Um Senu
blondud-mynd

Þín upplifun er okkar ástríða

Allan daginn, alla daga, allan ársins hring erum við að hlusta, horfa og spila. Við heyrum splunkunýja tónlistarsköpun og gamla standarda og hlustum um leið á það sem Íslendingar vilja heyra. Við horfum á kvikmyndir daginn út og inn og sjáum á sama tíma hvað annað fólk vill sjá. Við spilum leiki, lesum bækur og skoðum nýjustu leikföngin og um leið tökum við eftir því hvað kveikir forvitnina hjá öðrum. Við vinnum með skilningarvitin, tjáninguna og frábærar móttökur fólksins í landinu.Hafðu samband

Hringdu í okkur

591 5100

Við svörum milli 09:00 og 17:00
alla virka daga.

Sendu fyrirspurn

Til að fyrirbyggja ruslpóst:
Fréttir og tilkynningar

Post Malone í Silfurbergi 11. júlí

Heitasta nýstirnið í popp- og hip hop senunni á leið til Íslands

30.3.2017

Eitt allra heitasta nýstirni popp- og hip hop senunnar er á leiðinni til landsins! Hinn eini sanni Post Malone mun spila í Silfurbergi, Hörpu, þann 11. júlí 2017, ásamt tveimur íslenskum upphitunarböndum sem tilkynntar verða síðar.

Post Malone er sjóðandi heitt nafn þessa dagana en hann hefur slegið rækilega í gegn með lögum á borð við "Congratulations" og "White Iverson" auk þess sem hann hitaði víða upp fyrir vin sinn Justin Bieber á ferðalagi hans um heiminn á síðasta ári.

Lagið "White Iverson" er sannkallaður risasmellur; náði 1. sæti á Rhythm Radio listanum, er þreföld-platínum smáskífa, hefur verið streymt yfir 250 milljón sinnum á Spotify og er með rúmlega 280 milljón áhorf á YouTube og Vevo.

Ævintýrið hófst þegar hann setti "White Iverson" á SoundCloud í febrúar 2015; um leið byrjuðu nöfn á borð við Wiz Khalifa og Mac Miller að tvíta um hann, Complex og Noisey lofuðu hann í bak og fyrir, hann fékk frábær gigg á stórum tónlistarhátíðum og stóru útgáfurisarnir hófu að berjast um hann. Kanye West, Jay-Z og 50 Cent buðu sig fram sem samstarfsfélaga. Í ágúst sama ár samdi hann við Republic Records.

Hans fyrsta plata í fullri lengd, Stoney, leit svo dagsins ljós 9. desember 2016.  Í dag er hann nýkominn af Justin Bieber heimstúrnum og ferðast nú um allan heim með helling af glænýju efni.

- Húsið opnar kl. 21 og tónleikar hefjast kl. 22. 
- Aðeins 1.200 miðar eru í boði og miðaverð er einungis 9.990 kr. - Ekkert aldurstakmark er á tónleikana og áfengi verður selt á afmörkuðum svæðum.

Miðasala hefst fimmtudaginn 12. apríl kl. 10 á Harpa.is/malone. Póstlistaforsala Senu Live fer fram daginn áður, miðvikudaginn 11. apríl kl. 10. Fá þá allir sem eru skráðir á póstlista Senu Live sendan póst með tengli sem gerir þeim kleift að kaupa miða samstundis, degi áður en almenn sala hefst. Ath; takmarkað magn miða í boði í póstlistaforsölunni og henni lýkur í síðasta lagi kl. 22 sama dag.

Skráning á póstlista Senu Live hér

ALLT UM VIÐBURÐINN