Væntanlegt

Zara Larsson

Útgáfudagur 13.10.2017

13. október | Laugardalshöll

MIÐASALA Á  TIX.IS/ZARA
UPPSELT Í STÚKU OG ÖRFÁIR MIÐAR EFTIR Í STÆÐI!


Sænska söngkonan Zara Larsson er þekkt um allan heim fyrir magnaða rödd sína og kröftugt elektró-popp. Eftir að hafa túrað með Clean Bandit er komin tími á hennar eigið tónleikaferðalag um Evrópu og mun hún hefja túrinn á Íslandi! Nýstirnið Daði Freyr mun sjá um upphitun en hann heillaði þjóðina fyrr á árinu með lagi sínu "Hvað með það?" í Söngvakeppni sjónvarpsins.

Í ár var Zara Larsson tilnefnd til tveggja BRIT verðlauna og NME verðlauna sem „Besti nýi listamaðurinn". Hún er komin á lista Time Magazine yfir 30 áhrifamestu táninga heims og er án efa eitt mest spennandi nýstirnið í tónlistarheiminum í dag.

Mörg lög hennar eru með nokkur hundruð milljón spilanir og áhorf á Spotify og YouTube en þar má nefna „Lush Life“, „Never Forget You“ ( myndbandið var tekið upp á Íslandi),„Symphony“ og „So Good“.  

Tíu ára að aldri vann Zara Talang, sænsku útgáfuna af „Got Talent“. Í kjölfarið varð hún mjög vinsæl í Skandinavíu og gaf út lagið „Uncover“. Árið 2015 gaf hún út singúlinn „Lush Life“ og varð það í framhaldinu gríðarlega vinsælt og fleiri vinsæl lög fylgdu í kjölfarið. Lögin er að finna á nýju plötunni hennar, So Good, sem kom út í mars 2017. Þar vinnur hún með ýmsum artistum eins og Ty Dolla $ign, MNEK, Ed Sheeran og Clean Bandit.

Zara hefur unnið með fleiri þekktum artistum. Hún söng í lagi David Guetta, „This One‘s For You“ ( þetta myndband var tileinkað Íslandi), en það var opinbert lag EM í fótbolta árið 2016, og í laginu „Girls Like“ með Tinie Tempah.

Klár, fyndin, hreinskilin, sterk, áhrifamikil og með gríðarlega hæfileika: Zara Larsson er einstök poppstjarna!


Zara Larsson kemur fram ásamt hljómsveit í Laugardalshöll föstudaginn 13. október. Um tvö verðsvæði er að ræða; 9.990 kr. í stæði og 14.990 kr. í stúku. Stæðið er næst sviðinu en í stúku er selt í númeruð sæti. Ekkert aldurstakmark er á tónleikana en 12 ára og yngri verða að vera í fylgd með fullorðnum. Áfengi verður eingöngu selt á afmörkuðum svæðum og 20 ára aldurstakmark er inn á þau.

Hafðu samband

Hringdu í okkur

591 5100

Við svörum milli 09:00 og 17:00
alla virka daga.

Sendu fyrirspurn

Til að fyrirbyggja ruslpóst: