Um Senu
blondud-mynd

Þín upplifun er okkar ástríða

Allan daginn, alla daga, allan ársins hring erum við að hlusta, horfa og spila. Við spilum leiki, horfum á kvikmyndir daginn út og inn og um leið tökum við eftir því hvað kveikir forvitnina hjá öðrum. Við vinnum með skilningarvitin, tjáninguna og frábærar móttökur fólksins í landinu.Hafðu samband

Hringdu í okkur

591 5100

Við svörum milli 09:00 og 17:00
alla virka daga.

Sendu fyrirspurn

Til að fyrirbyggja ruslpóst:
Fréttir og tilkynningar

Miðasala á Jólagesti Björgvins í Hörpu hefst 19. október kl. 10!

Forsala Senu Live og Jólagesta hefst viku fyrr!

4.10.2017

Miðsala á hina árlegu stórtónleika Jólagesti Björgvins , sem flytja sig nú yfir í Eldborg Hörpu, eftir 10 farsæl ár í Höllinni, hefst 19. október næstkomandi. Forsala Senu Live og Jólagesta hefst viku fyrr, eða 12. október. Takmarkað magn miða verður í boði í forsölunni en hún verður opin alveg þar til almenna salan hefst eða þar til forsölumiðar klárast.

Ásamt Björgvini mun að venju koma fram stórskotalið stórsöngvara sem og sigurvegari Jólastjörnunnar 2017. Jólastjarnan er árleg söngkeppni fyrir krakka sem fram fer á Stöð 2.

Gestgjafi:
Björgvin Halldórsson

Gestir Björgvins:
Gissur Páll 
Júníus Meyvant 
Páll Óskar 
Svala 
Ragga Gísla 
Jóhanna Guðrún 
Katrín Halldóra Sigurðardóttir 
+ Jólastjarnan 2017

Ennfremur stíga á svið:
Stórsveit Jólagesta skipuð landsliði hljóðfæraleikara undir stjórn Þóris Baldurssonar, strengjasveit undir stjórn Gretu Salóme, Gospelkór Reykjavíkur undir stjórn Óskars Einarssonar og Barnakór Kársnesskóla undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur. 

Um tvenna tónleika er að ræða; kl. 17:00 og kl. 21:00. Fimm verðsvæði eru á hvora tónleika en ódýrara er í öll svæði á dagtónleikana. Miðaverð á dagtónleika er frá 5.990 kr. og miðaverð á kvöldtónleika er frá 6.990 kr.