Um Senu
blondud-mynd

Þín upplifun er okkar ástríða

Allan daginn, alla daga, allan ársins hring erum við að hlusta, horfa og spila. Við spilum leiki, horfum á kvikmyndir daginn út og inn og um leið tökum við eftir því hvað kveikir forvitnina hjá öðrum. Við vinnum með skilningarvitin, tjáninguna og frábærar móttökur fólksins í landinu.Hafðu samband

Hringdu í okkur

591 5100

Við svörum milli 09:00 og 17:00
alla virka daga.

Sendu fyrirspurn

Til að fyrirbyggja ruslpóst:
Fréttir og tilkynningar

Um 200 ungir söngvarar skráðu sig í Jólastjörnuna

Dómnefnd hefur störf í dag

26.10.2017

Við þökkum öllum þeim hæfileikaríku krökkum sem skráðu sig í Jólastjörnuna 2017 kærlega fyrir þátttökuna. Um 200 krakkar skráðu sig til leiks að þessu sinni og eru þátttakendurnir ungir söngsnillingar, 14 ára og yngri sem fá tækifæri til að keppa um titilinn Jólastjarnan 2017.

12 bestu söngvararnir að mati dómnefndar verða boðaðir í prufur þann 4. nóvember. Stöð 2 gerir sérstaka þáttaröð um allt ferlið og verða þrír sjálfstæðir þættir sýndir 16., 23. og 30. nóvember. Í fyrstu tveimur þáttunum koma keppendurnir tólf í prufur og í þeim þriðja er sigurvegarinn afhjúpaður.

Sigurvegarinn mun syngja með mörgum af fremstu listamönnum þjóðarinnar í Eldborg 10. og 11. desember á Jólagestum Björgvins sem nú verða haldnir í 11. sinn. 


FYRRUM SIGURVEGARAR

Guðrún Lilja Dagbjartsdóttir bar sigur úr býtum í Jólastjörnunni 2016 en hún var valin úr hópi um tvö hundruð barna. Hún var aðeins níu ára þegar hún vann og er frá Grindavík. 

Hálfdán Helgi Matthíasson var Jólastjarnan 2015 og tók lagið „Jólin eru að koma“. Jólastjarnan 2014 var Gunnar Hrafn Kristjánsson, 11 ára drengur, nemandi í Salaskóla í Kópavogi. Jólastjarnan 2013 var Eik Haraldsdóttir, fædd og uppalin á Akureyri. Stella Kaldalóns sigraði keppnina árið 2012, sem kom henni ánægjulega á óvart en skólasystkini hennar voru aldrei í vafa um að hún myndi vinna. Hinn 14 ára gamli Aron Hannes Emilsson frá Grundarfirði bar á sigur úr býtum í fyrstu keppninni og kom fram þann 3. desember 2011.