Nýtt frá Senu

:

Bíó

André Rieu

Sena og CinemaLive kynna með stolti tónleika Andrés Rieu í beinni útsendingu frá Maastrict. 

Tónleikar fiðlusnillingsins árið 2013 slógu öll aðsóknarmet og ekki von á öðru en að slíkt hið sama verði uppi á teningnum að þessu sinni. Að þessu sinni verða sumartónleikar Rieus haldnir á einu rómantískasta torgi Hollands, Vrijthof í Maastricht. Búið ykkur undir að upplifa allan tilfinningaskalann á þessum tónleikum því mikið sjónarspil og eyrnakonfekt er í vændum frá meistaranum. 

Konungur valsanna lofar áhorfendum ógleymanlegri kvöldstund, gæddri húmor, tónlist og tilfinningum sem á erindi við alla aldurshópa. Dásamlegt andrúmsloftið lokkar til sín hlustendur frá öllum heimshornum sem koma saman við þetta tækfiæri og drekka í sig undursamlega tóna, hlátur og dans og deila ef til vill fáeinum tárum. 

André sjálfur ætlar að gefa áhorfendum tækifæri til að kjósa um þau lög sem hann spilar á tónleikunum 19. júlí! Hlustaðu á skilaboð frá meistaranum sjálfum með því að smella hér. Á þessari slóð getur þú svo greitt atkvæði: http://songforcinemas.andrerieu.com/

Vinsamlegast athugið að sýningin hefst kl. 18:00. 

:

Heimabíó

20 Feet from Stardom

Bakraddasöngvarar halda sig jafnan rétt handan við sviðsljósið. Raddir þeirra styðja við stærstu og vinsælustu hljómsveitir heims, en hlustendur hafa ekki hugmynd um hverjir þessir söngvarar eru eða hvernig lífi þeir lifa - þar til nú. 

:

Heimabíó

Dead Snow

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

Framhald hrollvekjunnar Dead Snow, sem fékk sérstakt lof frá gagnrýnendum fyrir „viðbjóðslegar“ tæknibrellur! Íslendingar ættu að hafa sérstaklega gaman af myndinni því blóðinu eru að mestu leyti úthellt á íslenskri grundu. Myndin var nefnilega tekin hérlendis sumarið 2013 og það verður vafalaust forvitnilegt að virða fyrir sér uppvakninga úr röðum nasista í blóðugri baráttu á Fróni. 

Flestir myndu sennilega ætla að hlutirnir gætu varla versnað þegar maður hefur sama daginn drepið kærustuna sína með exi, sagað eigin handlegg af með keðjusög og orðið vitni að her nasista rífa í sig nánustu vini manns. Í tilfelli Martins var það aðeins upphafið. 

Sagafilm er einn af framleiðendum myndarinnar og sulluðu heilmikið í blóðbaðinu ásamt öðrum aðstandendum. Leikstjórinn, Tommy Wirkola, er norskur og fyrri myndin var fyrsta uppvakningamyndin í fullri lengd sem gefin var út á Norðurlöndunum. Rætur leikstjórans eru ekki langt undan í sagnaheimi Dead Snow, því ófrýnileg skrímslin hafa einhver einkenni norrænna drauga úr miðaldaskáldskap. 


Kaupa Miða


16


:

Heimabíó

Heild

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

Loksins lítur dagsins ljós fyrsta íslenska kvikmyndin sem drifin er áfram af mannlífi og íslenskri náttúru; án nokkurrar yrðingar. Í myndinni fá áhorfendur að kynnast Íslandi frá nýjum sjónarhóli í gegnum augu hátæknikvikmyndatökuvéla; jafnt stöðum og landslagi sem flestir þekkja vel og földum gimsteinum sem skipta þúsundum og fáir hafa séð. Það er einungis á færi mestu ævintýragarpa, ofurhuga og innfæddra að finna þessi huldusvæði. Auk þess krefst það einstakrar þolinmæði og ímyndunarafls að fanga þá á filmu á hárréttu augnabliki. 

Tónlistin í kvikmyndinni er eftir Professor Kliq, Ólaf Arnalds, Friðjón Jónsson, Trabant og Mono. 

:

Heimabíó

Hneturánið

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Allt

Bráðfyndin teiknimynd stútfull af skrípalátum og hamagangi! 

Hneturánið er skemmtileg ævintýramynd um sérvitran íkorna sem fer vægast sagt óhefðbundnar leiðir við að afla sér matar! 

Íkorninn Surly (Will Arnett) er sannkallaður nöldurseggur sem hugsar um fátt annað en sjálfan sig. Þegar hann er rekinn á brott af heimili sínu í almenningsgarði nokkrum neyðist hann til að reyna að lifa af upp á eigin spýtur í stórborginni. Fyrir algjöra heppni rekst hann á það eina sem gæti mögulega bjargað lífi hans á meðan hann undirbýr sig fyrir veturinn - nefnilega Hnetubúð Maurys. 

Surly fær vin sinn, rottuna Buddy, til að aðstoða sig við að ræna hnetubúðina, en þeir lenda í mun stærra og flóknari ævintýri en þá grunaði!  

Sannkallað stjörnulið ljær dýrunum í myndinni raddir sínar, nefna má þau Will Arnett, Brendan Frasier, Katherine Heigl, Jeff Dunham, Liam Neeson og Gabriel Iglesias. 

Leikararnir sem mæla fyrir dýrin í Hneturáninu á íslensku eru ekki heldur af verri endanum, en það eru þau Magnús Jónsson, Hjálmar Hjálmarsson, Valdimar Örn Flygenring, Steinn Ármann Magnússon, Viktor Már Bjarnasson, Kolbeinn Arnbjörnsson, Álfrún Helga Örnólfsdóttir, Selma Björnsdóttir og Vaka Vigfúsdóttir. Leikstjóri talsetningarinnar er Tómas Freyr Hjaltason.

