Um Senu
blondud-mynd

Þín upplifun er okkar ástríða

Allan daginn, alla daga, allan ársins hring erum við að hlusta, horfa og spila. Við heyrum splunkunýja tónlistarsköpun og gamla standarda og hlustum um leið á það sem Íslendingar vilja heyra. Við horfum á kvikmyndir daginn út og inn og sjáum á sama tíma hvað annað fólk vill sjá. Við spilum leiki, lesum bækur og skoðum nýjustu leikföngin og um leið tökum við eftir því hvað kveikir forvitnina hjá öðrum. Við vinnum með skilningarvitin, tjáninguna og frábærar móttökur fólksins í landinu.Hafðu samband

Hringdu í okkur

591 5100

Við svörum milli 09:00 og 17:00
alla virka daga.

Sendu fyrirspurn

Til að fyrirbyggja ruslpóst:
Fréttir og tilkynningar

Stubbur stjóri er frumsýndur á fimmtudag

Fæddur leiðtogi

17.4.2017

Frá þeim sem færði okkur Madagascar-myndirnar kemur fjölskylduskemmtunin Stubbur stjóri sem segir frá kornabarni sem er til í hvern þann slag sem lífið býður upp á! 

Sjö ára drengur verður afbrýðisamur út í ofvitann, litla bróður sinn, og ætlar að vinna ástúð foreldra sinna með klókindum. Bræðurnir þurfa þó að taka höndum saman og stöðva skæðustu samkeppniskrútt allra barna; hvolpana.Stubbur stjóri verður frumsýndur á fimmtudaginn í Smárabíói, Háskólabíói, Laugarásbíói og Borgarbíói, Akureyri.


Helstu leikarar: 

Hjálmar Hjálmarsson, Lára Sveinsdóttir, Matthías Davíð Matthíasson, Stefán Benedikt Vilhelmsson, Arnmundur Ernst Backman, Guðmundur Ólafsson, Steinn Ármann Magnússon, Orri Huginn Ágútsson, Margrét Friðriksdóttir og Tjaldur Wilhelm Norðfjörð