Nýtt frá Senu

:

Bíó

Straight Outta Compton

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000364

Árið 1987 hlóðu fimm ungir menn vonbrigðum sínum, reiði og vonleysi gagnvart lífinu á hættulegustu slóðum Bandríkjanna inn í kraftmesta vopnið sem þeir bjuggu yfir: tónlistina. 

Straight Outta Compton segir söguna af því hvernig þessir uppreisnarmenn í menningunni stóðu uppi í hárinu á yfirvaldinu sem reyndi að halda þeim niðri með lýríkina, derringinn, taktinn og hreinskilnina að vopni og stofnuðu hættulegasta hóp sögunnar: N.W.A. 

Þeir sögðu sannleikann sem enginn hafði fyrr orðað; afhjúpuðu lífið í fátækrahverfinu og vöktu þar með samfélagslega byltingu sem lifir enn. 

12

:

Tónlist

70 ára

Magnús Eiríksson fagnaði sjötugsafmæli sínu 25. ágúst og af því tilefni er komin út vegleg þreföld ferilsplata með 60 af hans vinsælustu lögum. Magnús er eitt fremstu tónskálda landsins á sviði dægurtónlistar, en gegnum tíðina hafa lög hans og textar sem mótað menningu þjóðarinnar; Reyndu aftur, Drauma-prinsinn, Gleðibankinn, Ó þú, Kóngur einn dag og öll hin. 

Ferill Magnúsar sem laga- og textahöfundar hóft fyrir alvöru með Mannakornum. Þeir félagar Magnús og Pálmi hafa gert fjölmargar plötur frá því hljómsveitin komst á legg árið 1975 og þar hafa verk Magnúsar verið í fyrirrúmi.

'Magnús hefur samið tæplega tvöhundruð lög í gegnum tíðina sem hafa verið hljóðrituð og gefin út, sum oft og með ýmsum flytjendum, dægurlagasöngvurum, einsöngvurum og kórum. Eins hefur hann samið fyrir sjónvarpsþætti og kvikmyndir. 

Í tilefni af afmælinu verður einnig blásið til afmælistónleika í Hörpu 19. september þar sem valin lög úr koma til með að hljóma í flutningi valinkunnra tónlistarmanna. 

:

Heimabíó

A Second Chance

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

A Second Chance (En Chance Til) er nýja myndin frá Susanne Bier, dönsku leikstýrunni sem á að baki meistaraverk á borð við Hævnen, Brödre og Efter Brylluppet.

Handritið er skrifað af Anders Thomas Jensen sem skrifað einnig allar ofangeindar kvikmyndir þannig að von er á góðu frá þessu magnaða teymi.

Í aðhlutverkum eru Nikolaj Coster-Waldau (Games of Thrones), Ulrich Thomsen (Banshee) og Nikolaj Lie Kaas (Konan í búrinu).

Myndin, sem er jafnt átakanleg, hjartnæm og hörkuspennandi, fjallar um raunverulegt fólk sem lendir í ótrúlegum aðstæðum. Lögreglumennirnir Andreas og Simon lifa vægast sagt ólíku lífi; Andreas er ráðsettur eiginmaður og faðir á meðan Simon er nýlega skilinn og eyðir mestum frítíma sínum á barnum og nektarbúllum. Líf þeirra tekur stakkaskiptum þegar þeir sinna útkalli heim til pars sem er djúpt sokkið í neyslu og finna sér til mikillar skelfingar nokkurra mánaða gamlan son þeirra hjóna grátandi inni í skáp. Upp hefst afdrifarík og óvænt atburðarás sem hefur í för með sér afleiðingar sem engan órar fyrir. 

Ath! Myndin er á dönsku en með íslenskum texta. 

:

Heimabíó

Spooks

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000361

Byggir á samnefndri vinsælli sjónvarpsþáttaröð um bresku leyniþjónustuna, M15. 

Íslandsvinurinn Kit Harington (Game of Thrones) fer með aðalhlutverkið í þessari hörkuspennandi njósnamynd sem byggir á samnefndum breskum sjónvarpsþáttum. 

Þegar alræmdur hryðjuverkamaður sleppur úr haldi við hefðbundna fangaflutninga gengur Will Crombie (Harington) til liðs við M15, bresku leyniþjónustuna, þar sem Harry Pearce (Peter Firth, sem einnig lék hlutverk Pearce í sjónvarpsþáttunum) ræður ríkjum. Saman reyna þeir að ná í skottið á hryðjuverkamanninum áður en yfirvofandi hryðjuverkaógn verður að veruleika í London. 

Í öðrum hlutverkum eru til dæmis þau Jennifer Ehle (Zero Dark Thirty) og Elyes Gable (Interstellar). 

Um er að ræða ekta njósnaspennumynd í anda Bond og Bourne myndanna. 

"... heillandi svik og prettir af gamla skólanum!"

Total Film

"... aðdáendur sjónvarpsþáttanna verða ekki fyrir vonbrigðum!"

Observer

"Stórskemmtilegur njósnatryllir!" 

Movie Talk

:

Bíó

Absolutely Anything

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000377

Hópur sérviturra geimvera veita manneskju krafta til að gera hvað sem henni sýnist í tilraunaskyni. Í aðalhlutverkum eru Simon Pegg, John Cleese, Kate Beckinsale, Terry Gilliam, Robin Williams og fleiri frábærir leikarar. 


