Okkur var sett það hlutverk að búa til einstaka upplifun fyrir þaulreyndan hóp sem langaði að upplifa eitthvað glænýtt. Tilgangur verkefnisins var að skipuleggja ævintýraríka ferð þar sem þáttakendur hefðu tækifæri til að keppa á móti hvort öðru en á sama tíma upplifa eitthvað einstakt í sameiningu. Ferðin átti að eiga sér stað bæði innan Reykjavíkur og út í náttúrinni, þannig hópurinn gæti upplifað það besta sem Reykjavík hefur upp á að bjóða, eyða góðum tíma úti í náttúrinni og láta þau upplifa alvöru VIP meðferð í leiðinni.
Opnunarkvöldið var haldið í Hörpu þar sem dragdrottningar- og kóngar tóku á móti gestum og kvöldinu var varið í það að drekka í sig útsýnið frá Hörpu og taka inn andrúmsloftið. Næsta dag var farið með hópinn í Bláa lónið þar sem þau fengu einkanudd og eftir það í adrenalínfulla dagsferð á Reykjanesi. Um kvöldið var farið með þau í miðbæ Reykjavíkur þar sem kaffihúsi var umbreytt í einka næturklúbb þar sem sumir helstu listamenn Íslands komu fram og skemmtu gestum fram á rauða nótt.
Næsta dag var aðeins breytt um fókus og íslensk náttúra varð stjarna dagsins. Stór gala hádegisverður fór fram í sérbyggðu tjaldi á einum stærsta jökli landsins og svo var farið í snjóbílaferð. Komið var við í íshelli og farið í skoðunarferð, en deginum lauk með hressingu í gróðurhúsi og svo einkasamkvæmi í sérútbúnu fjósi.
Síðasti dagurinn fór í smá keppni við suma af sterkustu víkingum Íslands og svo var farið í ferðalag í svokölluðum „superjeep“.
Mjög hamingjusamir viðskiptavinir fóru frá Íslandi full af innblástri og með upplifun í farateskinu sem seint verður gleymt.