Væntanlegt

Ben Kronberg og Dagfinn Lyngbo

Útgáfudagur Viðburður 24.10.2015

Reykjavík Comedy Festival 2015

Uppistandararnir Ben Kronberg og Dagfinn Lyngbo koma fram á Reykjavík Comedy Festival laugardaginn 24. október kl. 22:30 í Silfurbergi í Hörpu. Sýningin stendur til miðnættis. 

Ben Kronberg

Ben fléttar saman sniðugum bröndurum, hnyttnum athugasemdum og grípandi lögum sem hann spilar á gítar, Casio-hljómborð og iPhone! Kærusturnar hans (sem eru reyndar allar fyrrverandi) hafa veitt honum mikinn innblástur í uppistandinu. Frá því hann kom fyrst fram í Aspen Comedy Festival á HBO árið 2007 hefur Ben stigið á svið í þáttum á borð við Jimmy Kimmel Live,John Oliver's New York Stand-up ShowLast Call with Carson Daly og á Comedy Central, sem nýlega útnefndi Ben sem einn af efnilegustu grínistum samtímans. Ben er í aðalhlutverki vinsællar þáttaraðar á netinu: Ted & Gracie.

Dagfinn Lyngbo

Dagfinn er vinsælasti uppistandari Noregs og sá söluhæsti, jafnt á sviði sem á DVD. Dagfinn byggir uppistand sitt á fáránlega fyndnum og frumlegum athugunum og vangaveltum úr hversdagsleikanum. Öllum sýningunum hans hefur verið sjónvarpað í Noregi við frábærar undirtektir áhorfenda. Hann hefur unnið við uppistand síðan 1996 og kemur fram á meira hundrað sýningum á ári um allan heim.

Sýningin fer fram á ensku. Miðasala á Ben & Dagfinn fer fram á Tix.is. 

Það má búast við drynjandi hlátrasköllum í Hörpu þegar tvíeykið sameinar krafta sína á sviðinu í Silfurbergi laugardaginn 24. október. 

Þórdís Nadia hitar upp. Ekkert hlé er á sýningunni. 


Hafðu samband

Hringdu í okkur

591 5100

Við svörum milli 09:00 og 17:00
alla virka daga.

Sendu fyrirspurn

Til að fyrirbyggja ruslpóst: