Væntanlegt

Tommy Tiernan uppistand

Útgáfudagur 20.10.2017

Silfurberg Hörpu | 20. október

MIÐASALA Á HARPA.IS/TOMMY

DAGSKRÁ KVÖLDSINS:
20:30 -   Salur opnar
21:00 -    Sýning hefst
21:40 -    Hlé
22:00 -   Sýning hefst aftur
22:40 -   Áætlaður endir*
* Dagskráin getur riðlast og er birt með fyrirvara.


Þegar Tommy Tiernan stígur á svið er það líkt og að fá leiðbeiningar frá fjarlægri stjörnu; maður má bara ekki taka því of alvarlega. Hann leggur allt sem er pólitískt og persónulegt í sölurnar því eina markmið kvöldsins er hlátur. Leyfum okkur að hlæja að eigin óförum og kærum okkur kollótt um lífsins vandamál á Under the Influence með Tommy Tiernan í Silfurbergi, Hörpu, föstudaginn 20. október. 


Láttu leiða þig áfram af þessum réttindalausa uppistandara sem uppfyllir engin skilyrði um eitt né neitt og getur ekki boðið upp á annað en hálfúthugsuðar pælingar. Hann er frábær á sviði, elskar tungumál og er með stóran kjaft. Er honum treystandi? Til að vera kjáni, já. Til að haga sér, nei. Líkt og umferðarstjóri sem stendur frammi fyrir sinfóníuhljómsveit með skeið í annarri hendinni og þokulúður í hinni ... Hvað gæti mögulega farið úrskeiðis?


„Tommy Tiernan reif hana í sundur og stal senunni með vandræðalega fyndnum frásögnum sem reyndu á þolrifin.“ – The Irish Times

„Andleg göfgi einkennir Tiernan sem lætur hann skara fram úr. Missir kirkjunnar er fengur grínsins.“ – The Standard

 „Ótvíræður máttur kómedíunnar“ – The Guardian


Hafðu samband

Hringdu í okkur

591 5100

Við svörum milli 09:00 og 17:00
alla virka daga.

Sendu fyrirspurn

Til að fyrirbyggja ruslpóst: