Um Senu
blondud-mynd

Þín upplifun er okkar ástríða

Allan daginn, alla daga, allan ársins hring erum við að hlusta, horfa og spila. Við heyrum splunkunýja tónlistarsköpun og gamla standarda og hlustum um leið á það sem Íslendingar vilja heyra. Við horfum á kvikmyndir daginn út og inn og sjáum á sama tíma hvað annað fólk vill sjá. Við spilum leiki, lesum bækur og skoðum nýjustu leikföngin og um leið tökum við eftir því hvað kveikir forvitnina hjá öðrum. Við vinnum með skilningarvitin, tjáninguna og frábærar móttökur fólksins í landinu.Hafðu samband

Hringdu í okkur

591 5100

Við svörum milli 09:00 og 17:00
alla virka daga.

Sendu fyrirspurn

Til að fyrirbyggja ruslpóst:

Fréttir og tilkynningar: Viðburðir

Oyama hitar upp fyrir Dinosaur Jr. - 8.6.2017

"Við erum í skýjunum yfir að fá að hita upp fyrir goðsagnirnar í Dinosaur Jr! Lou Barlow og J Mascis eru tvímælalaust snillingar og við hlökkum alveg geðveikt til að deila sviði með þeim. Þeir hafa haft töluverð áhrif á tónsmíðar Oyama, og okkur sem tónlistarfólk."

Lesa meira

Zara Larsson í Laugardalshöll föstudaginn 13. október - 26.5.2017

Sænska söngkonan Zara Larsson kemur fram í Höllinni föstudaginn 13. október ásamt hljómsveit!  Zara er þekkt um allan heim fyrir magnaða rödd og kröftugt elektró-popp og eru tónleikarnir á Íslandi hluti af stórum alheimstúr. 

Lesa meira

Rappararnir í Migos halda tónleika í Höllinni 16. ágúst! - 19.5.2017

MIGOS, ein stærsta hip hop hljómsveit heims, hefur staðfest komu sína til landsins og ætlar að spila í Laugardalshöll þann 16. ágúst. Stefnt er að því að ein erlend stjarna hiti upp og ein íslensk stjarna, nánar tilkynnt síðar. Miðasala hefst 2. júní.

Lesa meira

Paul Tonkinson hitar upp fyrir Michael McIntyre í Laugardalshöll! - 3.5.2017

Michael McIntyre segist vera afar spenntur fyrir sýningu sinni á Íslandi! Hann hefur fengið til liðs við sig uppistandarann Paul Tonkinson sem ætlar að hita áhorfendur upp áður en McIntyre stígur á svið. Uppselt er á A+ svæði og örfá sæti eru eftir í A og B svæði. 

Lesa meira

Góð upplifun - Framtíð viðskipta - 3.5.2017

Miðvikudaginn 24. maí. Hefur tónlist og önnur upplifun áhrif á kauphegðun? Hvernig getum við nýtt tónlist við markaðssetningu? Erindin taka ekki aðeins til notkunar tónlistar heldur allra þátta upplifunarstjórnunar og árangur af henni.

Lesa meira

Dinosaur Jr. í Silfurbergi 22. júlí - 27.4.2017

Dinosaur Jr. er ein af áhrifamestu hljómsveitum jaðarrokksins á níunda áratugnum. Þetta goðsagnakennda rokkband er á leið til Íslands þann 22. júlí þar sem þeir ætla að hækka magnarana upp í 12 og rífa þakið af Hörpu vopnaðir bæði gömlum slögurum og nýjum. 

Lesa meira

Aleander Jarl og Auður hita upp fyrir Post Malone - 6.4.2017

Hinn sjóðheiti POST MALONE spilar í Silfurbergi Hörpu þann 11. júlí og það tilkynnist hér með að þeir sem hafa verið valdir til að hita upp eru: Alexander Jarl og Auður.

Lesa meira

Áríðandi skilaboð vegna Ricky Gervais - 6.4.2017

Írski gríninstinn og YouTube stjarnan Sean McLoughlin sem mun hita upp fyrir Ricky Gervais á Íslandi og því hefur sýningu verið flýtt til kl. 19:30 en áður var auglýst að uppistandið myndi hefjast kl. 20:00. Ricky stígur á svið kl. 20:15 og áætluð lok eru 21:40.

Lesa meira

Post Malone í Silfurbergi 11. júlí - 30.3.2017

Eitt allra heitasta nýstirni popp- og hip hop senunnar er á leiðinni til landsins! Hinn eini sanni Post Malone mun spila í Silfurbergi, Hörpu, þann 11. júlí 2017, ásamt tveimur íslenskum upphitunarböndum sem tilkynntar verða síðar.

Lesa meira

Páll Óskar heldur risatónleika - 27.3.2017

Páll Óskar telur í flottustu popptónleika á sínum rúmlega 25 ára ferli í Laugardalshöll 16. september. Páll Óskar mun syngja öll bestu lög ferils síns ásamt fimm manna hljómsveit í bland við raftónlistina og sextán dönsurum. Sviðið verður sérsmíðað inn í Laugardalshöllina.

Lesa meira
Síða 1 af 6