Væntanlegt

Schönbrunn Palace Orchestra

Útgáfudagur 13.01.2018

Nýárstónleikar 13. janúar | Eldborg

ALMENN MIÐASALA HEFST 2. NÓV. KL. 10 Á HARPA.IS/NYARSTONLEIKAR


Schönbrunn Palace Orchestra frá Vín mun koma fram í Eldborg laugardaginn 13. janúar. Aðeins fremsta tónlistarfólk og einsöngvarar Vínarborgar munu koma fram á þessum glæsilegu tónleikum, sem eru partur af tónleikaferðalagi sveitarinnar um Skandinavíu. 

Efnisskrá tónleikanna er byggð á geysivinsælum sjónvarpstónleikum sem sendir hafa verið út árlega á nýársdag seinustu 60 ár. 

Yfir annasamasta ferðamannatímann heldur hljómsveitin tónleika á hverjum degi í Orangery höllinni, en þeir eru þekktir fyrir að trekkja að fjölda ferðamanna til Schönbrunn á ári hverju. Hljómsveitin ferðast einnig árlega til Japan, Ástralíu, Bandaríkjanna, Suður-Ameríku og Rússlands, og sammælast gagnrýnendur um að „enginn spili Vínartónlist eins og Vínarbúar“. Það er því mikill heiður að bjóða Schönbrunn Palace Orchestra sveitina velkomna til Íslands. 

Á nýjasta tónleikaferðalagi sínu mun Schönbrunn Palace Orchestra heimsækja allar helstu tónleikahallir Skandinavíu. Tryggðu þér miða á þennan heimsklassaviðburð sem lætur engan ósnortinn. Þeir sem fylgst hafa með ferli sveitarinnar ættu ekki að verða fyrir vonbrigðum, en hún mun leika allar sínar bestu og þekktustu útsetningar, þ.á.m. hinn hressilega Radetzky mars eftir Johann Strauss.

Barítón: Wolfgang Schwaiger
Sópran: Mara Mastalir
Stjórnandi: David Scarr


Aðeins um 1.500 miðar eru í boði. Verðsvæðin eru fimm og kosta miðarnir frá 6.990 kr.

Hafðu samband

Hringdu í okkur

591 5100

Við svörum milli 09:00 og 17:00
alla virka daga.

Sendu fyrirspurn

Til að fyrirbyggja ruslpóst: