Nýtt frá Senu

:

Tónlist

Vilhjálmur Vilhjálmsson

Vilhjámur Vilhjámsson fæddist 11. apríl 1945 og hefði því orðið 70 ára á árinu. Í tilefni að því hefur Sena ákveðið að gefa út glæsilega tvöfalda ferilsplötu sem inniheldur 40 af hans bestu lögum.

Vilhjálmur Vilhjálmsson er sem gróinn inn í þjóðarsálina. Næstum því hver landsmaður þekkir helstu perlurnar sem hann flutti með flauelsmjúkri röddu og lög á borð við Bíddu pabbi, Söknuður, Einbúinn og Vor í Vaglaskógi hafa hljómað við ótal tilefni áratugum saman. 

Segja má að Vilhjálmur hafi blómstrað allan sinn feril, en eftir fráfall hans hafa lögin tekið við því hlutverki. Vilhjálms er og mun verða minnst sem eins ástsælasta söngvara dægurlagasögu Íslands. 

Platan hefur fengið nafnið "Við eigum samleið" og er komin í verslanir. Henni fylgir veglegur bæklingur þar sem farið er yfir feril Villa í máli og myndum.

:

Viðburður

Eivör

Nýlega kom út ný plata frá færeyska söngfluglinum Eivöru. 

Í tilefni að því heldur hún útgáfutónleika í Gamla bíói laugardaginn 25. apríl.

Eivör mun frumflytja lögin af nýju plötunni auk þess sem áhorfendur munu fá að heyra helstu smelli frá glæsilegum ferli.

Ásamt Eivöru koma fram Mikael Blak (bassi og hljómborð), Högni Lisberg (trommur), Tróndur Bogason (hljómborð o.fl.).

Örfáir miðar eftir á Miði.is.

:

Bíó

A Second Chance

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

A Second Chance (En Chance Til) er nýja myndin frá Susanne Bier, dönsku leikstýrunni sem á að baki meistaraverk á borð við Hævnen, Brödre og Efter Brylluppet.

Handritið er skrifað af Anders Thomas Jensen sem skrifað einnig allar ofangeindar kvikmyndir þannig að von er á góðu frá þessu magnaða teymi.

Í aðhlutverkum eru Nikolaj Coster-Waldau (Games of Thrones), Ulrich Thomsen (Banshee) og Nikolaj Lie Kaas (Konan í búrinu).

Myndin, sem er jafnt átakanleg, hjartnæm og hörkuspennandi, fjallar um raunverulegt fólk sem lendir í ótrúlegum aðstæðum. Lögreglumennirnir Andreas og Simon lifa vægast sagt ólíku lífi; Andreas er ráðsettur eiginmaður og faðir á meðan Simon er nýlega skilinn og eyðir mestum frítíma sínum á barnum og nektarbúllum. Líf þeirra tekur stakkaskiptum þegar þeir sinna útkalli heim til pars sem er djúpt sokkið í neyslu og finna sér til mikillar skelfingar nokkurra mánaða gamlan son þeirra hjóna grátandi inni í skáp. Upp hefst afdrifarík og óvænt atburðarás sem hefur í för með sér afleiðingar sem engan órar fyrir. 

:

Tónlist

Eurovision Song Contest 2015: Vienna

Öll lögin úr Eurovision keppninni í Vín.  María Ólafs með okkar framlag þetta árið "Unbroken".

:

Heimabíó

Heimilislífið

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

Juliette býr í úthverfi Parísar og er alls ekki viss um að hún vilji búa þar. Hún er hins vegar alveg viss um að hún vill ekki dagauppi sem ein þeirra kvenna sem setjaallan sinn tíma í barnauppeldi, heimilis- og garðstörf og bið eftir að eiginmaðurinn láti sjá sig heima seint á kvöldin. Í dag á hún að mæta í mikilvægt starfsviðtal, en þarf líka að finna tíma til að sinna heimilinu og sækja krakkana í skólann. Hvað gerist?

Myndin er sýnd með enskum texta. 

:

Heimabíó

Jules og Jim

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

Jules og Jim eftir François Truffaut er eitt af meistaraverkum franskrar kvikmyndasögu. Hér segir frá Þjóðverjanum Jules og Frakkanum Jim sem verða báðir ástfangnir af sömu konunni, Catherine. Myndin hefst í París, rétt fyrir heimsstyrjöldina fyrri og áhorfendur fylgja þremenningunum eftir allt þar til þau hittast á ný í Þýskalandi eftir stríðið. Myndin er byggð á bók eftir Henri-Pierre Roché og stendur enn fyllilega fyrir sínu. 

Myndin er sýnd með enskum texta. 

:

Heimabíó

Konungurinn og hermikrákan

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

Teiknimyndin Konungurinn og hermikrákan eftir Paul Grimault var gerð árið 1980 og þykir sannkallað meistaraverk. Sagan í henni, sem að hluta til er byggð á einu af ævintýrum H. C. Andersen, Smalastúlkan og sótarinn, segir frá hrokafullum konungi sem tekið hefur sér einræðisvald og sú eina sem stendur uppi í hárinu á honum er kráka sem lætur hann óspart heyra það! Myndin hefur nýlega verið endurunnin.

Myndin er sýnd með enskum texta. 

:

Heimabíó

Mörgæsirnar frá Madagaskar

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Allt

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000251

Í Mörgæsunum frá Madagaskar uppgötva áhorfendur leyndardóma skemmtilegasta og dularfyllsta fuglsins í alþjóðlegu njósnaleikunum. Skipper, Kóvalskí, Ríkó og Hermann ganga til liðs við njósnasamtökin Norðanvindana sem Leyndarmál Fulltrúi leiðir til að stöðva áform óþokkans illræmda Oktavíusar Brim, sem hyggur á heimsyfirráð!

Frumsýnd 28. nóvember í 2-D og 3-D í Smárabíói, Háskólabíói, Laugrásbíói, Egilshöll, Álfabakka og Borgarbíói Akureyri.

Íslensk talsetning:

SKIPPER  - BJÖRN THORARENSEN
KÓVALSKÍ - HJÁLMAR HJÁLMARSSON
HERMANN - BERGUR ÞÓR INGÓLFSSON
RÍKÓ  - T.F.WHITE
OKTAVÍUS BRIM / DABBI   - ÞORSTEINN BACHMANN*
EVA  - ÁLFRÚN HELGA ÖRNÓLFSDÓTTIR
LEYNDARMÁL FULLTRÚI  - DAVÍÐ GUÐBRANDSSON 
BJARNFREÐUR  - SVEINN ÓLAFUR GUNNARSSON

LEIKSTJÓRI - HJÁLMAR HJÁLMARSSON

L


:

Heimabíó

Night at the Museum 3

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Allt

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000265

Night at the Museum-myndirnar hafa notið mikilla vinsælda fólks á öllum aldri, en fyrsta myndin var gerð árið 2006 og naut mikilla vinsælda. Myndirnar fjalla Larry Daley (Ben Stiller) sem hlaut starf sem næturvörður á sögu- og náttúrusafni. Í starfinu komst hann svo að því að bæði dýr og persónur sem voru til sýnis á safninu lifnuðu við á næturnar svo úr varð bráðskemmtilegt ævintýri. 

Ben Stiller og allt gengið mætir aftur til leiks í Night at the Museum 3. Í þetta sinn uppgötvar Larry að töfrarnir sem hafa valdið því að persónurnar og dýrin lifnuðu við á næturnar eru að eyðast og hverfa og að mjög takmarkaður tími er til stefnu. Larry reynir að bjarga málunum, en til þess þarf hann að ferðast ásamt nokkrum félögum úr safninu til London. Ferðalagið reynist vera viðburðaríkt, fyndið og skemmtilegt en líka hættulegt á köflum.   öðrum stórum hlutverkum eru m.a. þau Robin Williams, Owen Wilson, Ben Kingsley, Dick Van Dyke, Rebel Wilson, Steve Coogan, Mickey Rooney og Ricky Gervais.

:

Heimabíó

Ömurleg brúðkaup

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000308

Ömurleg brúðkaup er hröð og afar fyndin mynd með frönskum húmor eins og hann gerist allra bestur og skemmtilegastur. Myndin er eftir leikstjórann Philippe de Chauveron sem skrifar einnig handritiðásamt Guy Laurent og segir frá hjónunum Claude og Marie Verneuil sem eiga fjórar uppkomnar dætur. 

Þrjár af þeim eru giftar, en eiginmenn þeirra eru hver fyrir sig af ólíkum uppruna og koma úr ólíkum trúarlegum áttum. Einn er múslimi, annar er gyðingur og sá þriðji er kínverskur. Allir eru þeir þó sómamenn sem leggja sig fram um að þóknast tengdaforeldrum sínum sem eru dálítið fordómafullir. Dag einn tilkynnir elsta dóttir þeirra Claudes og Marie að hún sé búin að finna sér mann og ætli sér að giftast honum. 

Hjónin þora varla að spyrja en þegar þau komast að því að hann er kaþólikki verðaþau afskaplega feginn. Það endist þó ekki lengi því í ljós kemur að þessi fjórði tengdasonur er svartur!Í myndinni er gert stólpagrín að kynþátta-, trúar- og útlendingafordómum og þykir handritið einstaklega hnyttið og vel skrifað þar sem hver brandarinn og kostuleg uppákoman rekur aðra frá byrjun tilenda. 

Leikurinn er einnig fyrsta flokks og alls staðar þar sem myndin hefur verið sýnd hefur fólk hlegið sig máttlaust yfir henni og er enn að hlæja þegar það kemur heim! Þetta er mynd sem allir sem hafa gaman af því að fara í bíó og sjá virkilega skemmtilegar og fyndnar myndir hreinlega verða að sjá.

Myndin er sýnd með íslenskum texta. 


:

Bíó

Avengers: Age of Ultron

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Allt

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000342

Þegar Tony Stark reynir að endurvekja gamalt friðargæsluverkefni gengur allt á afturfótunum og hlutirnir fara gersamlega úr böndunum og það er undir Hefnendunum komið; þeim Járnmanninum, Kafteini Ameríku, Þór, Jötninum, Svörtu ekkjunni og Haukfráni að stöðva hinn illa Últron í að hrinda ógurlegum áætlunum sínum í framkvæmd. Það er mikið í húfi því heimsbyggðin er í stórhættu. 

