Væntanlegt

Orðið er laust

Útgáfudagur Viðburður 23.10.2015

Reykjavík Comedy Festival 2015

Býr uppistandari í þér?

Föstudaginn 23. október kl. 23.00 verður haldin íslensk útgáfa af "open mic" kvöldi, undir heitinu "Orðið er laust!" Slík kvöld eru ætluð bæði fyrir byrjendur sem eru að stíga sín fyrstu skref í uppistandi og einnig lengra komna grínista sem vilja prófa og fínpússa nýtt efni fyrir framan fullan sal af fólki. 

Nú hefur valnefnd skipuð þeim Jóhannesi Hauki Jóhannessyni sem einnig verður kynnir kvöldsins, Bylgju Babýlóns, Rúnari Frey Gíslasyni og Snjólaugu Lúðvíksdóttur komist að niðurstöðu. Af fjölmörgum umsækjendum voru átta einstaklingar valdir til að taka þátt í Orðið er laust í Silfurbergi, Hörpu, 23. október kl. 23.00 og stendur til miðnættis. Hver þátttakandi er um það bil fimm mínútur á sviði.  

Þetta eru uppistandararnir sem fram koma:

Ármann Árnason

Konráð Gottliebsson

Stefán Ingi Stefánsson

Theodór Ingi Ólafsson

Karen Björg Þorsteinsdóttir

Ólafur Þór Jóelsson

Helgi Steinar Gunnlaugsson

Gísli Jóhann 

Það er því óhætt að lofa fjölbreyttri og brjálæðislega skemmtilegri kvöldstund í Silfurbergi, Hörpu 23. október. Hafðu samband

Hringdu í okkur

591 5100

Við svörum milli 09:00 og 17:00
alla virka daga.

Sendu fyrirspurn

Til að fyrirbyggja ruslpóst: