Nýtt frá Senu

:

Tónlist

Eivör

Bridges er glæný plata frá söngkonunni og skáldinu Eivöru Pálsdóttur sem hefur sannarlega sigrað hjörtu landsmanna. Eivör hefur verið með annan fótinn hérlendis í rúman áratug og er Bridges níunda platan sem hún sendir frá sér. 

Sá sem elst upp í landi sem samanstendur af 18 eyjum lærir að meta brýr. Nýju lögin fjalla um andlegar brýr, tengingar, á milli fólks og staða, heimilis og fjarlægra staða.

Lagið Remember fór í spilun nokkrum vikum fyrir útgáfu og fékk góðar viðtökur. Annað lag í spilun er Faithful friend.

Hér er á ferðinni vandaður gripur sem enginn aðdándi þessar einstöku tónlistarkonu lætur fram hjá sér fara.

Lagalisti:
Remember Me
Faithful Friend
Bridges
Tides
On My Way to Somewhere
Morning Song
Purple Flowers
The Swing
Stories

:

Bíó

Into the Woods

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Allt

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000291

Norn nokkur ákveður að veita þekktustu persónum ævintýranna ærlega ráðningu. Við sögu koma persónur sem flestir ættu að kannast við úr sagnaheimi þeirra Grimms bræðra, á borð við Rauðhettu, Öskubusku, Jóa og baunagrasið og Garðabrúðu. Leikarar í aðalhlutverkum eru svo sannarlega ekki af verri endanum, en telja má þau Johnny Depp, Emily Blunt, Chris Pine, Meryl Streep og Jake Gyllenhaal svo nokkrir séu nefndir. 

:

Bíó

Annie

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000295

Myndin um munaðarlausu stúlkuna Annie kallar fram nostalgíu með mörgum, enda naut hún gífurlegra vinsælda þegar hún kom út snemma á níunda áratugnum. Nú hefur Annie verið endurgerð og söguþráðurinn á þessa leið: Benjamin Stacs, sem er moldríkur viðskiptajöfur, bjargar Annie frá ofríki fröken Hannigan, sem rekur munaðarleysingjahæli. Munaðarleysinginn Annie er kát stúlka sem er ekkert blávatn og getur alveg séð um sig sjálf. Foreldrar hennar skildu hana eftir þegar hún var ungabarn og lofuðu henni að snúa aftur einn daginn. Allt breytist þegar Stacks hirðir hana upp af götunni, en ef til vill reynist Annie bjargvættur hans þegar upp er staðið.

Í aðalhlutverkum eru engir aukvisar; Jamie Foxx leikur auðjöfurinn, Cameron Diaz er forstöðukona munaðarleysingjahælisins og Quvenzhané Wallis er sannkallað sjarmatröll í hlutverki Annie. 

L

 

 

:

Viðburður

Hollendingurinn fljúgandi

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

Hollendingurinn fljúgandi er ógleymanleg saga af manninum sem var dæmdur til að sigla um heimsins höf um ókomna tíð. Óperan verður í beinni útsendingu frá The Royal Opera House í Háskólabíói. 

Óperan Hollendingurinn fljúgandi sló umsvifalaust í gegn þegar hún var frumsýnd í Dresden í janúar 1843. Velgengnin var nokkuð kærkomin Wagner, þar sem hann hafði núverið eytt tveimur árum í að vinna að framanum í París, en ekki hlotið erindi sem erfiði. Segja má að sýningin hafi því markað upphaf stórfenglegs ferils óperuskáldsins. 

Í uppfærslu Tims Albery á óperunni er kafað djúpt í innstu hugarkima flökkumannsins bölvaða úr smiðju Wagners og Sentu, sem honum er svo kær. Draugalegu skii Hollendingsins, fátæktinni á heimili Sentu og ógnvænlegu hafinu eru gerð óviðjafnanleg skil í sýningunni. 

:

Heimabíó

Foxcatcher

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

Sönn saga af glímumeistaranum Mark Schultz og örlögum hans og bróður hans, ólympíumeistarans Dave Schultz. Ólympíugullverðlaunahafinn Mark Schultz finnst sem honum sé beint úr skugganum af frægð bróður síns, fjölbragðaglímukappanum Dave og um leið rétt hjálparhönd út úr sárri  fátækt, þegar sérvitri auðmaðurinn John du Pont býður honum að flytja inn í glæsihýsi sitt til að æfa fyrir ólympíuleikana í Seul árið 1988. 

Du Pont, sem þráir ekkert fremur fá viðurkenningu frá móður sinni, byrjar að "þjálfa" íþróttalið á heimsmælikvarða og tælir um leið Mark til að taka upp hættulega ósiði, brýtur niður sjálfstraust hans sem verður til þess að hann leiðist á háskalegar brautir. 

:

Bíó

Hot Tub Time Machine 2

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Allt

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000296

Fjórir vinir sem allir eru orðnir hundleiðir á sínu tilbreytingarsnauða lífi, uppgötva að þeir geta ferðast aftur í tímann í heitum potti. Þetta nýta þeir sér óspart til að ferðast til níunda áratugarins þegar þeir voru upp á sitt besta. Þegar Lou, sem er nú orðinn "faðir internetsins", er skotinn af óþekktum misyndismanni hita Jacob og Nick upp tímavélina á ný til að koma vini sínum til bjargar. 


:

Bíó

Hrúturinn Hreinn

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Allt

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000325

Hann er uppátækjasamur og leiðir oftast hinar kindurnar í ýmis vandræði og raskar ró friðsæls dals. Í bíómyndinni eiga kindurnar leið í nálæga stórborg til að bjarga bónda sínum eftir að vandræði Hreins hröktu hann óvart burt úr bóndabænum. 

Myndinni hefur verið stórvel tekið af gagnrýnendum, eins og umsagnir gefa til kynna:


"Bráðskemmtileg jafnt fyrir börn og fullorðna"

- The List

"Virkilega vönduð"

- The Guardian

"Töfrandi"

- Daily Telegraph

"Stanslaust fjör!"

- Screen International

:

Tölvuleikir

The Order 1886

Magnaður hasar- og ævintýraleikur gerður af Ready at Dawn og Santa Monica Studio.  Leikurinn gerist í London árið 1886, nema hvað sagan hefur þróast á annan veg en við þekkjum.  Tækniþróun hefur fleytt áfram og er hún notuð til að berjast gegn illvígum óvinum.  Leikmenn fara í hlutverk Galahad, en hann er meðlimur í fornri riddarareglu.  Markmiðið er að ráða niðurlögum djöfuls sem ógnar tilvist heimsins og þurfa leikmenn að beita öllu sínu til að ráða niðurlögum hans í þessum magnaða leik.

Leikurinn inniheldur:
Hér er heimssögunni blandað saman við allskyns goðsagnir og tilgátur og er niðurstaðan æsispennandi söguþráður.

Óvinir af öllum stærðum og gerðum, en leikmenn þurfa að berjast við venjulega hermenn og kvikindi sem eru ekki af þessum heimi.

Einstök grafík þar sem leikmenn fá að upplifa London á Viktoríutímanum.


:

Bíó

Veiðimennirnir

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000318

Myndin er gerð eftir geysivinsælli bók Jussi Adler-Olsen, Fasandræberne, sem er önnur bókin í flokknum sem fjallar um lögregludeildina Q. Myndin er framhald af Konunni í búrinu, sem sló í gegn þegar hún var sýnd hérlendis árið 2013. 


Í myndinni kemur gamalt morðmál upp á yfirborðið, tvíburar á unglingsaldri voru myrtir fyrir nokkrum árum og í málið bendlast stúdentar af auðugum ættum, sem nú eru orðnir valdamenn í dönsku samfélagi. 


Sem fyrr Nikolaj Lie Kaas í aðalhlutverki og leikur hinn geðstirða rannsóknalögreglumann Carl Mørck og í hlutverki aðstoðarmannsins trygga, Assads er Fares Fares. Aðrir frábærir leikarar eru í stórum hlutverkum í myndinni, til dæmis Pilou Asbæk og Dancia Curic. 

:

Bíó

Kingsman: The Secret Service

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Allt

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000247

Myndin er byggð á samnefndri teiknimyndasögu sem hefur hotið mikið lof og er leikstýrt af Matthiew Vaughn (Kick-Ass, X-Men: First Class). Kingsman: The Secret Service fjallar um háleynileg njósnasamtök sem ráða til sín óslípaðan en efnilegan götustrák og leyniþjónustumaður sem kominn er á eftirlaun tekur nýliðann unga undir sinn verndarvæng. 

Í myndinni eru úrvalsleikarar í hverju hlutverki, nefna má Samuel L. Jackson, Mark Hamill, Colin Firth, Michael Caine og Mark Strong. 

Kingsman hefur hlotið afbragðsdóma gagnrýnenda og þykir sérstaklega vel heppnuð blanda af hasar, gríni og skopstælingu. 

"Njósnir hafa aldrei verið jafnskemmtilegar!"

- Tim Evans, Sky Movies

"Brjálæðislega skemmtileg!"

- Brian Viner, Daily Mail

"Firth er frábær hasarhetja!"

Jeremy Aspinall, Radio Times

"Stanslaus hasar!"

- Independent 

"Ótrúlega heillandi!"

- IGN Movies

16

:

Bíó

Fifty Shades of Grey

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Allt

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000294

Í miðjum lokaprófum í háskólanum neyðist Anastasia Steele (Johnson) til að gera hlé á lærdómnum og taka viðtal við forríkan viðskiptajöfur fyrir stúdentablaðið. Henni til furðu er Christian Grey (Dornan) ungur og glæsilegur, og heillar hana við fyrstu sýn þó að hann virðist bæði hrokafullur og gersamlega ósnertanlegur.

Fljótlega kemur í ljós að hrifningin er gagnkvæm. En Christian Grey er ekki allur þar sem hann er séður og sumt sem hann þráir getur Anastasia varla ímyndað sér. Eftir því sem eldheitt samband þeirra þróast uppgötvar hún æði margt um sínar eigin þrár og þau myrku leyndarmál sem Grey býr yfir.16

:

Heimabíó

The Wind Rises

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

Jiro dreymir um að fljúga og að skapa fallegar flugvélar, innblásnar af frægum ítölskum flugvélahönnuði að nafni Caproni. Jiro er mjög nærsýnn og því getur hann ómögulega orðið flugmaður, en ræður sig til starfa hjá stóru japönsku flugvirkjafyrirtæki árið 1927 og verður einn af fremstu og frumlegustu flugvélahönnuðum heims. 

Leikstjóri:
Hayao Miyazaki

 

Aðalhlutverk:
Hideaki Anno
Jun Kunimura
Mirai Shida


:

Tölvuleikir

Evolve

Í Evolve er fjórum hermönnum att gegn risastórum skrímslum utan úr geimnum.  Allir hermennirnir og skrímslin hafa sína einstöku hæfileika sem leikmenn þurfa að nota til að knýja fram sigur í bardaganum.  Leikmenn stýra bæði hermönnunum og skrímslinu sem býður uppá einstaka 4 á móti 1 bardaga.  Leikurinn er fyrstu persónu skotleikur og er gerður af Turtle Rock Studios, en þeir hafa áður gert leikinn Left 4 Dead sem sló eftirminnilega í gegn.

 

Leikurinn inniheldur:
4V1 bardaga – Gríptu með þér þrjá vini og reyndu að fella skrímslið eða skelltu þér í hlutverk skrímslisins.  Sama hvað þú velur, þá er hægt að velja úr fjölda öflugra vopna og hæfileika.

Mismunandi hermenn – 4 tegundir hermanna eru í leiknum og geta leikmenn spilað sem Trapper, Support, Assault eða Medic.  Öll hlutverkin eru mikilvæg til að lifa af bardagann við skrímslið.

Skrímslið – Þegar leikmenn spila sem skrímslið eru þeir kóngarnir á vígvellinum.  Hér er mikilvægt að nota skynfæri dýrsins til að veiða bráðina og sýna mannkyninu hver ræður.

 

 
:

Bíó

Birdman

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000289

Riggan (Michael Keaton) er leikari sem má muna fífil sinn fegurri. Hann neyðist til að vinna í sjálfsánægjunni og fjölskylduvandræðum þegar hann landar hlutverki á Broadway sem gæti komið honum á kortið á nýjan leik. Riggan er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem ofurhetjan Birdman, sem kallast skemmtilega á við hlutverk Keatons, sem lék Batman í samnefndri mynd Tims Burton árið 1989, en hann þykir vinna leiksigur í hlutverki sínu sem Riggan og hlaut á dögunum Golden Globe verðlaunin fyrir frammistöðuna. 

Húmor og drama í kvikmyndinni Birdman koma sögu af heimspekilegri tilvistarkreppu leikarans til skila á slyngan hátt, meðal annars vegna þess hve listin líkst veruleikanum. 

Birdman hefur hlotið stórkostlegar viðtökur og hlaut meðal annars fern óskarsverðlaun um daginn.
Besta mynd ársins.
Besti leikstjóri.
Besta handrit.
Besta kvikmyndataka.

"Það er ólíklegt að þú sjáir betri bandaríska kvikmynd í ár!"

- The Australian

"Kvikmyndagerð sem ber vott um snilligáfu!"

- Urban Cinefile

"Michael Keaton er stórkostlegur!"

- 3AW

Auk Keatons eru í aðalhlutverkum Zach Galifianakis, Edward Norton, Naomi Watts, Emma Stone og fleiri. :

Heimabíó

The Equalizer

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

Denzel Washington leikur MacCall, fyrrum leynilögreglumann sem sviðsetti andlát sitt til að lifa rólegu lífi í Boston. Þegar McCall hittir Teri (Chloë Grace Moretz) sem er undir hælnum á illskeyttum rússneskum glæpamönnum, neyðist hann til að taka hlé á hæglátu líferninu til að koma henni bjargar. Í kjölfarið þarf hann að takast á við rússnesku mafíuna, en réttlætiskenndin knýr hann áfram til varnar stúlkunnar. 

Hörkuspennandi kvikmynd um réttlæti og hefnd. 

16


Kaupa Miða


:

Heimabió

Open Windows

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

Leikstjóri:
Nacho Vigalondo


Aðalhlutverk:
Elijah Wood
Sasha Grey
Neil Maskell


Væntanlegt frá Senu

:

Heimabíó

Big Eyes

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

Big Eyes er nýjasta mynd Tims Burton segir frá hjónunum Walter (Christoph Waltz) og Margaret Keane (Amy Adams) sem auðguðust mikið á sjötta áratug síðustu aldar á málverkum sem Margaret málaði en Walter þóttist hafa málað. 

Fljótlega eftir að þau giftu sig árið 1955 hóf Walter að kynna og selja málverk eiginkonu sinnar, en þau voru auðþekkjanleg á stóru augunum sem urðu nokkurs konar vörumerki. Walter reyndist snjall í viðskiptunum og fyrr en varði var hann byrjaður að moka út bæði málverkunum sjálfum og eftirprentunum af þeim og græddu hjónin á tá og fingri. Það var svo ekki fyrr en seinna sem Margaret uppgötvaði að Walter sagði öllum að hann hefði málað myndirnar, ekki hún. Hún gerði samt ekkert í málinu og þrátt fyrir að hafa skilið við Walter árið 1965 var það ekki fyrr en árið 1970 sem hún tilkynnti opinberlega að hún væri raunverulegur höfundur „Big Eyes“- málverkanna. Fyrir þetta þrætti Walter og fór málið að lokum fyrir dómstóla. Margaret vann það eftir kostuleg réttarhöld, en það tók hana samt sem áður mörg ár að fá höfundarrétt sinn viðurkenndan að fullu. 

:

Tónlist

Halleluwah

Tvíeykið Halleluwah gefur úr sína fyrstu plötu í vor. Meðlimir rafsveitarinnar, sem er ný af nálinni, eru söngkonan Rakel Mjöll og fyrrum Quarashi stofnandi og takt/lagasmiður Sölvi Blöndal. Tónlistin samanstendur af ýmsum einkennum rökkurmyndahefðarinnar (film noir), gamaldags raddbeitingu í bland við R&B með myrkum raflhljómum.

Rakel & Sölvi byrjuðu að gera tónlist saman árið 2013 og ákváðu í kjölfarið að taka upp eitt lag saman. Ávöxtur samstarfsins var smáskífan 'Blue Velvet', vísun í samnefnt lag í flutningi Bobby Winton og samnefndrar kvikmyndar David Lynch frá árinu 1986. Lag Halleluwah naut vinsælda á öldum ljósvakans auk þess sem myndband við lagið vakti einnig athygli. Eftir Blue Velvet var ekki aftur snúið og í kjölfarið var hljómsveitin formlega stofnuð.

Þrátt fyrir að hljóheimur Hallelluwah sé margbreytilegur hefur sveitin að mestu  haldið trúnað við þá stemmningu sem myndaðist með Blue Velvet. Útkoman er nýr dáleiðandi hljóðheimur Halleluwah. Breiðskífa Halleluwah er væntaleg þann 5. Mars, og fyrsta smáksífan af væntanlegri plötu verður gefin út þann 28. Janúar næstkomandi. Lagið ber nafnið DIOR.

:

Bíó

Chappie

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000297

Í nálægri framtíð fer vélvæddur lögregluher með eftirlit með glæpamönnum. Í myndinni er fólk komið með nóg af vélmennalöggum og farið að mótmæla. Þegar vélmennalöggunni Chappie er rænt og hann endurforritaður verður hann fyrsta vélmennið sem er fært um að hugsa og finna til. Í kjölfarið þykjast eyðileggjandi öfl sjá í Chappie ógn gegn mannkyninu; lögum og reglu og eira eingum til að halda ástandinu óbreyttu. Fleiri þenkjandi vélmenni á borð við Chappie skulu ekki fá að líta dagsins ljós. 

Chappie er nýjasta mynd Neils Bloomkamp og í aðalhlutverkum eru Hugh Jackman og Sigourney Weaver. 

14

:

Bíó

The Duff

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Allt

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000333

Menntaskólastelpa kemur af stað uppreins eftir að hún kemst að því að hún er uppnefnd the DUFF (Designated Ugly Fat Friend) í skólanum af vinsælu krökkunum. Frábær unlingamynd í anda Mean Girls.

:

Bíó

The Grump

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000331

The Grump er ein vinsælasta mynd Finna frá upphafi, byggð á samnefndum metsölubókum eftir höfundinn Tuomas Kyrö.

Í myndinni fá áhorfendur að fylgjast með sauðþráum og íhaldssömum bónda á níræðisaldri sem hefur ævaforn gildi í hávegum. Samkvæmt honum voru börn ekki frek í gamla daga og fólk eyddi aldrei peningunum sínum í vitleysu! 

Þegar bóndanum mislíkar eitthvað lætur hann það bitna á öllum þeim sem á vegi hans verða, eins og kemur bersýnilega í ljós þegar hann gengur berserksgang, neyddur til að flytja með sitt hafurtask til sonar síns og yfirþyrmandi tengdadóttur í borginni. Tengdadóttirin Liia er framakona sem ansar ekki nafninu "litla fröken" og lætur ekki segja sér að konur eigi ekki að aka bílum. Jafnframt á sá gamli bágt með að fóta sig á nútímalegu heimili ungu hjónanna og sættir sig illa við stöðugt ónæðið frá farsímum þeirra.  

Myndin, sem er ljúf, hjartnæm og ekki síst bráðfyndin, er frá framleiðendum Vonarstrætis og hefur þegar slegið öll aðsóknarmet í Finnlandi. 

:

Tónlist

Himinn og jörð

Tónskáldið, gítarleikarinn og þjóðargersemin Gunnar Þórðarson varð sjötugur þann 4. janúar. Af því tilefni kemur út vegleg safnplata sem hefur að geyma öll bestu lögin á einum stað.

Jafnframt verður slegið upp heljarinnar afmælistónleikum í Eldborgarsal Hörpu þann 29. mars. Þar verða hans þekktustu lög flutt af landsliði íslenskra hljóðfæraleikara og söngvara, auk þess sem sjálft afmælisbarnið stígur á svið. 

Gunnar hóf ferilinn með Hljómum, eins og kunnt er og einn þeirra sem stofnuðu svo ofurgrúppuna Trúbrot. Hann hefur samið og útsett fjöldann allan af þekktustu lögum þjóðarinnar, en útgáfusaga Gunnars spannar um fimm hundruð lög á tugum platna í gegn um tíðina í flutningi fremstu söngvara landsins. Það er því ljóst að af nógu verður af að taka á afmælistónleikunum í Hörpu í mars.  

:

Heimabíó

Gone Girl

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Allt

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000215

Kvikmyndin byggir á samnefndri metsölubók Gillian Flynn, sem seldist eins og heitar lummur og vermdi efstu sæti bóksölulista á vesturlöndum mánuðum saman. 

Kvikmyndinni er leikstýrt af hinum margfræga David Fincher (The Girl with the Dragon Tattoo, Fight Club) og ætla má að kvikmyndin standi bókinni síst að sporði. Gone Girl fjallar um Amy Dunne sem hverfur með dularfullum hætti á fimm ára brúðkaupsafmæli sínu. Við rannsókn málsins finnst dagbók þar sem flett er ofan af svikulum eiginmanni, Nick Dunne, en þar með er sagan ekki öll. 

