Nýtt frá Senu

:

Bíó

Grafir og Bein

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

Hjónin Gunnar og Sonja höfðu allt. Peninga, ást og gullfallega dóttur. En þegar dóttir þeirra Dagbjört deyr er veröld þeirra kippt undan þeim. Til að bæta gráu ofan á svart þá er Gunnar í miðjum réttarhöldum útaf ólöglegum kaupum og lánveitingum sem áttu sér stað í góðærinu.

Þegar Sigurður bróðir Gunnars og konan hans látast ákveða þau að taka dóttir þeirra hana Perlu í fóstur. Gunnar og Sonja leggja í leiðangur að sækja stelpuna sem er stödd í afskektu húsi Sigurðar.

Þegar komið er í húsið fara undarlegir hlutir að gerast. Perla virðist hafa þau áhrif á Sonju að hún vilji setjast að í húsinu á meðan að Gunnar hreinlega getur ekki verið þarna. Svefnlausar nætur, dularfullt fólk sem heimsækir þau og ótrúlegir hlutir sem þau upplifa í veru sinni í húsinu sem er reimt.

Það er því spurning hvort Gunnari takist að halda út þessa löngu helgi sem þau eru í húsinu eða missir hann vitið? Er Gunnar allur sem hann er séður eða kemur sannleikurinn upp á yfirborðið?


Kaupa Miða


16


:

Heimabíó

22 Jump Street

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

Árið 2012 fjölmenntu áhorfendur um allan heim á eina fyndnustu gamanmynd ársins, 21 Jump Street, sem byggir samnefndum sjónvarpsþáttunum sem börn níunda áratugarins ættu að kannast vel við. Eftir að hafa gengið í menntaskóla (tvisvar) eru félagarnir ógleymanlegu, Jenko (Channing Tatum) og Schmidt (Jonah Hill) mættir til starfa á ný og fara að þessu sinni í háskóla til að sinna leynilögreglustörfum. 

Þegar Jenko hittir sálufélaga sinn í íþróttaliði skólans og Schmidt laumar sér inn í hóp listaspíra fara efasemdir um vináttuna að láta kræla á sér. Því þurfa þeir ekki einungis að leggja sig fram um að leysa glæpamál, heldur þurfa þeir að átta sig á því hvort þeir geti átt í þroskuðu sambandi hvor við annan. 

22 Jump Street er líkt og fyrri myndin óður til YouTube kynslóðarinnar, hasarmynda og misgóðra sjónvarpsþátta. 

12

Kaupa Miða

:

Heimabíó

Hneturánið

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Allt

Bráðfyndin teiknimynd stútfull af skrípalátum og hamagangi! 

Hneturánið er skemmtileg ævintýramynd um sérvitran íkorna sem fer vægast sagt óhefðbundnar leiðir við að afla sér matar! 

Íkorninn Surly (Will Arnett) er sannkallaður nöldurseggur sem hugsar um fátt annað en sjálfan sig. Þegar hann er rekinn á brott af heimili sínu í almenningsgarði nokkrum neyðist hann til að reyna að lifa af upp á eigin spýtur í stórborginni. Fyrir algjöra heppni rekst hann á það eina sem gæti mögulega bjargað lífi hans á meðan hann undirbýr sig fyrir veturinn - nefnilega Hnetubúð Maurys. 

Surly fær vin sinn, rottuna Buddy, til að aðstoða sig við að ræna hnetubúðina, en þeir lenda í mun stærra og flóknari ævintýri en þá grunaði!  

Sannkallað stjörnulið ljær dýrunum í myndinni raddir sínar, nefna má þau Will Arnett, Brendan Frasier, Katherine Heigl, Jeff Dunham, Liam Neeson og Gabriel Iglesias. 

Leikararnir sem mæla fyrir dýrin í Hneturáninu á íslensku eru ekki heldur af verri endanum, en það eru þau Magnús Jónsson, Hjálmar Hjálmarsson, Valdimar Örn Flygenring, Steinn Ármann Magnússon, Viktor Már Bjarnasson, Kolbeinn Arnbjörnsson, Álfrún Helga Örnólfsdóttir, Selma Björnsdóttir og Vaka Vigfúsdóttir. Leikstjóri talsetningarinnar er Tómas Freyr Hjaltason.

Myndin er sýnd með íslensku tali. 

Kaupa Miða

:

Heimabíó

The Fault in Our Stars

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

Myndin byggir á metsölubók Johns Green, Skrifað í stjörnurnar, sem meðal annars sat í fyrsta sæti á metsölulista tímaritsins New York Times. Bókin er geysivinsæl meðal unglinga og fullorðinna, hlaut stórkostlega umsögn gagnrýnenda og hefur selst í milljónum eintaka um allan heim.

Unglingarnir Hazel og Gus hittast í stuðningshópi fyrir krabbameinssjúklinga. Þau verða yfir sig ástfangin og samband þeirra töfrum líkast. Það er einstakt fyrir þær sakir að Hazel fylgir öllum stundum súrefniskútur og Gus er með gervifót sem hann skopast að í sífellu. Þau eru kaldhæðin og hnyttin, hundsa allar hefðir og venjur samfélagsins og elska hvort annað út fyrir endimörk alheimsins.

The Fault in Our Stars er ljúfsár, heimspekileg og fyndin  saga um sanna ást ... sem er miklu rómantískari en nokkurt sólarlag á ströndinni. Myndin hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda um allan heim.

***1/2 "Áhorfendur yfirgefa salinn með hjörtun full af ást"

- US Weekly

***1/2 „The Fault in Our Stars er nánast gallalaus“

-C.P., USA Today

"Mikilvægasta ástarsaga kynslóðarinnar"

- Teen Vouge

"Stórkostlegasta ástarsaga áratugarins"

- Entertainment Weekly

"Ástarsaga sem þú getur aldrei gleymt"

- CBS Radio News

"Rómantískasta kvikmynd ársins!"

- FOX-TV

"Þú átt eftir að hlæja, gráta og kunna að meta lífið!"

- Inside Entertainment

 

http://www.usatoday.com/story/life/movies/2014/06/04/the-fault-in-our-stars-review/9630351


Kaupa Miða

:

Tónlist

1989

Ungstirnið Taylor Swift er orðin 25 ára og sendir hér frá sér sína poppuðustu plötu til þessa.

:

Tónlist

Houses Of The Holy .. remastered

John Bonham, John Paul Jones, Jimmy Page og Robert Plant sendu frá sér plötuna Houses of the Holy árið 1973. Hér er hún endurútgefin með fullt af aukaefni og á vínil.

:

Tónlist

IV.. remastered

John Bonham, John Paul Jones, Jimmy Page og Robert Plant sendu frá sér sína fjórðu plötu árið 1971, sem inniheldur m.a. rokkópusinn Stairway To Heaven. Hér er hún endurútgefin með fullt af aukaefni og á vínil.

:

Tónlist

Tell'Em I'm Gone

Glæný plata frá Yusuf, sem einnig er þekktur sem Cat Stevens. Fyrsta platan hans síðan Roadsinger kom út árið 2009.

:

Tónlist

Kiasmos

Kiasmos er dúett skipaður þeim Ólafi Arnalds og Janusi Rasmussen (úr Bloodgroup).  

Þeir Ólafur og Janus byrjuðu að vinna saman undir þessu nafni árið 2009 og hafa á þessu ári einbeitt sér að því að taka upp sína fyrstu plötu.  Afraksturinn er hrein raftónlistarveisla.

Fáanleg á geisladiski og vínil.


:

Tölvuleikir

Civilization: Beyond Earth

Civilization serían er einhver sú farsælasta þegar kemur að herkænskuleikjum, en í þessum nýjasta leik seríunnar fara leikmenn útí geim og fá að vinna þar með allskyns framandi tækni og nema land í heimum sem geimverur hafa yfirráð yfir.  Leikmenn munu fá mun fleiri möguleika í spilun og er leikurinn þannig gerður að hægt er að klæðskerasauma hann að smekk hvers og eins.

 

Leikurinn inniheldur

 · Framandi plánetur sem eru byggðar af dularföllum geimverum.

 

· Ný tækniundur sem hafa mikil áhrif á framþróun mannkynsins

 

· Opnari spilun og betri grafík en áður hefur sést í Civilization


:

Bíó

Fury

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

Apríl 1945. Á meðan bandamenn eru fáeinum skrefum frá því að vinna stríðið stýrir hinn reynslumikli hermaður Warraday (Brad Pitt) Sherman skriðdreka og fimm manna herliði í banvænum leiðangri á óvinaslóðum. Þeir eru miklu færri og illa vopnum búnir, en ákveða engu að síður að láta til skara skríða í helsta vígi nasista í Þýskalandi. 

Þessi hörkuspennandi hættuför er skipuð leikurum í úrvalsflokki, þeirra á meðal Brad Pitt, Shia LaBeouf, Logan Lerman og Scott Eastwood. 

16

Kaupa Miða

:

Bíó

Home

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

Lou er einfari sem býr hjá mömmu sinni, sem hún telur vera eina eftirlifandi ættingja sinn. Þegar hún kemst að því að amma hennar, Frida er sprelllifandi og afi hennar, Yngve, nýlátinn er henni vægast sagt brugðið. Lou umturnar lífi sínu flytur inn til syrgjandi ömmu sinnar, sem flýr sorgina með því að hjálpa Tom, 10 ára strák sem er ekki góður í neinu. Fornbóksalinn Henrik gengur með grasið í skónum á eftir Lou, sem neyðir hana til að horfast í augu við að hún sé ekki alveg ómöguleg. 

Íslendingar ættu að kannast við sögusviðið því myndin er nær öll tekin á Eryarbakka og í nágrenni.

Kaupa Miða

:

Tölvuleikir

SingStar Ultimate Party

Í tilefni af 10 ára afmæli SingStar kemur út glæný útgáfa á PlayStation 4 og PlayStation 3.  Nú geta leikmenn notað snjallasímana sína sem hljóðnema og sungið í þá ásamt því að stýra fjöri leiksins með glænýju smáforriti (app).  Hentu partíinu uppá næsta stig með þessum nýja SingStar leik, en hann inniheldur skothelda blöndu af lögum, bæði nýjum og gömlum.

 

Leikurinn inniheldur

 · Breyttu snjallsímanum þínum í hljóðnema og syngdu í hann af öllum lífs og sálarkröftum.

 

· Fleiri spilunarmöguleikar, en nú geta leikmenn sungið einir og sér eða keppt í allskyns söngkeppnum.

 

· Hægt er að nota PS4 myndavélina til að keyra stuðið ennþá meira upp.

 


:

Heimabíói

Harry og Heimir

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

Harrý og Heimir unnu hugi og hjörtu íslensku þjóðarinnar í útvarpsþáttum seint á síðust öld. Þeir hafa síðan verið gefnir út á stafrænum hljóðdiski og meira að segja gerst svo frægir að koma fram í eigin sviðsverki um sig sjálfa. Leikritið um Harrý og Heimi sló algjörlega í gegn í Borgarleikhúsinu árið 2009, en sýningarnar urðu samtals 150. Nú er ný öld, og mætti jafnvel segja að öldin sé önnur, nú er aðeins einn miðill eftir. Sá öflugasti og sá eftirsóttasti. Árið er núll í íslenskri kvikmyndagerð. Harrý og Heimir eru á leið í bíó! 

Stórmyndin Harrý og Heimir - Morð eru til alls fyrst!  Þessi mynd er svo stór að í samanburði við hana verða allar aðrar myndir eins og passamyndir. Saga um vináttu, fórnfýsi, tryggð, frosnar bunur og óheyrilega veðurfræði. 

Söguþráðurinn er eitthvað á þessa leið ef okkur skjátlast ekki: Þokkadísin Díana Klein leitar ásjár hjá einkaspæjurunum Harrý og Heimi, þar sem faðir hennar, sem er veðurathugunarmaður á Regingnípu, virðist hafa horfið sporlaust. Harrý og Heimir leggja í leiðangur upp á hálendið og tekst að stöðva svívirðilegt samsæri danskra skíðaáhugamanna um að stela íslenska hálendinu og flytja það úr landi. 

Aðalhlutverk eru í höndum Karls Ágústs Úlfssonar, Sigurðar Sigurjónssonar, Arnar Árnasonar og Svandísar Dóru Einarsdóttur. Að auki koma svið sögu Stefán Karl Stefánsson, Ólafur Darri Ólafsson, Kjartan Guðjónsson og Þröstur Leó. Leikstjórn er í höndum Braga Hinrikssonar. 