Í aðalhlutverkum er sannkallað stórskotalið leikara, en nefna má þau Robert Downey Jr., Scarlett Johansson, James Spader, Chris Hemsworth, Chris Evans, Mark Ruffalo, Samuel L. Jackson, Idris Elba og Elisabeth Olsen. 


:

Bíó

Ástríkur

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000338

Hinn sívinsæli Ástríkur heillar hverja kynslóðina á fætur annari ásamt samborgurum sínum í Gaulverjabæ. Að þessu sinni hyggst Sesar sölsa undir sig Gaulverjabæ og fella undir Rómarveldi. Til þess hefur hann látið byggja hús við hlið þorpsins þar sem hann ætlar að koma á fót rómverskri nýlendu.  

:

Bíó

Austur

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000346

Myndin er innblásin af raunverulegum atburðum úr íslenskum undirheimum. Ungur maður á einnar nætur gaman með fyrrum unnustu og barnsmóður ofbeldisfulls glæpamanns sem er í mikilli neyslu. Hann er tekinn í gíslingu af gengi glæpamannsins með það fyrir augum að kúga út úr honum fé. Þegar þau áform verða að engu fer af stað atburðarás þar sem líf unga mannsins er í stórhættu.

Ungi maðurinn er orðin gísl gengisins sem bregður á það ráð að fara austur fyrir fjall í þeim erindagjörðum að losa sig við hann. Þegar þangað er komið banka þeir upp á hjá gömlum félaga glæpamannsins sem er að reyna að snúa við blaðinu og ná lífi sínu á réttan kjöl.

Með helstu hlutverk í myndinni fara Arnar Dan Kristjánsson, Björn Stefánsson, Hjörtur Jóhann Jónsson, Ólafur Darri Ólafsson og Vigfús Þormar Gunnarsson.

16


:

Heimabíó

Aya frá borginni Yop

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

Teiknimynd eftir þau Marguerite Abouetog Clément Oubrerie, gerð eftir þeirra eigin bókum um hana Ayu sem býr ásamt stórfjölskyldu sinni í úthverfi borgarinnar Abidjan á Fílabeinsströndinni. Sagan, sem gerist á áttunda áratug síðustu aldar, er bæði spennandi og sérlega fróðleg um líf fólks á þessum slóðum á þessum tíma og er byggð á raunverulegum aðstæðum og fólki sem Marguerite Abouet kynntist


Myndin er sýnd með enskum texta. 

:

Bíó

Paul Blart: Mall Cop 2

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Allt

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000339

Paul Blart (Kevin James) er einstæður faðir sem fer að vinna sem öryggisvörður í verslunarmiðstöð til að sjá fyrir sér og dóttur sinni í myndinni Mall Cop sem naut mikilla vinsælda. Nú hefur öryggisvörðurinn knái, sem jafnan þeytist um á Segway tryllitæki eytt sex árum í að vernda verslunarmiðstöðvar borgarinnar og ætlar að taka sér verðskuldað frí. Hann heldur til Vegas með dóttur sinni sem er á táningsaldri til að eyða með henni tíma áður en hún fer í háskóla. En Blart kann ekki að taka sér frí og þegar allt fer í hart tekur Blart málin í sínar hendur. 

Kevin James fer ekki einungis með aðalhlutverkið í Paul Blart: Mall Cop 2 því hann er einnig einn af handritshöfundum myndarinnar ásamt Nick Bakay, sem skrifaði einnig handrit að nokkrum þáttum í King of Queens þáttaröðinni sem skaut Kevin James upp á stjörnuhimininn. 


:

Bíó

The Second Best Exotic Marigold Hotel

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000345

Það er bara eitt herbergi eftir laust á The Best Exotic Marigold Hotel og því ákveður hótelstjórinn, Sonny Kapoor, að opna annað hótel.

Við tökum hér upp þráðinn þar sem frá var horfið í fyrri mynd. Allt er orðið fullt á Marigold-hótelinu og bara eitt herbergi eftir. Það er hins vegar von á tveimur gestum í viðbót og því ákveður hinn yfirmáta bjartsýni hótelstjóri Sonny Kapoor að opna bara nýtt hótel af sömu framkvæmdargleðinni og fékk hann til að opna það sem fyrir er þótt húsið væri langt frá því að vera tilbúið. Vel studdur af hinni álíka bjartsýnu Muriel (Maggie Smith) heldur Sonny ótrauður á vaðið til að afla þess fjár sem hann þarf. Þegar nýr gestur bætist við, hinn fjallmyndarlegi Guy (Richard Gere), fer samt óvænt atburðarás

í gang og sem fyrr liggur rómantíkin í loftinu ...

