Væntanlegt

Stóra stökkið

Útgáfudagur 03.03.2017

Árið er 1879 og ung, munaðarlaus stúlka hefur þann einn draum að dansa. Hún leggur á ráðin ásamt vini sínum, Viktori, sem ætlar sér að verða uppfinningamaður, um að strjúka frá munaðarleysingjahælinu í Brittany og ferðast til borgar ljóssins, Parísar, þar sem Eiffelturninn er í smíðum. Félicie þarf að leggja sig alla fram til þess að láta drauma sína rætast og verða ballerína hjá Óperuhúsinu í París.

Með íslenska talsetningu fara Vaka Vigfúsdóttir, Álfrún Helga Örnólfsdóttir, Orri Huginn Ágústsson, Ólöf Kristín Þorsteinsdóttir, Ævar Þór Benediktsson, Þórhallur Sigurðsson (Laddi), Arnar Jónsson, Sigurður Þór Óskarsson, Sigríður Eyrún Friðriksdóttir, Viktor Már Bjarnason og Steinn Ármann Magnússon.

Myndin er kátlegur og fallegur glaðningur. Og endirinn snertir mann. Taktu börnin með, taktu sjálfa/n þig, taktu alla sem þú þekkir. – Financial Times (4/5 stjörnur)

[ Stóra stökkið] höfðar fullkomlega til þeirra sem elskuðu [ Frozen] þar sem hún skellir frönsku tutu-pilsi á hina alkunnugu Öskubuskusögu. – Sunday Independent (4/5 stjörnur)


Hafðu samband

Hringdu í okkur

591 5100

Við svörum milli 09:00 og 17:00
alla virka daga.

Sendu fyrirspurn

Til að fyrirbyggja ruslpóst: