Red Hot Chili Peppers

Red Hot Chili Peppers

Making a Murderer umræður

Making a Murderer umræður

Laddi-7-tugur

Laddi-7-tugur

ScHoolboy Q

ScHoolboy Q

Jólagestir Björgvins 2016

Jólagestir Björgvins 2016


Nýtt frá Senu

03.12.2016 :

Bíó

Jól með André Rieu 3. desember

Jól með André, hátíðarfögnuður sem inniheldur 80 mínútna jólatónleika þar sem heyra má lögin Hallelujah, Jingle Bells, White Christmas, Amazing Grace auk fjölda annarra!

André Rieu hóf fiðlunám sitt aðeins fimm ára að aldri og er nú orðinn heimsfrægur fyrir tónleika sína með Johann Strauss sinfóníusveitinni, sem hann setti fyrst á fót árið 1988. Hollenski fiðlusnillingurinn á miklu fylgi að fagna hér á landi og hafa tónleikar hans margoft verið sýndir fyrir fullu húsi! 

Aðdáendum Andrés er boðið í heimabæ hans að sjá vinalega tónleika í Maastricht sem sýndir verða í Háskólabíói. André mun leika öll bestu jólalögin og taka þátt í viðtali, stjórnað af Charlotte Hawkins, þar sem áhorfendur geta spurt úr fiðlumeistarann spjörunum úr!

Laugardaginn 3. desember 2016.

02.12.2016 :

Bíó

Magnus

Frábær heimildarmynd þar sem fylgst er með norska undarbarninu og skáksnillingnum Magnúsi Carlsen frá 13 ára aldri þar til hann verður heimsmeistari á Indlandi árið 2013 eftir hörkueinvígi við Indverjann Anand. Fyrir barn með snilligáfur er mikilvægt að hafa gott bakland og hefði Magnús ekki náð svona langt án stuðnings fjölskyldu sinnar, en faðir hans og móðir ásamt systrum hans eru öll mjög nátengd og fylgja honum á öll mót. Myndin inniheldur áður óséð efni og einnig fylgjumst við með þegar hann mætir til Íslands og teflir við sjálfan Gary Kasparov, sterkasta skákmann heims á þeim tíma og nær jafntefli en þá var Magnus aðeins 13 ára gamall og númer 786 í heiminum. Kasparov furðar sig á tapinu og skilur hvorki upp né niður: Hver er þessi ungi og óþekkti strákur sem teflir svona vel?  

Þess má geta að Magnus varði heimsmeistaratitilinn í skák í nýloknu einvígi við Rússann Karjakin í New York

02.12.2016 :

Bíó

Underworld: Blood Wars

Næsta kvikmyndin í stórmyndaseríunni nafnkunnu er Underworld: Blood Wars. Þar fylgjumst við með dauðaliðanum Selene (Kate Beckinsale) sem þarf að verjast ofsafengnum árásum bæði frá Lycan varúlfunum og vampírunum sem sviku hana. Hennar einu vinir eru David (Theo James) og faðir hans, Thomas (Charles Dance), en nú þarf hún að stöðva stríðið endalausa milli Lycan og vampíranna. Hún gæti þó þurft að færa sína hinstu fórn til þess að friður komist á.

Í kvikmyndinni eru fjórir leikarar sem við þekkjum best úr Game of Thrones heiminum. Þeir eru Charles Dance (Tywin Lannister), Tobias Mnzies (Edmure Tully), James Faulkner (Randyll Tarly) og Lara Pulver (Lady Elissa Forrestor úr Game of Thrones: A Telltale Games).

Upphaflega átti þetta að vera síðasta kvikmyndin þar sem Kate Beckinsale leikur persónu sína, Selene, en staðfest hefur verið að vinnuferlið fyrir sjöttu myndina í Underworld seríunni sé hafið þar sem leikkonan góða mun koma aftur fram.25.11.2016 :

Bíó

Lion

Lion fjallar um hinn fimm ára gamla Saroo sem týnist í lest á leið í burtu frá heimili sínu. Hann er bæði hræddur, þúsundir kílómetra í burtu frá fjölskyldu sinni og ráðvilltur á götum Kolkataborgar. Honum tekst að lifa af margar hremmingar, heimilislaus á götunni, áður en hann fær pláss á munaðarleysingjahæli, sem er þó ekki öruggasti staðurinn til að vera á. Að lokum er Saroo ættleiddur af áströlsku pari sem taka á móti honum með ást og umhyggju. Hann bælir niður minningar sínar úr fortíðinni og vonina um að finna móður sína og bróður á ný af ótta við að særa tilfinningar nýju foreldra sinna. En þegar hann hittir nokkra Indverja fyrir tilviljun vaknar þráin á ný. Fáar æskuminningar sitja eftir í huga hans en með hjálp nýrrar tækni sem kallast Google Earth leggur hann af stað í leitina að nálinni í heystakkinum. 

Myndin er byggð á bókinni The Long Way Home sem Saroo skrifaði sjálfur eftir reynslu sína en hún vakti mjög mikla athygli og umtal í Ástralíu og á Indlandi. Með þessari mynd er ótrúleg saga hans nú óðum að verða flestum í öðrum heimshlutum kunn. Lion  hefur að undanförnu verið sýnd á kvikmyndahátíðum og hlotið góða dóma gagnrýnenda og áhorfenda. Hún þykir ákaflega vel gerð og leikin og alveg gríðarlega áhrifamikil á allan hátt.

Myndin er að öllu leyti tekin þar sem sagan gerist, þ.e. í Ástralíu og Tasmaníu og við staði á Indlandi sem leit Saroos leiddi hann til.