Myndin verður frumsynd í kvikmyndahúsum um allt land páskana.


Kaupa Miða


7

:

Heimabíó

Maps to the Stars

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

Áhifarík kvikmynd eftir David Chronenberg um Weiss fjölskylduna, sem er sannkallað ættarveldi í Hollywood. Dr. Stafford Weiss er geðlæknir, sem hefur þénað fúlgur fjár á sjálfshjálparbókum sínum; eiginkona hans Christina er umboðsmaður þrettán ára sonar þeirra, barnastjörnunnar Benjie sem er nýkominn úr fíkniefnameðferð, en hann hefur verið fíkill frá níu ára aldri; dóttur Weiss hjónanna Agatha var nýlega útskrifuð af geðspítala þar sem hún var í meðferð vegna íkveikjuæðis. Þegar hún er laus af spítalanum kynnist hún bílstjóranum Jerome Fontana, sem reynist einnig vera leikari og upprennandi handritshöfundur.

Kvikmyndin er dramatísk fjölskyldusaga og í aðalklutverkum eru engir aukvisar; þau Julianne Moore, Robert Pattison og John Cusack. 

Leikstjóri:


Aðalhlutverk:


:

Tónlist

Pottþétt jól

Hó, hó, hó! Senn koma jólin því nú líður að útgáfu 60 Pottþéttra jólalaga sem allir landsmenn þekkja og elska. Jólaplatan í ár fer Pottþétt í safnið! 

Pottþétt jól er þreföld plata hefur að geyma 60 jólalög sem allir þekkja, allt frá "Jól alla daga" í ógleymanlegum flutningi Eiríks Haukssonar og "Er líða fer að jólum" með Ragga Bjarna til "Last Christmas" Wham og "Driving Home For Christmas" með Chris Rea. 

Jólin verða ennþá betri með Pottþéttum jólalögum!

Væntanlegt frá Senu

:

Tölvuleikir

NBA Live 15

Þessi nýja útgáfa af NBA Live er sannkölluð körfuboltaupplifun, en leikurinn nýtir afl nýju leikjavélanna til að skarta ótrúlegri grafík og spilun.  EA Sports hefur hlustað á aðdáendur seríunnar og bætt meira en 500 mismunandi hlutum inní þessa útgáfu til að gera leikinn sem bestan bæði hvað varðar spilun og innihald.


:

Tölvuleikir

Teenage Mutant Ninja Turtles: Danger of the Ooze

Það er allt að verða vitlaust í New York þar sem Shredder, Tiger Claw og nýr stökkbreytingaher þeirra eru mættur á svæðið.  Þetta neyðir skjaldbökurnar í stuð og fá leikmenn að stýra Leonardo, Raphael, Donatello og Michelangelo, en hver skjaldbaka hefur sína hæfileika og geta leikmenn skipt á milli þeirra án mikillar fyrirhafnar.  Hér er á ferðinni svakalegur hasarleikur sem hentar aðdáendum þessara ofurhetja.


 


:

Tölvuleikir

Call of Duty

Þessi nýjasti leikur Call of Duty seríunnar er gerður af Sledgehammer Games, en þeir hafa meðal annars unnið að Modern Warfare 3 og svo unnu þeir einnig að fyrsta Dead Space leiknum.  Að þessu sinni hafa Sledgehammer menn unnið í þrjú ár að þessum nýja Call of Duty leik og er útkoman grjótharður skotleikur sem gerist í framtíðinni.  


Stórfyrirtæki hafa tekið yfir hernað í heiminum og þar með völdin.  Auðvitað fer svo allt til fjandans og þurfa leikmenn að bjarga deginum.  Með eitt af aðahlutverkum leiksins fer Kevin Spacey.

 

 

Leikurinn inniheldur:
· Heim fullan af tækninýjungum og skilar þar sér í fullkomnum vopnum og græjum.

· Hermenn framtíðarinnar, en þeir geta stokkið hærra og hreyft sig hraðar en nútíma hermenn.  Þetta breytir algjörlega netspilun leiksins sem verður mun öflugri og fjölbreyttari.

· Fullkomin framtíðarvopn njóta sín til fullnustu í þessum nýjasta Call of Duty leik og á það einnig við um farartæki leiksins og aðra hluti sem leikmenn geta nýtt sér á vígvellinum.


:

Tónlist

My Favourite Faded Fantasy

Íslandsvinurinn Damien Rice með sína þriðju hljóðversplötu, en hún var af miklu leiti unnin hér á landi. Upptökum stjórnaði sjálfur Rick Rubin.

:

Tónlist

The Basement Tapes: Bootleg series vol.11

Ný útgáfa í Bootlegs seríunni, sú ellefta í röðinni. Inniheldur hún meðal annars áður ófáanlegar upptökur frá árinu 1967 þegar hann vann hvað mest með hljómsveitinni sinni, sem síðar gerði það gott undir nafninu The Band.

:

Tónlist

Fyrir börnin

60 vinsæl lög fyrir krakka á öllum aldri. 

:

Tónlist

Ylja

Hljómsveitin var stofnuð árið 2008 af þeim Gígju Skjaldardóttur og Bjarteyju Sveinsdóttur. Vinkonurnar deila ástríðu sinni fyrir kassagíturum og fallegri röddun og úr varð Ylja. Hljómsveitin naut nánast umsvifalaust mikilla vinsælda og spilaði um allt land. 

Einkennismerki Ylju eru draumkenndar melódíur. Fyrsta plata hljómsveitarinnar, Ylja, kom svo út í nóvember 2012 og naut mikilla vinsælda. 

Hljómsveitina skipa:
Bjartey Sveinsdóttir
Guðný Gígja Skjaldardóttir
Örn Eldjárn
Ingibjörg Elsa
Maggi Magg 


:

Bíó

Interstellar

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Allt

Myndin fjallar um ferð nokkurra geimfara sem fara út í geiminn og könnun þeirra á nýuppgötvuðum og afar dularfullum ormagöngum (Black holes) sem gerir þeim kleift að ferðast um óravíddir alheimsins á alveg nýjan hátt til að finna nýjan stað fyrir mannfólkið því jörðin er að verða óbyggileg. 

Þetta nýjasta meistaraverk leikstjórans Christopers Nolan (Batman-myndirnar, Inception) er ekkert annað en „must see“ mynd, epískt stórvikri sem reynir á öll skilningsvitin. Með aðalhlutverk fara Matthew McConaughey, Anne Hathaway og Jessica Chastain.12


Kaupa Miða

:

Bíó

Nightcrawler

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

Spennutryllir sem kemur blóðinu á hreyfingu! Ungur maður sogast niður í undirheima L.A. í starfi sínu sem sjálfstæður blaðamaður. Jake Gyllenhaal leikur blaðamanninn metnaðarfulla, Lou Bloom, sem flækist í för með kvikmyndaliði sem tekur upp bílslys, morð og annan óhugnað. Hann leitar baki brotnu að góðu myndefni, en endar í aðalhlutverki í eigin fréttar. 

:

Heimabíó

White Bird in a Blizzard

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

Frægðarsól leikkonunnar Shailene Woodley rís hátt um þessar mundir. Í kvikmyndinni White Bird in a Blizzard leikur hún unga unglingsstúlku sem missir haldreipið í lífinu þegar móðir hennar hverfur sporlaust. 

Leikstjóri:
Gregg Araki

Aðalhlutverk:
Shailene Woodley
Eva Green
Angela Bassett


:

Bíó

Zug in die Freiheit

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

Sumarið 1989 sóttu þúsundir flóttamanna frá Austur-Þýskalandi um hæli í sendiráði Vestur-Berlínar í Prag. Ástæðan var sú að utanríkisráðherra Vestur-Þýskalands tilkynnti frá svölum ráðuneytisins að leiðin til Vestursins væri nú lokuð. Áhorfendur fylgjast með flóttamönnunum í erfiðri og átakamikilli lestarferð í gegnum Austur-Þýskalands að landamærum Vestur-Þýskalands í leit að betra lífi handan múrsins.  

:

Bíó

Þýsk kvikmyndahátíð

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

German Film Festival

:

Bíó

Berlin is in Germany

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

Íbúi Austur-Berlínar stendur frammi fyrir afleiðingum sameiningar Þýskalands eftir að hafa varið 11 árum í fangelsi. Hann sér son sinn í fyrsta sinn og þarf að sætta sig við að eiginkona hans búi með öðrum manni. Hann reynir að koma lífi sínu á réttan kjöl með því að finna sér almennilega vinnu, safna fyrir fríi með syninum og vinna hjarta konunnar sinnar aftur. 