Myndin er sýnd með íslensku tali. 

Kaupa Miða

:

Heimabíó

Iceberg Slim

Myndin fjallar um hórmangarann hávaðasama, Iceberg Slim (1918 - 1992). Hann bjó í Chicago og varð goðsögn í lifanda lífi þegar hann sneri frá því að vera hórmangari og skrifaði sjö brautryðjendaverk sem mörkuðu upphaf svokallarða götubókmennta (e. street lit). Í bókunum er fjallað um lífið í gettóinu á kraftmikinn og skáldlegan hátt og í kjölfar útkomu þeirra varð Iceberg mikils metinn frumkvöðull á sínu sviði. 

Í myndinni eru meðal annars viðtöl við Iceberg Slim sjálfan, Chris Rock, Henry Rollins, Ice-T, Snoop Dogg og Quincy Jones. 

:

Bíó

Dawn of the Planet of the Apes

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

Apinn stórgreindi, Caesar, leiðir örtstækkandi hóp erfðafræðilega þróaðra apa. Þeim stafar ógn af eftirlifendum úr röðum manna sem stóðu af sér skelfilegan vírus sem breiddi úr sér um allan heim áratug fyrr. Aparnir og mennirnir komast að friðarsamkomulagi, sem er afar brothætt. Þeir standa því á barmi styrjaldar sem sker úr um hvor tegundin kemur til með að ráða ríkjum á jörðinni.

Í aðalhlutverkum eru engir aukvisar, apann Caesar leikur Andy Serkis (The Hobbit) og Gary Oldman (Lawless, The Dark Knight Rises) leikur höfuðandstæðing hans, Dreyfus úr röðum manna. 

"Stórkostlegt framhald" 
-Varitey

"DAWN OF THE PLANET OF THE APES sjónrænt meistaraverk sem er dulbúið sem stórmynd. Ég er fullur aðdáunar“.
-Comingsoon.net

"Sjónarspil og saga hafa ekki fléttast saman á jafnáhrifaríkan máta frá því í fyrstu Matrix myndinni".
-Comingsoon.net

"Besta stórmyndin í sumar. Þú verður gersamlega agndofa“.
-Pete Hammond / Movieline

"Skemmtilegasta, æsilegasta, kraftmesta og mest ögrandi allra „Apes“ myndanna.“
-Pete Hammond / Movieline

*****
-New York Daily News


14

Kaupa Miða
:

Bíó

The Purge: Anarchy

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Allt

Árleg hreinsun er í þann veginn að hefjast í Bandaríkjunum, þar sem fullkomið frelsi ríkir í tólf klukkustundir, eina nótt á ári. Þessa tólf tíma er enga neyðaraðstoð að fá; engin lög og engar reglur eiga við og ekkert gildir nema fullkomið stjórnleysi - sem einnig gildir um morð. Þessa nótt á borgarar útrás fyrir alls konar viðbjóðslegar hvatir, gremju og hefndir og enginn er óhultur. Í myndinni fá áhorfendur meðal annars að fylgjast með um ungu pari, sem reynir að lifa af á götunni þegar bíllinn þeirra bilar í þann mund sem hin árlega hreinsun hefst.

The Purge: Anarchy er framhald myndar frá árinu 2013, þar sem Ethan Hawke og Lena Headay fóru með aðalhlutverkin. 

16

Kaupa Miða


:

Bíó

Deliver us from Evil

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Allt

Lögreglumaðurinn Ralph Sarchie (Eric Bana) hefur séð sinn skerf af óhugnaði í myrkum strætum suðurhluta Bronx-hverfisins í New York. Viðurstyggðin er slík að myrkrið er farið að hreiðra um sig í huga Sarchies, og kemur niður á fjölskyldunni hans; eiginkonunni Jen (Olivia Munn) og lítilli dóttur þeirra Christinu (Lulu Wilson).

Þegar Sarchie er fenginn til að rannsaka röð óútskýranlegra og dularfullra glæpa fær hann prestinn Mendoza (Edgar Ramirez) sem kann að framkvæma andasæringar í lið með sér. Smám saman kemur í ljós að óhugnanleg og djöfulleg öfl sem herja á New York borg og Sarchie neyðist til að kasta öllum hugmyndum sem hann hafði fyrir um heiminn og grípa til óhefðbundinna aðgerða til að vernda fjölskylduna fyrir frumstæðri illskunni sem ásækir þau. 

Myndin, sem er úr smiðju leikstjórans Scott Derrickson (Sinister og The Exorcism of Emily Rose) og Jerry Bruckheimer, er byggð á bók er segir af sannsögulegum málum sem Sarchie fékkst raunverulega við og eru vægast sagt hryllileg. 

16

Kaupa Miða

:

Bíó

Earth to Echo

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

Vinirnir Tuck, Munch og Alex eiga sannarlega óvænt ævintýri í vændum, sem kemur til með að setja tilveruna á hvolf. Hingað til hafa strákarnir verið óaðskiljanlegir, en framkvæmdir í hverfinu þeirra eru yfirvofandi og fjölskyldurnar neyðast til að flytja á brott. Áður en það gerist fá vinirnir undarleg dulkóðuð skilaboð sem leiða þá að hjálparþurfi geimveru, sem er pínulítil. Áhorfendur fá svo að fylgjast með björgunarleiðangri krakkanna, sem er stútfullt af undrum og ævintýrum og miðar að því að koma geimverunni heim til sín - heilli á húfi. 

Aðahlutverk:
Kaupa Miða

:

Bíó

The Salvation

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

Kvikmynd um harma og hefndir í villta vestrinu. Myndin gerist í Bandaríkjunum árið 1870 og fjallar um friðsælan landnámsmann frá Danmörku sem ræður af dögum morðingja fjölskyldu sinnar. Verknaðurinn leysir úr læðingi reiði alræmds klíkuforingja sem eltir hann uppi. Samsveitungar landnámsmannsins reynast huglausir og svíkja hann, sem leiðir til þess að hann þarf að elta uppi útlagana á eigin spýtur.  

The Salvation er vestri með Mads Mikkelsen og Evu Green í aðalhlutverkum. Myndin hefur hlotið fyrirtaks dóma og þykir sverja sig í ætt við hefðbundna vestrahefð - með svolítið skandinavískum snúningi. 

Kvikmyndinni leikstýrir danski leikstjórinn Kristian Levring, sem þekktastur er fyrir að vera einn þeirra sem mörkuðu upphaf dönsku Dogme-hefðarinnar, en fetar hér nýja slóð. 


16

:

Heimabíó

Welcome to New York

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

Kvikmynd um hneykslismál aldarinnar

Frakkland stóð á öndinni yfir dramatísku syndafalli Dominique Strauss-Kahn, þegar hann var ákærður fyrir að áreita hótelþernu í New York kynferðislega. Franska þjóðin saug í sig fréttaflutning af málinu, reif í sig bókina sem skrifuð var um það og fylgdist með málaferlunum í kjölfarið. Nú, þremur árum eftir að atburðirnir áttu sér stað, gefst heimsbyggðinni tækifæri til að sjá kvikmyndina um málið. 

Gérard Depardieu leikur aðalhlutverkið í Welcome to New York, en nafni Strauss-Kahn hefur verið breytt í hr. Devereaux sem er afar valdamikill maður. Milljarðar dollara fara í gegnum hans hendur á hverjum einasta degi. Hann stýrir efnahagslegum örlögum heilu þjóðanna, en er knúinn áfram af óbeislaðri og villtri kynhvöt. Hr. Devereaux dreymir um að bjarga heiminum, en getur ekki einu sinni bjargað sjálfum sér og er gersamlega skelfingu lostinn. 

Depardieu hefur ekki farið í grafgötur með andúð sína á fyrrum framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, en segir kvikmyndina fyrst og fremst fjalla um völd, einmanaleika og hnignun. 

Kvikmyndin verður frumsýnd samtímis í kvikmyndahúsum og á VOD leigum landsins. 

Leikstjóri:
Abel Ferrara

Aðalhlutverk:
Jacqueline Bisset
Gérard Depardieu
Maria Di Angelis


:

bíó

Manon Lescaut - Ópera eftir Puccini

Sena kynnir í samstarfi við The Royal Opera House Manon Lescaut í beinni útsendingu

Eitt af meistaraverkum Puccinis á fjölum The Royal Opera House aftur eftir 20 ára hlé. Ópera um ástríðu, gægjuhneigð, unað, munúð og eftirsjá. Manon er eitt stærsta kvenhlutverk óperusögunnar, hún er í senn sakleysingi og tálkvendi. Hún er hvatvís og velur munað fram yfir ástina - sem kemur henni í koll. 

Útgefandi Puccinis reyndi að hindra hann í að nota skáldsögu Abbé Prévost, L'histoire du chevalier des Grieux et de Manon Lescaut, sem grunn að óperunni Manon Lescaut. Sem betur fer lét Puccini sér ekki segjast því frumsýning óperunnar árið 1893 markaði upphaf farsæls ferils tónskáldsins og verkið sló í gegn, jafnt meðal gagnrýnenda og annarra áhorfenda. 

Uppfærslan að þessu sinni er í höndum Jonathans Kent, uppfærsla hans á Tosca Puccinis hlaut stórkostlegar viðtökur. Því má gera ráð fyrir magnaðri og áhrifaríkri sýningu undir handleiðslu Kents. 

Söngvarar:

Manon: Kristine Opolais 

Geronte de Ravoir: Maurizio Muraro 

Lescaut: Christopher Maltman 

Edmondo: Benjamin Hulett 

Chevalier des Grieux: Jonas Kaufmann 

Hljómsveit The Royal Opera House

Hljómsveitarstjóri: Antonio Pappano 

Leikstjóri: Jonathan Kent 

Leikmynd: Paul Brown 

Ljósahönnun: Mark Henderson 

Danshöfundur: Denni Sayers 

BEIN ÚTSENDING FRÁ THE ROYAL OPERA HOUSE Í LONDON ÞRIÐJUDAGINN 24. JÚNÍ


:

Heimabíó

One Chance

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

Hugljúf og dagsönn saga um Paul Potts, sem er feiminn afgreiðslumaður í lítilli símabúð á daginn en óperusöngvari á kvöldin. Hann sló í gegn eftir að hafa verið valinn sem keppandi í þættina „Britain´s Got Talent“, sem hann vann að lokum. 

Paul er utangarðs í iðnaðarbæ en á sér stórkostlega drauma um að verða óperusöngvari og verður því fyrir einelti af völdum strákanna í bænum. Eins og það sé ekki nóg neyðist hann til að sitja undir háðsglósum föður síns í tíma og ótíma, sem vill að hann fari að vinna með hinum körlunum í kolanámunum. Þegar hann hittir loks Julie-Anne sem hefur óbilandi trú á Potts öðlast hann loksins kjark til að elta drauminn um að verða óperusöngvari. 

Kvikmyndin, sem er fyndin og einstaklega hlý, setur Paul Potts í flokk hugdjarfra breskra lítilmagna á borð við Billy Elliot. 


L

:

Heimabíó

The Monuments Men

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Allt

Byggð á sannri sögu um stórfenglegustu fjársjóðsleit sögunnar. Myndin fjallar um herdeild í heimsstyrjöldinni síðari sem er send til Þýskalands til að bjarga listaverkum úr klóm nasista og koma þeim í réttar hendur. 

Allt bendir til þess að verkefnið sé dauðadæmt; listaverkin á óvinagrundu og þýska hernum skipað að eyða öllu ef Þýskaland tapaði stríðinu. Eiga þessir hermenn ásamt sjö safnstjórum, safnvörðum og sérfræðingum um listasögu - sem allir kannast betur við Michaelangelo en M-1 riffla - möguleika á að takast verkið? Hermennirnir og fyrrnefndir félagar þeirra úr listageiranum hætta lífi og limum til þess að vernda og bjarga mikilvægustu og dýrmætustu listaverkum mannkynssögunnar.

Leikstjóri kvikmyndarinnar er enginn annar en George Clooney, sem leikur einnig eitt af aðalhlutverkum hennar ásamt stórskotaliði leikara; þeim Matt Damon, Bill Murray, John Goodman, Jean Dujardin, Bob Balaban, Hugh Bonneville og Cate Blanchett.


Kaupa Miða


12
:

Tónlist

Ásgeir

Ásgeir´s debut album, Dýrð í dauðaþögn and the English language version In the Silence now available in a double package. 

At just 21 years of age, the Icelandic release of Dyrd í dauðathogn last September made Ásgeir something of a sensation in his native Iceland. His beautiful, melancholic songs and their unusual poetry – the lyrics are mostly written by Ásgeir's 72 year old father - have captured Icelandic popular imagination, the album becoming the country's biggest selling debut by a home grown artist with almost 10% of the Icelandic population now owning a copy.

With lyrics newly translated by John Grant, Ásgeir is preparing for the world-wide release of In The Silence - the English-language version of his debut album, Dyrd í dauðathogn.

_______________________________________________________________________

Nú eru plötur Ásgeirs Trausta, Dýrð í dauðaþögn og In the Silence komnar út í einum pakka. 

Dýrð í dauðaþögn, fyrsta plata tónlistarmannsins Ásgeirs Trausta kom út árið 2012 og sló í gegn, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Hún hefur selst í meira en 30 þúsund eintökum á Íslandi og er ein söluhæsta plata Íslandssögunnar. Þess var því ekki lengi að bíða að erlend plötufyrirtæki sýndu kappanum verulegan áhuga og fyrr á árinu gerði Ásgeir samning við One Little Indian í Bretlandi. 

Ensk útgáfa Dýrðar í dauðaþögn sem nefnist In the Silence geymir þó fleiri lög en alþjóðleg útgáfa plötunnar því á íslensku útgáfunni því á In The Silence eru 5 aukalög. Tvö þeirra voru ekki á Dýrð í dauðaþögn en þrjú eru breyttar útgáfur laga sem eru fyrir á plötunni. Þessi útgáfa plötunnar verður hvergi fáanleg nema á Íslandi. 

John Grant þýddi alla texta Dýrðarinnar yfir á ensku og ferst það afar vel úr hendi.


Væntanlegt frá Senu

:

Bíó

Sex Tape

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

Jay (Jason Segel) og Annie (Cameron Diaz) hafa verið gift í áratug og eiga tvö börn. Eins og gengur hefur kynlífið setið á hakanum í dagsins önn, svo þau grípa til þess ráðs að taka upp þriggja klukkustunda langt kynlífsmyndband til að endurvekja neistann.

Þau vakna upp við vondan draum þegar í ljós kemur að Jay hefur deilt myndbandinu með öllum sem þau þekkja (og þekkja ekki); þar með talið vinum, yfirmönnum, foreldrum sínum og foreldrum vina barnanna sinna. Frávita reyna þau að eyða myndbandinu af netinu, sem hrindir af stað bráðfyndinni atburðarás. 

Kvikmynd um kvikmynd sem þau vilja ekki að þú sjáir! 

14

Kaupa Miða

:

Bíó

Life in a Fishbowl - english subtitles

Life in a Fishbowl portrays three intertwined stories that take place in Reykjavik in 2006.

Móri is a poet and a drunkard, battling with his past and searching for forgiveness for the unforgiveable. Eik, who is a young mother and nursery school teacher, moonlights as a hooker in order to support herself and her daughter. She has to struggle to make ends meet because she is utterly estranged from her extremely well-to-do family. 

Sölvi is a famous former footballer who is making his way up the corporate ladder. Gradually, he becomes entangled in a world of corruption and moral complacency and bit by bit he starts to lead a double life. 

We will be showing the film Life in a Fishbowl with english subtitles once a day in Háskólabíó, starting next thursday. 

______________________________________________________________________

Vonarstræti er saga úr samtímanum sem á erindi við alla; hún fjallar um óvægna fortíðardrauga, þöggun, sársauka og syndaaflausn. Áhorfendur fá að fylgjast með þremur ólíkum persónum fóta sig í íslensku samfélagi á árunum rétt fyrir hrun og því hvernig örlög þeirra fléttast saman á áhrifaríkan máta. 

Móri (Þorsteinn Bachmann) er rithöfundur og bóhem sem finnur hvergi frið fyrir óbærilegum minningum annars staðar en á botni flöskunnar. Eik (Hera Hilmarsdóttir) er leikskólakennari sem neyðist til að grípa til örþrifaráða til að framfleyta sér og dóttur sinni. Sölvi (Þorvaldur Davíð) er fyrrum fótboltastjarna sem verður að hætta að spila vegna meiðsla og er nú á hraðri uppleið í vafasömum banka. 

