SKILMÁLAR OG PERSÓNUVERND

Sena útbýr þessa persónuverndarstefnu af því við viljum að þú vitir hvernig við söfnum og meðhöndlum upplýsingar notenda vefsíðurnar http://www.senalive.is og http://www.sena.is. Með því að nota síðurnar okkar samþykkir þú skilmála og skilyrði stefnunnar.

Um vefkökur

Við notumst við vefkökur til þess að safna frekari gögnum um notkun síðnanna og bæta vefsíðurnar og þjónustu okkar. Vefkökur leyfa netþjóni að flytja upplýsingar á harða diskinn í tölvunni. Við notum ekki vefkökur til að afla upplýsingum sem auðkenna notandann persónulega. Sena notar vefkökur til að fá dýpri skilning í upplifun notenda á síðunni. Flestir vafrar leyfa vefkökur en þú getur stillt vafrann þinn þannig að hann neiti að taka á móti kökum eða spyrja þig í hvert sinn sem vefkökur bjóðast hvort þú viljir taka við þeim.

Um dreifingu upplýsinga

Þjónustuaðilar
Við leyfum traustum samstarfsfélögum að vinna með og þjónusta okkur um t.d. vefhýsingu og viðhald. Við munum deila auðkennandi upplýsingum með þeim en ekki umfram því sem nauðsyn krefst.


Viðskiptaflutningur
Sena má selja, flytja eða deila eignum sínum, að hluta til eða að öllu leyti, þar með talið upplýsingar um þig, í tengslum við sameiningu fyrirtækja, endurskipulagningu eða við sölu eigna sem og vegna gjaldþrots.


Öryggisráðstafanir
Við beitum ýmsum aðferðum til að koma í veg fyrir að upplýsingarnar þínar komist í hendur óviðkomandi aðila. Við munum láta þig vita gegnum tölvupóst og/eða tilkynna um það á vefsíðunum eins fljótt og auðið er, líkt og lög kveða á um, ef í ljós kemur að upplýsingar hafi borist óviðkomandi aðilum.


Tenglar á vefsíður þriðju aðila
Á vefsíðum okkar eru tenglar sem vísa á vefsíður þriðju aðila. Við stjórnum hins vegar ekki öðrum síðum en okkar. Þessar síður nota sínar eigin vefkökur og geta sett gögn í tölvuna þína, sótt upplýsingar eða beðið um persónuupplýsingar. Þessar vefsíður fylgja öðrum reglum og við hvetjum þig til þess að kynna þér persónuverndarstefnu þeirra sem og annarra vefsíðna sem þú heimsækir.


Breytingar á stefnunni
Vera má að við breytum þessari persónuverndarstefnu af og til af ýmsum ástæðum. Gildistími hverrar útgáfu er sá tími sem hún stendur á síðunni.Með því að skrá þig á póstlista hjá okkur samþykkir þú að fá sendar upplýsingar um sérstakar forsölur og tilkynningar um viðburði á okkar vegum. Með því að skrá þig samþykkir þú skilmálana okkar og persónuverndarstefnu.Fyrirspurnir sendast á netfangið personuvernd@sena.is


Þessi persónuverndarstefna tók gildi 10. júlí 2017.

SKILMÁLAR