Um Senu
blondud-mynd

Þín upplifun er okkar ástríða

Allan daginn, alla daga, allan ársins hring erum við að hlusta, horfa og spila. Við spilum leiki, horfum á kvikmyndir daginn út og inn og um leið tökum við eftir því hvað kveikir forvitnina hjá öðrum. Við vinnum með skilningarvitin, tjáninguna og frábærar móttökur fólksins í landinu.Hafðu samband

Hringdu í okkur

591 5100

Við svörum milli 09:00 og 17:00
alla virka daga.

Sendu fyrirspurn

Til að fyrirbyggja ruslpóst:

Fréttir og tilkynningar: Viðburðir

FUTURE kemur fram í Höllinni 8. október - 18.8.2017

Future er einn heitasti tónlistarmaður heims í dag. Fyrr á árinu droppaði hann tveimur sjóðandi heitum plötum sem fóru báðar á toppinn á Billboard 200 listann, líkt og flestar plötur sem hann hefur gefið út. Það er mikill fengur fyrir Íslendinga að fá hann á hátindi ferils síns! Emmsjé Gauti og Aron Can munu hita upp fyrir Future í Höllinni þann 8. október.

Lesa meira

Páll Óskar í Höllinni | Algengar spurningar - 11.8.2017

Hvað má? Hvað má ekki? Hvað er stæði? Hvar kaupir maður miða? Þarf að kaupa miða fyrir mjög ung börn sem maður hefur í fanginu? Má áframselja miðana? Verður áfengi selt á staðnum? En matur? Hvað um stæði fyrir hjólastóla?

Lesa meira

XXX Rottweiler hita upp fyrir Migos í Höllinni - 4.8.2017

XXX Rottweiler munu hita upp fyrir rappsveitina Migos í Laugardalshöllinni þann 16. ágúst. Þar með hafa öll atriði kvöldsins verið opinberuð en þau eru XXX Rottweiler, CYBER og Joey Christ. 

Það er því augljóst að hér verður um einstaka tónlistarveislu að ræða.

 

Lesa meira

Joey Christ hitar upp fyrir Migos - 3.8.2017

Joey Christ bætist í hóp þeirra sem munu hita upp fyrir rappsveitina Migos í Laugardalshöllinni þann 16. ágúst! Alls munu þrjú íslensk atriði hita upp fyrir Migos en þeirra að auki mun DJ SURA halda uppi stuðinu áður en fyrsta atriðið stígur á svið. 

Lesa meira

Aðeins um 400 miðar eftir á Zöru Larsson! - 2.8.2017

Það seldist strax upp í stúku þegar sala hófst í júní og nú eru aðeins rétt rúmlega 400 miðar eru eftir í stæði. Það er því augljóst að uppselt verður tónleikana innan skamms. Áhugasamir eru því hvattir til að hafa hraðar hendur og næla sér í miða áður en þeir klárast.

Lesa meira

CYBER hita upp fyrir Migos - 2.8.2017

Það tilkynnist hér með að rappsveitin CYBER mun hita upp fyrir Migos í Laugardalshöllinni þann 16. ágúst! Alls munu þrjú íslensk atriði hita upp fyrir Migos og tilkynnt verður hvaða tvö atriði munu bætast við síðar í þessari viku. Auk þess mun DJ SURA halda uppi stuðinu áður en fyrsta atriðið stígur á svið.

Lesa meira

RHCP | Dagskrá og skipulag - 20.7.2017

Hér má sjá dagskrána, upplýsingar um miðasölu og ýmsar aðrar upplýsingar fyrir tónleikana á mánudaginn. Húsið opnar kl. 18:30 og tónleikarnir hefjast kl. 20:00. Ósótta miða má sækja í miðasölubása sem opna kl. 18:30 í Höllinni.

Lesa meira

Uppselt í stúku á Zöru Larsson - 27.6.2017

Nú er svo komið að uppselt er í stúku og aðeins örfáir miðar eru eftir í stæði. Það er öruggt að á endanum verður uppselt á þessa tónleika og því eru áhugsamir hvattir til að hafa hraðar hendur svo þeir sitji ekki eftir með sárt ennið.

Lesa meira

Oyama hitar upp fyrir Dinosaur Jr. - 8.6.2017

"Við erum í skýjunum yfir að fá að hita upp fyrir goðsagnirnar í Dinosaur Jr! Lou Barlow og J Mascis eru tvímælalaust snillingar og við hlökkum alveg geðveikt til að deila sviði með þeim. Þeir hafa haft töluverð áhrif á tónsmíðar Oyama, og okkur sem tónlistarfólk."

Lesa meira

Zara Larsson í Laugardalshöll föstudaginn 13. október - 26.5.2017

Sænska söngkonan Zara Larsson kemur fram í Höllinni föstudaginn 13. október ásamt hljómsveit!  Zara er þekkt um allan heim fyrir magnaða rödd og kröftugt elektró-popp og eru tónleikarnir á Íslandi hluti af stórum alheimstúr. 

Lesa meira
Síða 1 af 7