Zara Larsson

Zara Larsson

Jólagestir Björgvins

Jólagestir Björgvins

Jól með Sissel

Jól með Sissel

Páll Óskar í Höllinni

Páll Óskar í Höllinni


Nýtt frá Senu

16.09.2017 :

Viðburðir

Páll Óskar í Höllinni

MIÐASALA Í STÆÐI ER Í FULLUM GANGI Á TIX.IS/PALLI

EINGÖNGU STAKIR MIÐAR LAUSIR Í STÚKU Á BÆÐI DAG- OG KVÖLDTÓNLEIKA 


15.09.2017 :

Bíó

47 Meters Down

Systurnar Kate og Lisa eru í fríi í Mexíkó þar sem þær fá tilboð um að kafa í hákarlabúri og komast í návígi við hina risastóru hvítu hákarla sem hafast við undan ströndinni. Þær láta til leiðast en festast á hafsbotni þegar taugin sem tengir búrið sem á að vernda þær frá hákörlunum slitnar. Súrefnið er á þrotum og hvítháfarnir hringsóla í kringum búrið. 

Um er að ræða hörkuspennandi mynd sem fær áhorfendur bókstaflega til að halda niðri í sér andanum! 


Leikstjórn: Johannes Roberts

Leikarar: Claire Holt, Matthew Modine, Mandy Moore

06.09.2017 :

Bíó

Undir trénu

Agnes (Lára Jóhanna Jónsdóttir) grípur Atla (Steindi) við að horfa á gamalt kynlífsmyndband, hendir honum út og meinar honum að umgangast 4 ára dóttur þeirra. Atli flytur inn á foreldra sína (Siggi Sigurjóns, Edda Björgvins) sem eiga í deilu við fólkið í næsta húsi (Þorsteinn Bachmann, Selma Björns). Stórt og fagurt tré sem stendur í garði foreldranna skyggir á garð nágrannanna, sem eru orðin langþreytt á að fá ekki sól á pallinn. Á sama tíma og Atli berst fyrir umgengni við dóttur sína verður deilan um tréð sífellt harðari. Eignaspjöll eru framin og gæludýr hverfa á dularfullan hátt þegar sögusagnir um mann með keðjusög fara á kreik.

Hér skrifa Huldar Breiðfjörð og Hafsteinn Gunnar handrit að samtímasögu um nágranna- og forræðisdeilur sem fara úr böndunum. Myndin fjallar um venjulegt fólk í tilgangslausu stríði hvort við annað en einn aðalleikari myndarinnar er stórt og fallegt tré!

01.09.2017 :

Bíó

Höfnun konungsins

Þýski herinn komur til Oslóar þann 9. apríl 1940. Norski konungurinn stendur frammi fyrir ákvörðun sem mun hafa gríðarleg áhrif á landið hans.

23.08.2017 :

Bíó

Emojimyndin

Gene býr ásamt aragrúa broskarla og alls kyns öðrum táknum í borg emoji-táknanna sem er falin á milli appanna í símanum. Táknin í borginni þrá að vera valin af eiganda símans og Gene er engin undantekning. Hann er svokallað „meh“ tákn og á að vera með tómlátan svip. Hann hefur þó litla stjórn á svipum sínum og hin táknin í borginni eru hrædd um að síminn verði straujaður komist eigandinn að þessu vandamáli.

Gene fær til liðs við sig tvö ólík tákn og þau ferðast um símann þvert og endilangan í leit að kóðanum sem á að gera Gene að „eðlilegu“ emoji-tákni með einn fastan svip. Emojimyndin er nýjasta myndin frá teiknimyndadeild Sony-kvikmyndarisans og hefur að geyma litríkt, fjörugt og fyndið ævintýri sem öll fjölskyldan á eftir að skemmta sér vel yfir.


Leikstjórn:

Rósa Guðný Þórsdóttir Íslensk talsetning: Ævar Þór Benediktsson, Orri Huginn Ágústsson, Salka Sól Eyfeld, Esther Talia Casey, Edda Björgvinsdóttir, Steinn Ármann Magnússon.

16.08.2017 :

Bíó

Stóri dagurinn

Alexia segir strax „Já!“ þegar hún finnur í fórum Mathiasar nafnspjald viðburðastjóra sem skipuleggur brúðkaup. Hún veit ekki að nafnspjaldið tilheyrir í raun ástkonu Mathiasar sem nú er skyndilega kominn í óþægilega stöðu, fastur milli brúðarinnar og ástkonunnar sem er að skipuleggja brúðkaupið sem hann vildi aldrei halda.

02.08.2017 :

Bíó

The Dark Tower

The Dark Tower eftir Stephen King er ein metnaðarfyllsta bók þessi heimsþekkti rithöfundur hefur skrifað. Sagan er afar víðfem og margir hafa beðið óþreyjufullir eftir að fá hana á hvíta tjaldið. Hún fjallar um Roland Deschain (Idris Elba) sem hefur það hlutverk að vernda turninn sem heldur heiminum saman. Hann stendur nú í eilífu stríði við Walter O‘Dim (Matthew McConaughey), einnig þekktur sem „hinn svartklæddi maður“, sem hefur aðeins eitt markmið: Að fella turninn. Örlög heimsins eru í höndum Rolands sem þarf að sigra baráttuna milli hins góða og hins vonda og bjarga turninum úr klóm hins svartklædda manns. 


Leikstjórn: Nikolaj Arcel

Leikarar: Idris Elba, Matthew McConaughey, Katheryn Winnick, Nicholas Hamilton


31.07.2017 :

Viðburðir

Red Hot Chili Peppers

MIÐASALA Á TIX.IS/RHCP OG MIDI.IS/RHCP

FÁIR MIÐAR EFTIR Í A SVÆÐI
ÖRFÁIR MIÐAR EFTIR Í B SVÆÐI


RED HOT CHILI PEPPERS eru loksins væntanlegir til Íslands og halda sannkallaða risatónleika 31. júlí. Íslenska sveitin Fufanu hitar upp.

Hægt er að sækja miða til seljanda; Miða.is (Skaftahlíð) eða Tix.is (Grjótagötu). Einnig opna miðasölubásar á tónleikadegi kl. 18:30 í Höllinni þar sem verður hægt að sækja ósótta miða.

Red Hot Chili Peppers eru ein af farsælustu rokkböndum sögunnar og hefur selt yfir 60 milljón plötur (þeirra á meðal eru fimm platínumplötur). Meðlimir eru Anthony Kiedis (söngur), Flea (bassi), Chad Smith (trommur), og Josh Klinghoffer (gítar), og undir flaggi sveitarinnar hafa þeir unnið sex Grammy-verðlaun; fyrir bestu rokkplötuna  (Stadium Arcadum), besta tónlistarflutning hljómsveitar („Dani California“), besta rokklagið („Scar Tissue“) og besta rokkflutning með söng („Give It Away“).  

Þeir eru þekktir fyrir ótrúlega tónleika, þar sem þeir fara alltaf hamförum og gefa allt sitt í hvert einasta skipti.

Verðsvæðin eru hér sem segir:
A svæði:   19.990 kr
B svæði:   13.990 kr

DAGSKRÁ OG SKIPULAG: sena.is/rhcpinfo
SPURT OG SVARAÐ: sena.is/rhcpfaq
Mynd af salnum  hér  

DAGSKRÁ

18.30 - Húsið opnar 
20.00 - Fufanu 
21.00 - RED HOT CHILI PEPPERS 
22.30 - Áætlaður endir* 
*Birt með fyrirvara um breytingar.

22.07.2017 :

Viðburðir

Sumartónleikar André Rieu

Fjölmargir þekkja hann sem „konung valsins“. André Rieu er einn af vinsælustu tónlistarmönnum heims og hans árlegu sumartónleikar verða bráðum haldnir í heimabænum Maastricht í Hollandi. Tónleikarnir verða fluttir frammi fyrir þúsundum áhorfenda í gullfallegu miðaldaumhverfi og verða tónleikarnir sýndir í kvikmyndahúsum um allan heim.

12.07.2017 :

Bíó

War for the Planet of the Apes

Eftir að apaflokkur Caesars verður fyrir miklum skaða í árásum hersveitar undir stjórn hins illvíga Colonels ákveður Caesar að eina vörnin sé falin í sókn og segir í framhaldinu Colonel og mönnum hans miskunnarlaust stríð á hendur.


War for the Planet of the Apes er þriðja myndin í seríunni sem hófst með Rise of the Planet of the Apes árið 2011. Framhaldið, Dawn of the Planet of the Apes, var svo frumsýnd 2014 en serían er í raun forsaga atburðanna í fyrstu myndinni, Planet of the Apes, sem gerð var árið 1968 og gat af sér fjórar framhaldsmyndir á sínum tíma. 


Leikstjórn: Matt Reeves

Leikarar: Judy Greer, Woody Harrelson, Andy Serkis„Óttalaus og kröftug frásögn af stóru og djörfu ævintýri.“

- The Guardian (4 stjörnur af 5)

„Apar, sameinaðir, sterkir. Og, þökk sé þess að söguþráðurinn er grípandi og aparnir þeir raunverulegustu sem hægt er að sjá fyrir utan dýragarða þá er þessi þriðja Apes mynd sú sterkasta hingað til.“

- Empire (4 stjörnur af 5)

„Tilfinningarík og heillandi sýn í anda David Lean.“

- The Telegraph (4 stjörnur af 5)

11.07.2017 :

Viðburðir

Post Malone - UPPSELT

UPPSELT ER Á TÓNLEIKANA! 

DAGSKRÁIN:
21.00 Húsið opnar
22.00 Auður
22.25 Alexander Jarl
23.00 Post Malone
00.00 Áætlaður endir*
* Dagskráin getur riðlast og er birt með fyrirvara um breytingar.


Eitt allra heitasta nýstirni popp- og hip hop senunnar er á leiðinni til landsins. Hinn eini sanni Post Malone mun spila í Silfurbergi, Hörpu, þann 11. júlí 2017. Alexander Jarl og Auður hita upp.

Malone er sjóðandi heitt nafn þessa dagana en hann hefur slegið rækilega í gegn með lögum á borð við „Congratulations“ og „White Iverson“ auk þess sem hann hitaði víða upp fyrir vin sinn Justin Bieber á ferðalagi hans um heiminn á síðasta ári.

Lagið „White Iverson“ er sannkallaður risasmellur; náði 1. sæti á Rhythm Radio listanum, er þreföld-platínum smáskífa, hefur verið streymt yfir 250 milljón sinnum á Spotify og er með rúmlega 280 milljón áhorf á YouTube og Vevo.

Í dag er hann nýkominn af Justin Bieber heimstúrnum og ferðast nú um allan heim með helling af glænýju efni.


Ekkert aldurstakmark, áfengi selt á afmörkuðum svæðum og 20 ára aldurstakmark inn á þau.

Allir hlutir sem gætu valdið skaða eru bannaðir, t.d. hnífar, skæri, kollar, regnhlífar eða tússpennar. Myndavélar og upptökubúnaður er með öllu bannaður.

05.07.2017 :

Bíó

Spider-Man: Homecoming

Hinn ungi Peter Parker (sem við þekkjum öll sem Spider-Man) birtist okkur fyrst í Captain America: Civil War. Nú þarf hann að fóta sig í nýja ofurhetjuhlutverki sínu í Spider-Man: Homecoming. Peter er spenntur fyrir framtíðinni eftir reynslu sína af Avengers og fer aftur heim þar sem hann býr með May frænku sinni en Tony Stark (Iron Man) fylgist grannt með þessum nýja lærisveini sínum. Peter reynir að koma sér aftur í gömlu góðu rútínuna en á erfitt með að halda sér við efnið þar sem hann þráir að sanna sig og verða meira en bara vinalegi kóngulóarmaðurinn. Þegar nýr skúrkur (the Vulture) kemur til sögunnar stendur mikil ógn af öllu því sem Peter þykir vænt um. 

28.06.2017 :

Bíó

Baby Driver

Baby (Ansel Elgort) er ungur og efnilegur strákur sem hefur það hættulega starf að keyra glæpamenn burt frá vettvangi. Hann leikur eftir eyranu og er bestur í bransanum. Þegar hann hittir stelpu (Lily James) sem reynist vera allt sem hann þráði sér hann tækifæri til að leggja glæpaferilinn til hliðar og komast undan. En hann er þvingaður til að vinna fyrir valdamikinn óþokka (Kevin Spacey) og er neyddur til að taka þátt í hættulegu verkefni sem ógnar lífi hans, ást og frelsi, sem gæti orðið hans svanasöngur.


Leikstjórn: Edgar Wright

Leikarar: Ansel Elgort, Jamie Foxx, Kevin Spacey, Lily James


Baby Driver er afburðasnjöll glæpamynd sem á velgengni sinni því að fagna að leikstjórinn Edgar Wright sníðir uppbygginguna að frábærri tónlist. Ansel Elgort er nógu þokkafullur og töff fyrir titilhlutverkið Baby og atburðarásin parar sig við undirleikinn á ótrúlegan hátt.  - IGN

 

Í Baby Driver færir leikstjórinn Edgar Wright verk sín upp á hærra stig. Aðeins tíminn getur sagt til um hvort myndin fái jafn merkan sess og Shaun of the Dead eða Scott Pilgrim, en hún er í það minnsta besta myndin sem Wright hefur nokkurn tímann gert.   - HEYUGUYS (5 stjörnur af 5)

14.06.2017 :

Bíó

Rough Night

Í grínmyndinni Rough Night koma fimm vinkonur úr háskólanum aftur saman eftir 10 ára aðskilnað í tilefni af gæsun einnar þeirra í Miami. Þær djamma fram á rauða nótt en gamanið gránar þegar þær óvart myrða karlstrippara. Klikkunin færist í aukana þegar líður á kvöldið og þær reyna að átta sig á því hvað þær ættu að gera. Óvæntir og hlægilegir atburðir kvöldsins reyna á vináttuna og verða vinkonurnar nánari fyrir vikið.


Leikstjórn: Lucia Aniello

Leikarar: Scarlett Johansson, Demi Moore, Zoë Kravitz, Kate McKinnon, Jillian Bell

  • Tegund: Gamanmynd

11.06.2017 :

Viðburðir

Gabriel Iglesias - Uppistand

Gabriel Iglesias (eða Fluffy eins og margir þekkja hann) er einn af vinsælustu uppistöndurum heims og er jafnan uppselt á sýningarnar hans hvert sem hann fer. Brandarasafnið er botnlaust og með hjálp Youtube og annarra samfélagsmiðla hefur hann byggt upp magnað samfélag aðdáenda sem nær yfir plánetuna þvera og endilanga. Hans einkennismerki eru sprenghlægilegar raddir, ævintýraleg frásagnargáfa og fáránlegar góðar hljóðbrellur.

Íslendingar hafa fengið að kynnast því þar sem hann hefur tvisvar sinnum komið hér fram og í bæði skiptin komust færri að en vildu. Það er því mikill fengur að fá hann aftur til landsins en ætla má að uppistandsþyrstir landsmenn fagni því að fá tækifæri til að grenja úr sér augun af hlátri yfir glænýju efni frá hláturhnoðranum hnellna þann 11. júní 2017 í Eldborg Hörpu.

Sýningin er partur af heimstúrnum FLUFFY MANIA TOUR en hann samanstendur af hvorki meira né minna en 57 sýningum víða um heim. Hér er um að ræða hans langstærsta túr hingað til og reyndar einn stærsta og umfangsmesta uppistandstúr allra tíma.

Með hlutverkum í Family Guy, Magic Mike, The Nut Job og hinni væntanlegu grínmynd Blazing Samurai, hefur hann sannað sig sem sannkallaður þungavigtarmaður í skemmtanabransanum.


Gabriel Iglesias kemur fram í Eldborg Hörpu sunnudaginn 11. júní.  
Fimm verðsvæði eru í boði og kosta miðarnir frá 5.990 kr.

24.05.2017 :

Viðburðir

Góð upplifun – Framtíð viðskipta

Morgunfundur um virði tónlistar og annarrar upplifunar fyrir fyrirtæki í hvers kyns rekstri.
Miðasala er hafin á Harpa.is/godupplifun - aðeins tæplega 200 miðar í boði.


Væntanlegt frá Senu

22.09.2017 :

Bíó

Kingsman: The Golden Circle

Matthew Vaughn er sestur aftur í leikstjórastólinn til að stýra framhaldinu af Kingsman: The Secret Service, kvikmynd sem blés nýju lífi spæjarasögurnar fyrir næstu kynslóð áhorfenda og velti hvorki meira né minna en 414,5 milljónum USD. Taron Egerton, Colin Firth og Mark Strong eru mættir aftur til leiks og fengið stjörnuleikara á borð við Julianne Moore, Channing Tatum, Jeff Bridges, Halle Berry og Pedro Pascal til liðs við sig. Einnig hefur það verið staðfest að hinum eina sanna Elton John bregði fyrir! 

Í Kingsman: The Golden Circle þurfa Eggsy og Merlin að biðja um aðstoð frá samtökunum the Statesman og elta uppi hið siðblinda illmenni sem ber ábyrgð á hræðilegri árás á the Kingsman. Myndin er full af spennu og einstaklega stílhrein. Ekkert er of heilagt fyrir þær bráðfyndnu og ógleymanlegu persónur sem koma fram í þessum stórbrotna og svívirðilega söguheimi. Um er að ræða hreina og tæra skemmtun!


Leikstjórn: Matthew Vaughn

Leikarar: Channing Tatum, Taron Egerton, Colin Firth, Pedro Pascal


29.09.2017 :

Bíó

Flatliners

Eftir að hafa valdið bílslysi sem varð systur hennar að bana verður Courtney gagntekin af hugmyndinni um dauðann. Hún er ungur, útsjónasamur læknanemi í starfsnámi á sjúkrahúsi og fær fjóra aðra nema með sér í lið til þess að gera áhættusamar tilraunir á dauðanum. Rannsóknir þeirra ganga út á það að eitt þeirra upplifi dauðann í örskamma stund með því að framkalla hjartastopp en verða svo endurlífguð af hinum í hópnum áður en lífið fjarar endanlega út – og þannig skiptast þau á. Í fyrstu virðast rannsóknirnar ganga betur en nokkurn hefði grunað. Fljótlega fara þó undarleg áföll úr fortíðinni að hafa veruleg áhrif á tilraunirnar og mörkin milli þess raunverulega og óraunverulega verða sífellt óskýrari.  

Um er að ræða þrælgóðan spennutrylli sem fær hárin til að rísa!
Leikstjórn: Niels Arden Oplev

Leikarar: Kiersey Clemons, Ellen Page, Nina Dobrev
06.10.2017 :

Bíó

Blade Runner 2049

Blade Runner 2049 tekur upp þráðinn þrjátíu árum eftir að atburðum fyrstu myndarinnar lýkur. LAPD lögreglumaðurinn Officer K, svokallaður „blade runner“, kemst yfir leyndardómsfullar upplýsingar sem áttu fyrir löngu að vera gleymdar og grafnar, enda gætu þær steypt því sem eftir er af samfélaginu í glötun og óeirðir. Uppgötvun K leiðir hann að máli fyrrum LAPD lögreglumannsins Rick Deckard, sem einnig var „blade runner“, en hans hefur verið leitað í þrjá áratugi. 08.10.2017 :

Viðburðir

Future

MIÐASALA Á  TIX.IS/FUTURE 


Future er einn heitasti tónlistarmaður heims í dag. Fyrr á árinu droppaði hann tveimur sjóðandi heitum plötum sem fóru báðar á toppinn á Billboard 200 listann, líkt og flestar plötur sem hann hefur gefið út. Það er mikill fengur fyrir Íslendinga að fá hann á hátindi ferils síns! Emmsjé Gauti og Aron Can munu hita upp fyrir Future í Höllinni þann 8. október!

13.10.2017 :

Viðburðir

Zara Larsson

MIÐASALA Á  TIX.IS/ZARA
UPPSELT Í STÚKU OG ÖRFÁIR MIÐAR EFTIR Í STÆÐI!


20.10.2017 :

Bíó

Borg - McEnroe

The story of the 1980s tennis rivalry between the placid Björn Borg and the volatile John McEnroe.

20.10.2017 :

Bíó

Hneturánið 2

Ævintýramynd um sérvitran íkorna, Surly, og vini hans, Buddy, Andie og Precious. Þau komast að því að borgarstjóri Oaktonborgar ætlar sér að byggja stærðarinnar, og frekar tötralegan, skemmtigarð akkúrat þar sem almenningsgarðurinn stendur. Það er í þeirra höndum að stöðva borgarstjórann og koma í veg fyrir að heimilið þeirra verði lagt í rúst.

20.10.2017 :

Bíó

The Mountain Between Us

Stranded after a tragic plane crash, two strangers must forge a connection to survive the extreme elements of a remote snow covered mountain. When they realize help is not coming, they embark on a perilous journey across the wilderness.

20.10.2017 :

Viðburðir

Tommy Tiernan uppistand

MIÐASALA Á HARPA.IS/TOMMY

Þegar Tommy Tiernan stígur á svið er það líkt og að fá leiðbeiningar frá fjarlægri stjörnu; maður má bara ekki taka því of alvarlega. Hann leggur allt sem er pólitískt og persónulegt í sölurnar því eina markmið kvöldsins er hlátur. Leyfum okkur að hlæja að eigin óförum og kærum okkur kollótt um lífsins vandamál á Under the Influence með Tommy Tiernan í Silfurbergi, Hörpu, föstudaginn 20. október. 


20.10.2017 :

Bíó

Unlocked

Alice Racine er sérfræðingur í yfirheyrslum hjá CIA. Hún er kölluð til að yfirheyra meintan hryðjuverkamann en í miðju verkefni áttar hún sig á því að yfirheyrslan sjálf er gildra, sett á svið til að veiða upplýsingar upp úr henni sjálfri. Um leið hefst óvænt atburðarás og hún kemst að því að í bígerð er að gera sýklavopnaárás á London sem myndi hafa skelfilegar afleiðingar í för með sér. Alice verður að stöðva það en vandamálið er að hún veit ekki lengur hverjum hún getur treyst. 

Leikstjórinn Michael Apted á langan feril og margar góðar myndir að baki. Unlocked er þrælgóð mynd fyrir fólk sem vill spennu, hasar og fléttur.


Leikstjórn: Michael Apted

Leikarar: Michael Douglas, Orlando Bloom, Noomi Rapace

23.10.2017 :

Viðburðir

Rise Against

MIÐASALA Á HARPA.IS/RISE

Tilkynnt hefur verið að heitasta harðkjarnaband Íslands, Une Misère, hiti upp fyrir Rise Against. Það er því ljóst að hér verður um ótrúlegt að kvöld að ræða fyrir rokkara. Sjá tilkynninguna  hér um upphitun.


Rise Against er bandarísk rokkhljómsveit stofnuð í Chicago árið 1999. Hún spilar „Melodic hardcore“ eða melódíska harðkjarnatónlist sem fellur undir harðkjarna pönk. Þeir eru að auki margrómaðir fyrir magnaða sviðsframkomu og fyrir að vera einstaklega kraftmiklir á tónleikum þannig að það er mikill fengur fyrir íslenska rokkunnendur í komu þeirra hingað til lands þann 23. október.

27.10.2017 :

Bíó

Rökkur

Nokkrum mánuðum eftir sambandsslitin fær Gunnar símhringingu frá fyrrverandi kærastanum sínum, Einari. Hann er í miklu uppnámi og Gunnar er hræddur um að hann muni fara sér að voða og keyrir til hans upp í sveit þar sem hann hefur hreiðrað um sig í afskekktum bústað. Strákarnir gera upp samband sitt í bústaðnum en fljótlega kemst Gunnar að því að vandamálið er stærra en hann hefði nokkurn tímann getað ímyndað sér ... þeir eru ekki einir.

28.10.2017 :

Viðburðir

DANIEL SLOSS: NOW

MIÐASALA Á HARPA.IS/DANIEL

DANIEL SLOSS: NOW er frábært nýtt uppistand og tíunda sólóverk hins skoska Daniels Sloss sem er orðinn þekktur um allan heim fyrir uppistand sitt og unnið til fjölda verðlauna. Hann mun flytja sýningu sína NOW í Flóa, Hörpu, laugardaginn 28. október!


10.11.2017 :

Bíó

Murder on the Orient Express

A lavish train ride through Europe quickly unfolds into the thrilling mystery of thirteen strangers stranded on a train, where everyone's a suspect. One man must race against time to solve the puzzle before the murderer strikes again.

10.12.2017 :

Viðburðir

Jólagestir Björgvins 2017

MIÐASALA HEFST 19. OKTÓBER KL. 10 Á HARPA.IS/JOLAGESTIR
FORSALA SENU LIVE HEFST VIKU FYRR, 12. OKTÓBER KL. 10
SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN HÉR OG HAKAÐU VIÐ SENU LIVE EÐA JÓLAGESTI


Ásamt Björgvini mun að venju koma fram landslið stórsöngvara sem og sigurvegari Jólastjörnunnar 2017. Jólastjarnan er árleg söngkeppni fyrir krakka sem fram fer á Stöð 2.

Umgjörðin verður glæsileg að vanda og ekki mun neinn úr fjölskyldu Jólagesta láta sig vanta frekar en fyrri daginn.

Gestir Björgvins

Gissur Páll
Júníus Meyvant
Páll Óskar
Svala
Ragga Gísla
Jóhanna Guðrún
Katrín Halldóra Sigurðardóttir
+ Jólastjarnan

Ennfremur stíga á svið: Stórsveit Jólagesta skipuð landsliði hljóðfæraleikara undir stjórn Þóris Baldurssonar, strengjasveit undir stjórn Gretu Salóme, Gospelkór Reykjavíkur undir stjórn Óskars Einarssonar og Barnakór Kársnesskóla undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur.

Aðstandendur tónleikanna

- Gunnar Helgason leikstýrir herlegheitunum.
- Björn G. Björnsson sér um handrit og sviðssetningu.
- Þórir Baldursson útsetur og stjórnar Stórsveit Jólagesta.
- Gréta Salóme stjórnar Strengjasveit Jólagesta.
- Þórunn Björnsdóttir stórnar Barnakór Kársnesskóla.
- Jón Karl Einarsson stjórnar Karlakórnum Þröstum.
- Óskar Einarsson stjórnar Gospelkór Reykjavíkur.

Eftir 10 ár í Laugardalsöllinni er komið að því að sigra Hörpu. Við erum ákveðin í því að slá ekkert af glæsileikanum og einfaldlega gera mögnuðustu tónleika sem sést hafa í Eldborg.

Innan skamms verður kynnt hvernig miðasalan fer fram í ár.

20.12.2017 :

Viðburðir

Jól með Sissel 2017

Hver sá sem sér Sissel kolfellur fyrir töfrandi sviðsframkomu hennar en þessir töfrar hafa sett hana í hóp vinsælustu söngkvenna víða í heiminum. Hún hefur sungið inn jólin fyrir meira en milljón Norðurlandabúa og hefur hún fyrir löngu síðan sungið sig inn í hugi og hjörtu Íslendinga. Í fyrra fyllti hún hvorki meira né minna en fjórar Eldborgir og mun færri komust að en vildu. 

- Í ár verður hún með glæsilega jólatónleika í Eldborg, Hörpu, þann 20. desember.
- Tvennir tónleikar verða í boði; kl. 18 og 20.30.

Rödd Sissel er svo máttug að hún gæti fengið árnar til að renna upp í móti.“ Svona hefst gagnrýni sem stór danskur miðill skrifaði um tónleika Sissel. Auk raddarinnar hefur hún einstaka persónutöfra á sviðinu sem gera það að verkum að áhorfendum líður eins og hún sé að syngja til sín persónulega. Tónlistarmönnum þykir afar eftirsóknarvert að vinna með þessari skærustu söngstjörnu Norðurlandanna og hefur hún t.a.m. unnið með Diana Krall, Placido Domingo, Bryn Terfel og José Carreras.

Í fyrra hélt hún upp á jólin víðsvegar í Skandinavíu þar sem hún seldi upp hverja tónleikana á fætur öðrum og í ár mun hún endurtaka leikinn. Hún hefur nú fengið til liðs við sig glæsilegt lið tónlistarmanna frá Bandaríkjunum, Englandi og Noregi og saman munu þau breiða sálar- og gospelunaði yfir okkar uppáhaldsjólalög og lokka fram jólagleði í hjörtum okkar eins og þeim einum er lagið. Í þetta skiptið endar tónleikaferðin með stæl, á Íslandi.

HLJÓMSVEIT

Tim Carmon (USA) – orgel, söngur, slagverk, o.fl. 
Steffen Isaksen (NO) – píanó og hljómborð
Håvard Bendiksen (NO) – gítar, harmónika o.fl.
Gjermund Silset (NO) – bassi
Wayne Hernandez (UK) – söngur  
Sam White (UK) – söngur  
Phebe Edwards (UK) - söngur  


- Jól með Sissel verða haldin í Eldborg, Hörpu, þann 20. desember 2017.  
- Tvennir tónleikar verða í boði strax; kl. 18 og 20.30.  
- Verðsvæðin eru fjögur og kosta miðarnir frá 8.990 kr.

Sissel kemur til Íslands í boði Lexus og Egils Appelsín.

22.12.2017 :

Bíó

Ferdinand

Ferdinand er stórt og mikið naut. En hann er ekki allur það sem hann er séður.

26.12.2017 :

Bíó

Jumanji: Welcome to the Jungle

Í þessu glænýja Jumanji ævintýri finna fjögur ungmenni gamlan tölvuleik. Þau heillast af frumskógarfídusinum í leiknum þar sem þau geta spilað sem fullorðnar tölvuleikjapersónur, leiknar af Dwayne Johnson, Jack Black, Kevin Hart, and Karen Gillan. Þau komast þó fljótt að því að þetta er enginn venjulegur leikur því þau þurfa að lifa hremmingar leiksins af í raun og veru. Til þess að vinna leikinn og komast heilu og höldnu aftur til raunveruleikans þurfa þau að leggja af stað í hættulegasta ævintýri lífs þeirra og finna það sem Alan Parrish skildi eftir fyrir 20 árum - annars verða þau föst í leiknum að eilífu.


Leikstjórn: Jake Kasdan

Leikarar: Karen Gillan, Kevin Hart, Missi Pyle, Dwayne Johnson


27.12.2017 :

Viðburðir

Norður og niður

MIÐASALA HEFST 28. SEPTEMBER Á NORDUROGNIDUR.IS
FORSALA SENU LIVE HEFST 27. SEPTEMBER KL. 10:00
SKRÁÐU ÞIG Á FORSÖLULISTANN HÉR OG HAKAÐU VIÐ SENU LIVE


14.01.2018 :

Viðburðir

Iron & Wine

MIÐASALA HEFST 1. SEPTEMBER KL. 10 Á HARPA.IS/IRON
FORSALA SENU LIVE FER FRAM 31. ÁGÚST KL. 10 
SKRÁNING  HÉR Á PÓSTLISTANN OG HAKAÐU VIÐ SENU LIVE


Sam Beam hefur samið og flutt lög undir nafninu Iron & Wine í meira en áratug. Hann hefur náð að fanga bæði tilfinningar og ímyndunarafl hlustenda sinna með einstaklega hugljúfri tónlist. Við eigum von á notalegri stund í Eldborg sunnudaginn 14. janúar þar sem Iron & Wine flytur öll sín helstu lög; smellina og splunkunýtt efni.

20.01.2018 :

Viðburðir

Jim Gaffigan – Noble Ape Tour

17.05.2018 :

Viðburðir

John Cleese

FYRRI SÝNINGIN 17. MAÍ: ÖRFÁIR MIÐAR LAUSIR
AUKASÝNINGIN 18. MAÍ: ÖRFÁIR MIÐAR LAUSIR   
MIÐASALA Á HARPA.IS/CLEESE


Hafðu samband

Hringdu í okkur

591 5100

Við svörum milli 09:00 og 17:00
alla virka daga.

Sendu fyrirspurn

Til að fyrirbyggja ruslpóst:

Fréttir & tilkynningar


Fréttir og tilkynningar

Une Misère hitar upp fyrir Rise Against 23. okt. í Hörpu - Fréttir og tilkynningar Lifandi viðburðir

Une Misére eru himinlifandi yfir því að hafa verið valdir til að hita upp fyrir Rise Against, eitt heitasta rokkband heims í Hörpu 23. október. Une Misére er örugglega heitasta harðkjarnaband landsins þessa dagana og því ljóst að um einstaka rokktónleika verður að ræða og ógleymanlegt kvöld fyrir alla rokkara.

Meira

Ótrúleg viðbrögð vegna JOHN CLEESE í Hörpu - Fréttir og tilkynningar Viðburðir

Fyrr í dag hófst forsala á hinn eina sanna John Cleese í Hörpu 17. maí og var eftirspurn eftir miðum gríðarleg. Því hefur verið ákveðið að bæta strax við aukasýningu og fer hún fram daginn eftir, föstudaginn 18. maí.

Meira

Daði Freyr hitar upp fyrir Zöru Larsson í Höllinni - Fréttir og tilkynningar Viðburðir

Nýstirnið Daði Freyr mun hita upp fyrir Zöru Larsson í Laugardalshöll þann 13. október. Daði heillaði þ jóðina fyrr á árinu í Söngvakeppni sjónvarpsins með laginu „Hvað með Það?“. Allt í einu vissu allir hver Daði Freyr var, enda er hann stórskemmtilegur og hæfileikaríkur tónlistarmaður!

Meira

IRON & WINE til Íslands - Fréttir og tilkynningar Viðburðir

Sam Beam hefur samið og flutt lög undir nafninu Iron & Wine í meira en áratug. Hann hefur náð að fanga bæði tilfinningar og ímyndunarafl hlustenda sinna með einstaklega hugljúfri tónlist. Við eigum von á eftirminnilegum viðburði í Eldborg sunnudaginn 14. janúar þar sem Iron & Wine flytur öll sín helstu lög í bland við splunkunýtt efni.

Meira

JOHN CLEESE í Hörpu - Fréttir og tilkynningar Viðburðir

Hinn eini sanni John Cleese er á leiðinni til landsins með nýju sýningu sína sem hann mun ferðast með um alla Evrópu:  Last Time to See Me Before I Die. Hann kemur fram í Eldborg, Hörpu, fimmtudaginn 17. maí 2018!

Meira

TOMMY TIERNAN og DANIEL SLOSS eru á leiðinni til landsins! - Fréttir og tilkynningar

Við tilkynnum stolt tvær nýjar uppistandssýningar í Hörpu í október! Annars vegar kemur Tommy Tiernan með sýningu sína, Under the Influence, í Silfurberg og hins vegar er það NOW sýningin frá Daniel Sloss sem verður í Flóa.

Meira

FUTURE kemur fram í Höllinni 8. október - Fréttir og tilkynningar Viðburðir

Future er einn heitasti tónlistarmaður heims í dag. Fyrr á árinu droppaði hann tveimur sjóðandi heitum plötum sem fóru báðar á toppinn á Billboard 200 listann, líkt og flestar plötur sem hann hefur gefið út. Það er mikill fengur fyrir Íslendinga að fá hann á hátindi ferils síns! Emmsjé Gauti og Aron Can munu hita upp fyrir Future í Höllinni þann 8. október.

Meira

Páll Óskar í Höllinni | Algengar spurningar - Fréttir og tilkynningar Viðburðir

Hvað má? Hvað má ekki? Hvað er stæði? Hvar kaupir maður miða? Þarf að kaupa miða fyrir mjög ung börn sem maður hefur í fanginu? Má áframselja miðana? Verður áfengi selt á staðnum? En matur? Hvað um stæði fyrir hjólastóla?

Meira