Væntanlegt

DANIEL SLOSS: NOW

Útgáfudagur 28.10.2017

Kaldalóni Hörpu | 28. október 2017

MIÐASALA Á HARPA.IS/DANIEL

DAGSKRÁ KVÖLDSINS:
20:45 - Salur opnar
21:00 -  Upphitun: Kai Humpries
21:30 -  Hlé
21:50 -  DANIEL SLOSS 
22:50 - Áætlaður endir*
* Dagskráin er birt með fyrirvara og getur riðlast.


DANIEL SLOSS: NOW er frábært nýtt uppistand og tíunda sólóverk hins skoska Daniels Sloss sem er orðinn þekktur um allan heim fyrir uppistand sitt og unnið til fjölda verðlauna. Hann mun flytja sýningu sína NOW í Kaldalóni, Hörpu, laugardaginn 28. október!

Hann hefur komið fram í Conan sjö sinnum (og á þar með metið) og hefur í dag komið níu sinnum fram á Edinburgh Fringe hátíðinni og alltaf hefur verið uppselt á sýningar hans. Hann á tvö leikár að baki með sóló sýningum á off-Broadway auk þess sem hann hefur gefið út DVD disk, haldið Tedx fyrirlestur (þá aðeins 19 ára) og túrað um Eyjaálfu, Bandaríkin, Bretland og Evrópu og fengið glæsilega dóma alls staðar.

NOW er næst á dagskrá!

Í ágúst 2008, þegar Daniel var aðeins 17 ára gamall, varð hann yngsti þátttakandi í úrslitum bresku keppninnar So You Think You‘re Funny? og sama ár tróð hann í fyrsta sinn upp á Edinburgh Fringe hátíðinni með sýninguna Life in 2D sem hann flutti í samvinnu við annan grínista. Síðan þá hefur hann komið fram á hátíðinni með nýja sóló-sýningu á hverju einasta ári – og þær hafa allar selst upp!

Hann flutti sitt fyrsta klukkustundarlanga verk, Teenage Kicks, árið 2009, sem seldist upp og varð til þess að hann flutti í fyrsta skipti uppistand í London. Þar varð hann yngsti uppistandarinn til að halda sóló-sýningar í hinum virtu samkomuhúsum Soho Theatre og West End. Á árunum 2010 og 2011 flutti hann sýningarnar My Generation og The Joker sem slóu báðar í gegn og fylltu 400 sæta sali. The Joker fór á algjört flug innan Bretlands og Daniel varð yngsti uppistandarinn til að fara á samning hjá Live Nation sem bókaði túr með 50 sýningum.

Árið 2012 flutti hann sýninguna The Show og árið 2013 flutti hann Stand-Up. Báðar fóru fram í Edinburgh International Conference Center og seldust upp, fast á eftir fylgdi Bretlandstúr með yfir 50 sýningum. Sagan endurtók sig bæði árið 2014 með sýningunni Really...?! og 2015 með sýningunni DANIEL SLOSS: DARK, en sú síðarnefnda var líka sýnd í yfir 16 löndum í Evrópu og Ástralíu. 

Daniel hefur tvisvar sinnum komið fram á Just For Laughs hátíðinni í Montreal (árin 2012 og 2016) sem og hefur hann komið fram í Hyde Park í tilefni af British Summertime Festival Barclaycards. Hann heimsækir reglulega marga alþjóðlega viðburði erlendis, m.a. í Ástralíu.

Í febrúar 2016 fór sýningin DANIEL SLOSS: DARK til New York þar sem hún var sýnd á off-Broadway í Soho Playhouse og stuttu síðar var fjallað um Daniel á forsíðu listgreinakafla hins virta tímarits New York Times. Sama ár kom hann fram í sjötta skiptið í Conan þættinum og setti þar með met. Hann seldi enn fleiri sýningar í Los Angeles áður en fór af stað með sýninguna Daniel Sloss: SO? – sem var framhald af DANIEL SLOSS: DARK.


Um eitt verðsvæði er að ræða og kostar miðinn 5.990 kr. 

„Hræsni hins mannlega eðlis.“
★★★★   Herald Sun, Australia

„Sóðalegur, sætur og snjall.“
New York Times

„Stórfenglega svartur húmor ... Sloss í fantaformi og hárbeittur.“ 
Sunday Times, UK

„Uppistandari sem ögrar.“
★★★★ TheMusic.com.au

„Undursamlega svart uppistand.“
Mail on Sunday, UK

„Stórkostlega hnyttinn ... Óstöðvandi!“
Daily Telegraph, UK

„Fyndinn, snjall og heillandi.“ 
★★★★  Edinburgh Evening News, UK

„Heillandi, hógvær og virkilega fyndinn!“
Time Out London

„Undarlega beittur ... uppistandsstíllinn er bæði djúpur og myrkur ... svo fyndinn að mann verkjar.“
★★★★1/2 Theatre People

„Sloss er hápunkturinn á hátíðum. Farðu að sjá hann.“
★★★★1/2  The Age, Melbourne


Hafðu samband

Hringdu í okkur

591 5100

Við svörum milli 09:00 og 17:00
alla virka daga.

Sendu fyrirspurn

Til að fyrirbyggja ruslpóst: