Væntanlegt

Þyrnirós (ballett)

Útgáfudagur Bíó 28.02.2017

Klassík

Bíóklassík, Háskólabíó og The Royal Ballet kynna ballettinn  Þyrnirós með stolti sem fluttur er við tónlist Tsjaíkovskís.

 

Marius Petipa var fyrstur til að semja dansinn við tónlist Tsjaíkovskís árið 1890 og fjölmargir listamenn hafa tekið verkið upp á sína arma síðan. Notast verður við hönnun Olivers Messells, einum af færustu sviðsmyndahönnuðum 20. aldarinnar, í þessari uppfærslu og er endursköpun hennar í höndum Peters Farmers.  Í verkinu er farið með áhorfendur inn í töfrum gæddan heim prinsessa, álfadísa, töfra og álaga. Þyrnirós er talinn einn stórkostlegasti ballett allra tíma og inniheldur hann meðal annars senuna þegar Áróra prinsessa hittir biðla sína og að sjálfsögðu fagnaðardansinn þegar prinsinn og prinsessan ganga að eiga hvort annað.

 

Hið ástsæla klassíska verk Konunglega ballettsins, Þyrnirós, sameinar það besta úr klassískum ballett með allan sinn sjarma, frábæra tónlist, hugvit og hæfileikaríka dansara. Verkið er sýnt í beinni útsendingu frá Konunglega ballettinum í London.


Hafðu samband

Hringdu í okkur

591 5100

Við svörum milli 09:00 og 17:00
alla virka daga.

Sendu fyrirspurn

Til að fyrirbyggja ruslpóst: