Nýtt frá Senu

:

Bíó

Kingsman: The Secret Service

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000247

Myndin er byggð á samnefndri teiknimyndasögu sem hefur hotið mikið lof og er leikstýrt af Matthiew Vaughn (Kick-Ass, X-Men: First Class). Kingsman: The Secret Service fjallar um háleynileg njósnasamtök sem ráða til sín óslípaðan en efnilegan götustrák. Leyniþjónustumaður sem kominn er á eftirlaun tekur nýliðann unga undir sinn verndarvæng. 

Í myndinni eru úrvalsleikarar í hverju hlutverki, nefna má Samuel L. Jackson, Mark Hamill, Colin Firth, Michael Caine og Mark Strong. 

16

:

Bíó

Mr. Turner

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000306

Í myndinni er fylgst með síðasta aldarfjórðungnum í lífi breska listmálarans J.M.W. Turner (1775-1851), en Turner var sérvitringur mikill. Andlát föður hans fékk mikið á hann og markar þennan lokakafla í lífi málarans. Húshjálpin elskaði hann, en Turner tekur hana fyrir sjálfsagðan hlut og á það til að misnota sér ást hennar í kynferðislegum tilgangi. Hann stofnar til náinna kynna við konu sem býr við sjávarsíðuna og verður á endanum sambýliskona hans í Chelsea, þar sem hann deyr. Á meðan öllu þessu stendur ferðast Turner, málar, heimsækir aðalinn, hóruhús; er vinsæll meðlimur Konunglegu listaakademíunnar, lætur binda sig fastan við skipsmastur til að geta málað snjóstorm og er jafnt elskaður sem fyrirlitinn af almenningi og aðli. 


:

Bíó

Svampur Sveinsson

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Allt

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000288

 Í þetta sinn venda þeir Svampur og félagar kvæði sínu í kross og halda upp á þurrt land eftir að sjóræningi stelur frá Svampi blaðsíðu úr galdrabók til að öðlast mátt til illra verka. Við þetta getur Svampur auðvitað ekki sætt sig en glímir við það vandamál ásamt hinu trygga föruneyti sínu að þeir félagar mega sín lítils á þurru landi svona litlir og aumir. Til að ráða bót á þeim vanda breyta þeir sér einfaldlega í ofurhetjurnar sem geta flest og framundan er barátta og ævintýri sem er engu öðru líkt.

:

Heimabíó

The Equalizer

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

Denzel Washington leikur MacCall, fyrrum leynilögreglumann sem sviðsetti andlát sitt til að lifa rólegu lífi í Boston. Þegar McCall hittir Teri (Chloë Grace Moretz) sem er undir hælnum á illskeyttum rússneskum glæpamönnum, neyðist hann til að taka hlé á hæglátu líferninu til að koma henni bjargar. Í kjölfarið þarf hann að takast á við rússnesku mafíuna, en réttlætiskenndin knýr hann áfram til varnar stúlkunnar. 

Hörkuspennandi kvikmynd um réttlæti og hefnd. 

16


Kaupa Miða


:

Heimabió

Open Windows

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

Leikstjóri:
Nacho Vigalondo


Aðalhlutverk:
Elijah Wood
Sasha Grey
Neil Maskell


:

Bíó

Ópera: Andrea Chénier

Óperan Andréa Chénier var frumsýnd á La Scala í Mílanó 28. mars 1896 og skaut hinu unga tónskáldi Umberto Giordano upp á stjörnuhimininn ásamt fleiri upprennandi ítölskum tónskáldum þess tíma á borð við Puccini og Mascagni. 


Óperan fjallar um tónskáldið Andrea Chénier og Carlo Gérard, þjóninn hans, sem elska báðir ungu hefðarkonuna Maddalenu. Þegar Maddalena missir allt í Frönsku byltingunni býður Chénier henni vernd, og kitlar þar með öfund Gérards sem er nú valdamikill embættismaður. 

Chénier er svo handtekinn eftir byltinguna og Gérard fordæmir hann, fullur afbrýðssemi. Maddelena áfrýjar dómnum í örvæntingu og Gérard reynir, of seint að koma Chénier til varnar. Gérard aðstoðar Maddelenu að komast til Chénier í fangelsinu og parið ástfangna standa frammi fyrir fallöxinni saman. 

:

Tónlist

Söngvakeppni sjónvarpsins 2015

Kunnugleg andlit, rokkstjörnur, popparar og allt þar á milli eru meðal þátttakenda í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár en sigurlagið verður framlag Íslands í Eurovision í Austurríki í maí. 

Þetta eru lögin tólf sem keppa um að komast til Austurríkis í vor og er þau öll að finna á plötunni Söngvakeppnin 2015

Björn Jörundur er einn af höfundum lagsins Piltur og Stúlka ásamt Tómasi Hermannssyni, Birni Þór Sigurbirnssyni. Hann flytur einnig lagið með þeim Pétri Guðmundssyni, Unni Birnu Björnsdóttur og Hafrúnu Kolbeinsdóttur.

Regína Ósk syngur lagið Aldrei of seint eftir Maríu Björk Sverrisdóttur, Marcus Frenell og Söruh Reed. Sveinn Rúnar Sigurðsson, sem átt hefur lög í þessari keppni undanfarin ár, er með lagið Ást eitt augnablik sem Stefanía Svavarsdóttir syngur.

Bjarni Lárus Hall, sem margir kannast við sem Baddi úr Jeff Who, syngur lagið Brotið gler. Hann er einnig höfundur lagsins ásamt Axel Árnasyni.

Fjaðrir er lag Hildar Kristínar Stefánsdóttur og Guðfinns Sveinssonar sem hópurinn Sunday flytur og Fyrir alla er lag Daníels Ólivers og Jimmy Akerfors. Textann samdi Daníel ásamt Einari Ágústi Víðissyni en Daníel flytur lagið sjálfur.

Í kvöld er lag Elínar Sif Halldórsdóttur sem hún flytur sjálf en Elín er 1. árs nemi í MH. Stop Wait Go - hópurinn á tvö lög í keppninni - Friðrik Dór flytur lagið Í síðasta skipti en María Ólafsdóttir syngur Lítil skref.

Karl Olgeir Olgeirsson og Haukur Heiðar Hauksson - Hauk þekkja margir úr hljómsveitinni Diktu - eiga saman lagið Milljón augnablik sem Haukur flytur. Erna Hrönn Ólafsdóttir og Arnar Ástráðsson eiga lagið Myrkrið hljótt sem Erna Hrönn syngur og Ásta Björg Björgvinsdóttir og Bergrún Íris Sævarsdóttir eiga lagið Þú leitar líka að mér sem Hinemoa flytur.

:

Heimabíó

Af öllum kröftum

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

Einlæg, falleg og áhrifamikil mynd um Julien sem er fatlaður og bundinn hjólastól. Hann fyllist áhuga á þríþrautarkeppninni „járnkarlinum“ og þegar hann fréttir að bandarískur faðir hafi farið með fatlaðan son sinn í keppnina biður hann nýlega atvinnulausan föður sinn að gera hið sama með sér og úr verður skemmtilegt ævintýri sem á eftir að breyta öllu. Tónlistin í myndinni er eftir Barða Jóhannsson.

Spurt og svarað sýning með Barða verður laugardaginn 24. janúar kl. 18. 

Myndin er sýnd með enskum texta. 

:

Bíó

Bélier-fjölskyldan

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

Frumleg, fjörug, jákvæð, hressandi og mjög fyndin eru sannarlega réttu orðin til að lýsa þessari einstakleg askemmtilegu gamanmynd leikstjórans Erics Lartigau sem á m.a. að baki hinar rómuðu myndir Stóra myndin (L'homme qui voulait vivre sa vie) og Já (Prête-moi ta main). 


Í aðalhlutverki er 16 ára gömul stúlka, Louane Emera, sem vann hug og hjörtu franskra sjónvarpsáhorfenda í hæfileikakeppninni The Voice árið 2013 og sýnir hér og sannar að hún er ekki síðri leikkona en söngkona, en Bélier-fjölskyldan er hennar fyrsta mynd. Hér segir frá hinni 16 ára gömlu Paulu Bélier sem býr ásamt elskulegum foreldrum sínum og yngri bróður á ættaróðali fjölskyldunnar í fallegri sveit. 


Foreldrarnir og bróðirinn eru öll heyrnarlaus og eftir því sem árin hafa liðið hefur Paula sífellt orðið mikilvægari þýðandi fyrir fjölskylduna þar sem hún talar einnig táknmál. Dag einn uppgötvar nýr tónlistarkennari við skóla Paulu að hún hefur alveg stórkostlega fallega söngrödd og leggur til að hún fari til Parísar og láti reyna á hæfileika sína. Þetta kemur að sjálfsögðu róti á hug Paulu og ekki síður foreldra hennar og bróður, enda ljóst að ef hún fer verður skarð hennar á búgarðinum vandfyllt.

Myndin er sýnd með enskum texta. 


:

Bíó

Franska kvikmyndahátíðin 2015

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

 Þessi vinsæli árlegi viðburður er haldinn í Háskólabíói 23. janúar - 2. febrúar og úrvalið glæsilegt sem endranær. Hátíðin var sett með pompi og prakt með sýningu opnunarmyndarinnar, sem að þessu sinni er gamanmyndin Ömurleg brúðkaup sem sýnir franskan húmor eins og hann gerist bestur og hefur slegið í gegn víða um heim. 

Að hátíðinni standa Græna ljósið og Háskólabíó, Institut français, Alliance française í Reykjavík ásamt Franska sendiráðinu. 

Að neðan má sýningaplan síðustu daga hátíðarinnar: 


Föstudagur 30. jan.

18:00 Ömurleg brúðkaup / Lulu nakin

20:00 Ömurleg brúðkaup / Bélier fjölskyldan

22:00 Lyktin af okkur / Bélier fjölskyldan

 

Laugardaginn 31. jan.

18: 00 Ömurleg brúðkaup / Bélier fjölskyldan

20:00 Ömurleg brúðkaup / Bélier fjölskyldan

22:00 Ömurleg brúðkaup / Lyktin af okkur

 

Sunnudagur 1. febrúar

16:00 Ömurleg brúðkaup / Bélier fjölskyldan

18:00 Ömurleg brúðkaup / Lulu nakin

20:00 Ömurleg brúðkaup / Bélier fjölskyldan

22:00 Lyktin af okkur / Laurence hvernig sem er

 

Mánudagurinn 2. febrúar

18:00  Ömurleg brúðkaup / Lulu nakin

20:00 Ömurleg brúðkaup /Bélier fjölskyldan

22:00 Lyktin af okkur / Bélier fjölskyldan 


:

Heimabíó

Fury

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

Apríl 1945. Á meðan bandamenn eru fáeinum skrefum frá því að vinna stríðið stýrir hinn reynslumikli hermaður Warraday (Brad Pitt) Sherman skriðdreka og fimm manna herliði í banvænum leiðangri á óvinaslóðum. Þeir eru miklu færri og illa vopnum búnir, en ákveða engu að síður að láta til skara skríða í helsta vígi nasista í Þýskalandi. 

Þessi hörkuspennandi hættuför er skipuð leikurum í úrvalsflokki, þeirra á meðal Brad Pitt, Shia LaBeouf, Logan Lerman og Scott Eastwood. 

16

Kaupa Miða

:

Bíó

Laurence hvernig sem er

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

Mjög góð, margföld verðlaunamynd eftir fransk-kanadíska leikstjórann Xavier Dolan. Við kynnumst hér honum Laurence sem ákveður að láta leiðrétta kyn sitt og breyta sér í konu eftir að hafa leynt tilfinningum sínum í áratugi, þ. á m. fyrir eiginkonu sinni sem Laurence vonar að muni standa með sér eftir sem áður. Það sem gerist kemur á óvart, ekki síst Laurence sjálfum, fjölskyldu hans og litríkum hópi vina og vinnufélaga. 

Myndin er sýnd með enskum texta. 

:

Bíó

Lulu nakin

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

Eftir misheppnað atvinnuviðtal ákveður Lulu að snúa ekki aftur heim og ákveður að skilja eiginmann sinn og þrjú börn eftir í í óvissunni. Þetta var ekkert sem hún var búin að ákveða fyrirfram; þetta bara gerðist. Hún stelur nokkrum dögum fyrir sjálfa sig og nýtur algers frelsis við ströndina án þess að hafa nokkra áætlun, aðra en þá að njóta augnabliksins til fulls, án nokkurs samviskubits. Á leiðinni mætir hún alls konar fólki sem er, líkt og hún sjálf, á hjara veraldar: skrýtnum náunga sem nýtur verndar bræðra sinna; gamalli konu sem dauðleiðist og konu sem verður fyrir áreiti af hendi yfirmanns síns. Nýju vinirnir hjálpa Lulu að endurnýja kynnin við konu sem hún hefur ekki hitt lengi: sjálfa sig.

Spurt og svarað sýning með Sólveigu Anspach, leikstjóra myndarinnar, verður föstudaginnn 23. janúar kl. 18:00. 

Myndin er sýnd með enskum texta. 

:

Bíó

Lyktin af okkur

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

Lyktin af okkur er glæný mynd eftir Larry Clark sem er tvímælalaust á meðal merkari kvikmyndagerðarmannasíðari tíma. Hann sló upphaflega í gegn með áhrifamiklum ljósmyndum sínum, m.a. í bókinni Tulsa árið 1971,en ljósmyndirnar í henni eru sagðar hafa gefið leikstjórum eins og Martin Scorsese, Francis Ford Coppola og Gus Van Sant innblásturinn að myndunum Taxi Driver, Rumble Fish og Drugstore Cowboy.

Clark leikstýrði síðan sinni fyrstu mynd, Kids, 51 árs að aldri árið 1995, en hún hlaut frábæra dóma einsog reyndar flestar myndir sem hann hefur gert síðan. Allar þessar myndir fjalla á einn eða annan hátt umunglinga, heim þeirra og viðhorf til hins daglega lífs og í öllum myndunum koma hjólabretti mikið við sögu.

Í Lyktin af okkur er Larry kominn til Parísar þar sem við hittum fyrir nokkra unglinga sem eru að reyna að áttasig á hvernig hlutirnir verka og er óhætt að segja að sumir þeirra séu ekki á réttri leið, a.m.k. ekki frá þeimsjónarhóli sem flestir myndu miða við. Þetta er hispurslaus mynd og áhrifamikil sem mun væntanlega sitjalengi eftir í huga þeirra sem sjá hana, enda dregur Larry Clark ekkert undan.

Myndin er sýnd með enskum texta. 

:

Bíó

Mortdecai

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Allt

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000293

Listaverkasalinn Charles Mortecai leitar að stolnu málverki sem tengist týndum bankareikningi sem á að vera stútfullur af gulli frá Nasistum. Leikarinn Johnny Depp fer með titilhlutverkið í myndinni og með önnur hlutverk fara m.a. Gwyneth Paltrow, Ewan McGregor og Olivia Munn. Mortdecai er byggð á samnefndum bókum eftir Kyril Bonfiglioli.

:

Bíó

Ömurleg brúðkaup

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

Ömurleg brúðkaup er hröð og afar fyndin mynd með frönskum húmor eins og hann gerist allra bestur og skemmtilegastur. Myndin er eftir leikstjórann Philippe de Chauveron sem skrifar einnig handritiðásamt Guy Laurent og segir frá hjónunum Claude og Marie Verneuil sem eiga fjórar uppkomnar dætur. 

Þrjár af þeim eru giftar, en eiginmenn þeirra eru hver fyrir sig af ólíkum uppruna og koma úr ólíkum trúarlegum áttum. Einn er múslimi, annar er gyðingur og sá þriðji er kínverskur. Allir eru þeir þó sómamenn sem leggja sig fram um að þóknast tengdaforeldrum sínum sem eru dálítið fordómafullir. Dag einn tilkynnir elsta dóttir þeirra Claudes og Marie að hún sé búin að finna sér mann og ætli sér að giftast honum. 

Hjónin þora varla að spyrja en þegar þau komast að því að hann er kaþólikki verðaþau afskaplega feginn. Það endist þó ekki lengi því í ljós kemur að þessi fjórði tengdasonur er svartur!Í myndinni er gert stólpagrín að kynþátta-, trúar- og útlendingafordómum og þykir handritið einstaklega hnyttið og vel skrifað þar sem hver brandarinn og kostuleg uppákoman rekur aðra frá byrjun tilenda. 

Leikurinn er einnig fyrsta flokks og alls staðar þar sem myndin hefur verið sýnd hefur fólk hlegið sig máttlaust yfir henni og er enn að hlæja þegar það kemur heim! Þetta er mynd sem allir sem hafa gaman af því að fara í bíó og sjá virkilega skemmtilegar og fyndnar myndir hreinlega verða að sjá.

Myndin er sýnd með íslenskum texta. 


Væntanlegt frá Senu

:

Bíó

Birdman

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

Leikari sem má muna fífil sinn fegurri og eitt sinn lék dáða ofurhetju neyðist til að vinna í sjálfsánægjunni og fjölskylduvandræðum þegar hann landar hlutverki á Broadway sem gæti komið honum á kortið á nýjan leik. 

:

Bíó

Black Sea

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

Til að koma sér í mjúkinn hjá fyrrum vinnuveitendum sínum tekur kafbátaskipstjóri (Jude Law) að sér að leita að gulli í Svartahafi. Hörkuspennandi ævintýramynd í leikstjórn Óskarsverðlaunahafans Kevins Macdonald. Græðgi og örvænting taka fljótlega völdin í aðþrengdu rýminu og þegar óvissan fer sívaxandi taka mennirnir um borð að snúast gegn hverjum öðrum í því skyni að lifa af. 


:

Bíó

Óli Prik

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

Óli Prik er persónuleg heimildarmynd um handboltamanninn Ólaf Stefánsson og þau tímamót þegar hann snýr aftur heim eftir 17 ár í atvinnumennsku og tekur að sér að þjálfa meistaraflokk Vals.

Ólafur Stefánsson er lifandi goðsögn í handboltaheiminum og það ríkir mikil eftirvænting þegar hann snýr aftur til gamla uppeldisfélagsins, en Óla er margt til lista lagt annað en að spila handbolta og ferðalagið tekur óvænta stefnu. Óli Prik er þroskasaga þjóðhetju.


:

Bíó

Seventh Son

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

Thomas hinn ungi er lærlingur Spooks til að læra að verjast illum öndum. Fyrsta stóra áskorunin verður á vegi Thomasar þegar hin kraftmikla Malkin sleppur úr einangrun á meðan Spook er í burtu.

Leikstjórn:
Sergey Bodrov

Aðalhlutverk:
Jeff Bridges
Julianne Moore

:

Tölvuleikir

Evolve

Í Evolve er fjórum hermönnum att gegn risastórum skrímslum utan úr geimnum.  Allir hermennirnir og skrímslin hafa sína einstöku hæfileika sem leikmenn þurfa að nota til að knýja fram sigur í bardaganum.  Leikmenn stýra bæði hermönnunum og skrímslinu sem býður uppá einstaka 4 á móti 1 bardaga.  Leikurinn er fyrstu persónu skotleikur og er gerður af Turtle Rock Studios, en þeir hafa áður gert leikinn Left 4 Dead sem sló eftirminnilega í gegn.

 

Leikurinn inniheldur:
4V1 bardaga – Gríptu með þér þrjá vini og reyndu að fella skrímslið eða skelltu þér í hlutverk skrímslisins.  Sama hvað þú velur, þá er hægt að velja úr fjölda öflugra vopna og hæfileika.

Mismunandi hermenn – 4 tegundir hermanna eru í leiknum og geta leikmenn spilað sem Trapper, Support, Assault eða Medic.  Öll hlutverkin eru mikilvæg til að lifa af bardagann við skrímslið.

Skrímslið – Þegar leikmenn spila sem skrímslið eru þeir kóngarnir á vígvellinum.  Hér er mikilvægt að nota skynfæri dýrsins til að veiða bráðina og sýna mannkyninu hver ræður.

 

 
:

Heimabíó

The Wind Rises

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

Jiro dreymir um að fljúga og að skapa fallegar flugvélar, innblásnar af frægum ítölskum flugvélahönnuði að nafni Caproni. Jiro er mjög nærsýnn og því getur hann ómögulega orðið flugmaður, en ræður sig til starfa hjá stóru japönsku flugvirkjafyrirtæki árið 1927 og verður einn af fremstu og frumlegustu flugvélahönnuðum heims. 

Leikstjóri:
Hayao Miyazaki

 

Aðalhlutverk:
Hideaki Anno
Jun Kunimura
Mirai Shida


:

Bíó

Fifty Shades of Grey

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Allt

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000294

Í miðjum lokaprófum í háskólanum neyðist Anastasia Steele (Johnson) til að gera hlé á lærdómnum og taka viðtal við forríkan viðskiptajöfur fyrir stúdentablaðið. Henni til furðu er Christian Grey (Dornan) ungur og glæsilegur, og heillar hana við fyrstu sýn þó að hann virðist bæði hrokafullur og gersamlega ósnertanlegur.

Fljótlega kemur í ljós að hrifningin er gagnkvæm. En Christian Grey er ekki allur þar sem hann er séður og sumt sem hann þráir getur Anastasia varla ímyndað sér. Eftir því sem eldheitt samband þeirra þróast uppgötvar hún æði margt um sínar eigin þrár og þau myrku leyndarmál sem Grey býr yfir.16

:

Bíó

Hrúturinn Hreinn

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

Hann er uppátækjasamur og leiðir oftast hinar kindurnar í ýmis vandræði og raskar ró friðsæls dals. Í bíómyndinni eiga kindurnar leið í nálæga stórborg til að bjarga bónda sínum eftir að vandræði Hreins ráku hann óvart burt úr bóndabænum.

:

Bíó

Absolutely Anything

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

Absolutely Anything.

:

Heimabíó

Foxcatcher

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

Sönn saga af glímumeistaranum Mark Schultz og örlögum hans og bróður hans, ólympíumeistarans Dave Schultz. Ólympíugullverðlaunahafinn Mark Schultz finnst sem honum sé beint úr skugganum af frægð bróður síns, fjölbragðaglímukappanum Dave og um leið rétt hjálparhönd út úr sárri  fátækt, þegar sérvitri auðmaðurinn John du Pont býður honum að flytja inn í glæsihýsi sitt til að æfa fyrir ólympíuleikana í Seul árið 1988. 

Du Pont, sem þráir ekkert fremur fá viðurkenningu frá móður sinni, byrjar að "þjálfa" íþróttalið á heimsmælikvarða og tælir um leið Mark til að taka upp hættulega ósiði, brýtur niður sjálfstraust hans sem verður til þess að hann leiðist á háskalegar brautir. 

:

Bíó

The Gunman

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Allt

Alþjóðlegur njósnari verður að hreinsa nafn sitt til að losna undan oki samtakanna sem hann vann hjá í fortíðinni. 

