Um Senu
blondud-mynd

Þín upplifun er okkar ástríða

Allan daginn, alla daga, allan ársins hring erum við að hlusta, horfa og spila. Við spilum leiki, horfum á kvikmyndir daginn út og inn og um leið tökum við eftir því hvað kveikir forvitnina hjá öðrum. Við vinnum með skilningarvitin, tjáninguna og frábærar móttökur fólksins í landinu.Hafðu samband

Hringdu í okkur

591 5100

Við svörum milli 09:00 og 17:00
alla virka daga.

Sendu fyrirspurn

Til að fyrirbyggja ruslpóst:
Fréttir og tilkynningar

Rappararnir í Migos halda tónleika í Höllinni 16. ágúst!

Miðasala hefst 2. júní

19.5.2017

MIGOS, ein stærsta hip hop hljómsveit heims, hefur staðfest komu sína til landsins og ætlar að spila í Laugardalshöll þann 16. ágúst. Stefnt er að því að ein erlend stjarna hiti upp og ein íslensk stjarna, nánar tilkynnt síðar. Miðasala hefst 2. júní.

Í október 2016 gáfu Migos út singúlinn "Bad and Boujee" með Lil Uzi Vert sem fór beint á topp Billboard Hot 100 listann og er nú tilnefndur til Billboard Music Awards sem Besta rapplagið og Besta rappsamstarfið. Þetta var fyrsta lagið af plötunni Culture sem kom út í janúar á þessu ári við mikinn fögnuð rappaðdáenda um allan heim.

Miðasala hefst föstudaginn 2. júní kl. 10 á Tix.is/migos.

Póstlistaforsala Senu Live fer fram daginn áður, fimmtudaginn 1. júní kl. 10. Fá þá allir sem eru skráðir á póstlista Senu Live sendan póst með tengli sem gerir þeim kleift að kaupa miða samstundis,
degi áður en almenn sala hefst.