Eftir þrjú ár í undirbúningi var NFJ ráðstefnan haldin í Reykjavík en fjórða hvert ár til skiptist á Norðurlöndunum. Þetta var þriggja daga ráðstefna, með tilheyrandi sýningu og veitingum (kaffi/hádegishlaðborð), móttöku, heimsókn til forsetans, og hátíðarkvöldverði. 21. árlega NJF Ráðstefnan var haldin í Hörpu 2-4 maí 2019.
Sena sá um fjármál, samninga við alla birgja, alla aðstöðu hvort sem var fyrir fundi eða skemmtun, upplýsingagögn, s.s. heimasíðu, bæklinga, prentun og allt í kringum það, skráningu og samskipti við þátttakendur, skráningu abstrakta og samskipti við nefnd og höfunda í kringum það, allar veitingar hvort sem það er fyrir ráðstefnuna eða lokadinner, bókun á skemmtikröftum, móttöku, skoðunarferðir og allt í kringum það (rútur, leiðsögn, veitingar), sýningu í tengslum við ráðstefnuna, uppsetning á sýningarsvæði og samskipti við sýnendur, hótelbókanir og margt fleira.
Einstaklega gott samstarf við nefndina sem og alla birgja, og einstaklega vel heppnuð ráðstefna í alla staði. Viðskiptavinurinn og allir þáttakendur voru ánægðir.