:

Tölvuleikir

The Order 1886

Magnaður hasar- og ævintýraleikur gerður af Ready at Dawn og Santa Monica Studio.  Leikurinn gerist í London árið 1886, nema hvað sagan hefur þróast á annan veg en við þekkjum.  Tækniþróun hefur fleytt áfram og er hún notuð til að berjast gegn illvígum óvinum.  Leikmenn fara í hlutverk Galahad, en hann er meðlimur í fornri riddarareglu.  Markmiðið er að ráða niðurlögum djöfuls sem ógnar tilvist heimsins og þurfa leikmenn að beita öllu sínu til að ráða niðurlögum hans í þessum magnaða leik.

Leikurinn inniheldur:
Hér er heimssögunni blandað saman við allskyns goðsagnir og tilgátur og er niðurstaðan æsispennandi söguþráður.

Óvinir af öllum stærðum og gerðum, en leikmenn þurfa að berjast við venjulega hermenn og kvikindi sem eru ekki af þessum heimi.

Einstök grafík þar sem leikmenn fá að upplifa London á Viktoríutímanum.


:

Bíó

Veiðimennirnir

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

Myndin er gerð eftir geysivinsælli bók Jussi Adler-Olsen, ... sem er önnur bókin í flokknum sem fjallar um lögregludeildina Q. Myndin er framhald af Konunni í búrinu, sem sló í gegn þegar hún var sýnd hérlendis árið 2013. 
Í myndinni kemur gamalt morðmál upp á yfirborðið, tvíburar á unglingsaldri voru myrtir fyrir nokkrum árum og í málið bendlast stúdentar af auðugum ættum, sem nú eru orðnir valdamenn í dönsku samfélagi. 
Sem fyrr Nikolaj Lie Kaas í aðalhlutverki og leikur hinn geðstirða rannsóknalögreglumann Carl Mørck og í hlutverki aðstoðarmannsins trygga, Assads er Fares Fares. Aðrir frábærir leikarar eru í stórum hlutverkum í myndinni, til dæmis Pilou Asbæk og Dancia Curic. 

:

Viðburður

Hollendingurinn fljúgandi

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

Hollendingurinn fljúgandi er ógleymanleg saga af manninum sem var dæmdur til að sigla um heimsins höf um ókomna tíð. Óperan verður í beinni útsendingu frá The Royal Opera House í Háskólabíói. 

Óperan Hollendingurinn fljúgandi sló umsvifalaust í gegn þegar hún var frumsýnd í Dresden í janúar 1843. Velgengnin var nokkuð kærkomin Wagner, þar sem hann hafði núverið eytt tveimur árum í að vinna að framanum í París, en ekki hlotið erindi sem erfiði. Segja má að sýningin hafi því markað upphaf stórfenglegs ferils óperuskáldsins. 

Í uppfærslu Tims Albery á óperunni er kafað djúpt í innstu hugarkima flökkumannsins bölvaða úr smiðju Wagners og Sentu, sem honum er svo kær. Draugalegu skii Hollendingsins, fátæktinni á heimili Sentu og ógnvænlegu hafinu eru gerð óviðjafnanleg skil í sýningunni. 

:

Bíó

Annie

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

Myndin um munaðarlausu stúlkuna Annie kallar fram nostalgíu með mörgum, enda naut hún gífurlegra vinsælda þegar hún kom út snemma á níunda áratugnum. Nú hefur Annie verið endurgerð og söguþráðurinn á þessa leið: Benjamin Stacs, sem er moldríkur viðskiptajöfur, bjargar ungri stúlku frá ofríki fröken Hannigan, sem rekur munaðarleysingjahæli. 

 

:

Tónlist

Bridges

Bridges er glæný plata væntanleg frá söngkonunni Eivöru Pálsdóttur sem hefur sannarlega sigrað hjörtu landsmanna. Eivör hefur verið með annan fótinn hérlendis í rúman áratug og er Bridges tólfta platan sem hún sendir frá sér. 

:

Bíó

Hot Tub Time Machine 2

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Allt

Þegar Lou, sem er nú orðinn "faðir internetsins", er skotinn af óþekktum misyndismanni hita Jacob og Nick upp tímavélina á ný til að koma vini sínum til bjargar. 


:

Bíó

Into the Woods

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Allt

Norn nokkur ákveður að veita þekktustu persónum ævintýranna ærlega ráðningu. Við sögu koma persónur sem flestir ættu að kannast við úr sagnaheimi þeirra Grimms bræðra, á borð við Rauðhettu, Öskubusku, Jóa og baunagrasið og Garðabrúðu. Leikarar í aðalhlutverkum eru svo sannarlega ekki af verri endanum, en telja má þau Johnny Depp, Emily Blunt, Chris Pine, Meryl Streep og Jake Gyllenhaal svo nokkrir séu nefndir. 

:

Heimabíó

Big Eyes

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

Big Eyes er nýjasta mynd Tims Burton segir frá hjónunum Walter (Christoph Waltz) og Margaret Keane (Amy Adams) sem auðguðust mikið á sjötta áratug síðustu aldar á málverkum sem Margaret málaði en Walter þóttist hafa málað. 

Fljótlega eftir að þau giftu sig árið 1955 hóf Walter að kynna og selja málverk eiginkonu sinnar, en þau voru auðþekkjanleg á stóru augunum sem urðu nokkurs konar vörumerki. Walter reyndist snjall í viðskiptunum og fyrr en varði var hann byrjaður að moka út bæði málverkunum sjálfum og eftirprentunum af þeim og græddu hjónin á tá og fingri. Það var svo ekki fyrr en seinna sem Margaret uppgötvaði að Walter sagði öllum að hann hefði málað myndirnar, ekki hún. Hún gerði samt ekkert í málinu og þrátt fyrir að hafa skilið við Walter árið 1965 var það ekki fyrr en árið 1970 sem hún tilkynnti opinberlega að hún væri raunverulegur höfundur „Big Eyes“- málverkanna. Fyrir þetta þrætti Walter og fór málið að lokum fyrir dómstóla. Margaret vann það eftir kostuleg réttarhöld, en það tók hana samt sem áður mörg ár að fá höfundarrétt sinn viðurkenndan að fullu. 

:

Tónlist

Dikta

Hljómsveitin Dikta var stofnuð árið 1999 og hefur notið mikilla vinsælda allar götur síðan og hefur til dæmis  tvisvar hlotið verðlaun sem vinsælasti flytjandinn á Íslensku tónlistarverðlaununum. Nú er væntanleg frá þeim fimmta breiðskífan. 


:

Tónlist

Halleluwah

Tvíeykið Halleluwah gefur úr sína fyrstu plötu í vor. Meðlimir rafsveitarinnar, sem er ný af nálinni, eru söngkonan Rakel Mjöll og fyrrum Quarashi stofnandi og takt/lagasmiður Sölvi Blöndal. Tónlistin samanstendur af ýmsum einkennum rökkurmyndahefðarinnar (film noir), gamaldags raddbeitingu í bland við R&B með myrkum raflhljómum.

Rakel & Sölvi byrjuðu að gera tónlist saman árið 2013 og ákváðu í kjölfarið að taka upp eitt lag saman. Ávöxtur samstarfsins var smáskífan 'Blue Velvet', vísun í samnefnt lag í flutningi Bobby Winton og samnefndrar kvikmyndar David Lynch frá árinu 1986. Lag Halleluwah naut vinsælda á öldum ljósvakans auk þess sem myndband við lagið vakti einnig athygli. Eftir Blue Velvet var ekki aftur snúið og í kjölfarið var hljómsveitin formlega stofnuð.

Þrátt fyrir að hljóheimur Hallelluwah sé margbreytilegur hefur sveitin að mestu  haldið trúnað við þá stemmningu sem myndaðist með Blue Velvet. Útkoman er nýr dáleiðandi hljóðheimur Halleluwah. Breiðskífa Halleluwah er væntaleg þann 5. Mars, og fyrsta smáksífan af væntanlegri plötu verður gefin út þann 28. Janúar næstkomandi. Lagið ber nafnið DIOR.:

Tónlist

Himinn og jörð

Tónskáldið, gítarleikarinn og þjóðargersemin Gunnar Þórðarson varð sjötugur þann 4. janúar. Af því tilefni kemur út vegleg safnplata sem hefur að geyma öll bestu lögin á einum stað.

Jafnframt verður slegið upp heljarinnar afmælistónleikum í Eldborgarsal Hörpu þann 29. mars. Þar verða hans þekktustu lög flutt af landsliði íslenskra hljóðfæraleikara og söngvara, auk þess sem sjálft afmælisbarnið stígur á svið. 

Gunnar hóf ferilinn með Hljómum, eins og kunnt er og einn þeirra sem stofnuðu svo ofurgrúppuna Trúbrot. Hann hefur samið og útsett fjöldann allan af þekktustu lögum þjóðarinnar, en útgáfusaga Gunnars spannar um fimm hundruð lög á tugum platna í gegn um tíðina í flutningi fremstu söngvara landsins. Það er því ljóst að af nógu verður af að taka á afmælistónleikunum í Hörpu í mars.  

:

Bíó

Chappie

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

Hugh Jackman fer með aðalhutverkið í nýjustu mynd Neill Blomkamp (Elysium).

:

Tónlist

Bang Gang

Óhætt er að fullyrða að nýrrar plötu frá Bang Gang hefur verið beðið með eftirvæntingu, en sjö ár eru síðan síðasta platan, Ghost from the Past, kom út og ellefu ár síðan Something´s Wrong kom út, en hún naut mikilla vinsælda út um allan heim. 

Í millitíðinni hefur Barði unnið að öðrum verkefnum á borð við Lady and Bird (ásamt frönsku söngkonunni Keren Ann), Starwalker (í samstarfi við Jean-Benoît Dunkel úr hljómsveitinni Air) og samið tónlist í fjölmargar kvikmyndir og heimildarmyndir. 

Hafðu samband

Hringdu í okkur

591 5100

Við svörum milli 09:00 og 17:00
alla virka daga.

Sendu fyrirspurn

Til að fyrirbyggja ruslpóst:

Fréttir & tilkynningar

Allt

Dior er glænýtt lag frá tvíeykinu Halleluwah - 28.1.2015 Tónlist

Tvíeykið Halleluwah gefur út sína fyrstu plötu 5. mars. Meðlimir rafsveitarinnar, sem er ný af nálinni, eru söngkonan Rakel Mjöll og fyrrum Quarashi stofnandi og takt/lagasmiður Sölvi Blöndal. Nú lítur dagsins ljós fyrsta smáskífa sveitarinnar eftir stofnun og verður hún á væntanlegri breiðskífu. Lagið ber nafnið DIOR. Meira...

Gabriel Iglesias til Íslands - 27.1.2015 Viðburðir

Hinn eini sanni "Fluffy" er á leiðinni til Íslands með "Unity Through Laughter" heimstúrinn og ætlar að láta Íslendinga veltast um af hlátri í Hörpu 27. maí. Miðasala hefst fimmtudaginn 12. febrúar kl. 10. Iglesias hefur selt milljónir DVD diska, komi fram í öllum helstu spjallþáttum heims og er nú við tökur á XXL Magic Mike ásamt Channing Tatum og Matthew McConaughey.

Meira...

Franska kvikmyndahátíðin fer stórkostlega af stað í ár - 26.1.2015 Kvikmyndir

Um helgina sóttu svo tæplega 1.500 manns sýningar á hátíðinni en það þýðir að hér um að ræða eina stærstu opnun Franskrar kvikmyndahátíðar frá upphafi, en þetta er í 15. skiptið sem hún er haldin. Vinsælasta mynd helgarinnar var opnunarmyndin Ömurleg brúðkaup; uppselt var á svo til allar sýningar. 

Meira...

Óperan Andrea Chénier í Háskólabíói fimmtudaginn 29. janúar - 26.1.2015 Viðburðir

Sena og The Royal Opera House kynna með stolti óperuna Andrea Chénier í beinni útsendingu í Háskólabíói fimmtudaginn 29. janúar. Óperan Andrea Chénier var frumsýnd á La Scala í Mílanó 28. mars 1896 og skaut hinu unga tónskáldi Umberto Giordano upp á stjörnuhiminin. 

Meira...

Gunnar Þórðar 70 ára: Miðasala hefst 4. febrúar - 26.1.2015 Viðburðir

Gunnar Þórðarson er nýorðinn sjötugur og af því tilefni verður efnt til afmælistónleika í Eldborgarsal Hörpu þann 29. mars kl. 20. Það tilkynnist hér með að miðasala á þessa einstöku stórtónleika hefst fimmtudaginn 4. febrúar kl. 10 á Miði.is, Harpa.is, í miðasölu Hörpu og í síma 528-5050.

Meira...

Má bjóða þér á spurt og svarað sýningar á Frönsku kvikmyndahátíðinni? - 21.1.2015 Kvikmyndir

Hin árlega Franska kvikmyndahátíð í Háskólabíói hefst að þessu sinni þann 23. janúar og stendur yfir til 2. febrúar. Á hátíðinni verða í boði tvær "spurt og svarað sýningar" sem okkur langar til að bjóða þér að sitja.  Meira...

10 GÆÐAMYNDIR Á KVIKMYNDAVEISLU ÁRSINS - 21.1.2015 Kvikmyndir

Hin árlega Franska kvikmyndahátíð í Háskólabíói hefst að þessu sinni þann 23. janúar og stendur yfir til 2. febrúar. Hátíðin hefur fest sig rækilega í sessi sem fyrsti stóri menningarviðburður ársins og hefur hún undanfarin ár laðað að sér um það bil í tíu þúsund áhorfendur í hvert skipti. Meira...

Lag í spilun: Seasons - 21.1.2015 Tónlist

Hljómsveitin Kvika gaf út sína fyrstu breiðskífu Seasons í haust sem hefur verið vel tekið meðal landsmanna eins og dómar eru til vitnis um. Meðlimir sveitarinnar hafa sérstakt dálæti á titillagi plötunnar, "Seasons", sem komið er í spilun. 

Meira...