Um Senu
blondud-mynd

Þín upplifun er okkar ástríða

Allan daginn, alla daga, allan ársins hring erum við að hlusta, horfa og spila. Við spilum leiki, horfum á kvikmyndir daginn út og inn og um leið tökum við eftir því hvað kveikir forvitnina hjá öðrum. Við vinnum með skilningarvitin, tjáninguna og frábærar móttökur fólksins í landinu.Hafðu samband

Hringdu í okkur

591 5100

Við svörum milli 09:00 og 17:00
alla virka daga.

Sendu fyrirspurn

Til að fyrirbyggja ruslpóst:
Fréttir og tilkynningar

Uppselt í stúku á Zöru Larsson

Og aðeins örfáir miðar eftir í stæði!

27.6.2017

Miðasalan á hina sænsku Zöru Larsson gengur frábærlega og greinilegt er að hún á sér fjölmarga sjóðheita aðdáendur hér á landi sem annars staðar. Nú er svo komið að uppselt er í stúku og aðeins örfáir miðar eru eftir í stæði. Það er öruggt að á endanum verður uppselt á þessa tónleika og því eru áhugsamir hvattir til að hafa hraðar hendur svo þeir sitji ekki eftir með sárt ennið.

Ljóst er að það verður kátt í Höllinni föstudaginn 13. október þegar Zara stígur á stokk og hefur Evrópu-túrinn með því að skemmta 5.500 Íslendingum. 


Hvað: Zara Larsson
Hvar: Laugardalshöll
Hvenær: Föstudaginn 13. október