Sem ykkar samstarfsaðilar á Íslandi býður Sena upp á nær óendanlega möguleika til að skapa ótrúlega upplifun.
Frá ævintýralegum jöklaferðum, afslöppun í heimsfrægum jarðhitalaugum, matarupplifun með ferskum íslenskum hráefnum að ógleymanlegum stundum undir norðurljósunum sem gera ferðina að ógleymanlegu ævintýri.
Sem ykkar samstarfsaðilar á Íslandi býður Sena upp á nær óendanlega möguleika til að skapa ótrúlega upplifun.
Frá ævintýralegum jöklaferðum, afslöppun í heimsfrægum jarðhitalaugum, matarupplifun með ferskum íslenskum hráefnum að ógleymanlegum stundum undir norðurljósunum sem gera ferðina að ógleymanlegu ævintýri.
Við erum með puttann á púlsinum og vinnum náið með okkar birgjum til að tryggja að við útvegum bestu mögulegu farar tækin, bestu upplifunina og bestu hráefnin til að okkar kúnnar upplifi Ísland á einstakan hátt.
Ísland tikkar í öll réttu boxin þegar kemur að hugmyndaríkum hvataferðum. Við þekkjum marga falda gimsteina í kringum Ísland og sérsníðum þína ferð með vellíðan, þægindi og öryggi að leiðarljósi. Við berum virðingu fyrir þörfum viðskiptavina okkar, samstarfsaðila og samstarfsfólks og leggjum mikla áherslu á gott samstarf allra hlutaðeigandi aðila.
Þú myndir ekki trúa orkunni sem fólk leysir úr læðingi þegar það er sett í spennandi umhverfi og stendur frammi fyrir krefjandi verkefnum.
Ísland er fullkominn áfangastaður fyrir ógleymanlegt ævintýri bæði fyrir spennu-fíkilinn sem og náttúruunnendur.
Hvort sem um ræðir töfrandi hádegisverð í gróðurhúsi, ævintýralega jeppaferð um Gullna hringinn eða kvöldverð upp á jökli undir norðurljósunum þá áttu von á að eiga ógleymanlegar stundir á Íslandi.
Ísland er fullkominn áfangastaður fyrir ógleymanlegt ævintýri bæði fyrir spennufíkilinn sem og náttúruunnendur.
Hvort sem um ræðir töfrandi hádegisverð í gróðurhúsi, ævintýralega jeppaferð um Gullna hringinn eða kvöldverð upp á jökli undir norðurljósunum þá áttu von á að eiga ógleymanlegar stundir á Íslandi.
Við erum sérfræðingar í að finna staði sem þú vilt sjá, staðina sem þú verður að upplifa og staðina sem þig gat ekki einu sinni dreymt um að sjá!
Það er sameiginleg ábyrgð okkar allra að fara vel með plánetuna og við tryggjum að umhverfissjónarmiðum viðskiptavina okkar sé mætt.
Íslensk náttúra, súper jeppa ferðir, jöklaferðir og hátíðarkvöldverður.
Verkefnið var að búa til ógleymanlega ferð fyrir hóp af fólki sem voru búin að ferðast um hálfan heiminn og gera “allt”.
Beiðnin var að ögra þeim, skapa tilfinningu fyrir samkeppni þeirra á milli en um leið gefa þeim tækifæri til að upplifa hlutina saman.
Áherslan var bæði á borgina og náttúruna – að sýna bæði það besta frá Reykjavík, kynna þeim fyrir Íslandi í nútíma og njóta tíma í íslenskri náttúru - um leið og við reyndum að sjá til þess að þau væru að upplifa þessa hluti á sérsniðinn hátt.
Opnunarkvöldið var haldið í Hörpu þar sem dragdrottningar og konungar tóku á móti gestum ásamt eldgleypum sem fylgdu þeim á staðinn.
Næsta degi var eytt í Bláa Lóninu þar sem þau nutu sín á einkanudd svæði og síðar um daginn fengu þau að reyna á adrena-línið með skemmtilegum afþreyingum.
Kvöldið leiddi þau svo í miðbæ Reykjavíkur þar sem hópurinn fékk að upplifa allt það besta sem næturlífið hefur uppá að bjóða.
Þriðja daginn buðum við upp á stóran hádegisverð utandyra á næst stærsta jökli Íslands ásamt snjósleðaferð og heimsókn í náttúrulegan íshelli.
Ferðin endaði með kvöldverði og víkinga-þema þar sem þau skoruðu á nokkra af sterkustu mönnum Íslands, fengu rúnalestur og fögnuðu líkt og víkingunum einum var lagið.
Skapandi fundur þarfnast skapandi andrúmslofts og hvetjandi umhverfis.Við bjóðum upp á sérsniðna þjónustu til að mæta þörfum þínum og finna bestu staðsetninguna fyrir þig.
Skapandi fundur þarfnast skapandi andrúmslofts og hvetjandi umhverfis.Við bjóðum upp á sérsniðna þjónustu til að mæta þörfum þínum og finna bestu staðsetninguna fyrir þig.
Starfsfólk okkar býr yfir áratuga reynslu af skipulagningu og framkvæmd viðburða allt frá Ed Sheeran, stærstu tónleika Íslendingasögunnar. Til almennra hátíðarhalda, svo sem hátíðarkvöldverða fyrir helstu alþjóðlegu fyrirtækin á markaði, og hvataferðir sem hafa veitt hundruðum viðskiptavina innblástur og byggt upp ævilangt samband í leiðinni.