Um Senu
blondud-mynd

Þín upplifun er okkar ástríða

Allan daginn, alla daga, allan ársins hring erum við að hlusta, horfa og spila. Við spilum leiki, horfum á kvikmyndir daginn út og inn og um leið tökum við eftir því hvað kveikir forvitnina hjá öðrum. Við vinnum með skilningarvitin, tjáninguna og frábærar móttökur fólksins í landinu.Hafðu samband

Hringdu í okkur

591 5100

Við svörum milli 09:00 og 17:00
alla virka daga.

Sendu fyrirspurn

Til að fyrirbyggja ruslpóst:
Fréttir og tilkynningar

Norður og niður | Fleiri atriði tilkynnt

Tangerine Dream, Gus Gus og nýtt efni frá Jónsa

22.11.2017

FLEIRI ATRIÐI TILKYNNT

Við tilkynnum hér með þrjú ný atriði á Norður og niður hátíðinni: Sigur Rós hafa boðið Gus Gus velkomna í hópinn og munu þeir flytja dáleiðandi danstónlist. Kaitlyn Aurelia Smith flytur tónlist af nýútkominni plötu sinni, The Kid, sem hefur fengið frábæra dóma úr öllum áttum. En þá er ekki allt upp talið ...

Þann 28. desember mun Kevin Shields úr My Bloody Valentine flytja einstaklega sjaldséð sólóverk inn í nóttina. Við opnun hátíðarinnar ætla samverkamenn Sigur Rósar, þeir Hilmar Örn Hilmarsson og Steindór Andersen ásamt Páli á Húsafelli á steinahörpunni að koma fram. Sömuleiðis mun Bjöllukór Tónlistarskóla Reykjanesbæjar blása nýju lífi í lög Sigur Rósar. Brassgat í bala, sem spilaði mikið með hljómsveitinni á árum áður, mun flytja lágstemmdar útfærslur af eldri lögum þeirra. Fyrrum básúnuleikari Sigur Rósar, Sigrún, og trompetleikarinn Eiríkur Orri Ólafsson munu flytja nýja raftónlist úr eigin smiðju. Nýtt dúó kemur fram í fyrsta sinn skipað þeim Jo Berger Myhre og Ólafi Birni Ólafssyni, fyrrum píanóleikara Sigur Rósar. Árni (úr The Vaccines) spilar sína fyrstu sólótónleika á Íslandi og flytur „Depresso Tropicana“ tónlist, eins og heyra má í laginu „Bore You With My Melody“.

VARNINGUR Á HÁTÍÐINNI

Gestum Norður og niður hátíðarinnar stendur til boða að versla nokkrar tegundir af sérstökum vínylplötum sem framleiddar eru í mjög takmörkuðu upplagi (100 stk. hver) og er ný vínylplata frá Jónsa þeirra á meðal. Hvert einasta umslag verður sérhannað af listakonunni Siggu Björgu Sigurðardóttur sem mun hanna plöturnar í Hörpu frammi fyrir allra augum meðan á hátíðinni stendur. Að auki verður til sölu ýmis konar Sigur Rósar varningur sem aðeins verður seldur í Hörpu meðan á hátíðinni stendur. Þar á meðal er sérmerktur fatnaður frá Farmers Market, 66° Norður, stuttermabolir og skart. Vínylplöturnar fyrrnefndu verða:

Jónsi - Frakkur, 2000-2004

Um er að ræða áður óútgefið efni, elektróníska tónlist sem hann samdi sem part af sólóverkefninu sínu. Hér má hlusta á fyrsta lag plötunnar Frakkur.

Sigur Rós - Route One

Tónlist frá ferð þeirra um landið í tilefni af „slow TV“ verkefninu þar sem hljómsveitin ferðaðist um landið á lengsta degi ársins árið 2016.

Jónsi Birgisson, Alex Somers & Paul Corley - Liminal Remixes

Þríeykið mun gefa út plötu í tilefni af viðburði þeirra á laugardegi hátíðarinnar: Liminal Soundbath. Um er að ræða draumkenndar útgáfur af þekktum Sigur Rósarlögum (Untitled 6, 7 og 9, Varúð, Brennisteinn ásamt fleirum) sem aldrei hafa heyrst áður.

Jónsi & Alex – All Animals

Stuttskífa þeirra kemur loksins út á vínyl en tónlistina sem þar má finna sá fyrst dagsins ljós stuttu eftir útgáfu hinnar margumtöluðu Riceboy Sleeps.

Alex Somers – Untitled

Splúnkuný tónlist frá samstarfsaðila og pródúser Sigur Rósar til margra ára.

KVIKMYNDADAGSKRÁ OG UMRÆÐUR

Á hátíðinni verða sýndar vel valdar kvikmyndir eftir vini og samstarfsfólk Sigur Rósar og umræður haldnar í kringum sýningar þeirra.

Miðvikudagur:

Dr. Nelly Ben Hayoum frá NASA og SETI stofnuninni mun sýna sína óhefðbundnu kvikmynd, Disaster Playground, þar sem fjallað er um þau úrræði sem hægt er að grípa til ef smástirni lendir á jörðinni.

Fimmtudagur:

Dean DeBlois, sem tvívegis hefur verið tilnefndur til Óskarsverðlauna, mun tala um heimildamyndina sem hann gerði með Sigur Rós árið 2007, Heima.

Föstudagur:

Tónskáldið Daníel Bjarnason fjallar um kvikmyndina Undir trénu sem er framlag Íslendinga til Óskarsverðlaunanna í ár.

Laugardagur:

Hilmar Örn Hilmarsson mun halda erindi um heiðin trúarbrögð á undan sýningu myndarinnar The Show of Shows, kvikmynd um sögu sirkusa en tónlistin í myndinni er samin af Georgi Hólm og Orra Páli Dýrasyni, meðlimum Sigur Rósar, ásamt Kjartani Hólm.

KAUPA PASSA
NORÐUR OG NIÐUR Á SENA.IS
HEIMASÍÐA NORÐUR OG NIÐUR