Gömul og ný leyndarmál hrinda aðalpersónunum hverri í átt að annarri í hörkuspennandi og átakanlegri atburðarás sem lætur engan ósnortinn.

Kvikmyndin er innblásin af sönnum atburðum og áhorfendur gætu því kannast við tilteknar aðstæður, persónur eða atburði  úr raunveruleikanum, enda ekki langt um liðið síðan útrásin stóð sem hæst.

Myndin er sýnd með enskum texta á fimmtudögum í Háskólabíói í sumar.


:

Heimabíó

Muscle Shoals

Heimildamynd um Rick Hall, stofnanda FAME Studios í Muscle Shoals, Alabama. Í myndinni er sérstaklega litið til einstaka hljómsins sem hann þróaði í lögum á borð við I´ll Take You There, Brown Sugar, og When a Man Loves a Woman. 

:

Heimabíó

Narco Cultura

Fíkniefnasmyglarar eru orðnir goðsagnakenndir útlagar og tákn um frægð og frama í augum fjölda innflytjenda frá Mexíkó og Rómönsku Ameríku í Bandaríkjunum. Smyglararnir, sem ná að flytjast úr gettóunum, eru ný birtingarmynd ameríska draumsins sem fíkniefnastríðið knýr.


Í kvikmyndinni er þetta eldfima fyrirbæri krufið til mergjar; hringrásin frá fíkninni til peninganna, efnanna og ofbeldisins sem fer ört vaxandi báðum megin við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. 
 

:

Bíó

Nikulás litli í sumarfríi

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

Önnur kvikmyndin í röðinni um Nikulásás litla, en sú fyrri sló sannarlega í gegn á Íslandi þegar hún var sýnd árið 2009 og var aðsóknarmesta mynd í Frakklandi sama ár. Myndirnar eru gerðar eftir heimsþekktum barnabókum Renés Goscinny og Jeans-Jaques Sempé um Nikulás litla, sem eru einstakar að stíl.

Nýjustu ævintýri Nikulásar litla eru sólrík og töfrandi og sprenghlægileg. Skólaárinu er að ljúka og langþráð sumarfrí loksins runnið upp. Nikulás litli, foreldrar hans og kossaóð amma halda á ströndina. Þar eignast Nikulás litli fljótlega nýja vini og það verður snemma ljóst að fríið verður ógleymanlegt fyrir alla. Nikulás litli í sumarfríi er svo sannarlega gamanmynd fyrir alla fjölskylduna.  

Fyrri myndin hlaut stórgóða dóma og ætla má að enginn verði svikinn af þeirri seinni, sem hefur hlotið frábærar viðtökur gagnrýnenda:

„Hún er komin! Gamanmynd sumarsins!“

- Le Parisien

„Myndin er jafnvel skemmtilegri en sjálf ströndin!“

- Le Soir

„Nýjustu ævintýri Nikulásar litla eru töfrandi og hrífandi“

- Télérama

„Leikstjórinn fangar svo sannarlega frumleika fyrri myndarinnar um Nikulás“

- Le Journal du Dimanche

„Brandararnir streyma viðstöðulaust í velheppnuðum og sólríkum bunum“

- Le Journal du Dimanche

„Fullkomin fjölskylduskemmtun“

- Le Dauphiné

„Gefur fyrri myndinni ekkert eftir!“

-  La Libre

:

Bíó

Guardians of the Galaxy

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Allt

Kvikmyndin er byggð á samnefndum teiknimyndasögum frá Marvel og fjallar um flokk ofurhetja, sem minna um margt á Avengers ofurhetjurnar - nema þær búa í geimnum.

:

Bíó

Lucy

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

Lucy er leikin af Scarlett Johansson, sem neyðist til að gerast burðardýr. Þegar eiturlyfjapoki í maga hennar springur breytist hún í hálfgerða ofurhetju.

Aðalhlutverk:


Leikstjóri:

:

Bíó

Wish I was Here

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

Zach Braff fylgir hér eftir kvikmyndinni Garden State, sem sló heldur betur í gegn. Kvikmyndin segir frá Aidan Bloom, manni á fertugsaldri sem stendur á krossgötum í lífi sínu. Aidan er leikari sem bersat í bökkum, eiginmaður og faðir og ekki ennþá búinn að átta sig á því hver hann er og veltir sér upp úr hver tilgangur lífsins. 

Þegar hann hefur ekki efni á að greiða fyrir dýran einkaskóla barnanna sinna ákveður hann að kenna þeim heima. Á meðan Aiden kennir börnunum sínum um tilveruna fer hann óhjákvæmilega ofan í saumana á lífi sínu, starfsferli og fjölskyldu. 

Leikstjóri:
Zach Braff

Aðalhlutverk:
Jim Parsons 
Joey King
Mandy Patinkin

:

Bíó

Expendables 3

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Allt

Í þriðju myndinni um hóp hinna fórnanlegu standa Barney (Stallone) og Christmas (Statham) andspænis Conrad Stonebanks (Gibson), en hann átti hlut í að setja hópinn á laggirnar með Barney mörgum árum áður. Í kjölfarið gerðist hann óvæginn vopnasali sem Barney neyddist til að útrýma... eða svo hélt hann! Stonebanks, sem slapp naumlega við dauðann, hefur nú gert það að markmiði sínu að binda endi á hóp hinna fórnanlegu, en Barney er á öðru máli!

Barney ákveður að það þurfi nýtt blóð í bland við það gamla til að berjast við Stonebanks, og ræður því nýja liðsmenn til að slást í hópinn með þeim. Nýju liðsmennirnir eru yngri, snarpari, og betur í stakk búnir til að heyja persónulegustu orrustu hinna fórnanlegu til þessa!


16

:

Tölvuleikir

Diablo 3: Ultimate Evil Edition

Nú geta eigendur PlayStation 4 og Xbox One notið þess að spila alvöru Diablo 3 upplifun, en Diablo 3: Ultimate Evil Edition inniheldur leikinn sjálfan í sínu flottasta formi og einnig aukapakkann Reaper of Souls.  Nú er bara að negla sig í sófann og búa til sína eigin persónu og vaða í hinar endalausu dýflisur Diablo heimsins. 

 

Leikurinn inniheldur:
Sex mismunandi gerðir persóna: Barbarian, Demon Hunter, Monk, Witch Doctor, Wizard og hinn glænýja Crusader.

Möguleiki á að flytja persónurnar sem þú notaðir í PS3 og Xbox 360 útgáfum leiksins yfir í þessa nýju útgáfu.

Fjórir geta spilað saman bæði á einum skjá eða í gegnum netið.

Í PlayStation 4 útgáfu leiksins eru dýflísur byggðar eftir The Last of Us leiknum.


:

Bíó

Let's be Cops

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

Þetta er dæmigerð mynd um tvær löggur sem eru bestu vinir - nema vinirnir eru ekki alvöru löggur! Þetta hefst allt þegar vinirnir tveir klæða sig eins og lögreglumenn fyrir búningaveislu og ávinna sér virðingu aðdáun allra sem þeir mæta. Lögregluleikurinn vindur upp á sig og verður sífellt raunverulegri.Þegar platlöggurnar flækjast svo í vef glæpamanna og svikulla lögreglumanna neyðast þeir til þess að treysta á falsaða skildi sína. 

Platlöggur - alvöru hasar, spenna og gaman!:

Tölvuleikir

Plants vs. Zombies: Garden Warfare

Öðruvísi og skemmtilegur skotleikur sem gerist í hinum vinsæla heimi Plants vs. Zombies.  Hér detta leikmenn í annað að tveimur liðum, en það eru hinar litríku plöntur eða lið hinna gráfölu uppvakninga.  Leikurinn inniheldur fjölmarga spilunarmöguleika og ættu allir að finna eitthvað hér við sitt hæfi.

:

Heimabíó

Back to Front

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Allt

Heimildarmynd um tónleikaferðalag tónlistarmannsins Peters Gabriel, sem hefur notið gífurlegra vinsælda í áratugi leikstýrt af BAFTA verðlaunahafanum Hamish Hamilton. Kvikmyndin var meðal annars tekin upp á tónleikum Gabriels í London í október 2013 og þykir fanga kjarna Gabriels sem listamanns. 


Í kvikmyndinni eru undurfallegar og vandaðar upptökur af tónleikum sem sýndar verða í bestu mögulegum hljóð- og myndgæðum, eins og Gabriel orðar það sjálfur: „Mér finnst að þau hafi náð því á filmu sem var virkilega einstakt við Back to Front tónleikaferðalagið, bæði því sjónræna og tilfinningalega“. Á tónleikunum flytur hann plötuna So frá 1986 eins og hún leggur sig, en platan naut gífurlegra vinsælda á 9. áratugnum og myndband við lagið Sledge Hammer það mest spilaða á MTV frá upphafi. 

Um einstakan viðburð er að ræða og aðeins ein sýning er í boði. 

:

Heimabíó

Lási löggubíll

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

Þegar Lása löggubíl er falið að gæta Arnarmömmu og eggsins hennar grunar hann ekki að verkefnið eigi eftir að verða að jafnflóknu og viðburðaríku ævintýri og það verður.

Lási löggubíll er stórskemmtileg mynd fyrir yngstu áhorfendurna,fyndin, hröð og hæfilega spennandi, og verður að sjálfsögðu sýnd ívandaðri íslenskri talsetningu úrvalsleikara.
Hér segir frá því þegar nýr þjóðgarður er opnaður nálægt bænum Bodo og Lási fær það verkefni að gæta Arnarmömmu sem er í útrýmingarhættu og eggsins hennar.

En þegar tveir óprúttnir þjófar ræna Arnarmömmu rétt áður en unginn klekst úr egginu verður verkefni Lása mun viðameira en hann hélt því hann þarf ekki bara að finna Arnarmömmuog handsama þjófana heldur passa upp á fjörugan ungann sem heldur að Lási sé mamma sín!


Íslensk talsetning:
Viktor Már Bjarnason
Hjálmar Hjálmarsson
Magnús Ólafsson
Carola Ida Köhler
Steinn Ármann Magnússon
SagaLíf Friðriksdóttir
Ólöf Kristín Þorsteinsdóttir
Álfrún Helga Örnólfsdóttir

Leikstjórn:
Tómas Freyr Hjaltason:

Heimabíó

The Amazing Spider-Man 2

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

Við einni vinsælustu sögupersóna heims blasir stærsta baráttan til þessa. Peter Parker á í basli við að ná jafnvægi á milli þess að vera ósköp venjulegur framhaldsskólanemi og þarf jafnframt að sinna skyldum sínum sem Kóngulóarmaðurinn og vernda íbúa New York borgar gegn aðsteðjandi ógnum. 

Í brennidepli er ósögð saga Peters Parker (Andrew Garfield), en áhorfendur fylgdust með honum vaxa úr grasi hjá frænku sinni og frænda í fyrri myndinni, þar sem hann uppgötvaði hver hann er og komst á snoðir um hver örlög foreldra hans voru.

Í myndinni rannsakar Peter ýmislegt varðandi dularfulla fortíð föður síns með hjálp vinar hans Harry Osborn (Dane DeHaan) og Gwen Stacy (Emma Stone) á sem fyrr stóran stað í hjarta Parkers.

Veigamesta barátta Peters Parkers er sú sem hann stendur í hið innra; hinn eilífi núningur ofurkraftanna og hversdagslífsins.

Leikstjóri: Mark Webb

Aðalhlutverk: Andrew Garfield, Emma Stone, Jamie Foxx og Dane DeHaan. 

Kaupa Miða


12


:

Viðburðir

Justin Timberlake í Kórnum

Kórinn í Kópavogi verður miðdepill alheimsins þann 24. ágúst.

Það er okkur einstök ánægja að tilkynna um komu eins vinsælasta tónlistarmanns heims! Hinn eini sanni Justin Timberlake kemur fram hérlendis sunnudaginn 24. ágúst á sannkölluðum risatónleikum, ásamt hljómsveit sinni The Tennessee Kids. Tónleikarnir verða haldnir í Kórnum í Kópavogi, sem verður þar með einn af viðkomustöðum á heimstónleikaferðalagi söngvarans.

Það er óhætt að fullyrða að Timberlake sé á hátindi ferilsins um þessar mundir, en metsöluplötur söngvarans, The 20/20 Experience og The 20/20 Experience - 2 of 2, tóku yfir vinsældalista um allan heim á síðasta ári. Nú gefst Íslendingum til að sjá og heyra Timberlake flytja tónlistina sína á stórfenglegum tónleikum.

Timberlake hefur notið feiknamikillar hylli frá því seint á níunda áratugnum og er þekktur fyrir sérstaklega glæsilega tónleika. Á því verður engin ungantekning þegar hann stígur á svið í Kórnum, enda má búast við her tækni- og listamanna til landsins. Með tónleikunum verður Kórinn vígður sem tónleikastaður, en höllin er kjörinn vettvangur fyrir tónleika af þessari stærðargráðu.

Tvö upphitunaratriði verða á tónleikunum: Íslenska sveitin GusGus stígur fyrst á svið og svo plötusnúðurinn DJ Freestyle Steve, magnaður plötusnúður sem hitar upp fyrir Timberlake um allan heim.

Við leggjum ríka áherslu á að sem minnst truflun hljótist af tónleikunum fyrir íbúa Kórahverfis sem og að aðgengi fyrir tónleikagesti verði með sem allra besta móti. Til þess að allt fari sem best fram verður umferð stjórnað í samráði við bæjaryfirvöld og lögreglu. Bílastæði fyrir tónleikagesti verða á þremur stöðum í hverfinu, auk Smáralindar, og stöðugar rútuferðir verða á milli allra bílastæða og tónleikahallarinnar fyrir gesti þennan dag. Sérstök stæði við höllina verða fyrir fatlaða og þá sem koma á reiðhjólum. Einnig verður biðstöð nálægt húsinu fyrir leigubíla. 

Smellið hér til að lesa frekar um aðgengi 

Smellið hér til að lesa svör við helstu spurningum

----------

Uppselt er á tónleikana.

Ekkert aldurstakmark er á tónleikana.

:

Bíó

Flugvélar 2

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Allt

Þegar heimsfræga keppnisflugfélin Dusty kemst að því að vélin í honum er biluð og að hann geti mögulega aldrei flogið aftur gengur hann til liðs við slökkviliðsflugvélar. Dusty kynnist þeim Blade Ranger og liði hans og hópi svokallaðra Reykhoppara. Saman berst óttaulaust liðið við stjórnlausan eldsvoða og Dusty kemst að því hvað það merkir að vera sönn hetja. 


:

Bíó

Teenage Mutant Ninja Turtles

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Allt

Skjaldbökurnar stökkbreyttu snúa aftur til að bjarga heiminum frá illræmdum óþokka!  

:

Bíó

The Giver

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

Áhrifamikil kvikmynd sem hverfist um Jonas, sem býr í að því sem virðist ansi fábrotnum og litlausum heimi þar sem krafist er hlýðni, fylgispekt og nægjusemi. Þegar honum er falið ævistarfið, sem felst í að vera viðtakandi minninga, byrjar hann loks að skilja myrk og flókin leyndarmálin sem lúra á bak við tjöldin í viðkvæmu samfélaginu. 

Kvikmyndin byggir á samnefndri metsölubók eftir Lois Lowry, sem hefur selst í yfir 10 milljón eintökum. 

Aðalhlutverk:


Leikstjóri:

:

Tölvuleikir

Madden NFL 15

26.útgáfan af þessari mögnuðu seríu, en Madden NFL 15 færir spilurum allt sem þeir þurfa til að geta gert útaf við andstæðinginn og má þar nefna nýtt stjórnkerfi sem gerir spilunina raunverulegri og skemmtilegri, einstök grafík og svo eru auðvitað öll liðin í NFL deildinni í leiknum.  Þulirnir sem lýsa leiknum taka nú allt með og verður lýsingin því mjög raunveruleg og tengir inní allt sem spilararnir eru að gera.


:

Bíó

As Above, So Below

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

Spennutryllir sem hverfist um tvo fornleifafræðinga sem leita að týndum fjársjóði í grafhvelfingum undir Parísarborg. 

Aðalhlutverk:


:

Bíó

No Good Deed

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

Terry nýtur sín sannarlega í móðurhlutverkinum; hún á tvö börn og er hamingjusamlega gift. Lífið er eins og best væri á kosið þegar heillandi ókunnugur maður að nafni Colin (Idris Elba) laumar sér inn á heimili hennar og ógnar allri tilveru fjölskyldunnar. Þessi óvænta heimsókn hræðir líftóruna úr allri fjölskyldunni, sem nú þarf að berjast til fyrir lífi sínu. 

Aðalhlutverk:


:

Tónlist

Mannakorn

Glæný plata væntanleg með hljómsveitinni Mannakorn. 

:

Tónlist

Skýjaborgin

Hjálmar hafa átt gífurlega farsælum ferli að fagna og er óhætt að segja að þeir séu ein vinsælasta hljómsveit Íslands síðari ára. Hver kannast til dæmis ekki við lögin Leiðin okkar allra, Ég vil fá mér kærustu, Borgin, Kindin Einar, Það sýnir sig, Geislinn í vatninu, Manstu, Bréfið og Til þín?

Til að halda upp á tíu ára afmælið sitt ætla hjálmar að hræra saman í glæsilega tónleika og bera á borð fyrir landsmenn í Eldborgarsal Hörpu, föstudaginn 26. september. Miðasala er hafin á harpa.is og miði.is. Hljómsveitin á að baki sex plötur sem allar hafa notið mikilla vinsælda og á þessum tónleikum munu Hjálmar flytja allt sitt besta efni ásamt brassteymi sem fönkmasterinn Samúel Jón Samúelsson leiðir.

Í september mun jafnframt líta dagsins ljós vegleg ferilsplata með bestu lögum Hjálma. Platan sem hefur hlotið heitið Skýjaborgin mun innihalda samtals 30 lög og þar af þrjú ný eða nýleg, Lof, Skýjaborgina og lag sem væntanlegt er frá Hjálmum seinna í sumar.

Hafðu samband

Hringdu í okkur

591 5100

Við svörum milli 09:00 og 17:00
alla virka daga.

Sendu fyrirspurn

Til að fyrirbyggja ruslpóst:

Fréttir & tilkynningar

Allt

Whitney Cummings staðfest á Reykjavík Comedy festival - 22.7.2014 Viðburðir

Á Íslandi verður haldin fjögurra daga uppistandshátíð sem fer fram í Hörpu 23.-26. október. Nýlega tilkynntum við Jim Breuer og áður var Stephen Merchant staðfestur. Nú tilkynnum við þriðja erlenda uppistandarann og sá er ekki af verri endanum; sjálf Whitney Cummings mun slást í hópinn í október. 

Meira...

Where We Are tónleikar One Direction sýndir í hámarksgæðum í Smárabíói - 21.7.2014 Viðburðir

Nú er komið að því að tónleikamyndin Where We Are, sem tekin var upp á samnefndu tónleikaferðalagi, verður sýnd í Smárabíói helgina 11.-12. október. Í myndinni er áhorfendum gefinn kostur á að upplifa hljómsveitina, sem hefur slegið hvert aðsóknarmetið á fætur öðru, í návígi.

Meira...

Sex Tape frumsýnd á miðvikudaginn - 21.7.2014 Kvikmyndir

Jay (Jason Segel) og Annie (Cameron Diaz) hafa verið gift í áratug og eiga tvö börn. Eins og gengur hefur kynlífið setið á hakanum í dagsins önn, svo þau grípa til þess ráðs að taka upp þriggja klukkustunda langt kynlífsmyndband til að endurvekja neistann.

Meira...

Reykjavík Comedy Festival fer fram í október!  - 17.7.2014 Viðburðir

Sena stendur fyrir Reykjavík Comedy Festival sem er hluti af röð uppistandshátíða sem haldnar verða í október. Við tilkynnum nú að hér með er staðfestur á Reykjavík Comedy Festival á Íslandi. Von er á að minnsta kosti þremur í viðbót sem tilkynnt verður um innan skamms.  Meira...

Dawn of the Planet of the Apes sýnd á Gæðastund í dag - 17.7.2014 Kvikmyndir

Gæðastund dagsins er stórmynd sumarsins, eða Dawn of the Planet of the Apes. Myndin er sýnd kl. 21:00 án hlés í Háskólabíói og aðgangur er einungis leyfilegur 18 ára og eldri. Miðasala er hafin á eMiði.is Meira...

Bíó er ekki bara bíó!  - 16.7.2014 Viðburðir

Tækninni fleygir ört fram og við hjá Háskólabíói og Smárabíói höfum lagt okkur sérstaklega fram um að nýta kvikmyndahúsin til að prófa margvísleg tækniundur. Nú höfum við um nokkurt skeið boðið upp á beinar útsendingar frá viðburðum af ýmsum toga, allt frá tónleikum til íþróttaviðburða. Slíkar sýningar hafa fengið frábærar viðtökur, þar sem beinar útsendingar í hámarks mynd- og hljómgæðum skapa áhorfendum einstaka upplifun. 

Meira...

Tónleikar Andrés Rieu í beinni útsendingu í Háskólabíói 19. júlí - 16.7.2014 Viðburðir

Tónleikar fiðlusnillingsins árið 2013 slógu öll aðsóknarmet og ekki von á öðru en að slíkt hið sama verði uppi á teningnum að þessu sinni. Að þessu sinni verða sumartónleikar Rieus haldnir á einu rómantískasta torgi Hollands, Vrijthof í Maastricht. Meira...

Dawn of the Planet of the Apes  frumsýnd í dag - 16.7.2014 Kvikmyndir

Apinn stórgreindi, Caesar, leiðir örtstækkandi hóp erfðafræðilega þróaðra apa. Þeim stafar ógn af eftirlifendum úr röðum manna sem stóðu af sér skelfilegan vírus sem breiddi úr sér um allan heim áratug fyrr. Aparnir og mennirnir komast að friðarsamkomulagi, sem er afar brothætt. Þeir standa því á barmi styrjaldar sem sker úr um hvor tegundin kemur til með að ráða ríkjum á jörðinni.

Meira...