Um Senu
blondud-mynd

Þín upplifun er okkar ástríða

Allan daginn, alla daga, allan ársins hring erum við að hlusta, horfa og spila. Við spilum leiki, horfum á kvikmyndir daginn út og inn og um leið tökum við eftir því hvað kveikir forvitnina hjá öðrum. Við vinnum með skilningarvitin, tjáninguna og frábærar móttökur fólksins í landinu.Hafðu samband

Hringdu í okkur

591 5100

Við svörum milli 09:00 og 17:00
alla virka daga.

Sendu fyrirspurn

Til að fyrirbyggja ruslpóst:
Fréttir og tilkynningar

Jólaplattar og jólahlaðborð fyrir Jólagesti

Ekki fara með tóman maga á jólatónleika ársins!

11.10.2017

Þeir sem hafa tryggt sér miða á Jólagesti Björgvins í Hörpu geta tryggt sér einstök tilboð á Smurstöð og Kolabraut sama dag. Fyrir dagtónleikana er hægt að fá glæsilegan Jólaplatta á Smurstöð og fyrir kvöldtónleikana er hægt að fá veglegt hlaðborð á Kolabraut, hvoru tveggja með góðum afslætti.

JÓLAHLAÐBORР

Frá kl. 18:00

Glæsilegt jólahlaðborð Kolabrautarinnar, takmarkað magn sæta í boði á frábæru verði sama dag og tónleikarnir, 7.900 kr á mann, ef þú átt miða á Jólagesti Björgvins.
- Fullt verð 9.900 kr á mann.
- Hlaðborðið verður í boði frá kl 18:00.
- Vinsamlegast pantið borð í síma 519-9700. 

Matseðilinn má sjá hér.

JÓLAPLATTI

Frá kl. 14:00

Glæsilegur jólaplatti Smurstöðvarinnar, takmarkað magn í boði á frábæru verði 10. desember, sama dag og tónleikarnir eru, 3.900 kr á mann, ef þú átt miða á Jólagesti Björgvins.
- Fullt verð 4.900 kr á mann.
- Plattinn verður í boði frá kl 14:00.
- Vinsamlegast pantið borð í síma 519-9750. 

Jólasíld
- Marineruð síld með Aquavit, kúmkat, stjörnu anís, kardimommum, kanil og hvítum pipar.
- Rauðrófu grafinn lax. Okkar eigin graflax með rauðrófupesto. Borið fram á brauði.
- Hægelduð gæsabringa í bláberja karamellu með eplasalati, piparrót og graslauk.

• Klassískt kartöflu salat með beikoni, lauk og majónesi
• Gljáð svínasíða með stökkri puru með sýrðu fersku rauðkáli
• Djúpsteiktur Camembert, með sólberjasultu og ristuðu súrdeigsbrauði.
• Ris a la mande.

ALLT UM TÓNLEIKANA