Um Senu
blondud-mynd

Þín upplifun er okkar ástríða

Allan daginn, alla daga, allan ársins hring erum við að hlusta, horfa og spila. Við heyrum splunkunýja tónlistarsköpun og gamla standarda og hlustum um leið á það sem Íslendingar vilja heyra. Við horfum á kvikmyndir daginn út og inn og sjáum á sama tíma hvað annað fólk vill sjá. Við spilum leiki, lesum bækur og skoðum nýjustu leikföngin og um leið tökum við eftir því hvað kveikir forvitnina hjá öðrum. Við vinnum með skilningarvitin, tjáninguna og frábærar móttökur fólksins í landinu.Hafðu samband

Hringdu í okkur

591 5100

Við svörum milli 09:00 og 17:00
alla virka daga.

Sendu fyrirspurn

Til að fyrirbyggja ruslpóst:
Fréttir og tilkynningar

Paul Tonkinson hitar upp fyrir Michael McIntyre í Laugardalshöll!

Uppselt í A+ svæði, miðum bætt við á C svæði

3.5.2017

Michael McIntyre segist vera afar spenntur fyrir sýningu sinni á Íslandi! Hann hefur fengið til liðs við sig uppistandarann Paul Tonkinson sem ætlar að hita áhorfendur upp áður en McIntyre stígur á svið. 

Mikill áhugi fyrir komu McIntyre til Íslands, sem kemur ekki á óvart því hann er einn allra vinsælasti grínisti Breta um þessar mundir. Uppselt er á A+ svæði og örfá sæti eru eftir í A og B svæði. Miðum hefur verið bætt við C svæði sem áður var uppselt.

Tix verður með bás á staðnum þar sem hægt verður að nálgast ósótta miða. Básinn opnar kl. 19:00.DAGSKRÁ KVÖLDSINS: 

19.00  -  Húsið opnar 
20.00  -  Paul Tonkinson, upphitun 
20.20  -  Hlé  
20.40  -  Michael McIntyre 
21.50  -  Áætlaður endir* 
* Dagskráin er birt með fyrirvara og getur riðlast.


Paul Tonkinson er breskur grínisti, útvarps- og sjónvarpsmaður. Hann er þekktastur fyrir framlag sitt í The Big Breakfast og The Sunday Show sem og sinn eilíft dygga stuðning við fótboltaliðið Manchester United. Hann hefur unnið í uppistandi í um 15 ár og komið fram víðsvegar í Bretlandi auk þess sem hann hitaði upp fyrir McIntyre á ferðalagi hans Happy & Glorious. Paul hefur unnið til tveggja Time Out Comedy Awards.


Michael McIntyre kemur fram í Laugardalshöll 4. maí. Sýningin á Íslandi inniheldur glænýtt efni og er þetta fyrsti viðkomustaðurinn á ferðalagi hans um heiminn.

Hvað: Michael McIntyre - Uppistand, Paul Tonkinson hitar upp
Hvar: Laugardalshöll
Hvenær: Á morgun, fimmtudaginn, 4. maí 2017