Um Senu
blondud-mynd

Þín upplifun er okkar ástríða

Allan daginn, alla daga, allan ársins hring erum við að hlusta, horfa og spila. Við spilum leiki, horfum á kvikmyndir daginn út og inn og um leið tökum við eftir því hvað kveikir forvitnina hjá öðrum. Við vinnum með skilningarvitin, tjáninguna og frábærar móttökur fólksins í landinu.Hafðu samband

Hringdu í okkur

591 5100

Við svörum milli 09:00 og 17:00
alla virka daga.

Sendu fyrirspurn

Til að fyrirbyggja ruslpóst:
Fréttir og tilkynningar

Svona fer miðasalan á Gervais fram

Rafræn biðröð og 6 miða hámarkskaup

22.2.2017

Eins og allir vita er Ricky Gervais erá leiðinni til Íslands með Humanity, fyrstu uppistandssýningu sína í sjö ár, og kemur fram í Eldborg Hörpu, sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 20. apríl. Það er augljóst að gríðarleg spenna er fyrir komu kappans og hætt við að færri komist að en vilja og því hefur verið brugðið á það ráð að nýta rafræna biðröð og takmarka það hversu marga miða er hægt að kaupa í einu.


Biðröðin

Fyrir póstlistaforsöluna og almennu söluna mun Sena Live nýta sér möguleikann á rafrænni biðröð í miðasölukerfinu. Biðröðin virkar þannig að hver sá sem opnar hlekkinn áður en sala hefst fer í biðröð án númers. Í póstlistaforsölunni hefst þessi biðröð um leið og pósturinn er sendur út en í almennu miðasölunni hefst þessi biðröð hálftíma fyrir opnun. Um leið og miðasalan opnast fá allir sem eru í biðröðinni stað í röðinni að kaupferlinu sem valinn er af handahófi. Þess vegna skiptir ekki máli hvort maður opnar hlekkinn mínútu fyrir opnun eða hálftíma fyrir opnun, allir eiga jafnmikinn möguleika á að komast framarlega í röðina.

Miðafjöldi

Venjulega er hægt að kaupa 10 miða í einu en fyrir uppistand Ricky Gervais verður sá miðafjöldi lækkaður niður í 6 miða til að tryggja það að sem flestir komist að.


Almenn miðasala hefst á föstudaginn kl. 10 á Harpa.is/ricky og póstlistaforsala Senu Live hefst á morgun fimmtudag kl. 15:00. Aðeins 1.500 miðar eru í boði í heildina, verðsvæðin eru fimm og kosta miðarnir frá 7.990 kr. Takmarkað magn miða verður í boði í forsölunni.

 


Póstlistaforsala Senu Live 
Fimmtudaginn 23. febrúar kl. 15:00

Biðröð hefst um leið og forsölupóstur er sendur út.

(skráning hér)

 

Almenn miðasala
Föstudaginn 24. febrúar kl. 10:00

Biðröð hefst kl. 09:30.

 


Biðröðin og takmarkaður miðafjöldi eiga við í báðum tilfellum.

 

Hvað: Ricky Gervais - Humanity
Hvar: Eldborg, Hörpu
Hvenær: 20. apríl 2017
Almenn miðasala: Föstudaginn 24. febrúar kl. 10.
Póstlistaforsala Senu Live: Fimmtudaginn 23. febrúar 15:00

ALLT UM VIÐBURÐINN