Nýtt frá Senu

:

Tónlist

Helgi Björnsson

Hinn landsþekkti söngvari og leikari Helgi Björnsson fagnar þrjátíu ára söngafmæli um þessar mundir, en það eru orðnir þrír áratugir síðan þetta hófst allt saman og fyrsta hljómplatan kom út með söngvaranum ástsæla. Það var vitaskuld platan Get ég tekið cjens með hljómsveitinni Grafík sem innihélt m.a. lögin „Mér finnst rigningin góð“, „16“ og „Þúsund sinnum segðu já“. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og Helgi átt farsælum ferli að fagna, jafnt með hljómsveitinni SSSÓL, Reiðmönnum vindanna, með flutningi dægurperla sem öll þjóðin hefur raulað með, eða einn með sjálfum sér.  

Í tilefni söngafmælisins er komin út þreföld safnplata sem hefur að geyma öll bestu lögin af ferlinum auk þriggja splunkunýrra smella. 

 

:

Tónlist

Hermigervill

Les Freres Stefson kynnir:

Hermigervill, einn fremsti raftónlistarmaður landsins, sendir nú frá sér nýja plötu. Plata þessi markar þáttaskil á ferli hans, eftir tvær plötur sem byggðar voru á sömplum, og aðrar tvær sem innihéldu rafútgáfur af íslenskum dægurperlum. Nú stígur hann fram með frumsamið efni í fyrsta sinn, og því heitir platan einfaldlega I - fyrsta raunverulega platan. 

Hermigervill fær góða gesti sér til liðsinnis í nokkrum lögum, þar á meðal söngvarana John Grant og Unnstein Manúel Stefánsson. Platan inniheldur melódísk lög sem virka bæði á dansgólfum sem og í stofunni heima, nokkuð sem fáir hafa náð að útfæra jafn vel og 

Hermigervill, sem hefur fínpússað þennan eiginleika á tónleikaförum sínum um heim allan síðustu ár.

:

Bíó

Mörgæsirnar frá Madagaskar

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000251

Í Mörgæsunum frá Madagaskar uppgötva áhorfendur leyndardóma skemmtilegasta og dularfyllsta fuglsins í alþjóðlegu njósnaleikunum. Skipper, Kóvalskí, Ríkó og Hermann ganga til liðs við njósnasamtökin Norðanvindana sem Leyndarmál Fulltrúi leiðir til að stöðva áform óþokkans illræmda Oktavíusar Brim, sem hyggur á heimsyfirráð!

Frumsýnd 28. nóvember í 2-D og 3-D í Smárabíói, Háskólabíói, Laugrásbíói, Egilshöll, Álfabakka og Borgarbíói Akureyri.

Íslensk talsetning:

SKIPPER  - BJÖRN THORARENSEN
KÓVALSKÍ - HJÁLMAR HJÁLMARSSON
HERMANN - BERGUR ÞÓR INGÓLFSSON
RÍKÓ  - T.F.WHITE
OKTAVÍUS BRIM / DABBI   - ÞORSTEINN BACHMANN*
EVA  - ÁLFRÚN HELGA ÖRNÓLFSDÓTTIR
LEYNDARMÁL FULLTRÚI  - DAVÍÐ GUÐBRANDSSON 
BJARNFREÐUR  - SVEINN ÓLAFUR GUNNARSSON

LEIKSTJÓRI - HJÁLMAR HJÁLMARSSON

L


:

Tónlist

Pottþétt 63

Á plötunni er að finna flest af vinsælustulögum dagsins í dag. Á Pottþétt 63 eru 40 lög með íslenskum og erlendum flytjendum. Meðal flytjenda á plötunnieru: Meghan Trainor, Sia, George Ezra, Magic!, Coldplay, Lilly Wood, Vance Joy, Nico & Vinz, David Guetta, Hjálmar, Valdimar, Ásgeir Trausti, Nýdönsk, Kaleo, PrinsPóló, Kvika, Haukur Heiðar, Jón Jónsson, Vio, og Steed Lord. 

Stútfull plata með vinsælustu lögunum haustið 2014. Pottþétt 63 er 102. Pottþétt platan í Pottþétt útgáfuröðinni sívinsælu. Þá eru taldar með allar hliðarplötur.

:

Tónlist

Vio

Dive In er fyrsta plata drengjanna í mosfellsku hljómsveitinni Vio, sem eru sigurvegarar Músíktilrauna í ár. Hljómsveitin var stofnuð í mars á þessu ári og hefur meðal annars spilað á tónlistarhátíðum í Þýskalandi og Hollandi síðan.


Þeirra fyrsta lag, „You Lost It“, sat lengi ofarlega á vinsældarlistum Rásar 2 og X977.
Nafn plötunnar gefur til kynna hvað hefur einkennt feril bandsins til þessa en sveitin hefur haft í nógu að snúast síðan hún var stofnuð.
Platan var tekin upp í Hljóðrita og Sundlauginni og er í nokkuð sérstökum stíl, hún blandar saman kraftmiklu rokki, grípandi melódíum og melankólísku andrúmslofti.


:

Heimabíó

Deliver us from Evil

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Allt

Lögreglumaðurinn Ralph Sarchie (Eric Bana) hefur séð sinn skerf af óhugnaði í myrkum strætum suðurhluta Bronx-hverfisins í New York. Viðurstyggðin er slík að myrkrið er farið að hreiðra um sig í huga Sarchies, og kemur niður á fjölskyldunni hans; eiginkonunni Jen (Olivia Munn) og lítilli dóttur þeirra Christinu (Lulu Wilson).

Þegar Sarchie er fenginn til að rannsaka röð óútskýranlegra og dularfullra glæpa fær hann prestinn Mendoza (Edgar Ramirez) sem kann að framkvæma andasæringar í lið með sér. Smám saman kemur í ljós að óhugnanleg og djöfulleg öfl sem herja á New York borg og Sarchie neyðist til að kasta öllum hugmyndum sem hann hafði fyrir um heiminn og grípa til óhefðbundinna aðgerða til að vernda fjölskylduna fyrir frumstæðri illskunni sem ásækir þau. 

Myndin, sem er úr smiðju leikstjórans Scott Derrickson (Sinister og The Exorcism of Emily Rose) og Jerry Bruckheimer, er byggð á bók er segir af sannsögulegum málum sem Sarchie fékkst raunverulega við og eru vægast sagt hryllileg. 

16

Kaupa Miða

:

Tölvuleikir

LittleBigPlanet 3

Í LittleBigPlanet 3 er Sackboy hent á glænýja plánetu sem ber nafnið Bunkum, en sú pláneta er hrein paradís uppfull af allskyns ævintýrum.  Með klaufaskap sínum tekst Sackboy að sleppa þremur illmennum lausum, en þau ætla sér að rústa plánetunni.  Til að bjarga deginum þarf Sackboy að rífa sig í gang, en með honum detta inn nýjar persónur sem leikmenn geta stýrt, en það eru Toggle, OddSock og Swoop.

 

Leikurinn inniheldur:

 · Nýjar persónur sem leikmenn geta stýrt.  Hver þeirra hefur sína kosti og eiginleika.

 · Fjögurra manna spilun bæði í gegnum netið eða á sama skjánum.

 · Tæki og tól sem leikmenn geta notað til að skapa sína eigin heima, en LBP býður uppá endalausa möguleika þegar kemur að því að búa til hluti.

:

Heimabíó

Dawn of the Planet of the Apes

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

Apinn stórgreindi, Caesar, leiðir örtstækkandi hóp erfðafræðilega þróaðra apa. Þeim stafar ógn af eftirlifendum úr röðum manna sem stóðu af sér skelfilegan vírus sem breiddi úr sér um allan heim áratug fyrr. Aparnir og mennirnir komast að friðarsamkomulagi, sem er afar brothætt. Þeir standa því á barmi styrjaldar sem sker úr um hvor tegundin kemur til með að ráða ríkjum á jörðinni.

Í aðalhlutverkum eru engir aukvisar, apann Caesar leikur Andy Serkis (The Hobbit) og Gary Oldman (Lawless, The Dark Knight Rises) leikur höfuðandstæðing hans, Dreyfus úr röðum manna. 

"Stórkostlegt framhald" 
-Varitey

"DAWN OF THE PLANET OF THE APES sjónrænt meistaraverk sem er dulbúið sem stórmynd. Ég er fullur aðdáunar“.
-Comingsoon.net

"Sjónarspil og saga hafa ekki fléttast saman á jafnáhrifaríkan máta frá því í fyrstu Matrix myndinni".
-Comingsoon.net

"Besta stórmyndin í sumar. Þú verður gersamlega agndofa“.
-Pete Hammond / Movieline

"Skemmtilegasta, æsilegasta, kraftmesta og mest ögrandi allra „Apes“ myndanna.“
-Pete Hammond / Movieline

*****
-New York Daily News


14

Kaupa Miða
:

Heimabíó

Nikulás litli í sumarfríi

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

Önnur kvikmyndin í röðinni um Nikulásás litla, en sú fyrri sló sannarlega í gegn á Íslandi þegar hún var sýnd árið 2009 og var aðsóknarmesta mynd í Frakklandi sama ár. Myndirnar eru gerðar eftir heimsþekktum barnabókum Renés Goscinny og Jeans-Jaques Sempé um Nikulás litla, sem eru einstakar að stíl.