18.11.2016 :

Bíó

Flöskuskeyti frá P

Flöskuskeyti frá P er þriðja myndin sem gerð er eftir bókum danska glæpasöguhöfundarins Jussis Adler-Olsen, en sú fyrsta, Konan í búrinu, var frumsýnd fyrir þremur árum og sú seinni, Veiðimennirnir, í fyrra. Báðar fengu þessar myndir afbragðsdóma og mikla aðsókn og t.a.m. sló Veiðimennirnir aðsóknarmet í dönskum kvikmyndahúsum. Það met hefur nú verið slegið á ný af þessari mynd, Flöskuskeyti frá P, sem er nú aðsóknarmesta danska mynd á opnunarhelgi með 154.215 miða selda á þremur dögum.

Sem fyrr fara þeir Nikolaj Lie Kaas og Fares Fares með hlutverk þeirra Carls Mørck og Assads, en þeir vinna í svokallaðri Q-deild lögreglunnar við að flokka gömul óleyst sakamál. Í þetta sinn opna þeir mál um börn sem hurfu sporlaust fyrir fjórtán árum þegar skilaboð frá öðru barni finnast í flöskuskeyti ásamt örvæntingarfullu ákalli um hjálp. Þeir Carl og Assad tengja þessi mál saman og eru þar með komnir á spor fjöldamorðingja sem enn gengur laus og liðugur, e.t.v. með enn meira á samviskunni ...

Leikstjóri myndarinnar, hinn norski Hans Petter Moland, hefur hlotið ótal verðlaun og viðurkenningar fyrir myndir sínar í gegnum árin en af þeim má t.d. nefna Aberdeen, The Beautiful Country, En  ganske snill mann og Kraftidioten sem hann sendi frá sér árið 2014.

Jussi Adler-Olsen hefur nú sent frá sér fimm bækur um þá Carl Mørck og Assad og má fastlega búast við að hinar tvær, Stúlkan í trénu og Marco-áhrifin, verði líka kvikmyndaðar. Þess má geta að Jussi hefur sagst ætla að skrifa í allt tíu bækur um þá félaga.

16.11.2016 :

Tölvuleikir

Gran Turismo Sport

Ein söluhæsta sería bílaleikja er mætt aftur og nú á PlayStation 4. Leikmenn fá hér aðgang að hröðustu og eftirsóknarverðustu bílum jarðarinnar og upplifa í þeim einstakan hraða án takmarka. Í Gran Turismo Sport geta leikmenn spilað einir og sér eða í fjölmörgum netspilunarmöguleikum leiksins. Í leiknum eru 137 öflugustu bílar heimsins og hafa þeir allir verið byggðir frá grunni fyrir þessa nýju útgáfu Gran Turismo. Leikurinn keyrir á nýrri grafíkvél sem tryggir raunverulegri stýringu á bílunum, flottari grafík og dýpri upplifun en áður.


Leikurinn inniheldur

·       137 bíla sem eru með þeim eftirsóttustu um allan heim, auk fjölmargra bíla sem eru á þróunarstigi.

·       Fjölmargar brautir og þar á meðal Tokyo Expressway, Nurburgring og Northern Isle Speedway


Tegund: Bílaleikur
Kemur út á: PS4
PEGI aldurstakmark: 3+
Útgáfudagur: 16. nóvember
Framleiðandi: Sony Interactive Entertainment
Útgefandi: Sena

14.11.2016 :

Tónlist

Allir eru að gera það

Haustið 2012 kom út vegleg safnútgáfa sem kallaðist Eitthvað undarlegt með helstu lögum Ríó tríósins. Nú er komin út glæný endurgerð af þeirri útgáfu sem geymir glitrandi gullmola úr Ríósafninu. 

Gítarleikararnir Halldór Fannar og Ólafur Þórðarson ásamt Helga Péturssyni hófu að æfa saman í sumarhúsi við Kópavogslæk haustið 1964 og var það upphafið að Ríó tríó. Þeir ferðuðst um landið og sungu bandarísk þjóðlög og íslenskar gamanvísur í bland við rímnahendingar og stökur. Þeir urðu heldur betur frægir snemma árs 1967 þegar þeir komu fram í sjónvarpsþætti og ákváðu þeir að gera tvo aðra þætti til viðbótar seinna sama ár. Þá bættist Ágúst Atlason við hópinn og tók við af Halldóri Fannari sem hætti til að einbeita sér að tannlæknanámi. Þá gáfu þeir út fjórða þáttinn og þriðju litlu plötuna síðla hausts sama ár og nutu mikilla vinsælda. Síðustu tónleikar þeirra voru haldnir 31. október 2010 og höfðu þeir þá veglegum ferli að fagna!

Platan Allir eru að gera það hefur að geyma 50 af vinsælustu lögum Ríó tríós!

14.11.2016 :

Tónlist

Bestu lögin

Haukur Morthens er einn ástsælasti söngvari íslenskrar tónlistarsögu og söng hann um 140 lög inn á hljómplötur. Samtals hafa varðveists um 190 upptökur á plötum en þess að auki er allnokkuð til af óútgefnu efni. 

Árið 1950 var söngur með danshljómsveitum ekki talinn atvinnugrein en þetta viðhorf tók miklum breytingum næsta áratuginn, á gullárum Hauks Morthens. Tónlistarleg nálgun hans og vandvirkni sýndi hversu mikla virðingu hann bar fyrir starfi sínu sem söngvari sem ekki aðeins jók virðingu almennings gegnvart þessari mikilvægu iðju heldur gerði hann að einum eftirminnilegasta tónlistarmanni sem þjóðin hefur átt.

Nú hafa 42 bestu lög hans verið sett saman á geisladisk til að minnast lífstarfs þessa yndislega tónlistarmanns sem ávallt hafði svo fallega nærveru og kom svo prúðmannlega fram.

11.11.2016 :

Bíó

Arrival

Þegar dularfull geimskip lenda víðsvegar um jörðina setja jarðarbúar saman teymi af fólki til að rannsaka hvað sé um að vera. Málvísindakonan Louise Banks er forsprakki hópsins sem þarf að etja kapp við tímann og finna svör við þeim ráðgátum sem fylgja geimskipunum á sama tíma og þjóðir jarðarinnar standa á barmi heimstyrjaldar. Louise þarf að taka áhættu sem stofnar ekki aðeins hennar lífi í hættu heldur gjörvöllu mannkyninu.

Myndin er með 8,0 í meðaleinkunn á Metacritic. Á Imdb.com er hún með 8,5 í einkunn frá tæplega fimmtán hundruð almennum notendum og eru þeir ófáir sem kalla hana „meistaraverk“. Það er því ljóst að þeir sem kunna að meta vísindaskáldsögur eiga gott eitt í vændum.

Arrival er byggð á margverðlaunaðri og stórsnjallri smásögu eftir bandaríska rithöfundinn Ted Chiang, Story of Your Life. Arrival er eftir kanadíska meistaraleikstjórann Denis Villeneuve sem gerði m.a. myndirnar PrisonersIncendies og núna síðast Sicario. Myndin er þegar orðin umtöluð sem ein besta mynd ársins og spá margir því þegar að hún muni sópa að sér verðlaunatilnefningum. Eins og í fyrri myndum Denis Villeneuve semur Jóhann Jóhannsson tónlistina í Arrival og það má nánast öruggt telja að fyrir hana verði hann tilnefndur til Óskarsverðlauna, þriðja árið í röð.

08.11.2016 :

Playstation

PlayStation Pro

PlayStation Pro tölvan er ofurhlaðin PlayStation 4 tölva sem inniheldur kraft til að sýna grafík leikjanna að meiri nákvæmni og í meiri smáatriðum en áður. Eigendur 4K sjónvarpstækja geta upplifað leikina í hærri upplausn og í fleiri römmum á sekúndu. Eigendur HD sjónvarpstækja geta líka notið þess að keyra leikina í 1080p upplausn og fleiri litum. Í PlayStation Pro er HDR tækni sem gerir notendum kleift að spila leikina í litum sem eru nær því sem mannsaugað sér í hinum raunverulega heimi.

04.11.2016 :

Tölvuleikir

Call of Duty: Infinite Warfare

Það er eitthvað fyrir alla í Call of Duty: Infinite Warfare. Leikurinn inniheldur þrjá mismunandi spilunarmöguleika: Söguþráð, netspilun og Zombies. Í leiknum er innihaldsríkur söguþráður sem gerist í aðstæðum sem eru ólíkar því sem við höfum áður séð í Call of Duty leikjunum. Leikmenn munu taka þátt í klassískri stríðssögu þar sem risastórir bardagar eru í fyrirrúmi. Bardagar mannkynsins hafa dreift sér um allt sólkerfið og þurfa leikmenn að fara á hina ýmsu staði til að berjast. Í netspilunarhluta leiksins eru margar nýjungar og ljóst að þessi nýi Call of Duty leikur sé sá dýpsti og fullkomnasti hingað til.


Leikurinn inniheldur

·       Þrír mismunandi spilunarmöguleikar

·       Zombie hlutinn inniheldur fjölmargar nýjungar

·       Nýir óvinir sem ætla sér yfirráð yfir sólkerfinu


Tegund: Skotleikur
Kemur út á: PC, PS4, Xbox One
PEGI aldurstakmark: 18+
Útgáfudagur: 4. nóvember
Framleiðandi: Activision
Útgefandi: Sena

28.10.2016 :

Bíó

American Pastoral

Myndin á sér stað í Bandaríkjunum eftir stríð. Seymor þarf að horfa upp á sitt fullkomna líf sundrast þegar dóttir hans gengur til liðs við hættulega stjórnmálahreyfingu. Stórleikarinn Ewan McGregor sest nú einnig í leikstjórastólinn í fyrsta sinn ásamt því að leika aðalhlutverkið. Helstu samleikarar hans eru Dakota Fanning, Jennifer Connelly, Rupert Evans og Valorie Curry.


Leikstjóri: Ewan McGregor
Handritshöfundar: John Romano (handrit), Philip Roth (skáldsaga)
Helstu leikarar: Jennifer Connelly, Dakota Fanning og Uzo Aduba 28.10.2016 :

Bíó

Desierto

Hópur af ónefndum körlum og konum eru vongóð um að komast yfir landamærin frá Mexíkó til Bandaríkjanna til að eignast betra líf. Von þeirra deyr fljótt þegar þau komast í kast við vitfirrtan mann sem hefur ákveðið að taka landamæraeftirlitið í sínar eigin hendur.


Leikstjóri: Jonás Cuarón

Handritshöfundar:Jonás Cuarón, Mateo Garcia

Helstu leikarar: Gael García Bernal, Jeffrey Dean Morgan, Alondra Hidalgo 


28.10.2016 :

Tónlist

Island Songs

Tónskáldið Ólafur Arnalds og leikstjórinn Baldvin Z hafa sameinað krafta sína og vinna að tónlistar- og myndbandsverkefninu Island Songs. Í sjö vikur sumarið 2016 munu Ólafur og Baldvin ferðast um Ísland, ásamt hljóðfæraleikurum og tökufólki, og rannsaka hvernig íslensk náttúra og menning hafa áhrif á tónsköpun. 

Ísland er þekkt fyrir fjölda tónlistarmanna miðað við höfðatölu og Ólafur og Baldvin vilja kanna hvort Ísland sé áhrifavaldurinn. Þeir kanna fjörlegt líf íslenskra tónlistarmanna og –kvenna og veita áhugasömum aðgang að verki þeirra sem birtist í bæði hljóði og mynd samtímis. Ólafur mun heimsækja ýmsa listamenn og vinna með þeim á heimaslóðum þeirra og skapa með þeim tónlist. Hver einasti listamaður sem kemur að verkefninu hefur sína sögu að segja og tjáir sig á sinn einstaka hátt. Listamennirnir eiga sér allir mismunandi bakgrunn og koma frá mismunandi bæjarfélögum. Þeir samanstanda meðal annars af söngvurum, frægum rokkgrúppum, kirkjuorgelleikurum. 

Saman gera þeir verkefnið fjölbreytt og þar sem verkefnið er sýnt í beinni mun það halda áfram að þróast næstu sjö vikurnar. 

Nýtt lag kemur út á hverjum mánudegi og má nálgast efnið á Apple Music, Spotify and Vevo/YouTube. 

Að loknu ferðalaginu mun Baldvin Z búa til klukkustundarlanga kvikmynd um samstarf Ólafs og listamannanna. Þar má finna upptökur af lögunum ásamt samtölum um tónlist, sögu og listamennina en saman dregur hún upp sterka mynd af tónlistarmenningu landsins.

28.10.2016 :

Bíó

Masterminds

David Ghantt er næturvörður sem vinnur hjá fyrirtæki sem sérhæfir sig í brynvörðum bílum í suðurríkjum Bandaríkjanna. Líf hans er tilbreytingarlaust, hann keyrir um göturnar, dag eftir dag, með milljarða af peningum annarra manna og sér enga undankomuleið frá þessu leiðindalífi. Hann er hrifinn af samstarfsaðila sínum, Kelly Campbell, sem fær hann til að taka þátt í ótrúlegu ævintýri sem honum sjálfum hefði aldrei getað dottið í hug: Þau, ásamt hópi af vitgrönnum glæpamönnum, ákveða að skipuleggja eitt stærsta bankarán sögunnar.

Stórkostlegur hópur leikara heldur myndinni gangandi en þar má meðal annars nefna Zach Galifianakis, Kristen Wiig, Kate McKinnon, Leslie Jones, Owen Wilson og Jason Sudeikis.

28.10.2016 :

Tölvuleikir

Titanfall 2

Í Titanfall 2 sameinast maður og vél sem aldrei fyrr, en að þessu sinni inniheldur leikurinn hasarfullan söguþráð sem gefur leikmönnum meiri dýpt í leikinn og meiri skilning á söguheimi Titanfall. Ofan á það leggst fullkomin netspilun þar sem fjöldi leikmanna geta barist saman og nýtt sér hæfileika vélmennanna til að ná sigri.

Leikurinn inniheldur

·       Einstök upplifun hvort heldur að þú stýrir venjulegum hermanni eða risavöxnum vélmennum.

·       Einstakur söguþráður þar sem leikmenn fara í fótspor hermanns sem langar að komast á þann stall að geta stýrt risavöxnum vélmennum.

·       Sex ný vélmenni líta dagsins ljós í netspilun leiksins sem hefur aldrei verið fjölbreyttari.


Tegund: Skotleikur
Kemur út á: PC, PS4, Xbox One
PEGI aldurstakmark: 16+
Útgáfudagur: 28. október
Framleiðandi: EA Games
Útgefandi: Sena


Væntanlegt frá Senu

06.12.2016 :

Viðburðir

Eddie Izzard í Hörpu

Eddie Izzard snýr aftur til Íslands 6. desember með sýninguna FORCE MAJEURE: RELOADED! Hann kom með viku fyrirvara til Íslands í mars í fyrra og þá seldist upp á örskotstundu og miklu færri komust að en vildu.

Eddie Izzard hefur ferðast um allan heiminn og átt ótrúlegu fylgi að fagna! FORCE MAJEURE er umfangsmesti uppistandstúr sem um getur en Eddie hefur flutt efni sitt á þremur tungumálum og komið fram í fleiri en 28 löndum!

Eddie er maðurinn sem gerði bull og vitleysu að listformi. Hann var fyrstur allra til að flytja uppistand einn síns liðs á hinum sögufræga stað í Los Angeles; Hollywood Bowl. Hann er þekktur úr hinum ýmsu kvikmyndum og þáttaröðum og auk þess hefur hann komið fram á Madison Square Garden, West End í London og fjölda annarra frábærra staða - og nú heimsækir hann Hörpu í annað sinn! 

Ísland er eitt örfárra Evrópulanda sem hlotnast sá heiður að fá þennan bráðfyndna uppistandara til að flytja FORCE MAJEURE: RELOADED!

Sala er hafin á Harpa.is og í miðasölu Hörpu.

08.12.2016 :

Bíó

Hnotubrjóturinn (Wright - ballett)

Þessi dýrlega uppsetning Konunlega ballettsins á Hnotubrjótinum, sem fyrst var sett upp af Peter Wright árið 1984, þykir eitt frábærasta sviðsverk sem skapað hefur verið fyrir ballett. Í ár er Peter Wright 90 ára og vildi Konunglegi ballettinn heiðra hann með því að setja upp einn af hans ástsælustu ballettum við hið magnaða tónverk Tsjaíkovskíjs.


Jólanótt er gengin í garð og galdramaður að nafni Drosselmeyer tekur hina ungu Clöru í ævintýralegt ferðalag þar sem tíminn stendur kyrr og stofan verður að stórum orrustuvelli. Á ferð þeirra fara þau gegnum snjólendi alla leið til konungsríkis sem kennir sig við sætindi. Stórfengleg tónlist Tsjaíkovskíjs í bland við heillandi túlkun Konunglega ballettsins á ævintýrinu tendrar hreina og tæra jólagleði í hjörtum áhorfenda. 


Verkið er um það bil 2 tímar og 15 mínútur með hléi.


Sýningin þann 8. desember verður í beinni útsendingu frá Konunglega óperuhúsinu í London.

Danshöfundur: Peter Wright eftir Lev Ivanov

10.12.2016 :

Viðburðir

Jólagestir Björgvins 2016

Jólagestir Björgvins verða haldnir í tíunda sinn þann 10. desember 2016 í Laugardalshöll, kl. 16 og 21. Að vanda verður gestalistinn ekki af verri endanum, en að þessu sinni stíga eftirtaldir á svið og syngja inn jólin: 

Björgvin Halldórsson 
Ágústa Eva 
Eyþór Ingi Gunnlaugsson 
Friðrik Dór 
Gissur Páll Gissurarson 
Jóhanna Guðrún 
Ragga Gísla 
Svala Björgvins

Sérstakur gestur er  Thorsteinn Einarsson, ungur Íslendingur sem er að slá í gegn erlendis þessa dagana og síðast en ekki síst ber að nefna sigurvegara Jólastjörnunnar 2016,  Guðrún Lilja Dagbjartsdóttir. Þessi 9 ára söngfugl frá Grindavík sigraði rúmlega 200 keppendur og lætur ljós sitt skína ásamt stjórstjörnunum á stærsta sviði landsins.

Ennfremur stíga á svið: Stórsveit Jólagesta skipuð landsliði hljóðfæraleikara undir stjórn Þóris Baldurssonar, strengjasveit undir stjórn Gretu Salóme, Gospelkór Reykjavíkur undir stjórn Óskars Einarssonar og Barnakór Kársnesskóla undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur.

Leikstjóri er Gunnar Helgason og Björn G. Björnsson sér um handritið.

Dagtónleikar eru kl. 16 og nú er ódýrara á þá en kvöldtónleikana, sem eru kl. 21. Sérstakir VIP pakkar eru í boði í fyrsta skipti í mjög takmörkuðu magni. Allt um verðsvæðin og VIP pakkann  hér.

Áætlað er að tónleikarnir séu 2,5 klst. með hléi (birt með fyrirvara um breytingar).

11.12.2016 :

Viðburðir

Jól með Sissel

Sissel Kyrkjebø er ein skærasta söngstjarna Norðurlandanna og hefur  selt upp á hverja tónleikana á fætur öðrum, árum saman. Það er okkur mikil ánægja að tilkynna um komu Sissel til Íslands, en hún verður með glæsilega jólatónleika í Eldborg, Hörpu, sunnudaginn 11. desember og mánudaginn 12. desember.

Sissel hefur fyrir löngu síðan sungið sig inn í hugi og hjörtu landsmanna, en hún hefur í þrígang komið fram á tónleikum hér á landi og færri komist að en vildu í öll skiptin.

Að þessu sinni slást tónlistarmenn á heimsmælikvarða með í för, sem hafa margir hverjir unnið með mörgum af helstu stjörnum heims, þeirra á meðal eru  Wayne Hernandez (Tina Turner, Tori Amos, Madonna, Yusuf Islam)  Sam White (Duran Duran, David Gray, Annie Lennox) og  Phebe Edwards (Rod Stewart, Westlife, Adele, Donna Summer, James Brown, Jessie J.).

Þegar Sissel kom fram á sínum fyrstu tónleikum á Íslandi árið 2012 fékk hún ungan dreng til að taka með sér lagið  Pie Jesu. Þessi ungi drengjasópran heitir Ari Ólafsson. Í dag er hann 18 ára og ætlar að stíga á svið með Sissel í annað sinn. Rödd Ara hefur fullorðnast síðan þá og er hann nú orðinn himneskur tenór. Hann verður gestasöngvari á tónleikum Sissel og mun taka með henni dúettinn  The Prayer.

Það má því búast við einstaklega vönduðum og skemmtilegum tónleikunum, en að þessu sinni verða flutt kraftmikil og sálarskotin dægurlög ásamt gömlu, góðu og klassísku jólalögunum sem lokka fram jólastemninguna ár eftir ár.

17.12.2016 :

Viðburðir

ScHoolboy Q

SALA Í FULLUM GANGI Á TIX.IS 
UPPSELT Í VIP!


ScHoolboy Q  heldur tónleika í Valshöllinni laugardaginn 17. desember! Hinn 29 ára gamli hip hop artisti frá L.A. vakti verðskuldaða athygli þegar hann gaf út Habits & Contradictions árið 2012 sem innihélt lagið There He Go en vinsældir hans blésu út árið 2014 eftir útgáfu plötunnar Oxymoron. Hún fór beint í fyrsta sæti Billboard 200 í Bandaríkjunum og inniheldur hittara á borð við Studio, Break the Bank, Collard Greens og Man of the Year.

Fyrr á þessu ári gaf hann út plötuna Blank Face LP og inniheldur hún m.a. lagið THat Part sem gert var í samstarfi við Kanye West, en þetta lag hefur gert ScHoolboy Q að einum vinsælasta rappara dagsins í dag. Lagið fór á helstu topplista á Vesturlöndum og endaði tvisvar inni á Billboard listanum í sumar og sat þar samanlagt í 17 vikur!

Tveir af heitustu tónlistarmönnum þjóðarinnar þessa dagana hafa verið valdir til að hita upp. Þetta eru engir aðrir en Emmsjé Gauti og Aron Can og því deginum ljósara að hér er um einstaka hip hip veislu að ræða og greinilega ógleymanlegt kvöld í uppsiglingu.

Húsið opnar: 21:00
Tónleikar hefjast: 22:00

Alls eru um 2.500 standandi miðar í boði og kostar miðinn eingöngu 8.990 kr. 

Að auki verða í boði 50 VIP miðar á 14.990 kr. í sérstaka VIP stúku en opinn bar í þeirri stúku á meðan tónleikum stendur er innifalinn í miðaverði. (Eingöngu þeir sem eru 20 ára og eldri mega kaupa VIP miða.)

