Norður og niður

Norður og niður

Jólagestir Björgvins

Jólagestir Björgvins

Jól með Sissel

Jól með Sissel


Nýtt frá Senu

10.11.2017 :

Bíó

Murder on the Orient Express

Belgíski morðgátusérfræðingurinn Hercule Poirot er meðal farþega á fyrsta farrými Austurlandahraðlestarinnar sem er á leið til Vestur-Evrópu. Nótt eina er einn farþeganna myrtur í svefni og þar sem lestin er teppt vegna snjóskriðu sem hylur lestarteinana fær Hercule tíma og tækifæri til að rannsaka málið, raða saman sönnunargögnum og finna morðingjann áður en lögreglan kemur um borð.

Morðið í Austarlandahraðlestinni er ein frægasta og vinsælasta saga rithöfundarins og morðgátudrottningarinnar Agöthu Christie. Hún kom út 1. janúar 1934 og varð strax mjög vinsæl eins og fleiri sögur Agöthu. Sagan hefur verið kvikmynduð og sett upp á leiksviðum ótal mörgum sinnum gegnum tíðina. 03.11.2017 :

Bíó

Suburbicon

Leyndarmál og blekkingar ... og morð. Sérkennileg atburðarás fer í gang eftir að fækkar um einn í íbúatölu bæjarins Suburbicon. Glæpamenn ráðast inn á heimili Gardner-hjónanna og myrða húsmóðurina ... en herra Gardner lætur ekki þar við sitja.

27.10.2017 :

Bíó

Rökkur

Nokkrum mánuðum eftir sambandsslitin fær Gunnar símhringingu frá fyrrverandi kærastanum sínum, Einari. Hann er í miklu uppnámi og Gunnar er hræddur um að hann muni fara sér að voða og keyrir til hans upp í sveit þar sem hann hefur hreiðrað um sig í afskekktum bústað. Strákarnir gera upp samband sitt í bústaðnum en fljótlega kemst Gunnar að því að vandamálið er stærra en hann hefði nokkurn tímann getað ímyndað sér ... þeir eru ekki einir.

20.10.2017 :

Bíó

Hneturánið 2

Ævintýramynd um sérvitran íkorna, Surly, og vini hans, Buddy, Andie og Precious. Þau komast að því að borgarstjóri Oaktonborgar ætlar sér að byggja stærðarinnar, og frekar tötralegan, skemmtigarð akkúrat þar sem almenningsgarðurinn stendur. Það er í þeirra höndum að stöðva borgarstjórann og koma í veg fyrir að heimilið þeirra verði lagt í rúst.

20.10.2017 :

Bíó

Unlocked

Alice Racine er sérfræðingur í yfirheyrslum hjá CIA. Hún er kölluð til að yfirheyra meintan hryðjuverkamann en í miðju verkefni áttar hún sig á því að yfirheyrslan sjálf er gildra, sett á svið til að veiða upplýsingar upp úr henni sjálfri. Um leið hefst óvænt atburðarás og hún kemst að því að í bígerð er að gera sýklavopnaárás á London sem myndi hafa skelfilegar afleiðingar í för með sér. Alice verður að stöðva það en vandamálið er að hún veit ekki lengur hverjum hún getur treyst. 

Leikstjórinn Michael Apted á langan feril og margar góðar myndir að baki. Unlocked er þrælgóð mynd fyrir fólk sem vill spennu, hasar og fléttur.


Leikstjórn: Michael Apted

Leikarar: Michael Douglas, Orlando Bloom, Noomi Rapace

13.10.2017 :

Bíó

Borg - McEnroe

Myndin segir okkur forsöguna að hinum magnaða úrslitaleik á tennismóti Wimbledon árið 1980 á milli Björns Borgs og Johns McEnroe. Um leið er skyggnst á bak við tjöldin í lífi beggja keppenda og hvað þeir þurftu að leggja á sig til að ná á toppinn í tennisheiminum. Þeir þóttu mjög ólíkar manngerðir; Borg þessi rólega og yfirvegaða týpa en McEnroe var afar skapbráður og frægur fyrir útistöður sínar og háværar deilur við dómara á leikjum sínum. Þeir Shia LaBeouf og hinn íslenski Sverrir Guðnason þykja túlka þá McEnroe og Borg af snilld. Einnig leikur Stellan Skargard stóra rullu í þessari mjög svo athyglisverðu bíómynd frá höfundi Armadillo


