Um Senu
blondud-mynd

Þín upplifun er okkar ástríða

Allan daginn, alla daga, allan ársins hring erum við að hlusta, horfa og spila. Við spilum leiki, horfum á kvikmyndir daginn út og inn og um leið tökum við eftir því hvað kveikir forvitnina hjá öðrum. Við vinnum með skilningarvitin, tjáninguna og frábærar móttökur fólksins í landinu.Hafðu samband

Hringdu í okkur

591 5100

Við svörum milli 09:00 og 17:00
alla virka daga.

Sendu fyrirspurn

Til að fyrirbyggja ruslpóst:
Fréttir og tilkynningar

Páll Óskar endurtekur risatónleikana í Höllinni 30. desember

Vegna fjölda áskorana

1.10.2017

Páll Óskar mun syngja öll bestu lög ferils síns frá 1991-2017 ásamt fimm manna hljómsveit í bland við raftónlistina og fullt af dönsurum. Sviðið er sérsmíðað og ekkert til sparað í búning

um og umgjörð til að gera þessa tónleika með öllu ógleymanlega.

Sprengjur, LED stangir, LED kastarar, LED boltar, gúmmíbátar og sófar koma við

sögu ... já, og áhorfendur fá ljósaarmbönd og verða þar með hluti af sýningunni!

Sem fyrr verð haldnir tvennir tónleikar sama dag. Kvöldtónleikarnir hefjast kl. 20 og þeim lýkur um kl. 23; upphitun hefst kl. 20 en Páll Óskar stígur á svið kl. 21.00. 18 ára aldurstakmark.

Kl. 16 um daginn haldnir sérstakir tónleikar ætlaðir fjölskyldufólki en þeir verða um ein klukkustund að lengd. Ekkert aldurstakmark.

Laugardalshöllin mun enn og aftur springa af hreinni gleði, hlaðin glysi og glaumi eins og Páll Óskar einn getur leyft sér. Að gefnu tilefni skal tekið fram að ekki er hægt að halda tónleikana í 3ja skipti; þetta er síðasti séns! Ekkert þessu líkt hefur nokkurn tíma sést á Íslandi og þetta er síðasta tækifærið til að upplifa þessa sögulegu tónleika.

Miðasala hefst 10.10 kl. 10:10. Forsölur Senu Live og Orkusölunnar hefjast daginn áður, mánudaginn 9. október kl. 10:00.

 ALLT UM NÝJU TÓNLEIKANA