EKKERT ALDURSTAKMARK ER Á TÓNLEIKANA SJÁLFA
Áfengi verður eingöngu selt á afmörkuðum svæðum og er 20 ára aldurstakmark inn á þau svæði. Skilríkja krafist.

26.12.2016 :

Bíó

Passengers

Aurora (Jennifer Lawrence) og Jim (Chris Pratt) eru farþegar um borð í geimskipi sem er að flytja þau til annarra plánetu þar sem þau munu hefja nýtt líf. Skyndilega vakna þau í svefnhylkjunum, 90 árum á undan áætlun. Meðan Jim og Aurora reyna að komast að því hvers vegna þessi bilun átti sér stað falla hugir þeirra saman og þau byrja óneitanlega að hrífast hvort að öðru ... en ástum þeirra er ógnað af yfirvofandi bilun í skipinu og sannleikanum á bak við ótímabæra vakningu þeirra. 

Með aðalhlutverk fara Jennifer Lawrence, Chris Pratt, Michael Sheen, Laurence Fishburne og Andy Garcia.

26.12.2016 :

Bíó

Sing

Kóalabjörn einn hefur verið að reyna sig við í skemmtanabransanum með mismiklum árangri. Dag einn ákveður hann, ásamt hárprúðum jarmandi félaga sínum, að taka við rekstri á eldgömlu leikhússrými. Hann gerir sér vonir um að fá fleiri áhorfendur til að mæta og ákveður þess vegna að halda söngvakeppni!

Leikstjóri: Garth Jennings
Handritshöfundur: Garth Jennings
Helstu leikarar: Scarlett Johansson, Matthew McConaughey, Reese Witherspoon, Seth MacFarlane, John C. Reilly

26.12.2016 :

Bíó

Why Him?

Nú er hátíð í bæ og Ned (Bryan Cranston), faðir sem bæði elskar og ofverndar, fer ásamt fjölskyldu sinni að heimsækja dóttur sína í Stanford. Þar kynnist hann sinni mestu martröð; nýja kærasta dóttur sinnar, Laird (James Franco), sem er velviljaður nýríkur bjáni frá ríkramannahverfinu Silicon Valley. Laird deilir öllu með öllum og hefur enga tilfinningu fyrir því hvenær hann ætti að þegja og Ned finnst hann engan veginn henta dóttur sinni. Ned leggur allar árar út þegar hann kemst að því að Laird hefur hug á því að biðja dóttur sinnar.


Leikstjóri: John Hamburg
Handritshöfundar: John Hamburg, Ian Helfer
Helstu leikarar: Zoey Deutch, James Franco, Bryan Cranston 28.12.2016 :

Bíó

Hjartasteinn

Hjartasteinn gerist yfir sumar í litlu sjávarþorpi á Íslandi. Þetta er örlagarík þroskasaga sem fjallar um sterka vináttu tveggja drengja sem eru að taka sín fyrstu skref inn í unglingsárin og uppgötva ástina.

Hjartasteinn er fyrsta kvikmynd Guðmundar Arnars Guðmundssonar í fullri lengd. Guðmundur hefur getið sér góðs orðs sem leikstjóri og handritshöfundur á undanförnum árum fyrir margverðlaunaðar stuttmyndir sínar. Þar hefur Hvalfjörður reynst vera sérlega sigursæl, enda unnið til um 50 verðlauna á kvikmyndahátíðum víðs vegar um heiminn, þar á meðal sérstök dómnefndarverðlaun í aðalkeppni kvikmyndahátíðarinnar í Cannes árið 2013.

Hjartasteinn var, fyrst íslenskra mynda, heimsfrumsýnd í keppni á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í september og vann þar til Queer Lion verðlauna hátíðarinnar. Hún hefur síðan unnið til alls 12 alþjóðlegra verðlauna á tveimur mánuðum og tekið þátt á fjölda virtra alþjóðlegra kvikmyndahátíða, m.a. í Toronto í Kanada, Busan í Suður Kóreu, Varsjá í Póllandi og Chicago í Bandaríkjunum.


Leikstjóri: Guðmundur Arnar Guðmundsson
Leikarar: Gunnar Jónsson, Nína Dögg Filippusdóttir, Soren Malling, Baldur Einarsson, Blær Hinriksson, Katla Njálsdóttir, Diljá Valsdóttir

30.12.2016 :

Bíó

Assassin's Creed

Assassin's Creed er kvikmynd byggð á tölvuleikjaseríunni vinsælu.

Callum Lynch (Michael Fassbender) skoðar minningar forföður síns, Aguilar, og öðlast náðargáfur hans. Hann kemst að því að hann kemur frá afkomandi fjölda launmorðingja og náðargáfurnar sem hann hlýtur eru til þess fallnar að taka líf annarra.

21.01.2017 :

Viðburðir

Laddi 70 ára

UPPSELT ER Á TÓNLEIKANA KL 20.
AUKATÓNLEIKAR KL. 16 SAMA DAG.
MIÐASALA Á AUKATÓNLEIKANA ER HAFIN!


Goðsögnin, grínarinn, gleðigjafinn og gullbarkinn Laddi verður 70 ára 20. janúar 2017. Af því tilefni verður blásið til stórglæsilegra ferilstónleika þann 21. janúar í Eldborg, Hörpu. Þess má geta að þá verða nákvæmlega upp á dag 10 ár liðin frá því sýningin Laddi-6-tugur hóf göngu sína í Borgarleikhúsinu. Upphaflega áttu sýninganar að vera fjórar en raunin var sú að sýningin gekk fyrir fullu húsi í tvö ár samfleytt! 

