Um Senu
blondud-mynd

Þín upplifun er okkar ástríða

Allan daginn, alla daga, allan ársins hring erum við að hlusta, horfa og spila. Við spilum leiki, horfum á kvikmyndir daginn út og inn og um leið tökum við eftir því hvað kveikir forvitnina hjá öðrum. Við vinnum með skilningarvitin, tjáninguna og frábærar móttökur fólksins í landinu.Hafðu samband

Hringdu í okkur

591 5100

Við svörum milli 09:00 og 17:00
alla virka daga.

Sendu fyrirspurn

Til að fyrirbyggja ruslpóst:
Fréttir og tilkynningar

TOMMY TIERNAN og DANIEL SLOSS eru á leiðinni til landsins!

Miðasölur á báða viðburði hefjast kl. 10:00 miðvikudaginn 30. ágúst á Harpa.is

24.8.2017

Við tilkynnum stolt tvær nýjar uppistandssýningar í Hörpu í október! Annars vegar kemur Tommy Tiernan með sýningu sína, Under the Influence, í Silfurberg og hins vegar er það NOW sýningin frá Daniel Sloss sem verður í Flóa.

Miðasölur á báða viðburði hefjast kl. 10:00 miðvikudaginn 30. ágúst á Harpa.is.

Forsala Senu Live á báða viðburðina fer fram einum sólarhring fyrr, þ.e. kl. 10:00 þriðjudaginn 29. ágúst. Fá þá allir sem skráðir eru á póstlista Senu Live sendan póst með tenglum sem gerir þeim kleift að tryggja sér miða heilum degi áður en almenn sala hefst á báðar sýningar.

ATH: Takmarkað magn miða verður í boði í póstlistaforsölunum og þeim lýkur eigi síðar en kl. 22 sama dag. 

TOMMY TIERNAN kemur fram í Silfurbergi 20. okt.


TommyStartTix_1600x500

Þegar Tommy Tiernan stígur á svið er það líkt og að fá leiðbeiningar frá fjarlægri stjörnu; maður má bara ekki taka því of alvarlega. Hann leggur allt sem er pólitískt og persónulegt í sölurnar því eina markmið kvöldsins er hlátur. Leyfum okkur að hlæja að eigin óförum og kærum okkur kollótt um lífsins vandamál á Under the Influence með Tommy Tiernan í Silfurbergi, Hörpu, föstudaginn 20. október.

Um númeruð sæti er að ræða og miðaverð er 5.990 kr.
Aðeins um 500 miðar eru í boði á sýninguna
.

DANIEL SLOSS kemur fram í Flóa 28. okt.DanielStartTix_1600x500

DANIEL SLOSS: NOW er frábært nýtt uppistand og tíunda sólóverk hins skoska Daniels Sloss sem er orðinn þekktur um allan heim fyrir uppistand sitt og unnið til fjölda verðlauna. Hann hefur komið fram í Conan sjö sinnum (og á þar með metið) og alltaf hefur verið uppselt á sýningar hans á Edinburgh Fringe. Hann hefur túrað um Eyjaálfu, Bandaríkin, Bretland og Evrópu og fengið glæsilega dóma alls staðar en nú loksins kemur hann til Íslands með sýningu sína NOW sem hann flytur í Flóa, Hörpu, laugardaginn 28. október! 

Um ónúmeruð sæti er að ræða og miðaverð er 5.990 kr.
Aðeins um 500 miðar eru í boði á uppistandið með Daniel Sloss.