Um Senu
blondud-mynd

Þín upplifun er okkar ástríða

Allan daginn, alla daga, allan ársins hring erum við að hlusta, horfa og spila. Við spilum leiki, horfum á kvikmyndir daginn út og inn og um leið tökum við eftir því hvað kveikir forvitnina hjá öðrum. Við vinnum með skilningarvitin, tjáninguna og frábærar móttökur fólksins í landinu.Hafðu samband

Hringdu í okkur

591 5100

Við svörum milli 09:00 og 17:00
alla virka daga.

Sendu fyrirspurn

Til að fyrirbyggja ruslpóst:
Fréttir og tilkynningar

Uppselt eins og skot á aukasýninguna með Ricky Gervais

Tvær sýningar nú pakkuppseldar og sölu lokið

24.2.2017

Það tók aðeins nokkrar mínútur að fylla aukasýninguna á Ricky Gervais sem fram fer daginn eftir fyrri sýninguna, föstudaginn 21. apríl.

Áður hafði sú fyrri, sem fram fer fimmtudaginn 21. apríl, einnig fyllst á nokkrum mínútum.

Greinilegt er að Ricky Gervais er gríðarlega vinsæll á Íslandi því þrátt fyrir að nú sé búið að pakkfylla tvær Eldborgir þurftu ansi margir frá að hverfa miðalausir.

Því miður er ekki hægt að bæta við fleiri sýningum og sölu er lokið. Allt gekk vel fyrir sig; rafræna biðröðin virkaði vel og 6 miða hámark tryggði góða dreifingu miða.

Sena Live þakkar fyrir góðar undirtektir og óskar þeim sem náðu til miðum til lukku. Sjáumst í Hörpu á Ricky Gervais 20. og 21. apríl!

NÁNAR UM VIÐBURÐINN