DÆMISÖGUR

ÁRSHÁTÍÐ ARION BANKA

Árshátíð Arion Banka
Við sáum um skipulag á árshátíð Arion Banka í byrjun Janúar 2020. Þeim langaði að gera eitthvað nýtt og spennandi og það var einmitt það sem við gerðum.
Verkefnið

Við héldum einstaka árshátíð. Allt var glæsilegt frá því að gestir gengu inn og þangað til þeir gengu út. Viðburðurinn var haldinn í Hörpu og ákváðum við að hafa borðhaldið víðsvegar um Hörpu í opnum rýmum. Svo komu skemmtikraftar fram bæði í Hörpuhorni og Silfurbergi, og einnig auka skemmtiatriði við hvert borð.

Áskorunin

Svona framkvæmd hafði aldrei verið gerð áður. Skalinn og uppsetningin á borðhaldinu var einstök og hafði ekki verið gerð áður á sama mælikvarða. Við unnum náið með frábæru teymi í Hörpu og hjá KH veitingum til að búa til einstakan viðburð.

Þar sem borðhaldið var dreift um Hörpuna var frábært listafólk frá Sirkús Íslands fengið til að hafa ofan fyrir gestunum með því að flakka á milli borða og voru með mörg lítil einka skemmtiatriði fyrir borðina.

1.100 GESTIR
SIRKÚS ÍSLANDS OG EINKA SKEMMTIATRIÐI
1.100 GESTIR
Niðurstaðan

Frábær árshátíð frá upphafi til enda. Ný upplifun fyrir alla og allar áskorarnir vel leystar.

DÆMISÖGUR
DÆMISÖGUR