Arrival

Arrival

Masterminds

Masterminds

ScHoolboy Q

ScHoolboy Q

Jólagestir Björgvins 2016

Jólagestir Björgvins 2016

Joss Stone í Hörpu

Joss Stone í Hörpu


Nýtt frá Senu

:

Tölvuleikir

The Last Guardian

Nýjasti leikur framleiðanda Ico og Shadow of Colossus er loksins kominn á Playstation 4 og ber hann nafnið The Last Guardian. Hér fara leikmenn í hlutverk drengs sem þarf að ferðast um dularfullan heim fullan af hættum og óvæntum uppákomum. Með í för er risastórt fiðrað kvikindi sem hjálpar til við að tækla hættur og þrautir sem eru á hverju horni. The Last Guardian er stórbrotið ævintýri uppfullt af þrautum og hasar.


Leikurinn inniheldur

- Samspil tveggja persóna, drengurinn og fiðraða kvikindið Trico þurfa að vinna saman til að komast í gegnum leikinn.

- Einstök og gullfalleg veröld sveipuð miklum ævintýraljóma


Tegund: Ævintýraleikur
Kemur út á: PS4
PEGI aldurstakmark: 12+
Útgáfudagur: 26. október
Framleiðandi: Sony Interactive Entertainment
Útgefandi: Sena

:

Bíó

Battlefield 1

Í þessum nýjasta Battlefield leik er sögusviðið fyrri heimsstyrjöldin og þurfa leikmenn að taka þátt í hrikalegum bardögum. Allt frá því að berjast í borgarumhverfi í franskri borg sem hefur verið hernumin yfir í vel varið fjallavirki í ítölsku ölpunum eða brjálöðum bardögum í eyðimörkum Arabíu. Settu þig í stríðsástandið í mögnuðum söguþráð leiksins eða taktu þátt í stórbrotunum „multiplayer“ bardögum í á netinu þar sem allt að 64 geta spilað saman. Þú getur barist sem landgönguliði, leitt hersveit á hestum eða stýrt alls kyns farartækjum á landi, í lofti eða á sjó.


Leikurinn inniheldur

- Risastórir bardagar þar sem allt að 64 leikmenn geta tekið þátt gegnum netið.

- Fjölmörg farartæki sem leikmenn geta stýrt og þar á meðal risavaxin loftskip, lestar og margt fleira.

- Nýr „multiplayer“ möguleiki sem kallast „Operations“ þar sem leikmenn klára bardagann á nokkrum mismunandi borðum.


Tegund: Skotleikur
Kemur út á: PC, PS4, Xbox One
PEGI aldurstakmark: 18+
Útgáfudagur: 21.október
Framleiðandi: EA Games
Útgefandi: Sena

:

Bíó

Grimmd

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

Grimmd er íslensk spennumynd sem segir frá því þegar tvær ungar stelpur hverfa sporlaust af leikvelli í Árbænum. Stúlkurnar finnast látnar í Heiðmörk og í einbeittri rannsókn í leit að sökudólgum fléttast saman nokkrar sögur þegar hræðileg atriði í máli stúlknanna koma upp á yfirborðið. Þjóðfélagið fer á annan endann vegna málsins og reyndustu rannsóknarlögreglumenn landsins, þau Edda Davíðsdóttir og Jóhannes Schram, eru kölluð til. Þau eru bæði staðráðin í að leysa málið en þurfa að etja kappi við tímann þegar hvimleið atvik úr fortíðinni líta dagsins ljós og erfið rannsóknin flækist enn frekar.

:

Bíó

Tröll

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

Frá þeim sem færðu okkur Shrek kemur litríkasta teiknimyndaævintýri ársins. Lukkutröllin fagurhærðu eru mætt og leyfa okkur að líta inn í veröld fulla af litríkum, undursamlegum og ógleymanlega fyndnum verum. Við fáum að líta inn í líf drottningu lukkutröllanna, Poppí, sem tekur á móti öllu sem hana hendir með bjartsýni og söng, en hún þarf að taka höndum saman með hinum fúllynda Brans, sem býst ávallt við því versta og er reiðubúinn að takast á við hvað sem bjátar á. Við fáum einnig að sjá hina grátbroslega svartsýnu og ógurlegu bögga sem geta aðeins orðið ánægðir ef þeir fá tröll í matinn.

Í myndinni eru lög eftir Justin Timberlake en hann talar fyrir Brans og Anna Kendrick talar fyrir Poppí. Meðal íslenskra leikara eru Þórdís Björk Þorfinnsdóttir, Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Katrín H. Sigurðardóttir, Oddur Júlíusson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Sigurður Þór Óskarsson og Salka Sól. 

:

Bíó

Cosi Fan Tutte (Mozart - ópera)

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt
 • Kauphlekkur HO00000556

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000556

Hin stórkostlega kómedía Mozarts, Cosí fan tutte, verður sýnd í Háskólabíói í beinni frá Konunglega óperuhúsinu í London mánudaginn 17. október kl. 17:30. Þessi óperusmaragður lýsir eðli ástarinnar á ljómandi hátt í þessari glænýju uppsetningu í leikstjórn Jan Philipp Gloger. 


Þema verksins er „makaskipti“. Ópera Mozarts fjallar um söguna af tveimur trúlofuðum pörum sem lenda í þungri hringiðu þegar karlarnir reyna að fanga hjörtu unnustna hvor annars til að vinna veðmál. En gamanið gránar þegar „skóli ástarinnar“ kennir þeim torráðnar lexíur og veðmálið hefur alvarlegar afleiðingar í för með sér.


Nýja uppsetningin er sett á svið í leikhúsi en pörin tvö þykja mörkin milli þess að vera á sviði og vera baksviðs sífellt óljósari þegar á líður leikritið. Margir af frægustu söngvurum dagsins í dag leiða óperuna en hinn víðfrægi hljómsveitarstjóri Semyon Bychkov stýrir tónlist fyrir sviðsetningu á Cosí fan tutte í fyrsta sinn.


Tónlistarstjóri: Semyon Bychkov
Leikstjóri: Jan Philipp Gloger 
Tónlist: Wolfgang Amadeus Mozard
Sviðsmynd: Ben Baur
Búningahönnuður: Karin Jud
Lýsing: Bernd Purkabek
Dramatúrg: Katharina John

Lengd: 195 minutes með hléi

:

Bíó

Inferno

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

Óskarsverðlaunahafinn Ron Howard sest aftur í leikstjórastólinn og til að aðlaga enn eina metsölubók Dan Browns (Da Vinci Code) um ævintýri Robert Langdons (Tom Hanks). Nú tekur hann fyrir bókina Inferno, en þar rankar táknfræðingurinn nafnkunni við sér á ítölskum spítala og þarf skyndilega að leysa gátur tengdar miðaldaskáldinu Dante. Hann þjáist af minnisleysi og fær aðstoð frá lækni á spítalanum, Siennu Brooks (Felicity Jones), með von um að hún geti læknað minnisleysið. Saman etja þau kappi við tímann og ferðast um alla Evrópu til að stöðva vitfirring sem hyggst smita fjölda manns með veiru sem mun þurrka út helming mannkyns. 

:

Tölvuleikir

Skylanders Imaginators

Í þessum nýja Skylanders leik geta leikmenn búið til sínar eigin Skylanders hetjur með því að breyta útliti þeirra, kröftum, hæfileikum, frösum og fleiru. Auk þessa geta leikmenn notað alla Skylanders hetjurnar úr hinum leikjunum sem eru núna fleiri en 300 talsins. Í Skylanders Imaginators bætist svo við ný tegund manna, svokallaðir Senseis, en þeir eru hálfgerðir þjálfarar sem þjálfa þær hetjur sem leikmenn hafa búið til sjálfir. Leikurinn inniheldur glænýjan söguþráð, stútfullan af húmor og hasar.

Leikurinn inniheldur

- Leikmenn geta notað allar gömlu Skylanders hetjurnar í þessum nýja leik.

- Búðu til þína eigin hetjur og þjálfaðu þær upp með svokölluðum Senseis þjálfurum.

- Glænýr söguþráður og spilun.


Tegund: Hasarleikur
Kemur út á: PS3, PS4, Xbox 360, Xbox One, WiiU
PEGI aldurstakmark: 7+
Útgáfudagur: 14.október
Framleiðandi: Activision
Útgefandi: Sena

:

Tölvuleikir

Mafia III

Árið er 1968 og reglurnar hafa breyst. Eftir að hafa dvalið í nokkur ár í Víetnam hefur Lincoln Clay komist að því að manns raunverulega fjölskylda er ekki sú sem maður fæðist inn í heldur sú sem maður er tilbúinn að deyja fyrir. Nú er Lincoln kominn aftur heim til New Bordeaux (sem er endurgerð útgáfa af New Orleans) og er staðráðinn í að koma lífi sínu á réttan kjöl, en fortíðin gerir honum erfitt fyrir. Það mun því þurfa meira en góða vini til að lifa af í þessum nýja heimi. Hann þarf að taka þátt í skotbardögum, slagsmálum, bílaeltingaleikjum og samskiptum við hina ýmsu glæpaforingja.


Leikurinn inniheldur

- Leikurinn gerist í borginn New Bordeaux sem sækir innblástur sinn í New Orleans og er öll stemning leiksins í takt við það.

- Leikmenn stýra munaðarleysingjanum Lincoln Clay sem er í hefndarhug eftir að fósturfjölskylda hans er drepin.

- Leikmenn ráða hvernig þeir spila leikinn, allt frá því að skjóta á allt og alla yfir í að læðast um og klára málin á hljóðlátan máta.


Tegund: Hasarleikur
Kemur út á: PS4, Xbox One
PEGI aldurstakmark: 18+
Útgáfudagur: 7.október
Framleiðandi: Take 2
Útgefandi: Sena


:

Bíó

Middle School

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Allt

Rafe Katchadorian er þögull og hlédrégur unglingsstrákur með fjörugt ímyndunarafl. Hann er orðinn þreyttur á skólanum og þolir illa þau boð og bönn sem skólinn leggur fyrir nemendur sína. Rafe og besti vinur hans, Leo, setja sér það markmið að brjóta hverja einustu reglu í handbók skólans. Vandamálin sem fylgja þessu uppátæki eru óumflýjanleg.


Leikstjóri: Steve Carr
Handritshöfundar: Chris Bowman, Hubbel Palmer
Helstu leikarar: Lauren Graham, Isabela Moner, Adam Pally

:

Bíó

Heimili fröken Peregrine fyrir sérkennileg börn

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

Heimili fröken Peregrine fyrir sérkennileg börn byggir á samnefndri bók sem hefur notið mikilla vinsælda. Myndinni leikstýrir enginn annar en Tim Burton og stórleikarar á borð við Evu Green, Samuel L. Jackson, Judi Dench Rupert Everett og Chris O'Dowd eru í svo til hverju hlutverki. 

:

Bíó

The Magnificent Seven

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

Smábænum Rose Creek er stjórnað með harðri hendi af iðnjöfrinum Bartholomew Bogue. Íbúar bæjarins leita náðar og aðstoðar úr ólíklegustu átt og ráða til sín mislitan hóp útlaga, fjárglæframanna og annara misindismanna. Þegar nær dregur, og uppgjör málaliðanna við her Bogues er í nánd, átta þeir sig á því að þeir eru að berjast fyrir einhverju merkilegra en peningum. 

Leikstjóri myndarinnar, Antoine Fuqua, gerði Training Day sem Denzel Wasington og Ethan Hawke voru einnig í aðalhlutverkum í. Myndin er endurgerð af samnefndri mynd frá árinu 1960. Merkilegt nokk, þá sækir myndin frá 1960 sér innblástur til japanskrar samúræjamyndar frá 1954 sem kallast Seven Samurai. Sú staðreynd breytir því þó ekki að bandaríska kúrekaútgáfan varð einn vinsælasti vestrinn sem um getur og var samkvæmt Kvikmyndmiðstöð Bandaríkjanna valin til varðveitingar vegna menningarlegs og sögulegs samhengis.

:

Tónlist

Vögguvísur Yggdrasils

Metalhausarnir í Skálmöld bjóða hlustendum sínum að koma í hrífandi og áhugaverða ferð um heim norrænnar goðafræði á nýjustu plötu sinni, Vögguvísur Yggdrasils. Um er að ræða fimmtu plötu hljómsveitarinnar og sem fyrr er sótt í viskubrunn goðafræðinar. Þeir eru orðnir vel sjóaðir í textasmíðum um Óðinn og félaga en í þetta sinn skoða hljómsveitarmeðlimirnir þá níu heima sem finna má í norrænu goðafræðinni, allt frá Múspellsheimi (eldur) til Niflheima (ís) - en Askur Yggdrasils tengir alla níu heimana saman. Þessir heimar hafa að geyma hið fullkomna landslag fyrir nýja breiðskífu metaldrengjanna og tónlist þeirra sem einkennist af miklum melódíum, epískum víkingametal og myndrænum þjóðsögum.


Lagalisti  Bonus CD:
1. Múspell  1. Drink (Alestorm Cover) 
2. Niflheimur 2. Inní mér syngur vitleysingur (Sigur Rós Cover)
3. Niðavellir 3. Nattfödd (Finntroll Cover) 
4. Miðgarður 4. Lazer Eyes (Thor Cover)
5. Útgarður 5. Heljarreið afa
6. Álfheimur 6. Upprisa (Live)
7. Ásgarður 7. Hefnd (Live)
8. Helheimur 8. Dauði (Live)
9. Vanaheimur 

:

Tölvuleikir

FIFA 17

Í ár mun Fifa 17 algjörlega breyta því hvernig leikmenn hugsa og hreyfa sig inni á vellinum, hvernig þeir takast á við andstæðingana og útfæra sóknirnar. Leikurinn er keyrður áfram af Frostbite grafíkvélinni sem hefur hingað til verið notuð í leikjum á borð við Battlefield og Star Wars Battlefront, en með þessari öflugu grafíkvél munu leikmenn hreyfa sig á raunverulegri máta og bregðast betur við aðstæðum á vellinum. Ein stærsta breytingin í ár er svokallaður Journey möguleiki þar sem leikmenn geta farið í hlutverk Alex Hunter sem er ungur knattspyrnumaður. Spilarar fylgja honum eftir í gegnum ferilinn og takast á við alla þá sigra og töp sem einkenna feril knattspyrnumanna.

Leikurinn inniheldur

- Glæný grafíkvél sem sýnir flottari grafík, raunverulegri hreyfingar og meiri tilfinningar hjá leikmönnum.

- The Journey – nýr spilunarmöguleiki þar sem leikmenn fara í hlutverk Alex Hunter sem þarf að berjast í gegnum sinn feril sem ungur knattspyrnumaður.


Tegund: Fótboltaleikur
Kemur út á: PC, PS3, PS4, Xbox One, Xbox 360
PEGI aldurstakmark: 3+
Útgáfudagur: 29.09.2016
Framleiðandi: EA Sports
Útgefandi: Sena


:

Bíó

Michael Bublé - TOUR STOP 148

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt
 • Kauphlekkur HO00000580

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000580

Fáðu besta sætið á Michael Bublé TOUR STOP 148 tónleikunum! Tónleikarnir verða teknir upp fyrir hvíta tjaldið og 5.1 surround hljóðkerfi og sýndir um allan heim, þar á meðal í Háskólabíói, sunnudaginn 25. september. 

Bublé býður áhorfendum með sér í sannkallaða tónlistarveislu en hann ætlar að flytja lög á borð við Home, Haven't Met You Yet, Cry Me A River og Feelin' Good. Milli þess að hann hrífur áhorfendur með tónlistarflutningi sínum verða sýndar klippur sem teymið hans hefur unnið að bak við tjöldin meðan á tónleikaferðalaginu stóð. Þetta efni hefur aldrei verið sýnt áður og þess að auki verður sérstakt 15 mínútna kynningarmyndband með Michael Bublé sem verður eingöngu sýnt í kvikmyndahúsunum. 

Áhorfendur fá að sjá allt sem tónleikagestir fá ekki; hið dygga fólk sem vinnur að Bublé tónleikum. Hér verða tæknimenn, rótarar, gæslumenn, stílistar, sviðsmenn, umboðsmenn og auðvitað Bublé sjálfur, með húmor sinn og sjarma, bæði á sviði og bak við tjöldin. Ekki missa af þessu einstaka tækifæri!

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Bublé býður kvikmyndahúsum að sýna tónleikana sína en í fyrra horfðu yfir 2 milljónir aðdáenda hans á hann í kvikmyndahúsunum í tilefni af To Be Loved tónleikaferðalaginu. 

:

Bíó

Don't Breathe

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt
 • Kauphlekkur HO00000582

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000582

Rocky er ung kona sem þráir betra líf fyrir sig og systur sína. Hún samþykkir að taka þátt í innbroti með kærastanum sínum, Money, og vini þeirra, Alex, þar sem þeim er sett það verkefni að ræna hús í eigu blinds manns. Þegar þau komast að því að blindi maðurinn er ekki allur það sem hann er séður verða þau að finna leið út úr húsinu, annars er voðinn vís.

:

Tölvuleikir

NBA 2k17

NBA 2K serían er þekkt sem einhver raunverulegasta leikjasería allra tíma í flokki íþróttaleikja. NBA 2K16 leikurinn sló öll met og nú mun NBA 2K17 halda áfram merkjum seríunnar á lofti og bjóða upp á enn fleiri möguleika, flottari grafík, fleiri lið og þar á meðal sjálft draumalið Bandaríkjanna frá árinu 1992, en þar á meðal er Charles Barkley.


Leikurinn inniheldur:

 • - Mikla uppfærslu á „MyLEAGUE“ möguleikanum þar sem þú getur fært lið á milli borga og búið til þín eigin lið.
 • - „Story mode“ leiksins hefur verið tekið í gegn.
 • - Möguleikinn til að skanna inn andlit sitt inní leikinn er mun fullkomnara.


Tegund: Körfuboltaleikur
Kemur út á: PC, PS3, PS4, Xbox One
PEGI aldurstakmark: 3+
Útgáfudagur: 16.september
Framleiðandi: 2K Sports
Útgefandi: Sena


Væntanlegt frá Senu

:

Bíó

American Pastoral

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

Myndin á sér stað í Bandaríkjunum eftir stríð. Seymor þarf að horfa upp á sitt fullkomna líf sundrast þegar dóttir hans gengur til liðs við hættulega stjórnmálahreyfingu. Stórleikarinn Ewan McGregor sest nú einnig í leikstjórastólinn í fyrsta sinn ásamt því að leika aðalhlutverkið. Helstu samleikarar hans eru Dakota Fanning, Jennifer Connelly, Rupert Evans og Valorie Curry.


Leikstjóri: Ewan McGregor
Handritshöfundar: John Romano (handrit), Philip Roth (skáldsaga)
Helstu leikarar: Jennifer Connelly, Dakota Fanning og Uzo Aduba :

Bíó

Desierto

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Allt

Hópur af ónefndum körlum og konum eru vongóð um að komast yfir landamærin frá Mexíkó til Bandaríkjanna til að eignast betra líf. Von þeirra deyr fljótt þegar þau komast í kast við vitfirrtan mann sem hefur ákveðið að taka landamæraeftirlitið í sínar eigin hendur.


Leikstjóri: Jonás Cuarón

Handritshöfundar:Jonás Cuarón, Mateo Garcia

Helstu leikarar: Gael García Bernal, Jeffrey Dean Morgan, Alondra Hidalgo 


:

Tónlist

Island Songs

Tónskáldið Ólafur Arnalds og leikstjórinn Baldvin Z hafa sameinað krafta sína og vinna að tónlistar- og myndbandsverkefninu Island Songs. Í sjö vikur sumarið 2016 munu Ólafur og Baldvin ferðast um Ísland, ásamt hljóðfæraleikurum og tökufólki, og rannsaka hvernig íslensk náttúra og menning hafa áhrif á tónsköpun. 

Ísland er þekkt fyrir fjölda tónlistarmanna miðað við höfðatölu og Ólafur og Baldvin vilja kanna hvort Ísland sé áhrifavaldurinn. Þeir kanna fjörlegt líf íslenskra tónlistarmanna og –kvenna og veita áhugasömum aðgang að verki þeirra sem birtist í bæði hljóði og mynd samtímis. Ólafur mun heimsækja ýmsa listamenn og vinna með þeim á heimaslóðum þeirra og skapa með þeim tónlist. Hver einasti listamaður sem kemur að verkefninu hefur sína sögu að segja og tjáir sig á sinn einstaka hátt. Listamennirnir eiga sér allir mismunandi bakgrunn og koma frá mismunandi bæjarfélögum. Þeir samanstanda meðal annars af söngvurum, frægum rokkgrúppum, kirkjuorgelleikurum. 

Saman gera þeir verkefnið fjölbreytt og þar sem verkefnið er sýnt í beinni mun það halda áfram að þróast næstu sjö vikurnar. 

Nýtt lag kemur út á hverjum mánudegi og má nálgast efnið á Apple Music, Spotify and Vevo/YouTube. 

Að loknu ferðalaginu mun Baldvin Z búa til klukkustundarlanga kvikmynd um samstarf Ólafs og listamannanna. Þar má finna upptökur af lögunum ásamt samtölum um tónlist, sögu og listamennina en saman dregur hún upp sterka mynd af tónlistarmenningu landsins.

:

Bíó

Masterminds

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

David Ghantt er næturvörður sem vinnur hjá fyrirtæki sem sérhæfir sig í brynvörðum bílum í suðurríkjum Bandaríkjanna. Líf hans er tilbreytingarlaust, hann keyrir um göturnar, dag eftir dag, með milljarða af peningum annarra manna og sér enga undankomuleið frá þessu leiðindalífi. Hann er hrifinn af samstarfsaðila sínum, Kelly Campbell, sem fær hann til að taka þátt í ótrúlegu ævintýri sem honum sjálfum hefði aldrei getað dottið í hug: Þau, ásamt hópi af vitgrönnum glæpamönnum, ákveða að skipuleggja eitt stærsta bankarán sögunnar.

Stórkostlegur hópur leikara heldur myndinni gangandi en þar má meðal annars nefna Zach Galifianakis, Kristen Wiig, Kate McKinnon, Leslie Jones, Owen Wilson og Jason Sudeikis.

:

Tölvuleikir

Titanfall 2

Í Titanfall 2 sameinast maður og vél sem aldrei fyrr, en að þessu sinni inniheldur leikurinn hasarfullan söguþráð sem gefur leikmönnum meiri dýpt í leikinn og meiri skilning á söguheimi Titanfall. Ofan á það leggst fullkomin netspilun þar sem fjöldi leikmanna geta barist saman og nýtt sér hæfileika vélmennanna til að ná sigri.

Leikurinn inniheldur

·       Einstök upplifun hvort heldur að þú stýrir venjulegum hermanni eða risavöxnum vélmennum.

·       Einstakur söguþráður þar sem leikmenn fara í fótspor hermanns sem langar að komast á þann stall að geta stýrt risavöxnum vélmennum.

·       Sex ný vélmenni líta dagsins ljós í netspilun leiksins sem hefur aldrei verið fjölbreyttari.


Tegund: Skotleikur
Kemur út á: PC, PS4, Xbox One
PEGI aldurstakmark: 16+
Útgáfudagur: 28. október
Framleiðandi: EA Games
Útgefandi: Sena


:

Viðburðir

Joss Stone í Hörpu

Þessi stórkostlega söngkona, Grammy og Brit verðlaunahafi, er á leiðinni til Íslands ásamt magnaðri hljómsveit og heldur glæsilega tónleika í Eldborg, þann 30. október. Það er engin önnur en okkar eina sanna Greta Salóme sem hitar upp.

Stone hefur verið á bólakafi í tónlist allt sitt líf. Hún vann hæfileikakeppnina A Star for a Night á BBC aðeins 13 ára gömul og samdi við eitt stærsta útgáfufyrirtæki heims 15 ára. Hún hefur selt yfir 12 milljón plötur á heimsvísu og velgengi hennar hefur rutt brautina fyrir nýja kynslóð af breskum sálarsöngkonum.

Frumsmíðin, The Soul Sessions, kom út árið 2003 og sló í gegn. Næsta plata, Mind Body & Soul, innihélt risasmellinn You Had Me. Síðan þá hefur hún rakað til sín tilnefningum og verðlaunum um allan heim og m.a. unnið til tveggja BRIT verðlauna og GRAMMY verðlaun. 

Joss Stone hefur komið fram með fjölmörgum goðsögnum og súperstjörnum, svo sem Rod Steward, James Brown, Van Morrison, Jeff Beck, Robbie Williams, LeAnn Rimes, Lauryn Hill, Blondie og Ricky Martin. Og hún var í hljómsveitinni Superheavy ásamt Mick Jagger. Hún þreytti frumraun sína á leiklistarviðinu árið 2006 í ævintýramyndinni Eragon og lék í kjölfarið í þáttaröðinni The Tudors á Showtime. 

Nýja platan, Water for Your Soul, sýnir þroskaferli listakonunnar en þar slær hún reggí-taktinn með dáleiðandi áhrifum hip hops og framandi R‘n‘B blöndu.

Á tónleikunum í Hörpu mun Stone flytja lög af nýju plötunni í bland við helstu smelli. Ljóst er að hér er um einstakan tónlistarviðburð að ræða.

Miðasala er á Harpa.is, í miðasölu Hörpu og í síma 528-5050.