Í aðalhlutverkum eru þau Rosamund Pike og Ben Afflck, einnig koma við sögu úrvalsleikarar á borð við Neil Patrick Harris, Scoot McNairy og Sela Ward. 

Gagnrýnendur keppast við að lofa myndina, sem hefur slegið í gegn vestanhafs. 

***** "dásamlega myrk og fullkomlega grípandi"

- Andy Lea, Daily Star 


***** 

"Þvílík flétta!"

- Joe Neumeier, New York Daily News


**** "

Töff, myrk og ögrandi!"

- Ian Freer,Empire


"Nánast fullkominn, fullkomlega óhugnanlegur tryllir!"
- Stephen Whitty, Newark Star-Ledger

*****

"Grípandi, snjöll og snilldarlega ofin. Ein af bestu myndum leikstjórans frá upphafi. Ein af albestu myndum ársins."

-T.V., biovefurinn

 

*****

„Hin óumflýjanlega niðurstaða er að ekki sé eitt einasta feilspor tekið og að Gone Girl er enn ein rósin í yfirfullt hnappagat Finchers“

-V.J.V, Svarthofdi.is16


Kaupa Miða

:

Bíó

The Little Death

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

The Little Death er svo sannarlega frumleg gamanmynd um kynlíf, ást, sambönd og öll hugsanleg tabú því tengd. Í myndinni fá áhorfendur að gægjast á bak við luktar dyr fólks sem bý í sömu götu í úthverfi nokkru og virðist allir vera tiltölulega eðlilegir við fyrstu sýn. Annað kemur þó á daginn; ein kvennanna á sér til að mynda hættulega fantasíu sem kærastinn henna leggur sig í líma via að uppfylla. Maður nokkur á í eldheitu ástarsambandi við eiginkonu sína - án þess að hún hafi nokkra hugmynd um það. Par reynir að halda sambandinu gangandi eftir að tilraunamennska í kynlífinu fer úr böndunum. Ein kvennanna finnur einungis kynferðislega örvun þegar eiginmaðurinn grætur og önnur lendir sem þriðji aðili í undarlegu símtali sem felur í sér heyrnarlausan mann og símavændi. Þá er ótalinn truflandi en heillandi nágranni sem tengir þau öll saman.

Í myndinni eru langanir fólks í forgrunni og af hvaða rótum þær spretta. Hversu langt seilumst við til þess að fá það sem við girnumst? Hverjar eru afleiðingar þess að láta undan freistingunum?

:

Viðburður

Svanavatnið

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

Svanavatnið er einn mikilfenglegasti rómantíski ballett allra tíma. Í beinni útsendingu frá The Royal Opera House í Háskólabíói. 

Svanavatnið var fyrsta ballet tónsmíð Tsjaíkovskís, en ballettinn var frumsýndur árið 1877 og hlaut fremur dræmar viðtökur. Síðan þá hefur Svanavatnið öðlast sess sem einn ástsælusti ballett allra tíma. 

Í verkinu gengur Siegfried prins fram á svanafylkingu þar sem hann er við veiðar. Einn svananna breytist í gullfallega konu að nafni Odette. Siegfried verður samstundis hugfanginn af henni og ákveður að rjúfa álögin sem halda henni fanginni. 

Von Rothbart, sem er illur andi og valdur að bölvuninni dulbýr dóttur sína sem Odette. Siegfried lætur blekkjast og lýsir yfir ást sinni til hennar og dæmir þanni Odette til að vera bundin bölvuninni til eilífðarnóns. Siegfried og Odette drekkja sér og eru sameinuð í dauðanum. 

Stórfengleg túlkun Anthonys Dowell færir sér í nyt klassíska kóreógrafíu Levs Ivanov og Mariusar Petipa sem samin var fyrir uppfærslu sem sett var á svið árið 1895. Dramatískir búningar draga fram andstæðurnar á milli hins mennska og andaheimsins á meðan glóandi lampar, glitrandi efni og hönnun skapa töfrandi andrúmsloft og umhverfi. 

:

Heimabíó

Kill the Messenger

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

Fréttamaður verður fórnarlamb viðbjóðslegs rógburðar sem rekur hann á ystu nöf. Rógburðurinn var settur af stað þegar hann flettir ofan af þætti CIA í vopnabraski og fíkniefnainnflutningi. Myndin er byggð á sannri sögu blaðamannsins  Gary Webb. 


:

Tölvuleikir

Battelfield

 Í Battlefield Hardline geta leikmenn látið alla „löggu og bófa“ drauma sína rætast.  Þessi grjótharði skotleikur sameinar netspilunina sem Battlefield leikirnir eru þekktir fyrir við spennandi söguþráð fullan af tilfinningum, hasar og átökum.

Leikmenn fara í hlutverk Nick Mendoza sem er ungur lögreglumaður í hefndarhug.  Söguþráður leiksins snýst um Nick og félaga og sækir hann innblástur sinn í þá lögregluþætti sem við þekkjum úr sjónvarpinu.  Í netspilun leiksins geta leikmenn elt glæpamenn, rænt bankahvelfingar og bjargað gíslum svo fátt eitt sé nefnt.

Leikurinn inniheldur:

Löggur og glæpamenn mætast í heimi sem er fullur af glæpum.

Hraða spilun, en Battlefield Hardline er hraðasti Battlefield leikurinn hingað til.

Fullt af græjum sem krefjast nýrrar hugsunar í spilun.  Þar á meðal eru gripkrókar, rafbyssur og fleira.

Helling af farartækjum, en leikmenn geta vaðið um á allskyns bílum, þyrlum og stærri farartækjum.


:

Bíó

Cut Bank

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

Dwayne McLaren hefur verið að leita leiða til að komast burt úr smábænum Cut Bank Mt, allt frá því hann útskrifaðist úr framhaldsskóla fyrir nokkrum árum síðan. Skyndilega er hann er staddur á röngum stað á réttum tíma og stekkur á tækifæri til að eltast við betra líf í stórborginni með kærustunni sinni Cassöndru. En heppni er jafnan víðsfjarri í Cut Bank og flóðgáttir slæms karma opnast fljótlega í kjölfar þess sem Dwane taldi sérstaka gæfu. 

Leikstjóri:
Matt Shakman


Aðalhlutverk:
Liam Hemsworth
John Malkovich


:

Heimabíó

Exodus

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Allt

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000255

Christian Bale fer með aðalhlutverkið í stórmyndinni Exodus úr smiðju Ridleys Scott. Leikarar myndarinnar eru ekki af verri endanum því auk Bale fara þau Sigourney Weaver, Ben Kingsley, Joel Edgerton o.fl. Myndin er byggð á gamla testamentinu, nánar tiltekið frásögninni af því þegar Móses frelsaði 600 þúsund Ísraelsmenn undan 400 ára þrældómi Egypta og leiddi þá til fyrirheitna landsins, Ísraels. Um leið storkar hann egypska faraónum og æskuvini sínum Ramses auk þess sem hann og hans fólk þarf að glíma við ýmsar plágur sem gengu yfir landið á þessum tíma og felldu marga.

Handrit myndarinnar er að mestu eftir Steve Zaillian sem hlaut Óskarsverðlaunin fyrir handrit sitt að Schindler's List og var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir MoneyballGangs of New York og Awakenings. Þess má líka geta að Exodus: Gods and Kings er þriðja myndin sem þeir Zaillian og Ridley Scott vinna saman að, en það gerðu þeir einnig í myndunum Hannibal og American Gangster

:

Bíó

Fúsi

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

Fúsi segir frá titilpersónunni Fúsa, sem er liðlega fertugur og býr einn með móður sinni. Líf hans er í afar föstum skorðum og lítið sem kemur á óvart. Hann minnir á unga sem hefur komið sér þægilega fyrir í hreiðrinu og hefur enn ekki haft kjark til að hefja sig til flugs. Þegar ung stúlka og kona á hans reki koma óvænt inn í líf hans, fer allt úr skorðum og hann þarf að takast á við ýmislegt í fyrsta sinn. Dagur Kári leikstýrir og skrifar handritið að Fúsa, sem er framleidd af þeim Baltasar Kormáki og Agnesi Johansen fyrir framleiðslufyrirtækið Sögn.

:

Bíó

Max Steele

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

Ævintýri unglingsins Max McGrath og vinar hans Steel sem er geimvera. Í aðalhlutverkum eru Mario Bello og Andy Garcia. 

:

Bíó

The Gunman

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Allt

Spennutryllir sem fjallar um Martin Terrier, sem Sean Penn leikur. Terrier er leigumorðingi sem vill hætta í bransanum og lifa lífinu með kærustunni, sem leikin er af Jasmine Trinca. Áætlun hans fer úrskeiðis þegar fyrirtækið sem hann vinnur fyrir reynist svikult. Fljótlega, þá hefst blóðugt ferðalag um Evrópu með tilheyrandi dauðsföllum.

:

Bíó

The Transporter Legacy

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

Luc Besson er mættur aftur til leiks með nýja Transporter mynd. Frank Martin er besti sendillinn sem völ er á. Að þessu sinni er meira undir og tækninni hefur fleygt ört fram, en sömu þrjár reglurnar gilda enn: aldrei breyta samningnum, engin nöfn og aldrei opna pakkann. 

Þegar tálkvendið Anna og glæsilegar aðstoðarkonur hennar ráða Frank til starfa uppgötvar hann fljótlega að hann hefur verið gabbaður. Anna og skósveinkur hennar hafa rænt föður Franks (Ray Stevenson) til þess að ginna hann til að hjálpa þeim í átökum við óvæginn hóp Rússa sem fást við mansal. Knúinn af hefndarhvöt brýtur Frank allar reglurnar og svífst einskis til að bjarga föður sínum. 

:

Viðburðir

Jimmy Carr

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

UPPSELT Á FYRRI SÝNINGU Á 5 MÍNÚTUM

UPPSELT Á AUKASÝNINGU Á 10 MÍNÚTUM

UPPSELT Á LATE NIGHT AUKASÝNINGUNA Á 15 MÍNÚTUM!

FJÓRÐA SÝNINGIN STAÐFEST! Kl. 22:30 þann 23. mars. Miðasala hafin og aðeins örfáir miðar eftir!

Jimmy Carr er breskur uppistandari, sjónvarpsmaður og leikari sem er þekktastur fyrir óviðjafnanlegan hlátur, hárfínan, kolsvartan húmor og vafasama brandara. Carr geystist inn á grínvöllinn árið 2000 og hefur notið mikilla vinsælda síðan. Jimmy hefur selt yfir milljón DVD diska og verið gestgjafi í ótal sjónvarpsþáttum en uppistand fyrir framan áhorfendur er tvímælalaust hans sérgrein og nokkuð sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.   

Sýningin hans, Gagging Order, er stútfull af óviðjafnanlegum húmor; greindarlegum, ruddalegum og jafnvel algerlega óásættanlegum bröndurum. Gagging Order hefur fengið frábærar viðtökur og óhætt að lofa útkeyrðum hláturtaugum að henni lokinni. 

*Athugið að gestir eru vinsamlegast beðnir um að skilja eftir samviskuna, sómakenndina og almenna kurteisi eftir heima. 

:

Tónlist

Björgvin Halldórsson

Segja má að ferill Björgvin Halldórssonar sé einn sá glæsilegasti sem Íslendingur hefur átt í sögu dægurtónlistar hér á landi. Hann er sannkallaður fagmaður og hefur fyrir löngu skipað sér meðal fremstu manna íslenskrar tónlistarsögu. 

Nú er væntanleg frá kempunni ný gospelplata sem aðdáendur verða ekki sviknir af. Þetta er svo sannarlega ekki fyrsta gospelplata Björgvins, en árið 1993 gerði hann gospelplötuna Kom heim sem sló eftirminnilega í gegn með lögum á borð við Gullvagninn. Það er því óhætt að fullyrða að Björgvin hafi átt drjúgan þátt í að koma Gospeltónlistinni á kortið hérlendis. 

Platan kemur út í vor og hefur vaflaust að geyma smelli sem eiga eftir að hljóma úr viðtækjum landsmanna um ár og öld, líkt og aðrar perlur Björgvins. 

:

Tölvuleikir

Bloodborne

Nýjasti leikurinn frá FromSoftware, en þeir eru meðal annars þekktir fyrir Dark Souls leikina.  Það ríkir bölvun yfir borginni Yharnam, en illvígur sjúkdómur dreifist hratt yfir borgina.  Leikmenn þurfa að horfast í augu við sinn mesta ótta þegar þeir þurfa að fara til borgarinnar og leita svara.  Hættur, dauðinn og geðveiki eru á hverju strái í þessari dimmu og hryllilegu veröld.  Það er svo í þínum höndum að finna hvað er í gangi.

 

Leikurinn inniheldur

Nýjan heim, fullan af hrylling og ótta.

Fullkomið bardagakerfi þar sem leikmenn þurfa að blanda saman hasar og taktík.

Nýja kynslóð af hasar- og hlutverkaleik þar sem kraftur PlayStation 4 tölvunnar skín í gegn.


:

Bíó

Loksins heim

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

Þegar geimverur taka yfir Jörðina er öllum manneskjum komið fyrir annars staðar á meðan plánetan er endurskipulögð. Úrræðagóð lítil stúlka að nafni Tip kemst þó undan því að vea send í burtu og lendir í slagtogi við geimveru að nafni Oh. Flóttamennirnir tveir leggja upp í ævintýralegasta ferðalag ævinnar. 

:

Viðburðir

Gunni Þórðar

MIÐASALAN HÓFST MEÐ LÁTUM. AUKATÓNLEIKAR KL. 16 KOMNIR Í SÖLU!


Tónskáldið, gítarleikarinn og þjóðargersemin Gunnar Þórðarson er nýorðinn sjötugur. Af því tilefni verður slegið upp heljarinnar afmælistónleikum í Eldborgarsal Hörpu þann 29. mars. 

Gunnar hóf ferilinn með Hljómum, eins og kunnt er og einn þeirra sem stofnuðu svo ofurgrúppuna Trúbrot. Hann hefur samið og útsett fjöldann allan af þekktustu lögum þjóðarinnar, en útgáfusaga Gunnars spannar um sjö hundruð lög á tugum platna í gegn um tíðina í flutningi fremstu söngvara landsins. Það er því ljóst að af nógu verður af að taka á afmælistónleikunum.

Á tónleikunum verða þekktustu lög Gunnars flutt af landsliði íslenskra hljóðfæraleikara og söngvara ásamt gospelkór, barnakór og strengjasveit. Síðast en ekki síst ber að nefna að sjálft afmælisbarnið stígur á svið og flytur nokkur vel valin lög. 

Söngvarar:
Björgvin Halldórsson
Egill Ólafsson
Eyþór Ingi
Páll Óskar
Sigríður Thorlacius
Stefán Jakobsson
Una Stef

Þú og ég:
Helga Möller
Jóhann Helgason

Sérstakir gestir:
Bergþór Pálsson
Elmar Gilbertsson
Þóra Einarsdóttir

Kynnir:
Jónas R Jónsson

Hljómsveitarstjóri:
Þórir Úlfarsson

Leikstjóri:
Egill Eðvarðsson

Heiðursgestur:
Gunnar Þórðarson

Miðasala á aukatónleikana er hafin á Miði.is, Harpa.is, í miðasölu Hörpu og í síma 528-5050. 

Þar að auki er væntanleg vegleg safnplata með öllum bestu lögunum af ferlinum í tilefni af afmælinu. 

:

Viðburðir

Ópera: Rise and Fall of the City of Mahagonny

Stórkostlegt samstarf leikskáldsins Bertholts Brecht og tónskáldsins Kurt Weill í beinni útsendingu frá The Royal Opera House í Háskólabíói. 

Þrír glæpamenn á flótta finna borg - Mahagonny, borg gullsins. Útlagar úr öllum áttum fylkjast til Mahagonny, þeirra á meðal vændiskonan Jenny og skógarhöggsmaðurinn Jim Mahoney ásamt þemur vinum sínum 


Borgin bólgnar út í glæpum og vafasamri starfsemi. Jim og Jenny reyna að flýja, en komast hvergi. Jim er handtekinn og tekinn af lífi og borgin brennur. 


Óperan þykir eitt best heppnaða samstarf tuttugustu aldarinnar, en óperan var frumsýnd 9. mars 1930. 

:

Bíó

Ástríkur

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

Hinn sívinsæli Ástríkur heillar hverja kynslóðina á fætur annari ásamt samborgurum sínum í Gaulverjabæ. Að þessu sinni hyggst Sesar sölsa undir sig Gaulverjabæ og fella undir Rómarveldi. Til þess hefur hann látið byggja hús við hlið þorpsins þar sem hann ætlar að koma á fót rómverskri nýlendu.  

Hafðu samband

Hringdu í okkur

591 5100

Við svörum milli 09:00 og 17:00
alla virka daga.

Sendu fyrirspurn

Til að fyrirbyggja ruslpóst:

Fréttir & tilkynningar

Allt

Annie frumsýnd í dag - 27.2.2015 Kvikmyndir

Myndin um munaðarlausu stúlkuna Annie kallar fram nostalgíu með mörgum, enda naut hún gífurlegra vinsælda þegar hún kom út snemma á níunda áratugnum. Nú hefur Annie verið endurgerð og söguþráðurinn á þessa leið: Benjamin Stacs, sem er moldríkur viðskiptajöfur, bjargar Annie frá ofríki fröken Hannigan, sem rekur munaðarleysingjahæli. Munaðarleysinginn Annie er kát stúlka sem er ekkert blávatn og getur alveg séð um sig sjálf.

Meira...

The Order 1886 - 23.2.2015 Tölvuleikir

Út er kominn tölvuleikurinn The Order 1886. Hér er á ferðinni Magnaður hasar- og ævintýraleikur gerður af Ready at Dawn og Santa Monica Studio. Leikurinn gerist í London árið 1886, nema hvað sagan hefur þróast á annan veg en við þekkjum. Tækniþróun hefur fleytt áfram og er hún notuð til að berjast gegn illvígum óvinum. Leikmenn fara í hlutverk Galahad, en hann er meðlimur í fornri riddarareglu.

Meira...

Veiðimennirnir frumsýnd á föstudaginn - 17.2.2015 Kvikmyndir

Veiðimennirnir (Fasandræberne) er gerð eftir geysivinsælli bók í bókaflokki Jussi Adler-Olsen, sem fjallar um lögregludeildina Q. Þess má geta að fyrsta myndin úr bókaflokknum, Konan í búrinu, sló í gegn þegar hún var sýnd hérlendis árið 2013. 

Meira...

Pakkuppselt á Gabriel Iglesias í Hörpu! - 12.2.2015 Viðburðir

Miðasala á uppistandarann Gabriel Iglesias hófst kl. 10 í morgun með látum, eins og áður hafði komið fram. Nú í lok dags staðfestum við að það er orðið algjörlega pakkuppselt og ekki einn laus miði í Eldborgarsal Hörpu. Því miður er ekki hægt að bæta við aukasýningu.

Meira...

Svo til uppselt á Gabriel Iglesias - 12.2.2015 Viðburðir

Miðasala á uppistandarann Gabriel Iglesias hófst kl. 10 í morgun með látum. Nú er svo komið, ca 30 mínútum síðar, að svo til uppselt er á sýninguna. Einungis örfáir miðar eru eftir; aftast í salnum, í ódýrasta svæðinu og svo aðallega stök sæti á víð og dreif um salinn. Ljóst er að uppselt verður á sýninguna innan skamms. 

Meira...

Kingsman: The Secret Service frumsýnd á föstudaginn - 9.2.2015 Kvikmyndir

Kingsman: The Secret Service er byggð á samnefndri teiknimyndasögu sem hefur hotið mikið lof og er leikstýrt af Matthiew Vaughn (Kick-Ass, X-Men: First Class). Kingsman: The Secret Service fjallar um háleynileg njósnasamtök sem ráða til sín óslípaðan en efnilegan götustrák og leyniþjónustumaður sem kominn er á eftirlaun tekur nýliðann unga undir sinn verndarvæng. 

 

Meira...

Rómeó og Júlía með Orlando Bloom í aðalhlutverki í sýnd á Valentínusardag - 9.2.2015 Viðburðir

Rómeó og Júlía sem kalla má mögnuðustu ástarsögu allra tíma, var sýnd í fysta sinn á sviði á Broadway í 36 ár fyrir nokkru. Nú fá aðdáendur hérlendis einstakt tækifæri til að horfa á uppfærsluna í bestu mögulegum gæðum í Háskólabíói. 

Meira...

Söngvakeppnin 2015 komin út - 4.2.2015 Tónlist

Söngvakeppnin 2015 hefur að geyma lögin tólf sem keppa um flugsætin til Vínarborgar í maí. Þar að auki eru öll lögin einnig án söngs á plötunni fyrir karókíþyrsta söngfugla til að spreyta sig á. Lagavalið að þessu sinni er afar fjölbreytt, allt frá ballöðum til rokks Meira...