Um Senu
blondud-mynd

Þín upplifun er okkar ástríða

Allan daginn, alla daga, allan ársins hring erum við að hlusta, horfa og spila. Við spilum leiki, horfum á kvikmyndir daginn út og inn og um leið tökum við eftir því hvað kveikir forvitnina hjá öðrum. Við vinnum með skilningarvitin, tjáninguna og frábærar móttökur fólksins í landinu.Hafðu samband

Hringdu í okkur

591 5100

Við svörum milli 09:00 og 17:00
alla virka daga.

Sendu fyrirspurn

Til að fyrirbyggja ruslpóst:
Fréttir og tilkynningar

Paul Tonkinson hitar upp fyrir Michael McIntyre í Laugardalshöll!

Uppselt í A+ svæði, miðum bætt við á C svæði

3.5.2017

Michael McIntyre segist vera afar spenntur fyrir sýningu sinni á Íslandi! Hann hefur fengið til liðs við sig uppistandarann Paul Tonkinson sem ætlar að hita áhorfendur upp áður en McIntyre stígur á svið. 

Mikill áhugi fyrir komu McIntyre til Íslands, sem kemur ekki á óvart því hann er einn allra vinsælasti grínisti Breta um þessar mundir. Uppselt er á A+ svæði og örfá sæti eru eftir í A og B svæði. Miðum hefur verið bætt við C svæði sem áður var uppselt.

Tix verður með bás á staðnum þar sem hægt verður að nálgast ósótta miða. Básinn opnar kl. 19:00.DAGSKRÁ KVÖLDSINS: 

19.00  -  Húsið opnar 
20.00  -  Paul Tonkinson, upphitun 
20.20  -  Hlé  
20.40  -  Michael McIntyre 
21.50  -  Áætlaður endir* 
* Dagskráin er birt með fyrirvara og getur riðlast.


Paul Tonkinson er breskur grínisti, útvarps- og sjónvarpsmaður. Hann er þekktastur fyrir framlag sitt í The Big Breakfast og The Sunday Show sem og sinn eilíft dygga stuðning við fótboltaliðið Manchester United. Hann hefur unnið í uppistandi í um 15 ár og komið fram víðsvegar í Bretlandi auk þess sem hann hitaði upp fyrir McIntyre á ferðalagi hans Happy & Glorious. Paul hefur unnið til tveggja Time Out Comedy Awards.


Michael McIntyre kemur fram í Laugardalshöll 4. maí. Sýningin á Íslandi inniheldur glænýtt efni og er þetta fyrsti viðkomustaðurinn á ferðalagi hans um heiminn.

Hvað: Michael McIntyre - Uppistand, Paul Tonkinson hitar upp
Hvar: Laugardalshöll
Hvenær: Á morgun, fimmtudaginn, 4. maí 2017