Heimili fröken Peregrine fyrir sérkennileg börn

Heimili fröken Peregrine fyrir sérkennileg börn

Ballettinn Frankenstein

Ballettinn Frankenstein

Maður sem heitir Ove

Maður sem heitir Ove

Starwalker

Starwalker

X-Men: Apocalypse

X-Men: Apocalypse

Angry Birds

Angry Birds

Justin Bieber

Justin Bieber


Nýtt frá Senu

:

Bíó

A Hologram for the King

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt
 • Kauphlekkur HO00000481

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000481

Lífið hefur ekki leikið við bandaríska viðskipamanninn Alan Clay (Tom Hanks) en hann hyggst snúa við blaðinu og ferðast til Saudi Arabíu til að fá ríkan þjóðhöfðingja til að kaupa hugmyndina sína.

:

Bíó

Bastille Day

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Allt
 • Kauphlekkur HO00000502

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000502

Michael er bandarískur smáþjófur sem býr í París. Nýjasti ránsfengur hans reynist vera eitthvað allt annað en hann bjóst við og hann dregst inn í baráttu bandarísku leyniþjónustunnar gegn hryðjuverkum. Hann kemst í slagtog við lögreglumanninn Briar sem, gegn fyrirskipunum yfirmanna sinna, fær Michael til að hjálpa sér að uppræta málið.

:

Bíó

Ratchet and Clank

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt
 • Kauphlekkur HO00000473

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000473

Kvikmyndin Ratchet og Clank er byggð á hinum geysivinsæla samnefnda tölvuleik sem kom fyrst út árið 2002. Félagarnir Ratchet og Clank þurfa nú að stöðva hinn illa Drek frá því að eyðileggja plánetur í Solana-vetrarbrautinni. Þeir ganga til liðs við hóp litríkra og skemmtilegra persóna sem kallar sig Alheimsverðina. Saman keppast þau við að bjarga sólkerfinu á sama tíma og það reynir á vináttu þeirra. Ratchet og Clank þurfa að skoða hvað það merkir að vera hetja og hvað það þýðir að vera hugrakkur og trúr sjálfum sér. 

Landslið íslenskra grínara koma að talsetningunni, en þar má meðal annars nefna Steinda Jr., Ara Eldjárn, Sölku Sól, Pétur Jóhann Sigfússon, Andra Frey Viðarsson, Sögu Garðars, Sverri Bergmann, Dóra DNA, Auðun Blöndal, Ólaf Darra, Loga Bergmann, Ólaf Þór Jóelsson, o.fl.

Myndin er sýnd bæði í 3D og 2D á íslensku, og með ensku tali kl. 20:00 í 2D

:

Heimaaíó

The Night Before

Sena - Vörueigindi

 • Kauphlekkur HO00000406

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000406

Æskuvinirnir Ethan (Joseph Gordon-Levitt), Isaac (Seth Rogen) og Chris (Anthony Mackie) hafa í fjórtán ár hist árlega á aðfangadagskvöld. Ólifnaður, svall, gleði og glaumur hafa einkennt þessa endurfundi. En nú þegar drengirnir eru að fullorðnast virðist hefðin vera að leggjast af. Síðasta aðfangadagskvöldið sem þeir eyða saman verður því að vera eins eftirminnilegt og mögulegt er!

The Night Before er bráðfyndin mynd, ekki síst fyrir þá sem kunna að meta svartan ádeiluhúmor. Ethan, Isaac og Chris ákveða að nota sinn síðasta aðfangadag saman til að kanna hinar ýmsu jólahefðir mismunandi hópa og finna bestu jólasamkomuna. Sú leit á eftir að leiða þá í hinar margvíslegustu aðstæður sem sannarlega verða ekki allar til eftirbreytni.

12

:

Tölvuleikir

Ratchet and Clank

Spilaðu leikinn sem er byggður á kvikmyndinni sem er byggð á leiknum.

:

Bíó

The Huntsman Winter's War

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt
 • Kauphlekkur HO00000480

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000480

Eftir að ísdrottningin Freya varð fyrir óbætanlegum persónulegum skaða flutti hún úr höll systur sinnar Ravennu og stofnaði sitt eigið ríki hátt upp til fjalla. Þar kom hún sér upp öflugum her og nú er komið að því að snúa aftur á heimaslóðirnar og nota hann. Hér er á ferðinni framhald myndarinnar Snow White and the Huntsman og að þessu sinni reyna tvær illar systur að taka yfir landið. Veiðimaðurinn Eric (sem aðstoðaði Mjallhvíti við að sigra Ravennu drottningu) og forboðna ástkona hans, Sara, gera tilraun til að stöðva landtöku systranna. 

:

Bíó

The Boss

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt
 • Kauphlekkur HO00000470

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000470

Melissa McCarthy (Bridesmaids, The Heat, Tammy) leikur aðalhlutverkið í The Boss; viðskiptajöfur sem lendir í fangelsi eftir að upp kemst um innherjasvik. Þegar hún sleppur út hyggst hún skapar hún sér nýja ímynd og verður umsvifalaust eftirlæti flestra ... en það eru ekki allir svo fljótir að grafa og gleyma og fyrirgefa henni það að hafa valtað yfir sig í fortíðinni. Ásamt McCarthy leika í myndinni stórstjörnur á borð við Kristen Bell, Peter Dinklage og Kathy Bates.

:

Tölvuleikir

Dark Souls 3

Dark Souls 3

:

Bíó

Hardcore Henry

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt
 • Kauphlekkur HO00000479

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000479

Hardcore Henry er fyrstupersónuspennumynd séð út frá sjónarhóli aðalpersónunnar, karlmanns sem vakinn er upp frá dauðum og þjáist af minnisleysi í kjölfarið. Hann þarf að komast að þvi hver hann er og bjarga eiginkonu sinni frá herforingja sem hefur illt í hyggju.

:

Bíó

Maður sem heitir Ove

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt
 • Kauphlekkur HO00000471

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000471

Ove er 59 ára, hann er geðstirði maðurinn í hverfinu sem nokkrum árum fyrr var steypt af stóli sem formanni götufélagsins. Honum er alveg sama og heldur áfram að stjórna hverfinu harðri hendi. Þegar Parvaneh, sem er ólétt, og fjölskyldan hennar flytja í húsið á móti Ove og bakka á póstkassann hans fyrir slysni taka að myndast vinabönd, alveg óvænt. Maður sem heitir Ove er dramatísk gamanmynd um óvænta vináttu, ástina og mikilvægi þess að umkringja sig með réttu verkfærunum.

Myndin er byggð á samnefndri metsölubók eftir sænska rithöfundinn Fredrik Backman sem naut mikilla vinsælda hér á landi.

:

Tónlist

Starwalker

Fyrsta plata Starwalker, sem nefnist einfaldlega Starwalker, kom út um allan heim á vegum Senu föstudaginn 1. apríl. Breiðskífan mun fylgja tóninum sem fyrsta stuttskífan,  ‘Losers Can Win' setti árið 2014. Þar kynnti hljómsveitin til leiks draumkennt, stjörnuskotið elektrópopp. Tveir tónlistamenn frá tveimur löndum harmonera í súpergrúppunni Starwalker sem skipuð er frönsku tónlistargoðsögninni Jean-Benoit Dunckel (Air, Tomorrow's World, Darkel) og Barða Jóhannssyni (Bang Gang, Lady & Bird) sem allir Íslendingar þekkja. Saman skapa þeir hina stórkostlegu tónlist Starwalker sem er hrífandi og kenjótt á sama tíma.


"Starwalker er kominn til að kveða burt mánudagsleiðann."- Billboard

 

Í laginu ‘Everybody's Got Their Own Way' er seiðandi melódía, sólarskotið með björtum hljómum, grípandi og heltekur hlustandann með viðlaginu. Vísindaskáldsöguleg hljóðmynd með vélrænum söng sem breytist svo í frjálslegt viðlag. Lagið er yfirgripsmikið og stemningin tjáir stjarneygða undrun. Frá glaðværum og sykurhúðuðum laglínunum og meistaralegu viðlaginu stafar sælurík bjartsýni yfir staðfastan taktinn, hefst eins og hefðbundið popplag en lýkur með skerandi og sargandi synthum.


"Platan Starwalker sýnir okkur hvað gerist þegar gamalreyndir og skapandi listamenn á borð við Dunckel og Jóhannsson leggja egó sín til hliðar og kukla saman í þágu listarinnar."

- Consequence of Sound


‘Starwalker' forðast að festast í sama gírnum of lengi, eins og lögin fjögur sem þegar eru komin út eru til vitnis um. Um er að ræða sérstaklega litríka plötu þar sem finna má lagasmíðar all frá anda Beach House eins og í ‘Losers Can Win' til lagsins ‘Le Président' sem er byggt í kringum óhugnanlegan óminn af “you will remember me”. Líkt og Stereolab um miðbik ferilsins hvikar Starwalker hvergi frá glaðværð og leikgleði í laglínum sínum, en alltaf með evrópska margræðni að vopni, eins og heyra má til dæmis í laginu ‘Bad Weather. 


Tvíeykið hefur samið plötu sem er í senn draumkennd, dulúðleg, dýrðleg og jákvæð. Hún minnir okkur á að lífið getur verið gleðiríkt og tónlist glettin og gáskaleg. Platan spannar allan tilfinningaskalann en er í grunninn björt og á tíðum glettin. Bæði lífið og tónlistin geta verið erfið og ögrandi en þurfa þó ekki að vera þungbær. Sveitin hefur fengið frábærar viðtökur út um allan heim og keppast stærstu tónlistarmiðlar heims um að skrifa um sveitina.


Aðrir dómar:

"Að hlusta á Starwalker er eins og að hlera heimsins svölustu kokteilveislu ... Jean-Benoît Dunckel og Barði Jóhannsson taka hin kæruleysislega svalleika skrefinu lengra ..."– MTV Iggy


“elektrónískt súper-dúó” – SPIN


“It's synthy, spacey and very, very chill.” – Noisey


“the pristine sonic molasses serves as a background for resigned reflections on life, fate, and free will…languid space jam.” – Stereogum


“Sit back, push play, and find your bliss.”– Under The Radar

 “sonically poetry work that takes you places you wish you could go to…” – Huffington Post, A-Sides

:

Heimabíó

Bridge of Spies

Sena - Vörueigindi

 • Kauphlekkur HO00000384

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000384

Gæðaspennumynd í leikstjórn Stevens Spielberg, skrifuð af Matt Charman og Ethan Coen og Joel Coen.Í aðalhlutverkum eru engir aðrir en Tom Hanks, Mark Rylance, Amy Ryan og Alan Alda. Myndin byggir á U-2 atvikinu sem gerðist árið 1960. 

Bandarískur lögfræðingur er ráðinn af CIA á tímum Kalda stríðsins til að hjálpa til við að bjarga flugmanni sem er í haldi í Sovétríkjunum. 

Myndin hefur hlotið frábæra dóma, og er af mörgum talin eiga Óskarsverðlaunatilnefningu í vændum!


"Tom Hanks og Mark Rylance eru algjörlega magnaðir í stórkostlegum kaldastríðstrylli Stevens Spielberg!"

 • - The Guardian

“Ríkuleg skemmtun”

 • - The Telegraph

“… Dásamlega skuggaleg njósnaflétta!”

 • - Variety

“… Pottþétt Óskarstilnefning!”

 • - Deadline

“Spielberg heldur lesendum á ystu nöf með fléttu sem heldur áfram að þykkna fram í blálokin!”

 • - Indiewire

12

:

Viðburðir

Chris Cornell

UPPSELT! 

TÓNLEIKARNIR ERU UM 2 TÍMAR. 

ENGIN UPPHITUN OG EKKERT HLÉ.


Söngvarinn og lagahöfundurinn margrómaði, Chris Cornell, flytur tónlist af öllum ferlinum og nýju plötunni sinni, Higher Truth, í Eldborgarsal Hörpu þann 23. mars 2016. Cornell hefur tónleikaferðalag um Evrópu hér á Íslandi síðasta virka dag fyrir páska, þar sem hann fylgir eftir tónleikaferðalagi sínu um gervöll Bandaríkin sem naut gríðarlegra vinsælda.  Um er að ræða órafmagnaða sólo tónleika og er óhætt að lofa ógleymanlegri kvöldstund. 

Nýja platan hefur fengið afbragðsviðtökur en tónlistartímaritið Metro sagði Higher Truth vera "nístandi áhrifaríka" og Kerrang! Magazine fullyrti að væri besta platan" sem Cornell hefur sent frá sér í 15 ár!"

Chris Cornell er einn af upphafsmönnum og hugmyndasmiðum grunge-hreyfingarinnar á tíunda áratugnum og það er óhætt að fullyrða að rödd hans sé ein sú þekktasta í rokksögunni. Hann hefur náð eyrum heimsbyggðarinnar með ódauðlegum hljómsveitum á borð við Soundgarden, Audioslave og Temple of the Dog og hefur hann með þeim og sem sóló söngvari selt meira en 30 milljónir platna, auk þess sem hann hefur unnið til fjölmargra Grammy verðlauna og verið tilnefndur til Golden Globe verðlauna sem söngvari, lagahöfundur, textasmiður og gítarleikari margoft síðustu þrjátíu ár. 

:

Bíó

Kung Fu Panda 3

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt
 • Kauphlekkur HO00000397

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000397

Þriðja myndin um Kung fu pönduna Pó og félaga hans hefur hlotið afbragðsdóma líkt og fyrri myndirnar tvær. 

Í myndinni segir frá því þegar  löngu týndur faðir Pós birtist skyndilega, en pandan okkar hefur um langa hríð leitað raunverulegs föður síns um Kína þvert og endilangt. Það verða fagnaðarfundir þegar feðgarnir hittast og Pó fer með pabba sínum til æskustöðvanna, sem er nokkurs konar leynileg pöndu paradís. Þar hitta þeir alla ættingjana og allskonar skemmtilegar pöndur sem vita fátt betra en að hafa það gott og borða. 

En hættan er einnig handan við hornið og þegar hinn yfirnáttúrulegi þorpari Kai byrjar að herja á alla kung fu meistara í Kína, þá þarf Pó að gera hið ómögulega: að þjálfa þorp fullt af öðrum pöndum til að verða kung fu pönduher.

Kung Fu Panda 3 er sýnd í tvívídd og þrívídd og bæði með íslensku og ensku tali. 

Íslensk talsetning er í höndum þeira Hjálmars Hjálmarssonar, Jóhanns Sigurðssonar, Arnars Jónssonar, Eddu B. Eyjólfsdóttur, Hilmis Snæs Guðnasonar, Valdimars Arnar Flygering, Björns Thorarensen, Estherar Thalíu Casey, o.fl. Leikstjóri er Rósa Guðný Þórsdóttir. 

:

Tölvuleikir

EA Sports UFC 2

Ótrúlega raunverulegur leikur sem inniheldur alla helstu bardagakappa UFC keppninnar. Grafíkin hefur tekið miklum breytingum og hafa EA Sports menn náð að endurskapa útlit og hreyfingar bardagakappanna sem skilar sér í raunverulegri spilun. Þetta er draumapakkinn fyrir bæði UFC aðdáendur og þá sem fíla góða slagsmálaleiki, en hann inniheldur meðal annars 5 nýja spilunarmöguleika, endurgert „career mode“, nýja netspilunarmöguleika og UFC Ultimate Team.

:

Viðburðir

Jimmy Carr í Hörpu

Jimmy Carr er breskur uppistandari, sjónvarpsmaður og leikari sem er þekktastur fyrir óviðjafnanlegan hlátur, hárfínan, kolsvartan húmor og vafasama brandara. Í síðustu ferð sinni til Íslands seldist upp á fjórar sýningar Carrs á örskotsstundu, mun færru komust að en vildu og áhorfendur lágu bókstaflega í hláturkrampa undir uppistandinu.   

Jimmy  hefur verið lýst sem mesta vinnuþjarknum í uppistandsbransanum. Sem er, þegar maður horfist í augu við staðreyndir, ekkert stórkostlegt afrek. Það er svolítið eins og að vera “hávaxnasti dvergurinn” eða “Heilbrigðasti Glasgowbúinn”. Sem sagt, ekkert frábært. 

Nú ætlar Carr að kæta Íslendinga með brakandi ferskum bröndurum í glænýrri sýningu: Funny Business.

Að þessu sinni stígur hann á svið í Eldborgarsal Hörpu sunnudaginn 6. mars. 

Jimmy verður einnig með sýningu í Hofi, Akureyri

Veldu rétta svarið:

Sýningin verður:

a)      Stútfull af bröndurum
b)      Ruddaleg og móðgandi*
c)       Frábær kvöldstund
d)      Frá 6.990 kr. miðinn.**

Ef þú valdir a) b) c) eða d) þá var það rétt!

* Ef þú ert mjög móðgunargjarn. Ekki vera fífl. 
** Sýningin er alls ekki við hæfi þeirra sem ekki hafa keypt miða.

Miðasala er hafin á Tix.is

Væntanlegt frá Senu

:

Tölvuleikir

Battleborn

Battleborn er næstu kynslóðar skotleikur þar sem hetjur eru í aðalhlutverki en leikurinn er gerður af þeim sömu og gerðu hina margverðlaunuðu Borderlands leiki.

Allt er að fara á versta veg í heimi Battleborn sem gerist í mjög fjarlægri framtíð. Eina von heimsins er ný tegund hermanna sem verða að leggja ágreiningsmál sín til hliðar og sameinast til að stöðva ástandið. Leikmenn geta valið úr haug af öflugum hetjum og barist við hlið vina sinna í einhverjum harðasta co-op söguþræði sem sést hefur, eða barist gegn þeim í fullkominni netspilun.

:

Tónlist

Eurovision Song Contest: Stockholm 2016

Öll lögin í Eurovision keppninni þetta árið.

:

Tónlist

1;

Fyrsta plata Thorsteins Einarssonar. Inniheldur m.a. lögin Leya og Kryptonite.

:

Bíó

Flóðbylgjan

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

(Bølgen)

Í Noregi eru fleiri en 300 staðir á skrá staða þar sem mikil hætta er á skriðum úr fjöllum. Fjöldi fólks dó í byrjun 20. aldarinnar vegna aurskriða sem féllu í sjóinn og ullu stórum flóðbylgjum.

Einn af þessum áhættustöðum eru nálægt bænum Geiranger sem stendur við Åkneset fjallið. Þar býr jarðfræðingurinn Kristian ásamt fjölskyldu sinni. Kristian er við það að taka við nýju starfi í olíuiðnaðinum en á bágt með að slíta sig frá Åkneset fjallinu sem hann hafði unnið við fram að þessu. Síðasta vinnudaginn hans við mælingar í Åkneset tekur hann eftir mælingum sem benda til þess að milljónir rúmmetra af grjóti gætu fallið í sjóinn hvað á hverju og myndað stærstu flóðbylgju í sögu Noregs. Hinir vísindamennirnir vísa þessari kenningu Kristjans á bug og telja allt vera með feldu þar til mælingarnar breytast skyndilega og þeir hafa aðeins örfáar mínútur til að rýma bæinn.

Kristian þarf að vara bæinn við og koma fjölskyldu sinni í skjól áður en það verður um seinan. Talið er að flóðbylgjan verði yfir 80 metra há og eyðileggi allt sem verður í vegi fyrir henni.

12

:

Tónlist

Fyrir ferðalagið

Frábær þreföld safnplata fyrir ferðalagið.

