Um Senu
blondud-mynd

Þín upplifun er okkar ástríða

Allan daginn, alla daga, allan ársins hring erum við að hlusta, horfa og spila. Við spilum leiki, horfum á kvikmyndir daginn út og inn og um leið tökum við eftir því hvað kveikir forvitnina hjá öðrum. Við vinnum með skilningarvitin, tjáninguna og frábærar móttökur fólksins í landinu.Hafðu samband

Hringdu í okkur

591 5100

Við svörum milli 09:00 og 17:00
alla virka daga.

Sendu fyrirspurn

Til að fyrirbyggja ruslpóst:
Fréttir og tilkynningar

Sigur Rós tilkynnir fleiri nöfn, afhjúpar dagskrána og hefur sölu á dagpössum

Norður og niður í Hörpu | 27.-30. desember

19.10.2017

Komdu og gakktu til liðs við vini og vandamenn Sigur Rósar og taktu þátt í þessu stórkostlega partíi milli jóla og nýárs. Harpa verður smekkfull af gleði og ótrúlegum uppákomum!

LISTAMENN SEM BÆTAST VIÐ HÉR MEÐ:
PEACHES, DUSTIN O'HALLORAN, ALEX SOMERS, ULRICH SCHNAUSS, AMIINA, GYÐA, DIMMA og MARY LATTIMORE.

UM MIÐASÖLUR OG VERÐ:
Takmarkað magn dagpassa verður í boði á Norður og niður og mun sala á þeim hefjast næsta fimmtudag, 26. október, kl. 10:00 á harpa.is/non. Sala á fjögurra daga hátíðarpössum heldur einnig áfram á sama stað.

Athugið að passinn á hátíðina veitir ekki aðgang að tónleikum Sigur Rósar.

SJÁ DAGSKRÁ

FRÉTTATILKYNNINGIN Í HEILD SINNI:

Sigur Rós tilkynnir hér með fleiri listamenn á hátíðinni Norður og niður sem hljómsveitin heldur í Hörpu milli jóla og nýárs. Þeir kynna hér með til leiks hina kraftmiklu elektró-tónlistarkonu PEACHES og tónskáldið DUSTIN O'HALLORAN, langtímavin Sigur Rósar, pródúserinn og tónskáldið ALEX SOMERS (sem er einnig hinn helmingurinn af Alex & Jónsi). AMIINA mun flytja Fantomas, heillandi og margrómað tónverk sem fer saman við samnefnda þögla kvikmynd, eitt af meistaraverkum kvikmyndasögunnar.

ULRICH SCHNAUSS flytur draumkennt og glaðvært elektrópopp. GYÐA (oft kennd við Múm) flytur nýtt og óútgefið verk þar sem hún syngur með sinni einstöku rödd yfir listilegum sellóleik. Rokkararnir í DIMMU stíga á svið og flytja sitt kynngimagnaða prógramm. Hörpuleikarinn vinsæli MARY LATTIMORE mun flytja eigið efni og meira til. Hinn ástsæli kvikmyndaleikstjóri DEAN DEBLOIS (Lilo & Stitch, How to Train Your Dragon) heiðrar okkur með nærveru sinni vegna sýningar á heimildamynd sinni Heima sem fjallar um ævintýralegt ferðalag Sigur Rósar um Ísland árið 2006.

Þetta hæfileikafólk bætist sem sagt í lið þeirra sem þegar hafa verið tilkynntir, en þeir voru eftirfarandi: MOGWAI, JARVIS COCKER, KEVIN SHIELDS, STARS OF THE LID, DAN DEACON, JULIANNA BARWICK, JÓHANN JÓHANNSSON, BLANCK MASS, ALEXIS TAYLOR (HOT CHIP), ÍSLENSKI DANSFLOKKURINN, JFDR, og MAMMÚT.

Í dagskrá hátíðarinnar munu bætast við ýmis verk tengd sjón-, ljóð-, kvikmynda- og gjörningalist. Verða þau tilkynnt innan skamms.

Sigur Rós kemur fram á hverjum degi meðan á hátíðinni stendur í Eldborgarsal Hörpu. Sala á þá er í fullu gangi hér og eru fáir miðar eftir. Þessir tónleikar eru þeir fyrstu sem hljómsveitin heldur hér á landi í meira en fimm ár. Athugið að passinn á hátíðina veitir ekki aðgang að tónleikum Sigur Rósar.

„Við erum ótrúlega spenntir fyrir Norður og niður. Að skipuleggja sína eigin hátíð er frábært, maður setur saman draumaliðið sitt með öllum uppáhaldsleikmönnunum sínum og hefur samband við þá, krossar fingur, og með smá lukku og heppilegri tímasetningu myndast ósigrandi teymi af afburðagóðu hæfileikafólki, á einn stað á einni stundu, til að töfra fram eitthvað ótrúlegt.“ - Meðlimir Sigur Rósar