Um Senu
blondud-mynd

Þín upplifun er okkar ástríða

Allan daginn, alla daga, allan ársins hring erum við að hlusta, horfa og spila. Við spilum leiki, horfum á kvikmyndir daginn út og inn og um leið tökum við eftir því hvað kveikir forvitnina hjá öðrum. Við vinnum með skilningarvitin, tjáninguna og frábærar móttökur fólksins í landinu.Hafðu samband

Hringdu í okkur

591 5100

Við svörum milli 09:00 og 17:00
alla virka daga.

Sendu fyrirspurn

Til að fyrirbyggja ruslpóst:
Fréttir og tilkynningar

JOHN CLEESE í Hörpu

Síðasti séns til að sjá hann áður en hann deyr!

28.8.2017

Hinn eini sanni John Cleese er á leiðinni til landsins með nýju sýningu sína sem hann mun ferðast með um alla Evrópu:  Last Time to See Me Before I Die. Hann kemur fram í Eldborg, Hörpu, fimmtudaginn 17. maí 2018!

 

Cleese er leikari,  grínisti, handritahöfundur, kvikmyndaframleiðandi og lifandi goðsögn. Þekktastur er hann fyrir sögufræga grínhópinn sinn Monty Python og gamanþættina Fawlty Towers auk þess sem hann hefur leikið í fjölda þekktra bíómynda á borð við A Fish Called WandaRat RaceHarry Potter og James Bond. Í sýningunni mun Cleese deila sögum og minningum með áhorfendum sem hann hefur sankað að sér á 40 ára ferli sínum. Að lokum mun hann taka við spurningum úr sal og eru Íslendingar einkar heppnir að fá að berja hann augum og spyrja hann spurninga  áður en hann deyr!

Fimm verðsvæði eru í boði og kosta miðarnir frá 6.990 kr. Aðeins um 1.500 miðar eru í boði í heildina og áhugasamir því hvattir til að hafa hraðar hendur.

Miðasala hefst fimmtudaginn 7. september kl. 10:00 á harpa.is/cleese.