Plata 1

1. Helgi Björnsson / Ég fer á Land Rover frá Mývatni á Kópasker
2. Kaleo / Automobile
3. Hjálmar / Það sýnir sig

4. Jet Black Joe / I Know
5. Björgvin Halldórsson og Sigríður Beinteinsdóttir / Tætum og tryllum
6. Sálin hans Jóns míns / Sódóma 
7. Stjórnin / Ég lifi í voninni

8. Mannakorn / Braggablús

9. Egó / Fjöllin hafa vakað
10. Karl Örvarsson / 1700 vindstig
11. Todmobile / Pöddulagið

12. Fjörefni / Dansað á dekki

13. Bítlavinafélagið / Danska lagið

14. Stefán Hilmarsson og Eyjólfur Kristjánsson / Draumur um Nínu
15. Ríó tríó / Eina nótt

16. Hljómsveit Ingimars Eydal / Litla sæta ljúfan góða
17. Elly Vilhjálms / Ég vil fara upp sveit
18. Þú og ég / Í útilegu
19. Írafár / Stórir hringir
20. Vormenn Íslands /  Átján rauðar rósir

Plata 2

1. Dikta /  We'll Meet Again
2. Jón Jónsson / Gefðu allt sem þú átt
3. Bragi Valdimar & Memfismafían / Karnivalía
4. Nýdönsk / Frelsið
5. Hljómar / Bláu augun þín
6. Pálmi Gunnarsson / Þorparinn
7. Bubbi / Fallegur dagur
8. Sálin hans Jóns míns / Hjá þér
9. Selma / All Out Of Luck
10. Skítamórall / Fljúgum áfram
11. Björgvin Halldórsson og Ragnhildur Gísladóttir / Eina ósk
12. Þorgeir Ástvaldsson / Á puttanum
13. Stuðmenn / Betrí tíð
14.Brimkló / Þjóðvegurinn

15. Dátar / Gvendur á eyrinni
16. Hljómsveit Ingimars Eydal / Í sól og sumaryl
17. Ragnar Bjarnason / Komdu í kvöld
18. Elly Vilhjálms / Vegir liggja til allra átta
19. Haukur Morthens / Hæ Mambó
20.Hljómsveit Þorsteins Guðmundssonar / Ó, María mig langar heim

Plata 3 

1. Baggalútur / Kósíkvöld í kvöld
2. Stuðmenn / Popplag í G-dúr
3. SSSól / Vertu þú sjálfur
4. Bubbi / Aldrei fór ég suður
5. Nýdönsk / Alelda
6.Trúbrot / Ég veit þú kemur

7. Hljómar / Sveitapiltsins draumur
8.Vilhjálmur Vilhjálmsson / Lítill drengur

9. Logar / Minning um mann

10. GCD / Mýrdalssandur
11. Birgitta / Open Your Heart

12. HLH flokkurinn / Í útvarpinu heyrði ég lag
13. Land og synir /  Von mín er sú
14. Hera / Stúlkan sem starir á hafið
15. Sumargleðin / Prins póló
16. Sigurður Dagbjartsson / Rabarbara Rúna
17. Dúmbó og Steini / Frækorn og flugur
18. Bjartmar Guðlaugsson / Týnda kynslóðin

19. Greifarnir / Draumadrottningin
20. Björgvin Halldórsson / Gullvagninn


:

Tónlist

Lemonade

Sjötta plata Beyonce.

:

Bíó

Neighbors 2: Sorority Rising

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt
 • Kauphlekkur HO00000482

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000482

Þegar systrafélag háskólanema flytur inn við hliðina á Mac (Seth Rogen) og Kelly (Rose Byrne) komast þau að því að stelpunum fylgir enn meira svall og sukk en strákunum sem bjuggu þar á undan. Parið neyðist því til að leita til fyrrum óvinar síns, Teddy (Zac Efron), og fá aðstoð.

12

:

Tölvuleikir

Uncharted IV: A Thief's End

Uncharted 4: A Thief‘s End gerist þremur árum eftir atburði Uncharted 3: Drake‘s Deception. Nathan Drake er sestur í helgan stein og farinn að lifa hinu ljúfa lífi. En ekki líður á löngu þar til örlögin grípa í taumana og rífa Drake aftur á braut ævintýranna. Ástæðan er einföld; bróðir Nathan Drake dettur inn á radarinn og þarf hjálp við að halda lífi, auk þess sem hann er með uppi í erminni tilboð um ný ævintýri. Tilboð sem Nathan Drake getur ekki hafnað. Í þessum fjórða leik seríunnar fara bræðurnir Nathan og Sam í ævintýraför þar sem markmiðið er að finna týndan fjársjóð sem tilheyrði sjóræningjanum Henry Avery. Ferð þessi dregur bræðurna víðsvegar um heiminn, í gegnum skóglendi, stórborgir og snævi þakkta fjallstinda. Grafíkin í leiknum er einstök, en auk þess skartar leikurinn einum dýpsta söguþræði sem sést hefur í tölvuleik og fullkominni netspilun.

:

Heimabíó

Victor Frankenstein

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

Victor Frankenstein.

:

Bíó

Eddie the Eagle

Sagan af fyrsta skíðastökkvara Bretlands sem tók þátt í Vetrarólympíuleikunum. Í myndinni er sagt af stórkostlegum afrekum Michael Edwards, sem er betur þekktur sem "Eddie the Eagle", þekktasta skíðakappa Englandssögunnar. Stórkostleg saga um mannsandann og staðfestu andspænis erfiðum og nánast óyfirstíganlegum áskorunum. http://usat.ly/1YdsDFa

:

Heimabíó

Goosebumps

Unglingurinn Zach Cooper (Dylan Minnette) dettur í lukkupottinn þegar hann hittir fallega stúlku sem heitir Hannah (Odeya Rush), en það vill svo skemmtilega til að hún býr í næsta húsi. Það skyggir nokkuð á gleðina þegar Zach kemst að því að Hannah á dularfullan pappa sem reynist vera R. L. Stine (Jack Black), höfundur metsölubókaflokksins Gæsahúð. Það kemur smám saman í ljós hvers vegna Stine er svona undarlegur ... hann er fangi eigin ímyndunarafls. Skrímslin úr bókum hans eru raunveruleg og Stine verndar lesendur sína með því að halda þeim föngnum á blaðsíðum bóka sinna. Þegar Sach leysir óvart skrímslin úr böndum handritanna byrja þau að ásækja bæinn. Það er undir Stine, Sach og Hannah komið að senda þau aftur til síns heima, inn í bækurnar á ný. 

Þess má geta að meira en 400 milljón bóka úr Gæsahúðarbókaflokknum hafa selst um allan heim. Þær hafa verið þýddar á 32 tungumál frá því fyrsta bókin kom út árið 1992 og er R.L. Stine einn af söluhæstu barnabókahöfundum sögunnar.  

9

:

Tónlist

Moods of Iceland

Friðrik Karlsson með hugljúfa plötu sem inniheldur lög sem íslendingum eru að góðu kunn.


Lagalistinn:

1 Ísland er land þitt

2 Vegir liggja til allra átta

3 Vikivaki

4 Kvöldsigling

5 Í fjarlægð

6 Hvert örstutt spor

7 Augun þín

8 Dagný

9 Sveitin milli sanda

10 Í bljúgri bæn

11 Vögguvísa

12 Ástarsæla

13 Skýið 

14 Þitt fyrsta bros

15 Lítill drengur

16 Söknuður

17 Sofðu unga ástin mín


Söngvarar eru Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Sesselja Magnúsdóttir og Þórunn Lárusdóttir.

:

Bíó

The Angry Birds Movie

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

Kvikmyndin um fiðurféð ergilega sem gerði garðinn frægan í tölvuleiknum Angry Birds er væntanleg í maí og fá áhorfendur þá loksins að vita hvers vegna fuglarnir eru alltaf svona reiðir!

Á ósnortinni eyju úti á hafi hafast við ófleygir fuglar. Fuglarnir eru hamingjusamir í paradís sinni og vita ekkert af umheiminum handan hafsins. Dagarnir eru áhyggjulausir og fuglarnir eyða þeim í að hugsa um eggin sín í rólegheitunum. Aðalsögupersónur myndarinnar, Red, Chuck og Bomb, eru furðufuglarnir í hópnum. Red hefur verið skikkaður til að sækja skapofsameðferð þar sem hann á til að rjúka upp í skapinu, Chuck er ofvirkur, hreyfir sig hratt og er með sífellda munnræpu en Bomb þjáist af sjaldgæfum sjúkdómi sem veldur því að hann springur öðru hverju og verður því að búa í sprengjubyrgi.

Lífið leikur við fuglana þar til dag einn, þegar undarlegir grænir grísir flytja á eyjuna. Grísirnir eru fyndnir og skemmtilegir og vingast fljótlega við fuglana. Fuglinn Red grunar þó grísina um gæsku og kemur það á hlut utangarðsfuglanna þriggja að komast að því hvað sé í vændum.

L

:

Bíó

Where to Invade Next

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

Michael Moore ferðast til Evrópu og Afríku til að skoða hvað Bandaríkin geta lært af þeim. Hann gerir glettnar tilraunir til að "hertaka" góðar hugmyndir annarra þjóða og kíkir meðal annars til Íslands þar sem konur er oftar að finna í stjórnunarstöðum, bæði innan ríkis og sjálfstæðra fyrirtækja, en í mörgum öðrum löndum. Hann skoðar orlof í Ítalíu, skólamötuneyti í Frakklandi, iðnaðarstefna Þýskalands, fangelsismálakerfi Noregs og kvenréttindastefnu Túnis. Á ferðalagi sínu kemst Michael Moore að því að Bandaríkin hefðu gott af því að tileinka sér sitt hvað af siðum og stefnum annarra þjóða. 

:

Bíó

Frankenstein

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt
 • Kauphlekkur HO00000422

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000422

Um er að ræða heimsfrumsýningu á nýjum ballett í fullri lengd eftir Liam Scarlett á Covent Garden aðalsviðinu. Ballettinn byggir á gotnesku meistaraverki Mary Wollstonecraft Shelley og fjallar um svik, forvitni, líf, dauða og, síðast en ekki síst, ást. Í ballettinum rannsakar Scarlett hið mannlega eðli og þörf mannsins til að öðlast viðurkenningu í samfélaginu. Sagan af skrímslinu sem dr. Frankenstein skapaði kom út árið 1818 og hefur orðið að mikilvægum parti heimsbókmenntasögunnar síðan þá. Skapari skrímslisins yfirgefur það snemma í sögunni. Upplifun skrímslisins á umheiminum, nýfætt og yfirgefið, hefur mörgum þótt áhugavert efni í listsköpun en Liam Scarlett er einmitt einn þeirra.

Liam Scarlett hefur verið listamaður í vinnustofudvöl Hins Konunglega Balletts og valdi hann verk Mary Shelley til að setja upp ásamt tónskáldinu Lowell Liebermann. Tónlist Liebermanns er frumsamin aðeins fyrir þetta verk og verður frumflutt í sýningunni.

Danshöfundur: Liam Scarlett

Tónlist: Lowell Liebermann

Hönnuður: John Macfarlane

Ljósahönnun: David Finn


:

Bíó

X-Men: Apocalypse

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

Frá dögun siðmenningar hefur fólk álitið hann og tilbeðið sem guð. Hinn stökkbreytti Apocalypse er talinn fyrsti stökkbreytti einstaklingurinn í X-Men seríu Marvel og jafnframt sá öflugasti. Hann hefur þann eiginleika að geta safnað kröftum annarra stökkbreyttra manna og er nú bæði ódauðlegur og ósigrandi.

X-Men: Apocalypse tekur þráðinn upp á sjöunda áratugnum, tíu árum eftir að myndinni X-Men: Days of Future Past lýkur. Prófessor X, Magneto og Mystique hafa ekki séð hvort annað síðan þá en leiðir þeirra liggja saman á ný þegar hinn forni Apocalypse vaknar eftir að hafa legið úr dvala í þúsundir ára. Hann sækist eftir því að fá Storm, Angel, Psylocke og Magneto til liðs við sig til að gegna hlutverki hinna fjögurra reiðmanna heimsendans, sem er vísun í Biblíuna. Apocalypse ætlar sér að endurbyggja núverandi heim og hreinsa mannkynið. Örlög jarðarinnar eru í höndum Mystique og Prófessor X sem, ásamt hópi af ungu stökkbreyttu fólki, þurfa að stöðva hreinsunina og bjarga mannkyninu frá tortímingu.  

:

Tölvuleikir

Overwatch

Overwatch er fyrstupersónu-skotleikur sem spilast á netinu. Hann er gerður af Blizzard Entertainment sem eru þekktastir fyrir leiki á borð við Diablo, World of Warcraft og fleiri.

Leikurinn leggur áherslu á co-op spilun í gegnum netið og geta leikmenn valið um fjölmargar hetjur til að spila sem. Hver hetja hefur sína krafta, vopn og persónuleika. Leikmenn spila í gegnum netið í tveimur sex manna liðum og þarf hver að velja sína hetju og halda þannig í bardagann. Leikurinn skartar fjölmörgum mismunandi spilunarmöguleikum og fjóra mismunandi flokka hetja (Offense, Defense, Tank, Support).

:

Tölvuleikir

Mirror's Edge Catalyst

Hér fara leikmenn í fótspor Faith, Parkour meistara sem berst fyrir frelsi í Glerborginni. En Glerborgin er hátækni borg sem lumar á hryllilegu leyndarmáli. Hér fá leikmenn tækifæri til að skoða borgina frá öllum hliðum eða allt frá húsþökum háhýsa niður í holræsin sem liggja undir borginni. Borgin er hrikalega stór og geta leikmenn ferðast um hana frjálst. Leikurinn keyrir í gegnum fyrstupersónu-sjónarhorn og þurfa leikmenn að læra á umhverfið til að ná árangri. Mirror‘s Edge er einn af fáum fyrstu persónu hasarleikjum sem eru á markaðnum.

:

Bíó

The Nice Guys

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

Einkaspæjari sem rannsakar meint sjálfsvíg klámstjörnu á áttunda áratugnum í Los Angeles og flettir ofan af samsæri.

:

Bíó

Warcraft

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

Epísk saga byggð á samnefndum tölvuleik.

Friður hefur ríkt í heimi Azeroth til þessa en nú er samfélagið á barmi stríðs. Orkar hafa þurft að flýja heim sinn og reyna nú að setjast að í Azeroth. Þegar gáttin opnast milli heimanna tveggja mun annar heimurinn líða tortímingu en hinn algjöra gereyðingu. Við fylgjumst með tveimur hetjum, hvor frá sínum heimi, berjast fyrir örlögum fjölskyldu sinnar, þjóðum sínum og heimkynnum sínum. 

:

Bíó

Money Monster

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

Lee Gates (George Clooney) er íburðamikill sjónvarpsmaður sem heldur úti vinsælum sjónvarpsþætti um fjármál ásamt framleiðanda sínum, Patty Fenn (Julia Roberts). Eftir að Gates fjallar um verðbréf sem síðar hrynur á dularfullan hátt ræðst reiður fjárfestir inn í upptökustúdíó þáttarins og tekur Gate, Fenn og framleiðsluteymi þáttarins í gíslingu og sjónvarpar því í beinni útsendingu. Gíslarnir þurfa að halda sér á lífi á sama tíma og þau afhjúpa þær stóru lygar sem leynast á verðbréfamarkaðinum. 

:

Bíó

Teenage Mutant Ninja Turtles: Out of the Shadows

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Allt

Skjaldbökurnar snúa aftur til að bjarga borginni undan yfirvofandi hættu.

:

Bíó

Florence Foster Jenkins

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

Myndin segir sögu Florence Foster Jenkins, hefðarfrú frá New York sem dreymir um að verða óperusöngkona þrátt fyrir skelfilega söngrödd hennar.

:

Tónlist

Kaleo

Önnur plata Kaleo.  Hún inniheldur m.a. innihalda smellina "All The Pretty Girls", "Way Down We Go", "No Good" og "I Can't Go On Without You".  Einnig inniheldur hún 4 lög af fyrri plötunni.


1. No Good

2. Way Down We Go

3. Broken Bones

4. Glass House

5. Hot Blood

6. All The Pretty Girls

7. Automobile

8. Vor í Vaglaskógi

9. Save Yourself

10. I Can't Go On Without You


Hafðu samband

Hringdu í okkur

591 5100

Við svörum milli 09:00 og 17:00
alla virka daga.

Sendu fyrirspurn

Til að fyrirbyggja ruslpóst:

Fréttir & tilkynningar

Allt

Framhaldsmyndir Avatar verða fjórar - 15.4.2016 Kvikmyndir

Sagan sem James Cameron vildi segja komst ekki fyrir í þremur myndum og var því ákveðið að bæta við annarri Avatar-mynd! Við fáum að sjá meira af plánetunni Pandóru árin 2018, 2020, 2022 og 2023.

Meira...

Fyrsta plata Starwalker kemur út 1 . apríl - 30.3.2016 Tónlist

Starwalker kemur út föstudaginn 1. apríl. Jean-Benoit Dunckel og Barði Jóhannsson eru mennirnir á bak við súpergrúppuna samnefnda hljómsveitinni. Tvíeykið hefur samið plötu sem er í senn draumkennd, dulúðleg, dýrðleg og jákvæð. Hún minnir okkur á að lífið getur verið gleðiríkt og tónlist glettin og gáskaleg.

Meira...

Maður sem heitir Ove er frumsýnd á föstudaginn - 29.3.2016 Kvikmyndir

Maður sem heitir Ove byggir á samnefndri metsölubók sem seldist í yfir 10.000 eintökum á Íslandi. Því ættu margir Íslendingar að kannast við fýlupúkann Ove. Ove er 59 ára gamall náungi sem við fyrstu kynni virðist frekar þurr á manninn og leiðinlegur ...

Meira...

Páskaleikur Smárabíós á Snapchat - 21.3.2016 Kvikmyndir

Langar þig að vinna bíómiða, Kung Fu Panda 3 plakat, Kung Fu Panda 1 og 2 á DVD, Fifa16 PS4 tölvuleik eða Minecraft tölvuleik fyrir PS4? Taktu þá þátt í Snapchat leik Smárabíós sem verður í gangi alla páskana!  Leikurinn stendur yfir alla páskana og við drögum úr þriðjudaginn 29 mars. 

Meira...

Tilboð á barnasýningar í Smárabíói og Háskólabíói - 18.3.2016 Kvikmyndir

Í næstu viku verður hægt að bregða sér í bíó allan daginn, því Smárabíó og Háskólabíó verða opin frá klukkan 12:30 frá 21. mars til 25. mars. Af því tilefni ætlum við að bjóða upp á tilboð á fyrstu sýningum dagsins á barnamyndum þar sem miðaverðið verður 790 kr. fyrir börn og fullorðna í Smárabíói og á allar Kung Fu Panda 3 sýningar í Háskólabíói. 

Meira...

Smárabíó á Snapchat! - 16.3.2016 Kvikmyndir

Smárabíó er komið á Snapchat! Fylgstu með okkur og þú gætir unnið miða á nýjustu myndirnar, kíkt á bak við tjöldin, skoðað lífið á forsýningum og hlegið með okkur starfsfólkinu í bíóinu (og kannski ekki síst að okkur ...) Finndu okkur á Snapchat, við hlökkum til að sjá þig! 

Meira...

Kung Fu Panda 3 er frumsýnd á föstudaginn - 15.3.2016 Kvikmyndir

Í myndinni segir frá því þegar  löngu týndur faðir Pós birtist skyndilega, en pandan okkar hefur um langa hríð leitað raunverulegs föður síns um Kína þvert og endilangt. Það verða fagnaðarfundir þegar feðgarnir hittast og Pó fer með pabba sínum til æskustöðvanna, sem er nokkurs konar leynileg pönduparadís.

Meira...

Reykjavík var frumsýnd á föstudaginn - 15.3.2016 Kvikmyndir

Kvikmyndin Reykjavík fjallar um samband þeirra Hrings við Elsu, sem hangir á bláþræði. Þau og ung dóttir þeirra hafa fundið draumahúsið sitt en plönin fara úr skorðum og Elsa vill endurskoða samskiptin. Meðan Hringur reynir að átta sig á hvað fór úrskeiðis og hvort þau geti borið saman brotin, dregst hann inn í óuppgerð fortíðarmál Tolla.

Meira...