Um Senu
blondud-mynd

Þín upplifun er okkar ástríða

Allan daginn, alla daga, allan ársins hring erum við að hlusta, horfa og spila. Við spilum leiki, horfum á kvikmyndir daginn út og inn og um leið tökum við eftir því hvað kveikir forvitnina hjá öðrum. Við vinnum með skilningarvitin, tjáninguna og frábærar móttökur fólksins í landinu.Hafðu samband

Hringdu í okkur

591 5100

Við svörum milli 09:00 og 17:00
alla virka daga.

Sendu fyrirspurn

Til að fyrirbyggja ruslpóst:
Fréttir og tilkynningar

Ricky Gervais til Íslands!

Flytur uppistandssýninguna Humanity í Eldborg, sumardaginn fyrsta, 20. apríl

17.2.2017

Ricky Gervais er einn áhrifamesti breski grínisti síðan Charlie Chaplin var og hét. Hann er á leiðinni til Íslands með  Humanity, fyrstu uppistandssýningu sína í sjö ár, og kemur fram í Eldborg sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 20. apríl.

Ricky Gervais hefur leikið, sungið, framleitt og skrifað í mörg ár. Hann skapaði þrjá vinsæla þætti og merkilegt nokk þá lék hann aðalhlutverkin í þeim öllum. Við erum að tala um The Office,  Extras og  Derek. Þessi fjölhæfi snillingur hefur unnið til fjölmargra verðlauna, þar af sjö BAFTA-verðlaun, fimm British Comedy Awards, þrjú Golden Globe verðlaun og tvö Emmy-verðlaun.

Það eru mikil forréttindi að svo mikið af sómasamlegu fólki borgi sig inn til að koma og sjá þig. Maður verður að hafa eitthvað öðruvísi, áhugavert og fyndið að segja. Humanity er reiðasta, heiðarlegasta og, að mínu mati, besta sýning mín til þessa. Hún er líklegast sú persónulegasta líka. Mér líður eins og ég gæti allt eins sagt ykkur allt áður en ég dey. Vona að þið njótið þess. Eða ekki. Það fær enginn endurgreitt. Svona er lífið, býst ég við.“ - Ricky Gervais 

Ricky hefur ekki setið auðum höndum á nýliðnu ári. Um daginn frumsýndi hann á Netflix kvikmyndina David Brent: Life On The Road og gaf út plötuna Life On The Road með "David Brent & Foregone Conclusion" ásamt söngvabókinni David Brent Songbook. David Brent er persóna sem flestir þekkja úr The Office þáttunum sem slógu hressilega í gegn um allan heim, enda eru þeir nú taldir vera farsælustu og áhrifamestu grínþættir í breskri sjónvarpssögu, en þeir voru þeir sýndir í yfir 90 löndum á sínum tíma.

Þá lék hann á árinu einnig í kvikmyndinni Special Correspondence og var kynnir Golden Globe verðlaunanna í 4. skiptið.  Velgengni Ricky í bransanum hefur ekki gefið honum mikinn tíma fyrir uppistand síðustu ár, en árið í ár markar endurkomu hans í uppistandið og við Íslendingar erum svo heppnir að vera hluti af nýja heimstúrnum.

Miðasala hefst föstudaginn 24. febrúar kl. 10 á Harpa.is. Póstlistaforsala Senu Live fer fram daginn áður, fimmtudaginn 23. febrúar kl. 15. Fá þá allir sem eru skráðir á póstlista Senu Live sendan póst með tengli sem gerir þeim kleift að kaupa miða samstundis, degir áður en almenn sala hefst. Skráning á póstlista Senu Live hér.

ATH: Takmarkað magn miða er í boði í póstlistaforsölunn og henni lýkur um leið og miðarnir klárast. 

Nú er um að gera að hafa hraðar hendur því aðeins 1.500 miðar verða í boði hér á landi í heildina. Verðsvæðin eru fimm og kosta miðarnir frá 7.990 kr. - fyrstir koma, fyrstir fá! 

ALLT UM VIÐBURÐINN