:

Bíó

Anastasia (Macmillan - ballett)

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt
 • Kauphlekkur HO00000557

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000557

Anastasia er áhrifamikill og hrífandi ballett í fullri lengd eftir Kenneth MacMillan sem sýndur verður í beinni útsendingu frá Hinu konunglega óperuhúsi í London kl. 19:00 þann 2. nóvember. Ballettinn er byggður á sögunni um rússnesku hertogaynjuna Anastasiu Nikolaevna. Þökk sé vandaðri sviðsmynd og fallegum búningum í hönnun Bobs Crowleys fá áhorfendur bæði að kíkja í hjarta rússnesku krúnunnar og í vægðarlaust hugarhvel hinna sálsjúku.

Þetta er í fyrsta sinn í rúman áratug sem Konunglegi ballettinn tekur verkið fyrir og hefur kunnugum dönsurum verið skipað í hlutverkin; rússneska stjarnan Natalia Osipove fer með titilhlutverkið, Marianela Nuñez dansar fyrir Kschessinksu, Federico Bonelli er félagi hennar, Edward Watson er eiginmaðurinn og Thiago Soares dansar fyrir hinn illkvittna Rasputin.

Hin unga hertogaynja, Anastasia, horfir á fjölskyldu sína, Romanov ættina, þjást þegar henni er steypt úr valdastóli í Rússlandi sem nú einkennist af stríði og byltingu. Árin líða og sjúklingur á geðveikrahæli einu, Anna Anderson, berst við slæmar martraðir úr fortíð sinni. Mörkin milli þess sanna og þess ósanna verða sífellt óljósari en fullvissa hennar um sitt sanna nafn hjálpar henni að lifa af í ógnvekjandi veruleika sínum. Ballettinn er í þremur pörtum en áhorfendur fá sjálfir að gera það upp við sig hvort sögusagnir Önnu Anderson séu sannar eður ei.

 

:

Tölvuleikir

Call of Duty: Infinite Warfare

Það er eitthvað fyrir alla í Call of Duty: Infinite Warfare. Leikurinn inniheldur þrjá mismunandi spilunarmöguleika: Söguþráð, netspilun og Zombies. Í leiknum er innihaldsríkur söguþráður sem gerist í aðstæðum sem eru ólíkar því sem við höfum áður séð í Call of Duty leikjunum. Leikmenn munu taka þátt í klassískri stríðssögu þar sem risastórir bardagar eru í fyrirrúmi. Bardagar mannkynsins hafa dreift sér um allt sólkerfið og þurfa leikmenn að fara á hina ýmsu staði til að berjast. Í netspilunarhluta leiksins eru margar nýjungar og ljóst að þessi nýi Call of Duty leikur sé sá dýpsti og fullkomnasti hingað til.


Leikurinn inniheldur

·       Þrír mismunandi spilunarmöguleikar

·       Zombie hlutinn inniheldur fjölmargar nýjungar

·       Nýir óvinir sem ætla sér yfirráð yfir sólkerfinu


Tegund: Skotleikur
Kemur út á: PC, PS4, Xbox One
PEGI aldurstakmark: 18+
Útgáfudagur: 4. nóvember
Framleiðandi: Activision
Útgefandi: Sena

:

Bíó

Arrival

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

Þegar dularfull geimskip lenda víðsvegar um jörðina setja jarðarbúar saman teymi af fólki til að rannsaka hvað sé um að vera. Málvísindakonan Louise Banks er forsprakki hópsins sem þarf að etja kapp við tímann og finna svör við þeim ráðgátum sem fylgja geimskipunum á sama tíma og þjóðir jarðarinnar standa á barmi heimstyrjaldar. Louise þarf að taka áhættu sem stofnar ekki aðeins hennar lífi í hættu heldur gjörvöllu mannkyninu.

Myndin er með 8,0 í meðaleinkunn á Metacritic. Á Imdb.com er hún með 8,5 í einkunn frá tæplega fimmtán hundruð almennum notendum og eru þeir ófáir sem kalla hana „meistaraverk“. Það er því ljóst að þeir sem kunna að meta vísindaskáldsögur eiga gott eitt í vændum.

Arrival er byggð á margverðlaunaðri og stórsnjallri smásögu eftir bandaríska rithöfundinn Ted Chiang, Story of Your Life. Arrival er eftir kanadíska meistaraleikstjórann Denis Villeneuve sem gerði m.a. myndirnar PrisonersIncendies og núna síðast Sicario. Myndin er þegar orðin umtöluð sem ein besta mynd ársins og spá margir því þegar að hún muni sópa að sér verðlaunatilnefningum. Eins og í fyrri myndum Denis Villeneuve semur Jóhann Jóhannsson tónlistina í Arrival og það má nánast öruggt telja að fyrir hana verði hann tilnefndur til Óskarsverðlauna, þriðja árið í röð.

:

Tölvuleikir

Gran Turismo Sport

Ein söluhæsta sería bílaleikja er mætt aftur og nú á PlayStation 4. Leikmenn fá hér aðgang að hröðustu og eftirsóknarverðustu bílum jarðarinnar og upplifa í þeim einstakan hraða án takmarka. Í Gran Turismo Sport geta leikmenn spilað einir og sér eða í fjölmörgum netspilunarmöguleikum leiksins. Í leiknum eru 137 öflugustu bílar heimsins og hafa þeir allir verið byggðir frá grunni fyrir þessa nýju útgáfu Gran Turismo. Leikurinn keyrir á nýrri grafíkvél sem tryggir raunverulegri stýringu á bílunum, flottari grafík og dýpri upplifun en áður.


Leikurinn inniheldur

·       137 bíla sem eru með þeim eftirsóttustu um allan heim, auk fjölmargra bíla sem eru á þróunarstigi.

·       Fjölmargar brautir og þar á meðal Tokyo Expressway, Nurburgring og Northern Isle Speedway


Tegund: Bílaleikur
Kemur út á: PS4
PEGI aldurstakmark: 3+
Útgáfudagur: 16. nóvember
Framleiðandi: Sony Interactive Entertainment
Útgefandi: Sena

:

Bíó

Flöskuskeyti frá P

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

Flöskuskeyti frá P er þriðja myndin sem gerð er eftir bókum danska glæpasöguhöfundarins Jussis Adler-Olsen, en sú fyrsta, Konan í búrinu, var frumsýnd fyrir þremur árum og sú seinni, Veiðimennirnir, í fyrra. Báðar fengu þessar myndir afbragðsdóma og mikla aðsókn og t.a.m. sló Veiðimennirnir aðsóknarmet í dönskum kvikmyndahúsum. Það met hefur nú verið slegið á ný af þessari mynd, Flöskuskeyti frá P, sem er nú aðsóknarmesta danska mynd á opnunarhelgi með 154.215 miða selda á þremur dögum.