The Second Best Exotic Marigold Hotel fór beint á toppinn í kvikmyndahúsum í Bretlandi, Ástralíu og Nýja-Sjálandi þegar hún var frumsýnd þar í febrúar og hefur notið mikilla vinsælda alls staðar

annars staðar þar sem hún hefur verið sýnd. Breska kvikmyndatímaritið Empire gaf henni fjórar stjörnur og sagði gagnrýnandinn myndina vera heillandi framhald, ákaflega vel leikna eins og við var að búast, en að Maggie Smith steli þó senunni með alveg frábærum leik.


Væntanlegt frá Senu

:

Tónlist

The Magic Whip

Fyrsta plata Blur í 16 ár.

:

Tónlist

Steinar

Frá hljómplötuútgáfunni Steinari kom út hver gullplatan á fætur annarri á síðari hluta 20. aldar. Um þessar mundir eru fjörtíu ár liðin frá því útgáfan var sett á laggirnar og af því tilefni kemur út vegleg þriggja diska safnplata sem hefur að geyma sextíu lög sem komu út á vegum Steinars. 

Lögin á plötunni ættu landsmenn flestir að kannast við, enda um sívinsælar og sígildar laga- og textasmíðar að ræða í flutningi margra af þekktustu og kærustu tónlistarmanna þjóðarinnar. 

Meðal þeirra sem eiga lög á plötunni eru Todmobile, Þú og ég, Mezzoforte, Sálin, Bubbi, Nýdönsk, Brimkló, Tappí Tíkarrass, Greifarnir, Ragga Gísla, Haukur Morthens, Spilver þjóðanna, Bjartmar Guðlaugs, HLH Flokkurinn og margir fleirri.

Veglegur bæklingur fylgir þar sem farið er yfir sögu Steinars í máli og myndum.

:

Bíó

The Age of Adaline

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

Adaline Bowman hefur verið ansi einmana eftir að hafa verið 29 ára fyrir kraftaverk í næstum átta áratugi. Til að varðveita leyndarmálið hleypir hún engum nærri sér. Þegar hún hittir Ellis Jones fyrir einskæra tilviljun vaknar ástríða hennar til lífsins á ný. Helgarferð með foreldrum hans gæti afhjúpað leyndarmálið og Adilane þarf að taka ákvörðun sem gæti breytt lífi hennar um ókomna tíð.  

:

Bíó

She's Funny That Way

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

Isabella (Imogen Poots) er gleðikona með þann heita draum að gerast Broadway-leikkona. Kvöld eitt - á miðri vakt - kynnist hún sviðsleikstjóranum Arnold (Owen Wilson) sem ákveður að hjálpa henni í þeim málum og býður henni stórfé fyrir að hætta í vinnunni sinni. Arnold er annars vegar giftur maður og ekki lengi að falla fyrir Isabellu. 

Hún hreppir aðalhlutverkið í nýjustu sýningu hans en setur það allt um koll, sérstaklega í ljósi þess að eiginkona Arnolds, Delta (Kathryn Hahn) leikur einnig í sýningunni ásamt fyrrum elskhuga sínum, Seth (Rhys Ifans). Tilvera Arnolds skánar heldur ekki mikið þegar Joshua (Will Forte), rithöfundur leiksýningarinnar, bætist við hóp þeirra sem sér ekki sólina fyrir Isabellu, þrátt fyrir að hann sé sjálfur í ástarsambandi við bitra sálfræðinginn hennar, Jane (Jennifer Aniston).

:

Tónlist

The Very Best Of Eurovision: 60 ára afmælisútgáfa

Allir helstu Eurovisionsmellir síðustu 60 ára á tveimur geislaplötum.

:

Tónlist

Wilder Mind

Þriðja plata bresku sveitarinnar Mumford and Sons. Fylgir hún eftir hinni feikivinsælu Babel sem kom út fyrir þremur árum og fékk meðal annars Grammy og Britverðlaunin.

:

Bíó

Bakk

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

Myndinni Bakk er leikstýrt af þeim Gunnari Hanssyni og Davíð Óskari Ólafssyni. Gunnar Hansson, Víkingur Kristjánsson og Saga Garðarsdóttir fara með aðalhlutverk í myndinni en önnur helstu hlutverk eru í höndum Þorsteins Gunnarssonar, Ólafíu Hrannar Jónsdóttur, Þorsteins Bachmann, Hönnu Maríu Karlsdóttur, Hallgríms Ólafssonar, Halldóru Geirharðsdóttur og Jóhannesar Hauks Jóhannessonar.

Myndin segir frá tveimur æskuvinum sem ákveða að bakka hringinn í kringum Ísland til styrktar langveikum börnum. Faðir annars þeirra bakkaði hringinn í kringum landið árið 1981 til fjáröflunar fyrir Þroskahjálp og setti heimsmet í leiðinni. Þeir félagar ætla að slá það heimsmet og safna í leiðinni fyrir gott málefni. Hugmyndin hljómar spennandi í byrjun en fljótlega kemur í ljós að hún er ekki jafn góð og hún virtist í byrjun.

Mystery framleiðir myndina og tökumaður er Árni Filippusson.

:

Tónlist

Björgvin Halldórsson

Segja má að ferill Björgvin Halldórssonar sé einn sá glæsilegasti sem Íslendingur hefur átt í sögu dægurtónlistar hér á landi. Hann er sannkallaður fagmaður og hefur fyrir löngu skipað sér meðal fremstu manna íslenskrar tónlistarsögu. 

Nú er væntanleg frá kempunni ný gospelplata sem aðdáendur verða ekki sviknir af. Þetta er svo sannarlega ekki fyrsta gospelplata Björgvins, en árið 1993 gerði hann gospelplötuna Kom heim sem sló eftirminnilega í gegn með lögum á borð við Gullvagninn. Það er því óhætt að fullyrða að Björgvin hafi átt drjúgan þátt í að koma Gospeltónlistinni á kortið hérlendis. 

Platan kemur út í vor og hefur vaflaust að geyma smelli sem eiga eftir að hljóma úr viðtækjum landsmanna um ár og öld, líkt og aðrar perlur Björgvins. 

:

Tónlist

Forever Man

Öll bestu lög Eric Clapton á þremur plötum.

CD1 - Studio 1. Gotta Get Over 2. I’ve Got A Rock ‘N’ Roll Heart 3. Run Back To Your Side 4. Tears In Heaven 5. Call Me The Breeze 6. Forever Man 7. Believe In Life 8. Bad Love 9. My Father’s Eyes 10. Anyway The Wind Blows - with J.J. Cale 11. Travelin’ Alone 12. Change The World 13. Behind The Mask 14. It’s In The Way That You Use It 15. Pretending 16. Riding With The King - with B.B. King 17. Circus 18. Revolution

CD2 - Live 1. Badge 2. Sunshine Of Your Love 3. White Room 4. Wonderful Tonight 5. Worried Life Blues 6. Cocaine 7. Layla (Unplugged) 8. Nobody Knows You When You’re Down & Out (Unplugged) 9. Walkin’ Blues (Unplugged) 10. Them Changes - with Steve Winwood 11. Presence Of The Lord - with Steve Winwood 12. Hoochie Coochie Man 13. Goin’ Down Slow 14. Over The Rainbow

CD3 - Blues 1. Before You Accuse Me 2. Last Fair Deal Gone Down 3. Hold On, I’m Comin’ - with B.B. King 4. Terraplane Blues 5. It Hurts Me Too 6. Little Queen Of Spades 7. Third Degree 8. Motherless Child 9. Sportin’ Life Blues - with J.J. Cale 10. Ramblin’ On My Mind 11. Stop Breakin’ Down Blues 12. Everybody Oughta Make A Change 13. Sweet Home Chicago 14. If I Had Possession Over Judgement Day 15. Hard Times Blues 16. Got You On My mind 17. I’m Tore Down 18. Milkcow’s Calf Blues 19. Key To The Highway - with B.B. King

:

Bíó

Pitch Perfect 2

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

Stelpurnar í sönghópnum The Barden Bellas eru mættar aftur til leiks og að þessu sinni ætla söngfuglarnir að taka þátt í alþjóðlegri söngkeppni. Um mikla áskorun er að ræða þar sem bandarískt lið hefur aldrei unnið keppnina fyrr. 

Í aðalhlutverkum eru Anna Kendrick, Elizabeth Banks, Rebel Wilson, Brittany Snow og Hailee Steinfeld. 

:

Tölvuleikir

The Witcher 3: Wild Hunt

Hjarta Witcher 3 leiksins er stórbrotinn söguþráður þar sem ákvarðanir leikmanna skipta máli. Leikurinn skartar stórum og opnum heimi þar sem allt er mögulegt. Þessi lokakafli í ævintýrum Geralt of Rivia byggir á atburðum fyrri leikja, en er þó sjálfstæt framhald uppfullt af óvæntum uppákomum.

Leikurinn inniheldur:
Söguþráð sem mótast eftir ákvörðunum leikmanna.  Allt sem gert er í þessum stórbrotna heimi hefur áhrif. 

Leikmenn geta spilað leikinn í þeirri röð sem þeir kjósa, hvort heldur það séu minni verkefni eða önnur sem tengjast söguþræði leiksins.

Witcher 3 er sjálfstætt framhald hinna leikjanna og því auðvelt fyrir nýja leikmenn að detta inní þennan magnaða heim.


:

Bíó

Spooks

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

Íslandsvinurinn Kit Harington (Game of Thrones) fer með aðalhlutverkið í kvikmyndinni Spooks: The Greater Good. Þegar hryðjuverkamaður sleppur úr haldi við hefðbundna fangaflutninga gengur Will Crombie (Harington) til liðs við M15 leyniþjónustuna þar sem Harry Pearce (Peter Firth) er ræður ríkjum. Saman reyna þeir að ná í skottið á hryðjuverkamanninum áður en yfirvofandi hryðjuverkaógn verður að veruleika í London. 

Í öðrum aðalhlutverkum eru til dæmis Jennifer Ehle (Zero Dark Thirty) og Elyes Gable (Interstellar). 

:

Heimabíó

Bélier-fjölskyldan

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000316

Frumleg, fjörug, jákvæð, hressandi og mjög fyndin eru sannarlega réttu orðin til að lýsa þessari einstakleg askemmtilegu gamanmynd leikstjórans Erics Lartigau sem á m.a. að baki hinar rómuðu myndir Stóra myndin (L'homme qui voulait vivre sa vie) og Já (Prête-moi ta main). 


Í aðalhlutverki er 16 ára gömul stúlka, Louane Emera, sem vann hug og hjörtu franskra sjónvarpsáhorfenda í hæfileikakeppninni The Voice árið 2013 og sýnir hér og sannar að hún er ekki síðri leikkona en söngkona, en Bélier-fjölskyldan er hennar fyrsta mynd. Hér segir frá hinni 16 ára gömlu Paulu Bélier sem býr ásamt elskulegum foreldrum sínum og yngri bróður á ættaróðali fjölskyldunnar í fallegri sveit. 


Foreldrarnir og bróðirinn eru öll heyrnarlaus og eftir því sem árin hafa liðið hefur Paula sífellt orðið mikilvægari þýðandi fyrir fjölskylduna þar sem hún talar einnig táknmál. Dag einn uppgötvar nýr tónlistarkennari við skóla Paulu að hún hefur alveg stórkostlega fallega söngrödd og leggur til að hún fari til Parísar og láti reyna á hæfileika sína. Þetta kemur að sjálfsögðu róti á hug Paulu og ekki síður foreldra hennar og bróður, enda ljóst að ef hún fer verður skarð hennar á búgarðinum vandfyllt.

Myndin er sýnd með enskum texta. 


:

Heimabíó

Mr. Turner

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000306

Í myndinni er fylgst með síðasta aldarfjórðungnum í lífi breska listmálarans J.M.W. Turner (1775-1851), en Turner var sérvitringur mikill. Andlát föður hans fékk mikið á hann og markar þennan lokakafla í lífi málarans. Húshjálpin elskaði hann, en Turner tekur hana fyrir sjálfsagðan hlut og á það til að misnota sér ást hennar í kynferðislegum tilgangi. Hann stofnar til náinna kynna við konu sem býr við sjávarsíðuna og verður á endanum sambýliskona hans í Chelsea, þar sem hann deyr. Á meðan öllu þessu stendur ferðast Turner, málar, heimsækir aðalinn, hóruhús; er vinsæll meðlimur Konunglegu listaakademíunnar, lætur binda sig fastan við skipsmastur til að geta málað snjóstorm og er jafnt elskaður sem fyrirlitinn af almenningi og aðli. 


:

Heimabíó

Taken 3

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Allt

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000267

Bryan Mills (Liam Nesson) er mættur aftur til leiks og að þessu sinni er hann ranglega sakaður um morð. Allt leikur í lyndi á milli Mills og fyrrverandi konunnar hans, þegar hún er myrt hrottalega. Mills verður sturlaður af reiði og nýtir þjálfun sína til að finna morðingjann. Á meðan er hann hundeltur af snjöllum lögreglufulltrúa og snýr á jafnt CIA, FBI pg lögregluna í leit sinni af illvirkjunum. Mills þarf að notast við sérkunnáttu sína til að elta uppi morðingjana og vernda þá einu sem skiptir hann máli í lífinu - dóttur sína.  

Þetta er þriðja myndin í Taken flokknum, sem hefur notið gífurlegra vinsælda. Auk Neeson er Forest Withaker í stóru hlutverki í myndinni sem bráðskarpur lögreglufulltrúi ásamt góðkunningjum úr síðustu myndum. 

:

Heimabíó

The Wedding Ringer

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Allt

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000286

Doug Harris (Josh Gad) er að fara að gifta sig, en er í svolítilli klemmu því hann á nánast enga vini. Til að bjarga sér fyrir horn og reyna að forðast að verða sér til skammar leitar hann á náðir Jimmys Callahan (Kevin Hart), sem rekur fyrirtækið Best Man Inc., og sérhæfir sig í að verða vinalausum mönnum úti um þykjustuvini. Þannig sér Doug fyrir sér að slá ryki í augun á tengdafjölskyldunni og koma fyrir sem vinsæll og dáður drengur. Sjálfum þykir honum mesta furða að draumastúlkan hans, Gretchen, hafi yfir höfuð játast honum. VÞar sem Josh á enga vini óttast hann ekkert frekar en að tilvonandi tengdaforeldrum hans lítist ekkert á hann í væntanlegu brúðkaupi þeirra Gretchen. Hann leitar því á náðir Jimmys um að mæta í brúðkaupið sem svaramaður hans og besti vinur og helst að redda fleiri mönnum í vinahópinn. Og Jimmy tekur áskoruninni ...

12

:

Viðburður

Gabriel Iglesias

UPPSELT Á SKOTSTUNDU! Því miður er ekki hægt að bæta við aukasýningu.

Gabriel Iglesias er ekki feitur, hann er "fluffy" - að sögn móður sinnar. Grínistinn íturvaxni er einn af vinsælustu uppistöndurum Bandaríkjanna og selst jafnan upp á sýningarnar hans með hraði út um allan heim. Honum er jafnan lýst sem hnyttnum, rafmögnuðum og hæfileikaríkum skemmtikrafti og uppistandið hans stútfullt af sögum, paródíum, eftirhemum og hljóðum sem glæða persónulegan reynsluheim hans sprenghlægilegum húmor og lífi. 

Fyrstu tvær sýningar Gabriels, “Hot & Fluffy” og “I'm Not Fat…I'm Fluffy” voru gefnar út á DVD og hafa selst í rúmlega tveimur milljón eintaka. Hann hefur leikið í og talsett fjölda kvikmynda, meðal annars The Nut Job, The Book of Life, ásamt Zoe Saldana og Channing Tatum,  A Haunted House 2 og um þessar mundir er hann að leika í myndinni Magic Mike XXL ásamt Matthew McConaughey og Channing Tatum sem er væntanleg í sumar.

Gabriel hefur einnig komið fram í fjölmörgum spjallþáttum á borð við The Arsenio Hall Show, The Tonight Show með Jay Leno, hann hefur kíkt til Conans, Jimmy Kimmel, Craig Ferguson, Steve Harvey og svo mætti lengi telja. 

Íslendingar fá tækifæri til að berja þennan hnellna hnoðra augum í Hörpu þann 27. maí og láta hann velta sér um af hlátri! 

:

Bíó

Hrútar

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

Gummi og Kiddi eru bræður á sjötugsaldri sem búa hlið við hlið í afskekktum dal og leggja stund á sauðfjárrækt. Fjárstofn bræðranna þykir mjög merkilegur og eru þeir margverðlaunaðir fyrir hrútana sína. Bræðurnir hafa lengi eldað grátt silfur saman og hafa ekki talast við í um 40 ár.

:

Bíó

Spy

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

Susan Cooper (Melissa McCarthy) er hógvær starfsmaður CIA; hún vinnur við skrifborð í greiningardeildinni en er í rauninni hugmyndasmiðurinn á bak við hættulegustu verkefni stofnunarinnar. Þegar félagi hennar lendir í háska býðst hún til að fara í dulargervi, ganga inn í heim stórhættulegra vopnasala og freista þess að koma í veg fyrir að heimsmyndin eins og við þekkjum hana hrynji. 

Leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar er gamla kempan Paul Feig, en hann hefur skrifað handritið og leikstýrt hverjum gullmolanum á fætur öðrum í gegnum tíðina. Nefna má The Naked Gun 33 1/3: The Final Insult, That Thing You Do, Bad Teacher og Bridesmaids. Leikararnir eru heldur ekki af verri endanum því ásamt McCarthy eru þau Jason Statham, Rose Byrne og Jude Law í aðalhlutverkum. 

:

Tónlist

Drones

Ný plata með Muse.

:

Tónlist

Bang Gang

Óhætt er að fullyrða að nýrrar plötu frá Bang Gang hefur verið beðið með eftirvæntingu, en sjö ár eru síðan síðasta platan, Ghost from the Past, kom út og ellefu ár síðan Something´s Wrong kom út, en hún naut mikilla vinsælda út um allan heim. 

Í millitíðinni hefur Barði unnið að öðrum verkefnum á borð við Lady and Bird (ásamt frönsku söngkonunni Keren Ann), Starwalker (í samstarfi við Jean-Benoît Dunkel úr hljómsveitinni Air) og samið tónlist í fjölmargar kvikmyndir og heimildarmyndir. 

Lagið Out of Horizon af væntanlegri plötu er nú þegar komið í spilun og hefur fengið góðar viðtökur.

:

Bíó

Jurassic World

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

Tuttugu og tveimur árum eftir að atburðirnir skelfilegu áttu sér stað í Júragarðinum (1993) er á ný kominn upp risaeðlugarður á Isla Nublar eftirmynd hugarsmíðar Johns Hammond, sem kallast Jurassic World. Garðurinn hefur verið starfræktur í tíu ár og gestafjöldinn minnkar með hverjum mánuðinum. Til þess að laða gesti að er ný skepna sköpuð, en tilraunin fer vægast sagt úr böndunum. 

:

Bíó

Ópera: La Bohéme

Vinsælasta ópera allra tíma, eftir Puccini. Í beinni útsendingu frá The Royal Opera House í Háskólabíói. Einstakur viðburður. 

:

Bíó

The Longest Ride

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

Glæný mynd sem byggir á metsölubók Nicholasar Sparks, sem hefur skrifað gersemar á borð við The Notebook og Dear John. The Longest Ride hverfist um elskendur sem er ekki skapað nema að skilja. Luke er fyrrum meistari í ótemjureið sem hyggst endurheimta fyrri fræð og Sophia er háskólanemi sem er í þann veginn að landa draumastarfinu í listasenu New York borgar. Stefna parsins liggur í ólíkar áttir og sen reynir mikið á sambandið.

Sophia og Luke kynnast svo óvænt Ira, sem reynist örlagaríkt því sögur hans af áraatugalöngu eldheitu ástarsambandi þeirra hjóna blása unga parinu anda í brjóst. 

Ástarsögur tveggja kynslóða fléttast saman í myndinni sem fjallar öðru fremur um eilífa ást.

Hafðu samband

Hringdu í okkur

591 5100

Við svörum milli 09:00 og 17:00
alla virka daga.

Sendu fyrirspurn

Til að fyrirbyggja ruslpóst:

Fréttir & tilkynningar

Allt

A Second Chance er komin í bíó - 27.4.2015 Kvikmyndir

A Second Chance (En Chance Til) er nýja myndin frá Susanne Bier, dönsku leikstýrunni sem á að baki meistaraverk á borð við Hævnen, Brödre og Efter Brylluppet. Handritið er skrifað af Anders Thomas Jensen sem skrifað einnig allar ofangeindar kvikmyndir þannig að von er á góðu frá þessu magnaða teymi. Í aðhlutverkum eru Nikolaj Coster-Waldau (Games of Thrones), Ulrich Thomsen (Banshee) og Nikolaj Lie Kaas (Konan í búrinu).

Meira...

Jóhannes Haukur er mættur á Snappið! - 17.4.2015 Viðburðir

Jóhannes Haukur Jóhannesson stórleikari er mættur á Snapchat og ætlar að vera með reikninginn okkar í viku.Hver man ekki eftir Jóa í hlutverki Tóta í Svartur á leik en þar átti hann stórleik í einni vinsælustu íslensku kvikmynd allra tíma. Hann hefur einnig komið fram í Reykjavík Rotterdam, Fangavaktinni, Pressu, Noah, Algjör Sveppi og Gói bjargar málunum og nú síðast í glænýrri þáttaröð sem NBC sjónvapsstöðin framleiðir. Þættirnir heita A.D. The Bible Continues og fer Jói með eitt aðalhlutverkið í þessum þáttum. 

Meira...

Paul Blart: Mall Cop 2 frumsýnd á föstudaginn - 15.4.2015 Kvikmyndir

Paul Blart (Kevin James) er einstæður faðir sem fer að vinna sem öryggisvörður í verslunarmiðstöð til að sjá fyrir sér og dóttur sinni í myndinni Mall Cop sem naut mikilla vinsælda. Nú hefur öryggisvörðurinn knái, sem jafnan þeytist um á Segway tryllitæki eytt sex árum í að vernda verslunarmiðstöðvar borgarinnar og ætlar að taka sér verðskuldað frí.

Meira...

Austur frumsýnd á föstudaginn - 14.4.2015 Kvikmyndir

Myndin er innblásin af raunverulegum atburðum úr íslenskum undirheimum. Ungur maður á einnar nætur gaman með fyrrum unnustu og barnsmóður ofbeldisfulls glæpamanns sem er í mikilli neyslu. Hann er tekinn í gíslingu af gengi glæpamannsins með það fyrir augum að kúga út úr honum fé. Þegar þau áform verða að engu fer af stað atburðarás þar sem líf unga mannsins er í stórhættu. Meira...

The Second Best Exotic Marigold Hotel - 10.4.2015 Kvikmyndir

Það er bara eitt herbergi eftir laust á The Best Exotic Marigold Hotel og því ákveður hótelstjórinn, Sonny Kapoor, að opna annað hótel. Við tökum hér upp þráðinn þar sem frá var horfið í fyrri mynd. Allt er orðið fullt á Marigold-hótelinu og bara eitt herbergi eftir. Það er hins vegar von á tveimur gestum í viðbót og því ákveður hinn yfirmáta bjartsýni hótelstjóri Sonny Kapoor að opna bara nýtt hótel af sömu framkvæmdargleðinni og fékk hann til að opna það sem fyrir er þótt húsið væri langt frá því að vera tilbúið.

Meira...

Lag í spilun: Leya - 8.4.2015 Tónlist

Thorsteinn Einarsson er tvítugur og er frá Íslandi og Austurríki. Hann hefur búið í Austurríki frá því hann var 14 ára og erfði tónlistarhæfileikana frá föður sínum, óperusöngvaranum Einari Th. Guðmundssyni. Á sínum yngri árum hér á Íslandi tók hann sín fyrstu skref í tónlistinni með hljómseitinni "Skvís" og er til skondið myndband frá Stöð 2 þar sem hann er 11 ára gamall spurður að því hvort hann ætli að verða rokkstjarna og hann svarar: nei, ég ætla að verða goðsögn.

Meira...

Samba frumsýnd föstudaginn 3. apríl - 1.4.2015 Kvikmyndir

Nýja myndin frá leikstjórum Intouchables, sem sló rækilega í gegn um allan heim, þar á meðal hér á landi. Sú frábæra mynd endaði í 60 þúsund manna aðsókna hér á landi. Samba er stórskemmtileg og hugljúf gaman-drama mynd með hinum eina sanna Omar Sy úr Intouchables og hinni virtu og vinsælu Charlotte Gainsbourg.

Meira...

Ný sæti komin í alla sali í Smárabíói - 1.4.2015 Kvikmyndir

Nýju sætin í almennu sölunum heita Empire Lux. Þau eru klædd með svörtu Valencia Faux leðri. Þau eru með breiðari baki og sessum en eldri sætin og styðja sérstaklega vel við bakið á fólki. Sætin í Lúxus salnum heita Sun City Recliner. Þau eru einnig klædd með svörtu Valencia Faux leðri. Þau eru rafstýrð þannig að hver og einn getur fundið sína bestu stillingu. Þau eru með stærra borði en gömlu sætin okkar. 

Meira...