:

Bíó

Bis an die Grenz

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

Heimildarmynd sem lýsir því hvernig ólíkir einstaklingar frá Austur- og Vestur-Þýskalandi upplifðu tímann þegar Berlínarmúrinn var reistur. Áhorfendur fá að fylgjast með lífinu innan þýsku landamæranna til áhrifarmikils falls Berlínarmúrsins. Auk þess verða sýndar einstakar myndir sem hafa ekki birst fyrr. 

:

Bíó

Boxhagener Platz

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

Austur Berlín, 1968: Amma Otti og barnabarn hennar Holger lenda í ótrúlegum ævintýrum á Boxhanger Platz. 

Amma Otti hefur þegar fylgt fimm eiginmönnum til grafar og sá sjötti er kominn með annan fótinn í gröfina þegar gamli nasistinn Finch-Winkler og bardagamaðurinn Karl Wegner gera sér dælt við Otti.

Holger gengur inn í hlutverk leynilögreglumanns og lærir um ástina, uppreisnir 1968 kynslóðarinnar og háleynilegar aðferðir til að hjarta konunnar. Allt gengur vel þar til Holger gerir mistök sem setja Karl Wegener í hættu. 

:

Bíó

Der Turm

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

Hoffmann fjölskyldan á í erfiðleikum sem tengjast sósíalistastjórninni. 

:

Bíó

Die Familie

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

Fjölskyldur fórnarlamba landamæraeftirlitsins við innri landamæri Þýskalands segja sögur sínar. 

:

Bíó

Good Bye Lenin

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

Berlín 1990: Christiane Kerner, móðir Alexanders Kerner, fellur í dá skömmu fyrir fall Berlínarmúrsins. Þegar hún vaknar er tilveran sem hún þekkti liðin undir lok, en Alexander ákveður að vernda móður sína með því að halda falli múrsins leyndu fyrir henni. Hann leggur sig allan fram við að búa móður sinni umhverfi þar sem hann getur haldið blekkingunni gangandi til dæmis með því að hrófla ekki við neinu í 79 fermetra stórri íbúðinni þeirra. Áætlunin virkar um stundarsakir, en það líður ekki á löngu þar til mamman kemst á lappir og vill fá að viðra sig utan íbúðarinnar … 


:

Bíó

Sonnenallee

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

Í myndinni er fylgst með krakkahópi sem elst upp í austurhluta Sonnanelle hverfisins í Berlín, sem er rétt við landamæri Austur- og Vestur-Berlínar. Þau standa frammi fyrir ýmsum samfélagsmeinum á borð við forsjárhyggju og skömmtum en þurfa samtímis að fóta sig í uppreisnum og aðlögunum og þau glíma við hversdagsleg vandamál unglingsins. 

:

Bíó

Das Leben der Anderen

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

Fulltrúi Stasi lögreglunnar fær það verkefni að njósna um þekktan rithöfund og eiginkonu hans. Í gegnum starfið kynnist hann áður óþekktum heimi ástar og bókmennta og sökkvir sér sífellt dýpra í líf fólksins sem hann njósnar um, þar til hann áttar sig á því að miskunnarlaust Stasibáknið ógnar tilveru hans sjálfs. 

:

Bíó

Das System alles verstenhen heisst

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

Ungur maður flækist í vef þrýstihóps og lendir á spori morðingja aldavina föður hans. Smám saman flettir hann ofan af leyndarmálum og spillingu sem leynast innan kerfisins. 

:

Bíó

Die Unberuehrba

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

Í myndinni er sögð saga sérviturs, miðaldra rithöfundi frá Vestur-Þýskalandi sem er klofinn í afstöðu sinni gagnvart hugmyndafræðinni að baki Austur-Þýskalandi og samfélaginu sem breytist ört eftir fall Múrsins. 

:

Bíó

Nikolaikirche

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

Fjölskylda er tætt á milli mótmælendahreyfingarinnar og aðgerða Stasi. Þau búa við kvíða og óróleika frá því árið 1988, sem nær svo hámarki í mánudagsmótmælunum haustið 1988.  

