Um Senu
blondud-mynd

Þín upplifun er okkar ástríða

Allan daginn, alla daga, allan ársins hring erum við að hlusta, horfa og spila. Við spilum leiki, horfum á kvikmyndir daginn út og inn og um leið tökum við eftir því hvað kveikir forvitnina hjá öðrum. Við vinnum með skilningarvitin, tjáninguna og frábærar móttökur fólksins í landinu.Hafðu samband

Hringdu í okkur

591 5100

Við svörum milli 09:00 og 17:00
alla virka daga.

Sendu fyrirspurn

Til að fyrirbyggja ruslpóst:
Fréttir og tilkynningar

Stubbur stjóri er frumsýndur á fimmtudag

Fæddur leiðtogi

17.4.2017

Frá þeim sem færði okkur Madagascar-myndirnar kemur fjölskylduskemmtunin Stubbur stjóri sem segir frá kornabarni sem er til í hvern þann slag sem lífið býður upp á! 

Sjö ára drengur verður afbrýðisamur út í ofvitann, litla bróður sinn, og ætlar að vinna ástúð foreldra sinna með klókindum. Bræðurnir þurfa þó að taka höndum saman og stöðva skæðustu samkeppniskrútt allra barna; hvolpana.Stubbur stjóri verður frumsýndur á fimmtudaginn í Smárabíói, Háskólabíói, Laugarásbíói og Borgarbíói, Akureyri.


Helstu leikarar: 

Hjálmar Hjálmarsson, Lára Sveinsdóttir, Matthías Davíð Matthíasson, Stefán Benedikt Vilhelmsson, Arnmundur Ernst Backman, Guðmundur Ólafsson, Steinn Ármann Magnússon, Orri Huginn Ágútsson, Margrét Friðriksdóttir og Tjaldur Wilhelm Norðfjörð