:

Bíó

Hitman

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000355

Spennumynd sem byggir á tölvuleikjunum vinsælu. Myndin hverfist um leigumorðingjann sem var erfðafræðilega samsettur til að vera hin fullkomna drápsvél og þekkist einungis af síðustu tveimur tölustöfunum í strikamerkinu aftan á hálsinum á honum. Hann er afsprengi áratuga af rannsóknum og fjörtíu og sex fyrirrennara sinna - sem veitir honum óviðjafnanlegan styrk, hraða, úthald og greind. Nýjasta skotmark hans er stórfyrirtæki sem áforfmar að leysa úr læðingi fortíð Fulltrúa 47 til að skapa her drápsklóna með krafta sem jafnast á við hans eigin. 

16

:

Heimabíó

Samba

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000326

Nýja myndin frá leikstjórum Intouchables, sem sló rækilega í gegn um allan heim, þar á meðal hér á landi. Íslendingar kolféllu fyrir myndinni og áður en yfir lauk höfðu um 60 þúsund manns séð hana, en það er svipað margir og fara a góða James Bond mynd eða Harry Potter.

Samba er stórskemmtileg og hugljúf gaman-drama mynd með hinum eina sanna Omar Sy úr Intouchables

Í öðrum aðalhlutverkum eru Charlotte Gainsbourg og Tamar Rahim úr A Prophet.

Myndin fjallar um Samba (Sy), sem flutti til Frakklands frá Senegal fyrir tíu árum. Allan tímann hefur hann dregið fram lífið með því að vinna við ýmis láglaunastörf, sem eru vægast sagt mjög misjöfn. Alice (Gainsbourg) er framkvæmdastjóri sem er orðin útbrunnin í starfi. Bæði strita þau við að breyta aðstæðum sínum; Samba við að fá vinnuleyfi og Alice við að koma lífi sínu á réttan kjöl á ný þar til dag einn að örlögin leiða þau saman. 

:

Bíó

Frummaðurinn

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Allt

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000403

Fyrir tveim milljónum ára, rétt eftir hádegi, féll ungur apamaður, að nafni Eðvarð, úr trénu sínu og braut aðra framlöppina. 

Til að lifa af þarf Eðvarð að standa uppréttur, þannig finnur hann uppá að ganga á tveimur fótum. En hann er aleinn og umkringdur hættum óbyggðanna. Til að sannfæra vin sinn um að hjálpa sér eykur Eðvarð hugvitssemi sína og uppgötvar eldinn, veiðar, nýja búsetu, ást og.... von.


L

:

Bíó

Southpaw

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000365

Hún segir sögu hnefaleikahetjunnar Billys (Jake Gyllenhaal) "The Great" Hope", sem virðist við fyrstu sýn hafa allt sem mann gæti nokkurn tíma dreymt um; tilkomumikinn feril, fallega og ástríka eiginkonu (Rachel McAdams), yndislega dóttur (Oona Laurence) auk þess að lifa í vellystingum. En þá knýja örlögin dyra og harmleikurinn hefst þegar hann missir eiginkonu sína.

Hope sekkur alla leið á botninn. Þá hittir hann þjálfarann Tick Williams (Forest Whitaker) sem vinnur á líkamsræktarstöð í hverfinu. Með seglu og þrjósku reynir Hope, undir leiðsögn Ticks, að vinna líf sitt aftur og ekki síst traust þeirra sem hann missti. 

Myndin er eftir leikstjórann Antoine Fuqua (Training Day) og handritshöfundana Kurt Sutter (Sons of Anarchy) og Richard Wenk (The Mechanic).

12

:

Tónlist

60 ára

Diddú fagnar 60 ára afmæli með veglegri ferilsplötu, en söngkonan á að baki einstaklega fjölbreyttan og farsælan söngferil. Hún vann hugi og hjörtu þjóðarinnar með Spilverkinu, þá sem dægurlagasöngkona, fór í kjölfarið í sigilt söngnám í London og Ítalíu og hefur tekið þátt í margvíslegum uppfærslum og sýningum jafnt á sviði sem og í kvikmyndum, sem ber fjölbreyttum hæfileikum hennar vitni. 

Frumraun sína á óperusviði þreytti hún í hlutverki dúkkunar Olympiu í Ævintýrum Hoffmans í Þjóðleikhúsinu og síðan hefur hún staðið í sporum þekktustu kvenpersóna óperusögunnar; Súsönnu í Brúðkaupi Fígarós, Gildu í Rigoletto, Papagenu og Næturdrottningarinnar í Töfraflautunni, Víolettu í La Traviata, Adínu í Ástardrykknum og svo mætti lengi telja. 

Af þessu tilefni verður einnig blásið til afmælistónleika í Hörpu 13. september kl. 20.  Þar verður farið yfir farsælan feril söngkonunnar undanfarin 40 ár. Tónleikarnir verða tvískiptir, þar sem söngkonan mun leggja í ævintýralega söngferð með áheyrendum og koma víða við. 

:

Bíó

The Fantastic Four

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Allt

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000354

Kvikmyndin er byggð á ofurhetjuteyminu vinsæla sem spratt fyrst fram á sjónarsviðið í teiknimyndablöðum frá Marvel í nóvember árið 1961. Hin fjögur fræknu eru fyrsta, og jafnframt eitt vinsælasta, ofurhetjuliðið úr smiðju Stans Lee og áttu sögurnar um þau stóran þátt í því að byggja upp stórveldið Marvel. 