Leikstjórn: Janus Metz

Leikarar: Sverrir Gudnason, Stellan Skarsgård, Shia LaBeouf


06.10.2017 :

Bíó

Blade Runner 2049

Blade Runner 2049 tekur upp þráðinn þrjátíu árum eftir að atburðum fyrstu myndarinnar lýkur. LAPD lögreglumaðurinn Officer K, svokallaður „blade runner“, kemst yfir leyndardómsfullar upplýsingar sem áttu fyrir löngu að vera gleymdar og grafnar, enda gætu þær steypt því sem eftir er af samfélaginu í glötun og óeirðir. Uppgötvun K leiðir hann að máli fyrrum LAPD lögreglumannsins Rick Deckard, sem einnig var „blade runner“, en hans hefur verið leitað í þrjá áratugi. 29.09.2017 :

Bíó

Flatliners

Eftir að hafa valdið bílslysi sem varð systur hennar að bana verður Courtney gagntekin af hugmyndinni um dauðann. Hún er ungur, útsjónasamur læknanemi í starfsnámi á sjúkrahúsi og fær fjóra aðra nema með sér í lið til þess að gera áhættusamar tilraunir á dauðanum. Rannsóknir þeirra ganga út á það að eitt þeirra upplifi dauðann í örskamma stund með því að framkalla hjartastopp en verða svo endurlífguð af hinum í hópnum áður en lífið fjarar endanlega út – og þannig skiptast þau á. Í fyrstu virðast rannsóknirnar ganga betur en nokkurn hefði grunað. Fljótlega fara þó undarleg áföll úr fortíðinni að hafa veruleg áhrif á tilraunirnar og mörkin milli þess raunverulega og óraunverulega verða sífellt óskýrari.  

Um er að ræða þrælgóðan spennutrylli sem fær hárin til að rísa!
Leikstjórn: Niels Arden Oplev

Leikarar: Kiersey Clemons, Ellen Page, Nina Dobrev
22.09.2017 :

Bíó

Kingsman: The Golden Circle

Matthew Vaughn er sestur aftur í leikstjórastólinn til að stýra framhaldinu af Kingsman: The Secret Service, kvikmynd sem blés nýju lífi spæjarasögurnar fyrir næstu kynslóð áhorfenda og velti hvorki meira né minna en 414,5 milljónum USD. Taron Egerton, Colin Firth og Mark Strong eru mættir aftur til leiks og fengið stjörnuleikara á borð við Julianne Moore, Channing Tatum, Jeff Bridges, Halle Berry og Pedro Pascal til liðs við sig. Einnig hefur það verið staðfest að hinum eina sanna Elton John bregði fyrir! 

Í Kingsman: The Golden Circle þurfa Eggsy og Merlin að biðja um aðstoð frá samtökunum the Statesman og elta uppi hið siðblinda illmenni sem ber ábyrgð á hræðilegri árás á the Kingsman. Myndin er full af spennu og einstaklega stílhrein. Ekkert er of heilagt fyrir þær bráðfyndnu og ógleymanlegu persónur sem koma fram í þessum stórbrotna og svívirðilega söguheimi. Um er að ræða hreina og tæra skemmtun!


Leikstjórn: Matthew Vaughn

Leikarar: Channing Tatum, Taron Egerton, Colin Firth, Pedro Pascal


16.09.2017 :

Viðburðir

Páll Óskar í Höllinni

MIÐASALA Í STÆÐI ER Í FULLUM GANGI Á TIX.IS/PALLI

EINGÖNGU STAKIR MIÐAR LAUSIR Í STÚKU Á BÆÐI DAG- OG KVÖLDTÓNLEIKA 


15.09.2017 :

Bíó

47 Meters Down

Systurnar Kate og Lisa eru í fríi í Mexíkó þar sem þær fá tilboð um að kafa í hákarlabúri og komast í návígi við hina risastóru hvítu hákarla sem hafast við undan ströndinni. Þær láta til leiðast en festast á hafsbotni þegar taugin sem tengir búrið sem á að vernda þær frá hákörlunum slitnar. Súrefnið er á þrotum og hvítháfarnir hringsóla í kringum búrið. 

Um er að ræða hörkuspennandi mynd sem fær áhorfendur bókstaflega til að halda niðri í sér andanum! 


Leikstjórn: Johannes Roberts

Leikarar: Claire Holt, Matthew Modine, Mandy Moore

06.09.2017 :

Bíó

Undir trénu

Agnes (Lára Jóhanna Jónsdóttir) grípur Atla (Steindi) við að horfa á gamalt kynlífsmyndband, hendir honum út og meinar honum að umgangast 4 ára dóttur þeirra. Atli flytur inn á foreldra sína (Siggi Sigurjóns, Edda Björgvins) sem eiga í deilu við fólkið í næsta húsi (Þorsteinn Bachmann, Selma Björns). Stórt og fagurt tré sem stendur í garði foreldranna skyggir á garð nágrannanna, sem eru orðin langþreytt á að fá ekki sól á pallinn. Á sama tíma og Atli berst fyrir umgengni við dóttur sína verður deilan um tréð sífellt harðari. Eignaspjöll eru framin og gæludýr hverfa á dularfullan hátt þegar sögusagnir um mann með keðjusög fara á kreik.

Hér skrifa Huldar Breiðfjörð og Hafsteinn Gunnar handrit að samtímasögu um nágranna- og forræðisdeilur sem fara úr böndunum. Myndin fjallar um venjulegt fólk í tilgangslausu stríði hvort við annað en einn aðalleikari myndarinnar er stórt og fallegt tré!

01.09.2017 :

Bíó

Höfnun konungsins

Þýski herinn komur til Oslóar þann 9. apríl 1940. Norski konungurinn stendur frammi fyrir ákvörðun sem mun hafa gríðarleg áhrif á landið hans.

23.08.2017 :

Bíó

Emojimyndin

Gene býr ásamt aragrúa broskarla og alls kyns öðrum táknum í borg emoji-táknanna sem er falin á milli appanna í símanum. Táknin í borginni þrá að vera valin af eiganda símans og Gene er engin undantekning. Hann er svokallað „meh“ tákn og á að vera með tómlátan svip. Hann hefur þó litla stjórn á svipum sínum og hin táknin í borginni eru hrædd um að síminn verði straujaður komist eigandinn að þessu vandamáli.

Gene fær til liðs við sig tvö ólík tákn og þau ferðast um símann þvert og endilangan í leit að kóðanum sem á að gera Gene að „eðlilegu“ emoji-tákni með einn fastan svip. Emojimyndin er nýjasta myndin frá teiknimyndadeild Sony-kvikmyndarisans og hefur að geyma litríkt, fjörugt og fyndið ævintýri sem öll fjölskyldan á eftir að skemmta sér vel yfir.


Leikstjórn:

Rósa Guðný Þórsdóttir Íslensk talsetning: Ævar Þór Benediktsson, Orri Huginn Ágústsson, Salka Sól Eyfeld, Esther Talia Casey, Edda Björgvinsdóttir, Steinn Ármann Magnússon.

16.08.2017 :

Bíó

Stóri dagurinn

Alexia segir strax „Já!“ þegar hún finnur í fórum Mathiasar nafnspjald viðburðastjóra sem skipuleggur brúðkaup. Hún veit ekki að nafnspjaldið tilheyrir í raun ástkonu Mathiasar sem nú er skyndilega kominn í óþægilega stöðu, fastur milli brúðarinnar og ástkonunnar sem er að skipuleggja brúðkaupið sem hann vildi aldrei halda.

02.08.2017 :

Bíó

The Dark Tower

The Dark Tower eftir Stephen King er ein metnaðarfyllsta bók þessi heimsþekkti rithöfundur hefur skrifað. Sagan er afar víðfem og margir hafa beðið óþreyjufullir eftir að fá hana á hvíta tjaldið. Hún fjallar um Roland Deschain (Idris Elba) sem hefur það hlutverk að vernda turninn sem heldur heiminum saman. Hann stendur nú í eilífu stríði við Walter O‘Dim (Matthew McConaughey), einnig þekktur sem „hinn svartklæddi maður“, sem hefur aðeins eitt markmið: Að fella turninn. Örlög heimsins eru í höndum Rolands sem þarf að sigra baráttuna milli hins góða og hins vonda og bjarga turninum úr klóm hins svartklædda manns. 


Leikstjórn: Nikolaj Arcel

Leikarar: Idris Elba, Matthew McConaughey, Katheryn Winnick, Nicholas Hamilton


Væntanlegt frá Senu

10.12.2017 :

Viðburðir

Jólagestir Björgvins 2017


12. DESEMBER KL. 20.00 - FÁIR MIÐAR EFTIR
ATH: EKKI ER HÆGT AÐ BÆTA VIÐ FLEIRI TÓNLEIKUM

10. DESEMBER KL. 17.00 - UPPSELT 
10. DESEMBER KL. 21.00 - UPPSELT 
11. DESEMBER KL. 21.00  - UPPSELT 

Miðasala: HARPA.IS/JOLAGESTIR
Sértilboð á Kolabraut og Smurstöð fyrir miðahafa: SENA.IS/JOLATILBOD


Ásamt Björgvini mun að venju koma fram landslið stórsöngvara sem og sigurvegari Jólastjörnunnar 2017. Umgjörðin verður glæsileg að vanda og ekki mun neinn úr fjölskyldu Jólagesta láta sig vanta frekar en fyrri daginn.

Gestir Björgvins:

Gissur Páll
Jóhanna Guðrún
Júníus Meyvant 
Katrín Halldóra Sigurðardóttir
Ragga Gísla
Páll Óskar
Svala
+Jólastjarnan 2018

Sérstakir gestir: Sturla Atlas og Stefán Karl

Ennfremur stíga á svið: Stórsveit Jólagesta skipuð landsliði hljóðfæraleikara undir stjórn Þóris Baldurssonar, strengjasveit undir stjórn Gretu Salóme, karlakórinn Þrestir undir stjórn Ástvalds Traustasonar, Gospelkór Reykjavíkur undir stjórn Óskars Einarssonar og Barnakór Kársnesskóla undir stjórn Álfheiðar Björgvinsdóttur.

Eftir 10 ár í Laugardalshöllinni er komið að því að sigra Hörpu. Við erum ákveðin í því að slá ekkert af glæsileikanum og einfaldlega gera mögnuðustu tónleika sem sést hafa í Eldborg.


Fimm verðsvæði eru í boði á hverja tónleika. Ódýrara er í öll svæði á dagtónleikana. Nánari upplýsingar um verðsvæðin og mynd af salnum á Harpa.is/jolagestir

Jólastjarnan er árleg söngkeppni fyrir krakka sem fram fer á Stöð 2. 200 skráðu sig í ár .

20.12.2017 :

Viðburðir

Jól með Sissel 2017

ÖRFÁIR MIÐAR EFTIR!
ATHUGIÐ AÐ EKKI ER HÆGT AÐ BÆTA VIÐ FLEIRI TÓNLEIKUM


Hver sá sem sér Sissel kolfellur fyrir töfrandi sviðsframkomu hennar en þessir töfrar hafa sett hana í hóp vinsælustu söngkvenna víða í heiminum. Hún hefur sungið inn jólin fyrir meira en milljón Norðurlandabúa og hefur hún fyrir löngu síðan sungið sig inn í hugi og hjörtu Íslendinga. Í fyrra fyllti hún hvorki meira né minna en fjórar Eldborgir og mun færri komust að en vildu. 

- Í ár verður hún með glæsilega jólatónleika í Eldborg, Hörpu, þann 20. desember.
- Tvennir tónleikar verða í boði; kl. 18 og 20.30.

Rödd Sissel er svo máttug að hún gæti fengið árnar til að renna upp í móti.“ Svona hefst gagnrýni sem stór danskur miðill skrifaði um tónleika Sissel. Auk raddarinnar hefur hún einstaka persónutöfra á sviðinu sem gera það að verkum að áhorfendum líður eins og hún sé að syngja til sín persónulega. Tónlistarmönnum þykir afar eftirsóknarvert að vinna með þessari skærustu söngstjörnu Norðurlandanna og hefur hún t.a.m. unnið með Diana Krall, Placido Domingo, Bryn Terfel og José Carreras.

Í fyrra hélt hún upp á jólin víðsvegar í Skandinavíu þar sem hún seldi upp hverja tónleikana á fætur öðrum og í ár mun hún endurtaka leikinn. Hún hefur nú fengið til liðs við sig glæsilegt lið tónlistarmanna frá Bandaríkjunum, Englandi og Noregi og saman munu þau breiða sálar- og gospelunaði yfir okkar uppáhaldsjólalög og lokka fram jólagleði í hjörtum okkar eins og þeim einum er lagið. Í þetta skiptið endar tónleikaferðin með stæl, á Íslandi.

HLJÓMSVEIT

Tim Carmon (USA) – orgel, söngur, slagverk, o.fl. 
Steffen Isaksen (NO) – píanó og hljómborð
Håvard Bendiksen (NO) – gítar, harmónika o.fl.
Gjermund Silset (NO) – bassi
Wayne Hernandez (UK) – söngur  
Sam White (UK) – söngur  
Phebe Edwards (UK) - söngur  


- Jól með Sissel verða haldin í Eldborg 20. desember.  
- Tvennir tónleikar eru í boði; kl. 18 og 20.30.  
- Verðsvæðin eru fjögur og kosta miðarnir frá 8.990 kr.

22.12.2017 :

Bíó

Ferdinand

Ferdinand er stórt og mikið naut. En hann er ekki allur það sem hann er séður.

26.12.2017 :

Bíó

Jumanji: Welcome to the Jungle

Í þessu glænýja Jumanji ævintýri finna fjögur ungmenni gamlan tölvuleik. Þau heillast af frumskógarfídusinum í leiknum þar sem þau geta spilað sem fullorðnar tölvuleikjapersónur, leiknar af Dwayne Johnson, Jack Black, Kevin Hart, and Karen Gillan. Þau komast þó fljótt að því að þetta er enginn venjulegur leikur því þau þurfa að lifa hremmingar leiksins af í raun og veru. Til þess að vinna leikinn og komast heilu og höldnu aftur til raunveruleikans þurfa þau að leggja af stað í hættulegasta ævintýri lífs þeirra og finna það sem Alan Parrish skildi eftir fyrir 20 árum - annars verða þau föst í leiknum að eilífu.


Leikstjórn: Jake Kasdan

Leikarar: Karen Gillan, Kevin Hart, Missi Pyle, Dwayne Johnson


27.12.2017 :

Viðburðir

Norður og niður

SALA Á HÁTÍÐARPÖSSUM OG DAGPÖSSUM ER  HAFIN  


27.12.2017 :

Viðburðir

Sigur Rós

Hljómsveitin Sigur Rós kemur fram á fernum tónleikum í Eldborg dagana 27., 28., 29. og 30. desember. Á sama tíma heldur hún veigamikla listahátíð og býður gestum hátíðarinnar að fara Norður og niður


30.12.2017 :

Viðburðir

Páll Óskar í Höllinni

MIÐASALA ER HAFIN Á TIX.IS/PALLI  


12.01.2018 :

Viðburðir

Kiasmos

MIÐASALA Á TIX.IS/KIASMOS


13.01.2018 :

Viðburðir

Schönbrunn Palace Orchestra

ALMENN MIÐASALA HEFST 2. NÓV. KL. 10 Á HARPA.IS/NYARSTONLEIKAR


14.01.2018 :

Viðburðir

Iron & Wine

MIÐASALA: HARPA.IS/IRON


Sam Beam hefur samið og flutt lög undir nafninu Iron & Wine í meira en áratug. Hann hefur náð að fanga bæði tilfinningar og ímyndunarafl hlustenda sinna með einstaklega hugljúfri tónlist. Við eigum von á notalegri stund í Eldborg sunnudaginn 14. janúar þar sem Iron & Wine flytur öll sín helstu lög; smellina og splunkunýtt efni.

20.01.2018 :

Viðburðir

Jim Gaffigan – Noble Ape Tour

22.01.2018 :

Viðburðir

Tiësto - Northern Lights Tour 2018

MIÐASALA HEFST 23. NÓVEMBER KL. 10 Á HARPA.IS/TIESTO
PÓSTLISTAFORSALA SENU LIVE FER FRAM 22. NÓVEMBER KL. 10
SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN  HÉR


07.04.2018 :

Viðburðir

Iliza Shlesinger

MIÐASALA ER HAFIN Á TIX.IS/ILIZA


17.05.2018 :

Viðburðir

John Cleese

19. MAÍ: NÝ AUKASÝNING
18. MAÍ: UPPSELT  
17. MAÍ: UPPSELT
ATH: EKKI ER HÆGT AÐ BÆTA VIÐ FLEIRI SÝNINGUM


Hafðu samband

Hringdu í okkur

591 5100

Við svörum milli 09:00 og 17:00
alla virka daga.

Sendu fyrirspurn

Til að fyrirbyggja ruslpóst:

Fréttir & tilkynningar


Fréttir og tilkynningar

Lokatónleikar Kiasmos (í bili) - Fréttir og tilkynningar Viðburðir

Lokatónleikar Kiasmos eftir áralöng tónleikaferðlög verða haldnir í Gamla Bíói 12. janúar. Um er að ræða síðustu tónleika sveitarinnar um óákveðinn tíma og því ætlar tvíeykið, þeir Ólafur Arnalds og Janus Rasmussen, að leggja allt í sölurnar!

Meira

Tiësto í Hörpu 22. janúar - Fréttir og tilkynningar Viðburðir

Hollenski tónlistarmaðurinn Tiësto er vafalaust einn vinsælasti og besti plötusnúður okkar tíma. Hann var valinn einn af bestu plötusnúðum allra tíma af breska tónleika- og klúbbatímaritinu Mixmag auk þess sem Rolling Stone hefur sett hann í fyrsta sæti yfir bestu plötusnúða í heimi.

Meira

Iliza Shlesinger með uppistand í Háskólabíói 7. apríl - Fréttir og tilkynningar Viðburðir

Iliza Shlesinger er ein af fremstu grínistum sinnar kynslóðar. Hún er bæði yngsti og eini kvenkyns uppistandarinn sem hefur sigrað Last Comic Standing. Hún er nú með vinsælli grínistum Bandaríkjanna og erum við því einstaklega heppin að fá hana til að flytja nýtt og spennandi efni á Íslandi, í Háskólabíói þann 7. apríl!

Meira

Jólagestir Björgvins tilkynna aðra aukatónleika - Fréttir og tilkynningar

Enn og aftur er orðið uppselt á hina árlegu tónleika Björgvins Halldórssonar! Nú er svo komið að uppselt er á þrenna tónleika í heildina og því hefur verið ákveðið að bæta við fjórðu tónleikunum og fara þeir fram 12. desember kl. 20:00. Og það fjölgar í söngvarahópnum því Sturla Atlas bætist við sem sérstakur gestur.

Meira

Um 200 ungir söngvarar skráðu sig í Jólastjörnuna - Fréttir og tilkynningar Viðburðir

Við þökkum öllum þeim hæfileikaríku krökkum sem skráðu sig í Jólastjörnuna 2017 kærlega fyrir þátttökuna. Um 200 krakkar skráðu sig til leiks að þessu sinni og eru þátttakendurnir ungir söngsnillingar, 14 ára og yngri sem fá tækifæri til að keppa um titilinn Jólastjarnan 2017.

Meira

Nýárstónleikar Schönbrunn Palace Orchestra í Eldborg - Fréttir og tilkynningar

Hin heimsfræga Schönbrunn Palace Orchestra frá Vín mun koma fram í Eldborg í Hörpu laugardaginn 13. janúar 2018. Aðeins fremsta tónlistarfólk og einsöngvarar Vínarborgar koma fram á þessum glæsilegu tónleikum, sem eru partur af tónleikaferðalagi sveitarinnar um Skandinavíu.  

Meira

Dagskrá Norður og niður - Fréttir og tilkynningar Viðburðir

Takmarkað magn dagpassa verður í boði á Norður og niður og mun sala á þeim hefjast næsta fimmtudag, 26. október, kl. 10:00 á harpa.is/non. Sala á fjögurra daga hátíðarpössum heldur einnig áfram á sama stað.

Meira

Sigur Rós tilkynnir fleiri nöfn, afhjúpar dagskrána og hefur sölu á dagpössum - Fréttir og tilkynningar Viðburðir

PEACHES, DUSTIN O’HALLORAN, ALEX SOMERS, ULRICH SCHNAUSS, AMIINA, GYÐA, DIMMA og MARY LATTIMORE bætast við dagskrána. Takmarkað magn dagpassa verður í boði á Norður og niður og mun sala á þeim hefjast næsta fimmtudag, 26. október.

Meira