Um Senu
blondud-mynd

Þín upplifun er okkar ástríða

Allan daginn, alla daga, allan ársins hring erum við að hlusta, horfa og spila. Við spilum leiki, horfum á kvikmyndir daginn út og inn og um leið tökum við eftir því hvað kveikir forvitnina hjá öðrum. Við vinnum með skilningarvitin, tjáninguna og frábærar móttökur fólksins í landinu.Hafðu samband

Hringdu í okkur

591 5100

Við svörum milli 09:00 og 17:00
alla virka daga.

Sendu fyrirspurn

Til að fyrirbyggja ruslpóst:
Fréttir og tilkynningar

Stefán Karl verður sérstakur gestur á Jólagestum Björgvins

Trölli skilar jólunum - Jólagestir | Eldborg | 10. desember

11.10.2017

Stefán Karl fæddist árið 1975 í Hafnarfirði og er fyrir löngu orðinn þjóðargersemi. Þessi ástsæli gullbarki hefur sýnt það og sannað margoft að hæfileikar hans ná langt út fyrir leiklistina, en hann er alls ekki óvanur sviðinu eins og flestir vita. Á árunum 2008-2015 fór hann til að mynda með titilhlutverkið Trölla (the Grinch) í söngleiknum How the Grinch Stole Christmas! sem ferðaðist um gervalla N-Ameríku.

Hann er best þekktur fyrir túlkun sína á Glanna Glæp í leikritinu og síðar barnaþættinum Latabæ, eða Robbie Rotten í Lazytown á ensku. Þátturinn er gríðarlega vinsæll um allan heim og hefur verið sýndur í yfir 100 löndum. Hann hefur einnig unnið til ótal verðlauna fyrir leik sinn og má t.a.m. finna Eddur, BAFTA-verðlaun, Thorbjorn Egner-verðlaun og EMIL-verðlaun í verðlaunaskápnum hans.

Við bjóðum Stefán Karl hjartanlega velkominn í hópinn og teljum okkur einstaklega heppin með að hafa fengið þetta mikla hæfileikabúnt með okkur í lið fyrir tónleikana þann 10. desember!

Jólagestir Björgvins verða haldnir í Eldborg, Hörpu, þann 10. desember. Um tvenna tónleika er að ræða; kl. 17:00 og kl. 21:00.

Forsala fyrir póstlista Senu Live og Jólagesta hefst á morgun fimmtudag kl. 10:00. Almenn sala hefst svo fimmtudaginn 19. október kl. 10:00.

HARPA.IS/JOLAGESTIR