Væntanlegt

Post Malone - UPPSELT

Útgáfudagur 11.07.2017

11. júlí í Silfurbergi Hörpu

UPPSELT ER Á TÓNLEIKANA! 

DAGSKRÁIN:
21.00 Húsið opnar
22.00 Auður
22.25 Alexander Jarl
23.00 Post Malone
00.00 Áætlaður endir*
* Dagskráin getur riðlast og er birt með fyrirvara um breytingar.


Eitt allra heitasta nýstirni popp- og hip hop senunnar er á leiðinni til landsins. Hinn eini sanni Post Malone mun spila í Silfurbergi, Hörpu, þann 11. júlí 2017. Alexander Jarl og Auður hita upp.

Malone er sjóðandi heitt nafn þessa dagana en hann hefur slegið rækilega í gegn með lögum á borð við „Congratulations“ og „White Iverson“ auk þess sem hann hitaði víða upp fyrir vin sinn Justin Bieber á ferðalagi hans um heiminn á síðasta ári.

Lagið „White Iverson“ er sannkallaður risasmellur; náði 1. sæti á Rhythm Radio listanum, er þreföld-platínum smáskífa, hefur verið streymt yfir 250 milljón sinnum á Spotify og er með rúmlega 280 milljón áhorf á YouTube og Vevo.

Í dag er hann nýkominn af Justin Bieber heimstúrnum og ferðast nú um allan heim með helling af glænýju efni.


Ekkert aldurstakmark, áfengi selt á afmörkuðum svæðum og 20 ára aldurstakmark inn á þau.

Allir hlutir sem gætu valdið skaða eru bannaðir, t.d. hnífar, skæri, kollar, regnhlífar eða tússpennar. Myndavélar og upptökubúnaður er með öllu bannaður.


Hafðu samband

Hringdu í okkur

591 5100

Við svörum milli 09:00 og 17:00
alla virka daga.

Sendu fyrirspurn

Til að fyrirbyggja ruslpóst: