Um Senu
blondud-mynd

Þín upplifun er okkar ástríða

Allan daginn, alla daga, allan ársins hring erum við að hlusta, horfa og spila. Við heyrum splunkunýja tónlistarsköpun og gamla standarda og hlustum um leið á það sem Íslendingar vilja heyra. Við horfum á kvikmyndir daginn út og inn og sjáum á sama tíma hvað annað fólk vill sjá. Við spilum leiki, lesum bækur og skoðum nýjustu leikföngin og um leið tökum við eftir því hvað kveikir forvitnina hjá öðrum. Við vinnum með skilningarvitin, tjáninguna og frábærar móttökur fólksins í landinu.Hafðu samband

Hringdu í okkur

591 5100

Við svörum milli 09:00 og 17:00
alla virka daga.

Sendu fyrirspurn

Til að fyrirbyggja ruslpóst:

Fréttir og tilkynningar: Kvikmyndir

Stubbur stjóri er frumsýndur á fimmtudag - 17.4.2017

Frá þeim sem færði okkur Madagascar-myndirnar kemur fjölskylduskemmtunin Stubbur stjóri sem segir frá kornabarni sem er til í hvern þann slag sem lífið býður upp á! 

Lesa meira

Snjór og Salóme er frumsýnd á föstudag! - 4.4.2017

Stórskemmtileg saga um óvenjulegan ástarþríhyrning. Þau Salóme og Hrafn hafa átt í on/off-sambandi í fimmtán ár og leigt saman íbúð. Þegar Hrafn barnar aðra konu, Ríkeyju, og hún flytur inn breytist allt og Salóme þarf að endurmeta stöðu sína frá grunni. 

Lesa meira

Strumparnir: Gleymda þorpið er frumsýnd á föstudag! - 28.3.2017

Þessi létta, strympaða teiknimynd sýnir okkur alveg nýja hlið á  Strumpunum. Strympa og félagar hennar, Gáfnastrumpur, Klaufastrumpur og Kraftastrumpur, finna dularfullt landakort sem leiðir þau í spennandi kapphlaup gegnum drungalega skóginn. Á leiðarenda er stærsta leyndarmál Strumpasögunnar að finna! 

Lesa meira

Life frumsýnd á föstudag! - 21.3.2017

Merk uppgötvun um líf á öðrum hnöttum breytist í martröð þegar lífveran þróast á ofsahraða og ógnar lífum áhafnarinnar. Lífveran olli gjöreyðingu á Mars og gæti lagt allt líf á jarðríki í hættu.

Lesa meira

Hidden Figures er frumsýnd á föstudag! - 8.3.2017

Hidden Figures er frumsýnd á föstudag! Um er að ræða söluhæstu kvikmynd síðasta árs af þeim myndum sem tilnefndar voru til Óskarsverðlauna sem Besta myndin. "Myndin sýnir okkur hversu miklu við höfum tapað á því gegnum aldirnar að ræna okkur þá greind, hæfileika og leiðtogahæfni sem yfir helmingur mannkyns kann að búa yfir."

Lesa meira

Manchester by the Sea er frumsýnd á föstudag! - 21.2.2017

Myndin er sannkallað snilldarverk og án nokkurs vafa ein af bestu myndum ársins 2016. Hún hefur verið tilnefnd til sex Óskarsverðlauna, meðal annars sem besta myndin. Kvikmyndin var valin af American Film Institute og National Board of Review sem ein af bestu kvikmyndum ársins 2016.

Lesa meira

Strumparnir ganga til liðs við Sameinuðu þjóðirnar - 15.2.2017

Hinir sívinsælu strumpar hvetja börn, ungt fólk og fullorðna til að gera heiminn glaðlegri, friðsamlegri, sanngjarnari og heilbrigðari með átaksverkefni sem fer af stað í dag í samvinnu við Sameinuðu þjóðirnar, UNICEF, og sérstakan sjóð á vegum SÞ.

Lesa meira

Resident Evil: The Final Capter er frumsýnd á föstudag! - 24.1.2017

Mannkynið er á ysti nöf. Alice þarf að snúa aftur til Racoon City, þar sem martröðin hófst og fyrirtækið Umbrella er að undirbúa sína hinstu árás gegn þeim fáu sem hafa lifað af til þessa. Alice þarf að taka höndum saman bæði við gamla vini til að lifa af þessa síðustu árás Umbrella fyrirtækisins.

Lesa meira

Hjartasteinn frumsýnd í dag! - 13.1.2017

Hjartasteinn er fyrsta kvikmynd Guðmundar Arnars Gumundssonar í fullri lengd og gerist yfir sumar í litlu sjávarþorpi á Íslandi. Þetta er örlagarík þroskasaga sem fjallar um sterka vináttu tveggja drengja sem eru að taka sín fyrstu skref inn í unglingsárin og uppgötva ástina.

Lesa meira

Why Him? er frumsýnd í dag - 26.12.2016

 

Nú er hátíð í bæ og Ned (Bryan Cranston), faðir sem bæði elskar og ofverndar, fer ásamt fjölskyldu sinni að hitta nýja kærasta dóttur sinnar, Laird. Ned finnst Laird engan veginn henta dóttur sinni. Hann leggur allar árar út þegar hann kemst að því að Laird hefur hug á því að biðja dóttur sinnar. 

 

Lesa meira
Síða 1 af 4