Sem fyrr fara þeir Nikolaj Lie Kaas og Fares Fares með hlutverk þeirra Carls Mørck og Assads, en þeir vinna í svokallaðri Q-deild lögreglunnar við að flokka gömul óleyst sakamál. Í þetta sinn opna þeir mál um börn sem hurfu sporlaust fyrir fjórtán árum þegar skilaboð frá öðru barni finnast, skrifuð með blóði og um leið örvæntingarfullt ákall um hjálp. Þeir Carl og Assad tengja þessi mál saman og eru þar með komnir á spor fjöldamorðingja sem enn gengur laus og liðugur, e.t.v. með enn meira á samviskunni ...

Leikstjóri myndarinnar, hinn norski Hans Petter Moland, hefur hlotið ótal verðlaun og viðurkenningar fyrir myndir sínar í gegnum árin en af þeim má t.d. nefna Aberdeen, The Beautiful Country, En ganske snill mann og Kraftidioten sem hann sendi frá sér árið 2014.

Jussi Adler-Olsen hefur nú sent frá sér fimm bækur um þá Carl Mørck og Assad og má fastlega búast við að hinar tvær, Stúlkan í trénu og Marco-áhrifin, verði líka kvikmyndaðar. Þess má geta að Jussi hefur sagst ætla að skrifa í allt tíu bækur um þá félaga.

:

Bíó

Jól með André Rieu 19. nóvember

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt
 • Kauphlekkur HO00000564

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000564

Jól með André, hátíðarfögnuður sem inniheldur 80 mínútna jólatónleika þar sem heyra má lögin Hallelujah, Jingle Bells, White Christmas, Amazing Grace auk fjölda annarra!

Aðdáendum Andrés er boðið í heimabæ hans að sjá vinalega tónleika í Maastricht sem sýndir verða í Háskólabíói. André mun leika öll bestu jólalögin og taka þátt í viðtali, stjórnað af Charlotte Hawkins, þar sem áhorfendur geta spurt úr fiðlumeistarann spjörunum úr!

Laugardaginn 19. Nóvember kl. 17:00

:

Bíó

Lion

Lion fjallar um hinn fimm ára gamla Saroo sem týnist í lest á leið í burtu frá heimili sínu. Hann er bæði hræddur, þúsundir kílómetra í burtu frá fjölskyldu sinni og ráðvilltur á götum Kolkataborgar. Honum tekst að lifa af margar hremmingar, heimilislaus á götunni, áður en hann fær pláss á munaðarleysingjahæli, sem er þó ekki öruggasti staðurinn til að vera á. Að lokum er Saroo ættleiddur af áströlsku pari sem taka á móti honum með ást og umhyggju. Hann bælir niður minningar sínar úr fortíðinni og vonina um að finna móður sína og bróður á ný af ótta við að særa tilfinningar nýju foreldra sinna. En þegar hann hittir nokkra Indverja fyrir tilviljun vaknar þráin á ný. Fáar æskuminningar sitja eftir í huga hans en með hjálp nýrrar tækni sem kallast Google Earth leggur hann af stað í leitina að nálinni í heystakkinum. 

Myndin er byggð á bókinni The Long Way Home sem Saroo skrifaði sjálfur eftir reynslu sína en hún vakti mjög mikla athygli og umtal í Ástralíu og á Indlandi. Með þessari mynd er ótrúleg saga hans nú óðum að verða flestum í öðrum heimshlutum kunn. Lion  hefur að undanförnu verið sýnd á kvikmyndahátíðum og hlotið góða dóma gagnrýnenda og áhorfenda. Hún þykir ákaflega vel gerð og leikin og alveg gríðarlega áhrifamikil á allan hátt.

Myndin er að öllu leyti tekin þar sem sagan gerist, þ.e. í Ástralíu og Tasmaníu og við staði á Indlandi sem leit Saroos leiddi hann til.


:

Bíó

Underworld: Blood Wars

Vampire death dealer, Selene (Kate Beckinsale) fights to end the eternal war between the Lycan clan and the Vampire faction that betrayed her.

:

Bíó

Jól með André Rieu 3. desember

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt
 • Kauphlekkur HO00000564

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000564

Jól með André, hátíðarfögnuður sem inniheldur 80 mínútna jólatónleika þar sem heyra má lögin Hallelujah, Jingle Bells, White Christmas, Amazing Grace auk fjölda annarra!

Aðdáendum Andrés er boðið í heimabæ hans að sjá vinalega tónleika í Maastricht sem sýndir verða í Háskólabíói. André mun leika öll bestu jólalögin og taka þátt í viðtali, stjórnað af Charlotte Hawkins, þar sem áhorfendur geta spurt úr fiðlumeistarann spjörunum úr!

Laugardaginn 3. desember 2016.

:

Viðburðir

Eddie Izzard í Hörpu

Eddie Izzard snýr aftur til Íslands 6. desember með sýninguna FORCE MAJEURE: RELOADED! Hann kom með viku fyrirvara til Íslands í mars í fyrra og þá seldist upp á örskotstundu og miklu færri komust að en vildu.

Eddie Izzard hefur ferðast um allan heiminn og átt ótrúlegu fylgi að fagna! FORCE MAJEURE er umfangsmesti uppistandstúr sem um getur en Eddie hefur flutt efni sitt á þremur tungumálum og komið fram í fleiri en 28 löndum!

Eddie er maðurinn sem gerði bull og vitleysu að listformi. Hann var fyrstur allra til að flytja uppistand einn síns liðs á hinum sögufræga stað í Los Angeles; Hollywood Bowl. Hann er þekktur úr hinum ýmsu kvikmyndum og þáttaröðum og auk þess hefur hann komið fram á Madison Square Garden, West End í London og fjölda annarra frábærra staða - og nú heimsækir hann Hörpu í annað sinn! 

Ísland er eitt örfárra Evrópulanda sem hlotnast sá heiður að fá þennan bráðfyndna uppistandara til að flytja FORCE MAJEURE: RELOADED!

Sala er hafin á Harpa.is og í miðasölu Hörpu.

:

Bíó

Hnotubrjóturinn (Wright - ballett)

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt
 • Kauphlekkur HO00000558

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000558

The Royal Ballet

Wright

HNOTUBRJÓTURINN

Danshöfundur: Peter Wright after Lev Ivanov

Lengd: 135 minutes

:

Viðburðir

Jólagestir Björgvins 2016

SALA ER HAFIN Á TIX.IS
KL. 16: ÖRFÁIR EFTIR Í A+ OG C SVÆÐI
KL. 21: UPPSELT Í A+ OG C SVÆÐI


Jólagestir Björgvins verða haldnir í tíunda sinn þann 10. desember 2016 í Laugardalshöll, kl. 16 og 21. Að vanda verður gestalistinn ekki af verri endanum, en að þessu sinni stíga eftirtaldir á svið og syngja inn jólin: 

Björgvin Halldórsson 
Ágústa Eva 
Eyþór Ingi Gunnlaugsson 
Friðrik Dór 
Gissur Páll Gissurarson 
Jóhanna Guðrún 
Ragga Gísla 
Svala Björgvins

Sérstakur gestur er Thorsteinn Einarsson, ungur Íslendingur sem er að slá í gegn erlendis þessa dagana og Jólastjarnan verður að sjálfsögðu á sínum stað auk þess sem áhorfendur geta valið lag í Lagavalskeppni Bylgjunnar.

Dagtónleikar eru kl. 16 og nú er ódýrara á þá en kvöldtónleikana, sem eru kl. 21.

Sérstakir VIP pakkar eru í boði í fyrsta skipti í mjög takmörkuðu magni.

Allt um verðsvæðin og VIP pakkann hér.

:

Viðburðir

Jól með Sissel

UPPSELT Á ÞRENNA TÓNLEIKA 11. OG 12. DESEMBER
FÁIR MIÐAR EFTIR Á ÞÁ FJÓRÐU (12. DES. KL. 18)
ATHUGIÐ: EKKI ER HÆGT AÐ BÆTA VIÐ FLEIRI TÓNLEIKUM


Sissel Kyrkjebø er ein skærasta söngstjarna Norðurlandanna og hefur selt upp á hverja tónleikana á fætur öðrum, árum saman. Það er okkur mikil ánægja að tilkynna um komu Sissel til Íslands, en hún verður með glæsilega jólatónleika í Eldborg, Hörpu, sunnudaginn 11. desember og mánudaginn 12. desember.

Sissel hefur fyrir löngu síðan sungið sig inn í hugi og hjörtu landsmanna, en hún hefur í þrígang komið fram á tónleikum hér á landi og færri komist að en vildu í öll skiptin.

Að þessu sinni slást tónlistarmenn á heimsmælikvarða með í för, sem hafa margir hverjir unnið með mörgum af helstu stjörnum heims, þeirra á meðal eru Wayne Hernandez (Tina Turner, Tori Amos, Madonna, Yusuf Islam) Sam White (Duran Duran, David Gray, Annie Lennox) og Phebe Edwards (Rod Stewart, Westlife, Adele, Donna Summer, James Brown, Jessie J.).

Þegar Sissel kom fram á sínum fyrstu tónleikum á Íslandi árið 2012 fékk hún ungan dreng til að taka með sér lagið Pie Jesu. Þessi ungi drengjasópran heitir Ari Ólafsson. Í dag er hann 18 ára og ætlar að stíga á svið með Sissel í annað sinn. Rödd Ara hefur fullorðnast síðan þá og er hann nú orðinn himneskur tenór. Hann verður gestasöngvari á tónleikum Sissel og mun taka með henni dúettinn The Prayer.

Það má því búast við einstaklega vönduðum og skemmtilegum tónleikunum, en að þessu sinni verða flutt kraftmikil og sálarskotin dægurlög ásamt gömlu, góðu og klassísku jólalögunum sem lokka fram jólastemninguna ár eftir ár. 

Nýju tónleikarnir eru 12. desember kl. 18. Sala á þá hefst á fimmtudaginn kl. 10 á Harpa.is og í miðasölu Hörpu. Póstlistaforsala Senu Live fer fram daginn áður og hefst kl. 10. Fá þá allir sem eru skráðir á póstlista Senu Live sendan póst með tengli sem gerir þeim kleift að tryggja sér miða samstundis, heilum degi áður en almenn sala hefst. Hægt er að skrá sig á listann hér.

:

Viðburðir

ScHoolboy Q

MIÐASALA HEFST Á TIX.IS 27. OKTÓBER KL. 10:00
PÓSTLISTAFORSALA SENU LIVE HEFST EINUM DEGI FYRR
SKRÁNING Á PÓSTLISTANN HÉR


ScHoolboy Q  heldur tónleika í Valshöllinni laugardaginn 17. desember! Hinn 29 ára gamli hip hop artisti frá L.A. vakti verðskuldaða athygli þegar hann gaf út Habits & Contradictions árið 2012 sem innihélt lagið There He Go en vinsældir hans blésu út árið 2014 eftir útgáfu plötunnar Oxymoron. Hún fór beint í fyrsta sæti Billboard 200 í Bandaríkjunum og inniheldur hittara á borð við Studio, Break the Bank, Collard Greens og Man of the Year.

Fyrr á þessu ári gaf hann út plötuna Blank Face LP og inniheldur hún m.a. lagið THat Part sem gert var í samstarfi við Kanye West, en þetta lag hefur gert ScHoolboy Q að einum vinsælasta rappara dagsins í dag. Lagið fór á helstu topplista á Vesturlöndum og endaði tvisvar inni á Billboard listanum í sumar og sat þar samanlagt í 17 vikur!

Tveir af heitustu tónlistarmönnum þjóðarinnar þessa dagana hafa verið valdir til að hita upp. Þetta eru engir aðrir en Emmsjé Gauti og Aron Can og því deginum ljósara að hér er um einstaka hip hip veislu að ræða og greinilega ógleymanlegt kvöld í uppsiglingu.

Húsið opnar: 21:00
Tónleikar hefjast: 22:00

Alls eru um 2.500 standandi miðar í boði og kostar miðinn eingöngu 8.990 kr. 

Að auki verða í boði 50 VIP miðar á 14.990 kr. í sérstaka VIP stúku en opinn bar í þeirri stúku á meðan tónleikum stendur er innifalinn í miðaverði. (Eingöngu þeir sem eru 20 ára og eldri mega kaupa VIP miða.)

EKKERT ALDURSTAKMARK ER Á TÓNLEIKANA SJÁLFA
Áfengi verður eingöngu selt á afmörkuðum svæðum og er 20 ára aldurstakmark inn á þau svæði. Skilríkja krafist.

:

Bíó

Passengers

Aurora (Jennifer Lawrence) og Jim (Chris Pratt) eru farþegar um borð í geimskipi sem er að flytja þau til annarra plánetu þar sem þau munu hefja nýtt líf. Skyndilega vakna þau í svefnhylkjunum, 90 árum á undan áætlun. Meðan Jim og Aurora reyna að komast að því hvers vegna þessi bilun átti sér stað falla hugir þeirra saman og þau byrja óneitanlega að hrífast hvort að öðru ... en ástum þeirra er ógnað af yfirvofandi bilun í skipinu og sannleikanum á bak við ótímabæra vakningu þeirra. 

Með aðalhlutverk fara Jennifer Lawrence, Chris Pratt, Michael Sheen, Laurence Fishburne og Andy Garcia.

:

Bíó

Sing

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

Kóalabjörn einn hefur verið að reyna sig við í skemmtanabransanum með mismiklum árangri. Dag einn ákveður hann, ásamt hárprúðum jarmandi félaga sínum, að taka við rekstri á eldgömlu leikhússrými. Hann gerir sér vonir um að fá fleiri áhorfendur til að mæta og ákveður þess vegna að halda söngvakeppni!

Leikstjóri: Garth Jennings
Handritshöfundur: Garth Jennings
Helstu leikarar: Scarlett Johansson, Matthew McConaughey, Reese Witherspoon, Seth MacFarlane, John C. Reilly

:

Bíó

Why Him?

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

Nú er hátíð í bæ og Ned (Bryan Cranston), faðir sem bæði elskar og ofverndar, fer ásamt fjölskyldu sinni að heimsækja dóttur sína í Stanford. Þar kynnist hann sinni mestu martröð; nýja kærasta dóttur sinnar, Laird (James Franco), sem er velviljaður nýríkur bjáni frá ríkramannahverfinu Silicon Valley. Laird deilir öllu með öllum og hefur enga tilfinningu fyrir því hvenær hann ætti að þegja og Ned finnst hann engan veginn henta dóttur sinni. Ned leggur allar árar út þegar hann kemst að því að Laird hefur hug á því að biðja dóttur sinnar.


Leikstjóri: John Hamburg
Handritshöfundar: John Hamburg, Ian Helfer
Helstu leikarar: Zoey Deutch, James Franco, Bryan Cranston :

Bíó

Assassin's Creed

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

Assassin's Creed er kvikmynd byggð á tölvuleikjaseríunni vinsælu.

Callum Lynch (Michael Fassbender) skoðar minningar forföður síns, Aguilar, og öðlast náðargáfur hans. Hann kemst að því að hann kemur frá afkomandi fjölda launmorðingja og náðargáfurnar sem hann hlýtur eru til þess fallnar að taka líf annarra.

Hafðu samband

Hringdu í okkur

591 5100

Við svörum milli 09:00 og 17:00
alla virka daga.

Sendu fyrirspurn

Til að fyrirbyggja ruslpóst:

Fréttir & tilkynningar

Allt

Ríflega 200 ungir söngvarar vilja verða Jólastjarnan 2016! - 21.10.2016 Viðburðir

Ungir söngsnillingar skráðu sig til leiks að þessu sinni og eru þátttakendurnir ungir snillingar, 16 ára og yngri sem fá tækifæri til að keppa um titilinn Jólastjarnan 2016. 12 bestu söngvararnir að mati dómnefndar verða boðaðir í prufur þann 6. nóvember. Stöð 2 gerir sérstaka þáttaröð um allt ferlið. Meira...

Tröll er frumsýnd á fimmtudaginn - 18.10.2016 Kvikmyndir

Lukkutröllin eru mætt og leyfa okkur að líta inn í veröld fulla af litríkum og undursamlega fyndnum verum. Poppí, sem tekur á móti öllu sem hana hendir með bjartsýni, þarf að taka höndum saman með hinum fúllynda Brans sem býst ávallt við því versta.

Meira...

Inferno er frumsýnd í dag - 14.10.2016 Kvikmyndir

 Ron Howard sest aftur í leikstjórastólinn til að aðlaga enn eina metsölubók Dan Browns um ævintýri Robert Langdons (Tom Hanks). Nú tekur hann fyrir bókinaInferno, en þar rankar Langdon við sér á ítölskum spítala og þarf skyndilega að leysa gátur tengdar InfernoMeira...

Smárabíó tekur tilboði Vífilfells - 14.10.2016 Kvikmyndir

Smárabíó hefur tekið tilboði Vílfells um sölu drykkja í kvikmyndahúsinu frá og með 1. febrúar 2017. Frá þeim tíma verður Coca-Cola aðaldrykkurinn í bíóinu á ný og fleiri vinsælir drykkir á borð við Fanta, Sprite og Víking Bjór verða einnig í boði. Sena heldur áfram að starfa með Ölgerðinni á öðrum sviðum.

Meira...

Jólagestir 2016 - Tvennir risatónleikar í Höllinni laugardaginn 10. desember - 13.10.2016 Viðburðir

Jólagestir Björgvins, sem haldnir eru fyrir fullum sal ár hvert, verða að þessu sinni 10. desember næstkomandi í Laugardalshöllinni. Sala hefst eftir nákvæmlega eina viku, fimmtudaginn 20. október kl. 10 á Tix.is. Póstlistaforsala Senu Live fer fram daginn áður, degi áður en almenn sala hefst.

Meira...

ScHoolboy Q heldur tónleika í Valshöll - 12.10.2016 Viðburðir

ScHoolboy Q  heldur tónleika í Valshöllinni laugardaginn 17. desember kl. 21:00! Fyrr á þessu ári gaf hann út plötuna Blank Face LP og inniheldur hún m.a. lagið THat Part sem gert var í samstarfi við Kanye West. Emmsjé Gauti og Aron Can sjá um upphitun. Meira...

Skráning er hafin í Jólastjörnuna 2016 - 10.10.2016 Viðburðir

Skráning í Jólastjörnuna 2016 hófst í morgun! Í ár er Jólastjarnan haldin í fimmta skiptið en hér fá ungir söngsnillingar, 16 ára og yngri, tækifæri á að láta ljós sitt skína og sigurvegarinn mun syngja með mörgum af fremstu listamönnum þjóðarinnar í Höllinni 10. desember. Meira...

Okkar eina sanna Greta Salóme hitar upp fyrir stórsöngkonuna Joss Stone! - 5.10.2016 Viðburðir

Það tilkynnist hér með að Joss Stone hefur valið Gretu Salóme til að hita upp á glæsilegum tónleikum sínum í Eldborg. Nokkrir Íslendingar komu til greina en Greta hneppti hnossið. Hún hefur verið áberandi í íslensku tónlistarlífi síðustu árin og á mjög breiðu sviði tónlistar. 

Meira...