Smárabíó rúmar um 1.000 gesti í fimm sölum og skartar laser-vörpum með háskerpu í öllum sölum. Smárabíó MAX, stærsti salur hússins, býr yfir bestu hljóð- og myndgæðum sem völ er á hér á landi í krafti Dolby Atmos hljóðkerfis og Barco Flagship laser-varpa.
Skemmtisvæði Smárabíós býður upp á hágæða skemmtun fyrir einstaklinga og hópa.
Leikjasalur, VR sýndarveruleiki, Lasertag, Kareoke herbergi og frábær aðstaða fyrir afmæli og hópa.
Smárabíó býður upp á frábæra upplifun sérsniðin að þínum hóp.
Háskólabíó er heimili íslenskra kvikmynda og listrænna gæðamynda frá öllum heimshornum.
Háskólabíó hefur ríka sögu og stóra sál. Allar sýningarnar eru hlélausar og með sætavali. Húsið tekur við allt að 840 gestum í fjórum sölum.
Borgarbíó Akureyri er útbúið tveimur kvikmyndasölum og tekur um 300 manns í sæti. Kvikmyndahúsið er eitt fárra frumsýningar- og fjölsalabíóa utan höfuðborgarinnar, stofnað fyrir miðja síðustu öld og er því eitt elsta kvikmyndahús landsins.
Borgarbíó hefur í áraraðir verið leiðandi meðal kvikmyndahúsa á landsbyggðinni hvað varðar tæknileg gæði, fjölbreytni sýningartíma og framúrskarandi þjónustu.
Aðildafélög og viðurkenningar
Framúrskarandi fyrirtæki