Um Senu
blondud-mynd

Þín upplifun er okkar ástríða

Allan daginn, alla daga, allan ársins hring erum við að hlusta, horfa og spila. Við spilum leiki, horfum á kvikmyndir daginn út og inn og um leið tökum við eftir því hvað kveikir forvitnina hjá öðrum. Við vinnum með skilningarvitin, tjáninguna og frábærar móttökur fólksins í landinu.Hafðu samband

Hringdu í okkur

591 5100

Við svörum milli 09:00 og 17:00
alla virka daga.

Sendu fyrirspurn

Til að fyrirbyggja ruslpóst:
Fréttir og tilkynningar

Síðustu miðar á Sigur Rós í Eldborg nú til sölu

Örfáir miðar eftir á tónleika Sigur Rósar milli jóla og nýárs

11.10.2017

Hljómsveitin Sigur Rós kemur fram á fernum tónleikum í Eldborg dagana 27., 28., 29. og 30. desember. Uppselt er á tónleikana 30. desember en enn eru örfáir miðar eftir hina dagana. 

Tónleikar Sigur Rósar í Eldborgarsal Hörpu verða þeir síðustu á 18 mánaða tónleikaferðalagi hljómsveitarinnar um heiminn sem hófst um mitt síðasta ár. Þá verða liðin 5 ár síðan hljómsveitin kom fram á Íslandi.

Aðeis 1.500 manns komast á hverja tónleika Sigur Rósar í Eldborg og því einstakt tækifæri til að upplifa hljómsveitina í mikilli nánd, í sínu heimalandi.

30. desember - UPPSELT
29. desember - Örfáir miðar eftir
28. desember - Örfáir miðar eftir
27. desember - Örfáir miðar eftir

Athugið að handhafar miða á tónleika Sigur Rósar geta keypt passa á listahátíðina Norður og niður á góðum afslætti með því að hafa samband við miðasölu Hörpu: MIDASALA@HARPA.IS / 528 5050

HARPA.IS/SIGURROS