Um Senu
blondud-mynd

Þín upplifun er okkar ástríða

Allan daginn, alla daga, allan ársins hring erum við að hlusta, horfa og spila. Við spilum leiki, horfum á kvikmyndir daginn út og inn og um leið tökum við eftir því hvað kveikir forvitnina hjá öðrum. Við vinnum með skilningarvitin, tjáninguna og frábærar móttökur fólksins í landinu.Hafðu samband

Hringdu í okkur

591 5100

Við svörum milli 09:00 og 17:00
alla virka daga.

Sendu fyrirspurn

Til að fyrirbyggja ruslpóst:
Fréttir og tilkynningar

Jólagestir Björgvins tilkynna aðra aukatónleika

Sturla Atlas bætist í hópinn

2.11.2017

Enn og aftur er orðið uppselt á hina árlegu tónleika Björgvins Halldórssonar! Nú er svo komið að uppselt er á þrenna tónleika í heildina og því hefur verið ákveðið að bæta við fjórðu tónleikunum og fara þeir fram 12. desember kl. 20:00. Athugið að ekki er hægt að bæta við fleiri aukatónleikum og er þetta því síðasti séns til að tryggja sér miða á Jólagestina í ár. 

Forsala á nýju aukatónleikana hefst hér og nú, sjá kaupatengil að neðan. Almenn sala á nýju tónleikana hefst á morgun föstudag kl. 10 á Harpa.is/jolagestir.

Einnig gleður það okkur að tilkynna enn meiri gestagang og hefur hinn ungi og efnilegi Sturla Atlas bæst í hóp söngvara. Hann hefur slegið í gegn undanfarin misseri með smellum á borð við San Francisco og fer nú á kostum í óperunni Tosca. Hann er ánægður með að taka þátt í Jólagestum Björgvins: "Mig hefur lengi langað að taka þátt í þessum skemmtilegu og glæsilegu tónleikum og nú fær draumurinn að rætast. Þetta er mikill heiður." 

Sem fyrr eru fimm verðsvæði í boði og miðaverð er frá 6.990 kr. Aðeins um 1.500 miðar eru í boði í heildina og eins og áður sagði þá er hér um allra síðustu sætin að ræða í ár því ekki er hægt að bæta við fleiri tónleikum.

 

Gestir Björgvins:
Gissur Páll 
Jóhanna Guðrún
Júníus Meyvant 
Katrín Halldóra Sigurðardóttir
Páll Óskar 
Ragga Gísla
Svala   
+ Jólastjarnan 2017

Sérstakir gestir:
Sturla Atlas og Stefán Karl

Gestgjafi: 
Björgvin Halldórsson

Ennfremur stíga á svið:
Stórsveit Jólagesta, strengjasveit, Karlakórinn Þrestir, Gospelkór Reykjavíkur og Barnakór Kársnesskóla. 

HARPA.IS/JOLAGESTIR