Viðburðir framundan

Frank Ocean á Íslandi

Útgáfudagur Viðburðir 16.07.2013

Laugardalshöllin 16. júlí

Þetta 26 ára gamla tónlistarséní frá New Orleans hóf ferilinn sem lagahöfundur fyrir stórstjörnur á borð við Beyoncé Knowles, Brandy, Justin Bieber og John Legend. Fyrsta sólóplatan hans, Channel Orange, kom út í fyrra og hefur slegið allsvakalega í gegn um allan heim.

Frank og platan hans hafa nú þegar hlotið fjölda verðlauna; t.d. hlaut hann tvenn Grammy verðlaun, Brit verðlaun sem besti alþjóðlegi karlkyns listamaðurinn og Q verðlaun sem bjartasta vonin.

Um síðustu áramót var Channel Orange í toppsæti á árslistum ýmissa fjölmiðla og gagnrýnenda um allan heim. Það er nánast ómögulegt að finna aðra plötu síðustu áratugi, sem hefur jafnvíða verið valin besta plata ársins. Meðal þeirra tímarita sem völdu Channel Orange bestu plötu ársins eru: Spin, Mojo, The New York Times, Time, Washington Post og Fréttablaðið.

Á vefsíðunni Metacritic.com, sem tekur saman einkunnir allra helstu gagnrýnenda heims, var Channel Orange með langhæsta meðaltalið yfir síðasta ár.

Til marks um þá stöðu sem Frank Ocean hefur skapað sér er hann á nýútkomnum lista Time yfir 100 áhrifaríkustu einstaklinga heims. Í þessu samhengi er gaman að geta þess að hann kemur til Íslands rakleiðis frá London, þar sem hann kemur fram á tónlistarhátíð ásamt engum öðrum en Justin Timberlake. 

ATH: Að gefnu tilefni skal tekið fram að ekkert aldurstakmark er á tónleikana.

-----------------------Eldra

Frank Ocean á Íslandi

Útgáfudagur Viðburðir 16.07.2013

Laugardalshöllin 16. júlí

Þetta 26 ára gamla tónlistarséní frá New Orleans hóf ferilinn sem lagahöfundur fyrir stórstjörnur á borð við Beyoncé Knowles, Brandy, Justin Bieber og John Legend. Fyrsta sólóplatan hans, Channel Orange, kom út í fyrra og hefur slegið allsvakalega í gegn um allan heim.

Frank og platan hans hafa nú þegar hlotið fjölda verðlauna; t.d. hlaut hann tvenn Grammy verðlaun, Brit verðlaun sem besti alþjóðlegi karlkyns listamaðurinn og Q verðlaun sem bjartasta vonin.

Um síðustu áramót var Channel Orange í toppsæti á árslistum ýmissa fjölmiðla og gagnrýnenda um allan heim. Það er nánast ómögulegt að finna aðra plötu síðustu áratugi, sem hefur jafnvíða verið valin besta plata ársins. Meðal þeirra tímarita sem völdu Channel Orange bestu plötu ársins eru: Spin, Mojo, The New York Times, Time, Washington Post og Fréttablaðið.

Á vefsíðunni Metacritic.com, sem tekur saman einkunnir allra helstu gagnrýnenda heims, var Channel Orange með langhæsta meðaltalið yfir síðasta ár.

Til marks um þá stöðu sem Frank Ocean hefur skapað sér er hann á nýútkomnum lista Time yfir 100 áhrifaríkustu einstaklinga heims. Í þessu samhengi er gaman að geta þess að hann kemur til Íslands rakleiðis frá London, þar sem hann kemur fram á tónlistarhátíð ásamt engum öðrum en Justin Timberlake. 

ATH: Að gefnu tilefni skal tekið fram að ekkert aldurstakmark er á tónleikana.

-----------------------Hafðu samband

Hringdu í okkur

591 5100

Við svörum milli 09:00 og 17:00
alla virka daga.

Sendu fyrirspurn

Til að fyrirbyggja ruslpóst:

Viðburðadeild

Hafðu samband

Hringdu í okkur

591 5100 Við svörum milli 09:00 og 17:00 alla virka daga

Viltu fá hringingu

Til að fyrirbyggja ruslpóst:

Fylgdu okkur

Póstlisti viðburðadeildar

Skráðu þig á póstlistann okkar er þú hefur áhuga á að fá sendar fréttir og tilkynningar frá viðburðadeildinni