Sena býr yfir mikilli sérhæfingu og þekkingu á öllu því sem tengist ráðstefnuhaldi, undirbúningi og framkvæmd slíkra viðburða – og nýta alla sína þekkingu þér í hag svo að ráðstefnan fari sem best fram. Metnaður okkar felst í að viðskiptavinir okkar geti einbeitt sér að faglegum þætti verkefnisins á meðan við sinnum þeim verklega. Við leggjum áherslu á gott samstarf við okkar viðskiptavini og samstarfsaðila og höfum að leiðarljósi að þau verkefni sem við komum að séu vel heppnuð og ógleymanleg.
Fáðu faglegaaðstoð við ferlið frá upphafi til enda.Hafðu samband og við sameinum kraftana til að ná frábærum árangri.
Í mörg horn er að líta við skipulagningu ráðstefnu og vissulega ótalmörg atriði sem huga þarf að. Sena hefur áratugareynslu á þessu sviði sem gerir þér kleift að einbeita þér að faglegum hluta viðburðarins.
Sena sér um alhliða skipulagningu á þínum viðburði hvort sem um er að ræða ráðstefnu, sýningu eða þing. Við sjáum um allt frá samskiptum til uppsetningar, veitinga og gistingar. Heildstæð þjónusta sem þú getur treyst.
Settu Ísland á kortið hjá samstarfsaðilum þínum um allan heim. Hafðu samband og pantaðu kynningu um það hvernig fyrirtækið þitt getur skapað sterkari viðskiptatengsl með því að vera höfðingi heim að sækja.
Ef árangur á að nást, skiptir góð uppsetning og framúrskarandi framkvæmd vörusýninga og kynninga höfuðmáli. Við aðstoðum þig við að skapa faglega og trausta ímynd af vörunni/fyrirtækinu og sjáum um praktísku hliðina á meðan þú einbeitir þér að viðskiptavinum þínum.
Sena hefur reynslu og þekkingu af uppsetningu stórra og smárra vörusýninga. Við vitum hvað þarf til svo að eftir þér sé tekið.
Mikilvægt er að standa vel að verki strax frá byrjun. Við veitum alhliða ráðgjöf og skipulagningu frá upphafi til enda.