Hér er um að ræða nýtt upphaf sögunnar, sem hverfist um fjögur ungmenni sem eru hvert á sinn hátt utangátta í samfélaginu. Vísindamennirnir ungu, Sue Storm (Kate Mara), Reed Richards (Miles Teller), Ben Grimm (Jamie Bell) og Johnny Storm (Michael B. Jordan) eru send í annan heim sem er vægast sagt stórhættulegur og hefur ferðalagið þau áhrif á líkama þeirra að þau öðlast ofurkrafta. Líf þeirra tekur stakkaskiptum í kjölfarið og ungmennin breytast í The Invisible Woman, Mr. Fantastic, The Thing og Human Torch. Þau neyðast til að færa sér í nyt hina nýju krafta sem breytt líkamsgerð hefur í för með sér og vinna saman að því að bjarga Jörðinni frá stórhættulegum óvini, Victor Domashev, eða dr. Doom (Toby Kebbell). 

12


:

Bíó

Trainwreck

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Allt

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000362

Amy hefur staðið í þeirri trú síðan hún var lítil stúlka að einkvæni væri ekki eðlilegt. Hún lifir eftir því á fullorðinsárum og nýtur þess sem hún telur vera óheft frelsi, laust við skuldbindingar, leiðinlega rómantík og stífni en í raun og veru hjakkar hún svolítið í sama farinu. Þegar hún svo fellur fyrir heillandi íþróttalækni sem hún vinnur að grein um veltir hún því fyrir sér hvort aðrir fullorðnir, þar með talinn maðurinn - sem virðist vera heillaður af henni, hafi kannski hitt naglann á höfuðið. 

12

:

Bíó

Amy

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000400

Heimildarmynd eftir Bafta verðlaunahafann Asif Kapadia um söngkonuna Amy Winhouse sem lést árið 2011. Í myndinni verður sýnt áður óbirt myndefni og leitast við að segja harmræna sögu hinnar hæfileikaríku söngkonu með hennar eigin orðum. 

Amy Winehouse lést af völdum  áfengiseitrunar í júlí 2011, aðeins 27 ára gömul. Þetta er einstaklega nútímaleg, tilfinningarík mynd sem á erindi við samtímann því hún bæði fangar hann og varpar ljósi á heiminn sem við búum í á frumlegan máta. Amy var einstaklega hæfileikaríkur listamaður sem náði eyrum og augum heimsbyggðarinnar. Hún skrifaði og söng frá hjartanu og allir urðu umsvifalaust gagnteknir. Það var því ákaflega sorglegt þegar hún brotnaði smám saman undir oki fjölmiðlaáreitis, sambandsvandamála, risavaxinni velgengni og vafasams lífsstíls. 

Erlendir dómar:

Chicago Sun-Times 100%

RogerEbert.com 100%

The Guardian 100%

IndieWIRE 100%

Tampa Bay Times 100%

San Francisco Chronicle 100%

Philadelphia Inquirer 100% 

Rotten Tomatoes 97%12

:

Heimabíó

The Second Best Exotic Marigold Hotel

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000345

Það er bara eitt herbergi eftir laust á The Best Exotic Marigold Hotel og því ákveður hótelstjórinn, Sonny Kapoor, að opna annað hótel.

Við tökum hér upp þráðinn þar sem frá var horfið í fyrri mynd. Allt er orðið fullt á Marigold-hótelinu og bara eitt herbergi eftir. Það er hins vegar von á tveimur gestum í viðbót og því ákveður hinn yfirmáta bjartsýni hótelstjóri Sonny Kapoor að opna bara nýtt hótel af sömu framkvæmdargleðinni og fékk hann til að opna það sem fyrir er þótt húsið væri langt frá því að vera tilbúið. Vel studdur af hinni álíka bjartsýnu Muriel (Maggie Smith) heldur Sonny ótrauður á vaðið til að afla þess fjár sem hann þarf. Þegar nýr gestur bætist við, hinn fjallmyndarlegi Guy (Richard Gere), fer samt óvænt atburðarás

í gang og sem fyrr liggur rómantíkin í loftinu ...

The Second Best Exotic Marigold Hotel fór beint á toppinn í kvikmyndahúsum í Bretlandi, Ástralíu og Nýja-Sjálandi þegar hún var frumsýnd þar í febrúar og hefur notið mikilla vinsælda alls staðar

annars staðar þar sem hún hefur verið sýnd. Breska kvikmyndatímaritið Empire gaf henni fjórar stjörnur og sagði gagnrýnandinn myndina vera heillandi framhald, ákaflega vel leikna eins og við var að búast, en að Maggie Smith steli þó senunni með alveg frábærum leik.


:

Heimabíó

Austur

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000346

Myndin er innblásin af raunverulegum atburðum úr íslenskum undirheimum. Ungur maður á einnar nætur gaman með fyrrum unnustu og barnsmóður ofbeldisfulls glæpamanns sem er í mikilli neyslu. Hann er tekinn í gíslingu af gengi glæpamannsins með það fyrir augum að kúga út úr honum fé. Þegar þau áform verða að engu fer af stað atburðarás þar sem líf unga mannsins er í stórhættu.

Ungi maðurinn er orðin gísl gengisins sem bregður á það ráð að fara austur fyrir fjall í þeim erindagjörðum að losa sig við hann. Þegar þangað er komið banka þeir upp á hjá gömlum félaga glæpamannsins sem er að reyna að snúa við blaðinu og ná lífi sínu á réttan kjöl.

Með helstu hlutverk í myndinni fara Arnar Dan Kristjánsson, Björn Stefánsson, Hjörtur Jóhann Jónsson, Ólafur Darri Ólafsson og Vigfús Þormar Gunnarsson.

16


:

Bíó

Pixels

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Allt

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000353

Geimverur mistúlka myndbandsupptökur af sígildum tölvuleikjum úr spilakössum og líta á þær sem stríðsyfirlýsingu. Þær ráðast á jörðina og nota leikina sem fyrirmyndir fjölbreyttra árása. Will Cooper forseti hringir í æskuvin sinn, Jules Brenner sem var tölvuleikjahetja á níunda áratugnum og starfar nú við að setja upp heimabíó. Brenner fær það verðuga verkefni að leiða hóp gamalla tölvuleikjakempa til að sigra geimverurnar og bjarga plánetunni. 

Kvikmyndin ætti að kalla fram nostalgíu hjá öllum þeim sem lifðu spilakassamenningu níunda áratugarins og kynnir jafnframt tölvuleikjapersónur sem löngu eru orðnar ódauðlegar fyrir yngri kynslóðum. Það eru engir aukvisar sem fara með aðalhlutverkin, því auk Pac-Man, Donkey Kong og Centipede má sjá Adam Sandler, Kevin James, Josh Gad, Michelle Monaghan, Peter Dinklage og marga fleiri valinkunna leikara í myndinni. 

Aðeins sýnd í 2D í Háskólabíói. 


Væntanlegt frá Senu

:

Tölvuleikir

Metal Gear Solid V: The Phantom Pain

Nýjasti kaflinn í hinni stórbrotnu Metal Gear Solid seríu. Leikurinn tekur ótrúleg skref í framförum í grafík og tækni, en leikurinn keyrir á Fox grafíkvélinni. Hér eru það leikmenn sem ráða ferðinni, en hvert verkefni leiksins er sett þannig upp að hægt er að leysa það á fjölmarga vegu. Leikurinn gerist 9 árum eftir atburði Metal Gear Soild V: Ground Zeroes. Snake rankar við sér eftir að hafa verið meðvitunarlaus allan þennan tíma og heldur sagan áfram árið 1984 þar sem Kalda stríðið er í algleymingi.

:

Tónlist

Easy Street

Hljómsveitin Dikta var stofnuð árið 1999 og hefur notið mikilla vinsælda allar götur síðan og hefur til dæmis  tvisvar hlotið verðlaun sem vinsælasti flytjandinn á Íslensku tónlistarverðlaununum. 


Easy Street er þeirra fimmta breiðskífa og inniheldur hún m.a. smellina We'll Meet Again og Sink or Swim.


Lagalistinn: 

1. We'll Meet Again

2. Century

3. Sink or Swim

4. Gone

5. Out of Breath

6. Talking

7. Anonymous

8. Do You Remember?

9. Calm Town

10. Hope for the Best

11. I Miss You


Plata verður einnig fáanleg á vínyl plötu.

:

Bíó

No Escape

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

Bandarísk fjölskylda lendir í valdaráni þegar þau eru stödd á heimili sínu í útlöndum. Þau leita skelfingu lostin að öruggu skjóli í umhverfi þar sem útlendingar eru teknir af lífi umsvifalaust. 

Verkfræðingurinn Jack Dwyer flýgur ásamt eiginkonu sinni og tveimur dætrum til Asíu þar sem honum hefur boðist spennandi verkefni. En þau eru ekki fyrr komin til landsins en blóðug uppreisn brýst út. Þegar Jack Dwyer og fjölskylda hans kemur til landsins sem um ræðir kemur í ljós að ekki er allt með felldu í og fyrr en varir brjótast út harðskeytt átök á götum úti á milli almúgans og hersins sem mætir á svæðið. Ástandið á eftir að versna til muna þegar grimmir uppreisnarmenn nýta sér upplausnarástandið, ráðast inn í borgina og gera öllum það ljóst að þeir hafi hugsað sér að taka alla af lífi, jafnt óvini sína sem alla útlendinga sem þeir finna.

16

:

Bíó

The Transporter Legacy

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

Luc Besson er mættur aftur til leiks með nýja Transporter mynd. Frank Martin er besti sendillinn sem völ er á. Að þessu sinni er meira undir og tækninni hefur fleygt ört fram, en sömu þrjár reglurnar gilda enn: aldrei breyta samningnum, engin nöfn og aldrei opna pakkann. 

Þegar tálkvendið Anna og glæsilegar aðstoðarkonur hennar ráða Frank til starfa uppgötvar hann fljótlega að hann hefur verið gabbaður. Anna og skósveinkur hennar hafa rænt föður Franks (Ray Stevenson) til þess að ginna hann til að hjálpa þeim í átökum við óvæginn hóp Rússa sem fást við mansal. Knúinn af hefndarhvöt brýtur Frank allar reglurnar og svífst einskis til að bjarga föður sínum. 

16

:

Tónlist

Thorsteinn Einarsson

Thorsteinn Einarsson er tvítugur og er frá Íslandi og Austurríki. Hann hefur búið í Austurríki frá því hann var 14 ára og erfði tónlistarhæfileikana frá föður sínum, óperusöngvaranum Einari Th. Guðmundssyni. Á sínum yngri árum hér á Íslandi tók hann sín fyrstu skref í tónlistinni með hljómseitinni "Skvís" og er til skondið myndband frá Stöð 2 þar sem hann er 11 ára gamall spurður að því hvort hann ætli að verða rokkstjarna og hann svarar: nei, ég ætla að verða goðsögn.

