Um Senu
blondud-mynd

Þín upplifun er okkar ástríða

Allan daginn, alla daga, allan ársins hring erum við að hlusta, horfa og spila. Við spilum leiki, horfum á kvikmyndir daginn út og inn og um leið tökum við eftir því hvað kveikir forvitnina hjá öðrum. Við vinnum með skilningarvitin, tjáninguna og frábærar móttökur fólksins í landinu.Hafðu samband

Hringdu í okkur

591 5100

Við svörum milli 09:00 og 17:00
alla virka daga.

Sendu fyrirspurn

Til að fyrirbyggja ruslpóst:
Fréttir og tilkynningar

Joey Christ hitar upp fyrir Migos

Þriðja og síðasta íslenska atriðið tilkynnt á morgun

3.8.2017

Joey Christ bætist í hóp þeirra sem munu hita upp fyrir rappsveitina Migos í Laugardalshöllinni þann 16. ágúst! Alls munu þrjú íslensk atriði hita upp fyrir Migos en þeirra að auki mun DJ SURA halda uppi stuðinu áður en fyrsta atriðið stígur á svið. Í gær tilkynntum við CYBER, í dag tilkynnum við Joey Christ og á morgun verður síðasta atriðið tilkynnt.

 

1

Joey Christ kom líkt og stormsveipur inn í íslensku tónlistarsenuna í sumar með tveimur plötum, Anxiety City og Joey. Hans fyrsta solo-lag, „Joey Cypher“, er nú þegar orðið eitt vinsælasta rapplag Íslandssögunnar en hann hefur undanfarin ár gert garðinn frægan með Sturla Atlas.

Gleði og stemning verða í fyrirrúmi þegar Joey Christ stígur á svið í Laugardalshöll 16. ágúst til að hita upp fyrir Migos og allir geta búist við því að skemmta sér konunglega.​

ALLT UM TÓNLEIKANA