Um Senu
blondud-mynd

Þín upplifun er okkar ástríða

Allan daginn, alla daga, allan ársins hring erum við að hlusta, horfa og spila. Við spilum leiki, horfum á kvikmyndir daginn út og inn og um leið tökum við eftir því hvað kveikir forvitnina hjá öðrum. Við vinnum með skilningarvitin, tjáninguna og frábærar móttökur fólksins í landinu.Hafðu samband

Hringdu í okkur

591 5100

Við svörum milli 09:00 og 17:00
alla virka daga.

Sendu fyrirspurn

Til að fyrirbyggja ruslpóst:
Fréttir og tilkynningar

Une Misère hitar upp fyrir Rise Against 23. okt. í Hörpu

Heitast harðkjarnaband Íslands kemur fram ásamt einni heitustu rokksveit heims

17.9.2017

Hljómsveitin átti frábært tónleikasumar í ár. Strákarnir gáfu út mixtape-ið 010717 og komu fram á hátíðum á borð við Eistnaflug, Kexport og Wacken Open Air þar sem þeir hlutu mikið lofið fyrir bæði frá áhorfendum og bransafólki.

Nýverið skrifaði hljómsveitin undir samning við Doomstar Bookings og mun hún út frá því koma fram á fjölmörgum alþjóðlegum tónlistarhátíðum úti í heimi á næsta ári!

Og þeir eru ánægðir með hafa verið valdir til þessa að hita upp fyrir átrúnaðargoðin sín: „Við erum gífurlega spenntir fyrir tónleikunum, Rise Against er eitt af þessum goðsagnakenndu hljómsveitum sem við ólumst upp við, og því mikill heiður að fá að deila með þeim sviði. Við erum hljómsveit sem nærist á orku áhorfenda og skilum þeirri orku tífalt til baka.“

ALLT UM TÓNLEIKANA