Í fyrra skráði vinur hans hann til leiks  í raunveruleikaþættinum Die Grosse Chance, sem er mjög vinsæll þar ytra. Thorsteinn ákvað að láta salg standa og endaði með því að hafna í 4ja sæti og slá þar rækilega í gegn, með lagasmíðum sínum, frábærum söng og heillandi framkomu.

Eftir frábært gengi í þættinum gerði hann samning við Sony sem ætla sér stóra hluti með hann í framtíðinni.  Hans fyrsta stóra plata kemur út á heimsvísu 4. september.

Lagið „Leya“ hefur nú þegar fengið yfir 400.000 spilanir á YouTube. Lagið sat á topp 10 listanum í Austuríki í þrjár vikur og á austurísku tónlistarverðlaununum var Thorsteinn verðlaunaður sem lagahöfundur ársins fyrir lagið, ásamt meðhöfundum sínum, þeim Lukas Hillebrand, Noa Ben-Gur og Alex Pohn.


:

Tónlist

Starwalker

Barði Jóhannsson (Bang Gang, Lady & Bird) og Jean-Benoit Dunkel (Air, Tomorrow´s World) mynda tvíeykið Starwalker. Í tónsmíðum þeirra mætast ólíkar áherslur tónlistarmannanna og útkoman myrk, hljómmikil, margslungin og óvænt. 

Í tónlistinni gætir áhrifa frá íslenskri náttúru, sem er óvægin og óútreiknanleg og einnig má greina hreinan og sígildan stíl sem er einkennandi fyrir Frakkland. Í þessari einstöku blöndu er ímyndunaraflinu fengin braut út í alheiminn þar sem það fangar hugi hlustenda í gegnum myrka og dularfulla tónana.  

Plata frá þeim félögum er væntanleg í maí. 

:

Heimabíó

The Longest Ride

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

Glæný mynd sem byggir á metsölubók Nicholasar Sparks, sem hefur skrifað gersemar á borð við The Notebook og Dear John. The Longest Ride hverfist um elskendur sem er ekki skapað nema að skilja. Luke er fyrrum meistari í ótemjureið sem hyggst endurheimta fyrri fræð og Sophia er háskólanemi sem er í þann veginn að landa draumastarfinu í listasenu New York borgar. Stefna parsins liggur í ólíkar áttir og sen reynir mikið á sambandið.

Sophia og Luke kynnast svo óvænt Ira, sem reynist örlagaríkt því sögur hans af áraatugalöngu eldheitu ástarsambandi þeirra hjóna blása unga parinu anda í brjóst. 

Ástarsögur tveggja kynslóða fléttast saman í myndinni sem fjallar öðru fremur um eilífa ást.

:

Bíó

Maze Runner: The Scorch Trials

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

Framhald kvikmyndarinnar Maze Runner og byggir á metsölubókum James Deshner. Bókaflokkurinn hefur fengið frábæra dóma víða um heim og þykir halda lesendum í heljargreipum spennu og eftirvæntingar. Sagan er dystópía og fjallar um piltinn Thomas, sem í fyrstu myndinni vaknar upps á hryllilegum stað sem nefnist Glade, ásamt fimmtíu öðrum drengjum á unglingsaldri, eftir að minni hans hefur verið eytt. Drengirnir sluppu úr völundarhúsinu en standa nú frammi fyrir nýjum og óhunganlegum áskorunum sem mæta þeim á vegum úti í eyðilegu landslagi. 

Í öðrum kafla sögunnar, Maze Runner: The Scorch Trials, reyna drengirnir að komast að því hverjir standa á bak við völundarhúsið, hver tilgangur þess sé og hvaða hlutverki þeir gegni. Félagarnir þurfa að komast að því hvað vakir fyrir leiðtogum WCKD um leið og þeir reyna að sigrast á eyðilandinu „The Scorch“ þar sem hver ógnin á fætur annarri bíður þeirra.

12

:

Tölvuleikir

Tearaway Unfolded

Frá framleiðendum LittleBigPlanet leikjanna kemur frumlegur og flottur ævintýraleikur, Tearaway Unfolded. Hér ferðast leikmenn í gegnum heim sem er búinn til úr pappír og byggist spilunin á að leysa þrautir og nýta vind og aðra krafta til að móta pappírinn og sveigja hann til. Á ferð sinni í gegnum leikinn hitta leikmenn allskyns furðuverur og er það í höndum hvers og eins að nota styrkleika þeirra til að hjálpa sér áfram.

:

Bíó

Triple Nine

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

Rússneska mafían mútar hópi óheiðarlegra lögreglumanna til að þeir geti framkvæmt nánast ómögulegt rán, en til þess að áætlunin heppnist þarf að myrða lögregluþjón. Allt fer út um þúfur þegar grunlaus nýliði í lögreglunni tekur málin í sínar hendur. 


:

Bíó

We Are Your Friends

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

Cole (Efron) er plötusnúður sem dreymir um að gerast mikilvægur framleiðandi í tónlistargeiranum. Einn daginn ákveður eldri plötusnúður að nafni James (Bentley) að kenna honum allt sem hann kann. Framtíð Coles virðist vera á uppleið þar til hann hittir Sophie, kærustu James. Á meðan samband þeirra Sophie verður innilegra, fjarlægjast þeir James hvorn annan sífellt meira. Þær ákvarðanir sem Cole tekur koma til með að hafa áhrif á alla hans framtíð. 

12

:

Tölvuleikir

Destiny: The Taken King – Legendary Edition

Flottur pakki sem inniheldur nýjustu viðbótina við Destiny leikinn eða The Taken King. Í pakkanum er einnig Destiny leikurinn og viðbæturnar The Dark Below og House of Wolves. Þessi nýjasta viðbót The Taken King er sú stærsta hingað til og bætir helling inní leikinn. Hér geta leikmenn spilað í gegnum nýjan söguþráð þar sem fjöldi nýrra óvina koma við sögu, nýjar plánetur, ný verkefni og margt fleira. Guardians hafa nú líka aðgang að nýjum vopnum, brynjum og græjum. Nauðsynlegur í Destiny safnið.

:

Bíó

Verdi's

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000410

Ein þekktasta ópera sögunnar, Aida eftir Verdi, sýnd á einum tilkomumesta stað veraldar, höfninni í Sydney.  

Óperan gerist í Egyptalandi og hverfist um herforingjann Radames, sem elskar eþíópíska stúlku, Aidu, sem elskar hann á móti. Hún hefur verið tekin til fanga og er ambátt egypsku konungsdótturinnar Amneris. Hún er í raun prinsessa síns heimalands, þótt Egyptunum sé ekki kunnugt um það. Amneris er einnig ástfangin af Radamesi og ber upp á hann að hann elski einhverja aðra, þótt hún geri sér ekki grein fyrir því strax að það er Aida.

Það er vart hægt að hugsa sér magnaðari staðsetningu fyrir sýningu sem gerist á jafn stórbrotnum slóðum en höfnina í Sydney, undir tindrandi ljósum borgarinnar og með sjálft Óperuhúsið í baksýn, gegnt hnígandi sólu. 

Það er óhætt að lofa því að kvöldstundin komi til með að lifa með áhorfendum, löngu eftir að flugeldarnir hafa brunnið út á himnum og Amneris hefur sungið hljóðláta lokabæn sína. 

Útsendingartími er um það bil 2 klst. og 25 mínútur. 

:

Heimabíó

Bakk

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000335

Myndinni Bakk er leikstýrt af þeim Gunnari Hanssyni og Davíð Óskari Ólafssyni. Gunnar Hansson, Víkingur Kristjánsson og Saga Garðarsdóttir fara með aðalhlutverk í myndinni en önnur helstu hlutverk eru í höndum Þorsteins Gunnarssonar, Ólafíu Hrannar Jónsdóttur, Þorsteins Bachmann, Hönnu Maríu Karlsdóttur, Hallgríms Ólafssonar, Halldóru Geirharðsdóttur og Jóhannesar Hauks Jóhannessonar.

Myndin segir frá tveimur æskuvinum sem ákveða að bakka hringinn í kringum Ísland til styrktar langveikum börnum. Faðir annars þeirra bakkaði hringinn í kringum landið árið 1981 til fjáröflunar fyrir Þroskahjálp og setti heimsmet í leiðinni. Þeir félagar ætla að slá það heimsmet og safna í leiðinni fyrir gott málefni. Hugmyndin hljómar spennandi í byrjun en fljótlega kemur í ljós að hún er ekki jafn góð og hún virtist í byrjun.

Mystery framleiðir myndina og tökumaður er Árni Filippusson.

7


:

Tölvuleikir

NHL 16

Snillingarnir hjá EA Sports hafa verið duglegir að taka við athugasemdum frá aðdáendum NHL leikjanna og bætt inní það sem er mest um beðið. Þetta skilar sér í einhverjum flottasta NHL leik allra tíma. Hér lifna vellirnir við og á þeim eru raunverulegustu leikmenn sem við höfum séð til þessa í seríunni. Leikurinn inniheldur öll lið NHL deildarinnar.

:

Heimabíó

Paul Blart: Mall Cop 2

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000339

Paul Blart (Kevin James) er einstæður faðir sem fer að vinna sem öryggisvörður í verslunarmiðstöð til að sjá fyrir sér og dóttur sinni í myndinni Mall Cop sem naut mikilla vinsælda. Nú hefur öryggisvörðurinn knái, sem jafnan þeytist um á Segway tryllitæki eytt sex árum í að vernda verslunarmiðstöðvar borgarinnar og ætlar að taka sér verðskuldað frí. Hann heldur til Vegas með dóttur sinni sem er á táningsaldri til að eyða með henni tíma áður en hún fer í háskóla. En Blart kann ekki að taka sér frí og þegar allt fer í hart tekur Blart málin í sínar hendur. 

Kevin James fer ekki einungis með aðalhlutverkið í Paul Blart: Mall Cop 2 því hann er einnig einn af handritshöfundum myndarinnar ásamt Nick Bakay, sem skrifaði einnig handrit að nokkrum þáttum í King of Queens þáttaröðinni sem skaut Kevin James upp á stjörnuhimininn. 


:

Bíó

Everest

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

Stórmyndin Everest er byggð á sannsögulegum atburði, þegar átta fjallgöngumenn fórust í aftakaveðri á hæsta fjalli jarðar þann 11. maí árið 1996 en það er alvarlegasta slys sem hefur orðið á fjallinu.

Baltasar Kormákur er mættur hér með sína stærstu bíómynd til þessa og á meðal helstu leikara eru stórstjörnur eins og Jake Gyllenhaal, Josh Brolin, Jason Clarke, Keira Knightley, Robin Wright og Sam Worthington. Einnig glittir í Ingvar E. Sigurðsson í hlutverki rússnenska fjallgöngumannsins, Anatoli Boukreev.


12

:

Tölvuleikir

PES 2016

Í ár er 20 ára afmæli Pro Evolution Soccer seríunnar eða PES leikjanna eins og margir þekkja þá sem.  Að þessu sinni sækir leikurinn í ræturnar sem gerðu seríuna vinsæla og búa til einhvern besta íþróttaleik ársins.  Leikurinn nýtir Fox grafíkvélina sem tryggir ótrúlega grafík og flottar hreyfingar sem skila sér í skemmtilegri spilun.  En leikurinn var valinn íþróttaleikur ársins á Gamescom sýningunni í Þýskalandi.

 

 

Leikurinn inniheldur:

Endurbætt Master League, en þar setja leikmenn upp sitt eigið lið.

Leyfi Meistaradeildar Evrópu og Evrópudeildarinnar.


:

Heimabíó

Spy

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Allt

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000337

Susan Cooper (Melissa McCarthy) er starfsmaður CIA; hún vinnur við skrifborð í greiningardeildinni en er í rauninni hugmyndasmiðurinn á bak við hættulegustu verkefni stofnunarinnar. Þegar félagi hennar lendir í háska býðst hún til að fara í dulargervi, ganga inn í heim stórhættulegra vopnasala og freista þess að koma í veg fyrir að heimsmyndin eins og við þekkjum hana hrynji. 

Leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar er gamla kempan Paul Feig, en hann hefur skrifað handritið og leikstýrt hverjum gullmolanum á fætur öðrum í gegnum tíðina. Nefna má The Naked Gun 33 1/3: The Final Insult, That Thing You Do, Bad Teacher og Bridesmaids. Leikararnir eru heldur ekki af verri endanum því ásamt McCarthy eru þau Jason Statham, Rose Byrne og Jude Law í aðalhlutverkum. 

12

:

Bíó

The Program

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

Írskur íþróttafréttamaður verður sannfærður um að Lance Armstrong hafi eitthvað óhreint í pokahorninu sem tengist sigrunum á Tour de France. Með sannfæringu sína að vopni fer hann að leita sönnunargagna sem koma upp um Armstrong. 


:

Tölvuleikir

FIFA 16

Fifa 16 bætir sig allstaðar á vellinum og skilar það sér í meira jafnvægi, hærra raunveruleikastigi og meiri spennu í þessum mest selda fótboltaleik allra tíma.  Þú munt upplifa meiri sjálfstraust í varnarleiknum, meiri stjórn á miðjunni og flottari tilþrif í sókninni.  Fifa 16 gengur útá að spila flottan bolta. 

Þessi nýjasta útgáfa Fifa inniheldur fjölmargar nýjungar sem snerta allar hliðar fótboltans, hvort heldur það sé vörnin, miðjan eða sóknin.  Einnig inniheldur leikurinn svokallaðan Fifa Trainer, en þar geta nýliðar eða lengra komnir lært hvernig á að spila leikinn og bæta þar með árangur.  Einnig inniheldur leikurinn núna í fyrsta sinn kvennalið í knattspyrnu, en í leiknum eru 12 bestu kvennalandslið heimsins.

 

 

Leikurinn inniheldur:

Kvennalandslið í fyrsta skipti í sögu seríunnar.

Raunverulegri varnarvinnu sem skilar sér í fleiri möguleikum í tæklingum og spila liðin sem meiri heild þegar kemur að vörninni.

Meiri stjórn á miðjuni, leikmenn eiga auðveldara með að komast inní sendingar.  Einnig er hægt að senda á samherja með meiri nákvæmni.

Sóknin inniheldur nú fleiri flotta takta, fjölbreyttari mörk og fyrirgjafirnar hafa verið teknar í gegn.

 

 


:

Heimabíó

Fúsi

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000341

Fúsi segir frá titilpersónunni Fúsa, sem er liðlega fertugur og býr einn með móður sinni. Líf hans er í afar föstum skorðum og lítið sem kemur á óvart. Hann minnir á unga sem hefur komið sér þægilega fyrir í hreiðrinu og hefur enn ekki haft kjark til að hefja sig til flugs. Þegar ung stúlka og kona á hans reki koma óvænt inn í líf hans, fer allt úr skorðum og hann þarf að takast á við ýmislegt í fyrsta sinn. 

Dagur Kári leikstýrir og skrifar handritið að Fúsa, sem er framleidd af þeim Baltasar Kormáki og Agnesi Johansen fyrir framleiðslufyrirtækið Sögn.


Fúsi var kosin besta myndin í  "World Narrative" flokknum á Tribeca kvikmyndahátíðinni. Um 6000 myndir voru sendar inn en aðeins 12 komust í aðalkeppnina. Fúsi komst þangað og stóð svo uppi sem sigurvegari. 

Dómnefndin segir að myndin snerti hjarta þeirra sem á horfa og myndin taki á ýmsum málum, svo sem einmanaleika, geðrænum vanda ofl á sama tíma og hún sé fyndin. Dagur Kári fékk jafnframt verðlaun fyrir besta handritið í þessum "World Narrative" flokki hátíðarinnar.

"Hlý, skemmtileg og falleg."
- Hollywood Reporter

:

Bíó

Hotel Transylvania 2

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

Ævintýri Dracula halda áfram.

:

Bíó

Pawn Sacrifice

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

Tobey Maguire fer hér með hlutverk skáksnillingsins Bobby Fischer og fjallar myndin um skákeinvígi Fischers og Boris Spasskys sem fór fram í Reykjavík árið 1972. Fischer vakti snemma athygli í skákheiminum en hann varð stórmeistari aðeins 15 ára gamall. Hlaut hann síðan alþjóðafrægð 29 ára að aldri þegar hann lagði þáverandi heimsmeistara að velli í einvígi þeirra á Íslandi. 

Hafðu samband

Hringdu í okkur

591 5100

Við svörum milli 09:00 og 17:00
alla virka daga.

Sendu fyrirspurn

Til að fyrirbyggja ruslpóst:

Fréttir & tilkynningar

Allt

Hjálmar senda frá sér nýtt lag - 28.8.2015 Tónlist

Hjálmar sendu frá sér nýtt lag um daginn er ber heitið "Hlauptu hratt", lag og texti eftir Þorstein Einarsson. Tilviljun ein réði því að það kom út núna tveimur dögum fyrir Reykjavíkurmaraþonið en þegar Hjálmar áttuðu sig á tengingu titilsins við maraþonið fannst þeim tilvalið að gefa öllum þeim sem hlupu á laugardaginn, sem og öllum öðrum áhugasömum, eintak af laginu.

 

Meira...

Opnunarsýning RCF í ár með einstöku sniði - 27.8.2015 Viðburðir

Opnunarsýning Reykjavík Comedy Festival fer fram í Silfurbergi í Hörpu 23. október kl. 20:00. Það er óhætt að segja að í ár verði opnunarsýningin með einstöku sniði. Hátíðina setja nefnilega einungis íslenskir grínistar. Fram koma ekki aðeins gamalreyndar og þjóðþekktar grínkempur heldur einnig ungt hæfileikafólk sem hefur verið í stíga sín fyrstu skref undanfarin misseri og vakið mikla lukku.

Meira...

Tíminn líður hratt er komin út - 25.8.2015 Tónlist

Magnús Eiríksson fagnar sjötugsafmæli sínu í dag. Af því tilefni kemur út vegleg ferilsplata með öllum hans bestu lögum sem ber titilinn Tíminn líður hratt. Um er að ræða þrefalda plötu sem hefur að geyma sextíu þekkt og vinsæl lög úr sjóði Magnúsar, sem er eitt fremstu tónskálda landsins á sviði dægurtónlistar. Í gegnum tíðina hafa lög hans og textar sem mótað menningu þjóðarinnar; "Reyndu aftur", "Drauma-prinsinn", "Gleðibankinn", "Ó þú", "Kóngur einn dag" og öll hin. 

Meira...

Ben Kronberg og Dagfinn Lyngbo koma fram á RCF 2015 - 24.8.2015 Viðburðir

Ben Kronenberg og Dagfinn Lyngbo eru á leiðinni til Íslands til að kitla hláturtaugar
áhorfenda. Uppistandararnir koma fram á Reykjavík Comedy Festival laugardaginn 24. október kl. 22:30 í Silfurbergi í Hörpu. Það má því búast við drynjandi hlátrasköllum í Hörpu þegar tvíeykið sameinar krafta sína á sviðinu í Silfurbergi í haust. 

Meira...

Doug Stanhope kemur fram á RCF 2015 - 21.8.2015 Viðburðir

Bandaríski uppistandarinn, leikarinn og rithöfundurinn Doug Stanhope kemur fram á vegum Reykjavík Comedy Festival þann 30. október í Háskólabíói. Uppistand Dougs er mjög fjölbreytt og fjallar um allt frá lífsreynslusögum um grafískar perversjónir til ofsafenginnar samfélagsrýni. Doug er óheflaður, með sterkar skoðanir, grimmilega hreinskilinn, hömlulaus og alls ekki allra!

Meira...

Dylan Moran og Daniel Sloss koma fram á RCF 2015 - 20.8.2015 Viðburðir

Dylan Moran og Daniel Sloss hafa kitlað hláturtaugar heimsbyggðarinnar og er nú á leiðinni til landsins til að láta þig hlæja. Þessir bráðfyndnu uppistandarar verða meðal þeirra frábæru skemmtikrafta sem koma fram á Reykjavík Comedy Festival í október, en þetta er í annað skiptið sem hátíðin er haldin hér á landi.

Meira...

Lag í spilun: Disappointing - 13.8.2015 Tónlist

John Grant sendir frá sér sína þriðju plötu í haust og er áætlaður útgáfudagur 2. október. Platan var tekin upp í Dallas þar sem Grant gerði sína fyrstu plötu, Queen of Denmark, sem sló svo eftirminnilega í gegn út um allan heim. Lagið Disappointing er fyrsta lagið sem hann sendir frá sér af þessari plötu. Þess má til gamans geta að söngkonan Tracey Thorn er gestasöngkona í laginu. 

Meira...

Lag í spilun: Way Down We Go - 12.8.2015 Tónlist

Hljómsveitin Kaleo hefur sent frá sér nýtt lag. Lagið ber heitið Way Down We Go. Myndbandið við lagið hefur strax vakið mikla athygli enda ekki á hverjum degi sem menn taka upp tónlistarmyndband ofan í eldfjalli. Það var tekið upp ofan í Þríhnúkagíg og er óhætt að segja að það hafi heppnast virkilega vel. 

Meira...