Nýtt frá Senu

:

Bíó

A Walk Among the Tombstones

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

Einkaspæjarinn Matthiew Scudder er ráðinn af  fíkniefnabaróni til að finna morðingja eiginkonu hans. Myndin er byggð á samnefndri spennusögu eftir metsöluhöfundinn Lawrence Block, en einkaspæjarinn Scudder er þekktasta sögupersóna höfundarins og dáður af lesendum um allan heim. Það spillir væntanlega ekki fyrir íslenskum áhorfendum að einn af þekktustu leikurum þjóðarinnar, Ólafur Darri, leikur eitt hlutverkanna í myndinni. 

16

Kaupa Miða

:

Bíó

The Maze Runner

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

Myndin byggir á metsölubók James Deshner sem kom út árið 2007. Bókin hefur fengið frábæra dóma víða um heim og þykir halda lesendum í heljargreipum spennu og eftirvæntingar. Sagan er dystópía og fjallar um piltinn Thomas, sem er komið fyrir á hryllilegum stað sem nefnist Glade, ásamt fimmtíu öðrum drengjum á unglingsaldri, eftir að minni hans hefur verið eytt. 

Fljótlega komast drengirnir að raun um að þeir eru allir fastir í risastóru völundarhúsi og ef þeir vilja eiga möguleika á því að sleppa út verða þeir að vinna saman.

12

Kaupa Miða

 

:

Heimabíó

The Other Woman

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

Þegar Amber (Cameron Diaz) uppgötvar að kæstastinn hennar (Nicolaj Coser-Waldau) er kvæntur reynir hún púsla lífi sínu saman á ný. Þá hittir hún eiginkonuna sviknu (Leslie Mann) fyrir tilviljun og áttar sig smám saman á því að þær eiga margt sameiginlegt. 

Þær eiginkonan verða mestu mátar, en þar með er sagan ekki öll. Upp kemst að eiginmaðurinn á að minnsta kosti eitt viðhald til (Kate Upton). Konurnar þrjár stilla saman strengi og hefna sín á sviksama lygamerðinum.

Leikstjóri:

Aðalhlutverk:


12


Kaupa Miða

:

Tónlist

Helgi Júlíus

Helgi Júlíus var hjartaskurðlæknir í Bandaríkjunum en sigrar nú hugi og hjörtu landsmanna með hverju snilldarlaginu á fætur öðru. Nýjasta platan, Crossroads,  inniheldur meðal annars smellinn "Is it Time" með Hauki Heiðari. Platan er barmafull af hugljúfum melódíum í flutningi hæfileikaríkra söngvara á borð við Ragnheiði Gröndal, Jacob Mechler, Amit Paul, Árnýju Árnadóttur og Evu Björk. Crossroads eftir Helga Júlíus er hjartnæmt meistarastykki - sem þú verður að eignast. 

Helgi Júlíus sló í gegn á síðasta ári með lagi sínu Stöndum saman sem hljómaði í eyrum landsmanna í ómþýðum flutningi Valdimars og kom út á plötunni Kominn heim. :

Tónlist

Kvika

Upphaf hljómsveitarinnar Kviku má rekja aftur til apríl 2013 er Guðni Þór, Örvar og Arnór settust niður með kaffibolla og lögðu á ráðin hvað hægt væri að gera við þann góða efnivið laga sem söngvarinn lá á eins og ormur á gulli. Upp úr því kaffispjalli var ákveðið að stofna hljómsveit og freista gæfunnar í íslensku tónlistarsenunni.

Skömmu síðar bættust Arnar bassaleikari og Brynjar gítarleikari í hópinn og hófst þá leit að frambærilegum hljómborðsleikara. Eftir góða leit gekk hljómborðsleikarinn og píanókennarinn Kolbeinn Tumi til liðs við hljómsveitina og var bandið því orðið fullmannað um miðjan maí 2013. Drengirnir slógu rækilega í gegn með laginu Melody Maker og beðið hefur verið eftir plötu frá þeim með eftirvæntingu. 

Fyrsta breiðskífa hljómsveitarinnar, Seasons, er nú komin út. Platan er melódísk gæðaplata sem er stútfull af smellum og lögin Merry Go Round og On the Road til að mynda farin að renna ljúflega inn í hlustir landsmanna. 

:

Bíó

Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs 2014 verða afhent þann 29. október. Græna ljósið stendur fyrir sérstökum kvikmyndaviðburði í Háskólabíói dagana 18.-21. september þar sem myndirnar fimm verða sýndar. Allar eru kvikmyndirnar framúrskarandi í alþjóðlegu samhengi og hafa þegar unnið til verðlauna á stærstu kvikmyndahátíðum í Evrópu og víðar.

Hross í oss (ÍSLAND)

Hross í oss er sveitarómantík um hið mennska í hrossinu og hrossið í manninum.  Ást og dauði fléttast saman með skelfilegum afleiðingum. Smelltu hér til að lesa meira. 

Nymphomaniac (DANMÖRK)

Nymphomaniac er er villt og ljóðræn frásögn af erótísku ferðalagi kynlífsfíkilsins Joe (Charlotte Gainsbourg) frá fæðingu til fimmtugs. Smelltu hér til að lesa meira. 

Steinsteypunótt (FINNLAND)

Steinsteypunótt er draumkennd ferðasaga sem lýsir viðkvæmum huga ungs drengs og því að glata sakleysi sínu. Smelltu hér til að lesa meira. 

Blind (NOREGUR)

Ingrid hefur nýlega misst sjónina og leitar nú skjóls á heimili sínu þar sem henni finnst hún vera við stjórn, einsömul með eiginmanni sínum og hugsunum. Smelltu hér til að lesa meira.

Turist (SVÍÞJÓÐ)

Efnaðir ferðamenn glata virðingu sinni. Af völdum „óviðráðanlegra aðstæðna“ upplifir fjölskylda í fríi mannleg viðbrögð sem hún hefur aldrei upplifað áður. Smelltu hér til að lesa meira.

Miðasala og dagskrá á eMiði.is.

:

Bíó

NCFP 2014: Blind

Blind er framlag Noregs til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs í ár. 

Ingrid hefur nýlega misst sjónina og leitar nú skjóls á heimili sínu þar sem henni finnst hún vera við stjórn, einsömul með eiginmanni sínum og hugsunum. En raunverulegur vandi hennar er innan veggja heimilisins, ekki utan þeirra, og dýpsti ótti hennar og bældir draumórar taka brátt við stjórn.

Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs 2014 verða afhent þann 29. október. Græna ljósið stendur fyrir sérstökum kvikmyndaviðburði í Háskólabíói  dagana 18. – 21. september þar sem allar fimm myndirnar verða sýndar. 

Blind verður einnig sýnd í Bíó Paradís 6. október. 

:

Bíó

NCFP 2014: Hross í oss

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

Hross í oss er framlag Íslands til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs.

Hross í oss fléttar saman sögur af lífsbaráttunni, viðureign mannsins við náttúruna og tilraunum hans til að beisla dýrslega krafta sköpunarverksins til sinnar eigin upphefðar, eða glötunar.

Kvikmyndin er grimm sveitarómantík um manninn í hrossinu og hrossið í manninum. Örlagasögur af fólki í sveit eru sagðar frá sjónarhorni hestsins þar sem ást, kynlíf, hross og dauði fléttast saman með skelfilegum afleiðingum.

Kvikmyndin er eftir Benedikt Erlingsson. Hann hefur unnið til flestra leikhúsverðlauna sem hægt er; sem leikari, leikstjóri og leikskáld. Hann hefur áður sent frá sér tvær stuttmyndir en Hross í oss er hans fyrsta mynd í fullri lengd. 

Aðalleikarar myndarinnar eru auk þeirra Jarps, Skjóna og Yrju, þau Ingvar E. Sigurðsson, Steinn Ármann Magnússon, Charlotte Böving og Kristbjörn Kjeld ásamt fleirum. Framleiðandi er Friðrik Þór Friðriksson.

Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs 2014 verða afhent þann 29. október. Græna ljósið stendur fyrir sérstökum kvikmyndaviðburði í Háskólabíói  dagana 18. – 21. september þar sem allar fimm myndirnar verða sýndar. 

12

Kaupa Miða


:

Bíó

NCFP 2014: Nymphomaniac: Part 1

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

Nymphomaniac er framlag Danmerkur til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs.

Haldið ykkur fast; í stólarmana, Biblíuna eða í hönd vinar því Nymphomaniac misþyrmir líkamanum og gerir sálina um leið meyra. Hér er um að ræða kalda sturtu sem gagntekur hugi áhorfenda – sem eiga eftir að grátbiðja um meira að sýningu lokinni. 

Kvikmyndin er villt og ljóðræn frásögn af erótísku ferðalagi kynlífsfíkilsins Joe (Charlotte Gainsbourg) frá fæðingu til fimmtugs. Eitt kalt vetrarkvöld finnur Seligman (Stellan Skarsgård), sem er gamall og heillandi piparsveinn, Joe illa farna eftir árás í húsasundi. Hann fer með hana heim í íbúðina sína og gerir að sárum hennar á meðan hann spyr hana um hagi hennar. Hann hlustar áhugasamur á meðan Joe þylur upp marglaga atburðarás ævi sinnar, sem er vægast sagt ótrúleg. 

Kvikmyndin er myrk og drungaleg, hana einkennir hugkvæmni - en ekki síður tilviljanir sem reka á fjörur persónanna. Aukaleikarar styðja ljómandi vel við atburðarásina; allt frá hinum órólega Shia LaBeouf og rafmögnuðu Umu Thurman til Jamie Bell, sem leikur lítinn og snyrtilegan sadista. 

Nymphomaniac er síðasta myndin í þunglyndisþríleik leikstjórans Lars von Trier, en fyrri myndirnar eru hin umdeilda Antichrist og átakanlega Melancholia

Nymphomaniac verður frumsýnd samtímis í Háskólabíói Borgarbíói Akureyri, á VOD leigu Vodafone og á VOD leigunni SkjárBíó. 

Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs 2014 verða afhent þann 29. október. Græna ljósið stendur fyrir sérstökum kvikmyndaviðburði í Háskólabíói  dagana 18. – 21. september þar sem allar fimm myndirnar verða sýndar. 

16


Kaupa Miða


:

Bíó

NCFP 2014: Nymphomaniac: Part 2

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

Framlag Danmerkur til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs. 

Seinni hluti síðustu myndarinnar í þunglyndisþríleik Lars von Trier. 

Haldið ykkur fast; í stólarmana, Biblíuna eða í hönd vinar því Nymphomaniac misþyrmir líkamanum og gerir sálina um leið meyra. Hér er um að ræða kalda sturtu sem gagntekur hugi áhorfenda – sem eiga eftir að grátbiðja um meira að sýningu lokinni.  

Nymphomaniac er villt og ljóðræn frásögn af erótísku ferðalagi kynlífsfíkilsins Joe (Charlotte Gainsbourg) frá fæðingu til fimmtugs. Eitt kalt vetrarkvöld finnur Seligman (Stellan Skarsgård), sem er gamall og heillandi piparsveinn, Joe illa farna eftir árás í húsasundi. Hann fer með hana heim í íbúðina sína og gerir að sárum hennar á meðan hann spyr hana um hagi hennar. Hann hlustar áhugasamur á meðan Joe þylur upp marglaga atburðarás ævi sinnar, sem er vægast sagt ótrúleg.  

Kvikmyndin er myrk og drungaleg, hana einkennir hugkvæmni - en ekki síður tilviljanir sem reka á fjörur persónanna. Aukaleikarar styðja ljómandi vel við atburðarásina; allt frá hinum órólega Shia LaBeouf og rafmögnuðu Umu Thurman til Jamie Bell, sem leikur lítinn og snyrtilegan sadista.  

Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs 2014 verða afhent þann 29. október. Græna ljósið stendur fyrir sérstökum kvikmyndaviðburði í Háskólabíói  dagana 18. – 21. september þar sem allar fimm myndirnar verða sýndar. 


16

:

Bíó

NCFP 2014: Steinsteypunótt

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

Steinsteypunótt er framlag Finnlands til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs.

Steinsteypunótt er draumkennd ferðasaga sem lýsir viðkvæmum huga ungs drengs og því að glata sakleysi sínu. Myndin hefst á þröngu heimili í steinsteypufrumskóginum. Ilkka, sem er sá eldri af tveimur bræðrum, er að fara að heiman til að sitja af sér fangelsisdóm. Síðustu 24 tímana sem Ilkka er frjáls fylgir yngri bróðir hans, hinn viðkvæmi Simo, bróður sínum sem hann dáist að gegnum örlagaríka atburði kvöldsins. 

Leikstjóri kvikmyndarinnar og handritshöfundur, Pirkko Saisio, er einn þekktasti rithöfundur Finna. Hún hefur fimm sinnum verið tilnefnd til Finlandia-verðlaunanna, sem eru virtustu bókmenntaverðlaun Finnlands. Árið 2003 hlaut hún þessi eftirsóttu verðlaun fyrir skáldsöguna Punainen erokirja (Rauða skilnaðarbókin). Skáldsögur hennar hafa verið þýddar á sænsku. 

Leikgerð skáldsögunnar Steinsteypunótt (gefin út 1981) hefur verið sett upp í Perú, Venesúela, Svíþjóð og Finnlandi.

Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs 2014 verða afhent þann 29. október. Græna ljósið stendur fyrir sérstökum kvikmyndaviðburði í Háskólabíói  dagana 18. – 21. september þar sem allar fimm myndirnar verða sýndar. 

:

Bíó

NCFP 2014: Turist

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

Turist er framlag Svíþjóðar til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs. 

Af völdum „óviðráðanlegra aðstæðna“ upplifir ung fjölskylda í fríi mannleg viðbrögð sem hún hefur aldrei upplifað áður. Þau eru tilneydd til að hegða sér samkvæmt eðlisávísun sem þau hafa lært að fyrirlíta og aðeins að eignað öðrum hingað til. Óhugnanlegt snjóflóð breytir hugmyndum fjölskyldumeðlima um sjálfa sig, og hvort annað og þau standa frammi fyrir þrekraun sem óvíst er að þau komist í gegnum. 

Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs 2014 verða afhent þann 29. október. Græna ljósið stendur fyrir sérstökum kvikmyndaviðburði í Háskólabíói  dagana 18. – 21. september þar sem allar fimm myndirnar verða sýndar. 

Turist verður einnig sýnd í Bíó Paradís 6. október. 

:

Tónlist

Raggi Bjarna

Þó sumir segi að Raggi Bjarna tilheyri fyrstu kynslóð dægurlagasöngvara er hann einn fárra sem segja má að sé tímalaus. Gæði laga hans og túlkun og stíll hafa staðist tímans tönn og ávalt skotist aftur upp á yfirborðið og komist í tísku á ný ef svo má segja. 

Nú er komin út ný plata í tilefni 80 ára afmælis Ragga, sem óhætt er að segja að sé einn ástsælasti söngvari þjóðarinnar. Platan hefur að geyma 60 lög sem eru á þremur plötum. 

Fyrsta platan samanstendur af dúettum sem Raggi hefur sungið í gegnum tíðina með vinsælasta tónlistarfólki þjóðarinnar, og óhætt að segja að fjölbreytnin sé ráðandi hvað varðar lög og listamenn sem eru allt frá Elly Vilhjálms til BlazRoca. 

Á annarri plötunni eru smellir sem þjóðin þekkir aftur á bak og áfram, á borð við "Vertu ekki að horfa svona alltaf á mig", "Heyr mitt ljúfasta lag" og "Vorkvöld í Reykjavík". 

Á þriðju plötunni leynast svo skínandi perlur sem söngvarinn hefur flutt á ferlinum og hefur verið farið vandlega með hingað til. 

:

Heimabíó

The Grand Budapest Hotel

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

Bráðfyndið og um leið átakanlegt stórvirki eftir Wes Anderson (Moonrise KingdomThe Royal TenenbaumsRushmore). 

Sagt er frá ævintýrum Gustave H, sem er stórmerkilegur húsvörður á Grand Budapest hótelinu, sem er eitt virtasta hótelið í Evrópu á millistríðsárunum. Sagan hefst í þann mund sem Zero Mustafa sækir um starf sem móttökudrengur á sama hóteli, en með þeim tekst innileg og ævarandi vinátta. 

Í myndinni kemur meðal annars við sögu þjófnaður á ómetanlegu endurreisnarmálverki og átök um ótrúleg fjölskylduauðæfi, en sögusviðið er Evrópa sem breytist stórkostlega á milli styrjalda. 

Myndataka og tæknivinna The Grand Budapest Hotel er framúrskarandi og búningar og hönnun sviðsmyndar eftirtektarverð, eins og við er að búast frá Wes Anderson. Kunnugleg andlit eru í nánast hverju hlutverki, Ralph Finnes, Jude Law, Tilda Swinton, Léa Seydoux og Edward Norton eru á meðal þeirra sem leika í myndinni - svo fáein séu nefnd. 

The Grand Budapest Hotel hlaut Silfurbjörninn á kvikmyndahátíðinni í Berlín í ár og jafnt gagnrýnendur og bíógestir hafa ausið myndina lofi, eins og sjá má af einkunnagjöf:

7

87/100 á Metascore

96/100 á Rotten Tomatoes

8,5 í einkunn á IMDB

Chicago Sun-Times 100/100

RogerEbert.com  100/100

Los Angeles Times 100/100

New York Times  100/100

The Telegraph 100/100

Variety 100/100

Time Out New York 100/100

Kaupa Miða

:

Tölvuleikir

Minecraft

Þá er einn vinsælasti tölvuleikurinn í dag  að mæta á PlayStation 4.  Minecraft hefur heldur betur slegið í gegn síðustu ár, en hér geta leikmenn búið til sína eigin veröld og unnið hana með öðrum í gegnum netið.  Í þessari útgáfu af leiknum geta leikmenn spilað allt að fjórir saman á einum skjá sem gerir stemminguna ennþá meiri.  Einnig geta eigendur PlayStation 4 tölvunnar notað Dual Shock 4 pinnann á fjölbreyttan hátt til að auðvelda spilun. 

 

Leikurinn inniheldur:

Allt sem búast má við Minecraft leik, sett saman til að koma sem best út á PlayStation 4.

Fjórir geta spilað saman á einum skjá.

Dual Shock 4 pinnan öðlast nýtt líf í leiknum og hjálpar leikmönnum að einfalda spilun.

 


:

Bíó

Pósturinn Páll

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Allt

Glæný kvikmynd um póstmanninn sem hefur heillað margar kynslóðir krakka. Pósturinn Páll er loksins mættur á hvíta tjaldið ásamt trausta kettinum Njáli. Hefst sagan á því þegar Palli lokkaður úr þorpi sínu, Greendale, sem leiðir síðan til þess að hann gerist miðpunkturinn í opinberri hæfileikakeppni og slær í gegn. Í millitíðinni byggist upp einkennileg ógn í heimaþorpinu og þarf þá póstmaðurinn viðkunnanlegi að velja á milli nýfundnu frægðarinnar og tryggðar til vina sinna og vandamanna. 

Myndin verður sýnd með íslensku tali.


Kaupa Miða


L

Væntanlegt frá Senu

:

Tónlist

Popular Problems

Popular Problems kemur út í kringum 80 ára afmæli Leonard Cohen. Viðfangsefni þessarar 9 laga plötu er von, örvænting, sorg og gleði og er hún unnin með Patrick Leonard (lagasmiður og upptökustjóri), en hann var einnig með honum á síðustu plötu, Old Ideas sem kom út 2012.

:

Tölvuleikir

FIFA 15

FIFA 15

:

Tónlist

Skýjaborgin

Hjálmar hafa átt gífurlega farsælum ferli að fagna og er óhætt að segja að þeir séu ein vinsælasta hljómsveit Íslands síðari ára. Hver kannast til dæmis ekki við lögin Leiðin okkar allra, Ég vil fá mér kærustu, Borgin, Kindin Einar, Það sýnir sig, Geislinn í vatninu, Manstu, Bréfið og Til þín?

Til að halda upp á tíu ára afmælið sitt ætla hjálmar að hræra saman í glæsilega tónleika og bera á borð fyrir landsmenn í Eldborgarsal Hörpu, föstudaginn 26. september. Miðasala er hafin á harpa.is og miði.is. Hljómsveitin á að baki sex plötur sem allar hafa notið mikilla vinsælda og á þessum tónleikum munu Hjálmar flytja allt sitt besta efni ásamt brassteymi sem fönkmasterinn Samúel Jón Samúelsson leiðir.

Í september mun jafnframt líta dagsins ljós vegleg ferilsplata með bestu lögum Hjálma. Platan sem hefur hlotið heitið Skýjaborgin mun innihalda samtals 30 lög og þar af þrjú ný eða nýleg, Lof, Skýjaborgina og lag sem væntanlegt er frá Hjálmum seinna í sumar.

:

Bíó

The Equalizer

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

Denzel Washington leikur MacCall, fyrrum leynilögreglumann sem sviðsetti andlát sitt til að lifa rólegu lífi í Boston. Þegar McCall hittir Teri (Chloë Grace Moretz) sem er undir hælnum á illskeyttum rússneskum glæpamönnum, neyðist hann til að taka hlé á hæglátu líferninu til að koma henni bjargar. Í kjölfarið þarf hann að takast á við rússnesku mafíuna, en réttlætiskenndin knýr hann áfram til varnar stúlkunnar. 

Hörkuspennandi kvikmynd um réttlæti og hefnd. 

16


:

Tónlist

Art Official Age

Hinni einni sanni Prince er hér með glænýja plötu sem er sú 34 í röðinni. Ef það er ekki nóg, þá kemur samdægurs út platan Plectumelectrum með Prince og hljómsveitinni 3rdeyegirl.

:

Bíó

Dracula Untold

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Allt

Luke Evans (Fast & Furious 6, Immortals) leikur aðalhlutverkið í Drakula Untold sen er áður ósögð forsaga blóþyrstustu persóna allra tíma. Hver er maðurinn á bak við greifann ódauðlega? Epískt ævintýri úr smiðju leikstjórans Garys Shore og framleiðandans Michaels De Luca. 

:

Bíó

Grafir og Bein

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

Hjónin Gunnar og Sonja höfðu allt. Peninga, ást og gullfallega dóttur. En þegar dóttir þeirra Dagbjört deyr er veröld þeirra kippt undan þeim. Til að bæta gráu ofan á svart þá er Gunnar í miðjum réttarhöldum útaf ólöglegum kaupum og lánveitingum sem áttu sér stað í góðærinu.

Þegar Sigurður bróðir Gunnars og konan hans látast ákveða þau að taka dóttir þeirra hana Perlu í fóstur. Gunnar og Sonja leggja í leiðangur að sækja stelpuna sem er stödd í afskektu húsi Sigurðar.

Þegar komið er í húsið fara undarlegir hlutir að gerast. Perla virðist hafa þau áhrif á Sonju að hún vilji setjast að í húsinu á meðan að Gunnar hreinlega getur ekki verið þarna. Svefnlausar nætur, dularfullt fólk sem heimsækir þau og ótrúlegir hlutir sem þau upplifa í veru sinni í húsinu sem er reimt.

Það er því spurning hvort Gunnari takist að halda út þessa löngu helgi sem þau eru í húsinu eða missir hann vitið? Er Gunnar allur sem hann er séður eða kemur sannleikurinn upp á yfirborðið?


:

Bíó

Smáheimar: Dalur týndu mauranna

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

Í friðsælu skógarrjóðri verða leifar úr nestisferð kveikjan að styrjöld milli tveggja mauraættbálka sem löngum hafa eldað saman grátt silfur. Mauraflokkarnir ásælast báðir sömu gersemina: pakka af sykurmolum! Mitt í illdeilunum lendir ung maríubjalla í hringiðu átakanna þegar hún vingast við Mandible sem tilheyrir liði svörtu mauranna. Saman reyna þau að verja maurasamfélagið gegn árásum skelfilegu rauðu stríðsmauranna, sem hinn ógurlegi Butor leiðir. 

:

Tónlist

Páll Rósinkranz

Páll Rósinkranz fæddist árið 1974. Hann sló fyrst í gegn með hljómsveitinni Jet Black Joe, þar sem hann þótti hafa einstaka sönghæfileika. Með þeirri sveit söng hann inn á þrjár plötur á árunum 1992 til 1994. Þegar hún lagði svo upp laupana um tíma árið 1996 snéri Páll sér að sólóferlinum. Nú er væntanleg plata með bestu lögum Páls. 

:

Heimabíó

Rio 2

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Allt

Þau Blár (Ævar Þór Benediktsson) og Perla (Nanna Kristín Magnúsdóttir) flytja frá Rio de Janeiro til að setjast að í Amazon regnskóginum – því eins og Jewel segir eru þau ekki fólk heldur fuglar og eiga því að búa úti í náttúrunni. 

Í Amazon mæta þau villtum dýrum í röðum, sem hafa verið frjáls alla ævi. Þegar fjölskyldan mætir í regnskóginn hitta þau föður Perlu og kynnast fleiri fugla- og dýrategundum. Gamanið fer þó að kárna þegar fjölskyldan gerir sér grein fyrir að hætta steðjar að heimkynnum dýranna og þegar erkióvinur fuglanna, skúfpáfinn Nikka, leitar þau uppi til að hefna sín. 

Kaupa Miða


L


:

Bíó

Gone Girl

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

Kvikmyndin byggir á samnefndri metsölubók Gillian Flynn, sem seldist eins og heitar lummur og vermdi efstu sæti bóksölulista á vesturlöndum mánuðum saman. 

