Væntanlegt

Rise Against

Útgáfudagur 23.10.2017

23. október í Silfurbergi Hörpu

MIÐASALA Á HARPA.IS/RISE

DAGSKRÁ KVÖLDSINS:
19:30 -   Salur opnar
20:00 -  Une Misére
21:00 -   RISE AGAINST
22:30 -  Áætlaður endir*
*Dagskráin getur riðlast og er birt með fyrirvara.


Tilkynnt hefur verið að heitasta harðkjarnaband Íslands, Une Misère, hiti upp fyrir Rise Against. Það er því ljóst að hér verður um ótrúlegt að kvöld að ræða fyrir rokkara. Sjá tilkynninguna  hér um upphitun.


Rise Against er bandarísk rokkhljómsveit stofnuð í Chicago árið 1999. Hún spilar „melodic hardcore“ eða melódíska harðkjarnatónlist sem fellur undir harðkjarna pönk. Þeir eru að auki margrómaðir fyrir magnaða sviðsframkomu og fyrir að vera einstaklega kraftmiklir á tónleikum þannig að það er mikill fengur fyrir íslenska rokkunnendur í komu þeirra hingað til lands þann 23. október.

Meðlimir bandsins eru söngvarinn og gítarleikarinn Tim McIIrath, gítarleikarinn Zach Blair, bassaleikarinn Joe Principe og trommarinn Brandon Barnes. Grasrótarsenan trylltist yfir fyrstu plötum sveitarinnar, The Unraveling (2001) og Revolutions Per Minute (2003), en sveitin vakti heimsathygli með þriðju plötunni, Siren Song of the Counter Culture, sem kom út árið 2004 með lögum á borð við „Swing Life Away“ og „Give It All“.

Næstu plötur þeirra, The Sufferer & the Witness (2006) og Appeal to Reason (2008), náðu einnig frábærum árangri og náðu þriðja og tíunda sæti á Billboard 200 listanum. Á þeim má finna sum af þeirra vinsælustu lögum eins og „Savior“, „Hero of War“ og „Prayer of the Refugee“. Árið 2011 kom platan þeirra Endgame út og nýjasta platan þeirra, The Black Market, kom út árið 2014 og fékk meðal annars fullt hús í dómi tímaritsins Kerrang!. Ný plata kom út 9. júní og kallast hún Wolves. Tvö lög af þeirri plötu hafa nú þegar slegið í gegn; " House on Fire" og " Violence".

Rise Against eru þekktir fyrir að berjast fyrir réttindum bæði manna og dýra og styðja við stofnanir eins og Amnesty International og „It Gets Better“ verkefnið. 


Hafðu samband

Hringdu í okkur

591 5100

Við svörum milli 09:00 og 17:00
alla virka daga.

Sendu fyrirspurn

Til að fyrirbyggja ruslpóst: