENSEN
KÓVALSKÍ - HJÁLMAR HJÁLMARSSON
HERMANN - BERGUR ÞÓR INGÓLFSSON
RÍKÓ  - T.F.WHITE
OKTAVÍUS BRIM / DABBI   - ÞORSTEINN BACHMANN*
EVA  - ÁLFRÚN HELGA ÖRNÓLFSDÓTTIR
LEYNDARMÁL FULLTRÚI  - DAVÍÐ GUÐBRANDSSON 
BJARNFREÐUR  - SVEINN ÓLAFUR GUNNARSSON

LEIKSTJÓRI - HJÁLMAR HJÁLMARSSON

L


:

Heimabíó

Night at the Museum 3

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Allt

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000265

Night at the Museum-myndirnar hafa notið mikilla vinsælda fólks á öllum aldri, en fyrsta myndin var gerð árið 2006 og naut mikilla vinsælda. Myndirnar fjalla Larry Daley (Ben Stiller) sem hlaut starf sem næturvörður á sögu- og náttúrusafni. Í starfinu komst hann svo að því að bæði dýr og persónur sem voru til sýnis á safninu lifnuðu við á næturnar svo úr varð bráðskemmtilegt ævintýri. 

Ben Stiller og allt gengið mætir aftur til leiks í Night at the Museum 3. Í þetta sinn uppgötvar Larry að töfrarnir sem hafa valdið því að persónurnar og dýrin lifnuðu við á næturnar eru að eyðast og hverfa og að mjög takmarkaður tími er til stefnu. Larry reynir að bjarga málunum, en til þess þarf hann að ferðast ásamt nokkrum félögum úr safninu til London. Ferðalagið reynist vera viðburðaríkt, fyndið og skemmtilegt en líka hættulegt á köflum.   öðrum stórum hlutverkum eru m.a. þau Robin Williams, Owen Wilson, Ben Kingsley, Dick Van Dyke, Rebel Wilson, Steve Coogan, Mickey Rooney og Ricky Gervais.

:

Bíó

The Age of Adaline

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

Adaline Bowman hefur verið ansi einmana eftir að hafa verið 29 ára fyrir kraftaverk í næstum átta áratugi. Til að varðveita leyndarmálið hleypir hún engum nærri sér. Þegar hún hittir Ellis Jones,fyrir tilviljun vaknar ástríða hennar til lífsins á ný. Helgarferð með foreldrum hans gæti afhjúpað leyndarmálið og Adilane þarf að taka ákvörðun sem gæti breytt lífi hennar um ókomna tíð.  

:

Viðburður

Eivör

Þann 27. febrúar kom út ný plata frá færeyska söngfluglinum Eivöru. 

Í tilefni að því ætlar hún að vera með útgáfutónleika í Gamla bíói laugardaginn 25. apríl.

Eivör mun frumflytja lögin af nýju plötunni auk þess sem áhorfendur munu fá að heyra helstu smelli frá glæsilegum ferli.

Ásamt Eivöru koma fram Mikael Blak (bassi og hljómborð), Högni Lisberg (trommur), Tróndur Bogason (hljómborð o.fl.) auk strengjaleikara.

Miðasala hefst fimmtudaginn 12. mars kl. 10 á Miði.is.  Póstlistaforsala Senu hefst daginn áður, 11. mars kl. 10. Þeir sem eru þá skráðir á viðburðapóstista Senu fá sendan tengil sem gerir þeim kleift að kaupa miða samstundis. (Takmarkað magn miða í boði í póstlistaforsölunni.)

:

Bíó

She's Funny That Way

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

Isabella (Imogen Poots) er gleðikona með þann heita draum að gerast Broadway-leikkona. Kvöld eitt - á miðri vakt - kynnist hún sviðsleikstjóranum Arnold (Owen Wilson) sem ákveður að hjálpa henni í þeim málum og býður henni stórfé fyrir að hætta í vinnunni sinni. Arnold er annars vegar giftur maður og ekki lengi að falla fyrir Isabellu. 

Hún hreppir aðalhlutverkið í nýjustu sýningu hans en setur það allt um koll, sérstaklega í ljósi þess að eiginkona Arnolds, Delta (Kathryn Hahn) leikur einnig í sýningunni ásamt fyrrum elskhuga sínum, Seth (Rhys Ifans). Tilvera Arnolds skánar heldur ekki mikið þegar Joshua (Will Forte), rithöfundur leiksýningarinnar, bætist við hóp þeirra sem sér ekki sólina fyrir Isabellu, þrátt fyrir að hann sé sjálfur í ástarsambandi við bitra sálfræðinginn hennar, Jane (Jennifer Aniston).

:

Bíó

Bakk

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

Myndinni Bakk er leikstýrt af þeim Gunnari Hanssyni og Davíð Óskari Ólafssyni. Gunnar Hansson, Víkingur Kristjánsson og Saga Garðarsdóttir fara með aðalhlutverk í myndinni en önnur helstu hlutverk eru í höndum Þorsteins Gunnarssonar, Ólafíu Hrannar Jónsdóttur, Þorsteins Bachmann, Hönnu Maríu Karlsdóttur, Hallgríms Ólafssonar, Halldóru Geirharðsdóttur og Jóhannesar Hauks Jóhannessonar.

Myndin segir frá tveimur æskuvinum sem ákveða að bakka hringinn í kringum Ísland til styrktar langveikum börnum. Faðir annars þeirra bakkaði hringinn í kringum landið árið 1981 til fjáröflunar fyrir Þroskahjálp og setti heimsmet í leiðinni. Þeir félagar ætla að slá það heimsmet og safna í leiðinni fyrir gott málefni. Hugmyndin hljómar spennandi í byrjun en fljótlega kemur í ljós að hún er ekki jafn góð og hún virtist í byrjun.

Mystery framleiðir myndina og tökumaður er Árni Filippusson.

Hafðu samband

Hringdu í okkur

591 5100

Við svörum milli 09:00 og 17:00
alla virka daga.

Sendu fyrirspurn

Til að fyrirbyggja ruslpóst:

Fréttir & tilkynningar

Allt

Gunni Þórðar - Himinn og jörð - 24.3.2015 Tónlist

Tónskáldið, gítarleikarinn og þjóðargersemin Gunnar Þórðarson varð sjötugur þann 4. janúar. Af því tilefni er komin út vegleg safnplata sem hefur að geyma öll bestu lögin á einum stað. Gunnar hóf ferilinn með Hljómum, eins og kunnt er og einn þeirra sem stofnuðu svo ofurgrúppuna Trúbrot. Hann hefur samið og útsett fjöldann allan af þekktustu lögum þjóðarinnar, en útgáfusaga Gunnars spannar um fimm hundruð lög á tugum platna í gegn um tíðina í flutningi fremstu söngvara landsins.

Meira...

Fúsi frumsýnd á föstudaginn - 24.3.2015 Kvikmyndir

Fúsi segir frá titilpersónunni Fúsa, sem er liðlega fertugur og býr einn með móður sinni. Líf hans er í afar föstum skorðum og lítið sem kemur á óvart. Hann minnir á unga sem hefur komið sér þægilega fyrir í hreiðrinu og hefur enn ekki haft kjark til að hefja sig til flugs. Þegar ung stúlka og kona á hans reki koma óvænt inn í líf hans, fer allt úr skorðum og hann þarf að takast á við ýmislegt í fyrsta sinn.

Meira...

Eddie Izzard - 21.3.2015 Viðburðir

Hinn eini sanni Eddie Izzard er væntanlegur til landsins til að skemmta Íslendingum, Eldborg Hörpu…næsta laugardag! Fyrirvarinn er enginn og áhugasamir verða að bregðast hratt við til að tryggja sér miða. Izzard gerði það að listformi að rífa kjaft og hefur átt órúlegu fylgi að fagna um allan heim síðastliðin ár.

Meira...

Nýtt og enn betra Smárabíó - 13.3.2015 Kvikmyndir

Smáralind og Sena ehf undirrituðu í dag með sér samkomulag um breytingar og endurnýjun á innviðum Smárabíós í Smáralind. Smárabíó hefur verið leiðandi á kvikmyndahúsamarkaði allt frá opnun bíósins í október 2001 og nú í vikunni verður lokið við að endurnýja öll sæti bíósins. Á næstu vikum og mánuðum verður svo ráðist í að innleiða fjölmargar spennandi nýjungar, breytingar og endurbætur.

Meira...

Eivör: Miðasalan hefst á fimmtudaginn - 10.3.2015 Viðburðir

Í tilefni af útgáfu plötunnar Bridges heldur Eivör glæsilega útgáfutónleika í Gamla bíói, laugardaginn 25. apríl, eins og áður hefur komið fram. Ásamt Eivöru koma fram þeir Mikael Blak, Högni LIsberg og Tróndur Bogason, en þeir unnu allir nýju plötuna með Eivöru, ásamt strengjaleikurum. Miðasala hefst á fimmtudaginn kl. 10 á Miði.is

 

Meira...

Halleluwah gefur út sýna fyrstu plötu - 4.3.2015 Tónlist

Tvíeykið Halleluwah gefur úr sína fyrstu plötu á morgun. Meðlimir rafsveitarinnar, sem er ný af nálinni, eru söngkonan Rakel Mjöll og fyrrum Quarashi stofnandi og takt/lagasmiður Sölvi Blöndal. Tónlistin samanstendur af ýmsum einkennum rökkurmyndahefðarinnar (film noir), gamaldags raddbeitingu í bland við R&B með myrkum rafhljómum.

Meira...

Ný plata frá Evöru komin út - 4.3.2015 Tónlist

Bridges er glæný plata frá söngkonunni og skáldinu Eivöru Pálsdóttur sem hefur sannarlega sigrað hjörtu landsmanna. Eivör hefur verið með annan fótinn hérlendis í rúman áratug og er Bridges níunda platan sem hún sendir frá sér. Sá sem elst upp í landi sem samanstendur af 18 eyjum lærir að meta brýr. Nýju lögin fjalla um andlegar brýr, tengingar, á milli fólks og staða, heimilis og fjarlægra staða.

Meira...

Chappie frumsýnd á föstudaginn - 4.3.2015 Kvikmyndir

Í nálægri framtíð fer vélvæddur lögregluher með eftirlit með glæpamönnum. Í myndinni er fólk komið með nóg af vélmennalöggum og farið að mótmæla. Þegar vélmennalöggunni Chappie er rænt og hann endurforritaður verður hann fyrsta vélmennið sem er fært um að hugsa og finna til. Í kjölfarið þykjast eyðileggjandi öfl sjá í Chappie ógn gegn mannkyninu; lögum og reglu og eira eingum til að halda ástandinu óbreyttu.

Meira...