Kvikmyndinni er leikstýrt af hinum margfræga David Fincher (The Girl with the Dragon Tattoo, Fight Club) og ætla má að kvikmyndin standi bókinni síst að sporði. Gone Girl fjallar um Amy Dunne sem hverfur með dularfullum hætti á fimm ára brúðkaupsafmæli sínu. Við rannsókn málsins finnst dagbók þar sem flett er ofan af svikulum eiginmanni, Nick Dunne, en þar með er sagan ekki öll. 

Í aðalhlutverkum eru þau Rosamund Pike og Ben Afflck, einnig koma við sögu úrvalsleikarar á borð við Neil Patrick Harris, Scoot McNairy og Sela Ward. 

16

:

Bíó

One Direction

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Allt

Þeir Harry, Liam, Zayn, Louis og Niall skipa bresku strákasveitina One Direction. Sveitin er ein sú vinsælasta í dag, en vegsemd þeirra hefur vænkast allverulega frá því þeir tóku þátt í bresku X-Factor hæfileikakeppninni í Bretlandi árið 2010. Nú er komið að því að tónleikamyndin Where We Are, sem tekin var upp í Ítalíu verður sýnd í Smárabíói helgina 11. og 12. október. Miðasala er hafin á eMidi.is

Myndin gefur áhorfendum tækifæri til að upplifa hljómsveitina sem hefur slegið hvert aðsóknarmetið á fætur öðru í návígi á tónleikum á San Siro leikvanginum í Mílanó. Um er að ræða einstaka tónleikamynd þar sem einnig verða sýnd myndbrot af strákunum sem hafa ekki litið dagsins ljós fyrr. Þetta er mynd sem enginn 1D aðdáandi ætti að láta framhjá sér fara, einstakt tækifæri til að upplifa Where We Are tónleikaferðalagið við bestu mögulegu mynd og hljómgæði. 


Kaupa Miða


:

Tónlist

Helgi Björnsson

Ferill Helga Björns spannar nú heil 30 ár og plata væntanleg af því tilefni. 

:

Tónlist

Song Of Innocence

Ný 11 laga plata frá írsku rokksveitinni. Platan er tekin upp í Dublin, London, New Yorki og Los Angeles. Upptökum stjórnaði Danger Mouse ásamt þeim Paul Epworth, Ryan Tedder, Declan Gaffney og Flood. Platan er fáanleg í nokkrum útgáfum, meðal annars með aukalögum.

:

Heimabíó

Ævintýri hr. Píbodýs og Sérmanns

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Allt

Gáfaðasti hundur í heimi, hr. Píbodý, og hrekkjalómurinn Sérmann nota tímavélina sína til að leita uppi hrikalegri ævintýri en nokkur drengur eða hundur gæti hugsað sér. Þegar Sérmann stelst til þess að fara í skottúr á tímavélinni til að ganga í augun á Penny, vinkonu sinni, slysast hann til að gera gat á alheiminn. 

Þannig tekst honum að rústa mikilvægustu atburðum veraldarsögunnar. En áður en fortíð, nútíð og framtíð breytast að eilífu kemur hr. Píbodý til bjargar og neyðist um leið til að standa frammi fyrir mestu áskorun allra tíma: að standa sig í foreldrahlutverkinu. Hr. Píbodý, Sérmann og Penny setja saman mark sitt á sögu heimsins. 

Kvikmyndin er sýnd með íslensku tali. 

Kaupa Miða

L

:

Bíó

Borgríki 2

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

Með aðalhlutverk fara Darri Ingólfsson, Ágústa Eva Erlendsdóttir, Ingvar E. Sigurðsson, Zlatko Krickic, Sigurður Sigurjónsson og Hilmir Snær Guðnason. Söguþráður Borgríkis 2 gerist tveimur árum eftir atburði fyrri myndarinnar.

Gunnar, sem leikinn er af Ingvari, hefur misst veldi sitt til Sergej, sem leikinn er af Zlatko, og er nú í hefndarhug. Hannes, ungur og upprennandi lögreglumaður sem Darri Ingólfsson leikur, fær nýja stöðu í innra eftirliti lögreglunnar og ætlar að taka til hendinni. Hann fær ábendingu um spilltan yfirmann og ákveður að fylgjast með honum til að komast einnig höndum yfir Sergej og gengi hans,

:

Bíó

The Boxtrolls

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

Fjölskyldumynd úr smiðju þeirra sem færðu okkur Coraline og ParaNorman. Í myndinni fá áhorfendur að kynnast glænýrri fjölskyldugerð - eða Boxtröll. Það er samfélag sérviturra og einstaklega stríðinna skepna sem hafa alið upp, við mikið ástríki, munaðarlausan mennskan dreng að nafni Eggs. Boxtröllin og Eggs búa á einstölu heimili undir götum bæjarins Cheesbridge. Þegar óþokki bæjarins, illi meindýraeyðirinn Archibald Snarcher reynir að koma Boxtröllunum fyrir kattarnef hættir Eggs sér ofanjarðar, upp í dagsljósið, þar sem hann gengur til liðs við hina áræðnu Winnifred. Saman leggja þau á ráðin um að koma fjölskyldu Eggs til bjargar. 

:

Tónlist

5: The Grey Chapter

Fimmta hljóðversplata amerísku rokksveitarinnar Slipknot.

:

Heimabíói

Harry og Heimir

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

Harrý og Heimir unnu hugi og hjörtu íslensku þjóðarinnar í útvarpsþáttum seint á síðust öld. Þeir hafa síðan verið gefnir út á stafrænum hljóðdiski og meira að segja gerst svo frægir að koma fram í eigin sviðsverki um sig sjálfa. Leikritið um Harrý og Heimi sló algjörlega í gegn í Borgarleikhúsinu árið 2009, en sýningarnar urðu samtals 150. Nú er ný öld, og mætti jafnvel segja að öldin sé önnur, nú er aðeins einn miðill eftir. Sá öflugasti og sá eftirsóttasti. Árið er núll í íslenskri kvikmyndagerð. Harrý og Heimir eru á leið í bíó! 

Stórmyndin Harrý og Heimir - Morð eru til alls fyrst!  Þessi mynd er svo stór að í samanburði við hana verða allar aðrar myndir eins og passamyndir. Saga um vináttu, fórnfýsi, tryggð, frosnar bunur og óheyrilega veðurfræði. 

Söguþráðurinn er eitthvað á þessa leið ef okkur skjátlast ekki: Þokkadísin Díana Klein leitar ásjár hjá einkaspæjurunum Harrý og Heimi, þar sem faðir hennar, sem er veðurathugunarmaður á Regingnípu, virðist hafa horfið sporlaust. Harrý og Heimir leggja í leiðangur upp á hálendið og tekst að stöðva svívirðilegt samsæri danskra skíðaáhugamanna um að stela íslenska hálendinu og flytja það úr landi. 

Aðalhlutverk eru í höndum Karls Ágústs Úlfssonar, Sigurðar Sigurjónssonar, Arnar Árnasonar og Svandísar Dóru Einarsdóttur. Að auki koma svið sögu Stefán Karl Stefánsson, Ólafur Darri Ólafsson, Kjartan Guðjónsson og Þröstur Leó. Leikstjórn er í höndum Braga Hinrikssonar. 

Myndin verður frumsynd í kvikmyndahúsum um allt land páskana.


Kaupa Miða


7

:

Tónlist

Mannakorn

Glæný plata væntanleg með hljómsveitinni Mannakorn. 

:

Heimabíó

Maps to the Stars

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

Áhifarík kvikmynd eftir David Chronenberg um Weiss fjölskylduna, sem er sannkallað ættarveldi í Hollywood. Dr. Stafford Weiss er geðlæknir, sem hefur þénað fúlgur fjár á sjálfshjálparbókum sínum; eiginkona hans Christina er umboðsmaður þrettán ára sonar þeirra, barnastjörnunnar Benjie sem er nýkominn úr fíkniefnameðferð, en hann hefur verið fíkill frá níu ára aldri; dóttur Weiss hjónanna Agatha var nýlega útskrifuð af geðspítala þar sem hún var í meðferð vegna íkveikjuæðis. Þegar hún er laus af spítalanum kynnist hún bílstjóranum Jerome Fontana, sem reynist einnig vera leikari og upprennandi handritshöfundur.

Kvikmyndin er dramatísk fjölskyldusaga og í aðalklutverkum eru engir aukvisar; þau Julianne Moore, Robert Pattison og John Cusack. 

Leikstjóri:


Aðalhlutverk:


:

Viðburðir

Reykjavík Comedy Festival 2014

Hér er á ferðinni ný og glæsileg hátíð, þriggja daga grínveisla sem stendur yfir frá föstudeginum 24. október til sunnudagsins 26. október. Reykjavík Comedy Festival (RCF) er hluti af Europe Comedy Fest sem haldin verður í Svíþjóð, Noregi, Belgíu og fleiri löndum.

Föstudagur 24. október - Silfurberg

Kl. 20.00: Saga Garðarsdóttir
+ BBC presents Best of Fest: Rob Deering, Harriet Kemsley, Sean McLoughlin og Joel Dommett

Kl. 22.30: Dóri DNA + Kerry Godliman

Laugardagur 25. október - Silfurberg

Kl. 20.00: Þorsteinn Guðmundsson 
+ New York's Funniest: Andrew Schulz, Ricky Valez og James Adomian

Kl. 22.30: Ari Eldjárn + Jim Breuer

Sunnudagur 26. október - Eldborg

kl. 20.00: Stephen Merchant

Miðasala hefst 11. september kl. 10 á Miði.is, Harpa.is, í miðasölu Hörpunnar og í síma 528 5050. Þeir sem kaupa miða á allar fimm sýningarnar fá 20% allsherjarafslátt af heildarverði. Eingöngu er hægt að tryggja sér allsherjarafsláttinn tilboð í gegnum símann eða í miðasölu Hörpunnar.

:

Heimabíó

The Amazing Spider-Man 2

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

Við einni vinsælustu sögupersóna heims blasir stærsta baráttan til þessa. Peter Parker á í basli við að ná jafnvægi á milli þess að vera ósköp venjulegur framhaldsskólanemi og þarf jafnframt að sinna skyldum sínum sem Kóngulóarmaðurinn og vernda íbúa New York borgar gegn aðsteðjandi ógnum. 

Í brennidepli er ósögð saga Peters Parker (Andrew Garfield), en áhorfendur fylgdust með honum vaxa úr grasi hjá frænku sinni og frænda í fyrri myndinni, þar sem hann uppgötvaði hver hann er og komst á snoðir um hver örlög foreldra hans voru.

Í myndinni rannsakar Peter ýmislegt varðandi dularfulla fortíð föður síns með hjálp vinar hans Harry Osborn (Dane DeHaan) og Gwen Stacy (Emma Stone) á sem fyrr stóran stað í hjarta Parkers.

Veigamesta barátta Peters Parkers er sú sem hann stendur í hið innra; hinn eilífi núningur ofurkraftanna og hversdagslífsins.

Leikstjóri: Mark Webb

Aðalhlutverk: Andrew Garfield, Emma Stone, Jamie Foxx og Dane DeHaan. 

Kaupa Miða


12


:

Bíó

Fury

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

Apríl 1945. Á meðan bandamenn eru fáeinum skrefum frá því að vinna stríðið stýrir hinn reynslumikli hermaður Warraday (Brad Pitt) Sherman skriðdreka og fimm manna herliði í banvænum leiðangri á óvinaslóðum. Þeir eru miklu færri og illa vopnum búnir, en ákveða engu að síður að láta til skara skríða í helsta vígi nasista í Þýskalandi. 

Þessi hörkuspennandi hættuför er skipuð leikurum í úrvalsflokki, þeirra á meðal Brad Pitt, Shia LaBeouf, Logan Lerman og Scott Eastwood. 

Aðalhlutverk:

Leikstjóri:


Hafðu samband

Hringdu í okkur

591 5100

Við svörum milli 09:00 og 17:00
alla virka daga.

Sendu fyrirspurn

Til að fyrirbyggja ruslpóst:

Fréttir & tilkynningar

Allt

Ný plata með Ragga Bjarna kemur út á morgun  - 17.9.2014 Tónlist

Ný plata í tilefni 80 ára afmælis Ragga Bjarna, sem óhætt er að segja að sé einn ástsælasti söngvari þjóðarinnar kemur út á morgun. Platan hefur að geyma 60 lög sem eru á þremur plötum, þar af eru tvö splunkuný lög!  Meira...

Platan Seasons kemur út á morgun - 17.9.2014 Tónlist

Drengirnir í Kviku slógu rækilega í gegn með laginu Melody Maker og gefa nú út sína fyrstu breiðskífu, sem beðið hefur verið með eftirvæntingu. Platan Seasons sem kemur út á morgun. 


Meira...

Crossroads kemur út á morgun - 17.9.2014 Tónlist

Helgi Júlíus var hjartaskurðlæknir í Bandaríkjunum en sigrar nú hugi og hjörtu landsmanna með hverju snilldarlaginu á fætur öðru. Nýjasta platan, Crossroads, kemur út á morgun og inniheldur meðal annars smellina Is it Time með Hauki Heiðari og Can I Have a Moment í flutningi Amit Paul. 

Meira...

The Maze Runner frumsýnd á föstudaginn - 15.9.2014 Kvikmyndir

The Maze Runner byggir á metsölubók James Deshner sem kom út árið 2007. Bókin hefur fengið frábæra dóma víða um heim og þykir halda lesendum í heljargreipum spennu og eftirvæntingar. 

Meira...

Miðasala á RFC hefst á miðvikudaginn! - 4.9.2014 Viðburðir

Alls eru í boði fimm drepfyndnar sýningar á hátíðinni; tvær á föstudegi, tvær á laugardegi og svo lokasýningin með stórstjörnunni Stephen Merchant á sunnudeginum. Fram koma m.a. Jim Breuer, Kerry Godliman, grínhóparnir BBC Presents Best of Fest og New York's Funniest Meira...

BBC Presents Best of Fest  - 3.9.2014 Viðburðir

Það verður svo sannarlega engin lognmolla á Reykjavík Comedy Festival í Hörpu í næsta mánuði, því á meðal þeirra sem fram koma eru fjórir snillingar frá Bretlandi úr hópnum "BBC presents Best of Fest". Þessir fjórir grínistar koma fram saman og mynda eina magnaða grínsýningu.

Meira...

París norðursins frumsýnd á föstudaginn - 3.9.2014 Kvikmyndir

París norðursins er ný kvikmynd frá Hafsteini Gunnari Sigurðssyni, en síðasta mynd hans Á annan veg fór sigurför um heiminn og var endurgerð undir titilinum Prince Avalanche með þeim Paul Rudd og Emilie Hirch í aðalhlutverkum. 

Meira...

Takmarkanir á umferð í Kórahverfi - 15.8.2014 Viðburðir

Til að tryggja gott aðgengi að og frá Kórnum á tónleikdag og til að tryggja það að íbúar Kórahverfis verði fyrir sem minnstu truflun, sem og að þeir komist ávalt leiðar seinnar, verður almenn umferð takmörkuð frá kl 16. Ákveðnum götum og hverfum verður þá lokað og allri umferð þar stjórnað af yfirvöldum og lögreglu. Hér má sjá nánari upplýsingar um þetta fyrirkomulag.

Meira...