:

Bíó

Westwind

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

Í myndinni er saga sautján ára tvíburastúlkna frá Austur-Þýskalandi sögð, en þær eru atvinnuræðarar. Systurnar fá tækifæri til að eyða sumrinu 1988 í ungmennabúðum í Ungverjalandi. Systurnar hitta hóp af drengjum frá Vestur-Þýskalandi á leiðinni í búðirnar og önnur þeirra verður ástfangin í fyrsta sinn. Systurnar deila ekki öllu og eru neyddar til að taka afdrifaríka ákvörðun sem kemur til með að hafa áhrif á þær um alla framtíð. 

Hafðu samband

Hringdu í okkur

591 5100

Við svörum milli 09:00 og 17:00
alla virka daga.

Sendu fyrirspurn

Til að fyrirbyggja ruslpóst:

Fréttir & tilkynningar

Allt

Grafir og bein frumsýnd á föstudaginn - 29.10.2014 Kvikmyndir

Hjónin Gunnar og Sonja höfðu allt. Peninga, ást og gullfallega dóttur. En þegar dóttir þeirra Dagbjört deyr er veröld þeirra kippt undan þeim. Til að bæta gráu ofan á svart þá er Gunnar í miðjum réttarhöldum út af ólöglegum kaupum og lánveitingum sem áttu sér stað í góðærinu.

Meira...

Jólagestir 2014: Uppselt og aukatónleikar komnir í sölu! - 23.10.2014 Viðburðir

Jólagestir Björgvins hafa slegið í gegn enn og aftur: 3 þúsund miðar seldust á innan við 5 mínútum og aukatónleikum hefur verið bætt við kl. 16 sama dag. Sala er hafin á þá og áhugasamir eru hvattir til að hafa hraðar hendur.

Meira...

Ný plata frá Röggu Gröndal komin út: Svefnljóð - 22.10.2014 Tónlist

Ragga Gröndal hefur nú gefið út nýja plötu sem ber nafnið Svefnljóð. Platan er ljóðrænn seiður á íslenskri tungu sem leiðir hlustandann inn í ástand hvílunnar. Þó að ókyrrð heimsins og hin myrku öfl tilverunnar séu innan seilingar . 

Meira...

Hemma frumsýnd á föstudaginn - 22.10.2014 Kvikmyndir

Lou er einfari sem býr hjá mömmu sinni, sem hún telur vera eina eftirlifandi ættingja sinn. Þegar hún kemst að því að amma hennar, Frida er sprelllifandi og afi hennar, Yngve, nýlátinn er henni vægast sagt brugðið.

Meira...

Tryggðu þér miða á Jólagesti Björgvins   - 20.10.2014 Viðburðir

Miðasalan hefst á fimmtudaginn, þann 23. október kl. 10. Líkt og fyrr fá þeir sem eru skráðir á póstlista Senu eða Jólagesta tækifæri til að tryggja sér miða daginn áður en almenn sala hefst, eða á miðvikudaginn. 

Meira...

Fury frumsýnd á föstudaginn - 20.10.2014 Kvikmyndir

Apríl 1945. Á meðan bandamenn eru fáeinum skrefum frá því að vinna stríðið stýrir hinn reynslumikli hermaður Warraday (Brad Pitt) Sherman skriðdreka og fimm manna herliði í banvænum leiðangri á óvinaslóðum. 

Meira...

Páll Rósikranz 25 ár kemur út á morgun - 15.10.2014 Tónlist

Páll Rósinkranz er einn af okkar allra bestu söngvurum og í tilefni 25 ára söngafmælisins gefum við út sérstaklega eigulega 59 laga safnplötu. Öll vinsælustu lögin á einum stað, ásamt því besta frá Jet Black Joe.  

Meira...

JÓLASTJARNAN 2014: SKRÁNING ER HAFIN! - 14.10.2014 Viðburðir

Jólagestir Björgvins verða haldnir í áttunda sinn þann 13. desember næstkomandi í Höllinni og leitin er hafin að Jólastjörnu ársins. Jólastjarnan er söngkeppni fyrir börn yngri en 16 ára og mun sigurvegarinn koma fram á stórtónleikunum eins og síðustu ár.

Meira...