Um Senu
blondud-mynd

Þín upplifun er okkar ástríða

Allan daginn, alla daga, allan ársins hring erum við að hlusta, horfa og spila. Við spilum leiki, horfum á kvikmyndir daginn út og inn og um leið tökum við eftir því hvað kveikir forvitnina hjá öðrum. Við vinnum með skilningarvitin, tjáninguna og frábærar móttökur fólksins í landinu.Hafðu samband

Hringdu í okkur

591 5100

Við svörum milli 09:00 og 17:00
alla virka daga.

Sendu fyrirspurn

Til að fyrirbyggja ruslpóst:
Fréttir og tilkynningar

Uppselt á fjórðu tónleikana

Ósóttar pantanir fara aftur í sölu kl. 10 á morgun á alla viðburðina - Allra síðasti séns!

29.11.2017

Nú er orðið uppselt á allar sýningar Jólagesta 2017! Það þýðir að tæplega 6 þúsund manns hafa tryggt sér miða og hafa þar með fyllt Eldborg fjórum sinnum. 

En örvæntið ekki því ósóttar pantanir á allar fjórar sýningar fara aftur í sölu kl. 10 á morgun, fimmtudag, sem þýðir að nokkur góð sæti munu losna á öllum fjórum viðburðunum. Þetta er allra síðasti séns til að tryggja sér miða á stórtónleikana ofurvinsælu, Jólagesti Björgvins 2017.

Við þökkum kærlega fyrir frábærar viðtökur og lofum að fylla Hörpu af jólagleði sem kemur öllum í hátíðarskap!

HARPA.IS