Af þessu tilefni verður sett saman mögnuð hljómsveit úr landsliði hljóðfæraleikara sem stígur á svið með Ladda í Eldborg á afmælisdaginn svo ljóst er að um sannkallaða stórtónleika verður að ræða! 

Þessi frábæri tónlistarmaður, okkar eini sanni Laddi, hefur í gegnum tíðina samið fjölmörg gríðarlega vinsæl lög og mörg þeirra eru orðin hluti af þjóðarsálinni: lög sem allir landsmenn þekkja og geta raulað með! Það má því teljast til tíðinda að þetta verður í FYRSTA SINN sem Laddi heldur hreinræktaða tónleika.

Útsetningar og hljómsveitarstjórn verður í höndum Jóns Ólafssonar
Björn G. Björnsson sér um sviðssetningu og handrit. 

Eftirtaldir söngvarar koma fram ásamt Ladda:
Eyþór Ingi
Eyjólfur Kristjánsson
Bjartmar Guðlaugsson
Sigga Beinteins
Sigríður Thorlacius 

Sérstakir gestir:
Björgvin Halldórsson
Haraldur Sigurðsson (Halli)
Hjörtur Howser 

Hljómsveitina skipa:
Jón Ólafs - Hljómborð, tónlistar-og hljómsveitarstjórn
Andri Ólafsson - Bassi, raddir
Bassi Ólafsson  - Trommur, slagverk
Haraldur V. Sveinbjörnsson - Gljómborð, gítar, raddir
Kjartan Hákonarson - Trompet, slagverk, raddir
Matthías Stefánsson - Gítar, mandólín, banjó, fiðla
Samúel Jón Samúelsson - Básúna, slagverk, raddir
Vilhjálmur Guðjónsson - Gítar, mandólín, saxófónn, raddir

Í tilefni af stórafmælinu og tónleikunum hefur Laddi sent frá sér tvö ný lög:  Lúxuslíf og Hér er ég

27.01.2017 :

Bíó

Resident Evil: The Final Chapter

Resident Evil: The Final Chapter tekur upp þráðinn þar sem fyrri myndinni lauk, Resident Evil: Retribution. Mannkynið er á ysti nöf og og urmull af uppvakningum reika um götur Washington D.C. Alice þarf að snúa aftur til Racoon City, þar sem martröðin hófst og fyrirtækið Umbrella er að undirbúa sína hinstu árás gegn þeim fáu sem hafa lifað af til þessa. Alice þarf að etja kappi við tímann og taka höndum saman bæði við gamla vini og ólíklegustu bandamenn til að lifa af þessa síðustu árás Umbrella fyrirtækisins.

31.01.2017 :

Bíó

Il Trovatore (Verdi - ópera)

The Royal Opera

Verdi IL TROVATORE

Dmitri Hvorostovsky / Anita Rachvelishvili / Lianna Haroutounian / Gregory Kunde

Tónlistarstjóri: Richard Farnes / Leikstjóri: David Bösch

Lengd: 180 minutes

03.02.2017 :

Bíó

Snjór og Salóme

Salóme er ung kona í Reykjavík sem býr með bestu vinkonu sinni og kærasta sínum, Hrafni. Haltu-mér-slepptu-mér samband þeirra Hrafns og Salóme breytist skyndilega þegar Hrafn gerir aðra konu ólétta og hún flytur inn með þeim.

03.02.2017 :

Bíó

Trainspotting 2

Framhaldsmynd Trainspotting sem kom út árið 1996 í leikstjórn Danny Boyle. Sú saga segir frá Renton (Ewan McGregor) sem reynir að koma sér út úr fíkniefnasenu Edinborgar og ná sér á strik aftur.

28.02.2017 :

Bíó

Þyrnirós (ballett)

The Royal Ballet

Petipa/Ashton/Dowell/Wheeldon

ÞYRNIRÓS

Danshöfundur: Marius Petipa

Lengd: 180 mínútur

03.03.2017 :

Bíó

Logan

Sagan af Wolverine heldur áfram.

10.03.2017 :

Bíó

Hidden Figures

Hópur svartra kvenna í Bandaríkjunum veita geimferðarmiðstöðinni NASA stærfræðileg gögn sem reynast nauðsynleg til að koma geimskutlum út fyrir lofthjúpinn.

17.03.2017 :

Bíó

Keeping Up with the Joneses

A suburban couple becomes embroiled in an international espionage plot when they discover that their seemingly perfect new neighbors are government spies.

26.03.2017 :

Viðburðir

Making a Murderer umræður

Lögfræðingarnir Dean Strang og Jerry Buting úr Netflix þáttunum Making a Murderer spjalla um þættina og málið við Berg Ebba og áhorfendur.

Umræðan sem skapaðist eftir að bandarísku heimildaþættirnir Making a Murderer duttu inn á Netflix fór ekki fram hjá neinum. Allir höfðu skoðun á málinu, hvernig málsmeðferðin var og hvort Steven Avery og frændi hans voru sekir um að hafa nauðgað og myrt ljósmyndarann Teresu Halbach eða ekki og enn frekar hvernig framleiðendur þáttanna fjölluðu um málið. 

Lögfræðingar Stevens, þeir Dean Strang og Jerry Buting, voru hetjur þáttanna og gagnrýndu harðlega hvernig lögregla, lögfræðingar og dómskerfið meðhöndlaði málið. Steven hafði áður setið inni í 18 ár fyrir nauðgun, þrátt fyrir að hafa fjarvistarsönnun, frá 1985 og þar til honum var sleppt árið 2003 þegar DNA sönnunargögn sýndu fram á að hann hafði verið ranglega sakfelldur. 

Þeir félagar, Dean og Jerry, urðu í kjölfar þáttanna óvænt að hálfgerðum stjörnum víða um heim og umræður á netinu um þá félaga fór um víðan völl, allt frá réttlætiskennd þeirra og  tilfinninganæmi yfir í fatasmekk og jú, eitthvað var rætt um kynþokka. En báðir voru sammála um að eiginkonum sínum fyndist það sprenghlægilegt! 

Þann 26. mars munu Dean Strang og Jerry Buting koma fram á Íslandi og ræða myndina og sakamálið frammi fyrir áhorfendum og með þeim.  Nú er tækifærið til að fá svör við öllum þeim spurningum sem brenna enn á vörum okkar um málið og þættina! 

Umræðurnar fara fram í Silfurbergi, Hörpu, og mun grínistinn og lögfræðingurinn Bergur Ebbi stjórna þeim.

30.03.2017 :

Bíó

Madama Butterfly (Puccini - ópera)

The Royal Opera

Puccini

MADAMA BUTTERFLY

Ermonela Jaho / Marcelo Puente / Scott Hendricks / Elizabeth Deshong

Tónlistarstjóri: Antonio Pappano / Leikstjóri: Moshe Leise and Patrice Caurier 

Lengd: 165 mínútur

31.03.2017 :

Bíó

Rules Don't Apply

Rules Don‘t Apply er óhefðbundin ástarsaga milli upprennandi leikkonu, bílstjóra hennar og sérvitra milljarðamæringinn sem þau vinna fyrir.

31.03.2017 :

Bíó

Strumparnir: Gleymda þorpið

Þessi létta, strympaða teiknimynd sýnir okkur alveg nýja hlið á  Strumpunum. Strympa og félagar hennar, Gáfnastrumpur, Klaufastrumpur og Kraftastrumpur finna dularfullt landakort sem leiðir þau í spennandi kepphlaup gegnum drungalega skóginn. Á leiðarenda er stærsta leyndarmál Strumpasögunnar að finna!

11.04.2017 :

Bíó

Jewels (Balanchine - ballett)

The Royal Ballet

Balanchine

JEWELS

Danshöfundur: George Balanchine

Lengd: 150 mínútur

Hafðu samband

Hringdu í okkur

591 5100

Við svörum milli 09:00 og 17:00
alla virka daga.

Sendu fyrirspurn

Til að fyrirbyggja ruslpóst:

Fréttir & tilkynningar

Allt

Red Hot Chili Peppers til Íslands! - 2.12.2016 Viðburðir

Red Hot Chili Peppers tilkynna hér með um komu sína til Íslands og ætla sér að halda veglega tónleika í Nýju-Laugardalshöll þann 31. júlí. Íslensk hljómsveit mun sjá um upphitun. Miðasala hefst 15. desember á Miði.is.  Póstlistaforsala Senu Live fer fram daginn áður.

Meira...

Magnus er frumsýnd á morgun! - 1.12.2016 Kvikmyndir

Fyrir barn með snilligáfur er mikilvægt að hafa gott bakland. Frábær heimildarmynd þar sem fylgst er með norska undarbarninu og skáksnillingnum Magnúsi Carlsen frá 13 ára aldri þar til hann verður heimsmeistari á Indlandi árið 2013 eftir hörkueinvígi við Indverjann Anand. 

Meira...

Underworld: Blood Wars er frumsýnd á föstudaginn! - 30.11.2016 Kvikmyndir

Næsta kvikmyndin í stórmyndaseríunni nafnkunnu er Underworld: Blood Wars. Þar fylgjumst við með dauðaliðanum Selene (Kate Beckinsale) sem þarf að verjast ofsafengnum árásum bæði frá Lycan varúlfunum og vampírunum sem sviku hana.

Meira...

Glitrandi gullmolar úr Ríósafninu - 30.11.2016 Tónlist

Gítarleikararnir Halldór Fannar og Ólafur Þórðarson ásamt Helga Péturssyni hófu að æfa saman í sumarhúsi við Kópavogslæk haustið 1964 og var það upphafið að Ríó tríó sem síðar átti eftir að eiga langan feril. Nú er komin út glæný endurgerð af útgáfu sem geymir glitrandi gullmola úr Ríósafninu. 

Meira...

Lion er frumsýnd í dag - 25.11.2016 Kvikmyndir

Myndin er byggð á bókinni The Long Way Home sem Saroo skrifaði sjálfur eftir reynslu sína en hún vakti mjög mikla athygli og umtal í Ástralíu og á Indlandi. Myndin segir frá manni sem reynir að finna fjölskyldu sína sem hann var aðskila við aðeins fimm ára að aldri.

Meira...

Gabriel Iglesias í Valshöll 11. júní - 16.11.2016 Viðburðir

Gabriel Iglesias (eða Fluffy eins og margir þekkja hann) er einn af vinsælustu uppistöndurum heims og nú kemur hann aftur til landsins. Landsmenn fagna því að fá tækifæri til að grenja úr sér augun af hlátri yfir glænýju efni frá hláturhnoðranum hnellna þann 11. júní 2017 í Valshöll. Meira...

Uppselt á Laddi 7-tugur! Aukatónleikar kl. 16! - 15.11.2016 Viðburðir

Miðasala á 70 ára afmælistónleika Ladda hófst síðasta fimmtudag og nú er svo komið að það er orðið uppselt í Eldborg. Því hefur verið bruðgðið á það ráð að slá upp aukatónleikum kl. 16 sama dag, sem er tími sem hentar ekki síst fjölskyldum. Miðasala hefst á föstudag.

Meira...

Arrival er frumsýnd í dag! - 11.11.2016 Kvikmyndir

Málvísindakonan Louise Banks (Amy Adams) þarf  finna svör við þeim ráðgátum sem fylgja geimskipum sem lenda víðsvegar um jörðina á sama tíma og þjóðir jarðarinnar standa á barmi heimstyrjaldar. Jóhann Jóhannsson samdi tónlistina.

Meira...