Væntanlegt

Madama Butterfly (Puccini - ópera)

Útgáfudagur Bíó 30.03.2017

Klassík

Antonio Pappano stjórnar hrífandi hópi óperusöngvara með Ermonelu Jaho í fararbroddi í átakanlegri óperu Puccinis.

Madama Butterfly er ein vinsælasta ópera allra tíma. Hún segir harmþrungna sögu með töfrandi tónum um góðhjartaða geisju sem er yfirgefin af harðbrjósta amerískum eiginmanni sínum. Sópransöngkonan ástsæla Ermonela Jaho syngur titilhlutverkið í fyrsta sinn í Covent Garden í þessari undirfögru uppsetningu þeirra Moshe Leiser og Patrice Caurier.

Myndin sem dregin er upp af Nagasaki og sögusviði verksins er hin rómantíska og framandi útgáfa Japans eins og 19. aldrar listamenn á Vesturlöndum sáu fyrir sér land og þjóð. Tónlist Puccinis blæs lífi í morgunsöng fuglanna, brúðkaupið og ginningu flotaforingjans B.F. Pinkerton (hlutverk sem hinn ungi og efnilegi Marcelo Puente fer með). Vitaskuld verður hin ógleymanlega aría „Un bel dí“ sungin af ástríðu af Cio-Cio-san þar sem hún situr eftir með sárt ennið og rígheldur í veika drauma sína.


Söngvarar: Ermonela Jaho, Marcelo Puente, Scott Hendricks, Elizabeth Deshong

Tónlistarstjóri: Antonio Pappano
Leikstjórar: Moshe Leise and Patrice Caurier
Uppsetning: The Royal Opera
Tónlist: Puccini


Lengd: Sýningin er 2 klukkustundir og 45 mínútur með hléi. Óperan er sungin á ítölsku en verður sýnd með enskum texta. 


Hafðu samband

Hringdu í okkur

591 5100

Við svörum milli 09:00 og 17:00
alla virka daga.

Sendu fyrirspurn

Til að fyrirbyggja ruslpóst: