Um Senu
blondud-mynd

Þín upplifun er okkar ástríða

Allan daginn, alla daga, allan ársins hring erum við að hlusta, horfa og spila. Við spilum leiki, horfum á kvikmyndir daginn út og inn og um leið tökum við eftir því hvað kveikir forvitnina hjá öðrum. Við vinnum með skilningarvitin, tjáninguna og frábærar móttökur fólksins í landinu.Hafðu samband

Hringdu í okkur

591 5100

Við svörum milli 09:00 og 17:00
alla virka daga.

Sendu fyrirspurn

Til að fyrirbyggja ruslpóst:
Fréttir og tilkynningar

Tiësto í Hörpu 22. janúar

Einn besti plötusnúður allra tíma kemur með Northern Lights 2018 túrinn til Íslands

7.11.2017

Hollenski tónlistarmaðurinn Tiësto er vafalaust einn vinsælasti og besti plötusnúður okkar tíma. Hann var valinn einn af bestu plötusnúðum allra tíma af breska tónleika- og klúbbatímaritinu Mixmag auk þess sem Rolling Stone hefur sett hann í fyrsta sæti yfir bestu plötusnúða í heimi.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Tiësto spilar á Íslandi. Árið 2012 fyllti hann Valshöllina en nú eru aðeins 1.300 miðar í boði í Silfurbergi Hörpu. Þetta er því tækifæri til að sjá hann og upplifa í meiri nánd en áður. Fyrsta Northern Lights tónleikaferðalagið hans, sem haldið var árið 2016, seldist upp á örfáum klukkustundum svo það er mikilvægt að tryggja sér miða í tíma!

Tiësto hefur unnið til fjölda verðlauna í gegnum árin og það er aldrei dauð stund hjá honum. Á milli þess sem hann hljóðblandar og gefur út tónlist undir eigin nafni þá ferðast hann um heiminn og spilar í stærstu tónleikasölum og vinsælustu klúbbum heimsins í dag. 

Enda valda Tiësto tónleikar aldrei vonbrigðum; mikið lagt í umgjörðina, ekkert gefið eftir í hljóði, ljósum og tæknibrellum - og alltaf brjáluð stemning!

Almenn miðasala hefst 23. nóvember kl. 10 á Harpa.is/tiesto.
Póstlistaforsala Senu Live fer fram 22. nóvember kl. 10