Nýjustu ævintýri Nikulásar litla eru sólrík og töfrandi og sprenghlægileg. Skólaárinu er að ljúka og langþráð sumarfrí loksins runnið upp. Nikulás litli, foreldrar hans og kossaóð amma halda á ströndina. Þar eignast Nikulás litli fljótlega nýja vini og það verður snemma ljóst að fríið verður ógleymanlegt fyrir alla. Nikulás litli í sumarfríi er svo sannarlega gamanmynd fyrir alla fjölskylduna.  

Fyrri myndin hlaut stórgóða dóma og ætla má að enginn verði svikinn af þeirri seinni, sem hefur hlotið frábærar viðtökur gagnrýnenda:

„Hún er komin! Gamanmynd sumarsins!“

- Le Parisien

„Brandararnir streyma viðstöðulaust í velheppnuðum og sólríkum bunum“

- Le Journal du Dimanche

„Fullkomin fjölskylduskemmtun“

- Le Dauphiné

„Gefur fyrri myndinni ekkert eftir!“

-  La Libre


Kaupa Miða


:

Heimabíó

Sex Tape

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

Jay (Jason Segel) og Annie (Cameron Diaz) hafa verið gift í áratug og eiga tvö börn. Eins og gengur hefur kynlífið setið á hakanum í dagsins önn, svo þau grípa til þess ráðs að taka upp þriggja klukkustunda langt kynlífsmyndband til að endurvekja neistann.

Þau vakna upp við vondan draum þegar í ljós kemur að Jay hefur deilt myndbandinu með öllum sem þau þekkja (og þekkja ekki); þar með talið vinum, yfirmönnum, foreldrum sínum og foreldrum vina barnanna sinna. Frávita reyna þau að eyða myndbandinu af netinu, sem hrindir af stað bráðfyndinni atburðarás. 

Kvikmynd um kvikmynd sem þau vilja ekki að þú sjáir! 

14

Kaupa Miða

:

Heimabíó

The Giver

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

Áhrifamikil kvikmynd sem hverfist um Jonas, ungan mann sem býr í að því sem virðist ansi fábrotnum og litlausum heimi þar sem krafist er hlýðni, fylgispekt og nægjusemi. Þegar honum er falið ævistarfið, sem felst í að vera viðtakandi minninga, byrjar hann loks að skilja myrk og flókin leyndarmálin sem lúra á bak við tjöldin í viðkvæmu samfélaginu. Þrátt fyrir að líkurnar séu honum ekki í hag reynir Jonas að sleppa og koma þjóð sinni til bjargar - nokkuð sem engum hefur tekist fyrr.

Kvikmyndin byggir á samnefndri metsölubók eftir Lois Lowry, sem hefur selst í yfir 10 milljón eintökum. 


L


Kaupa Miða

:

Bíó

The Hunger Games

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000250

Katniss Everdeen verður tákngervingur uppreisnar kúguðu ríkjanna gegn Capitol, án þess að hafa beðið um hlutverkið. Í myndinni hefst hún við í ríki 13, sem flestir töldu að hefði verið þurrkað út í síðustu uppreisn. Fyrri hluti síðustu myndarinnar í Hungurleikaþríleiknum vinsæla.  

12


Kaupa Miða

:

Heimabíó

Wish I was Here

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

Zach Braff fylgir hér eftir kvikmyndinni Garden State, sem sló heldur betur í gegn. Kvikmyndin segir frá Aidan Bloom, manni á fertugsaldri sem stendur á krossgötum í lífi sínu. Aidan er leikari sem bersat í bökkum, eiginmaður og faðir og ekki ennþá búinn að átta sig á því hver hann er og veltir sér upp úr hver tilgangur lífsins. 

Þegar hann hefur ekki efni á að greiða fyrir dýran einkaskóla barnanna sinna ákveður hann að kenna þeim heima. Á meðan Aiden kennir börnunum sínum um tilveruna fer hann óhjákvæmilega ofan í saumana á lífi sínu, starfsferli og fjölskyldu. 

Leikstjóri:
Zach Braff

Aðalhlutverk:
Jim Parsons 
Joey King
Mandy Patinkin

:

Heimabíó

Að temja drekann sinn 2

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Allt

Fimm ár eru liðin frá því að Hiksti og Tannlaus komu á friði á milli dreka og víkinga á eyjunni Berk. Þegar þeir uppgötva falinn íshelli sem er heimili hundruða villtra dreka verða vinirnir að leggja sig alla fram um að halda friðinn á Berk. Saman búa þeir yfir styrk til þess að breyta framtíðinni sem varðar jafnt menn sem dreka. Myndin er framhald af hinni geysivinsælu Að temja drekann sinn, sem fór sigurför um heiminn þegar hún kom út árið 2010. 

Með aðalhlutverk í íslenskri talsetningu fara Sturla Sighvatsson, Þórunn Lárusdottir, Ólafur Darri Ólafsson, Vigdis Pálsdóttir, Eythor Ingi Gunnlaugsson, David Guðbrandsson, Þór Tulinius, Urdur Bergsdóttir, Sigurdur Þór Óskarsson, Sigurbjartur Atlason og Arnar Dan Kristjánsson. Leikstjóri er Rósa Guðný Þórsdóttir og fór talsetning fram í Stúdíói Sýrlandi.

Myndin hefur fengið frábærar viðtökur gagnrýnenda, eins og sjá má:

ramhaldið hefur fengið frábæra dóma og umsagnir gagnrýnenda:

**** "Stórfenglegt framhald!" 

CinemaBlend


**** "Undraverð!"

The Republic


*** "Áhrifarík og falleg saga"

New York Post


"Skemmtilegasta myndin [á Cannes í ár]!"

Variety

Leikstjóri:
Dean Deblois

Aðalhlutverk:
Gerard Butler
Jonah Hill
Kristen Wiig
Jay Baruchel


Kaupa Miða

:

Tölvuleikir

Dragon Age: Inquisition

Hér geta leikmenn vaðið um risastóran ævintýraheim sem er á barmi gjöreyðingar, en Dragon Age: Inquisition er stórbrotinn hasar- og hlutverkaleikur þar sem þú ræður ferðinni.  Leikurinn er gerður af Bioware sem áður meðal annars gert Mass Effect seríuna, en þeir eru snillingar í að búa til spennandi heim og söguþráð sem fá leikmenn til að naga stólbakið.

 

Leikurinn inniheldur
· Stórbrotinn heim sem skiptist upp í mörg svæði.  Heimurinn lifnar við með Frostbyte 3 grafíkvélinni.

· Leikmenn búa til sínar eigin persónur og þurfa að leiða herlið til orrustu í þessum magnaða leik. Lifandi heim sem leikmenn stýra og skapa með þeim ákvörðunum sem eru teknar

:

Tónlist

SamSam

Hljómsveitin SamSam var stofnuð af systrunum Hófí og Gretu Mjöll og er nafnið dregið af föðurnafnið þeirra enda eru þær Samúelsdætur. Systurnar hafa sungið saman frá blautu barnsbeini en láta nú drauminn loks rætast með plötuútgáfu SamSam.

Mörg lögin af plötunni hafa notið töluverðra vinsælda á útvarpsstöðvum landsins nú þegar. En platan er samansafn af öllum lögum sem hljómsveitin og systurnar hafa samið og gefið út frá árinu 2006.

Öll lög á plötunni eru eftir Hólmfríði nema lagið Eftir Eitt Lag sem hljómsveitin fékk lánað á plötuna á íslensku og ensku. En það lag varð gríðarlega vinsælt í vor þegar Greta Mjöll söng það í Söngvakeppni Sjónvarpsins. Allar útsetningar á öðrum lögum plötunnar voru í höndum hljómsveitarinnar.

Væntanlegt frá Senu

:

Tónlist

Rock Or Bust

Ný plata frá Angus Young og félögum. Sú fyrsta í 6 ár.

:

Heimabíó

The Rover

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Allt

Myndin á að gerast tíu árum eftir hrun siðmenningar og samfélagsins eins og við þekkjum það. Lög og regla eru látin lönd og leið og mannslífið er ódýrt. Áhorfendur fylgjast með Eric (Pearce) þar sem hann ferðast eftir fáförnum sveitavegum um borgir og bæi sem lagst hafa í eyði. Þegar þjófagengi stelur bíl Erics leggur hann allt í sölurnar til að endurheimta það eina sem skiptir hann máli í veröldinni. 

Gagnrýnendur hafa beðið í eftirvæntingu eftir þessari mynd leikstjórans Davids Michod, en síðasta mynd hans, Animal Kingdom hlaut fjölda tilnefninga og vann til verðlauna á kvikmyndahátíðum um allan heim. 

Aðalhlutverk:Leikstjórn:

:

Tónlist

Jón Jónsson

Ný plata er væntanleg frá Jóni Jónssyni, einni skærustu stjörnu þjóðarinnar. Óhætt er að segja að plötunnar hafi verið beðið með eftirvæntingu, en síðasta plata tónlistarmannsins Wait for Fate var ein vinsælasta og söluhæsta plata landsins þegar hún kom út. 

Öll lögin á plötunni, sem ber hinn afar viðeigandi titil Heim, eru sungin á móðurmálinu að þessu sinni. Platan hefur að geyma 12 ný lög sem ekki hafa heyrst áður í útvarpi eða á hljómplötu og þrjú lög til fengu að læðast með sem aukalög, en þau hafa öll fengið góða spilun á öldum ljósvakans.


:

Tónlist

John Grant

John Grant var stórkostlegur þegar hann flutti í beinni útsetningu á BBC bestu lög ferilsins við undirleik Fílharmóníusveitar BBC, sem samanstendur af 60 færustu hljóðfæraleikurum Bretlands. Útsetningar annaðist samstarfsfélagi Grants til langs tíma, Fiona Brice. Fallegur flutningurinn og viðbrögð hlustenda kölluðu á að viðburðurinn yrði gefinn út á plötu, sem aðdáendur söngvarans hérlendis verða svo sannarlega ekki sviknir af. 

:

Tónlist

Óskalög þjóðarinnar

Allra vinsælustu lög þjóðarinnar frá lýðveldisstofnun 1944.

35 vinsælustu lög þjóðarinnar frá lýðveldisstofnun 1944 til dagsins í dag. Lögin voru flutt í samnefndum sjónvarpsþætti, þar sem þjóðin fékk tækifæri til að velja og hlýða á óskalögin sín. Í hverjum þætti voru tekin fyrir fimm af allra vinsælustu lögum hvers áratugar í flutningi ólíkra listamanna sem höfðu sannarlega sitt til málanna að leggja. Í sumum tilfellum var niðurstaðan sú að eiga lítið sem ekkert við útsetningar á meðan önnur lög voru færð í nýjan búning. Á plötunni má meðal annars hlýða á Björn Jörund flytja „Ó borg, mín borg“, Krumma syngja „Frostrósir“,  Páll Óskar flytur „Við gengum tvö“, „Bláu augun þín“ tindra í meðförum Valdimars og Fríða Dís syngur  „Í bláum skugga“. Ástæða þótti til að gefa út lögin 35 á geisla- og mynddiski og hefur ekkert verið átt við efnið eftir á. Lögin eru eins og þau koma af kúnni. Lifandi flutningur með öllu sem honum fylgir.

:

Heimabíó

París Norðursins

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

Björn Thors og Helgi Björnsson fara með aðalhlutverkin í París norðursins. Hugi (Björn Thors) hefur fundið skjól frá flækjum lífsins í litlu, kyrrlátu þorpi úti á landi, sækir AA fundi, lærir portúgölsku og kann ágætlega við sig í fásinninu. Þegar hann fær símhringingu frá föður sínum (Helga Björns) sem boðar komu sína er hið einfalda líf skyndilega í uppnámi.


Myndin hefur hlotið afbragðsdóma gagnrýnenda sem þegar hafa séð myndina:


"Áhrifamikill leikur og nístandi húmor"
- Laurence Boyce, Cineuropa


**** "Virkilega áhrifarík!"
- André Vrous, Prague Post


"Björn Thors er stórkostlegur og heillandi leikari!"
Boyd van Hoeij, The Hollywood Reporter


"Yndislegt og meinfyndið gamandrama"

- Mark Adams, Screen Daily

L

Kaupa Miða


:

Heimabíó

Let's be Cops

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Allt

Let´s be Cops er næstum því alveg dæmigerð mynd um tvær löggur sem eru bestu vinir  - nema vinirnir eru ekki alvöru löggur! Þetta hefst allt þegar vinirnir tveir klæða sig eins og lögreglumenn fyrir búningaveislu og ávinna sér virðingu aðdáun allra sem þeir mæta. Lögregluleikurinn vindur upp á sig og verður sífellt raunverulegri. Þegar platlöggurnar flækjast svo í vef glæpamanna og svikulla lögreglumanna neyðast þeir til þess að treysta á falsaða skildi sína. 

Platlöggur - alvöru hasar, spenna og gaman!


12


Kaupa Miða:

Tónlist

Hjálmar - Skýjaborgin

Hjálmar

:

Bíó

Big Hero

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Allt

Sérstök vinabönd verða til á milli risastórs, uppblásins vélmennis að nafni Baymax og undrabarnsins Hiro Hamada. Þeir ganga til liðs við hóp af hátæknihetjum. 

:

Bíó

Exodus

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

Christian Bale fer með aðalhlutverkið í stórmyndinni Exodus úr smiðju Ridleys Scott. Leikarar myndarinnar eru ekki af verri endanum því auk Bale fara þau Sigourney Weaver, Ben Kingsley, Joel Edgerton o.fl. Myndin er byggð á gamla testamentinu, nánar tiltekið frásögninni af því þegar Móses frelsaði 600 þúsund Ísraelsmenn undan 400 ára þrældómi Egypta og leiddi þá til fyrirheitna landsins, Ísraels. Um leið storkar hann egypska faraónum og æskuvini sínum Ramses auk þess sem hann og hans fólk þarf að glíma við ýmsar plágur sem gengu yfir landið á þessum tíma og felldu marga.

Handrit myndarinnar er að mestu eftir Steve Zaillian sem hlaut Óskarsverðlaunin fyrir handrit sitt að Schindler's List og var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir MoneyballGangs of New York og Awakenings. Þess má líka geta að Exodus: Gods and Kings er þriðja myndin sem þeir Zaillian og Ridley Scott vinna saman að, en það gerðu þeir einnig í myndunum Hannibal og American Gangster

:

Viðburðir

Jólagestir Björgvins 2014

UPPSELT Á KVÖLDTÓNEIKA Á 5 MÍNÚTUM!

UPPSELT Í A+ OG C SVÆÐI Á AUKATÓNLEIKUNUM KL. 16. 

Eingöngu laust í A og B svæði kl. 16

Upphálds jólatónleikar Íslendinga verða haldnir í áttunda sinn þann 13. desember í Höllinni og að venju er gestalistinn tilkomumikill.

Ásamt Björgvini og gestum hans stíga á svið stórsveit, strengjasveit, karlakór, barnakór, og gospelkór. 

Jólagestirnir í ár eru svo eftirfarandi stórsöngvarar:

 • Eivör
 • Eyþór Ingi Gunnlaugsson
 • Gissur Páll Gissurarson
 • Gígja og Bjartey úr Ylju
 • Jóhanna Guðrún
 • Jón Jónsson
 • Páll Rósinkranz
 • Ragnheiður Gröndal
 • Svala Björgvins

JÓLASTJARNAN

Söngvakeppnin Jólastjarnan verður auðvitað á sínum stað en þar fá krakkar 16 ára og yngri tækifæri til að láta ljós sitt skína. Fylgist með í Íslandi í dag á Stöð 2. 

LAGAVALSKEPPNI
Hlustendum Bylgjunnar býðst nú einstakt tækifæri: að taka þátt í að velja lögin sem verða flutt á tónleikunum. Ef tillaga þín er notuð gætirðu unnið miða. Skráðu þig til leiks hér.

:

Bíó

Alice’s Adventure’s in Wonderland

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

Uppfærsla Christophers Wheeldon á Lísu í Undralandi sem byggir á bókum Lewis Carroll er svo sannarlega til vitnis um töfrandi sagnamennsku. Sýningin sló í gegn þegar hún var fyrst sett á svip árið 2011 sló sannarlega í gegn og hlaut sérstakt lof fyrir litagleði, töfrandi sviðsmynd og frumleg dansspor.

Í sýningunni mætir Lísa kynjaskepnum Undralands, sem ættu að vera flestum kunnar, þeirra má meðal brjálaða Hattaranum, hvítu kanínunni, Hjartadrottningunni skapstyggu og jafnvel sjálfum Lewis Carroll. Vanir ballettáhorfendur kunna að þekkja í sýningunni kankvíslegt vink í átt til annarra þekktra verka - Rósakaflinn í Þyrnirós er til dæmis skopstældur með sultutertum í stað blóma - en umfram allt er ballettinn stórfengleg útfærsla á brjáluðum fantasíuheimi Carrolls sem allir geta notið. 

:

Bíó

Night at the Museum 3

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

Night at the Museum-myndirnar hafa notið mikilla vinsælda fólks á öllum aldri, en fyrsta myndin var gerð árið 2006 og naut mikilla vinsælda. Myndirnar fjalla Larry Daley (Ben Stiller) sem hlaut starf sem næturvörður á sögu- og náttúrusafni. Í starfinu komst hann svo að því að bæði dýr og persónur sem voru til sýnis á safninu lifnuðu við á næturnar svo úr varð bráðskemmtilegt ævintýri. 

Ben Stiller og allt gengið mætir aftur til leiks í Night at the Museum 3. Í þetta sinn uppgötvar Larry að töfrarnir sem hafa valdið því að persónurnar og dýrin lifnuðu við á næturnar eru að eyðast og hverfa og að mjög takmarkaður tími er til stefnu. Larry reynir að bjarga málunum, en til þess þarf hann að ferðast ásamt nokkrum félögum úr safninu til London. Ferðalagið reynist vera viðburðaríkt, fyndið og skemmtilegt en líka hættulegt á köflum.   öðrum stórum hlutverkum eru m.a. þau Robin Williams, Owen Wilson, Ben Kingsley, Dick Van Dyke, Rebel Wilson, Steve Coogan, Mickey Rooney og Ricky Gervais.

:

Heimabíó

No Good Deed

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

Terry nýtur sín sannarlega í móðurhlutverkinum; hún á tvö börn og er hamingjusamlega gift. Lífið er eins og best væri á kosið þegar heillandi ókunnugur maður að nafni Colin (Idris Elba) laumar sér inn á heimili hennar og ógnar allri tilveru fjölskyldunnar. Þessi óvænta heimsókn hræðir líftóruna úr allri fjölskyldunni, sem nú þarf að berjast til fyrir lífi sínu. 

Aðalhlutverk:


:

Bíó

The Hobbit: The Battle of the Five Armies

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

Síðasti kaflinn í The Hobbit kemur í bíó 26. desember. 

:

Bíó

Unbroken

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

Ný mynd frá leikstjóranum Angelinu Jolie.

:

Bíó

Taken 3

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

Bryan Mills (Liam Nesson) er mættur aftur til leiks og að þessu sinni er hann ranglega sakaður um morð. Mills nýtir þjálfun sína til að finna rétta morðingja, en á meðan er hann hundeltur af snjöllum lögreglufulltrúa. 

:

Bíó

Blackhat

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

Bandarísk og kínversk öfl taka höndum saman og vinna gegn stórhættulegum tölvuþrjótum. 

:

Bíó

Paddington

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

Paddington (Firth) er ungur björn frá Perú sem hefur dálæti á Bretlandi. Hann ákveður að fara til Lundúna til að leita sér að nýju heimili, en hann áttar sig fljótlega á því að stórborgarlífið er ekki eins og hann ímyndaði sér.

Hann kynnist góðhjartaðri fjölskyldu á Paddington-lestarstöðinni sem býður honum tímabundið athvarf. Svo virðist sem að gæfan hafi snúist honum í hag, allt þangað til að þessi sjaldgæfi björn fangar athygli uppstoppara sem vinnur á safni.

L

:

Heimabíó

Smáheimar: Dalur týndu mauranna

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Allt

Í friðsælu skógarrjóðri verða leifar úr nestisferð kveikjan að styrjöld milli tveggja mauraættbálka sem löngum hafa eldað saman grátt silfur. Mauraflokkarnir ásælast báðir sömu gersemina: pakka af sykurmolum! Mitt í illdeilunum lendir ung maríubjalla í hringiðu átakanna þegar hún vingast við Mandible sem tilheyrir liði svörtu mauranna. Saman reyna þau að verja maurasamfélagið gegn árásum skelfilegu rauðu stríðsmauranna, sem hinn ógurlegi Butor leiðir. 


L


Kaupa Miða

:

Bíó

The Wedding Ringer

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

The Wedding Ringer með Kevin Hart og Josh Gad í aðalhlutverkum.

:

Bíó

Foxcatcher

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

Saga Mark Schlutz, sem er meistari í ólympískri glímu. Bróðir Marks, Dave Schultz er myrtur af vænisjúkum geðsjúklingi að nafni Juhn duPont. Foxcatcher er byggð á sönnum atburðum. 

:

Heimabíó

Fury

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

Apríl 1945. Á meðan bandamenn eru fáeinum skrefum frá því að vinna stríðið stýrir hinn reynslumikli hermaður Warraday (Brad Pitt) Sherman skriðdreka og fimm manna herliði í banvænum leiðangri á óvinaslóðum. Þeir eru miklu færri og illa vopnum búnir, en ákveða engu að síður að láta til skara skríða í helsta vígi nasista í Þýskalandi. 

Þessi hörkuspennandi hættuför er skipuð leikurum í úrvalsflokki, þeirra á meðal Brad Pitt, Shia LaBeouf, Logan Lerman og Scott Eastwood. 

16

Kaupa Miða

:

Bíó

Into the Woods

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Allt

Into The Woods

Hafðu samband

Hringdu í okkur

591 5100

Við svörum milli 09:00 og 17:00
alla virka daga.

Sendu fyrirspurn

Til að fyrirbyggja ruslpóst:

Fréttir & tilkynningar

Allt

Pottþétt jól í efsta sæti Tónlistans - 27.11.2014 Tónlist

 Pottþétt jól er þreföld plata hefur að geyma 60 jólalög sem allir þekkja, allt frá "Jól alla daga" í ógleymanlegum flutningi Eiríks Haukssonar og "Er líða fer að jólum" með Ragga Bjarna til "Last Christmas" Wham og "Driving Home For Christmas" með Chris Rea. 

Meira...

Lag í spilun: Pour Sugar on Me - 27.11.2014 Tónlist

Hljómsveitin Kaleo í samstarfi við Senu kynnir síðustu smáskífuna af plötunni Kaleo. Í byrjun ársins 2013 tóku drengirnir í Kaleo upp lagið "Pour Sugar on Me". Lagið hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá strákunum og fengið góðar undirtektir á tónleikum. 

Meira...

Lag í spilun: 2D - 27.11.2014 Tónlist

Hermigervill, einn fremsti raftónlistarmaður landsins, sendir frá sér nýja plötu þann 1. desember. Platan markar þáttaskil á ferli hans, eftir tvær plötur sem byggðar voru á sömplum, og aðrar tvær sem innihéldu rafútgáfur af íslenskum dægurperlum.  Meira...

Lag í spilun: Commotion - 27.11.2014 Tónlist

Önnur plata Ylju, Commotion, kom út á dögunum. Fyrsta smáskífan af plötunni, Sem betur fer, hefur hlotið góðar viðtökur og það sama gildir plötuna í heild. Nú sendir hljómsveitin frá sér nýtt lag í spilun, en það er titillag plötunnar: Commotion. Meira...

Lag í spilun: Æðislegt - 24.11.2014 Tónlist

Todmobile sendi frá sér sína áttundu hljóðversplötu með nýju efni í byrjun nóvember. Platan heitir Úlfur og hér önnur smáskífan af þessari plötu en það er lagið Æðislegt eftir Þorvald Bjarna og Eyþór Inga, við texta Andreu Gylfa. Það er ansi gestkvæmt á plötunni og gestirnir ekki af verri endanum. 

Meira...

Lag í spilun: Adam átti 7 - 24.11.2014 Tónlist

Önnur smáskífan af frumraun hljómsveitarinnar Uniimog er tilbúin til spilunar en platan kallast Yfir hafið. Lagið heitir Adam átti 7 en lag og texti eru eftir Þorstein Einarsson. Uniimog er glæný hljómsveit skipuð þeim Þorsteini Einarssyni, Guðmundi Kristni Jónssyni, Ásgeiri Trausta Einarssyni og Sigurði Guðmundssyni. 

Meira...

Lag í spilun: Í núinu - 24.11.2014 Tónlist

Hljómsveitin Mannakorn hefur nú sent frá sér glænýtt lag. Um er að ræða titillag nýjustu plötu hljómsveitarinnar, Í núinu, sem kom út 13. nóvember síðastliðinn. 

Platan inniheldur níu ný og frábær lög úr hinni einstöku laga- og texta smiðju Magnúsar Eiríkssonar.

Meira...

Lag í spilun: Blue Hawaii - 24.11.2014 Tónlist

Barði Jóhannsson (Bang Gang, Lady & Bird) og Jean-Benoit Dunkel (Air, Tomorrow´s World) mynda tvíeykið Starwalker. Í tónsmíðinni sem kemur út undir merkjum Starwalker mætast ólíkar áherslur tónlistarmannanna.  Meira...