Um Senu
blondud-mynd

Þín upplifun er okkar ástríða

Allan daginn, alla daga, allan ársins hring erum við að hlusta, horfa og spila. Við spilum leiki, horfum á kvikmyndir daginn út og inn og um leið tökum við eftir því hvað kveikir forvitnina hjá öðrum. Við vinnum með skilningarvitin, tjáninguna og frábærar móttökur fólksins í landinu.Hafðu samband

Hringdu í okkur

591 5100

Við svörum milli 09:00 og 17:00
alla virka daga.

Sendu fyrirspurn

Til að fyrirbyggja ruslpóst:
Fréttir og tilkynningar

Ótrúleg viðbrögð vegna JOHN CLEESE í Hörpu

Aukasýningu bætt við föstudaginn 18. maí - Sala á hana hefst kl. 10 á morgun!

6.9.2017

Fyrr í dag hófst forsala á hinn eina sanna John Cleese í Hörpu 17. maí og var eftirspurn eftir miðum gríðarleg. Því hefur verið ákveðið að bæta strax við aukasýningu og fer hún fram daginn eftir, föstudaginn 18. maí.

Aukasýningin verður í Eldborg líkt og fyrri sýningin og verða fimm verðsvæði í boði eins og áður. Miðarnir kosta frá 6.990 kr. Aðeins um 1.500 miðar eru í boði á nýju sýninguna og augljóslega er full ástæða tl að hvetja áhugasama um að hafa hraðar hendur þegar sala hefst.

Aukasýningin fer í sölu á morgun þegar almenn sala hefst,
7. september, kl. 10:00 á Harpa.is/cleese. 
Þá verða einnig til sölu þeir miðar sem eftir eru á fyrri sýninguna, 17. maí.

Engin forsala er í boði á aukasýninguna