Um Senu
blondud-mynd

Þín upplifun er okkar ástríða

Allan daginn, alla daga, allan ársins hring erum við að hlusta, horfa og spila. Við spilum leiki, horfum á kvikmyndir daginn út og inn og um leið tökum við eftir því hvað kveikir forvitnina hjá öðrum. Við vinnum með skilningarvitin, tjáninguna og frábærar móttökur fólksins í landinu.Hafðu samband

Hringdu í okkur

591 5100

Við svörum milli 09:00 og 17:00
alla virka daga.

Sendu fyrirspurn

Til að fyrirbyggja ruslpóst:
Fréttir og tilkynningar

Zara Larsson í Laugardalshöll föstudaginn 13. október

Miðasala hefst föstudaginn 9. júní kl. 10

26.5.2017

Sænska söngkonan Zara Larsson kemur fram í Höllinni föstudaginn 13. október ásamt hljómsveit!  Zara er þekkt um allan heim fyrir magnaða rödd og kröftugt elektró-popp og eru tónleikarnir á Íslandi hluti af stórum alheimstúr. 

Zara hefur notið mikilla vinsælda síðustu misseri með lögum á borð við "Lush Life", "So Good" og "This One's For You", en það síðastnefnda var opinbert lag EM 2016 og var ein útgáfan af myndbandinu við það lag tileinkað Íslandi. Zara er greinilega Íslandsvinur og tók hún meðal annars myndbandið við smellinn "Never Forget You" upp á Íslandi.

Miðasala hefst föstudaginn 9. júní, kl. 10 á Tix.is/zara

Um tvö verðsvæði er að ræða; 9.990 kr í stæði og 14.990 í stúku.

Póstlistaforsala Senu Live fer fram daginn áður, fmmtudaginn 8. júní, kl. 10. Fá þá allir sem eru skráðir á póstlista Senu Live sendan póst með tengli sem gerir þeim kleift að kaupa miða samstundis, degi áður en almenn sala hefst.