Nýtt frá Senu

:

Tölvuleikir

Plants vs. Zombies: Garden Warfare

Öðruvísi og skemmtilegur skotleikur sem gerist í hinum vinsæla heimi Plants vs. Zombies.  Hér detta leikmenn í annað að tveimur liðum, en það eru hinar litríku plöntur eða lið hinna gráfölu uppvakninga.  Leikurinn inniheldur fjölmarga spilunarmöguleika og ættu allir að finna eitthvað hér við sitt hæfi.

:

Bíó

Let's be Cops

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

Let´s be Cops er næstum því alveg dæmigerð mynd um tvær löggur sem eru bestu vinir  - nema vinirnir eru ekki alvöru löggur! Þetta hefst allt þegar vinirnir tveir klæða sig eins og lögreglumenn fyrir búningaveislu og ávinna sér virðingu aðdáun allra sem þeir mæta. Lögregluleikurinn vindur upp á sig og verður sífellt raunverulegri. Þegar platlöggurnar flækjast svo í vef glæpamanna og svikulla lögreglumanna neyðast þeir til þess að treysta á falsaða skildi sína. 

Platlöggur - alvöru hasar, spenna og gaman!


12


Kaupa Miða:

Tölvuleikir

Diablo 3: Ultimate Evil Edition

Nú geta eigendur PlayStation 4 og Xbox One notið þess að spila alvöru Diablo 3 upplifun, en Diablo 3: Ultimate Evil Edition inniheldur leikinn sjálfan í sínu flottasta formi og einnig aukapakkann Reaper of Souls.  Nú er bara að negla sig í sófann og búa til sína eigin persónu og vaða í hinar endalausu dýflisur Diablo heimsins. 

 

Leikurinn inniheldur:
Sex mismunandi gerðir persóna: Barbarian, Demon Hunter, Monk, Witch Doctor, Wizard og hinn glænýja Crusader.

Möguleiki á að flytja persónurnar sem þú notaðir í PS3 og Xbox 360 útgáfum leiksins yfir í þessa nýju útgáfu.

Fjórir geta spilað saman bæði á einum skjá eða í gegnum netið.

Í PlayStation 4 útgáfu leiksins eru dýflísur byggðar eftir The Last of Us leiknum.


:

Bíó

Expendables 3

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Allt

Í þriðju myndinni um hóp hinna fórnanlegu standa Barney (Stallone) og Christmas (Statham) andspænis Conrad Stonebanks (Gibson), en hann átti hlut í að setja hópinn á laggirnar með Barney mörgum árum áður. Í kjölfarið gerðist hann óvæginn vopnasali sem Barney neyddist til að útrýma... eða svo hélt hann! Stonebanks, sem slapp naumlega við dauðann, hefur nú gert það að markmiði sínu að binda endi á hóp hinna fórnanlegu, en Barney er á öðru máli!

Barney ákveður að það þurfi nýtt blóð í bland við það gamla til að berjast við Stonebanks, og ræður því nýja liðsmenn til að slást í hópinn með þeim. Nýju liðsmennirnir eru yngri, snarpari, og betur í stakk búnir til að heyja persónulegustu orrustu hinna fórnanlegu til þessa!


16


Kaupa Miða

:

Bíó

Flugvélar 2

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Allt

Þegar heimsfræga keppnisflugfélin Dusty kemst að því að vélin í honum er biluð og að hann geti mögulega aldrei flogið aftur gengur hann til liðs við slökkviliðsflugvélar. Dusty kynnist þeim Blade Ranger og liði hans og hópi svokallaðra Reykhoppara. Saman berst óttaulaust liðið við stjórnlausan eldsvoða og Dusty kemst að því hvað það merkir að vera sönn hetja. 

Kaupa Miða

:

Bíó

Lucy

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Allt

Lucy er nýjasta mynd leikstjórans og ofurframleiðandans Luc Besson (Leon, Taken) og gerist hún í heimi sem er yfirráðinn af mafíósum, klíkum, spilltum löggum og eiturlyfjafíklum. Scarlett Johannsson leikur Lucy, unga konu sem býr í Tævan og neyðist til þess að gerast burðardýr fyrir mafíuna.

Brátt kemur í ljós að eiturlyfið sem hún reynir að smygla innvortis er óvart komið í blóðrás hennar. Lyfið eykur einnig á virkni heilans og í kjölfarið fær hún einnig ofurmannlega andlega hæfileika. Ætli Lucy sé þá komin með yfirhöndina?


16

Kaupa Miða

:

Bíó

Nikulás litli í sumarfríi

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

Önnur kvikmyndin í röðinni um Nikulásás litla, en sú fyrri sló sannarlega í gegn á Íslandi þegar hún var sýnd árið 2009 og var aðsóknarmesta mynd í Frakklandi sama ár. Myndirnar eru gerðar eftir heimsþekktum barnabókum Renés Goscinny og Jeans-Jaques Sempé um Nikulás litla, sem eru einstakar að stíl.

Nýjustu ævintýri Nikulásar litla eru sólrík og töfrandi og sprenghlægileg. Skólaárinu er að ljúka og langþráð sumarfrí loksins runnið upp. Nikulás litli, foreldrar hans og kossaóð amma halda á ströndina. Þar eignast Nikulás litli fljótlega nýja vini og það verður snemma ljóst að fríið verður ógleymanlegt fyrir alla. Nikulás litli í sumarfríi er svo sannarlega gamanmynd fyrir alla fjölskylduna.  

Fyrri myndin hlaut stórgóða dóma og ætla má að enginn verði svikinn af þeirri seinni, sem hefur hlotið frábærar viðtökur gagnrýnenda:

„Hún er komin! Gamanmynd sumarsins!“

- Le Parisien

„Brandararnir streyma viðstöðulaust í velheppnuðum og sólríkum bunum“

- Le Journal du Dimanche

„Fullkomin fjölskylduskemmtun“

- Le Dauphiné

„Gefur fyrri myndinni ekkert eftir!“

-  La Libre


Kaupa Miða


:

Tölvuleikir

The Last of Us: Remastered

Eftir að hafa unnið til meira en 200 verðlauna sem leikur ársins, er The Last of Us kominn á PlayStation 4 í nýrr endurgerðri útgáfu.  Leikurinn spilast nú í fullri háskerpu, persónur leiksins eru flottari í grafík og hreyfingum, skuggar og lýsing leiksins er einnig mun betri ásamt því að spilun hans hefur verið tekin í gegn.

Hér fara leikmenn í hlutverk Joel, en hann hefur lifað af hrikalega plágu sem hefur nánast gert útaf við mannkynið.  Til að vekja von, þarf Joel að fylgja hinni 14 ára gömlu Ellie  þvert yfir Bandaríkin og finna lækningu áður en það verður um seinan.

Þessi nýja PlayStation 4 útgáfa leiksins inniheldur allt aukaefni sem áður hafði komið út fyrir PlayStation 3 útgáfuna.


Dómar:
IGN 100%DarkStation 100%VideoGamer 100%Gamer Informer 100%GameRadar 100%


:

Heimabíó

Muscle Shoals

Heimildamynd um Rick Hall, stofnanda FAME Studios í Muscle Shoals, Alabama. Í myndinni er sérstaklega litið til einstaka hljómsins sem hann þróaði í lögum á borð við I´ll Take You There, Brown Sugar, og When a Man Loves a Woman. 

:

Heimabíó

Narco Cultura

Fíkniefnasmyglarar eru orðnir goðsagnakenndir útlagar og tákn um frægð og frama í augum fjölda innflytjenda frá Mexíkó og Rómönsku Ameríku í Bandaríkjunum. Smyglararnir, sem ná að flytjast úr gettóunum, eru ný birtingarmynd ameríska draumsins sem fíkniefnastríðið knýr.


Í kvikmyndinni er þetta eldfima fyrirbæri krufið til mergjar; hringrásin frá fíkninni til peninganna, efnanna og ofbeldisins sem fer ört vaxandi báðum megin við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. 
 

:

Bíó

Life in a Fishbowl - english subtitles

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

Life in a Fishbowl portrays three intertwined stories that take place in Reykjavik in 2006.

Móri is a poet and a drunkard, battling with his past and searching for forgiveness for the unforgiveable. Eik, who is a young mother and nursery school teacher, moonlights as a hooker in order to support herself and her daughter. She has to struggle to make ends meet because she is utterly estranged from her extremely well-to-do family. 

Sölvi is a famous former footballer who is making his way up the corporate ladder. Gradually, he becomes entangled in a world of corruption and moral complacency and bit by bit he starts to lead a double life. 

We will be showing the film Life in a Fishbowl with english subtitles once a day in Háskólabíó, starting next thursday. 

______________________________________________________________________

Vonarstræti er saga úr samtímanum sem á erindi við alla; hún fjallar um óvægna fortíðardrauga, þöggun, sársauka og syndaaflausn. Áhorfendur fá að fylgjast með þremur ólíkum persónum fóta sig í íslensku samfélagi á árunum rétt fyrir hrun og því hvernig örlög þeirra fléttast saman á áhrifaríkan máta. 

Móri (Þorsteinn Bachmann) er rithöfundur og bóhem sem finnur hvergi frið fyrir óbærilegum minningum annars staðar en á botni flöskunnar. Eik (Hera Hilmarsdóttir) er leikskólakennari sem neyðist til að grípa til örþrifaráða til að framfleyta sér og dóttur sinni. Sölvi (Þorvaldur Davíð) er fyrrum fótboltastjarna sem verður að hætta að spila vegna meiðsla og er nú á hraðri uppleið í vafasömum banka. 

Gömul og ný leyndarmál hrinda aðalpersónunum hverri í átt að annarri í hörkuspennandi og átakanlegri atburðarás sem lætur engan ósnortinn.

Kvikmyndin er innblásin af sönnum atburðum og áhorfendur gætu því kannast við tilteknar aðstæður, persónur eða atburði  úr raunveruleikanum, enda ekki langt um liðið síðan útrásin stóð sem hæst.

Myndin er sýnd með enskum texta á fimmtudögum í Háskólabíói í sumar.


:

Bíó

Sex Tape

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

Jay (Jason Segel) og Annie (Cameron Diaz) hafa verið gift í áratug og eiga tvö börn. Eins og gengur hefur kynlífið setið á hakanum í dagsins önn, svo þau grípa til þess ráðs að taka upp þriggja klukkustunda langt kynlífsmyndband til að endurvekja neistann.

Þau vakna upp við vondan draum þegar í ljós kemur að Jay hefur deilt myndbandinu með öllum sem þau þekkja (og þekkja ekki); þar með talið vinum, yfirmönnum, foreldrum sínum og foreldrum vina barnanna sinna. Frávita reyna þau að eyða myndbandinu af netinu, sem hrindir af stað bráðfyndinni atburðarás. 

Kvikmynd um kvikmynd sem þau vilja ekki að þú sjáir! 

14

Kaupa Miða

:

Bíó

André Rieu

Sena og CinemaLive kynna með stolti tónleika Andrés Rieu í beinni útsendingu frá Maastrict. 

Tónleikar fiðlusnillingsins árið 2013 slógu öll aðsóknarmet og ekki von á öðru en að slíkt hið sama verði uppi á teningnum að þessu sinni. Að þessu sinni verða sumartónleikar Rieus haldnir á einu rómantískasta torgi Hollands, Vrijthof í Maastricht. Búið ykkur undir að upplifa allan tilfinningaskalann á þessum tónleikum því mikið sjónarspil og eyrnakonfekt er í vændum frá meistaranum. 

Konungur valsanna lofar áhorfendum ógleymanlegri kvöldstund, gæddri húmor, tónlist og tilfinningum sem á erindi við alla aldurshópa. Dásamlegt andrúmsloftið lokkar til sín hlustendur frá öllum heimshornum sem koma saman við þetta tækfiæri og drekka í sig undursamlega tóna, hlátur og dans og deila ef til vill fáeinum tárum. 

André sjálfur ætlar að gefa áhorfendum tækifæri til að kjósa um þau lög sem hann spilar á tónleikunum 19. júlí! Hlustaðu á skilaboð frá meistaranum sjálfum með því að smella hér. Á þessari slóð getur þú svo greitt atkvæði: http://songforcinemas.andrerieu.com/

Vinsamlegast athugið að sýningin hefst kl. 18:00. 

:

Heimabíó

20 Feet from Stardom

Bakraddasöngvarar halda sig jafnan rétt handan við sviðsljósið. Raddir þeirra styðja við stærstu og vinsælustu hljómsveitir heims, en hlustendur hafa ekki hugmynd um hverjir þessir söngvarar eru eða hvernig lífi þeir lifa - þar til nú. 

:

Heimabíó

Dead Snow

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

Framhald hrollvekjunnar Dead Snow, sem fékk sérstakt lof frá gagnrýnendum fyrir „viðbjóðslegar“ tæknibrellur! Íslendingar ættu að hafa sérstaklega gaman af myndinni því blóðinu eru að mestu leyti úthellt á íslenskri grundu. Myndin var nefnilega tekin hérlendis sumarið 2013 og það verður vafalaust forvitnilegt að virða fyrir sér uppvakninga úr röðum nasista í blóðugri baráttu á Fróni. 

Flestir myndu sennilega ætla að hlutirnir gætu varla versnað þegar maður hefur sama daginn drepið kærustuna sína með exi, sagað eigin handlegg af með keðjusög og orðið vitni að her nasista rífa í sig nánustu vini manns. Í tilfelli Martins var það aðeins upphafið. 

Sagafilm er einn af framleiðendum myndarinnar og sulluðu heilmikið í blóðbaðinu ásamt öðrum aðstandendum. Leikstjórinn, Tommy Wirkola, er norskur og fyrri myndin var fyrsta uppvakningamyndin í fullri lengd sem gefin var út á Norðurlöndunum. Rætur leikstjórans eru ekki langt undan í sagnaheimi Dead Snow, því ófrýnileg skrímslin hafa einhver einkenni norrænna drauga úr miðaldaskáldskap. 


Kaupa Miða


16


:

Heimabíó

Heild

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

Loksins lítur dagsins ljós fyrsta íslenska kvikmyndin sem drifin er áfram af mannlífi og íslenskri náttúru; án nokkurrar yrðingar. Í myndinni fá áhorfendur að kynnast Íslandi frá nýjum sjónarhóli í gegnum augu hátæknikvikmyndatökuvéla; jafnt stöðum og landslagi sem flestir þekkja vel og földum gimsteinum sem skipta þúsundum og fáir hafa séð. Það er einungis á færi mestu ævintýragarpa, ofurhuga og innfæddra að finna þessi huldusvæði. Auk þess krefst það einstakrar þolinmæði og ímyndunarafls að fanga þá á filmu á hárréttu augnabliki. 

Tónlistin í kvikmyndinni er eftir Professor Kliq, Ólaf Arnalds, Friðjón Jónsson, Trabant og Mono. 

Væntanlegt frá Senu

:

Heimabíó

Back to Front

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Allt

Heimildarmynd um tónleikaferðalag tónlistarmannsins Peters Gabriel, sem hefur notið gífurlegra vinsælda í áratugi leikstýrt af BAFTA verðlaunahafanum Hamish Hamilton. Kvikmyndin var meðal annars tekin upp á tónleikum Gabriels í London í október 2013 og þykir fanga kjarna Gabriels sem listamanns. 


Í kvikmyndinni eru undurfallegar og vandaðar upptökur af tónleikum sem sýndar verða í bestu mögulegum hljóð- og myndgæðum, eins og Gabriel orðar það sjálfur: „Mér finnst að þau hafi náð því á filmu sem var virkilega einstakt við Back to Front tónleikaferðalagið, bæði því sjónræna og tilfinningalega“. Á tónleikunum flytur hann plötuna So frá 1986 eins og hún leggur sig, en platan naut gífurlegra vinsælda á 9. áratugnum og myndband við lagið Sledge Hammer það mest spilaða á MTV frá upphafi. 

Um einstakan viðburð er að ræða og aðeins ein sýning er í boði. 

:

Heimabíó

Lási löggubíll

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

Þegar Lása löggubíl er falið að gæta Arnarmömmu og eggsins hennar grunar hann ekki að verkefnið eigi eftir að verða að jafnflóknu og viðburðaríku ævintýri og það verður.

Lási löggubíll er stórskemmtileg mynd fyrir yngstu áhorfendurna,fyndin, hröð og hæfilega spennandi, og verður að sjálfsögðu sýnd ívandaðri íslenskri talsetningu úrvalsleikara.
Hér segir frá því þegar nýr þjóðgarður er opnaður nálægt bænum Bodo og Lási fær það verkefni að gæta Arnarmömmu sem er í útrýmingarhættu og eggsins hennar.

En þegar tveir óprúttnir þjófar ræna Arnarmömmu rétt áður en unginn klekst úr egginu verður verkefni Lása mun viðameira en hann hélt því hann þarf ekki bara að finna Arnarmömmuog handsama þjófana heldur passa upp á fjörugan ungann sem heldur að Lási sé mamma sín!


Íslensk talsetning:
Viktor Már Bjarnason
Hjálmar Hjálmarsson
Magnús Ólafsson
Carola Ida Köhler
Steinn Ármann Magnússon
SagaLíf Friðriksdóttir
Ólöf Kristín Þorsteinsdóttir
Álfrún Helga Örnólfsdóttir

Leikstjórn:
Tómas Freyr Hjaltason:

Heimabíó

The Amazing Spider-Man 2

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

Við einni vinsælustu sögupersóna heims blasir stærsta baráttan til þessa. Peter Parker á í basli við að ná jafnvægi á milli þess að vera ósköp venjulegur framhaldsskólanemi og þarf jafnframt að sinna skyldum sínum sem Kóngulóarmaðurinn og vernda íbúa New York borgar gegn aðsteðjandi ógnum. 

Í brennidepli er ósögð saga Peters Parker (Andrew Garfield), en áhorfendur fylgdust með honum vaxa úr grasi hjá frænku sinni og frænda í fyrri myndinni, þar sem hann uppgötvaði hver hann er og komst á snoðir um hver örlög foreldra hans voru.

Í myndinni rannsakar Peter ýmislegt varðandi dularfulla fortíð föður síns með hjálp vinar hans Harry Osborn (Dane DeHaan) og Gwen Stacy (Emma Stone) á sem fyrr stóran stað í hjarta Parkers.

Veigamesta barátta Peters Parkers er sú sem hann stendur í hið innra; hinn eilífi núningur ofurkraftanna og hversdagslífsins.

Leikstjóri: Mark Webb

Aðalhlutverk: Andrew Garfield, Emma Stone, Jamie Foxx og Dane DeHaan. 

Kaupa Miða


12


:

Viðburðir

Justin Timberlake í Kórnum

Nú styttist í þessa risatónleika og því við hæfi að koma ýmsum upplýsingum til tónleikagesta á framfæri:

- Ókeypis í Strætó á höfuðborgarsvæðinu frá kl 14. gegn framvísun tónleikamiða.

- Inn í Kórahverfi eru tvenn bílastæði: Á svæði Spretts, eingöngu fyrir bíla með 4 eða fleirri farþega og Urðarhvarf og svæðið þar fyrir ofan. Auk þess eru 3.000 bílastæði við Smáralind. Frá öllum þessum stæðum verða ókeypis sætaferðir að húsinu frá kl. 16 á tónleikadag.

- Ennfremur er hægt að leggja við Fífuna og ganga þaðan að bílastæðum Smáralindar til að ná sér í far að húsinu.

- Bílastæði verður fyrir hreyfihamlaða alveg við Kórinn. Sérstakt pláss fyrir hjólastóla aftast í stúkunni.

- Ekker taldurstakmark. Áfengi eingöngu selt á svæðum lokuðum öllum innan 20 ára. Hægt að kaupa óáfenga drykki, pizzur, samlokur og ferska safa víða um húsið.

- Allir eru hvattir til að sækja miðana sína áður en tónleikadagur rennur upp til að forðast biðraðir, í verslanir Brims eða í afgreiðslu Miða.is hjá 365 í Skaftahlíð 24.

- Opið verður á skrifstofum Miða.is allan tónleikadag og síminn þar er: 540-9800.  Tapaður miði er týnt fé; ekki er hægt að ógilda týnda miða og því er ekki hægt að prenta út nýja miða fyrir þá sem týna sínu miðum.


Dagskrá dagsins:

16.00   Sætaferðir hefjast og lokanir í Kórahverfi taka gildil

18.00   Húsið opnar

19.30   Gus Gus

20.15   DJ Freestyle Steve

21.00   Justin Timberlake 


Nánari upplýsingar hér um tónleikana og tónleikadaginn

Nánar um lokanir í Kórahverfi

:

Bíó

The Giver

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

Áhrifamikil kvikmynd sem hverfist um Jonas, ungan mann sem býr í að því sem virðist ansi fábrotnum og litlausum heimi þar sem krafist er hlýðni, fylgispekt og nægjusemi. Þegar honum er falið ævistarfið, sem felst í að vera viðtakandi minninga, byrjar hann loks að skilja myrk og flókin leyndarmálin sem lúra á bak við tjöldin í viðkvæmu samfélaginu. Þrátt fyrir að líkurnar séu honum ekki í hag reynir Jonas að sleppa og koma þjóð sinni til bjargar - nokkuð sem engum hefur tekist fyrr.

Kvikmyndin byggir á samnefndri metsölubók eftir Lois Lowry, sem hefur selst í yfir 10 milljón eintökum. 

Aðalhlutverk:
Leikstjóri:

:

Bíó

The November Man

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

Fyrrum CIA fulltrúi er fenginn til að snúa aftur. Hann neyðist til að mæta fyrrum nemanda sínum í banvænum leik sem inn í fléttast CIA embættismenn af hæstu stigum og rússneskur forsetaframbjóðandi. 

:

Tölvuleikir

Madden NFL 15

26.útgáfan af þessari mögnuðu seríu, en Madden NFL 15 færir spilurum allt sem þeir þurfa til að geta gert útaf við andstæðinginn og má þar nefna nýtt stjórnkerfi sem gerir spilunina raunverulegri og skemmtilegri, einstök grafík og svo eru auðvitað öll liðin í NFL deildinni í leiknum.  Þulirnir sem lýsa leiknum taka nú allt með og verður lýsingin því mjög raunveruleg og tengir inní allt sem spilararnir eru að gera.


:

Bíó

Are You Here

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

Tveir æskuvinir ferðast aftur til bernskuhaga sinna eftir að annar þeirra kemst að því hann hefur erft mikinn pening frá afskiptalausum og nýlátnum föður sínum.


12

:

Tónlist

Sólstafir

Ótta er fimmta plata rokksveitarinnar Sólstafir og fylgir hún eftir plötunni Svartir sandar, sem kom út árið 2011 og fékk frábærar viðtökur.

Ótta lagalisti:
1. Lágnætti
2. Ótta
3. Rismál
4. Dagmál
5. Miðdegi
6. Nón
7. Miðaftann
8. Náttmál

Þekkt ljósmynd eftir Ragnar Axelsson prýðir umslag plötunnar.

Sólstafir spila á Rokkjötnum í Vodafonehöllinni 29 sept.

Platan er fáanleg á geisladiski (tvær útgáfur) og á tvöföldum vínil (tvær útgáfur).


:

Bíó

Teenage Mutant Ninja Turtles

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Allt

Skjaldbökurnar stökkbreyttu snúa aftur til að bjarga heiminum frá illræmdum óþokka!  

:

Heimabíó

Sex, Drugs & Taxation

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

Pilou Asbæk (R, Kapringen) og Nicolas Bro (Warhorse, Nymphomaniac) eru í aðalhlutverkum í ótrúlegri sögu einnar stærstu ferðaskrifstofu Norðurlanda á seinni hluta síðustu aldar. 

Sex, Drugs & Taxation er sönn saga, sem er lyginni líkust. Sagt er frá tveimur alræmdum Dönum, þeim Mogens Glistrup, lögfræðingi sem leiddist út í stjórnmál og hinum umdeilda „ferðakóngi“, milljónamæringi og kvennabósa, Simon Spies. 

Þrátt fyrir ólíkar áherslur í lífinu urðu þeir Spies og Glistrup bestu vinir, stofnuðu saman Spies Travel, sem varð að einni arðbærustu ferðaskrifstofu Skandinavíu á sjöunda og áttunda áratugnum. Þegar Glistrup opinberar að hann borgi ekki skatta – „og að enginn ætti að gera það!“ – verður viðskiptasamband þeirra og vinátta óleysanleg þraut.

Það var svo sannarlega engin lognmolla í kringum þá félaga, sem skreyttu gjarnan síður danskra slúðurblaða á borð við Se og Hør, eins og einhverjir landsmenn kunna að muna eftir.:

Bíó

París norðursins

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

Björn Thors og Helgi Björnsson fara með aðalhlutverkin í París norðursins. Hugi (Björn Thors) hefur fundið skjól frá flækjum lífsins í litlu, kyrrlátu þorpi úti á landi, sækir AA fundi, lærir portúgölsku og kann ágætlega við sig í fásinninu. Þegar hann fær símhringingu frá föður sínum (Helga Björns) sem boðar komu sína er hið einfalda líf skyndilega í uppnámi.

Myndin hefur hlotið afbragðsdóma gagnrýnenda sem þegar hafa séð myndina:


"Áhrifamikill leikur og nístandi húmor"

- Laurence Boyce, Cineuropa

**** "Virkilega áhrifarík!"

- André Vrous, Prague Post

"Björn Thors er stórkostlegur og heillandi leikari!"

Boyd van Hoeij, The Hollywood Reporter

"Yndislegt og meinfyndið gamandrama"

- Mark Adams, Screen Daily


:

Tónlist

Mannakorn

Glæný plata væntanleg með hljómsveitinni Mannakorn. 

:

Tónlist

Skýjaborgin

Hjálmar hafa átt gífurlega farsælum ferli að fagna og er óhætt að segja að þeir séu ein vinsælasta hljómsveit Íslands síðari ára. Hver kannast til dæmis ekki við lögin Leiðin okkar allra, Ég vil fá mér kærustu, Borgin, Kindin Einar, Það sýnir sig, Geislinn í vatninu, Manstu, Bréfið og Til þín?

Til að halda upp á tíu ára afmælið sitt ætla hjálmar að hræra saman í glæsilega tónleika og bera á borð fyrir landsmenn í Eldborgarsal Hörpu, föstudaginn 26. september. Miðasala er hafin á harpa.is og miði.is. Hljómsveitin á að baki sex plötur sem allar hafa notið mikilla vinsælda og á þessum tónleikum munu Hjálmar flytja allt sitt besta efni ásamt brassteymi sem fönkmasterinn Samúel Jón Samúelsson leiðir.

Í september mun jafnframt líta dagsins ljós vegleg ferilsplata með bestu lögum Hjálma. Platan sem hefur hlotið heitið Skýjaborgin mun innihalda samtals 30 lög og þar af þrjú ný eða nýleg, Lof, Skýjaborgina og lag sem væntanlegt er frá Hjálmum seinna í sumar.

:

Bíó

Pósturinn Páll

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Allt

Glæný kvikmynd um póstmanninn sem hefur heillað margar kynslóðir krakka. 

:

Tónlist

Kvika

Upphaf hljómsveitarinnar Kviku má rekja aftur til apríl 2013 er Guðni Þór, Örvar og Arnór settust niður með kaffibolla og lögðu á ráðin hvað hægt væri að gera við þann góða efnivið laga sem söngvarinn lá á eins og ormur á gulli. Upp úr því kaffispjalli var ákveðið að stofna hljómsveit og freista gæfunnar í íslensku tónlistarsenunni.

Skömmu síðar bættust Arnar bassaleikari og Brynjar gítarleikari í hópinn og hófst þá leit að frambærilegum hljómborðsleikara. Eftir góða leit gekk hljómborðsleikarinn og píanókennarinn Kolbeinn Tumi til liðs við hljómsveitina og var bandið því orðið fullmannað um miðjan maí 2013. Hljómsveitin gefur út sína fyrstu breiðskífu í haust. 

:

Tónlist

Raggi Bjarna

Þó sumir segi að Raggi Bjarna tilheyri fyrstu kynslóð dægurlagasöngvara er hann einn fárra sem segja má að sé tímalaus. Gæði laga hans og túlkun og stíll hafa staðist tímans tönn og ávalt skotist aftur upp á yfirborðið og komist í tísku á ný ef svo má segja. Hann er einnig einn fárra söngvara frá þessu tímabili sem hefur sungið inn á allar útgáfutegundir platna það er að segja; 78 sn., 45 sn, LP og CD plötuna, auk þess sem nokkur vinsælustu laga hans hafa komið út á öllum þessum útgáfuformum og kannski segir það okkur talsvert mikið um gæði laga hans og söngs. Nú er væntanleg ný plata í tilefni 80 ára afmælis Ragga, sem óhætt er að segja að sé einn ástsælasti söngvari þjóðarinnar. 

:

Heimabíó

The Grand Budapest Hotel

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

Bráðfyndið og um leið átakanlegt stórvirki eftir Wes Anderson (Moonrise KingdomThe Royal TenenbaumsRushmore). 

Sagt er frá ævintýrum Gustave H, sem er stórmerkilegur húsvörður á Grand Budapest hótelinu, sem er eitt virtasta hótelið í Evrópu á millistríðsárunum. Sagan hefst í þann mund sem Zero Mustafa sækir um starf sem móttökudrengur á sama hóteli, en með þeim tekst innileg og ævarandi vinátta. 

Í myndinni kemur meðal annars við sögu þjófnaður á ómetanlegu endurreisnarmálverki og átök um ótrúleg fjölskylduauðæfi, en sögusviðið er Evrópa sem breytist stórkostlega á milli styrjalda. 

Myndataka og tæknivinna The Grand Budapest Hotel er framúrskarandi og búningar og hönnun sviðsmyndar eftirtektarverð, eins og við er að búast frá Wes Anderson. Kunnugleg andlit eru í nánast hverju hlutverki, Ralph Finnes, Jude Law, Tilda Swinton, Léa Seydoux og Edward Norton eru á meðal þeirra sem leika í myndinni - svo fáein séu nefnd. 

The Grand Budapest Hotel hlaut Silfurbjörninn á kvikmyndahátíðinni í Berlín í ár og jafnt gagnrýnendur og bíógestir hafa ausið myndina lofi, eins og sjá má af einkunnagjöf:

7

87/100 á Metascore

96/100 á Rotten Tomatoes

8,5 í einkunn á IMDB

Chicago Sun-Times 100/100

RogerEbert.com  100/100

Los Angeles Times 100/100

New York Times  100/100

The Telegraph 100/100

Variety 100/100

Time Out New York 100/100

Kaupa Miða

:

Heimabíó

22 Jump Street

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

Árið 2012 fjölmenntu áhorfendur um allan heim á eina fyndnustu gamanmynd ársins, 21 Jump Street, sem byggir samnefndum sjónvarpsþáttunum sem börn níunda áratugarins ættu að kannast vel við. Eftir að hafa gengið í menntaskóla (tvisvar) eru félagarnir ógleymanlegu, Jenko (Channing Tatum) og Schmidt (Jonah Hill) mættir til starfa á ný og fara að þessu sinni í háskóla til að sinna leynilögreglustörfum. 

Þegar Jenko hittir sálufélaga sinn í íþróttaliði skólans og Schmidt laumar sér inn í hóp listaspíra fara efasemdir um vináttuna að láta kræla á sér. Því þurfa þeir ekki einungis að leggja sig fram um að leysa glæpamál, heldur þurfa þeir að átta sig á því hvort þeir geti átt í þroskuðu sambandi hvor við annan. 

22 Jump Street er líkt og fyrri myndin óður til YouTube kynslóðarinnar, hasarmynda og misgóðra sjónvarpsþátta. 

12

Kaupa Miða

:

Bíó

A Walk Among the Tombstones

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

Einkaspæjarinn Matthiew Scudder er ráðinn af  fíkniefnabaróni til að finna morðingja eiginkonu hans. 

Aðalhlutverk:
Liam Neeson
Ólafur Darri

Leikstjóri:
Scott Frank

:

Heimabíó

The Other Woman

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

Þegar Amber (Cameron Diaz) uppgötvar að kæstastinn hennar (Nicolaj Coser-Waldau) er kvæntur reynir hún púsla lífi sínu saman á ný. Þá hittir hún eiginkonuna sviknu (Leslie Mann) fyrir tilviljun og áttar sig smám saman á því að þær eiga margt sameiginlegt. 

Þær eiginkonan verða mestu mátar, en þar með er sagan ekki öll. Upp kemst að eiginmaðurinn á að minnsta kosti eitt viðhald til (Kate Upton). Konurnar þrjár stilla saman strengi og hefna sín á sviksama lygamerðinum.

Leikstjóri:

Aðalhlutverk:


12


Kaupa Miða

:

Tónlist

Páll Rósinkranz

Páll Rósinkranz fæddist árið 1974. Hann sló fyrst í gegn með hljómsveitinni Jet Black Joe, þar sem hann þótti hafa einstaka sönghæfileika. Með þeirri sveit söng hann inn á þrjár plötur á árunum 1992 til 1994. Þegar hún lagði svo upp laupana um tíma árið 1996 snéri Páll sér að sólóferlinum. Nú er væntanleg plata með bestu lögum Páls. 

:

Tölvuleikir

FIFA 15

FIFA 15

:

Bíó

Maze Runner

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

Myndin byggir á metsölubók James Deshner sem kom út árið 2009. Sagan er dystópía og fjallar um Thomas, sem er komið fyrir á hryllilegum stað sem nefnist Glade, ásamt fimmtíu öðrum drengjum á unglingsaldri, eftir að minni hans hefur verið eytt. Fljótlega komast drengirnir að raun um að þeir eru allir fastir í risastóru völundarhúsi og ef þeir vilja eiga möguleika á því að sleppa út verða þeir að vinna saman. 


 

Hafðu samband

Hringdu í okkur

591 5100

Við svörum milli 09:00 og 17:00
alla virka daga.

Sendu fyrirspurn

Til að fyrirbyggja ruslpóst:

Fréttir & tilkynningar

Allt

Takmarkanir á umferð í Kórahverfi - 15.8.2014 Viðburðir

Til að tryggja gott aðgengi að og frá Kórnum á tónleikdag og til að tryggja það að íbúar Kórahverfis verði fyrir sem minnstu truflun, sem og að þeir komist ávalt leiðar seinnar, verður almenn umferð takmörkuð frá kl 16. Ákveðnum götum og hverfum verður þá lokað og allri umferð þar stjórnað af yfirvöldum og lögreglu. Hér má sjá nánari upplýsingar um þetta fyrirkomulag.

Meira...

JT að bresta á - Upplýsingar fyrir gesti - 12.8.2014 Viðburðir

Nú styttist í risatónleika Justins Timberlake, en þeir verða eins og löngu er orðið kunnt þann 24. ágúst í Kórnum, Kópavogi. Til að allt fari fram á sem þægilegastan máta viljum við benda tónleikagestum á fáein atriði sem kunna að koma þeim til góða á tónleikadag. Hér að neðan er að finna hagnýtar upplýsingar.

Meira...

Rjóminn af íslenskum uppistöndurum á Reykjavík Comedy Festival í október - 11.8.2014 Viðburðir

Fjórir af fremstu grínistum Íslands staðfestir á Reykjavík Comedy Festival. Í hverri borg munu fremstu uppistandarar þess lands hita upp fyrir erlendu gestina og það er okkur ánægja að tilkynna hér með hvaða fjórir Íslendingar hafa orðið fyrir valinu. 

Meira...

Sex Tape sýnd á Gæðastund annað kvöld - 23.7.2014 Kvikmyndir

Gæðastund morgundagsins er kvikmynd um kvikmynd sem þau vilja ekki að þú sjáir, eða Sex Tape með Cameron Diaz og Jason Segel. Myndin er sýnd kl. 20:00 án hlés í Háskólabíói og aðgangur er einungis leyfilegur 18 ára og eldri.

Meira...

Whitney Cummings staðfest á Reykjavík Comedy festival - 22.7.2014 Viðburðir

Á Íslandi verður haldin fjögurra daga uppistandshátíð sem fer fram í Hörpu 23.-26. október. Nýlega tilkynntum við Jim Breuer og áður var Stephen Merchant staðfestur. Nú tilkynnum við þriðja erlenda uppistandarann og sá er ekki af verri endanum; sjálf Whitney Cummings mun slást í hópinn í október. 

Meira...

Where We Are tónleikar One Direction sýndir í hámarksgæðum í Smárabíói - 21.7.2014 Viðburðir

Nú er komið að því að tónleikamyndin Where We Are, sem tekin var upp á samnefndu tónleikaferðalagi, verður sýnd í Smárabíói helgina 11.-12. október. Í myndinni er áhorfendum gefinn kostur á að upplifa hljómsveitina, sem hefur slegið hvert aðsóknarmetið á fætur öðru, í návígi.

Meira...

Sex Tape frumsýnd á miðvikudaginn - 21.7.2014 Kvikmyndir

Jay (Jason Segel) og Annie (Cameron Diaz) hafa verið gift í áratug og eiga tvö börn. Eins og gengur hefur kynlífið setið á hakanum í dagsins önn, svo þau grípa til þess ráðs að taka upp þriggja klukkustunda langt kynlífsmyndband til að endurvekja neistann.

Meira...

Reykjavík Comedy Festival fer fram í október!  - 17.7.2014 Viðburðir

Sena stendur fyrir Reykjavík Comedy Festival sem er hluti af röð uppistandshátíða sem haldnar verða í október. Við tilkynnum nú að hér með er staðfestur á Reykjavík Comedy Festival á Íslandi. Von er á að minnsta kosti þremur í viðbót sem tilkynnt verður um innan skamms.  Meira...