Um Senu
blondud-mynd

Þín upplifun er okkar ástríða

Allan daginn, alla daga, allan ársins hring erum við að hlusta, horfa og spila. Við spilum leiki, horfum á kvikmyndir daginn út og inn og um leið tökum við eftir því hvað kveikir forvitnina hjá öðrum. Við vinnum með skilningarvitin, tjáninguna og frábærar móttökur fólksins í landinu.Hafðu samband

Hringdu í okkur

591 5100

Við svörum milli 09:00 og 17:00
alla virka daga.

Sendu fyrirspurn

Til að fyrirbyggja ruslpóst:

Fréttir og tilkynningar: Kvikmyndir

Baby Driver er frumsýnd á miðvikudag - 26.6.2017

Baby (Ansel Elgort) er ungur og efnilegur strákur sem hefur það hættulega starf að keyra glæpamenn burt frá vettvangi. Baby Driver er frumsýnd á miðvikudaginn í Smárabíói, Háskólabíói, Laugarásbíói og Borgarbíói, Akureyri.

Lesa meira

S-MAX slær í gegn – Bíóupplifun á nýtt stig - 13.6.2017

S-MAX salur Smárabíós, sem býður upp á Flagship Laser 4K og Dolby Atmos, hefur slegið í gegn. Samkvæmt könnun sem gerð var um helgina sögðu 92% bíógesta í Smárabíó að myndgæðin hefðu verið mjög góð eða framúrskarandi. Smárabíó er útbúið nýjustu, fullkomnustu og bestu tækni sem í boði er í heiminum.

Lesa meira

Rough Night frumsýnd á miðvikudaginn - 9.6.2017

Grínmynd með Scarlett Johansson í aðalhlutverki. Rough Night er frumsýnd á miðvikudaginn í Smárabíói, Háskólabíói, Laugarásbíói og Borgarbíói, Akureyri.

Lesa meira

Ég man þig er frumsýnd á föstudag - 2.5.2017

Ég man þig verður frumsýnd á föstudag í Smárabíói, Háskólabíói, Laugarásbíói og Borgarbíói, Akureyri. Ungt fólk sem er að gera upp hús á Hesteyri um miðjan vetur fer að gruna að þau séu ekki einu gestirnir í þessu eyðiþorpi. Á Ísafirði dregst nýi geðlæknirinn í bænum inn í rannsókn á sjálfsmorði eldri konu, en svo virðist hún hafi verið heltekin af syni hans sem hvarf fyrir nokkrum árum og fannst aldrei ...

Lesa meira

Stubbur stjóri er frumsýndur á fimmtudag - 17.4.2017

Frá þeim sem færði okkur Madagascar-myndirnar kemur fjölskylduskemmtunin Stubbur stjóri sem segir frá kornabarni sem er til í hvern þann slag sem lífið býður upp á! 

Lesa meira

Snjór og Salóme er frumsýnd á föstudag! - 4.4.2017

Stórskemmtileg saga um óvenjulegan ástarþríhyrning. Þau Salóme og Hrafn hafa átt í on/off-sambandi í fimmtán ár og leigt saman íbúð. Þegar Hrafn barnar aðra konu, Ríkeyju, og hún flytur inn breytist allt og Salóme þarf að endurmeta stöðu sína frá grunni. 

Lesa meira

Strumparnir: Gleymda þorpið er frumsýnd á föstudag! - 28.3.2017

Þessi létta, strympaða teiknimynd sýnir okkur alveg nýja hlið á  Strumpunum. Strympa og félagar hennar, Gáfnastrumpur, Klaufastrumpur og Kraftastrumpur, finna dularfullt landakort sem leiðir þau í spennandi kapphlaup gegnum drungalega skóginn. Á leiðarenda er stærsta leyndarmál Strumpasögunnar að finna! 

Lesa meira

Life frumsýnd á föstudag! - 21.3.2017

Merk uppgötvun um líf á öðrum hnöttum breytist í martröð þegar lífveran þróast á ofsahraða og ógnar lífum áhafnarinnar. Lífveran olli gjöreyðingu á Mars og gæti lagt allt líf á jarðríki í hættu.

Lesa meira

Hidden Figures er frumsýnd á föstudag! - 8.3.2017

Hidden Figures er frumsýnd á föstudag! Um er að ræða söluhæstu kvikmynd síðasta árs af þeim myndum sem tilnefndar voru til Óskarsverðlauna sem Besta myndin. "Myndin sýnir okkur hversu miklu við höfum tapað á því gegnum aldirnar að ræna okkur þá greind, hæfileika og leiðtogahæfni sem yfir helmingur mannkyns kann að búa yfir."

Lesa meira

Manchester by the Sea er frumsýnd á föstudag! - 21.2.2017

Myndin er sannkallað snilldarverk og án nokkurs vafa ein af bestu myndum ársins 2016. Hún hefur verið tilnefnd til sex Óskarsverðlauna, meðal annars sem besta myndin. Kvikmyndin var valin af American Film Institute og National Board of Review sem ein af bestu kvikmyndum ársins 2016.

Lesa meira
Síða 1 af 2