Fyrsta fjarárshátíðin fór fram 19. september síðastliðin þar sem um 500 starfsmenn Origo fékk afhent matar- og partýpakka, sem innihéldu nammi, snakk og skraut og voru dugleg að deila myndum af sjálfum sér í sínu fínasta pússi heima hjá sér á árshátíð. Skemmtidagskrá var svo streymt heim til fólks en meðal annars komu fram Bergur Ebbi, Jóhanna Guðrún, Bríet og Jón Jónsson. “Já” dagurinn, árlegur starfsdagur Ölgerðarinnar var svo haldinn 17. október, með svipuðu sniðu, og sló einnig í gegn.
„Nú er komin góð reynsla á þetta konsept og við erum með nokkra svona viðburði í undirbúningi; við hlökkum til að útvíkka þetta í allar áttir því möguleikarnir eru endalausir,“ segir Sindri Ástmarsson, forstöðumaður fagnaða hjá Senu.
Starfsfólk Senu vinnur nú hörðum höndum að búa til fleiri nýjunga og útfærslur á fjarárshátíðum þannig hægt sé að sérsníða að þörfum hvers fyrirtækis og starfsfólki þess.
Ráðstefnur
Sena hélt sínu fyrstu stafrænu ráðstefnan 7. október, Vestnorden, þar sem seljendur í ferðaþjónustu Íslands, Grænlands og Færeyja komu saman og kynntu sig fyrir kaupendum hvaðanæva að úr heiminum.
Á venjulegu ári laðar Vestnorden til sín um 500 gesti og þáttakendur. „Þetta gekk vonum framar,“ segir Anna Valdimarsdóttir forstöðumaður MICE sviðs Senu. „105 sýnendur tóku þátt og 75 kaupendur, frá 27 löndum og þennan dag fóru fram 1.607 fundir og allt fór þetta fram í gegnum app.“ Anna segir að notuð hafi verið erlend tæknilausn sem hafi virkað mjög vel og að það séu margir kostir við að fara þessa leið.
Anna segir að eftir þessa góðu reynslu sé nú þegar hafin vinna við fleiri ráðstefnur sem munu annað hvort að hluta til eða öllu leyti fara fram á netinu og segir ljóst að blandaðar og stafrænar ráðstefnur séu komnar til að vera.
Stórtónleikarnir Jólagestir Björgvins verða haldnir í fullri stærð þann 19. desember í Borgarleikhúsinu, en án áhorfenda. Hugmyndin er að selja aðgang í gegnum pay per view kerfi símafyrirtæjanna Símans og Vodafone. „Okkur dreymir um að sameina þjóðina laugardaginn 19. desember og gleðja hana á erfiðum tímum.” segir Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri viðburðarsviðs.
Enn eitt verkefnið hjá Senu sem byggir algjörlega á streymi er tónlistarhátíðin Live From Reykjavík á vegum Iceland Airwaves. Hátíðin er haldin án áhorfenda 13. og 14. nóvember og þar koma fram 16 af stærstu og heitustu tónlistaratriðum Íslands á erlendri grundu. Má þar nefna Of Monster and Men, Ólaf Arnalds, Daða Frey, Ásgeir og Emilíönnu Torrini. Will-Warnach Jones, rekstrarstjóri Iceland Airwaves segir þetta mikilvægt framtak og tilraun fyrir íslenska tónlistargeirannn. „Ísland er hér með að sýna heiminum hugrekki og hugvit í á erfiðum tímum, þetta skapar fjölmörg störf í geira sem hefur verið svo til lamaður síðan í mars, en ljóst er að streymi er komið til að vera í tónleikahaldi,“ segir Will.