Um Senu
blondud-mynd

Þín upplifun er okkar ástríða

Allan daginn, alla daga, allan ársins hring erum við að hlusta, horfa og spila. Við spilum leiki, horfum á kvikmyndir daginn út og inn og um leið tökum við eftir því hvað kveikir forvitnina hjá öðrum. Við vinnum með skilningarvitin, tjáninguna og frábærar móttökur fólksins í landinu.Hafðu samband

Hringdu í okkur

591 5100

Við svörum milli 09:00 og 17:00
alla virka daga.

Sendu fyrirspurn

Til að fyrirbyggja ruslpóst:
Fréttir og tilkynningar

Manchester by the Sea er frumsýnd á föstudag!

Fékk sex tilnefningar til Óskarsverðlauna

21.2.2017

Lee er skyldaður til að snúa heim og hugsa um yngri frænda sinn eftir fráfall bróður síns. Hann á erfitt með tilhugsunina um að setjast aftur að í borginni sem hann hafði áður yfirgefið og efast um sjálfan sig sem forráðamann drengsins. Gegnum myndina sjá áhorfendur endurlit úr fortíðinni og ástæðan fyrir því hvers vegna Lee ákvað að flytja burt frá Manchester verður sífellt skýrari. 

Myndin er sannkallað snilldarverk og án nokkurs vafa ein af bestu myndum ársins 2016. Aðalleikarinn, Casey Affleck, hlaut Golden Globe verðlaun fyrir leik sinn og nú hefur myndin verið tilnefnd til sex Óskarsverðlauna, meðal annars sem besta myndin. Kvikmyndin var valin af American Film Institute og National Board of Review sem ein af bestu kvikmyndum ársins 2016.

Manchester by the Sea verður frumsýnd á föstudaginn í Smárabíói, Háskólabíói, Laugarásbíói og Borgarbíói, Akureyri.

Manchester_by_the_sea_frettabref

Myndin fjallar um lífið eins og maður lifir því í hinum raunverulega heimi, með ósefjandi sársauka, lausum endum sem ekki verða bundnir og lexíur lífsins sem kenna manni ekkert. Líf án nokkurs konar frásagnarlegs niðurlags.
- The Guardian (5 stjörnur af 5)

Leikstjórn: 
Kenneth Lonergan

Helstu leikarar: 
Casey Affleck, Michelle Williams og Kyle Chandler