Nýtt frá Senu

:

Tónlist

5: The Grey Chapter

Fimmta hljóðversplata amerísku rokksveitarinnar Slipknot.

:

Tölvuleikir

Borderlands: The Pre-Sequel

Þriðji leikurinn í hinni vönduðu og stórbrotnu Borderlands seríu.  Söguþráður leiksins gerist á milli atburða Borderlands og Borderlands 2 og fá leikmenn meiri innsýn inní söguna á bakvið þennan magnaða heim.  Leikmenn geta stýrt fjórum mismunandi persónum og er meðal þeirra hinn ráðagóði Claptrap.  Tveir geta spilað leikinn í coop á sömu tölvu og fjórir í gegnum netið.

 

Leikurinn inniheldur

 · Tunglið, en nú í fyrsta skipti geta leikmenn vaðið um þessa kunnulegu plánetu og upplifað þyngdarleysið þar.

 

· Spilaðu sem fjórar mismunandi persónur eða Wilhelm the Enforcer, Nisha the Lawbringer, Claptrap og Athena the Gladiator


:

Bíó

Borgríki 2

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

Með aðalhlutverk fara Darri Ingólfsson, Ágústa Eva Erlendsdóttir, Ingvar E. Sigurðsson, Zlatko Krickic, Sigurður Sigurjónsson og Hilmir Snær Guðnason. Söguþráður Borgríkis 2 gerist tveimur árum eftir atburði fyrri myndarinnar.

Gunnar, sem leikinn er af Ingvari, hefur misst veldi sitt til Sergej, sem leikinn er af Zlatko, og er nú í hefndarhug. Hannes, ungur og upprennandi lögreglumaður sem Darri Ingólfsson leikur, fær nýja stöðu í innra eftirliti lögreglunnar og ætlar að taka til hendinni. Hann fær ábendingu um spilltan yfirmann og ákveður að fylgjast með honum til að komast einnig höndum yfir Sergej og gengi hans.

16


Kaupa Miða

:

Bíó

The Boxtrolls

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

Fjölskyldumynd úr smiðju þeirra sem færðu okkur Coraline og ParaNorman. Í myndinni fá áhorfendur að kynnast glænýrri fjölskyldugerð - eða Boxtröll. Það er samfélag sérviturra og einstaklega stríðinna skepna sem hafa alið upp, við mikið ástríki, munaðarlausan mennskan dreng að nafni Eggs. Boxtröllin og Eggs búa á einstölu heimili undir götum bæjarins Cheesbridge. 

Þegar óþokki bæjarins, illi meindýraeyðirinn Archibald Snarcher reynir að koma Boxtröllunum fyrir kattarnef hættir Eggs sér ofanjarðar, upp í dagsljósið, þar sem hann gengur til liðs við hina áræðnu Winnifred. Saman leggja þau á ráðin um að koma fjölskyldu Eggs til bjargar. 

L


Kaupa Miða

:

Heimabíó

Hross í oss

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

Hross í oss er framlag Íslands til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs.

Hross í oss fléttar saman sögur af lífsbaráttunni, viðureign mannsins við náttúruna og tilraunum hans til að beisla dýrslega krafta sköpunarverksins til sinnar eigin upphefðar, eða glötunar.

Kvikmyndin er grimm sveitarómantík um manninn í hrossinu og hrossið í manninum. Örlagasögur af fólki í sveit eru sagðar frá sjónarhorni hestsins þar sem ást, kynlíf, hross og dauði fléttast saman með skelfilegum afleiðingum.

Kvikmyndin er eftir Benedikt Erlingsson. Hann hefur unnið til flestra leikhúsverðlauna sem hægt er; sem leikari, leikstjóri og leikskáld. Hann hefur áður sent frá sér tvær stuttmyndir en Hross í oss er hans fyrsta mynd í fullri lengd. 

Aðalleikarar myndarinnar eru auk þeirra Jarps, Skjóna og Yrju, þau Ingvar E. Sigurðsson, Steinn Ármann Magnússon, Charlotte Böving og Kristbjörn Kjeld ásamt fleirum. Framleiðandi er Friðrik Þór Friðriksson.

Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs 2014 verða afhent þann 29. október. Græna ljósið stendur fyrir sérstökum kvikmyndaviðburði í Háskólabíói  dagana 18. – 21. september þar sem allar fimm myndirnar verða sýndar. 

12

Kaupa Miða


:

Heimabíó

Ævintýri hr. Píbodýs og Sérmanns

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Allt

Gáfaðasti hundur í heimi, hr. Píbodý, og hrekkjalómurinn Sérmann nota tímavélina sína til að leita uppi hrikalegri ævintýri en nokkur drengur eða hundur gæti hugsað sér. Þegar Sérmann stelst til þess að fara í skottúr á tímavélinni til að ganga í augun á Penny, vinkonu sinni, slysast hann til að gera gat á alheiminn. 

Þannig tekst honum að rústa mikilvægustu atburðum veraldarsögunnar. En áður en fortíð, nútíð og framtíð breytast að eilífu kemur hr. Píbodý til bjargar og neyðist um leið til að standa frammi fyrir mestu áskorun allra tíma: að standa sig í foreldrahlutverkinu. Hr. Píbodý, Sérmann og Penny setja saman mark sitt á sögu heimsins. 

Kvikmyndin er sýnd með íslensku tali. 

Kaupa Miða

L

:

Tónlist

Páll Rósinkranz

Páll Rósinkranz er einn af okkar allra bestu söngvurum og í tilefni 25 ára söngafmælisins gefum við út sérstaklega eigulega 59 laga safnplötu. 

Öll vinsælustu lögin á einum stað, ásamt því besta frá Jet Black Joe auk tveggja glænýrra laga á þrefaldri safnplötu. Á plötunni má finna smelli á borð við I Believe in You, To Be Grateful, Sturlaður, Hallelujah, Higher and Higher, You Are So Beautiful, Rain og marga fleiri sem þjóðin hefur raulað með Páli síðasta aldarfjórðung. 


Páll Rósinkranz í 25 ár, einstaklega veglegur gripur - sem þú verður að eignast. 


:

Tónlist

Song Of Innocence

Ný 11 laga plata frá írsku rokksveitinni. Platan er tekin upp í Dublin, London, New Yorki og Los Angeles. Upptökum stjórnaði Danger Mouse ásamt þeim Paul Epworth, Ryan Tedder, Declan Gaffney og Flood. Platan er fáanleg í nokkrum útgáfum, meðal annars með aukalögum.

:

Tölvuleikir

The Evil Within

Svakalegur hryllingsleikur frá Shinji Mikami, en hann er þekktastur fyrir hina rosalegu Resident Evil seríu sem hefur hrætt líftóruna úr heilu kynslóðunum.  Leikurinn er hreinræktaður hryllingsleikur þar sem leikmenn fara í hlutverk leynilögreglurmannsins Sebastian Catellanos, en hann er sendur að rannsaka hrikaleg morð.  Áður en langt um líður er okkar maður kominn á kaf í einhvern mesta hrylling tölvuleikjasögunnar.:

Bíó

Gone Girl

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

Kvikmyndin byggir á samnefndri metsölubók Gillian Flynn, sem seldist eins og heitar lummur og vermdi efstu sæti bóksölulista á vesturlöndum mánuðum saman. 

Kvikmyndinni er leikstýrt af hinum margfræga David Fincher (The Girl with the Dragon Tattoo, Fight Club) og ætla má að kvikmyndin standi bókinni síst að sporði. Gone Girl fjallar um Amy Dunne sem hverfur með dularfullum hætti á fimm ára brúðkaupsafmæli sínu. Við rannsókn málsins finnst dagbók þar sem flett er ofan af svikulum eiginmanni, Nick Dunne, en þar með er sagan ekki öll. 

Í aðalhlutverkum eru þau Rosamund Pike og Ben Afflck, einnig koma við sögu úrvalsleikarar á borð við Neil Patrick Harris, Scoot McNairy og Sela Ward. 

Gagnrýnendur keppast við að lofa myndina, sem hefur slegið í gegn vestanhafs. 

***** "dásamlega myrk og fullkomlega grípandi"

- Andy Lea, Daily Star 


***** 

"Þvílík flétta!"

- Joe Neumeier, New York Daily News


**** "

Töff, myrk og ögrandi!"

- Ian Freer,Empire


"Nánast fullkominn, fullkomlega óhugnanlegur tryllir!"
- Stephen Whitty, Newark Star-Ledger

*****

"Grípandi, snjöll og snilldarlega ofin. Ein af bestu myndum leikstjórans frá upphafi. Ein af albestu myndum ársins."

-T.V., biovefurinn

 

*****

„Hin óumflýjanlega niðurstaða er að ekki sé eitt einasta feilspor tekið og að Gone Girl er enn ein rósin í yfirfullt hnappagat Finchers“

-V.J.V, Svarthofdi.is16


Kaupa Miða

:

Tölvuleikir

NBA 2K15

NBA 2K serían ber höfuð og herðar yfir aðra leiki þegar kemur að því að leiða menn um heim körfuboltans.  Leikurinn hefur þegar hlotið meira en 70 „leikur ársins“ viðurkenningar.  Að þessu sinni er það Kevin Durant sem er á hlustri leiksins, en hann var valinn leikmaður NBA deildarinnar 2013-14.  Tónlistarval leiksins er svo í höndum Pharrell Williams.

 

Leikurinn inniheldur

 · Fleiri evrópsk körfuboltalið detta inn í ár og geta leikmenn nú spilað í Evrópudeild.

 

· Fleiri spilunarmöguleikar og miklar endurbætur á „career“ hluta leiksins.

 

· Grafíkin er mun flottari og hefur gervigreindin verið bætt til muna þannig að allar aðgerðir leikmanna eru raunverulegri en áður.


:

Tölvuleikir

Skylanders: Trap Team

Þá eru Skylanders hetjurnar mættar í sínum þriðja leik eða Skylanders Trap Team.  Búið er að endurnýja Skylanders pallinn og geta leikmenn nú fangað illmenni leiksins þangað og spilað sem þau síðar.  Einnig bætast við kristallar sem hægt er að setja inní leikinn og hellingur af nýjum Skylanders köllum.

 

Leikurinn inniheldur

 · Leikföngin lifna við á skjánum og persónur leiksins öðlast líka nýtt líf þegar þær detta inní nýja pallinn

 

· Tvær leiðir til að spila, bæði sem Skylanders hetja og sem illmenni sem leikmenn geta unnið sér inn

 

· Gildrur sem leikmenn geta búið til og notað til að veiða illmennin

 

· Hellingur af nýjum persónum sem lífga upp leikinn


:

Tölvuleikir

Sleeping Dog: Definitive Edition

Uppfærð útgáfa af metsöluleiknum Sleeping Dogs, en leikurinn hefur verið endurgerður fyrir PlayStation 4 og Xbox One.  Pakkinn inniheldur allt aukaefni sem hefur komið út fyrir leikinn, mun flottari grafík, lengri söguþráð og meira að gerast á skjánum í einu.  Söguþráður leiksins snýst um mafíuna í Hong Kong og þurfa leikmenn að vaða um borgina þvera og endilanga og berja þar á hinum ýmsu óþokkum.


:

Bíó

Boyhood

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

Boyhood var tekin yfir 12 ára tímabil, með sama leikaraliði. Þessi mynd Richards Linklater er brautryðjandaverk sem fjallar um það að vaxa úr grasi. Sjónbeinandi er drengur að nafni Mason, en Ellar Coltrane er framúrskarandi í hlutverki hans, sem vex úr grasi fyrir augum áhorfenda. 

L


Kaupa Miða


:

Tölvuleikir

Driveclub

Driveclub er gerður sérstaklega fyrir PlayStation 4, en leikurinn er ólíkur öllum öðrum bílaleikjum.  Hér snýst allt um að vinna saman sem lið, en leikmenn mynda með sér hóp af ökumönnum sem mynda lið og fá allir að njóta þess sem liðsfélagarnir vinna sér inn.  Þannig að þegar einhver liðsfélaginn vinnur inn nýjan bíl eða braut, þá fá allir að njóta þess.  En þeir sem vilja spila einir og sér geta gert það líka, en til að njóta Driveclub í botn þarf að setja saman vinningsliðið.

 

Leikurinn inniheldur

 · Lið sem allt að fimm leikmenn mynda saman og fer allt sem liðsfélagarnir vinna sér inn í sameiginlegan pott sem allir græða á

 

· Endalaust af keppnum og áskorunum, en Driveclub er þannig upp byggður að stöðugt er verið að skora á menn og fá þá til að gera betur

 

· Brautir sem staðsettar eru víðsvegar um heiminn

 

· Með leiknum kemur smáforrit (app) þar sem leikmenn geta fylgst með því sem er að gerast í heimi leiksins.


:

Heimabíó

Rio 2

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Allt

Þau Blár (Ævar Þór Benediktsson) og Perla (Nanna Kristín Magnúsdóttir) flytja frá Rio de Janeiro til að setjast að í Amazon regnskóginum – því eins og Jewel segir eru þau ekki fólk heldur fuglar og eiga því að búa úti í náttúrunni. 

Í Amazon mæta þau villtum dýrum í röðum, sem hafa verið frjáls alla ævi. Þegar fjölskyldan mætir í regnskóginn hitta þau föður Perlu og kynnast fleiri fugla- og dýrategundum. Gamanið fer þó að kárna þegar fjölskyldan gerir sér grein fyrir að hætta steðjar að heimkynnum dýranna og þegar erkióvinur fuglanna, skúfpáfinn Nikka, leitar þau uppi til að hefna sín. 

Kaupa Miða


L


Væntanlegt frá Senu

:

Heimabíói

Harry og Heimir

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

Harrý og Heimir unnu hugi og hjörtu íslensku þjóðarinnar í útvarpsþáttum seint á síðust öld. Þeir hafa síðan verið gefnir út á stafrænum hljóðdiski og meira að segja gerst svo frægir að koma fram í eigin sviðsverki um sig sjálfa. Leikritið um Harrý og Heimi sló algjörlega í gegn í Borgarleikhúsinu árið 2009, en sýningarnar urðu samtals 150. Nú er ný öld, og mætti jafnvel segja að öldin sé önnur, nú er aðeins einn miðill eftir. Sá öflugasti og sá eftirsóttasti. Árið er núll í íslenskri kvikmyndagerð. Harrý og Heimir eru á leið í bíó! 

Stórmyndin Harrý og Heimir - Morð eru til alls fyrst!  Þessi mynd er svo stór að í samanburði við hana verða allar aðrar myndir eins og passamyndir. Saga um vináttu, fórnfýsi, tryggð, frosnar bunur og óheyrilega veðurfræði. 

Söguþráðurinn er eitthvað á þessa leið ef okkur skjátlast ekki: Þokkadísin Díana Klein leitar ásjár hjá einkaspæjurunum Harrý og Heimi, þar sem faðir hennar, sem er veðurathugunarmaður á Regingnípu, virðist hafa horfið sporlaust. Harrý og Heimir leggja í leiðangur upp á hálendið og tekst að stöðva svívirðilegt samsæri danskra skíðaáhugamanna um að stela íslenska hálendinu og flytja það úr landi. 

Aðalhlutverk eru í höndum Karls Ágústs Úlfssonar, Sigurðar Sigurjónssonar, Arnar Árnasonar og Svandísar Dóru Einarsdóttur. Að auki koma svið sögu Stefán Karl Stefánsson, Ólafur Darri Ólafsson, Kjartan Guðjónsson og Þröstur Leó. Leikstjórn er í höndum Braga Hinrikssonar. 

Myndin verður frumsynd í kvikmyndahúsum um allt land páskana.


Kaupa Miða


7

:

Heimabíó

Maps to the Stars

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

Áhifarík kvikmynd eftir David Chronenberg um Weiss fjölskylduna, sem er sannkallað ættarveldi í Hollywood. Dr. Stafford Weiss er geðlæknir, sem hefur þénað fúlgur fjár á sjálfshjálparbókum sínum; eiginkona hans Christina er umboðsmaður þrettán ára sonar þeirra, barnastjörnunnar Benjie sem er nýkominn úr fíkniefnameðferð, en hann hefur verið fíkill frá níu ára aldri; dóttur Weiss hjónanna Agatha var nýlega útskrifuð af geðspítala þar sem hún var í meðferð vegna íkveikjuæðis. Þegar hún er laus af spítalanum kynnist hún bílstjóranum Jerome Fontana, sem reynist einnig vera leikari og upprennandi handritshöfundur.

Kvikmyndin er dramatísk fjölskyldusaga og í aðalklutverkum eru engir aukvisar; þau Julianne Moore, Robert Pattison og John Cusack. 

Leikstjóri:


Aðalhlutverk:


:

Tónlist

Pottþétt jól

Hó, hó, hó! Senn koma jólin því nú líður að útgáfu 60 Pottþéttra jólalaga sem allir landsmenn þekkja og elska. Jólaplatan í ár fer Pottþétt í safnið! 

Pottþétt jól er þreföld plata hefur að geyma 60 jólalög sem allir þekkja, allt frá "Jól alla daga" í ógleymanlegum flutningi Eiríks Haukssonar og "Er líða fer að jólum" með Ragga Bjarna til "Last Christmas" Wham og "Driving Home For Christmas" með Chris Rea. 

Jólin verða ennþá betri með Pottþéttum jólalögum!

:

Tónlist

Ragga Gröndal

Ragga Gröndal hefur nú gefið út nýja plötu sem ber nafnið Svefnljóð. Platan er ljóðrænn seiður á íslenskri tungu sem leiðir hlustandann inn í ástand hvílunnar. Þó að ókyrrð heimsins og hin myrku öfl tilverunnar séu innan seilingar þá fljóta þau um í sefjandi andrými þar sem hlustandinn er ávallt umvafinn móðurlegum faðmi. Tónlistin og textarnir eru eftir Röggu þó að nokkur ljóð hafi verið fengin að láni hjá Hallgrími Helgasyni, Sigurði Pálssyni og Kristínu Jónsdóttur frá Hlíð.

Ragga tjáir lögin með tilfinningaríkum hætti í náinni tengingu við píanóleik sinn. Hún sér að mestu um útsetningar en einnig í samstarfi við meðleikarana. Þeir eru Guðmundur Pétursson gítarleikari, Haukur Gröndal blásari, slagverksmennirnir Claudio Spieler, Birgir Baldursson og Matthías Hemstock auk þess sem goðsögnin Pálmi Gunnarsson leikur á bassa og hefur upp raust sína á einum stað. Platan er sú áttunda sem Ragga gerir og má segja að hún komi við marga þá snertifleti sem hún hefur átt á sínum litskrúðuga ferli frá útkomu Vetrarljóða árið 2004. Svefnljóð eru gefin út af Senu á Íslandi og Beste! Unterhaltung í Þýskalandi.

:

Viðburðir

Reykjavík Comedy Festival 2014

Hér er á ferðinni ný og glæsileg hátíð, þriggja daga grínveisla sem stendur yfir frá föstudeginum 24. október til sunnudagsins 26. október. Reykjavík Comedy Festival (RCF) er hluti af Europe Comedy Fest sem haldin verður í Svíþjóð, Noregi, Belgíu og fleiri löndum.

Föstudagur 24. október - Silfurberg

Kl. 20.00: Saga Garðarsdóttir
+ BBC presents Best of Fest: Rob Deering, Harriet Kemsley, Sean McLoughlin og Joel Dommett

Kl. 22.30: Dóri DNA + Kerry Godliman

Laugardagur 25. október - Silfurberg

Kl. 20.00: Þorsteinn Guðmundsson 
+ New York's Funniest: Andrew Schulz, Ricky Valez og James Adomian

Kl. 22.30: Ari Eldjárn + Jim Breuer

Sunnudagur 26. október - Eldborg

kl. 20.00: Stephen Merchant

Miðasala er í fullum gangi á Miði.is, Harpa.is, í miðasölu Hörpunnar og í síma 528 5050. 

Þeir sem kaupa miða á allar fimm sýningarnar fá 20% allsherjarafslátt af heildarverði. Eingöngu er hægt að tryggja sér allsherjarafsláttinn tilboð í gegnum símann eða í miðasölu Hörpunnar.

:

Tónlist

SG Jólalögin

Fyrr á árinu kom út plata sem hafði að geyma úrval laga frá útgáfu Svavars Gests. Það er skemmst frá því að segja að hún rauk út eins og heitar lummur og ljóst að landsmenn hafa sterkar taugar til SG hljómplatna. Svavar Gests gaf einnig út þekktustu og hjartnæmustu jólalög þjóðarinnar, og úrval þeirra kemur út fyrir þessi jól. Þrjár plötur í albúmi sem aðeins kosta sama og ein - SG jólalögin eru tilvalin til að búa til jólastemninguna. 

:

Heimabíó

The Amazing Spider-Man 2

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

Við einni vinsælustu sögupersóna heims blasir stærsta baráttan til þessa. Peter Parker á í basli við að ná jafnvægi á milli þess að vera ósköp venjulegur framhaldsskólanemi og þarf jafnframt að sinna skyldum sínum sem Kóngulóarmaðurinn og vernda íbúa New York borgar gegn aðsteðjandi ógnum. 

Í brennidepli er ósögð saga Peters Parker (Andrew Garfield), en áhorfendur fylgdust með honum vaxa úr grasi hjá frænku sinni og frænda í fyrri myndinni, þar sem hann uppgötvaði hver hann er og komst á snoðir um hver örlög foreldra hans voru.

Í myndinni rannsakar Peter ýmislegt varðandi dularfulla fortíð föður síns með hjálp vinar hans Harry Osborn (Dane DeHaan) og Gwen Stacy (Emma Stone) á sem fyrr stóran stað í hjarta Parkers.

Veigamesta barátta Peters Parkers er sú sem hann stendur í hið innra; hinn eilífi núningur ofurkraftanna og hversdagslífsins.

Leikstjóri: Mark Webb

Aðalhlutverk: Andrew Garfield, Emma Stone, Jamie Foxx og Dane DeHaan. 

Kaupa Miða


12


:

Viðburðir

BBC Presents Best of Fest

Það verður svo sannarlega engin lognmolla á Reykjavík Comedy Festival í Hörpu á Reykjavík Comedy Festival því á meðal þeirra sem fram koma eru fjórir snillingar frá Bretlandi úr hópnum "BBC presents Best of Fest". 

Þeir meðlimir hópsins sem munu sækja Ísland heim eru Rob Deering, Harriet Kemsley, Sean McLoughlin og Joel Dommett

ROB DEERING
Rob leikur á gítar á meðan hann fer með sitt uppistand. Hann er eini keppandinn í sjónvarpsþáttunum The Weakest Link sem hefur sigrað án þess að svara einni einustu spurningu vitlaust. Hann er einn eftirsóttasti uppistandari Bretlands og hefur auk þess troðið upp um allan heim.

„Eins beittur og fjölbreyttur og svissneskur vasahnífur, Rob Deering er einn besti uppistandarinn sem völ er á í dag!“ – The Guardian


HARRIET KEMSLEY
Harriet er menntuð leikkona en hóf uppistandsferilinn árið 2011. Hún hefur nýverið lokið tökum á sinni fyrstu kvikmynd, Bonobo. Hún vann til Bath verðlaunanna sem nýliði ársins  í fyrra og hefur sérstaklega vakið eftirtekt fyrir sérviskulega, fyndna háðsádeilu. 

„Stórkostlega fyndið nýtt uppistand!“ – Time Out


SEAN MCLOUGHLIN
Sean er 26 ára gamall og er frá Brighton. Eitt sinn kom hann fram á Bingókvöldi í Newcastle og í The Royal Albert Hall - í sömu vikunni. Sean er brjálæðislega fyndinn. Punktur. Hæfileikar hans eru eins náttúrulegir og þeir gerast og efnistökin eiga erindi við alla. 

„Þessi gaur hefur brjálaða hæfileika ... sem grínisti með asnalegt hár er hann einn af þeim allra bestu!“ – Scotsman


JOEL DOMMETT
New York búinn Andrew Schulz elskar hlátur, alvöru brjálæðislegan hlátur. Grínistinn er þekktastur af hárbeittum, sprenghhlægilegum, töff og óforskömmuðum húmor. Joel hefur átt spennandi feril síðan hann byrjaði árið 2007 og þykir einn af efnilegustu uppistöndurum Bretlands. Hann var andlit MTV sjónvarpsstöðvarinnar árið 2012 og flutti daglegar fréttir á sjónvarpsstöðinni.

„Brjálæðislega fyndið atriði *****“ – Three weeks


:

Tölvuleikir

Civilization: Beyond Earth

Civilization serían er einhver sú farsælasta þegar kemur að herkænskuleikjum, en í þessum nýjasta leik seríunnar fara leikmenn útí geim og fá að vinna þar með allskyns framandi tækni og nema land í heimum sem geimverur hafa yfirráð yfir.  Leikmenn munu fá mun fleiri möguleika í spilun og er leikurinn þannig gerður að hægt er að klæðskerasauma hann að smekk hvers og eins.

 

Leikurinn inniheldur

 · Framandi plánetur sem eru byggðar af dularföllum geimverum.

 

· Ný tækniundur sem hafa mikil áhrif á framþróun mannkynsins

 

· Opnari spilun og betri grafík en áður hefur sést í Civilization


:

Bíó

Fury

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

Apríl 1945. Á meðan bandamenn eru fáeinum skrefum frá því að vinna stríðið stýrir hinn reynslumikli hermaður Warraday (Brad Pitt) Sherman skriðdreka og fimm manna herliði í banvænum leiðangri á óvinaslóðum. Þeir eru miklu færri og illa vopnum búnir, en ákveða engu að síður að láta til skara skríða í helsta vígi nasista í Þýskalandi. 

Þessi hörkuspennandi hættuför er skipuð leikurum í úrvalsflokki, þeirra á meðal Brad Pitt, Shia LaBeouf, Logan Lerman og Scott Eastwood. 

16

:

Bíó

Home

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

Lou er einfari sem býr hjá mömmu sinni, sem hún telur vera eina eftirlifandi ættingja sinn. Þegar hún kemst að því að amma hennar, Frida er sprelllifandi og afi hennar, Yngve, nýlátinn er henni vægast sagt brugðið. Lou umturnar lífi sínu flytur inn til syrgjandi ömmu sinnar, sem flýr sorgina með því að hjálpa Tom, 10 ára strák sem er ekki góður í neinu. Fornbóksalinn Henrik gengur með grasið í skónum á eftir Lou, sem neyðir hana til að horfast í augu við að hún sé ekki alveg ómöguleg. 

Íslendingar ættu að kannast við sögusviðið, því myndin er meðal annars tekin upp á Eyrarbakka. 

:

Viðburðir

Kerry Godliman

Kerry Golidman kemur fram þann 24. október á Reykjavík Comedy Festival. Hún er bresk leikkona og rísandi stjarna í uppistandsheiminum og er einna þekktust fyrir hlutverk í þáttum á borð við Law of the PlaygroundSpoonsExtrasLife's Too Short, Rush HourMichael McIntyre's Comedy RoadshowMiranda og Home Time

Kerry  hefur einnig starfað með Ricky Gervais í þáttunum Derek, stýrt útvarpsþáttum og haslað sér völl sem vinsæll uppistandari, sem hefur hlotið rífandi viðtökur. 

"Frábær uppistandari sem stafar frá einstakur persónuleiki" - Evening Standard


"Þessi unga stúlka frá London hefur sannarlega hæfileika til að skara fram úr" - The Scotsman

:

Viðburðir

Jim Breuer

Jim Breuer er einn af þeim allra vinsælustu; á að baki 20 ára reynslu í gríninu og er nú meðal þekktustu andlita bransans. Comedy Central sjónvarpsstöðin tilnefndi hann sem einn af 100 bestu uppistöndurum allra tíma og í Bandaríkjunum er hann með vinsælan útvarpsþátt á Sirius stöðinni, þar sem á meðal fastagesta eru t.d. Jerry Seinfeld, Bill Cosby, Chris Rock og Dennis Leary. Breuer er hvað þekktastur fyrir að hafa verið einn af aðalleikurunum í Fridays with Breuer í fjögur ár. Hann hefur að auki leikið í fjöldan allan af kvikmyndum og má þar nefna Saturday Night LiveHalf Baked og Zookeeper. Breur slær í gegn hvert sinn sem hann fer með fjölskylduvænt uppistand, frumleg uppátæki á sviðinu og magnaðar eftirhermur.

„Ég hef séð Jim áður og ég hlæ alltaf svo mikið að ég næ ekki andanum að sýningu lokinni. Hann er ótrúlega fyndinn og allir geta tengt sig við grínið hans því hann tekur jafnan á hversdagsleikanum.“ – Fans@Ticketmaster

„Hann fjallar um málefni eins og hjónaband og fjölskylduna, en gerir það algerlega út frá persónulegri reynslu. Hann klisjurnar og breytir þeim í eitthvað einstakt, hreinskilið og ótrúlega fyndið.“ - About.com


 

:

Viðburðir

New York's Funniest

Það má búast við dynjandi hlátrasköllum í salnum þegar bandaríski hópurinn New York's Funniest, stígur á stokk á Reykjavík Comedy Festival, en þeir meðlimir hópsins sem koma til Íslands eru: 

Andrew Schulz, Ricky Velez og James Adomian. 

RICKY VELEZ

Ricky er þaulreyndur uppistandari, hann hóf ferilinn í New York og kemur þar fram nánast á hverju kvöldi. Ricky er þaulreyndur uppistandari, hann hóf ferilinn í New York og kemur þar fram nánast á hverju kvöldi. 

JAMES ADOMIANJames komst í úrslit í þáttunum Last Comic Standing árið 2010, hann er þekktur fyrir að bregða sér í snarbilaða og vægast sagt sérstaka karaktera á sviði. ANDREW SCHULZ

Andrew er þekktur fyrir hárbeittann götustíl í sínu uppistandi. Hann hefur átt viðamikinn feril á MTV sjónvarpsstöðinni og stjórnar þar þremur þáttum, The Hook Up, Jobs that Don´t Suck og Guy Court .Hann var aðalkynnir á  evrópsku kvikmyndaverðlaunum MTV árið 2012.  

:

Viðburðir

Stephen Merchant

Lokaatriði Reykjavík Comedy Festival er ekki af verri endanum; sjálfur Stephen Merchant, sem er hvað þekktastur fyrir að hafa skapað, skrifað og leikstýrt The Office sem eru meðal vinsælustu, virtustu og áhrifamestu sjónvarpsþátta síðari tíma ásamt Ricky Gervais, kemur fram með uppistandssýningu sína sem lokaatriði hátíðarinnar sunnudaginn 26. október.  

Í kjölfar The Office hefur Merchant gert það gott í þáttum á borð við Hello Ladies á HBO,  Extras og Life's Too Short og An Idiot Abroad auk þess að fara á kostum í bíómyndum á borð við I Give it a Year. 
Þetta er sýning sem engin sannur uppistandsaðdáandi má láta framhjá sér fara. 

:

Bíó

I due Foscari

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

Sena í samstarfi við Royal Opera House kynnir óperuna I due Foscari eftir Giuseppe Verdi í beinni útsendingu í bestu mögulegu gæðum í Háskólabíói. 

Það er enginn annar en Stephen Fry kynnir óperuna, sem skartar hinum eina sanna Plácido Domingo í aðalhlutverki. Uppfærslan er í höndum Thaddeusar Strassverger og leikstjórnina annast Antonio Pappano. 

I due Foscari er sjötta ópera Verdis og ein af hans myrkustu og sorglegustu. Talið er að tónskáldið, þá 31 árs, hafi byggt verkið á eigin reynslu en fáum árum fyrr missti hann eiginkonu sína og tvö ungabörn. 

Óperan fjallar um Jacopo Foscari sem er sonur ríkisstjórans í Feneyjum. Jacopo hefur verið sakfelldur fyrir morð og landráð en eiginkona hans, Lucrezia er sannfærð um sakleysi hans. Faðir hans neyðist hins vegar til að taka hörmulega ákvörðun þar sem spillt stjórnsýslan í borginni beitir hann vélarbrögum. 

Harmleikur um örvæntingafullan föður sem togast á milli ástar sinnar til fjölskyldunnar og skyldunnar sem hann gegnir í gerspilltri borgar. 

:

Tónlist

Kiasmos

Kiasmos er dúett skipaður þeim Ólafi Arnalds og Janusi Rasmussen (úr Bloodgroup).  

Þeir Ólafur og Janus byrjuðu að vinna saman undir þessu nafni árið 2009 og hafa á þessu ári einbeitt sér að því að taka upp sína fyrstu plötu.  Afraksturinn er hrein raftónlistarveisla.

Fáanleg á geisladiski og vínil.


:

Tónlist

1989

Ungstirnið Taylor Swift er orðin 25 ára og sendir hér frá sér sína poppuðustu plötu til þessa.

:

Tónlist

Houses Of The Holy .. remastered

John Bonham, John Paul Jones, Jimmy Page og Robert Plant sendu frá sér plötuna Houses of the Holy árið 1973. Hér er hún endurútgefin með fullt af aukaefni og á vínil.

:

Tónlist

IV.. remastered

John Bonham, John Paul Jones, Jimmy Page og Robert Plant sendu frá sér sína fjórðu plötu árið 1971, sem inniheldur m.a. rokkópusinn Stairway To Heaven. Hér er hún endurútgefin með fullt af aukaefni og á vínil.

:

Tónlist

Tell'Em I'm Gone

Glæný plata frá Yusuf, sem einnig er þekktur sem Cat Stevens. Fyrsta platan hans síðan Roadsinger kom út árið 2009.

:

Tölvuleikir

SingStar Ultimate Party

Í tilefni af 10 ára afmæli SingStar kemur út glæný útgáfa á PlayStation 4 og PlayStation 3.  Nú geta leikmenn notað snjallasímana sína sem hljóðnema og sungið í þá ásamt því að stýra fjöri leiksins með glænýju smáforriti (app).  Hentu partíinu uppá næsta stig með þessum nýja SingStar leik, en hann inniheldur skothelda blöndu af lögum, bæði nýjum og gömlum.

 

Leikurinn inniheldur

 · Breyttu snjallsímanum þínum í hljóðnema og syngdu í hann af öllum lífs og sálarkröftum.

 

· Fleiri spilunarmöguleikar, en nú geta leikmenn sungið einir og sér eða keppt í allskyns söngkeppnum.

 

· Hægt er að nota PS4 myndavélina til að keyra stuðið ennþá meira upp.

 


:

Heimabíó

22 Jump Street

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

Árið 2012 fjölmenntu áhorfendur um allan heim á eina fyndnustu gamanmynd ársins, 21 Jump Street, sem byggir samnefndum sjónvarpsþáttunum sem börn níunda áratugarins ættu að kannast vel við. Eftir að hafa gengið í menntaskóla (tvisvar) eru félagarnir ógleymanlegu, Jenko (Channing Tatum) og Schmidt (Jonah Hill) mættir til starfa á ný og fara að þessu sinni í háskóla til að sinna leynilögreglustörfum. 

Þegar Jenko hittir sálufélaga sinn í íþróttaliði skólans og Schmidt laumar sér inn í hóp listaspíra fara efasemdir um vináttuna að láta kræla á sér. Því þurfa þeir ekki einungis að leggja sig fram um að leysa glæpamál, heldur þurfa þeir að átta sig á því hvort þeir geti átt í þroskuðu sambandi hvor við annan. 

22 Jump Street er líkt og fyrri myndin óður til YouTube kynslóðarinnar, hasarmynda og misgóðra sjónvarpsþátta. 

12

Kaupa Miða

:

Heimabíó

Hneturánið

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Allt

Bráðfyndin teiknimynd stútfull af skrípalátum og hamagangi! 

Hneturánið er skemmtileg ævintýramynd um sérvitran íkorna sem fer vægast sagt óhefðbundnar leiðir við að afla sér matar! 

Íkorninn Surly (Will Arnett) er sannkallaður nöldurseggur sem hugsar um fátt annað en sjálfan sig. Þegar hann er rekinn á brott af heimili sínu í almenningsgarði nokkrum neyðist hann til að reyna að lifa af upp á eigin spýtur í stórborginni. Fyrir algjöra heppni rekst hann á það eina sem gæti mögulega bjargað lífi hans á meðan hann undirbýr sig fyrir veturinn - nefnilega Hnetubúð Maurys. 

Surly fær vin sinn, rottuna Buddy, til að aðstoða sig við að ræna hnetubúðina, en þeir lenda í mun stærra og flóknari ævintýri en þá grunaði!  

Sannkallað stjörnulið ljær dýrunum í myndinni raddir sínar, nefna má þau Will Arnett, Brendan Frasier, Katherine Heigl, Jeff Dunham, Liam Neeson og Gabriel Iglesias. 

Leikararnir sem mæla fyrir dýrin í Hneturáninu á íslensku eru ekki heldur af verri endanum, en það eru þau Magnús Jónsson, Hjálmar Hjálmarsson, Valdimar Örn Flygenring, Steinn Ármann Magnússon, Viktor Már Bjarnasson, Kolbeinn Arnbjörnsson, Álfrún Helga Örnólfsdóttir, Selma Björnsdóttir og Vaka Vigfúsdóttir. Leikstjóri talsetningarinnar er Tómas Freyr Hjaltason.

Myndin er sýnd með íslensku tali. 

Kaupa Miða

Hafðu samband

Hringdu í okkur

591 5100

Við svörum milli 09:00 og 17:00
alla virka daga.

Sendu fyrirspurn

Til að fyrirbyggja ruslpóst:

Fréttir & tilkynningar

Allt

Ný plata frá Röggu Gröndal komin út - 22.10.2014 Tónlist

Ragga Gröndal hefur nú gefið út nýja plötu sem ber nafnið Svefnljóð. Platan er ljóðrænn seiður á íslenskri tungu sem leiðir hlustandann inn í ástand hvílunnar. Þó að ókyrrð heimsins og hin myrku öfl tilverunnar séu innan seilingar .  Meira...

Hemma frumsýnd á föstudaginn - 22.10.2014 Kvikmyndir

Lou er einfari sem býr hjá mömmu sinni, sem hún telur vera eina eftirlifandi ættingja sinn. Þegar hún kemst að því að amma hennar, Frida er sprelllifandi og afi hennar, Yngve, nýlátinn er henni vægast sagt brugðið.

Meira...

Tryggðu þér miða á Jólagesti Björgvins   - 20.10.2014 Viðburðir

Miðasalan hefst á fimmtudaginn, þann 23. október kl. 10. Líkt og fyrr fá þeir sem eru skráðir á póstlista Senu eða Jólagesta tækifæri til að tryggja sér miða daginn áður en almenn sala hefst, eða á miðvikudaginn. 

Meira...

Fury frumsýnd á föstudaginn - 20.10.2014 Kvikmyndir

Apríl 1945. Á meðan bandamenn eru fáeinum skrefum frá því að vinna stríðið stýrir hinn reynslumikli hermaður Warraday (Brad Pitt) Sherman skriðdreka og fimm manna herliði í banvænum leiðangri á óvinaslóðum. 

Meira...

Páll Rósikranz 25 ár kemur út á morgun - 15.10.2014 Tónlist

Páll Rósinkranz er einn af okkar allra bestu söngvurum og í tilefni 25 ára söngafmælisins gefum við út sérstaklega eigulega 59 laga safnplötu. Öll vinsælustu lögin á einum stað, ásamt því besta frá Jet Black Joe.  

Meira...

JÓLASTJARNAN 2014: SKRÁNING ER HAFIN! - 14.10.2014 Viðburðir

Jólagestir Björgvins verða haldnir í áttunda sinn þann 13. desember næstkomandi í Höllinni og leitin er hafin að Jólastjörnu ársins. Jólastjarnan er söngkeppni fyrir börn yngri en 16 ára og mun sigurvegarinn koma fram á stórtónleikunum eins og síðustu ár.

Meira...

Spurt og svarað á Vonarstræti - 14.10.2014 Kvikmyndir

Vonarstræti hefur svo sannarlega fallið í kramið hjá landsmönnum, sem nú fá tækifæri til að spyrja leiktjóra myndarinnar og tvo aðalleikara spjörunum úr eftir sýningu á miðvikudaginn, 15. október, kl. 21:00. 


Meira...

Yfir hafið með Uniimog - 8.10.2014 Tónlist

Uniimog er splunkuný hljómsveit, hugarfóstur þeirra Þorsteins Einarssonar og Guðmundar Kristins Jónssonar sem báðir eru gjarnan kenndir við Hjálma. Fyrsta smáskífa sveitarinnar lítur nú dagsins ljós Meira...